Tíminn - 21.08.1934, Blaðsíða 1

Tíminn - 21.08.1934, Blaðsíða 1
©jaíbbagi Maiitas st 1. | Anf. ÁtsaaflutiBa Coðtat JO fc. 2^-fgreiböía ®fl ittnþcinita á Sauflaocg 10. ©fml 2353 — J>ó»tí)ólf 06 J XVIII. irg. Reykjavík, 21. ágúst 1934. 38. blað. Nokkrar athugasemdir á víð og dreif Hér í blaðinu hefir í fáum : dráttum verið gerð grein fyrir i því, hvernig ástatt er í fjár- málum ríkis og þjóðar nú, þeg- ar hin nýja ríkisstjórn tekur við. En rétt er að rifja það upp nánar, til þess, að almenn- ingur geti fengið sem' réttasta hugmynd um, hvernig útlitið er og þau verkefni, sem nú eru fyrir höndum. I. Á árinu 1933 hefir greiðslu- halli ríkissjóðs verið 1 milj. og 200 þús. kr. Þessa upphæð vantaði ríkissjóðinn árið sem leið til þess að geta greitt gjöld sín af eigin tekjum. Mis- munurinn var jafnaður með lántökum. Lánin voru tekin hjá Barcklay’s Bank, og inn- anlands til nokkurra vega og brúa. Á árunum 1932 og 1933 hafa ríkisskuldirnar (þegar ekki er reiknað með gengisgróða á falli danskrar. krónu) aukizt um 2 milj. 790 þús. kr. Með tilliti til þessarar af- komu tveggja síðustu ára, er allt annað en glæsileg aðkoma að fjármálastjórninni nú. Og eftir því, sem séð verður, er ekki hægt að búast við að út- koman verði betri á árinu, sem nú er að líða. Fjárlög ársins 1934 eru af- greidd frá Alþingi með um 480 þús. kr. greiðsluhalla. En þar við bætast greiðslur samkvæmt sérstökum lögum og aðrar ó- umflýjanlegar greiðslur, sem ekki hafa verið teknar upp á fjárlögin. Á fjárlögum er t. d. ekkert áætlað til kreppuráð- stafana, sem þó eru lögbundn- ar, og vitanlega ekkert vegna jai’ðskjálftatjónsins, sem var ófyrirsjáanlegt. Ekki heldur 100 þús. kr. til sundhallarinn- ar, sem síðasta Alþingi ákvað að greitt yrði. Hefir blaðinu talizt svo til, að hinar lög- bundnu og óhjákvæmilegu greiðslur, sem ekki eru á fjár- lögum, muni nema alls um U/2 milj. króna á árinu, og er því ekki við góðu að búast, enda þótt tekjur verði eitthvað meiri en áætlað var. II. í þessu sambandi verður að vekja athygli á hinum óhag- stæða verzlunarjöfnuði þjóð- arinnar við útlönd á þessu ári. Þegar helmingur var lið- inn af árinu, þ. e. í júnílok, var innflutningurinp til lands- ins orðinn 8,4 milj. kr. meiri en útflutningurinn, en í fyrra á sama tíma var munurinn ekki nema 640 þús. kr. Þessi stórversnandi verzlunarjöfn- uður stefnir þjóðinni í beinan voða, ef ekki er tekið í taum- ana og dregið úr innflutningi. En auðvitað verður að gera sér það ljóst, að um leið og dregið er úr innflutningi, minnka tolltekjur ríkissjóðs að sama skapi. Koma þar fram nýir erfiðleikar í sambandi við Afurðasölumálið Þorleifur Jónsson Upphaf þess og meðferð afkomu ríkissjóðsins. En þeim erfiðleikum verður að taka. Nýja ríkisstjórnin mun aldrei láta sér detta sú fásinna í hug, að stuðla að því að þjóð- in geri innkaup yfir efni fram, til þess eins að ná um leið tekjum í ríkissjóðinn. Fjár- hagsafkoma þjóðarinnar út á við er undirstöðuatriði í fjár- málum hennar. Ef fjárhagur þjóðarinnar út á við getur haldizt í sæmilegu lagi eða a. m. k. fer ekki versnandi, eiga alltaf að vera möguleikar til að bjargast af innanlands. Ef ríkissjóður missir af toll- greiðslum í sambandi við