Tíminn - 23.10.1934, Blaðsíða 3
T I M I N N
181
aði þar 1066 milli voldugra þjóð-
höfðingja, og sem fræg er síðan.
Samt tóku flest lönd álfunnar
þátt í þessari og þótti allmikils
um vert, hver sigur hlyti. þetta
var barátta eða ef til vill heldur
keppni um drottningartitil Ev-
iópu. það átti úr því að skera,
hver væri fegurst kona álfnunar.
Fogurðardrottningar hinna ýmsu
landa mættust þar í öllum sín-
um yndisleik. i klst. voru dómar-
amir að veija úr hópnum. Spenn-
ingurinn var mikill. Loks féll
dómurinn. — Fegurðardrottning
Finnlands sigraði. Hún er nú
drottning Evrópu í ríki fegurðar-
innar. — Esther Toiveneu heitir
hún, 20 ára gömul, og hefir veriö
afgreiðslustúlka í Helsingfors.
Barnaheimilið VorblómiS í Rvík
brann tii kaldra kola 17. þ. m.
Manntjón varð ekki en eitt bam
og ein starfstúlka meiddust nokk-
uð.
Uppreisn brauzt út á Spáni 6. þ.
m. í sambandi við stjórnarskipti.
Höfðu sex fasistar fengið sæti í
hinni nýju stjóm, og var því
svarað með allsherjarverkfalli um
land allt. Nokkra daga stóðu svo
blóðugir bardagar um land allt, og
fjöldi manna féll eða særðist.
Sameinuðust frjálslyndu flokkam-
ii' i baráttunni gegn stjórninni,
Kom svo, að Katalonia, auðugasta
og bezta hérað Spánar, sagði sig
úr lögum við ríkið og lýsti yfir
sjálfstæði sínu. Var þvi lýst yfir,
að Azana fyrv. forsætisráðherra
Spánar yrði forseti hins nýja rík-
is. En sjálfstæði Kataloniu stóð
aðeins einn sólarhring, því að her-
sveitir stjórnarinnar brutu upp-
reisnarmennina á bak aftur og
tóku foringjana höndum. f
þeirri viðureign var ráðhúsið í
Barcelona, höfuðborg Kataloniu,
skotið í rústir. Af hálfu stjórnar-
hersins voru m. a. notaðar flug-
vélar, sem vörpuðu niður sprengi-
kúlum. Lengst og hörðust var við-
ureignin i námahéraðinu Ast-
uria. Vörðust verkamenn þar m.
a. í námugöngum, og var þar
stór flokkur manna grafinn lif-
andi, er sprengjum var varpað
niður á námasvæðinu. En eftir því
sem fregnir heraia, er uppreisnin
nú að mestu bæld niður, a. m. k.
í bili. En ósamkomulag er innan
stjórnarinnar um það, hversu far-
ið skuli með uppreisnarmenn þá,
sem hnepptir hafa verið í fang-
elsi. En sumir þeirra hafa nú
verið dæmdir til dauða. Forsætis-
ráðhera hinnar nýju stjórnar
heitir Lerroux, og er gamalkunn-
ur i spönskum stjórnmálum, en
forseti er Alcala Zamora, og hefir
hann verið það frá upphafi lýð-
veldisins.
