Tíminn - 26.10.1934, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.10.1934, Blaðsíða 2
184 T í M I N N um landbúnað, og mun ég víkja aö því síðar. Þegar haustið kemur er einnig venjulega næg atvinna fram í miöjan október, eða vel það, við allskonar uppskeru. Ný atvinnu- grein, þótt í smáu,m stíl væri, ætti að vera að safna berjum, og ætti að venja böm við það. Dr. Gunnl. Claessen gat þess nýlega í útvarpserindi, að á einum bæ hefðu böm safnað berjum, er hefði selzt fyrir 400 kr. Það væri og til hvatningar fullorðnum mönnum að sjá blessuð börnin ið- andi af íjöri vera að safna berj- um og inna aí höndum sína fyrstu vinnu í þarfir þjóðíélagsins, sem er gerð með glöðu geði og eins og leikur einn væri, og stingur það mjög í stúf við fullorðna fólkið, sem flest lítur á alla vinnu eins og þrælkun eða kúgun, sem forsjónin hafi lagt því á herð- ar, þó að vinna sé í raun og veru stærsta náðargjöf mannsins. Þegar loks veturinn kemur, sverfur atvinnuleysið víða að, einkum fram að vertíð og stund- um allan veturinn. Þessir mánuð- ir eru erfiðastir fyrir hinn vinn- andi lýð, og verða þá kröfumar háværastar til ríkisstjómar og bæjarfélaga um atvinnu. I bæjun- um er þessum atvinnuleysingjmn veitt vinna við holræsa- og gatna- gerð, og á því svo að koma fyrir, að þessi vinna yrði gerð að at- vinnubótavinnu og færi sem mest fram á þessum tíma árs. Þessi atvinnubótavinna á að vera einn liður í hringrás atvinnuskipulagn- ingarinnar eftir árstíðum og gæti staðið yfir frá októberbyrjun og fram í miðjan nóvember, eða til loka þess mánaðar. Á þessum tíma er jörð venjulega ófrosin eða svo lítið, að ekki verður að meini. Þessi atvinnubótavinnutími er auðvitað stuttur, og kemur því ekki að sama gagni fyrir vinnu- veitenduma og ef vinnan væri t.d. byrjuð að vorinu og haldið áfram þangað til frost kæmi í jörð, en gæta verður að því, að með þessu fyrirkomulagi geta þeir menn, er framkvæma þessa vinnu eingöngu á haustmánuðunum, fengið önn- ur störf á öðrum tímum árs, og hringrás atvinnuskiptingarinnar þannig haldið áfram. Nú er það algengt, að menn vinni um hávet- ur útivinnu (atvinnuleysisvinnu), t. d. að grafa skurði og taka upp grjót í hörkufrosti og verður oft að litlu gagni. Þá kröfu á að gera, að hver vinna sé fullkomlega leyst af hendi, því að hitt sljóvgar vinnuábyrgðina, að heimta af mönnum vinnu, sem í rauninni er óframkvæmanleg á þessum árs- tíma. Auk þess er oft heilsuspillir að því fyrir verkamenn að standa úti í hörkufrostum við vinnu. Þá vaknar næsta spurning: Hvað er hægt að gera fyrir atvinnuleys- ingja á þeim tíma, sem nú fer í hönd, eftir nóvemberlok og næstu mánuði, bæði fyrir þá, sem kom1- izt hafa í opinbera vinnu og engu síður fyrir hina, sem vinnu hefir skort mánuðina á undan? B. Saltvinnsla. Þenna tíma árs hygg ég að koma eigi á saltvinnslu í landinu. Samkvæmt opinberum skýrslum var flutt inn til landsins 1932 salt fyrir kr. 2.296.000,00 eða á þriðju miljón króna, og er salt- ið því verulegur liður í innflutn- ingi vorum. Ber því að keppa að því að framleiða sjálfir salt, ef þess er nokkur kostur. Um saltvinnslu er tæplega að ræða á íslandi nema á þrem stöð- um: Á Reykjanesi, við Reykhóla og á Reykjanesi við Isafjarðar- djúp, þar sem saltvinnsla var á 18. öld. Á