Tíminn - 18.09.1934, Síða 3

Tíminn - 18.09.1934, Síða 3
T í M I N N 61 Fyrsti réttardagnr I gær var fyrsti réttardagur víða um land. Heyskapartíminn er að verða úti, og sláturtíð fer í hönd. Eftir fregnum að dæma, er útlit fyrir, að fé verði sæmilega vænt í haust. Og full þörf er á, að svo reyn- ist, því að misjafnlega hefir gengið að afla heyjanna á þessu sumri. Öuxmanlands og vestan hefir heyskapurinn orðið sæmilegur. hiorðan. og austanlands hefii' sumarið aftur á móti verið næsta eríitt. En þurkdagamir í siðustu viku hafa að mestu leyti bjargað því, sem bjargað varð. I Suður-Múlasýslu sunn- anverðri er þó úti 2—3 vikna heyskapur, og svipað ei- i Skaptafellssýslum. Eins og sak- ii1 * * * 5 * * * * * ii standa er ástandið verst í norðanverðri Strandasýslu. og norðurhluta ísafjarðarsýslu. Þar er enn úti helmingur af fyrra túnaslætti. Það er víst, að í vetur verð- ur þörf mikillar fóðurbætis- gjafar. Getur oltið mikið á því, að nú séu tryggðar nægar íóðurbætisbirgðir í landinu. Og í því efni eru nú orðin hægust heimatökin, þar sem síldar- mjöhð er. Er það nú almennt tahð notadrýgstur fóðurbætir með hröktum heyjum. Og pen- ingarnir fyrir það fara ekki út úr landinu. Oft hefir verið rætt um fóð- urtryggingu opinberlega hér á landi, og m. a. á síðasta Al- þingi. Var þar samþykkt eftir- farandi þingsályktun: „Efri deild Alþingis ályktar að slcora á ríkisstjómina, þegar svo her undir, að grasbrestur eða í 11 nýting heyja verður þess sýnilega valdandi í einhverjum héruðum lnndsins, að óhjákvæmilegt verði að tryggja bústofninn með því að kaupa fóðurbæti, að gera þá í tælca tíð ráðstafanir gegn því, að selt verði svo mikið út úr land- inu af síldarmjöli, að eigi verði bætt úr þessari þörf. í þessu efni leiti stjórnin tillagna Búnaðarfé- lags íslands, sem á ári hverju aflar, sér um það vitneskju, nægi- l<ga snemma, hversu víðtækra ráðstafana muni þörf“. Þessi þingsályktun mun koma mörgum í hug nú.. Og vonandi er, að stjóm Búnað- arfélags íslands hafi gætt vel j skyldu sinnar, að safna í tíma þeim upplýsingum, sem því er' ; ætlað að útvega. Sjaldan er ‘ meiri þörf á að félagsskapur | bændanna sé vel á verði, en • einmitt þegar eins stendur á . og nú. Fréttir Dánardægur. Aðfaranótt 15. þ. m. iézt liér í bænum frú Hólmfríð- ur Pálsdóttir, móðir þeirra bræðra Kristinssona, Aðalsteins, Jakobs og Sigurðar. Hún var nærri 80 ára að aldri, fædd 29. sept. 1854. Sjúkrasamlag Reykjavikux átti 25 ára starfsafmæli 12 þ. m. Á þessum 25 árum hefir samlagið greitt samtals 1 milj. 680 þús. kr. 1 i sjúkrakostnað fyrir fólk, sem tryggt hefir verið í samlaginu. Rnnnsnkn er lokið í ávísana- svikamálinu frá s. 1. vori. Hefir mál verið höfðað gegn Eyjólfi Jó- lmnnssyni forstjóra Mjólkurfélags Heykjavíkur og Landsbankagjald- kerunum Guðmundi Guðmunds- syni, Steingrími Björnssyni og Siguröi Sigurðssyni. Jónatan Hall- varðsson fulltrúi hefir haft rann- sóknina með höndum. Sifllufjarðarbær hefir keypt Goos-eighirnar á Siglufirði fyrir 