það, að þjóðin sparar innkaup sín, verour að útvega honum aðra tekjustofna. Enda eru toll- greiðslur, sem1 fengnar eru með því að gera verzlunar- jöfnuðinn óhagstæðan, ekkert annað en erlendar ríkislántök- ur í nýrri mynd, en þó að því le.vti miklu verri en venjuleg- ar ríkislántökur, að þjóðin eykur skuld sína út á við um leið um aðra miklu stærri upp- hæð en þá, sem fer í ríkis- sjóðinn. III. Af því sem nú er fram tekið, má sjá, að nýja stjórn- in á við ærna fjármálaörðug- leika að stríða. Fyrsta verk- efnið er að koma 1 veg l'yrir framhaldandi greiðsluhatla á ríkisbúskapnum, sem verið hefir síðustu árin og útlit er fyrir, að verði einnig á þessu ári. Lántökur til daglegra út- gjalda mega hvorki né geta haldið áfram. Annað verkefnið er að lagfæra viðskiptajöfnuð þjóðarinnar við útlönd, jafnvel þótt það kosti ríkissjóð ein- hvern tekjumissi í minnkandi tollum. Til þess að koma þessu í kring, er óhjákvæmilegt að finna nýja tekjustofna, tekju- stofna, sem eru réttlátir og þjóðarheildin bíður ekki tjón af. Og ónauðsynleg eða lítt nauðsynleg útgjöld verður að- gjöld verður að fella niður vægðarlaust. Hin nýja stjórn og þing- meirihluti mun ekki hvika frá hinum erfiðu verkefnum í fjármálunum. Með stefnufestu og vinnu mun það takast að leysa þessi mál, svo að al- menningur megi við una. Vafa- laust kostar sú lausn ýmsar aðgerðir, sem koma óþægilega niður á sumum einstaklingum eða sérhagsmunum í landinu. En hjá því verður ekki kom- izt. Þar sem einstaklingshags- munir og þjóðarhagsmunir rekast á, verða þjóðarhags- munir að ráða. Ileglugerð um kjötsöluna innanlands, samkv. hinum nýju bráða- brigðalögum, hefir verið gefin út af landbúnaðarráðherra. Er landinu skipt í fimm verðlags- svæði. Ihaldsblöðin (Morgunblaðið, Framsókn o. fl.) hafa verið með ýmsan þvætting um með- ferð afurðasölumálsins í upp- liafi m. a., að málinu hafi verið hrundið áfram samkvæmt þingsályktunartillögu frá Jóni í Stóradal! Til þess að leið- rétta ranghermi í þessum efn- um, skal hérmeð skýrður gang- ur málsins eins og hann kemur fram í gögnum, sem fyrir liggja. Eins og áður er fram tekið, i hefir afurðasölumálið fyrst og : fremst verið undirbúið í sam- vinnufélögunum og jafnfrámt tekið upp af Framsóknar- flokknum til að vinna að fram- kvæmdum af hálfu löggjafar- valdsins. Hina fyrstu pólitísku ákvörðun um þetta mál er að finna í gerðabók þriðja flokks- þings Framsóknarmanna, sem háð var í aprílmánuði 1933. í ályktunum flokksþingsins út af landbúnaðarkreppunni, en þær voru eitt af höfuðvið- fangsefnum þingsins, sam- þykkir flokkurinn (í 7. lið) að vinna að því: ,,Að Alþingi samþykki frv. til laga um útflutning á kjöti, sem atvinnumálaráðherra hef- ir látið undirbúa, og að í sömu lög verði einnig sett heimild fyrir ríkisstjómina til að gera ráðstafanir um skipulag kjöt- sölu innanlands, ásamt verð- jöfnun og takmörkun á kjöt- framleiðslu, ef nauðsyn krefur, að fengnum tillögum Sam- bands ísl. samvinnufélaga og Búnaðarfélags Islands“. Alþingi það, er þá stóð yfir, samþykkti lögin um kreppu- hjálp til landbúnaðarins, og var þar að ýmsu leyti farið eftir tillögum flokksþings Framsóknarmanna. Má óhætt þakka flokksþinginu það, að verulegu leyti, að