Tíminn - 02.10.1934, Page 3
T 1 M I N N
169
Yátryggingarhlutafélagið
Nve Danske af 1864
Liftryggingar og brunatryggingar. — Bezt kjör.
Aðalnmboð iyrir ísiand: Vátrygglngaskrlfatoia
Sigfúsar Sighvatssonar
Lækjargötu 2 Sími 3171,
Fornritafélagið
Af Fornritunum er komið út:
Egíls saga Skalla-Grímssonar
Sigurður Nordal gaf út. 108+320 bls. með 6 myndum
og 4 uppdráttum.
Laxdæia saga.
Halldórs þœttir Snorrascnar, Stútsþáttr
Einar ól. Sveinsson gaf út. 96+320 bls. með 6 myndum
og 2 uppdráttum.
Hvort bindi kostar heft kr. 9,00 — í skinnb. kr. 15,00
Bækurnar fást hjá bóksölum
Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar
Beykjavik.
SUFER - X
Kraft aukning 50% Hraöa aukning 36%
Super-X skotin eru nú meira umtöluð og dásömuð en nokkur önnur
meðal skotmanna. — F.f þér hafið ekki enn reynt Super-X, þá gjörið
það nú, það er yðar eiginn hagur.
Supei'-X Kal. 22/short (fjárskot)
Super-X — 22/long (stórgripaskot)
Super-X — 22/long rifle (gœsa og
Super-X — 11/ex. long (selaskot)
SPORTVÖBUHÚSHEYKJAVÍKUR
Reykjavik
Skólavörurl
m
Stilabækur, þær beztu á landinu) Fást i öllum stærðum og þyktum,
með linum, hálfstífum og stífum spjöldum.
Blýantar: 10 aura blýantamir landfrægu. Eru fyrirtaksgóðir. Tylftin
aöeins eina krónu.
KOH-I-NOOR-teikniblýantar, allar hörkur. Betri teikniblýantar eru ekki
til. Kr. 0,60 stk., 6,60 tylftin.
Teikniblokkir, 10 blaða 55 aura, 20 blaða 85 aura. Teiknipappír. margar
tegundir.
Teiknibestik, afbragðsgóð, nýsilfur. Kosta kr. 11,50, kr. 16,80 og kr. 23,50.
Teiknibólur, margar tegundir, allir litir.
Vatnslitakassar, mikið úrval. Ágætir, með 12 litum, aöeins kr. 1,00.
Blýantslitir og krítarlitir, stór úrval. Frá 20 aurum til kr. 1,25 askjan.
SJÁLFBLEKUNGAR, feikna úrval. Með glerpenna kr. 1,25 með stálpenna
penna kr. 2,00. Með gullpenna frá kr. 5,00 til 30,00.
Sett (sjálfblekungur og blýantur), margar gerðir, frá kr. 2,50—4,50.
IfluniS, að viö gröfum ókeypis nöfn á þá sjálfblekunga, sem keypt-
ir eru hjá okkur.
Skrúfblýantar, með ýmsu verði, frá 30 aurum til kr. 4,50.
Blýantsyddarar með rakvélablaði. Eru að útrýma öllum öðrum yddur-
um. Kosta kr. 0,75.
Strokleður, afbragðsgóð, 10, 15, 20, 25 og 45 aura stykkið.
Reglustrikur úr tré og stáli, allar lengdir. Frá 10 aurum.
Pennastokkar, mikið og fallegt úrval.
Pennasköft, yfir 30 tegundir, frá 10—60 aura stk.
Nótnahefti, fyrirtaks pappir, 40 síður, aðeins 50 aura!
Joumal-hefti, til bókfærslukennslu, 2 þykktir: kr. 1,25 og 1,90.
PENNAR, allar hugsanlegar gerðír, þar á meðal allar breiddir af
rúnnskriftarpennum.
BLEK: svart blátt, fjólublátt, rautt, grænt. Nótnablek, gullblek, silfur-
blek o. fl.
Mikill afsláttur gefinn i stærri kaupum. Sendum gegn eftirkröfu
hvert á land sem er.
INGÓlFSHVOLI = SiHI
mínum áfram og um miðjan
mánuðinn skrifaði ég því aftur
og skýrði frá því, að ekki
myndi nægja að minna en
300 tonn og sennilega yrði þörf
fyrir allt að 400 tonn.
Stjórnarráðið tók þá að
leita tilboða um kaup á þessu
sildarmjöli, en það síldarmjöl,
sem1 nú er til í landinu er allt
fyrirfrám selt útlendingum,-
nema um 110 tonn hjá síldar-
verksmiðju ríkisins.
