Tíminn - 14.08.1934, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.08.1934, Blaðsíða 3
T 1 M I N N 141 Bandalag íslenzkra listamanna hefir nýlega gert ráðstafanir til þess, að „Kirkjuráð hinnar ís- lenzku þjóðkirkju", sem gaf út l)ókina „Viðbætir við sálmabók", og nefnd sú, sem sá um útgáfuna, verði látin sæta ábyrgð að lögum iyrir meðferð sína á ljóðum, sem tekin voru í bókina. Höfundar jæssara sálma hafa skorað á Bapdalag íslenzkra iistamanna ð gera ráðstafanir til þess að bókin verði gerð upptæk. Byggja þeir kröfur sínar á eftirfarandi atrið- um: 1) Sálmar hafa verið teknir í viðbætinn án vitundar og leyfis höfundanna. 2) nefndin hefir víða fellt úr sálmunum og réttri röð erinda hefir verið raskað. 3) Nefnd in hefir gert stórkostlegar breyt- ingar á sumum þessara sálma án vitundar og leyfis höfunda. Hafa „Bandalaginu" þegar birizt áskor- anir frá* átta hlutaðeigendum. En það eru Steingrímur Matthíasson vegna föður síns, Davíð Stefáns- son, Hulda, Kjartan Ólafsson, Ólína Andrésdóttir, Brynjólfur Dagsson vegna Brynjólfs frá Minna-Núpi, Jón Magnúson og Ólína þorsteins- dóttir, ekkja Guðm Guðmundsson- ar skólaskálds. í fyrradag var búið að salta 10i þús. tn. síldar alls á landinu. Á sama tíma í fyrra vor búið að salta alls tæplega 135 þús. tn. Ægir, 7. tbi. yfirstandandi árg. er nýlega -kominn út. Efni: Sjó- minjasafn, eftir ritstj, skýrsla er- indreka Fiskifélagsins í Austfirð- ingafjórðungi frá 1. apríl til 1. júlí 1934, sjóferðareglur, harðfiskur eft- ir St. Sigurfinnsson, isrek við Grænland og ísland árið 1933 eftir dr. Bjarna Sæmundsson, vél til fiskmjölsframleiðslu í fiskiskipum o. fl. Fiskafli hefir verið mikill við Langanes og Melrakkasléttu það sem af er þessum mánuði og síð- ari hluta fyrra mánaðar. Einnig hefir verið mikill síldarafli um þessar slóðir. Síldarverksmiðjan á Raufarhöfn hefir tekið á móti um 37000 hl. síldar. Síldarsöltun hófst þar um síðustu helgi. Mamifjöldi á öllu landinu var í árslok i fyrra rúmlega 113 þúsund og hafði aulcizt á árin uum 1798 manns. Mismunurinn milli fæddra og dána var ekki nema 1357 og ætti þvi 441 að hafa flutt hingað frá útlöndum. Jarðskjálftamælarnir hér í Reyk- javík sýndu fimm jarðhræringar hér í júnímánuði, 2., 3. og 30 dag mánaðarins. Prófessorsnafnbót veitti hin frá- farna stjórn skáldunum Gunnari Gunnarssyni og Guðmundi Kamb- an skömmu áður en hún lét af völdum. í onskum bönkum eru samanlagt 160 milj. kr., sem enginn eigandi finnst að. í lang flestum tilfellum er hér að ræða um bankabækur með smáupphæðum, sem eigand- inn liefir einhvemveginn gleymt, en það eru líka til um 400 þús. kr. fjárhæðir á einni bók, sem enginn eigandi finnst að. Ný greln vátrygginga. Sjóvá- tryggingarfélag fslands h.f. hefir nú tekið upp nýja grein vátrygg- inga í sambandi við brunatrygg- ingarstarfsemi sína. Er það svo- kölluð rekstursstöðvunarvátrygg- fng. Er þessi vátrygging algeng erlendis en ekki fengist hér fyr en nú. — það er algengt þá er bruni verður í verzlunum, verk- smiðjum o. þ. h. þá stöðvast fyrir- tækin að meiru eða minna leyti í lengri eða skemmri tíma. Tjón það, sem fyrirtækin verða fyrir vegna slíkrar stöövunar ar oít eins mikið eða tilfinnanlegra en hið beina branatjón, en fæst ekki bætt með vanalegri brunatrygg- ingu. Er nú ráðin bót á því með rekstursstöðvunarvátryggingu þeirri sem Sjóvátryggingarfélagið hefir tekið upp. Landhelgisbrot. Varðbáturinn Skúli fógeti tók um seinustu helgi tvo litla vélbáta, annan frá