Tíminn - 14.08.1934, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.08.1934, Blaðsíða 1
©faíbbagi & I a & 0 I n » e c I. )iai. Átgaagutinn toatat IO tu XTHL árg. J^ferfiibskt »ð inn&elmta á Íaugaoeg 1Q. ®öal 2353 — póst^óil ööl 37. blað Viðtal við fjárxnálaráðherra. Tíminn hafði í síðastl. viku j haft yfir erlendum g-jaldeyri tal af Eysteini Jónssyni, fjár- j að ráða eða getað fengið málaráðherra, og spurði hann i greiðslufrest erlendis. um ástandið í gjaldeyrismálun- | um. — tTvernig er viðskiptajöfn- uðurinn nú? — Bráðabirgðaskýrslur um innflutning og útflutning til júníloka liggja nú fyrir. Sam- kvæmt þeim er verzlunarjöfn- uðurinn óhagstæður um ca. 8,4 miljónir króna. Til samanburð- ar er það, að á sama tíma í fyrra var verzlunarjöfnuðurinn óhagstæður um aðeins 640 þús. kr. Er munurinn því hátt á áttundu miljón króna. — Stafar þessi munur af auknum innflutningi eða minnkuðum útflutningi eða hvorutveggja? — Munurinn stafar ein- göngu af auknum innflutningi. Útflutningurinn er um Va milj. kr. hærri en á sama tíma í fyrra. — Hvernig var útkoman um síðustu áramót? — Verzlunarjöfnuður ársins 1933 var hagstæður um 2 milj. 400 þús. kr., en þrátt fyrir það hefir greiðslujöfnuður þess árs verið óhagstæður. Um hve liáa upphæð greiðslujöfnuður- inn hefir verið óhagstæður, er ekki vitað með fullri vissu, þar sem ekki liggja fyrir skýrslur um allar þær greiðslur, sem áhrif hafa á hann. Menn vita nokkumveginn um afborganir og vaxtagreiðslur af lánum. En það er t. d. ekki með neinni vissu vitað um ferða- kostnað, vörukaup ferðamanna, vátryggingariðgjöld o. fl. En eftir athugunum, sem fram hafa farið á þeim, lítur út fyr- ir, að verzlunarjöfnuður lands- ins þurfi að vera hagstæður (þ. e. meira flutt út en inn) um a. m. k. 8 miljónir, til þess að fjárhagsaðstaða þjóðarinn- ar ekki versni út á við. Sam- kvæmt því hefir hagur þjóðar- innar út á við versnað á árinu 1933, þótt verzlunarjöfnuður- væri hagstæður um 2,4 milj. Af þessu er auðséð, að ástandið í þessum efnum er nú mjög ískyggilegt. Miðað við þann innflutning, sem þegar er orðinn á árinu, virðast litl- ar líkur til þess, að verzlunar- jöfnuðurinn verði hagstæður. Verði svo, versnar aðstaða þjóðafirinar út á við stórum. — Hvaða ástæður eru til þessarar miklu innflutnings- aukningar nú í ár? — Ástæðan til þess, að svona er ástatt með innflutninginn er m. a. sú, að gjaldeyrisnefnd hefir samkvæmt gildandi lög- um ekki tök á því, að hamla eða ráða innflutningi til lands- ins nema á sumum vörutegund- um, og ekki ráð yfir öllum gjaldeyri, sem til fellur. Þann- ig hafa menn nú flutt inn án íhlutunar gjaldeyrisnefndar margar vörutegundir (sem' ekki eru innflutningshömlur á, sbr. reglugerð 8. marz 1934), ef þeir annaðhvort sjálfir hafa Af þesu er auðséð, að taka verður þessi mál fastari tök- um en verið hefir. Stjórnin er nú byrjuð að búa sig undir að gera tillögur til endurbóta. Það verður að ná því marki, að þjóðin kaupi ekki meira'inn ár- lega en hún getur borgað af framleiðslu ársins, eftir að ó- hj ákvæmilegar greiðslur, aðrar en fyrir vöruinnkaup, hafa far ið fram. Og víst er það, að að- gerðir í þesum efnum þola ekki bið. Þannig fórust hinum nýja fjármálaráðherra orð, og sér nú hver maður, að útlitið er