Kreppulána- sjóður fékk svo mikið fé til umráða, sem raun varð á. En skipulagning afurðasölunnar fékk ekki aðra afgreiðslu á því þingi en heimild þá, sem getið er á öðrum stað í blaðinu. — Jón Ámason fór þá í samráði við stjórn Sambandsins að vinna að frek- ara undirbúningi málsins og 9. sept. sama ár ritaði hann í Tímann mjög eftirtektarverða grein um málið. Var þar sýnt fram á það, og sannað með tölum, að innanlandsmarkaður- inn væri í mikilli hættu sök- um vantandi skipulags og ó- eðlilegra undirboða og nú væri svo komið, að innlendi mark- í aðurinn hefði árið 1932 ekki ji verið hagstæðari yfirleitt en ; sá erlendi, þrátt fyrir hið mikla verðfall á útfluttum af- urðum. I miðstjórn Framsóknar- flokksins var afurðasölumálið um þetta leyti til umræðu á fundum hvað eftir annað. Kom mönnum saman um, að eðlileg- ast væri, að samvinnufélögin hefðu forgöngu um allan und- irbúning með því að þau höfðu til þess bezt skilyrði sökum reynslu í þessum efn- um, sem beinir aðilar við af- urðasöluna. Um miðjan nóv- ember dvöldu tveir af stjóm- armönnum Sambandsins, for- maður þess Ingólfur Bjamar- son og Einar Árnason formað- ur Kaupfélags Eyfirðinga hér í bænum. Varð það þá að ráði, að boðaður yrði aukafundur með fulltrúum frá sambandsfé- lögunum, til þess að gera til- lögur um skipulagniitg afuröa- sölunnar. Þá var það og ráð- ið, að einnig fulltrúum sam- vinnufélaga utan Sambandsins yrði gefinn kostur á að sitja fundinn. Fundurinn um afurðasölu- málið var síðan boðaður. En jafnhliða hóf Jón Árnason tvennskonar undirbúning undir störf fundarins. I fyrsta lagi ritaði hann einstökum sam- vinnufélögum og óskaði eftir upplýsingum frá þeim og til- lögum viðvíkjandi ýmsum til- greindum atriðum, sem málið snerti. I öðru lagi var unnið að því, að safna saman erlendri löggjöf í þessurri efnum, sem verða mætti til hliðsjónar og fyrirmynda. Þá var það um það leyti, sem samvinnufélögin voru búin á þennan hátt að taka undirbúning málsins í sínar hendur, að Jón í Stóradal bar fram í efri deild tillögu til þingsályktunar um „sölu inn- anlands á landbúnaðarafurð- um“. Tillaga Jóns var svo- hlj óðandi: „Efri doild Alþingis skorar á ríkisstjórnina að láta fara frani rækilega athugun á því, hversu heppilegast væri að haga sölu á afurðum landbúnaðarins í land- inu sjálfu og hvaða ráðstafanir væri fært að gera af ríkisvaldsins hálfu til þess að tryggja sem mestan markað fyrir þær innan- lands og að minnsta kosti svo liátt verð, að bændur fengju fram- leiðslukostnaðinn endurgoldinn. Skal leita um þetta umsagnar Búnaðarfélags íslands, Sambands íslenzkra samvinnufélaga, Slátur- félags Suðurlands og Mjólkur- bandalags Suðurlands. Leggja skal árangurinn af þessari athug- un fyrir næsta Alþingi." Kom tillaga þessi fram í deildinni 24. nóvember eða rétt eftir að Sambandsfundurinu var ákveðinn. Við þessa tillögu Jóns í Stóradal flutti Jónas Jónsson breytingartillögu um að tillag- an skyldi orðast á þessa leið: „Efri deild Alþingis skorar á ríkisstjórniná að skipa 5 manna nefnd ólaunaða, til að undirbúa fyrir næsta þing frv. um skipulag á sölu landbúnaðarafurða innan- lands, svo framarlega sem Sam- hand ísl. samvinnufélaga, Slátur- félag Suðurlands, Mjólkursamlag