Flat- eyri, en hinn frá Reykjavik, að dragnótaveiðum í landhelgi. Varð- báturinn kom með bátana hingað, og voru próf haldin í málinu. Dómur hefir ekki verið kveðinn upp ennþá, en málwkjölin munu hafa verið send stjórnarráðinu. Sagt er, að prentvilla í sjómanna- almanakinu hafi valdið því, að formennimir á bátunmn héldu sig liafa leyfi til dragnótaveiða um þetta leyti árs, einmitt á þess- um slóðum, sem þeir héldu sig, er þeir voru teknir (Skutull 27. júlí). AUir þcir scm fít trúlofun- arhringa hjá Jóni Sigmunds- syni vcrða farsælir í hjóna- bandinu. Dánardægur. Nýlátinn er Ás- geir Sigurðson bóndi að Reykjum í' Lundarreykjadal, 67 ára að aldri. Hafði liann og Ingunn kona hans, er lifir mann sinn, búið á Reykjum í 36 ár. Áttu þau fimm sonu: Magnús skáld í Reykjavík, Leif skólastjóra á Laugum og Björn, Sigurð og Ingimund, er tieima dvelja að Reykjum. Ásgeir heitinn ólst upp að Efstabæ í Skorradal og átti alla æfi heima í Borgarfjarðardölum. Hann var gáfaður og gestrisinn og starfs- maður mikill. Skólaflokkurlnn, sem fór utan á vegum Norrænafélagsins, kom heim með Lyru fyrra sunnudag. Blaðið hefir átt'tal við fararstjór- ann, ísak Jónsson kennara, og læt ur hann mjög vel yfir ferðinni. Eftirlitsmcnn Matjesíldarsamlags ins. Atvinnumálaráðherra hefir skipað Jón Sigurðsson, ritara Sjó- mannafélags Reykjavíkur og Ósk- ar Jónsson, formann Sjómannafél. llafnarfjarðar til þess að hafa eftr ij-lit með matjesíldarsamlaginu. Mega þéir sitja stjómarfundi sam lagsins og hafa aðgang að skjöl- um þess og reikningum. Fráfærur munu nú vera orðnar tiarla sjaldgæfar. í sumar hefir verið fært frá í Yztabæ í Hrísey. Eru sauðfjárhagar sæmilegir í eynni. Jón ívarsson kaupfélagsstjóri á Hornafirði verðui- formaður kjöt- sölunefndarinnar, skipaður af rík- isstjórninni. Umbætur á kreppulánunum. — Ríkisstjórninni hefir gefið út bráðabirgðalög og reglugerðar- breytingu, sem gerlr það að verk- um, að lán úr Ki’eppulánasjóði verða með jöfnum ársgreiðslum. Breytingin nær einnig til lána, sem búið er að veita, ef lántak- andi óskar. Met náttúrunnar. Hæzta íjall í heimi er Mount Everest, 8882 m. á hæð. Mesta hafdýpi, sem enn hefir fundizt er Philipseyjagröfin, 9780 m. Stærsta eyja í heimi er Grænland; flatarmál þess er 2175 þús. kma. Lengsta fljót i heimi er Missisippi; lengd þess er 6970 km. Stærsta vatn heimsins er Kaspi- liafið; það er 438 þús km2. Stærð kaupstaðanna í landinu eftir mannfjölda var við árslok 1933 þannig: Reykjavík 31689, Ak- ureyri 4243, Hafnarfjörður 3748, Vestmannaeyjar 3462, ísafjörður 2576, Siglufjörður 2330, Neskaup- staður 1098, Seyðisfjörður 990. Fimmtán lönd minni. ísland er fólksfæsta landiö í Evrópu, en samt eru 15 lönd í álfunni minni en það að flatarmáli. Minnsta alndið er Saar, það er 1900 km2., en ibúa- fjöldi þess er 816 þús. Danzig er 100 km.2 stærra og íbúar þar eru 405 þús. Fólksíjöldinn. þeir, sem bezt þykjast vita, segja að íbúatala jarðarinnar sé nú yfir 2000 milj. Eftir heimsálfum er íbúatalan þessi: í Asíu 1107 milj., Evrópu 508 milj., Ameriku 255 milj., Aírlku 145 milj. og Ástralíu 10 milj. í 2000 metra hæð. 1% af yfir- borði Evrópu er yfir 2000 m. yfir sjávai-mál og gildir einnig sama tala fyrir Ástraliu. Næst kemur Afríka með 3%, Norður-Ameríka með 6%, Suður-Ameríka með 9% og Asía með 14%. Asía er lang hálendasta heimsálfan. Meira en þriðjungur af yfirborði hennar er yfir 1000 m. hæð. Nýtt heimsmet í 3000 m. hlaupi. Daninn Henry Nielsen setti nýlega heimsmet í 3000 metra