ekki glæsilegt. Eins og kunnugt er, hamast blöð íhaldsmanna hér jafnt og þétt á móti því, að nokkurt eft irlit sé með því, hvernig hinn takmarkaði gjaldeyrir lands- manna er notaður. Sl. vetur t. d. þvemeituðu þeir Jón Þor- láksson og Magnús „dócent“ að fallast á það, að gjald- eyrisnefndin fengi með bráða- birgðalögum allsherjar umsjón með gjaldeyrisverzluninni, og strandaði sú ráðstöfun á íhalds- flokknum. Árangurinn af því forsjár- leysi er nú að koma fram. Hags munir verzlunarspekúlantanna ofar hagsmunum þjóðarheildar innar, og voði fyrir dyrum, ef stjóm og þing tekur ekki ræki- lega í taumana. Jón Þorláksson tapar lögregluþjónamálinu. Eins og menn muna varð fyrir tæpu ári síðan deila milli lögreglustjórans í Reykjavík og borgarstjóra út af vali nýrra lögregluþjóna. Rauk Jón Þorláksson tiTog auglýsti stöð- ur þessar, en það hefir lög- reglustjóri ávalt áður gert. Hermann Jónasson hafði þetta því að engu og auglýsti sjálfur stöðumar. Þegar umsóknar- frestur var úti, gerði hann til- lögur til bæjarstjórnar um hverjum veita skyldi. En íhaldsmeirihlutinn í bæjar- stjórn valdi sjö menn, sem lög- reglustjóri hafi ekki mælt með. — Um lögregluþjónastöður segir svo í tilskipun um bæjar- stjórn í Reykjavík: „Lögreglu- þjóna ... setur borgarstjóri eftir uppástungu lögreglu- stjóra, en hann getur veitt þeim lausn án samþykkis bæj- arstjórnar“. Með tilvísun til þessa ákvæðis, neitaði Her- mann Jónasson að taka um- rædda sjö menn í lögregluna, þar sem þeir væru ekki settir „eftir uppástungu lögreglu- stjóra“. Samþykkti þá meiri- hluti bæjarstjómar að leita úr- skurðar dómstólanna um þetta mál og greiða þessum 7 mönn- um kaup frá bænum, meðan á úrskurðinum stæði. — Féll dómur undirréttar í málinu 9. þ. m. og er á þá leið, að bæjar- stjórninni aé „óheimilt að setja Bráðabirgðalog um ráðstafanir til þess að greiða fyrir viðskiftum með siáturfjárafurðír og ákveða verðlag á þeím. Hermann Jónasson, forsætis ráðherra, hefir gefið út bráða- birgðalög um sölu sláturfjáraf- urða innanlands og verðlag á þeim. Hlutu þau staðfestingu konungs 9. þ. mán. Lögin eru í 15 greinum og svo hljóðandi: 1. gr. Til þess að greiða fyrir inn- anlandsverzlun með sláturfjár- afurðir skipar ríkisstjómin 5 manna kjötverðlagsnefnd til eins árs. Samband íslenzkra samvinnufélaga tilnefndir einn mann, Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Borgfirðinga til- nefna í sameiningu einn, Landssamband iðnaðarmanna einn, Alþýðusamband Islands einn og landbúnaðarráðherra einn mann í nefndina, sem jafnframt er formaður hennar. Nefndin ræður fulltrúa, sem annast dagleg störf. Hún getur valið sér trúnaðarmenn eða skipað eftirlitsnefndir, eftir því sem þörf krefur. Kostnaður við störf nefndar- innar greiðist úr ríkissjóði. 2. gr. Kjötverðlagsnefndin ákveður verðlag á kjöti á innlendum markaði í heildsölu og smásölu. Enginn má selja eða kaupa kjöt við öðru verði en því sem nefndin ákveður á hverjum stað á hverjum tíma. 3. gr. Enginn má slátra sauðfé til sölu, né verzla með kjöt af því í heildsölu, án leyfis kjötverð- lagsnefndar. Leyfi til slátrunar skal veitt fyrir eitt ár í senn. Leyíi skal veita lögskráðum samvinnufélögum, sem nú eru starfandi, svo og þeim sam- vinnufélögum, sem stofnuð kunna að verða á viðskipta- svæðum félaga, sem hætta störfum án þess að bændur á viðskiptasvæðinu gerist með- limir annara félaga. Ennfrem- ur getur nefndin veitt leyfi þeim verzlunum öðrum, sem árið 1933 áttu eða starfræktu sláturhús, sem fullnægðu ákvæðum laga um kjötmat o. fl. frá 19. júní 1933. I leyfi getur nefndin ákveð- ið fjártölu þá að hámarki, sem leyfishafi má slátra til sðlu innanlands. 