Alexander konungur Jugo-Slaviu
og Barthou utanrikisráðherra
Frakka voru myrtir á götu í Mar-
seilles á Frakklandi 9. þ. m. Var
konungurinn í opinberri heim-
sókn í Frakklandi, og var til-
ræðinu beint gegn honum, þótt
fleiri hlytu þar líítjón af. Morð-
inginn var frá Jugo-Slaviu, en eft-
ir því, sem rannsóknir hafa leitt
í ljós, hefir þarna verið um víð-
tækt og rækilega undirbúið sam-
særi að ræða. En Alexander kon-
ungur hafði fyrir nokkrum árum
tekið sér einræði í landinu, og
hefir þar allt logað í baráttu gegn
stjóm hans og innbyrðis meðal
þeirra þjóðflokka, sem landið
byggja. Morðin hafa vakið geysi-
legt umtal í heimsblöðunum, og
verið jafnað við morðið í Serajevo
1914, sem kom heimsstyrjöldinni
af stað. Hafa bæði innanríkisráð-
herra og dómsmálaráðherra
Frakklands sagt af sér út af
þessum atburðum, og hefir
franska lögreglan hlotið ámæli
fyrir að hafa haldið slælcgan vörð
um konunginn. — Morðinginn
varð skammlífur, því að lögreglan
barði hann til jarðar, en áhorf-
endur réðust á hann og mis-
þyrmdu honum svo að hann beið
bana af. Félagar hans tveir náð-
ust á landamærum Frakklands og
Sviss og hafa þeir gert, játningu
um samsærið. Sonur Alexanders,
11 ára gamall, hefir verið tekinn
til konungs í Jugo-Slaviu, og ber
hann nafnið Pétur II.
Fólksfækkun í sveitum. Á árun-
um 1920—30 hefir bæjarbúum
fjölgað um 18.531, en sveitabúum
íækkaö um 4.338.
Hjónaband. Nýlega voru gefin
saman i hjónaband ungfrú Guð-
rún Jensen og Sigurður Símonar-
son kaupfélagsstjóri á Sandi.
Leikfélag Akureyrar ætlar inn-
an skamms að sýna sjónleikinn:
Maður og kona, sem aflað hefir
sé<- mikilla vinsælda hjá leikhús-
gestum í Reykjavík. Hefir Ágúst
Kvaran leikstjórnina á hendi og
leikur auk þess eitt aðalhlutverk-
iö, Sigvalda prest.
Samltvæmt frásögn íhaldsblað-
onna hélt byggingarfélag sjálf-
stæðra verkamanna fund nýlega
til að mótmæla „ofbeldi ríkis-
stjómarinnar", eftir þvi sem sömu
blöð Segja. Á fundinum töluðu
tveir sjálfstæðir „verkamenn“-,
Bjarni Benediktsson lagakennari
og Jón þorláksson borgarstjóri.
Útgerðarmannafélagið Kolbefnn
ungi á Vopnafirði hélt nýlega
fund og samþykkti að láta smíða
2 báta, 18 smálesta hvorn.
Árni Árnason héraðslælcnir á
Djúpavogi hefir verið settur hér-
aðslæknir í Ólafsvikurhéraði.
Búnaðarritið, 48. árg., er komið
út. Aðalgreinin heitir: Yfirlit yfir
plöntusjúkdómafræði vorra daga,
eftir próf. C. Ferdinandsen. Auk
þess skrifar Páll Zophóníasson um
búnaðarástandið árin 1932 og 1933,
þórir Guðmundsson um nokkrar
cínagreiningar á heyi frá sumr-
inu 1933, Methúsalem Stefánsson
um bændafélög Noregs og Jarða-
bæturnar 1933 og loks er skýrsla
um vanhöld á búfé 1932, samin
af Theódóri Ambjörnssyni.
Samtíðin, októberheftið, er kom-
ið út. Efnisskrá: Skólatíminn eftir
dr. Gunnlaug Claessen, Evrópa
1934 eftir Mussolini (þýtt af Gl.
R.), Gullfélagið (saga) eftir Pétur
Georg, Skálinn á heiðinni (kvæði)
eftir Nordahl Grieg (þýtt af Magn.
Ásgeirssyni), Heimilisprýði, eftir
ritstjórann og framh. af sögunni:
þrátt fyrir kreppuna.
Dýravcrndarinn. Októberblaöið
er komið út. Aðalgreinin er um
Skjóna Bjarna skólastjóra á
Laugarvatni, skrifuð af þórði
Kristleifssvni kennara.
Núpsskóli i Dýrafirði er tekinn
til starfa. Nemendur eru rösklega
30.