Suðurlands, Búnaðarfélag íslands og Alþýðusamband íslands vilja leggja til, hvert um sig, einn mánn í nefndina". Með þessari tillögu Jónasar Jónssonar var slegið föstum hinum eðlilega samkomulags- grundvelli, að aðilarnir, sem hlut áttu að máli, skyldu sjálf- ir vinna að því. Það var eng- in ástæða til að ætla, að sú vinna sem nauðsynleg var í Framh. á 2. síðu. fyrverandi alþingismaður í Hólum sjötugnr I dag Þorleifur Jónsson fyrv. alþm. í Hólum á sjötugsafmæli í dag. Þorleifur er fæddur 21. ágúst 1864 á ættaróðali sínu Hólum í Nesjum. Eru Hólar ein af þeim fáu jörðum •hér á landi, sem verið hafa í eign og ábúð sömu ættarinnar í ca. 200 ár. — Þegar Þor- leifur var innan við tvítugt missti hann föður sinn og tók þá við búsforráðum með móður sinni. Árið 1889 kvæntist hann Sig- urborgu Sigurðardóttur frá Krossbæjar- gerði. Hafa þau eignazt 10 börn og eru 7 þeirra á lífi. Eitt þeirra er Þorbergur al- þingism., sem nú hefir hreppt kjördæmið eftir föður sinn. Tóku þau Þorleifur og Sig- urborg við búsfon’áðum í Hólum 1890 og sama ár var hann skipaður hreppstjóri Nesjahrepps og hefir gegnt því starfi síð- an. — Auk hreppstjómar og búsýslu hefir Þorleifur haft á hendi fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit sína, sýslufélag og þjóðarheild- ina. Hann hefir t. d. vei’ið póstafgi’eiðslu- nxaður í 19 ár, oft verið settur sýslumaður í Austur-Skaftafellssýslu, sýslunefndarmáð- ur í h. u. b. 30 ár, formaður kaupfél. A.- Skf. frá því það var stofnað (1919), þing- maður A.-Skf. 1908—34 o. m. fl. Er það einróma álit allra þeirra er til þekkja, að öll þessi störf hafi hann leyst af hendi méð mestu prýði, enda ói’ækust sönnun þess, að hann hefir haft þau á hendi árum og áratugum sarnan og jafnan verið til þeirra kosinn aftur, er þess hefir þurft. Hvað eftir annað hafa stjómmálaandstæðingar hans i-eynt að ná frá honum kjöi’dæminu, en það hefir aldrei tékizt. En þótt Þorleifur hafi haft mörgum störfum að gegna, má þó óhætt fullyrða að stei’kustum böndum hefir hann vei’ið tengd- ur búskapnum á Hólurn, sveitinni sinni og bændastéttinni yfirleitt. Hann hefir verið og er sveitai’höfðingi, látið öll mál sveitar sinnar til sín taka og boi’ið hag hennar fyrir brjósti. Við búskapinn hefir hann átt styrka stoð þar sem kona hans er. Er heim- ili þeiri*a annálað fyrir gestrisni, greiðvikni og hvei’skonar rausn og höfðingsskap. Hann hefir bætt jörðina og prýtt á mai’gan hátt, tvisvar byggt upp bæjarhúsin og nú síðai’a skiftið (1923), í-eist vandað steinsteypuhús. Öll landai’eignin er nú gii-t og auk þess tún og engjar sérstaklega. Töðixfengur mun hafa 5-faldazt 1 hans búskapartíð. Þoi’leifur hefir verið vinsæll maður meö afbrigðum, enda er hann hverjum mánni prúðari og yfirlætislausari í framgöngu, góðgjarn og óséi’drægur. Senx dæmi þess rná nefna það, að á sinni löngu þingmánns- æfi mun hann ekki hafa krækt sér 1 einn einasta ,,bitling“ úr í’íkissjóði og má þó nærri geta, að honurn hefði verið slíkt inn- anhandar, svo mikils álits og ti’austs naut hanix jafnan. Hann var hvað eftir annað varaforseti og um langt skeið formaður fjárveitinganefndar og formaður þing-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.