Tíminn - 21.08.1934, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.08.1934, Blaðsíða 3
T í M I N N 145 Fréttir ÞjóðaratkvæSagreiðsla fór fram i pýzkalandi sl. sunnudag um það, livort sameina skyldi forseta- og lcanzlaraembættið eftir dauða Hindenburgs og Hitler gegna hvorutveggja. Já sögðu 38 miij. 280 þús. Nei sögðu 4 milj. 275 þús. Ógild atkvæði 869 þús. Virð- ist fylgi Hitlers fara rénandi, eftir mótatkvæðafjöldanum nú að dæma, samanborið við næstsíð- ustu þjóðaratkvæðagreiðslu, er fram fór undir stjórn Nazista. ping vallaprestakall. Kirkju- mólaráðherra liefir ókveðið, að pingvallaprestakall verði ekki veitt. Er því afturkölluð auglýs- ing, sem búið var að birta um prestakallið. í kjötverðlagsnefndina hafa nú verið skipaðir: Jón ívarson for- maður útnefndur af ríkisstjórn- inni, Jón Árnason framkvæmda- stjóri tilnefndur af . Samb. ísl. samvinnufélaga, Helgi Bergs for- stjóri tilnefndur af Slóturfélagi Suðurlands og Kaupfélagi Borg- firðinga, Ingimar Jónsson skóla- stjóri tilnefndur af Alþýðusam- handi íslands og porleifur Gunn- arsson bókbindari tilnefndur af Iðnsambandi íslands. Nefndin hef- ir ákveðið að umsóknir um slátr- unarleyfi skuli vera komnar fyr- ii 25. þ. m. Norsk hvalveiðaskip hafa verið nú um tveggja vikna tíma 5 að tölu úti í Faxaflóa að veið- um. Segja hvalfangararnir að all- mikið sé af hval SV af Reykja- nesi. Hafa þeir aflað milli 30—40 iivali. 100 ára almæli átti 17. þ. m. Ól- iit'ur Árnason í Akurey í Land- eyjum, áður bóndi í Bakka í pykkvabæ. Hann hefir borið ald- urinn svo vel, að hann gekk að slætti fram að níræðu og hefir haldið fullum líkams- og sálar- kröftum fram á síðustu ár. Dánarfregn írá Vesturheimi. 11. júní s. 1. lézt ekkjan Jakobína Jónasdóttir Jónsson 79 ára að aldri. Hún var fædd og alin upp í Mývatnssveit, dóttir Jónasar Jónssonar og pórnýjar pórsteins- dóttur frá Reykjahlíð. Pálmi Loftsson forstjóri fór til útlanda í fyrradag og dvelur er- lendis fram í miðjan næsta mán- uð. Kjötverðlagsneíndin hefir skrif- stofu í Fiskifélagshúsinu. Sími 4767. Sildveiðin. Allmikil bræðslusíld liefir komið til Siglufjarðar síð- ustu daga. Síld er mest við Tjör- nes. Einnig er síld sögð við Húnaflóa og á Skagafirði. Norð- austan stormur var í gær á Siglufirði og engin veiði. Ríkis- verksmiðjumar hafa nú tekið á móti 169500 málum samtals ,eða 10600 meira en um sama leyti i fyrra. — Verksmiðjuhúsinu nýja á Siglufirði miðar vel áfram. Auk verksmiðjuhússins er byrjað á smíði nýrrar mjölskemmu 55X25 metra að stærð. Einnig er í smíð- um stór smiðja fyrir verksmiðj- urnar. — Uppfyllingu smábáta- liafnar á Siglufirði er nú að mestu lokið, og hafa verið gerðar miklar uppfyllingar til mikjls þrifnaðar og bæjarprýði. Mokst- ursskipin Mary og Ida hafa starfað að uppfyllingum þessum. Arni Friðriksson fiskifræðingur er nýfarinn frá Siglufirði, en þar hefir hann starfað við síldarrann- sóknir undanfarið. Hann telur síldina stærri nú en undanfarið, og minna af millisíld saman við liafsildina nú en áður. Raíveituneind Siglufjarðar hef- ir ráðið um tíma Gunnar Snorra- son til þess að deyfa útvarps- truflanir á Siglufirði. Bæjarstjómin á