Vesalings Ólafnrl Vegna þess að
Nýja dagblaðið birti nýlega kafla
úr leynibréfi frá Ólafi Thors, sem
hann hefir sent út í umboði
íhaldsflokksins hefir hann ekki
þorað annað en að biðja Morgun-
blaðið að birta þá kafla úr bréf-
inu, sem hann telur vera sér
minnst til skammar. Mun það eiga
nö heita vöm. Morgunblaðið birtir
bréfkaflana fyrir Ólaf undir fyrir-
sögninni: Bágstaddur flokksíor-
ingi!
Hrossaeign. Hér á landi eru til-
tölulega flest hross 1 Rangárvalla-
sýslu og koma 12.9 hross á með-
albónda. Aftur á móti er hún
minnst í Gullbringusýslu og
koma þar 1.9 hross á meðalbónda.
Búfjáreign íslendinga var i
fardögum 1930 sem hér segir:
Hross 46 þús., nautgripir 30 þÚ3.,
sauðfé 706 þús., hænsnl 54 þús. og
geitur 2644.
íslenzku skáldin, Kristmann
Guðmundsson og Halldór Kiljan
Laxness voru fyrir skömmu báð-
ir staddir í Kaupmannahöfn.
Birtist viðtal við þá í „Politiken"
nýlega. í viðtalinu scgir Laxness,
að hann sé á leið til Kákasus,
því þegar hann hafi safnað að
sér efni, haldi hann suður á bóg-
inn, til að skrifa þar. — Krist-
mann segist vera að semja nýja
skáldsögu, sem gerist á Krít íyrir
8500 árum.
Skrifstoíur Thule og umboðs-
manns þess á íslandi, Carls D.
Tuliniusar, eru í Austurstræti 14
Rvík. — í næstsíðasta blaði mis-
prentaðist staðarnafnið 1 nokkru
af upplagi blaðsins.
Jðrð tíl sðlu
Hæg, fremur lítil jörð í
Borgarfirði, til sölu. Uppl. á
afgr. blaðsins.
Kolaverzlun
SIGURÐAR ÓLAFSSONAR
Simn.: KOL. Reykjavík. Sfml 1933
Takid eftir - ITýfar bækur S Dánanuuning
LjóSmæli eftir Grím Thomsen, heildarútgáfa, með fjórum forkunn-
ar vel gerðum myndum, æfisaga Gríms eftir dr. Jón þorkelsson (með
viðaukum eftir Guðbrand Jónsson) og rtigerð eftir dr. Sigurð Nordal
um skáldskap Gríms. Tvö bindi, samtals um 600 bls. Kostar í vönduðu
shirtingsbandi 20 kr., í alskinni með gyltum sniðum 28 kr.
í þessari útgáfu eru öll þau ljóð, sem tekizt hefir að finna eftir
Grím Thomsen og liklegt er að noltkurn tíma verði prentuð. Allmörg
þeirra, frumkveðin og þýdd, hafa ekki áður verið prentuð, og önnur,
þar sem nauðfáir eiga nú kost á að sjá þau.
Hjálmar og Ingibjörg (Hjálmarskviða) eftir Sigurð Bjarnason.
þetta ei 4. útgáían af hinni frægu HjóImarskviÖu, vinsælustu rímunni,
sem kveðin lieíir verið, og hér er hún í fyrsta sinni prentuð öll. Henni
fylgja nokkur önnur ljóð höfundarins og æfisaga hans, en hana er
ekki unnt að rita svo að hún verði ómerkileg, því bæði um atgjörvi
og mannkosti átti Sigurður fáa jafningja. Kostar í vönduðu bandi
kr. 3,50.
Æfi Hallgríms Pétnrssonar og Saurbær á Hvalfjarðarströnd, eftir
Vigfús Guðmundsson. Loks kemur hér rit um þann mann, sem einn
hefir náð því á íslandi að verða dýrlingur í lútherskurrt sið, og enginn
veit, hve mikið þjóðin á að þakka. þetta er hin fróðlegasta bók, að
allmiklij leyti byggð á nýjum rannsóknum í handritasöfnum landsins
og því ekki sleppt, sem sjálfsagt var að gera, en það var að skrifa um
leið um þann stað, sem Hallgrímur hefir helgað í meðvitund þjóðar
sinnar. Kostar kr. 3,80.