180 þús. danskar krónur. Eignim- ar eru tvær síldarverksmiðjur, íiinrn bryggjur, ásarnt söltunar- pöllum, 2 íbúðarhús og 2 hús fyr- ir skrifstofur og verzlun, ennfrem- ur mikil lóðaréttindi. Fasteigna- mat mannvirkjanna er 427 þús. kr., auk véla. Seljandi er Handels- banken í Kaupmannahöfn. Var þoimóður Eyjólfsson bæjarfulltrúi nýlega á ferð i Reykjavík til að gera út um þessi kaup fyrir bæjarins hönd og útvega nauðsyn- legt lán til kaupanna. Gustav A. Sveinsson hæstarétt- armálafiutningsmaður hefir verið kærður fyrir fjársvik og framselt bú sitt til gjaidþrotaskipta. Talið er, að skuldir hans nemi um 70 þús. kr. Mbl. í fyrradag skýrir frá þvi, að hann hafi nú sagt af sér varaformennsku í stjórnmálafélag- inu Vörður og stjómarstörfum hjá Sparisjóði Reykjavíkur og öá- grennis og skilað leyfisbréfi sínu til að flytja mál fyrir hæstarétti. Á Norður -og Austurlandi breytt- ist tíðarfar til batnaðar um miðja s. 1. viku. Snerist veður til sunn- anáttar, og hefir verið a. m. k. 3 —4 daga góður þurkur um mestr allt Norður- og Austurland þó mun þurkurinn ekki hafa náð nema að litlu leyti til vestursveita í Húnavatnssýslu og sunnanverðra Austfjarða. En ástandið hefir breytzt mikið til batnaðar þessa daga, enda var það viða hörmu- legt orðið. Verzlunum fjtflgar í kreppunnl. Árið 1929 voru hér á landi 71 heildverzlun, 899 kauptúnaverslanir og 41 sveitaverzlun. þessar tölur hafa aldrei verið jafnháar áður. Árið 1932 em heildsölumar orðn- ar 76, kauptúnaverzlanimar 978 og sveitaverzlanir 44. Sýnir þetta að verzlununum hefir fjölgað, þiátt fyrir það, þó viðskiptin hafi ininnkað stórum. Sýnir það, að fólk leitar sér atvinnu, þar sem meiri mannafla er sizt af öllu þörf, í stað þess að reyna heldur ttð heí'ja einhverja gagnlega fram- leiðsiustarfsemi. í ágústmánuði siðastl. hefir út- flutningurinn numið 5,2 milj. kr. og útílutningurinn frá því í árs- byrjun til 1. sept. hefir verið 24.958 þús. kr. lnnflutningurinn á sama tíma hefir numið 31.965 þús. kr. eftir fyrstu átta mánuði ársins. Aðsókn að Reykholtsskóla hefir verið með mesta móti og er skól- inn orðinn fullskipaður. Hefir orð- ið að vísa frá nokkrum umsókn- um. Hvanneyrarskóli verður lika fullsltipaður í vetur. Á Laugar- vatni er búið að vísa 70 nemend- um frá. Svo mikil er aðsóknin. Heyskapur á Hvanneyri hefir gengið vel í sumar og hafa heyj- ast um 4000 hestar. Árið 1932 voru flutt inn egg fyrir 110 þús. kr. og kartöflur fyrir 358 jiús. kr. Báðar þessar vörutegund- ir er auðveldlega hægt að fram- leiða hér á landi og innflutningur n slikum vörum ætti ekki að þurfa að eiga sér stað. Met í hraðakstri. Amerískur bíl- stjóri, A1 Jenkins ók nýlega 5000 km. á 24 klst. Er það nýtt met. En hann lét sér ekki nægja með það, því í þessari æfintýralegu ökuferð setti hann 15 ný met á ýmsum vegalengdum. Ólafur Slgurðsson fiskiræktar ráðunautur hefir verið hér syðra undanfarin tíma og kynnt sér framkvæmdir klakstöðvanna í ná- grenni Reykjavíkur og fyrir aust- an fjall. Blaðið