4. gr. * ! Greiða skal verðjöfnunar- tillag af öllu slátruðu sauðfé, nema því sem framleiðendur nota til heimilisþarfa. Upphæð í lögregluþjónastöður eða veita þær öðrum en lögreglustjórinn í Reykjavík hefir stungið upp á“ og sé því setning áður- nefndra sjö manna ógild. Hefir Jón Þorláksson algerlega tap- að málinu fyrir undirrétti og á bærinn að greiða málskostnað. tillagsins má nema allt að 8 aurum á hvert kg. af kjöti, eftir nánari ákvörðun kjöt- verðlagsnefndar. Heimilt er nefndinni að ákveða mismun- andi verðjöfnunartillag eftir kjöttegundum. ' Verðjöfnunartillagið hefir lögtaksrétt til loka næsta árs eftir að slátrun fór fram. 5. gr. Samvinnufélög. og aðrir, sem slátra fé til sölu, skulu gefa kjötverðlagsnefnd skýrslur um daglega slátrun, staðfestar af kjötmatsnönnum og standa skil á verðjöfnunartillaginu til nefndarinnar. Gjalddagi er þegar slátrun fer fram. Nefndin geymir verðjöfnun- arsjóð á tryggum stað, þann tíma sem hún hefir hann undir höndum. 6. gr. Verðjöfnunarsjóði skal var- ið þannig: a Til endurgreiðslu verðjöfn- unartillagsins af því kjöti, sem út er flutt. b. Til að greiða fyrir sölu sláturfjárafurða innanlands. c. Til verðuppbótar á útflutt dilkakjöt. Verðuppbótin má þó ekki verða svo há, að nettóverð útflutta kjötsins verði hennar vegna fylli- lega eins hátt og nettóverð sömu tegunda af kjöti, sem selt er á verðhæsta innlend- um markaði. Það verð sem Samband ísl. samvinnufé- laga greiðir deildum sfnum fyrir útflutt kjöt af fram- leiðslu hvers árs, telst út- flutningsverð á því ári. Verði afgangur í verðjöfn- unarsjóði, þegar greitt hefir verið samkvæmt framansögðu, skal honum varið til uppbótar á öllu seldu kjöti, þannig, að sá verðmismunur, sem nefnd- in hefir ákveðið, raskist ekki. 7. gr. Greiða skal jafnháa verð- uppbót samkvæmt ákvæðum 6. gr. á hvert kg. sömu tegundar af útfluttu dilkakjöti, hvaðan sam það er af landinu. 8. gr. Skylt er öllum, sem verzla með sláturfjárafurðir, að láta kjötverðlagsnefnd í té allar upplýsingar og skýrslur, er hún óskar eftir, viðvíkjandi sölu og söluhorfum á slátur- fjárafurðum, bæði innanlands og utan. 9. gr. Landinu skal skipta í verð- lagssvæði eftir aðstöðu til markaðs og flutninga. Nefnd- in skal ákveða verðlag á hverju verðlagssvæði fyrir sig. 10. gr. Kjötverðlagsnefnd gerir þær Framh. á 2. síðu Afurðasalan og framtíð landbúnaðarins. Fyrsta málið á starfsskrá Framsókn- ílokksins, sem birt var fyrir kosningar í vor, var að vinna að því að hækka það verð, sem bændur fé greitt fyrir afurðir af búum sín- um. Fyrsta krafan, sem Framsóknarmenn gerðu, þegar gengið var til samninga við Alþýðuflokkinn, var um framkvæmdir þessa máls. Og nú er það hið fyrsta af stefnu- málum flokksins, sem frænikvæmt er af hirini nýju ríkisstjórn. Forsætis- og landbúnaðar- ráðherrarin, Hermann Jónasson, hefir nú í vikunni sem