Bækurnar fást hjá allflestum bóksölum víðsvegar um land,
en ef andvirði fylgir pöntun eru þær líka sendar burðargjalds-
fritt frá útgefanda, sem er
Bók&verzlun Snæbi&rnar Jónesonar.
4 Ansturstræti, Reykjavik.
Happdrætti
Háskóla Islands
í 9. fl. eru 500 vinningar
kr 103 900,00.
Hæsti vinningur 25 þús. kr.
I 10. fl. eru 2000 vinningar
kr. 448 900,00.
llæstu vinningar:
50 þús., 25 þús., 20 þús., 10 þús.,
2 á 5 þús, 5 á 2 þús,
50 á eitt þúsund.
Ráðningarstofa
Reyk j a ví kurbæjar
Lækjartorgi 1 (1. loiti)
Karlmannadeildin opin kl. 10—12 f. h. og 1—2 e. h
Kvennadeildin opin kl. 2—5 e. h.
Sími
4966
Allir vinnuveitendur í Reykjavík og úti um land, sem á
vinnukrafti þurfa að halda, geta snúið sér til Ráðningarstofu
Reykjavíkurbæjar, með beiðni um hverskonar vinnukraft,
símleiðis, bréflega, komið sjálfir eða sent, hvor deildin sem
opin er.
Ráðningarstofan aðstoðar atvinnulausa bæjarbúa, karlmenn
og konur, við útvegun atvinnu, um skemmri eða lengri tíma.
— öll aðstoð Ráðningarstofunnar fer fram ókeypis. Ráðn-
ingarstofan kappkostar að útvega vinnuveitendum þann bezta
vinnukraft, sem völ er á, og vinnusala þá vinnu, sem bezt er
við hans hæfi.
Þess er sérstaklega óskað, að vinnuveitendur leiti til Ráðn-
ingarstofunnar, þegar þeir þurfa á vinnukrafti að halda.
Ráðnlngarstofa Reykjevíkur
RETKIÐ
J. GRUNO’S
agæta hoilenzka reyktóbak
VERÐ:
AROMATISCHER SHAG kostar kr. 0,90 V20 kg.
FEINRIECHENDER SHAG — — 0,95---
Fæst í öllum verzlunum.
19. september s. 1. verður sjálfsagt mörg-
um Norðlendingum minnisstæður, en þó
mun hann verða okkur Vatnsdælingum
minnisstæðastur af því, að þann dag eða
aðfaranótt þ. 20. varð einn af nýtustu bænd-
um þessarar sveitar úti, Guðmundur Magn-
ússon bóndi í Toríastaðakoti.
Guðmundur heitinn var nær 60 ára.
Hann haíði búið í Torfastaðakoti 27 s. L ár,
og með búskap sínum í Koti, eins og það
er almennt kallað, má fullyrða, að hann hati
sýnt samborgurum sínum, hvernig hægt er
að búa, og hvemig bændur okkar íslenzka
þjóð þarf að eiga til þess að henni farnist
vel.
Með dæmafáiTi þrautseigju, atorku,
framsýni og sparnaði tókst Guðmundi sál.
og eftirlifandi ekkju hans Guðrúnu Guð-
brandsdóttur að ala upp 7 mannvænleg böm,
6 sonu og 1 dóttur, bæta jörðina svo hana
má nú telja helmingþ lífvænlegri en hún
var, er þau hjón reistu þar bú, og það sem
sjaldgæfast er nú á tímum, að verjast
skuldum og bæta jafnt og stöðugt efnahag
sinn. Að láta þetta allt fara saman er þrek-
virki og meira en meðalmannsverk.