Hjá síldarverksmlðju ríkis-
ins liggja nú fyrir pantanir
um ca. 160 toxm og hjá mér
um! ca. 250 tonn.
Landbúnaðarráðherra hefir
nú tekið það ráð, að banna all-
an útflutning á síldarmjöli og
kemlur það til þingsins kasta,
hvaða frekari aðgerðir verða
gerðar í malinu og þá meðal
annars, hvort það síldarmjöl,
sem þarf til að fullnægja pönt-
unum verður tekið eignar-
námi.
Benzínskatlurinn
í frumvarpi, sem ríkis-
stjórnin leggur fyrir komandi
Alþingi, verður lagt til, að
hækka innflutningsgjald á ben-
zíni, þannig, að skattur alls á
benzín verði ca 8V2 aurar pr.
lítra.
Vegaviðhald hér á landi fer
nú hraðvaxandi með ári hverju
um leið og nýir vegir eru
byggðir og umferðin eykst og
mun á næsta ári vera áætlað
til vega um 550 þúsund krón-
ur. Það er mikið fé og krefst
nýrra tekna, sem ekki voru
nauðsynlegur meðan vega-
viðhald var óvenjulegur
gjaldaliður. — Erlendis hefir
sú aðferð verið mjög upp tek-
in, að leggja gjöld á benzín
fyrir vegaviðhaldinu, með því
að benzínið er svo mjög notað
af þeim flutningatækjum, sem1
um vegina fara og orsaka slit
þeirra.
Sú hækkun á benzínskattin-
um, sem nú er farið framj á,
mun þó að vonum vekja nokk-
um ugg hjá þeim, sem: benzín
þurfa að nota. Þarf það mál
nánari skýringar, að benzínið
nú er valið sem; skattstofn.
Eins og fram1 var tekið verð-
ur benzínskattur nú álls um
81/2 aurar pr. lítra, ef frv.
verður samþykkt. En í Dan-
mörku, sem er eins og sakir
standa, stjómað mjög méð
hag almennings fyrir augum,
er benzínskatturinn 13 aurar
pr. lítra. Er þó vegaviðhaldið
í Danmörku vitanlega miklu
minna en hér, tiltölulega.
En þó að þetta hafi verið
svona, að benzínskatturinn í
Danmörku hefir verið ,13 aur-
ar, en hér ekki nema um 41/2
aurar pr. lítra (en það er
hann nú), þá hefir samt út-
söluverð á benzíni verið mjög
álíka hér og í Danmörku.
Þetta sannar það, sem raun-
ar er almennt vitað, að
álagningin á benzíni er mjög
mikil eins og sakir standa nú
hér á landi.
Eðlilegast hefði verið, að
ríkið tæki í sínar hendur
einkasölu á benzíni og fengi á
þann hátt milliliðagróðann.
Verzlun með benzín er tiltölu-
lega einföld í framkvæmd.
Undirbúning mun þó skorta til
þess að slík einkasala sé fram-
kvæmanleg að svo stöddu.
En til þess verður að ætl-
azt, að sú hækkun, sem nú á
að gera á benzínskattinum,
verði ekki til þess að hækka
veröið í útsölu til þeirra, sem
benzínið nota. Skatthækkunin
á að takast af milliliðagróð-
anum, og getur hann þrátt
fyrir það orðið mjeira en við-
unandi, ef miðað er t. d. við
ástandið í Danmörku.
Það getur vel farið svo, að
setja þurfi * hámarksverð á
benzín, til þess að tryggja, að
skatthækkunin komi niður þar
sem! rétt er, á milliliðagróðan-
um, en ekki notendunum. Þyki
það fyrirkomulag ekki henta
áfram, verður einkasalan að
koma.
Frétfir
Slátrun sauðljár hóíst í s. 1.
viku í slátrunarhúsi K. E. A. á
Oddeyrartanga. Gert er ráð fyrir
að slátrað verði 23 þús. fjár í
haust í húsinu og að sláturtíð
verði úti um eða litlu fyrir miðj-
an október. Venjulega verður
slátrað um 1200 á dag, en þó
stundum nokkuð þar fram yfir.
Æfisaga iðnaðarmanns heitir
bók, sem er nýlega komin út.
Höfundurinn er C. C. Homung og
mun þetta vera æfisaga hans
sjálfs. þýðinguna hefir gert Sig-
urður Skúlason mag. art.
Skólastjórar hafa þessir menn
verið skipaðir: Sigursteinn Magn-
ússon við bamaskólann í Ólafs-
firði, Gestur Ó. Gestsson við
barnaskólann í Flatey, Gísli Gott-
skálksson við bamaskólann í
Akrahreppi og Sæmundur Dúa-
son við bamaskólann í Haganes-
hreppi.