ísafirði hefir nýlega samþykkt að skora á ríkis- stjórnina að víkja bæjarstjóran- um frá störfum og hefir stjórninni verið send áskorun. Hefir tveim úr bæjarstjórninni verið falið að bera fram kröíur þessar við stjórnina. Orsök þess mun vera sú, að meiri hluti bæjarstjómar telur að Jón Auðunn Jónsson bæjarstjóri hafi misnotað og marg- brotið erindisbréf sitt frá því hann náði kosningu sem bæjar- sjtóri á nasstliðnum vetri. Tapast heflr foli 5 v., dökkrauður með stjörnu í enni og rák úr stjörnu niður- undir nasir, vákur. Mark: sýlt og blaðstýft, óvíst hvernig stendur. Þeir, sem verða kynnu varir við folann eru vinsamlega beðnir að láta vita á símstöð- ina í Grindavík. Refatóðnr Nú og framvegis hefi ég til mjölblönduna „Vitafisk“ og „Joð“ bætiefni. Einnig alltaf birgur af alls- konar unga og alifugla fóðri. Vörur sendar gegn póst- kröfu. RETKID J. GRUNO’S ágæta holenzka reyktóbak VERÐ: AROMATISCHER SIIAG kostar kr. 0,90 i/20 kg. FEINRIECIIENDER SHAG — — 0,95---- Fæst í öllum verzlunum T- W. Bmclm (Litaamiðia Bnchs) Tietgensdáge 64. Köbenhavn B. LITIR TIL HEIMALITUNAR: Demantssorti, hrafnsvart, kastorsorti, Parisarsorti og allir litir, fallegir og sterkir. Mælum með Nuralin-lit, á ull og baðmull og silki. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Fermenta** 1 og og „Evolin11 eggjaduft, áfengis- lausir ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvert- an, ,,ökonom“-skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil11, ,,Henko“-blæsódinn, ,,Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blámi, skilvinduolía o. fl. Brúnspónn. LITVÖRUR: Anilinlitir, Catechu, blásteinn, brúnspónslitir. GLJÁLAKK: „Unicum11 á gólf og húsgögn. Þornar vel. Ágæt tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROAT: Bezta tegund, hreint kaffibragð og ilmur. Fæst aUstaðar á Islandi l-lllll skilvindurnar eru ætíð þær bestu og sterkustu, sem fáanlegar eru Nýj- asta gerðin er með algerlega sjálfvirkri smurningu, og skálar og skilkarl úr riðfríu efni. Samðand isl. samviimufélaga. P^bækjartorgi 1 Sfmi 4250 Forstjóri: Jón Ol&ísson Býður yður hagkvæmar liftryggingar. — Spyrjist fyrir um ýmsar líftryggingar á skrifstofu félagsins eða hjá tryggingamanni þess Kristjáni Féturssyni Yestnrgötn 67 Sfml i 1 6 0 Páll Hallbjörns Sími 3448. Laugaveg 55. Fríða Stelánsdóttir úr Ólafsvík nú sundkennari . við gistihúsið á Laugarvatni synti nýlega yfir þvert Laugarvatn frá leikfimis- húsinu og yíir að Útey. pað mun vera rúmir 2 km. — Fríða tók kennarapróf s. 1. vor í íþrótta- skóla Björns Jakobssonar á Laug- arvatni. Sögufélagsbækumar fyrir 1934 cru nýkomnar út. Eru það fram- iialdshefti af hinum góðkunnu fræðibókum er félagið hefir verið að gefa út, neínilega Alþingis- bækur íslands, Landsyfiréttar- og Hæstaréttardómar, pjóðsögur Jóns Árnasonar, svo og Blanda og skýrsla félagsins. Ársskýrsla Rauða kross íslands fyrir árið 1933 hefir blaðinu verið send. Aðalfundur félagsins var haldinn 18. júní sl. og lagði for- maður fél., dr. Gunnl. Claessen, þá fram skýrslu þess. í ársbyrjun voru í sjóði kr, 23.701.65. Tekjur voru á árinu kr. 10.946,84, en gjöld kr. 8.451.34. í árslok voru