Tíminn - 21.08.1934, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.08.1934, Blaðsíða 4
146 T í M I N N Bánaðarfélagið og sölufélög bænda Vissu blaði hér í bæ, sem sjálfu finnst að það sé málsvari bændanna, finnst það fyrn mikil, að Búnaðarfélag Islands skuJi ekki hafa verið látið tilnefna fulltrúa bænd- anna í ket-nefndina. Því finnst Búnaðarfé- lagið hafa verið einhver „hornreka“ og „olbogabarn“ og séu „bændur 1 andsins sameinaðir í því“. Ekki veit ég hvort sá, er orð hefir fyrir þeim, er að því blaði standa, er yfir- borðsgutlai-i, sem enga hugsun nennir að hugsa til enda, og ekkert mál að skoða nið- ur í kjölinn, eða hann er leikinn loddari, og ]>á sérstaklega æfður í því að segja mönn- um hálfan sannleika og láta hann þar með verða að lygi, en ég býst við hinu fyrra, því letin er oft fylgifiskur þeirra, sem mik- il hirða launin fyrir lítið verk. Sannleikurinn er nú sá um Búnaðarfé- lag íslands, að um félaga þess hefir ekki bii'zt skrá síðan 1920. Enginn utan við get- ur því sagt hve félagar þess eru margir, og það skyldi vera að stjórnin vissi það? En svo skiftir það nú ekki miklu máli í þessu sambandi, því þeir sem eru félagar þess, hafa í engu álirif á gang mála félags- ins nú orðið, og öðlast ekki önnur réttindi en þau, við að greiða sitt 10 kr. inntöku- gjald til félagsins, að þeir fá Búnaðarritið alla sína æfi. Annars er félaginu jafnskilt að gefa félögum og ekki félögum leiðbein- ingar, engir fundir eru haldnir fyrir. félags- . menn, félagsmenn hafa ekki rétt til að hafa áhrif á kosningu til Búnaðarþings, frekar en ekki félagar, og sem sagt, félag- arnir eru algerlega óvirkir í félaginu. Aftur má segja, að nýtt Búnaðarfélag sé byggt upp af hreppabúnaðarfélögunum. Þau kjósa fulltrúa á Búnaðarsambandsfund- ina, en á þeim eru aftur kosnir fulltrúar á Búnaðarþing og það á að ráða mestu um gang mála hjá Búnaðarfélagi Islands. Með lögum eru allir bændur, sem gera jarðabætur látnir vera í hreppabúnaðar- félögunum. Og tala jarðabótamanna er um 4800. Af þeim eru þó um 800, sem ekki eru bændur heldur menn í kaupstöðum og sjávarþorpum (sbr. Pálma Einarsson). Bændur landsins eru yfir 6000. Það er því mest hægt að segja að 2/3 af bændum landsins standi bak við fulltrúa sem kosinn væri af Búnaðarfélagi Islands. En kjötnefndinni er nú sérstaklega ætlað að vinna fyrir sauðfjáreigendur landsins og kjötneytendur. Nú eiga fleiri sauðfé en bændur (víða margir á einu og sama heim- ili). Sauðfjáreigendur munu vera um 13000, eftir því sem ráðunautur Búnaðar- félags íslands í sauðfjárrækt hefir tjáð þeim er þetta ritar. Af þeim telur hann þó að um 3000 slátri ekki sauðfé til sölu. Það eru því um 10000 sauðfjáreigendur, sem | þyrftu að standa á bak við þá fulltrúa, sem | áttu að fara í kjötnefndina. I Sambandi ís- 1 lenzkra samvinnufélaga, Kaupfélagi Borg- firðinga og Sláturfélagi Suðurlands eru yfir ! 90% af þessum 10000 sauðfjáreigendum, sem slátra sauðfé til sölu að haustinu. Og blaðinu, sem um þetta var að skrifa, finnst það miklu réttara að láta Búnaðarfélag Is- lands, sem ekki er sölufélag, og sem ekki er í helmingurinn af þeim, sem eiga kjöt- skrokka, sem selja þarf að haustinu, til- nefna fulltrúann, sem sæi hag þeirra borgið, en, að láta félögin sem 90% af kjötfram- leiðendunum eru í, kjósa þá. I-Ivort fin-nst nú þeim manni réttara, sem nennir að hugsa um málið? Og hvort var eðlilegra? Ég geri ráð fyrir því, að hver sem hugsar um þetta, viðurkenni að fleipur hins ímyndaða fulltrúa bændanna, sem um þetta hefir verið að skrifa, er staðleysa ein. Fulltrúar í nefndina áttu að koma frá þeim félagsskap, sem sameinaði fles^i kjötfram- leiðendur, en ekki þeim er sameinaði flesta jarðabótamenn. Um hitt má svo deila, hvert rétt hafi verið að láta kjötneytendur hafa 2 af 5 nefndarmönnum, en mér finnst að það hafi í alla staði verið eðlileg krafa frá hendi kjötneytenda, og rétt að verða við henni. Búnaðarþingsmaður. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. 4 Roykjnvik. Simi 1249 (3 llnur) Símnefni: Sláturfélag. ÁskurOur (é brauO) ávalt fyrirliggjandi: Hoiígibjúgu(Spegep.)nr.l, glld Do. — 2, — Do. — 2, mjð Sauöa-Hangibjúgu, gild, Do. nijó, SoÖnar Svína-rullupylaur, Do. Kálfarullu-pylsur, Do. Sauöa-rullupylsur, Do. Mosaikpyisur, Do. Malakofípylsur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylsur. Do. Hamborgarpylsur, Do. Kjðtpylsur, Do. Lifrarpylsur, Do. Lyonpylsur, Do. Cervelntpylsur. Vörur þcssnr cru allar búnar til á eigln vinnustofu, og standast — aO dómi ncyt- enda — aamanburO viö samskonar erlend&r. Varöakrár sendar, og pant- anlr afgreiddar um allt l&nd. Smásöluverð á eftirtöldum teýundum af cigarettum er: COMMANDER ELEPHANT MAY BLOSSOM PLAYERS DO. DE RESZKE VIRGINA CRAVEN A CAPSTAN WESTMINSTER TURIv. A.A TEOFaNI SOUSSA MELACHRINO nr. 25 DERBY PAPASTRATOS 20 stk. pk. kr. 1,20 10 — . — . - 0,60 20 — — — 1,30 10 — — - 0,85 20 — — — 1,60 20 — — - 1,30 10 - — — 0,80 10 — — — 0,85 10 — — — 0,75 20 - — — 1,35 20 — — — 1,35 20 - — __ 1,35 10 — — — 1,00 20 — — _ 1,50 Auk þess er verziunum utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar leyfilegí að leggja á allt að 3°|0 að auki fyrír flutningskostnaði. Reykjavík, 13. ág'úst 1934 Tobakseínkasala Riikisins Kolaverzlun SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Síinn.: KOI.. Rcvkjnvik. Sími 1933. Happdrætti Háskóla Islands Endurnýjuh tíl 7. fl. er byrjuð. Vinningar i 7. flokki eru 400, aamtals kr. 83,400,oo. Endurnýjunarverð fjórðungsmiða kr. 1,50 Söluverð fjórðungsmiða kr. 10,50. Dregið verður í 7. flokki 10. september. Vinningar í 6. fl. verða greiddir á skrifstofu happdrættisins í Vonarstræti 4, eftir 20. þ. m. Vinningsmiðarnir skulu vera áritaðir af um- boðsmanni happdrættisins. s Co. 11 Tilkynning frá Kjöiverðlags n efn d Samkv. bráðabirgðalögum 9. þessa mán. um ráðstafanir til þess að greiða fyrir viðskiptum nieð sláturfjárafurðir og á- kveða verðlag á ])eim, má enginn slátra sauðfé til sölu né verzla með kjöt af því í heildsölu án leyfis kjötverðlagsnefndar. Umsóknir um leyfi þessi verða að vera komnar til kjötverð- lagsnefndar fyrir 25. þessa mánaðar. I umsókn urn slátrunar- leyfi skal taka fram sláturfjártöln, verkunaraðferð kjötsins, hversu mikið er ætlað af því til útflutnings, og hve mikið til sölu innanlands, svo og hversu mörgu fé umsækjandi slátraði síðasta ár, og hvernig kjötinu þá var ráðstafað. Jafnframt séu send skilríki uin að sláturhús þau, sem slátr- un á að fara fram í fullnægi ákvæðum gildandi laga og reglu- gerða. Reykjavík, 17. ágúst 1934. Swa.niield Flour Mills Ediuhurg 6 Eftirtaldar vörur vorar eru alþekktar á íslandi: HVEITI HEKLA, HVEITI MORNING STAR, MAÍSMJÖL FÍNMALAÐ, MAÍSFLÖGUR SOÐNAR, ásamt fleiri kom- og fóðurvörum. — Sendið pantanir yðar til Samband ísl- samvínnufélaga HAVNEM0LIEN KAUPMANNAH0FN mælir með sínu alviðurkennda RÚGMJÖLI OG H V E ITI Meiri vörugæði ófáanleg S.I.S. skiptir eingöngu við okkur. Kjöivevðlagsnefrtdin. INDIA TYRES ERU BEZTU BÍLADEKKIN. Notið India bíladekk og þér verðið ávalt ánægðir. SMDm, ISUPER TYRES INDIA SUPER NONSKID: Boztu bíladekkin, sem völ er á. INDIA STANDARD: Betri en öll önnur „standard" bíladekk. INDIA STERLING kuupa þeir, sem vilja fá góð en þó ódýr bíladekk. . Pantanir annast *fi Allt meö íslensknm skipum! *f» Prentsmiðjan Acta 193 >

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.