Yfirlögregluþjónn, sem var
glæpamaður. Nýlega var yfir-
lögregluþjónn í borginni Lille í
Frakklandi tekinn fastur fyrir
það að vera foringi glæpamanna-
flokks, sem m. a. hafði stolið 300
þús. kr. í stimpilmerkjum. —
Hafði lögreglan lengi haft grun
um, að einhver í hennar hópi
hefði verið valdur að þessu og
störfuðu þeir, sem settir höfðu
verið til þess að fá nánari vitn-
eskju um það, á sömu skrifstofu
og yfirlögregluþjónninn í hálfan
mánuð, án þess að verða nokk-
urs vísari.
Farþegi nr. 1.000.000. Flugfélagið
Lufthansa gaf 27. sept. út farseðil
nr 1.000.000 handa farþega, sem
flaug frá Múnchen til Berlínar.
Honum var afhent heiðursskjal
til minningar um atburðinn, er
hann kom á flugvöllinn í Tempel-
hof við Berlin.
Og björgln kloínuðu, skáldsaga
bók eftir Jóhann Frímann er ný-
lega komin út.
Nökkvar og ný skip. Ný ljóða-
hók efitr Jóhann Frhímann er ný-
komin út.
Ugluspegill, barnasaga, þýdd af
Jónasi Rafnar, nýkomin út.
Gríma, 10, hefti er nýlega kom-
in á bókamarkaðinn.
Sigurður Jónsson rafvirki og
l)æjarfulltrúi íhaldsins óskaði þess
fyrir skömmu, að bú sitt yrði tek-
ið til gjaldþrotaskipta og hafði
lögmaður haft málið til meðferð-
ar. En nú hefir Sigurður gert
samninga við lánardrottna sína
og mun ekki verða af gjaldþrota-
skiptum. Mun fáum hafa tekizt uð
ná samningum við lánardrottna,
eftir að hafa gefið sig fram til
gjaldþrotaskipta og er ekki ólík-
legt að einhverjir hafi þótzt þurfa
að veita Sigurði lið, fyrir trúa
þjónustu í kollumálinu.
MJólkursölunefndin. Samhand
isl. samvinnufélaga hefir tilnefnt
Árna G. Eylands 'til þess að taka
sæti fyrir þess hönd í Mjólkur-
sölunefndinni og Alþýðusamband-
ið Guðmund R. Oddsson. Land-
búnaðarráðherra hefir skipað
Hannes Jónsson dýralækni og sr.
Sveinbjörn Högnason, sem verður
formaður nefndarinnar.
Unnið er nú að því að dýpka
hátahöfnina á ísafirði.
Kappsláttur. Kappsláttarmót fór
fram í Skálavík vestra seint í
sumar og var þangað komið til
að vera viðstatt margt fólk úr
Bolungarvík og víðar að. Kepp-
endur voru fimm og heitir sá Jó-
hann Pálsson, er varð hlutskarp-
astur. Sló hann 700 fermetra á 19
mínútum.
Dýravemdarinu, 5. tbl. yílr-
standandi árgangs er nýkomið út
Aðalgreinin er eftir Áma Einars-
son bónda í Múlakoti og heitir:
Gamlir kunningjar.
Kolaverzlun
SIGURÐAR ÓLAFSSONAR
Simn.: KOL. Reykjavík. Simi 1933.
Ritstjóri: Gisli Guðmundsson.
Tjamargötu 39. Simi 4245.
P»unfauni8iaa Anfak
TRÚLOFUNARHRINGAR
ávalt fyrirliggjandi.
HARALDUR HAGAN,
Auisturstr. 3. Sími 3890
TRYGGINGU
hafa menn fyrir að fá góðar
vörur með góðu verði, méð því
að verzla við
Eaupfélag Reykjavíkur.
Stjórnmál í september
Framh. af 2. síðu.
frv. um að legg-ja embættið niður, en íhald-
ið og’ liðsmenn einkafyrirtækisins vörðu
það, en það var almenn trú að enginn mað-
ur í landinu utan þings vildi mæla Jakob
bót. Nú var honum vikið frá. En Jakob átti
formælendur fáa. Það verður að segja al-
gengum íhaldskjósendum til verðugs hróss,
að enginn þeirra hefir látið til sín heyra
stunu eða hósta út af burtvikningu Jakobs.
Hefir stjórnin þótt vaxa af málinu, og munu
landsmenn yfirleitt vænta, að hún hlífi ekki
dýrum og ónýtum starfsmönnum þjóðfé-
lagsins.