hlaupi á alþjóða íþróttamóti í Stokkhólmi. Hljóp hann vegalengdina á 8 min. 18,3 sek. Móti honum keppti Pól- verjinn Kusoeinski, sem áður átti heimsmetið (8 jnín. 18,8 sek.), en beið lægra hlut í þetta sinn, en var þó næstur Henry. Tími Kuso- cinski var nú 8 mín. 28,4 sek. íbúar Reykjavíkur voru i árslok 1933 alls 31.689 og hafði fjölgað á árinu um rúmlega 1100. Nýtísku armbands úr og sílftirmunlr í stóru úrvali. Jon Sigmundsson gullsmiður Laugaveg 8. Simi 3383. Anrar einyrkíanna Isafold er með ýmsar bollaleggingar út af samningi ríkisstjórnarinnar um kaup í opinberri vinnu. Er það mest- allt tóm vitleysa eins og við var að búast. Það er rangt hjá ísaf., að kauphækkun vegavinnumann- anna nemi „almennt" 10 aur- um á klukkustund. 1 fjallveg- um var kaupið 85 aurar (nú 90), og í þeim vegum vinna margir (t. d. á Holtavörðu- heiði). Og 85 aura kaupið var einnig borgað sumstaðar á Suðurlandi. Það er auðvitað ómögulegt að segja um það nákvæmlega fyrirfram, hve mikilli upphæð kauphækkunin nemur á dag. Tala þeirra mánna, sem ríkið hefir í vegavinnu er talsvert breytileg dag frá degi eins og gefur að skilja, þar sem bæði koma og hætta vinnuhópar á víxl og einstakir menn komá og fara einkum þar sem vinnan er mestmegnis stunduð af inn- anhéraðsmönnum. En upphæð sú, sem Isaf. nefnir, er sýni- lega of há, sem stafar bæði af því, að það reiknar með 10 aura hækkun „almennt" og reiknar svo 12% af öllum áætluðum daglegum útgjöldum, en í þessu er auðvitað margt fleira en kaup verkamánnanna. Ummæli Isaf. um að kaup- hækkunin þýði það, að minna verði lagt af vegum, eru sjálf- sagt nokkuð hæpin. Viðvíkj- andi árangri vinnnunar munar það áreiðanlega meiru, að verkamennimir séu ánægðir í vinnunni heldur en 5—10 aur- ar á klukkustund. Val á verk- stjórum og eftirlit með því, að vegimir séu lagðir á hagkvæm- an hátt, eru líka hvorttveggja miklu stærri atriði fyrir ríkis- sjóðinn en þessir 5—10 aurar, og hafa meira að segja um árangurinn. Að 9 kr. lcaup á dag (hjá mönnum sem fæða sig), muni hækka það kaup, sem| bændur þurfa að greiða um sláttinn, er ekki sennilegt. Annars er það vitað, að í ýmsum héröðumi landsins hafa bændur beinlínis hag af því að vegavinnukaup- ið hækki, þar sem þessi vinna er svo að segja eingöngu stunduð af mönnum úr hérað- inu, og tekjumar af henni koma heimilunum til góða. Það er líka rétt og skylt, að innan- héraðsmenn sitji fyrir slíkri vinnu. Eins og kunnugt er, hefir undanfarið átt sér stað mjög mikið misræmi í kaupgreiðslum til vegavinnumanna. Kaupið hefir verið lægra í einu héraði en öðru og ójafnt innan eins og samá héraðs og jafnvel samá vinnuflokks. Það eru inn- anhéraðsm'ennimir, sem hér hafa verið afskiptir og settir skör lægra en hinir. En ísaf. finnst það víst einstaMega viðkunnanleg aðferð fyrir rík- Roykjavik. Simi 1249 (3 llnur) Símnefni: Sl&turfélng. Áskurður (& brauð) Avalt fyrirliggjandi: Hai)gibjúgu(Spegep.)nr.l, glld Do. — f, — Do. — 2, mjó Sauða-Hangibjúgu, glld, Do. mjó, Soðnar Svina-rullupyleur, Do. Kálfarullu-pylsur, Do. Sauða-rullupy!