hefir nýlega átt tal við Ólaf og sagði hann, að áhugi manna fyrir klakrælct færi nú vaxandi. Hefir verið unnið að byggingu fimm klakstöðva í sum- ar og gerðar miklar endurbætur á tveimur. þegar þær eru fullgerðar verða yfir 20 klakstöðvar starf- ræktar hér á landi. Stjórn Xennarasambands íslands hefir skrifað bæði fræðslumála- stjóru og kennslumálaráðherra, í tilefni af vali skólanefndar Reykja- víkur á kennurum og krafizt, að þeir menn sætu fyrir öðrum um kennarastöður, sem liefðu kenn- araréttindi, en stæði svo á, að taka þyrfti menn til kennarastarfs, sem ekki hefði þau réttindi, þá yrði þeir ráðnir til bráðabirgða. b'orseti Kennarasambandsins hefir tjáð blaðinu, að víðar en hér hafi sltólanefndir mælt með próf- lausum mönnum og muni Sam- bandsstjómin einnig taka það til athugunar. FREYJl) kaffibstisduftit — nýtilbúið — inniheldur aðeins ilmandi kaffibæti, ekkert vatn eða önmir efni til uppfyllingar. Þess vegna er Preyju kafíibætis- duftið drýgst, heilnæmast og bezt. Og þó er það ódýrara en kaffi- bæti í stöngum. Notið þíið beztn, sem unnið er í landinu NIÐURSUÐUDÓSIR með þéttu loki fást eins og að undanförnu hjá Guðm. Breið- fjörð, — Blikksmiðja og tinhúðun Laufásveg 4. Fjárbúið á Rangá hefir til sölu næsta iiaust nokkra fjárhrúta, bæði veturgamla og lambhrúta. Sanngjarnt verð. Rangá, 10. sept. 1984. Björn Hallsson. Heilbriöði og höé- un kynferðislífsins eftir Dr. Karl Evang er ný- komin á bókamarkaðinn. Þetta fræðirit um kynferðismál er öllum nauðsynlegt að lesa. Fæst hjá öllum bóksölum. VERÐ KR. 1.2 5. Nýlétinn er Jón bóndi Jónsson að Ási í Holtum, hátt á sjötugs- aldri. Hann var fæddur- og uppal- inn í Ási, tók ungur við jörð og búi eftir föður sinn og bjó þar síðan góðu búi til dauðadags. — Reglusamur dugnaðar- og elju- maður. Nýlátin er í sjúkrahúsi Hvíta- bandsins húsfrú þorgerður Odds- dóttir frá Lækjarkoti í þverárhlíð. Theódór og Valtýr reikna. Theó- dór Arnbjarnarson og Valtýr Stefánsson leggja saman í Mbl. .i sunnudaginn var og gefa bænd- um ráð um fóðurbætisgjöf í vetur. Bezt að gefn lýsi, segja þeir, og er nóg að gefa kindinni 5 grömm á dag, „og eru þá 200 fjár um litrann". Bendir þessi útreikningur á að hér sé ekki um menn að ræða, sem stundað hafa búfræðinám, því þeir álíta að lýsi hafi sömu eðlisþyngd og vatn! Sannleikurinn er sá, að lýsislítrinn vegur um 800 grömrn og skakkar því æðimiklu. Er illt til þess að vita, að menn, sem kannske einhverjir glepjast til að trúa, vegna sérnáms þeirra, skuli gefa slíkar ráðleggingar. Silkisokkar. Árið 1932 voru fluttir inn silkisokkar fyrir kr. 167.923. Kaupfélag Vestur-Húnvetnlnga er nýlega farið að gefa út fjö! ritað mál, Félagstíðindi K. V. H., og ræðir það ýms hagsmunamál kaupfélagsins og héraðsbúa og flytur einnig fróðleik um sam- vinnumál eftir því sem rúm leyf- ir. Er áreiðanlegt, að blaðið get- ur orðið hlutaðeigendum að góð- um notum og ættu kaupfélögin yfirleitt að taka upp þennan sið. Jónas Jónsson alþm. bar fram á baustþinginu