öllum þessum stöðum er mikill jarðhiti og sjór nærri. Ég hefi athugað þetta á Reykja- nesi, en hefi ekki haft tækifæri til að koma að Reykhólum. Á Reykjanesi hagar þannig til, að aðalhverimir liggja aðallega í mjög stórri kvos, en í henpi og á brúnum hennar eru ailmargar stórar og smáar hveraholur með mikilli gufu. En á stórum svæðum í þessari kvos er engar holur að sjá og virðist þar því í fljótu bi-agði enginn hiti vera. Ég gróf þar niður,- er ég athugaði staðinn með saltvinnslu fyrii' augum, á nokkrum stöðum 0,50 metra og reyndist þar vera mikill hiti, frá 50c til 90c C. og hygg ég því, að á öliu svæðinu megi fá mikinn hita er nægi til þess að hita upp pönnur þær, er sjórinn er iátinn gufa upp í, en hitinn þarf að vera um 60° til þess að vinna venjulegt salt, nokkru hærri fyr- ir fínna salt. Ég hygg því sjálf- sagt að láta framkvæma boranir á hitasvæðinu til þess að ganga úr skugga um, hvort nægilegur hiti fáist þarna til saltvinnslu. Ef svo reynist, má setja tiita- pönnumar rétt ofan við opin, en vitanlega yrði að byggja yfir svæðið að einhverju leyti til þess að verjast þynning sjávarins á pönnunum af regnvatni, en aliur þessi útbúnaður yrði tiltölulega ódýr. Ég álít að þetta landssvæði sé að öllu leyti mjög hentugt til saltvinnslu. Sjórinn er ca. 1200 metra frá hitasvæðinu og þarf að dæla honum upp á hamar, sem, er spölkorn frá, en þaðan má leiða hann sjálfkrafa eftir pípum að hitasvæðunum. Til raforku- framleiðslu mætti virkja einn hverinn, „Gunnuhver", sem er mjög sterkur gufuhver og virðist alltaf hafa sanaa gufumagn. Ann- ars mætti og nota Sogsvirkjunina og leiða rafmagn þangað frá Keflavík. 0 Reykhóla þekki ég ekki með til- liti til saltvinnslu. En eftir áreið- anlegum upplýsingum mun þar vera öllu meiri hiti á yfirborði en á Reykjanesi, en aðgrynni er þar, og því erfitt um alia flutninga, og myndi valda örðugleikum nokkrum að koma saltskipum þar að. Sjórinn við ströndina þar er og hvergi nærri hreinn. Að Reykjanesi við Isafjarðar- djúp kom ég fyrir nokkrum 6r- um, en þar var eitt siim salt- vinnsia, eins og ég hefi minnzt á. Staður sá virðist mér miklu óheppilegri en Reykjanes. Mitt áht er því, að stjómin eigi að láta athuga mál þetta allt eins fljótt og þess er kostur. Bæði er hér um mikla innflutningsvöru að ræða, er spara mætti, ef vel tæk- ist, og eins yrði saltvinnsla ágæt atvinnuleysisvinna, eimnitt á þeim tíma árs, er verst gegnir, því að vinnan fer að mestu leyti fram á hitasvæði. Ég hefi átt tal um þetta við Þorkel Þorkelsson veð- urstofustjóra, en hann er manna kunnugastur öllum hverastöðum á landinu, og leizt honum vel á hugmynd þessa, en taldi nauðsyn- legt að láta nákvæma rannsókn fara fram. Ég hefi sjálfur látið rannsaka saltmagn sjávarins, bæði á Reykjanesi og eins á Reykjanesi við ísafjörð, þar sera saltvinnslan var, tii samanburðar, og hefir dr. Jón Vestdal fram- kvæmt rannsóknina. Fylgir skýrsla hans hér: Skýrsla Jóns E. VestdaL „Til samanburðar á þeim sjó frá Reykjanesi syðra og Reykjar nesi vestra, sem ég hefi rannsak- að fyrir yður, vil ég taka salt- innihald í sjó úr Atlantshafinu og Miðjarðarhafinu. 1 töflunni er saltmagnið (þurefnið í sjónum) í prósentum’ úr þessum tveim höfum og frá mismunandi stöð- um úr Miðjarðarhafinu. Atlantshafið..........3.5—3.6% Miðjarðarhafið .... 