eignir félagsins kr. 26.197.15. par að auki á félagið blaðið „Unga ísland" og var kaupverð þess, er það var keypf 1932, kr. 3000.00. Ennfremur átti félagið sjúkrabifreið, nokkuð af hjúkrunargögnum og fleira smávegis. Félagatala var í árslok 669.. — Félagið hefir helgað sér öskudaginn til merkjasölu, en að þessu sinni mistókst hún og kom lítið inn — Sjúkrabifreið félagsins i Reykjavík flutti á árinu 455 sjúklinga og sjúkrabifreiðin á Ak- ureyri 127. Hefir því félagið ann- ast flutning á nær 600 sjúkl., sumra inikið veikra og oft um langan veg. Fjögur námskeið í hjúkrun og lijálp i viðlögum hefir félagið haldið síðastl. ár og sóttu það 112 manns. Ennfr. stundaði ungfrú Sigr. Backmann sjómannahjúkrun í Sandgerði á vetrarvertíðinni og gerði hún alls 786 hjúkrunarað- gerðir á hjúkrunarstofunni og fór í 170 sjúkravitjanir í sjóbúðir og á næstu bæi. Félagið hefir deild á Akureyri er telur 110 félaga Sig. Skagfield söngvari er nú kominn hingað til lands eftir langa útivist. Hefir hann dvalið undanfarin ár í Canada og sungið þar viðsvegar um landið, m. a. í Vancouver, Saskaton, Winnipeg, Montreal og víðar. Hann dvaldi langvistum i klaustri i Vestur-Can- ada og nam þar ensku. Hann kom við í London á heimleiðinni og ei ráðinn frá næstu mánaðamót- um til að syngja þar á ýmsum leikhúsum fram á næsta sumar. Eru samningar þegar gjörðir um það. í Vesturheimi lagði Sigui-ður sérstiiklega stund á þjóðlög Indí- ána. Óvenjuleg brunaorsök. í fyrra mánuði geysaði eldur í Konstan- tinopel og brunnu um 50 hús áður ( en hánn varð slökktur. Orsökin til brunans var nokkuð óvenjuleg. Maður nokkur hafði tekið eftir höggormi í svefnherbergi sínu og greip til þess örþrifaráðs, að hella j yfir hann benzini og kveikti síð- ■ an i. Eldur varð strax svo mikill, að hann réði ekki við neitt og af- leiðingamar urðu þær, sem áður er sagt frá. Bókabann í JJýzkalandi. Nýskeð var auglýst bann í pýzkalandi á hinní merku nýútkomnu bók „Will War Come in Europe", eftir ameríska rithöf. H. R. Knickerbocker. Einnig hafa verið gerðar upptækar allar þýzkar | þýðingar á verkum Uptons Sin- clair. Auk þessa hefir nýskeð verið sett bann á ýms erlend blöð, s. s. ensk, ungversk og checkoslovak- | isk blöð. Starfsöm stjórn Undanfarin prjú ár hefir mikil kreppa gengið yfir löndin. Hún heíir náð mikið til Isiendinga. En þar að auki hefir þjóðin haft sína eigin heimakreppu. Umbótaílokkurinn rnesti í landinu hefir verið lamaður af sambýli við íhaldið. . Kyrstöðumennimir hafa lagt sína köldu hönd á málefni lands og þjóðai'. Þessu fargi var hrundið af landinu 24. júní s. 1. Síðan þá hefir skift um vinnu- bi'ögð í landinu. I stað svefns og aðgerða- leysis hefir komið fjör og; manndómur í þ j Óðlífið. Síðan urn stjórnarskiptin hefir rignt lög- um, sem miðuð eni við það, að rétta við lífsbaráttvi hinna vinnandi stétta. Það hafa \erið gefin út bráðabirgðalög um skipulag á sölu léttsaltaðrar síldar, eftir ósk fram- leiðandanna, sem flestir eru íhaldsmenn. í aðalatriðum er þar vafalaust stefnt í rétta átt, en vafasamt er að þeir síldarspeku- lantar sumir hverjir, sem þar standa að, séu menn til að vinna fyrir