í fyrra þingsályktun- artillögu um það, að skora á stjórnina að athuga hvort ekki væri hægt að koma þjóðminja- safninu fyrir í þjóðleikhúsinu. Taldi hann að möguleiki væri til ii ð það fengi þar rúmbetri húsa- kynni, sem jafnframt væri eld- trvgg. þessi tillaga var samþykkt. Athugun hefir nú farið fram og iiefir niðurstaðan orðið sú, að nægjanlegt húsnæði sé handa safninu, án þess að þrengja nokk- uð að væntanlegri leikstarfsemi. Eru því allar líkur til, að þjóð- minjasafnið verði innan skamms flutt í þjóðleikhúsið. Innfiutningur á lifandl skepn- um. Samkv. verzlunarskýrslum 1932 voru það ár fluttar inn 25 sauðkindur, 30 svln, 1 hundur, 91 loðdýr og 10 hænsni. •# t, •—^/ n.'ykjfivik. Simi 1249 (3 linurþ Simnefni: Sláturfélng. Áskurður (á brauð) ávalt fyrirliggjarnli: Hni gibjúgufSpegep )nr.!. gild Oo — 2. — Bo. — 2. injó Sai'ða-Hangibjúgu, gild, Do. mjó, Soöi:ar Svinn-rullupylsur, Do Kálfarullu-pylsur, Do. Sauða-rullupylsur, Do. Mosaikpylsur, Do. Malakoffpylsur, Do. Mortadelpylsur, Do. Skinkupylsur, Do. Hamborgarpylsur, Do. Xjötpylsur, Do. Lifrarpylsur, Do. Lyonpylsur, Do. Cervelatpylaur. Vörur jxsur wru allar búnar til i eigln vlnnustofu, og staudaat — a0 dðml nayt- •nda — samanburO rlð samskonar erlandar. VertfekrAr sendar, og pant- anir afgreiddar um allt land. Sextdid oss nafn yðar og heitn- ilisfang og við sendum yðnr ókeypis sýnishoru j af Vikurltinu og Sögu- s&fninu. Vikuritiö, Reykjavik. MAUSER fjár- og stórgripabyseur á kr. 20,00. Sport-rifflar kal. 22, með 00 em. hlaupi á kr. 30,00. Super-X riffla og fjárbyeau skot eru 50% kraftmeiri en venjuleg skot. það bezta er ódýraat SPORTYÖRUHÚS REYKJAVtXUR, Reykjavlk. TRYGGINGU hafa menn fyrir að fá góðar vörur með góðu verði, með því að verzla við Kaupfélag Roykjavíkur. Framh. af 3. síðu. verið frá upphafi staðráðið í því, að ráðast á þaö skipulag, sem upp yrði tekið, hvernig svo sem það yrði. Það er augljóst, að höíuðástæðan fyrir þesari framkomu Mbl. er hið gengdarlausa liatur þess til samvinnuíélaganna og sér í Iagi Sambands ísl. samvinnufélaga. Blaðið íullyrðir t. d. að Sambandið ráði öllu í Kjötverðlagsnefndinni, vitandi þó, að Sam- bandið á þaí aðeins eimi fulltrúa af íimm. Það gæti hka út af íyrir sig verið nógu iróðlegt, ef Mbl. vildi gera grein fyrir því, hvaða hvatir það álítur að hggi til grund- vallar hjá þeirn mörgu mönnum, sem þessi mál hafa undirbúió og um þau fjallað. Aí skrifum blaðsins veróur ekki annað ráðið en að þessir menn séu með ráðnum hug að baka öllum lilutaöeigendum tjón, bæði iramleið- endum og neytenduin! Kjötverðlagsnefndin er nýlega tekin til starfa. Það er þó þegar kominn í ljós nokkur árangur af hinu bætta skipulagi. Það hefir tekizt að lialda miklu stöðugra verðlagi á aðalmarkaðsstöðunum innanlands en verið hefir mörg undaníarin ár. Og þó hefi ég íyllstu ástæðu til að ætia, að um það leyti sem nefndin tók til staria hafi lausakaup- menn verið byrjaðir að selja kjöt til verzl- ana 20 aurum undir því verði, sem