3.3—8.8% Miðj.hafið (Karþagó) 3.75% Miðj.hafið (úrmiðju) 8.73% Reykjanes vestra . . . 3.66% Reykjanes syðra . . . 3,71% Ég hefi hvergi fundið ábyggi- legar tölur um saltmagnið í þeim sjó, sem unnið er salt úr á Spáni eða Italíu, en í honum er áreið- anlega ekki meira salt en í sjó frá Karþagó. 1 sýnishomi af sjó frá Reykjanesi syðra er ekki nema 0,04% minna af salti en í sjó frá Karþagó. Það er því aug- Móst, að þessi munur er svo lítil- fjörlegur — úr sjó frá Reykja- nesi syðra vinnst ca. 1% minna af salti — að betri aðstæður á Reykjanesi syðra á móti Spáni eða Ítalíu gera mikið meira en að vega upp á móti honum. í saltinu úr sjónum bæði hér við Reykjanes og í Miðjarðarhafi er mjög svipað af matarsalti (NaCl), sem sé um 80%. Það er þó ailra athyglisverð- ast, að í hver skammt frá Reykja- nesvita, sem kallaður er „1919“ og í er mjög mikið af vatni vel heitu, er saltmagnið 4,72%. Það sýnishorn, sem þetta fannst í, tók ég sjálfur úr hvernum, og í öðru, sem mér var sent, fannst 4,62% af salti (þurrefni). Það get ur því ekki til mála komið, að um tilviljun sé að ræða. ! þessu salti (þurrefni) fund- ust 85,0% af matarsalti, og er því í þurrefni þessa hveravatns um 5% meira af matarsalti held- ur en úr sjónum suður við Karþa- gó. Ef borið er þá saman innihald hveravatnsins frá Reykjanesi og sjávarins frá Karþagó af matar- salti, þá lítur það þannig út: Karþagó .. 8,0% matarsalt Hver „1919“ 4,0% matarsalt 1 vatninu úr þessum hver eru þessvegna 33,3% meira af matar- salti heldur en í sjónum við Kar- þagó. Þetta er svo merkilegt, að ástæða er til, að það sé gaum- gæfilega athugað. Virðingarfyllst. Jón E. Vestdal. Ef til vill myndi einhver koma fram með þá mótbáru, að eins og nú hagar verzlun og viðskipt- um við aðrar þjóðir, sé lítt ger- legt fyrir oss að hugsa til þess að hætta að flytja inn salt frá Spáni, vegna viðskipta vorra við Spánverja. En ástæðu þessa tel ég harla lítilvæga. Engin þjóð hefir enn í viðskiptum,1 reynt að kúga aðra til þess að hætta að framleiða þá vöru, er hún getur í landinu sjálfu, en auk þess myndum við og geta breytt um að nokkru í verzlunarviðskiptum vorum við aðrar þjóðir. Við Norðurlönd erum við engum verzlunarsamningum bundnir, en kaupum þar allmikið, og getum hæglega flutt eitthvað af þeim viðskiptum yfir til Spánar. Við seljum reyndar nokkuð af keti til Noregs, en sú sala er minnkandi og á ef til vill fyrir sér að hverfa bráðlega. Vafalaust er unnt að benda á fleiri leiðir til þess að skapa nýj- an atvinnurekstur til þess að vinna bug á atvinnuleysi, eins og t. d. að vinna kalk úr Esjunni, eða úr hinum mikla skeljasandi á Vestfjörðum1, og koma kalkinu í samband við önnur efni til þess að gera úr því áburð, stofna sútunarverksmiðju fyrir íslenzk skinn, eða koma á öðrum smáiðn- aði í landinu, eins og t. d. þang- brennslu. En ég tel þetta tvennt, aukna jarðeplarækt og saltvinnslu svo mikilsvert og tiltölulega auð- velt að koma í framkvæmd, að ég tel sjálfsagt að hefjast nú handa í þessum málum. II. Sveitabú- skapur Ég sný nú huga mínum að sveitabúskapnum. Hann hefir verið aðalatvinnuvegur Islend- inga í 1000 ár, en á síðari árum hefir sú breyting orðið, að nú lifa fleiri íslendingar við sjóinn en uppi í sveitum. Árið 1928 lifðu jafnmargir íslendingar uppi 1 ; sveit og við strendur landsins. 