leið, gefið út bráðabirgðalög um sölu á kjöti innanlands. Bráðabirgðalög um mjólkursöluna eru nú þegar ákveðin í aðal- atriðum. Hvórtveggja þessi lög verða lögð íyrir þingið í haust til endanlegrar sam- þykktar eins og fyrir ei' mælt í stjórnar- skránni, og er þeim fyrirfram tryggt meira- hlutafylgi í báðum deildum þingsins. Jafn- framt verður svo unnið að því, að skipu- leg'gja með löggjöf söluna á kartöflum og eggjum, þar sem framleiðsla þessara vara fer nú stöðugt vaxandi í landinu og er að verða þýðingarmikið atriði innan landbún- aðarins. Hugmyndin um skipulagning afurðasöl- unnar með aðstoð löggjafarvaldsins er til- tölulega ný hér á landi og hafa samvinnufé- lögin og Framsóknarflokkurinn haft for- göngu um það mál, fyrst til umræðna og síðar til framkvæmda. Erlendis er þegar fyr- ir nokkrum árum byrjað á slíkum fram- kvæmdum, þar sem sýnilegt var, að skipu- lagsleysi afurðasölunnar var að leggja land- búnaðinn í rústir. Af einstökum mönnum er það Jón Árna- son framkvstj. útflutningsdeildar Sambands- ins, sem mest hefir að þessu máli unnið. llann hefir t. d. unnið að því að afla upp- lýsinga um erlenda löggjöf í þessum efnum. Lágu þessar upplýsingar fyrir á fundi sam- vinnufélaganna, er stjórn Sambandsins boð- aði til í marzmánuði síðastliðnum, til að ræða þessi mál, en á þeim fundi voru og mættír full- trúar ýmsra samvinnufélaga, sem ekki eru í Sambandinu. Ályktanir þessa fundar voru þegar sendar ríkisstjórninni. Skipaði stjórn- in milliþinganefnd í afurðasölumálið,ogféllst hún á tillögur Sambandsfundarins í öllum aðalatriðum. Og á þeim eru bráðabirgðalög- in byggð. Sinnuleysi því, sem til skamms tíma var ríkjandi um afurðasöluna innanlands, hefir Jón Árnason lýst í viðtali, sem Tíminn átti við hann 23. jan s.l. Þar segir J. Á. meðal annars: „það lítur út. íyrir, að mönnum liafi til skamms tíma ekki verið það ljóst, að umbóta á afurða- sölunni væri sérstaklega þörf liér heima fyrir. Alit fram á árið, sem leið, virðast hugir manna svo að segja eingöngu hafa beinst að erlenda markaðinum. þetta kom glöggt fram í því, að grein, sem ég skrifaði í Tímann 9. sept sl. um sölu landbúnaðarafurðanna, virtist lcoma öllum þorra manna mjög á óvart. það, sem mönnum virtist kom sérstaklega á óvart var það.^að við samanburð á verði fyrir útflutt kjöt við það verð scm bændur fengu á innlenda markaðinum, -sýndi það sig, að innlendi markaðurinn hafði á árinu 19:i2, þrátt fyrir lúð óvenjulega lága verð á heimsmarkaðinum, yfirleitt ekki verið hagstæð- ari en útlenda verðið. þessi ókunnugleiki sézt vel á skrifum sumra blaða um þetta mál, þar sem þessum samanlnirði var i fyrstu jafnvel harðlega mótmælt. þau mótmæli eru raunar löngu þögnuð — —“. Þetta hugsunarleysi um innanlandsmark- aðinn er að mörgu leyti skiljanlegt. Það ligg- ur í hinum gjörbre(®tu skilyrðum'. Fyrir til- tölulega fáum árum var t. d. mikill hluti af kjötinu seldur erlendis. Ennú eru fullir tveir þriðjungar kjötframleiðslunnar notaðir í landinu sjálfu. Mjólkur- og mjólkurafurða- framleiðsla til sölu í bæjunum hefir einnig aukizt stórlega á fáum árum. Fólksfjölgunin í bæjum og þorpum, sem nú er um 2000 manns á ári, þýðir aukinn innlendan markað x

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.