Tíminn - 14.08.1934, Side 4

Tíminn - 14.08.1934, Side 4
142 T í M I N N A að láta nautgripi liggja úti aðsumrinu? Víða á landinu tíðkast að láta nautgripi liggja úti að sumrinu. Öllum, sem það gera, ber saman um það, að ungviðum sé það gött, og betra en að vera hýst, en aftur eru skoðanirnar með mjólkandi kýr nokkuð skiptar. Ég hefi alloít verið spurður að því hvort mundi vera betra að hýsa mjólkurkýrnar að sumrinu eða láta þær liggja úti. Og mér heíir vafizt tunga um tönn, og ekki getað gefið ákveðið svar. Það get ég nú ekki held- ur gert enn. En nýlega er komin út skýrsla um beitartilraunir, sem gerðar hafa verið um fleiri ára skeið í Danmörku og þar hef- ir þetta atriði meðal annara verið tekið til athugunar. Nú er það svo, að með mikilli varasemi verður að nota niðurstöður, sem fengnar eru við aðra staðhætti, en þó hygg ég samt, að þær geti nokkuð hjálpað þeim bændum, sem eru að velta þessu fyrir sér, til að átta sig á hvort betra er, og því íinnst mér rétt að skýra frá niðurstöðum þeirra. Kýrnar hafa verið vegnar kvölds og morgna í fjögur ár. Alltaf hafa þær verið þyngri að kvöldinu en morgninum. Þær, sem hafa verið hýstar, hafa vegið að kvöldinu 554 kg\, en að morgninum 513; en hinar, sem úti hafa legið, hafa vegið 551 kg. að kvöldi, en 533 að morgni. Útilegan hefir því aukið morgunþungan um 20 kg., en ekki minnkað kvöldþungan nema um 3 kg. Það cr því bersýnilegt, að með útilegunni hafa kýrnar tekið til sín meira fóður, bitið meira. Meðan kýrnar voru hýstar var þeim allt- af geíið með beitinni og ætlast til þess að það væri nægilegt til þess að þær héldu á nytinni. Þrátt fyrir það þá fóru kýmar allt- ar að græða sig, þegar farið var að láta þær liggja úti, og bendir það til þess að þeim hafi varla verið gefið nægilega með, næturbeitin verið meira virði en menn ætl- uðu. Hér á landi er kúm yfirleitt ekki gefið með beitinni að sumrinu. Er því ólíku sam- an að jafna. Verður að hafa það í huga, þegar ályktanir eru dregnar af dönsku til- raununum. Að meðaltali mjólkuðu kýrnar 0,19 kg. meira fyrstu 4 dagana, sem þær lágu úti, en síðustu 4 dagana, sem þær voru hýstar. Þó var beitartíminn þá, alltaf 10 til 12 tímar. Útilegan á nóttunni hefir því bæði sparað um 2 kg. af fóðurbæti og gefið meiri mjólk. Það er að minnsta kosti óhætt að slá því föstu, að beitartíminn megi ekki vera stutt- ur, ekki 8—9 tímar eins og dæmi eru til hér á landi. Öðru lagi er óhætt að fullyrða, að séu tök á því, að mjólka kýmar úti að kvöldinu, og látaj þær ekki inn fyr en um seinan háttatíma, þá er alveg sjálfsagt að gera það. Þetta virðist mér hvorutveggja augljóst eftir tilraununum. Þegar nú hver einstakur fer að reyna að átta sig á því hjá sér, hvort haxm eigi að láta sínar kýr liggja úti eða hýsa þær að nóttunni, þá þarf han að athuga margt. Hann þarf að athuga veðurfarið. í illviðra- sömum sveitum og veðurblíðusveitum eru staðhættirnir sitt hvað. Hann þarf að at- huga, hvort haglendið er skjólasamt eða ekki, því það hefir mikið að segja. Hann þarf að athuga, hvort haglendið er loðið eða ekki, því það hefir áhrif á hve fljótt kýrin fyllir sig. Hann þarf að athuga, hvort langt þarf að sækja kýmar að morgninum eða ekki, og hvað það kostar. Hann þarf að athuga hve mikils hann missir í við áburð- inn, sem tapast o. m. fl. Eftir þessu öllu verður hann svo að reyna að gera sér ljóst, hvort hann á heldur að gera að hýsa kýrnar eða láta þær liggja úti, en séu þær hýstar á að reyna að hafa beitartímann sem lengstan. P. Z. Gísli SigurbjörnssoD Söðlasmiðnr. Laugavegi 72. — Sími: 2099 ainíðar reiðtygi fyrir konur, karlmenn, telpur og drengi. Beisli, töskur og ólar, aktygi o. fl. — Vönduð vinna og efni. Mjög lágt verð. Vörur afgreidd- ar út um land. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsmiðjan Acta 1934 Trúlofunarhrisigar ávallt fyrirliggjandi Haraldor Hagan Austurstr 3 Sími 3890 Kolaverzlun SIQURÐAR ÓLAFSSONAR Símn.: KOL. Reykjavlk. Sími 1933. Seitdid oss nafn yðar og heim- ilisfang og við sendum yður ókeypis sýnishorn af Vikurltinu og Sögu- saíninu. Vikuritiö, Reykj&vik. TRYGGINGU hafa menn fyrir að fá góðar vörur með góðu verði, með því að verzla við Kaupfélag Reykjavíkur. Ný tegund vátrygginga. vátrvííflM Vátrygging þessi bætir yður það óbeina tjón, sem þér verðið fyrir þá, er bruna ber að höndum. Nauðsynleg fyrir allap verzlanir, verksmiðjup og iðnfyrirfæki, sem gela sföðvasl um lengri eða skemri ííma þá er bruni verður, viðskiftaveltan minkar, ágóðinn minkar eða hverfur alveg, en margir kostn- aðarliðir (t. d. laun fastra starfsmanna) haldast óbreyttir Leitið nánari upplýsinga hjá oss nm þessa nauðsyn- legu vátryggingu. Sjóvátryggingarfélag Islands h. f. Brun&deild. Eimskip, 2. hæð. Sírni: 1700 BEZTU CIGARETTURNAR í 20 Btk. PÖKKUM, SEM KOSTA kr. 1.20 — ERU C 0 M M n fl B [ R WESTMINSTER. VIRGINIA. CIOARETTUR Þessi ágæta cigarettutegund fæst ávalt í heildsölu hjá TÓBAKSEINKASÖLU RÍKISINS Búnar til af Westminster Tobaoeo Oempany Ltd. LONDON. Ull * Ull I sumarkauptíðinni þurfa bændur að ráða við sig hvernig þeim verður ullin notadrýgst. Klæðaverksmiðjan Gefjun, Akureyri framleiðir beztu ullarvörur, sem fáanlegar eru hér á landi, af þvi hún notar eingöngu úrvalsull. Allskonar fata- dúkar, band og lopi alltaf fyrirliggjandi hjá verksmiðj- unni og flestum umboðsmönnum hennar út um land. í Reykjavík er alltaf hægt að fá vörur verksmiðj- unnar í Gefjunarútsölunni á Laugaveg 10. Tökum ull við háu verðl uppi vinnulaun, og I skiftum fyrir vörur. Spyrjið um ullarverðið hjá umboðsmönnum. Klæðaverksm. Gefjun. P. I. Jacobsen & Son Timburverzlun Símnefni: Granfuru. Stofnoö 1824. Carl Lundsgade Kðbenhavn. Afgreiðum frá Kaupmanntihöfn bæði stórar og litlar pantanir og heila akipsfarma frá Svíþjóð. — Sís og umboðssalar annast pantanir. EIK OG EFNI í ÞILFAR TIL SKIPA. fbrá á Laugarvatni starfar frá 1. okt. til júníloka. Hann tekur til náms kormr og karla, sem húa sig undir íþróttakennslu og er námið bæði bóklegt og verklegt. Mest áherzla er lögð á fimleika og sund. Vegna fjarveru minnar eru umsækjendur beðnir að snúa sér til skólastjóra Bjarna Bjarnasonar á Laugar- vatni, sem gefur nánari upplýsingar. Umsóknir þurfa að vera komnar fyrir miðjan september. Björn Jdkobsson. si Lækjartorgi 1 Sími 4260 Forstjóri: Jón Ol&tsson Býður vður hagkvæmar líftryggingar. — Spyrjist fyrir um ýmsar líftryggingar á skrifstofu félagsins eða bjú tryggingamanni þess Kristjáni Péturssyni Vegturgötn 67 ^SOSOSOilíCö) John Inglish <s Sons Millers, Leith Edinburgh 6. Vörur vorar eru alþektar á Islandi FYRIR GÆÐI: INGLISH — blandað hænsnafóður. INGLISH — alifuglafóður. INGLISH — maísmjöl. INGLISH — maís kurlaður og fleiri fóðurvörur. Alt í „Blue Star“-sekkjum. Pantanir annast. Saœband isl. Samvinnnfílaga. FREYJil kaffibæiisduftii — nýtilbúið — inniheldur aðeins ilmandi kaffibæti, ekkert vatn eða önnur efni til uppfyllingar. Þess vegna er Freyju kaffibætis- duftið drýgst, heilnæmast og bezt. Og þó er það ódýrara en kaffi- bæti í stöngum. Notið það bezta, sem unnið er í landinu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.