#ur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malakoffpyleur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Hamborgarpylsur, Do. Kjötpylsur, Do. Lifrarpylsur, Do. Lyonpylsur, Do. Cervelatpylsur. Vörur þsasar «ru &U&r búnar til & aigin rinnustofu, og staudaat — a0 dðml s*yf- «nda — samanburö rtt samskonar srltmdar. VarðökrAr ssndar, og psrnt- anir afgreidd&r um &llt l&nd. Sjálfs er höndín hollust Kaupið innlenda framl*iðslu þegar hún er jöfu erlendri og ekki dýrari. framleíðír: Kriatalsápu, grtensápu, ■tangt- sápu, handsápu, raks&pi, þvottaefni (Ilreing hvítt), kerti allskonar, skósvertu, gkógulu, leðurfeiti, gólfáburð, vagn- áburð, fs&gilög og kreölin-bað- lög. KaupiO H R EIN S vörur, þær eru löngu þjóðkunnar og fást í flestum vertlunum lands- ina. H.f. Hreinn Skálacðta. ScykjavÖG- Sébií *tS5. ið, að afla sér fjár til fram- kvæmda með því að klípa af kaupi þeirra, sem mest þurfa á peningum að halda, einyrkjanna í sveitimum. En það er alveg óþarfi að kippa sér upp við það, þó að Morgunblaðsliðið héma í Reykjavík sjái eftir þessum aurum til einyrkjanna. Afurðasalan Framh. af 2. síðu. verð, sem með aukinni hagsýni í búskapar- háttum, getur staðið straum af framkvæmd- um síðustu ára, staðið strauni af kreppulán- unum og orðið undirstaða þeirra umbóta, sem framtíðin heimtar til viðbótar þeim, sem fyrir eru. Frá sjónarmiði þjóðíélagsins í heild er það eitt hið stærsta nauðsynjamál, að tryggja afkomu landbúnaðarins á þennan hátt. Hér er ekki að ræða um styrk til bændastéttar- innar, heldur réttlæti. Alveg eins og verka- maðurinn á mölinni verður að hafa sæmilegt kaup til þess að geta lifað sjálfstæðu lífi, án þess að vera upp á aðra kominn, eins þarf bóndinn í sveitinni að fá sæmilegt verð fyrir afurðir sínar. Verð landbúnaðarafurð- anna er kauptaxti bændanna á hverjum tíma. Og um það eiga bændur og verkamenn að standa saman, að erfiðisvinnan í landinu, upphaf allra lífsgæða, menningar og auðs, sá ekki vanmetin af þj óðfélaginu. Því verður ekki neitað, að sá hluti þjóð- arinnar, sem býr í sveitum landsins, ber nú að ýmsu leyti skarðastan hlut frá borði. Það hlutverk, sem sveitafólkið innir nú af hendi, ber því þó vitanlega ekki skylda til að rækja öðrum mönnum fremur í landinu. Þess verður ekki með réttu krafizt, að sú kynslóð, sem; nú byggir sveitirnar eða henn- ar aíkomendur, haldi áfram að gera það, nema því aðeins, að þjóðfélagið viðurkenni starf hennar í verki. Slíkra viðurkenninga væntir almenningur af hinum nýkjörna þingmeirahluta og hinni nýju stjórn — stjórn hinna vinnandi stétta, sem kjósendameirihlutinn hefir sett til valda. Og bændastéttin um allt land mun taka því með gleði, að hin fyrsta viðurkenning er fengin. Til kaupenda Tímans Þeir, sem verða fyrir vanskilum á blaðinu, eru beðnir að láta afgreiðsluna vita um| það sem allra fyrst. Kaupendur eru minntir á að gjalddagi yfirstandandi árgangs Tímans vai- 1. júní. En þeir sem hafa byrjað að fá blaðið á þessu ári og eiga að greiða hálfan árg. (frá 1. júlí) með 5 kr. eru beðnir að senda greiðsluna ekki síðar en 1. október. Einstaka menn telja ekki skyldu sína að borga blöð, ef þeir hafa ekki beðið að senda sér þau í fyrstu. En þetta er misskilningur. Með því að veita blöðum viðtöku yfir lengri tíma, þá ber viðtakanda tvímælalaust skylda til að greiða þau eins og hverja aðra rétt- mæta skuld. Dragið ekki að greiða Tímann! 30., 34. og 35. tölublað Tímans eru uppseld. Útsölumenn og aðrir er eiga kynnu þessi blöð afgangs eru beðnir að láta afgreiðslu blaðsins þau í té. Iþróttaskólinn á Laugarvatni hefir nú starfað í tvö ár og hafa útskrifast þaðan tveir piltar í fyrra og ein stúlka og tveir piltar í vor. Rétt er að vekja athygli manna á því, að þetta er eini skólinn á landinu, auk kennaraskólans, sem veitir mönnum kennslu- réttindi, samkv. gildandi lögum um próf íþróttakennara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.