Þð er sár harmur kveðinn að konu hans
og börnum, en sú er» þó huggun þeirra að
slíyldurnar hafa ekki verið vanræktar og
samsveitungar Guðm. sál. og aðrir sem hann
þekktu munu ávalt minnast hans með virð-
ingu og þakklæti fyrir vel unnið æfistarf.
Það er meira gagn að því fyrir okkur
að sjá afkomu slíkra manna sem Guðm.
iieitins, heldur en þó að fyrirmyndarbú með
nýtízku sniði og nægum ríkisstyrk væru
rekin í hverri sveit. Atorku og sjálfsafneit-
un þarf þjóðin að læra og þar voru þau
hjón sönn fyrirmynd.
Guðm. sál. var eins og áður er tekið
fram nær 60 ára. Börn hans voru að kom-
ast upp, Fjölskyldan var öll heima, nema
þá tíma er börnin vörðu til menntunar
sér og er slíkt einnig fágæt fyrirmynd, þeg-
ar lausungin í okkar þjóðfélagi grípur einn-
ig flest böm sveitanna strax og þau geta
komizt úr hreiðrinu.
Guðmundur sál. gat því einmitt úr þessu
farið að njóta þeirrar gleði, sem áreiðan-
lega er bezta og farsælasta gleði hvers
manns, að sjá mannvænleg böm ganga ein-
beitt og glöð að þjóðþrifastörfum.
Slílct er næg borgun fyrir vel unnið æfi-
starf í huga hvers góðs manns og það áreið-
anlega líka í huga Guðmundar sál.
Hinum alvalda drottni þóknaðist að taka
Guðmund sál. til sín áður en hann gat not-
ið föðurgleðinnar til fullnustu og áður en
hann gat notið hvíldar eftir vel unnið æfi-
starf.
Það er ósk mín til sona hans að þeir beri
gæfu til að feta í fótspor föður síns 0g til
ekkju hans að henni auðnist að njóta þeirr-
ar gleði, er Guðm. heitinn gat ekki notið,
að sjá sinn mannvænlega bamahóp verða
nýta borgara í okkar litla þjóðfélagi, og
geta í skjóli þeirra tekið sér nokkra hvíld
eftir vel unnið æfistarf.
Að síðustu, Áshreppingar munu ávalt
minnast Guðm. heitins sem eins af sínum
beztu mönnum.
Blessuð sé minning hans. H. P.
Hrútasýningar á Suðurlandi
I haust eru hrútasýningar á Suðurlandi.
í stað Páls Zóphóníassonar, sem nú situr á
Alþingi, mætir Gunnar Árnason búfræði-
kandidat á sýningunum.
í síðastliðnum mánuði var sýning haldin í
Hrunamannahreppi. Á henni mætti Páll Zop-
hóníasson. Þar voru sýndir 76 hrútar og
fengu 7 fyrstu verðlaun.
Helgi bóndi Haraldsson hafði gefið verð-
kunagrip, sem ætíð skal vera í vörzlu þess
manns í hreppnum, sem á fallegasta hrút-
inn fæddan og uppalinn þar. Gripur þessi sr
forkunnar fagur silfurskjöldur, festur á tré,
og er mynd af hrút greipt á skjöldinn. Verð-
launagripurinn var afhentur á sýningunni
til dómnefndarinnar, en að sýningunni lok-
inni afhenti Páll gripinn til Guðmundar
bónda Guðmundssonar í Núpstúni, sem átU
þann hrútinn, sem beztur var að dómi dóm-
nefndar, og var þó ekki mikill munur á hon-
um og hrút, sem gefandinn átti. Báðir voru
hrútar þessir tvævetrir. Hrútur Guðmundar
í báðar ættir frá Ólafsdal, en hrútur Helga
tippalinn þar.
Afhenti Páll skjöldinn með nokkrum vel
völdum orðum um nauðsyn þess, að bæta
fjárstofninn og gera kjötframleiðsluna sem
bezta og verðmætasta.