Sam- vinnufélögin höfðu ákveðið hér í bænum. Er af þessu ljóst, að sami leikurinn hefði verið leilíiim nú í haust og undanfarin ár, ef engar ráðstafanir hefðu verið gerðar. Jafnframt því sem nefndin telur það eitt aí sínum höfuðverkefnum að festa verðlagið og hækka. það eitthvað frá því sem áður hefir verið, síðan hið gííurlega verðfall byrjaði, þá mun hún einnig leitast við að færa niður tilkostnað eftir því sem föng eru á, ekki sízt hér í bænum. Er mér það ljóst að starf nefndarinnar er vandasamt og að á því kunni að vera hægt að finna einhverjar misíellur og einkanlega í byrjun. Er ekkert við því að segja, þó að fundið verði að ráðstöfunum hennar, en þess ætti að mega krefjast, að það yrði gert með rökum og án heimskuiegra getsaka um illan tilgang þeirra manna, sem að þessum málum starfa. Eg hefi altaf haldið því fram, að jafn- framt því sem verðlagið yrði fært upp svo að viðunandi megi teljast, þá verði þó ávalt að stilla þar í hóf og miða við það, sem sanngjarnt getur talist og framkvæmanlegt með tilliti til kaupgetu neytendanna. Mbl. og sum önnur bæjarblöð, sem um þetta rita, virðast vera að læða þeirri trú inn hjá bæj- arbúum, að meiningin sé að pressa út úr neytendum, það sem allra frekast er uimt. Mér hefir ekki dottið slíkt í hug. Eg get vel ímyndað mér, að sumir framleiðendur hafi gert sér hærri vonir í þessu efni en ég tel unnt að fullnægja. En hér verður að taka, og hafa verið tekin, nauðsynleg tillit. Og það ætla ég að megi sýna fram á með samanburði við nokkur undanfarin ár. Eg get auðvitað ekkert um það vitað, hvaða verðlagsákvæði nefndin kann að setja hér á eftir. En þann 1. sept sl. ákvað hún kjötverð í heildsölu hér í bænum kr. 1.40 pr. kg. Samtímis var smásöluálagning á- kveðin 20%, og er það lægra en áður hefir verið*). Undanfarin sjö ár hefir kjötverðið í heildsölu, miðað við 1. september, verið sem liér segir: Árið 1927 kr. 1.70 pr. kg. — 1928 — 1.50 ------- — 1929 — 1.60 ------- — 1930 — 1.70 ------- — 1931 — 1.40 ------- — 1932 — 1.00 ------- — 1933 — 1.10 ------- Eg er þess fullviss, þrátt fyrir einstaka hjáróma raddir, eins og þær, sem nú koma fram í Mbl.„ að allur almenningur í sveit- um og bæjum óskar að árangur geti orðið sem beztur af þeim í-áðstöfunum sem gerð- ar hafa verið og lítur með velvilja á starf þeirra manna, sem kvaddir hafa verið til að vinna að þessum málum. Það verður heldur aldrei of oft vakin at- hygli á því, að íbúar bæjanna hafa ótvíræðra hagsmuna að gæta um það, að afkoma fólks í sveitum geti verið það þolanleg, að það geti haldist við atvinnu sína þar og þurfi ekki að flytja á „mölina“, með öllum þeim alvarlegu afleiðingum, sem slíkur fólksflutn- ingur hefir fyrir afkomu. bæjabúanna. Það er því alveg víst, að hin óvinsamlega framkoma Mbl. o. fl. í garð bændanna í þessu máli, er heldur ekki til hagsmuna fyrir bæina. Jón Ámason. *) Árið 1932 var var smásöluálagningin á sama tíma 36% og 1933 33%.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.