almennings- heill. Yfirleitt spáir það sjaldan góðu með þvílíkar framkvæmdir, þegar Mbl. lýsir á- nægju yfir fyrirtækinu. En sjálfsagt standa síldarlögin til bóta. Framsóknarráðherrarnir hafa líka starf- að að bráðabirgðalögum. Eysteinn Jónsson hefir lagað þann ágalla Kreppulánasjóðs, sem auðveldast var að fást við. Pétur Magnússon, Þorsteinn Briem og Jón í Dal hafa sjálfsagt brúkað allt sitt vit við kreppusjóðinn. En það reyndist ekki meira en svo, að vextir og afborganir á hjálpar- iánurn bændanna gátu oft orðið 6þ^% fyrstu árin og jafnvel meira. Allir sjá hve heppileg slík vaxtakjör voru. En „bænda- vinirnir11, sem voru svo óheppnir að gera Jiessi lög, treystust ekld til að laga þau. Það beið þessvegna eftir' Eysteini Jónssyni að höggva af bændum. þennan vaxtafjötur, og hann hefir gert það fljótt og vel. Þá lét Ilermann Jónasson fljótt til sín taka kjötsöluna. Framsóknarflokkurinn hefir unnið að þeirri - löggjöf í heilt ár. Nú er hún komin í framkvæmd. Einn af þekktustu kaupfélagsstjórum landsins, Jón ívarsson, tekur að sér forustu um fram- kvæmd málsins.- Það verða vafalaust marg- ír erfiðleikar við lausn þess máls, en það verður leyst, og engin trygging er betri í því efni, en sú, að allir þeir menn í sam- vinnufélögum landsins, sem mesta reynslu og þekkingu hafa í þeim efnum, vinna að því að tryggja bændastétt landsins fastan og öruggan rnarkað fyrir helztu framleiðslu- \öru landbúnaðarins. Menn búast við að næstu daga komi bráðabirgðalög um mjólkursöluna. Tak- markið er hið sama og með kjötsöluna, að try ggj a neytendum og framleiðendum réttlát og heppileg viðskipti. Hið nýkosna þing fær mörg mikilsverð atvinnumál til meðferðar. íhaldið hefir skilið við hag þjóðarinnar í rústum. Alls- staðar þarf átök, mikla vinnu, mikla fram- sýni og ráðdeild í úrræðum. Kjósendur um- bótaflokkanna hafa ástæðu til að fagna því, að þó að víða á landinu hafi rignt of- mik- ið um sláttinri, þá hefir lagaregnið bætt úr nokkru af erfiðleikum þeim, sem þjóðin hefir átt við að búa. J. J. Ivjötveröið á heimsmarkaðinum. Síðasta „Framsókn11 er með bollalegging- ar um það, að kjötverð muni vera hækkandi á heimsmarkaðnum og muni það hafa áhrif á innanlandsmarkaðinn hér. Er helzt • að skilja, að þarna sé verið að taka undir með hinum íhaldsblöðunum um það, að skipu- lagning afurðasölunnar sé óþörf og að „líf- ið eigi að hafa sinn gang“ viðkomandi af- urðaverði landbúnaðarins. Það er rétt, að í sumuní erlendum fregn- um er gert ráð fyrir hækkandi kjötverði í sambandi við kornuppskerubrest í Ameríku. En ýmislegk bendir líka á það, að slátrun muni verða mikil í sumum löndum vegna íóðurskorts í haust. Myndi það hafa áhrif til lækkunar. En sannleikurinn er sá, að jafnvel þótt kjötverðið færi hækkandi á heimsmarkaðn- um, þá skiptir það ekki neinu máli nemá fyrir þann hluta ísl. kjötsins, sem hægt er að flytja út. En á útflutningnum eru eins og allir vita ákveðnar takmarkanir. Hækk- andi verð á heimsmarkaðnum getur því ekki bjargað við verðinu á þeim 2/3 kjötsins, sem selt er innanlands. Til þess þarf lög- gjöf, sem hindrar óeðlileg undirboð.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.