Sá atburður gerðist í þessum mánuði, að
Jón Þorláksson borgarstjóri kom heim frá
baðstað í Rínardalnum. Var Valgeir Björns-
son verkfræðingur hans >á á góðum vegi
með að hindra að gert yrði við sundhöllina
í Reykjavík. Jón Þorláksson tók þar í taum-
ana og gerði það sem hver sæmilega skyn-
samur og sómasamlegur maður myndi gert
hafa. Hann fól húsameistara að hafa yfir-
umsjón með því að verkinu yrði lokið, úr
J’ví samkomulag var fengið um kostnaðinn.
Þegar Framsóknarmenn á þingi tóku upp
urslitabaráttu fyrir niálinu árið sem leið,
studdi Jón Þorl. viðleitni þeirra og hélt því
nú áfram sem borgarstj óri. En allmikið af
kjósendum hans eru bæði hryggir og reið-
ir yfir, að sundhöllin verði fullger, því að
þeir vita, að það verður aldrei afmáð, að
Framsóknarmenn hafa þrem sinnum bjargað
málinu, og mjög að óvilja hinna heimskai’i
og kærulausari manna í íhaldsflokknum.
Ekki verður með jafnmikilli ánægju sagt
frá aðgerðum íhaldsmanna í útvarpsráði, er
þeir réðu Jón Leifs að útvarpinu með 600
kr. á mánuði, eingöngu sem atvinnubót
honum til handa. Hefði alveg eins mátt
ráða vin hans Kristján Albertson til að
yrkja ljóð fyrir útvarpið. Við útvarpið
starfa tveir prýðilega söngfróðir menn, Emil
Thoroddsen og Þórarinn Guðmundsson. Þeir
höfðu borið hitann og þungann af forgöngu
um val á söng og músíkverkefnum við út-
varpið. Þeir gátu gert það áfram. En Jón
Leifs var atvinnulaus, og útvarpsráðið vildi
bæta úr því. Annars átti Jón Leifs við að
skapa sér atvinnu við útvarpið sér lengri
forsögu. Þegar útvarpið var reist lagði Jón
Jónsson í Stóradal ofurkapp á að koma Jóni
Iæifs frænda sínum að útvarpinu sem söng-
stjóra og lagði fæð á þá menn, sem ekki
höfðu trú á honum sem hagnýtum leiðtoga
í söngmennt. Voru í hinni niðurbældu
gremju Jóns í Stóradal nokkur frumdrög
að því að hann gekk íhaldinu á hönd og
tók að vinna móti fyrri samherjum. En
nú var stjórn útvarpsins betur skipuð í
þessum efnum en fyr. Þrír af fimm ráða-
mönnum útvarpsins voru komnir þangað á
þann hátt, sem mest minnti á það, er Jón
í Stóradal og Pétur Magnússon kusu sig
sjálfa í stjórn Kreppulánasjóðs með 7200
kr. aukaþóknun árlega. Helgi Hjörvar var
skipaður formaður í vor sem leið til þriggja
ára af Þorsteini Briem eftir að hann var
raunverulega kominn í minnj hluta á þingi
og hafði engan siðferðilegan rétt til að
veita embætti. Bjarni Benediktsson kaus sig
sjálfan í háskólaráðinu inn í útvarpsráðið
og flaut á því, og Guðjón skólastjóri í
Hafnarfirði kaus sig sjálfan í útvarpsráðið,
rétt áður en hann vissi, að hann mýndi
lenda í algerðum minnihluta á almennu
kennaraþingi. Andi Jóns í Stóradal hafði
svifið yfir kosningu útvarpsráðsins, og
þetta hið sama útvarpsráð tók nú Jón Leifs
að sér til atvinnu. Jón mun í fyrstu hafa
ætlað að fá samning til 10 ára, sem mátti
telja virðingarverða lítilþægni, en útvarps-
ráðið mun þó hafa látið sér nægja eitthvað
skemmri tíma. Almenn óánægja er í landinu
með þessu ráðstöfun, því að sárafáir munu
þeir vera, sem hlakka til að Jón Leifs ráði
yfir söng og hljóðfæraslætti útvarpsins.
Niðurl. J. J.
Heilsufræðissýning verður hald-
in hér í bænum dagana 6.—21.
okt. næstk., að tilhlutun Lækna-
félagsins. Sýningin verður til húsa
í nýja Landakotsspítalanum.
Sundknnnátta bjargar manns-
lífi. Nýlega vildi það til á Siglu-
firði að maður féll út af Goos-
hryggjunni og bar straumur hann
frá henni, svo ekki varð náð til
hans. Jón Gunnlaugsson rafvirlci,
sem var þar nærstaddur, kastaði
sér til sunds í öllum fötum og
tókst að bjarga honum á seinustu
stundu.