1 En breytingin orsakast vitanlega að nokkru leyti af þvá, að sveita- búskapurinn hefir að mestu leyti verið rekinn með gamla laginu,' en sjávarútvegur allur hefir full- komnazt mjög eftir 1900. Hagn- aðarvon af sjávarútvegi hefir og vaxið mjög í hlutfalli við sveita- búskap, og veldur þetta einníg ;i nokkru um breytinguna. Erfið- !j leikar lxafa og verið á því að fá jarðir til ábúðar og kostnaður hef ir verið töluverður við það að stofna bú í sveit, en á mölinni i kaupstöðum; virðist auðveldara að koma upp heimili, og hefir þetta m. a. átt sinn þátt í því að draga margan fátækan sveitapilt til kaupstaðanna. Islenzkir sveita- bæir hafa allt frá því í fornöld verið reistir af handahófi, hingað og þangað um sveitir lands, og af því að landrými var nóg og land- ið ónumið og ekki þurfti að miða við þjóðvegi, flutningamöguleika og ýms önnur skilyrði, er síðar hafa komið til greina, má segja að allmörg sveitabýli hafi risið á stöðum, er engum dytti nú í hug að reisa þau á. Augu manna hafa opnazt á síðari árum fyrir ókost- um hinna dreifðu býla. Með vax- andi samkeppni og kröfum um aukin lífsþægindi hefir fólkið streymt úr sveitunum í kaupstað- ina, sum býli hafa lagzt í eyði og önnur hafa gengið úr sér. Mönnum hefir yfirleitt komið saman um það, að hér þurfi ger- breytinga við. Raunar hefir á undanförnum árum verið vanð úr ríkissjóði stórum fjárupphæð- um til þess að bæta hag sveit- anna. Þjóðvegir hafa verið lagðir um allt landið og símar, lánsstofn- unum hefir verið komið á fót til nýbýla og til aukinnar ræktunar. Hagfelld lán hafa verið veitt til bygginga og allmiklar endurbæt- ur hafa orðið á búskapnum sjálf- um með útvegun nýtízku véla og notkun tilbúins áburðar. En það er bersýnilegt, að allt sem hingað til hefir verið gert, kemur ekki að fullum notum og veldur enn svo miklum crðugleikum, að í framtíðinni verður að fiima ráð við göllum þessa búskaparlags og fara nýjar leiðir. Stærsta framtíðarmál landbún- aðarins tel ég hugmyndina um sambýli í sveitum eða sveitaþorp vera, ásamt þeim breytingum, sem samfara þeim búskaparhátt- um geta orðið, ef slíkum sambýl- um er vel fyrir komið, og mun ég nú skýra frá því, hvernig ég hygg, að slíkum sambýlabúskap verði bezt háttað. í landi voru eru tvær höfuð- orkulindir, er miða verður sveita- búskap við í framtíðinni, raforkan og jarðhitinn. Jarðhitinn er vit- anlega ekki eins þýðingarmikill eins og fossaaflið, er notað verður til raforkuframleiðslu, vegna þess, að ekki nema vissir landshlutar eða sveitir geta hagnýtt sér jarð- hita, en þó ber að nota hann eins og við verður komið, er sambýli verða reist í framtíðinni. En raf- crku fossaaflsins má leiða ura óra. vegu, um heila landshluta, ef um stórvirkjun er að ræða eins og Sogsvirkjunina, og hlýtur þvi möguleikinn á notkun raforku að ráða mestu um sambýli framtíð- arinnar. Þessi höfuðsjónarmið verða að ráða. Veldur því miklu, hvar þessum sambýlum verður fyrir komið, og verður að gera þá kröfu, að landið allt verði skipulagt með þessi höfuðsjónar- mið fyrir augum. Skipulagningin á að ráða því, að sambýlin verði reist á beztu stöðum landsins. I löggjöfinai skal ákveða, hvemig slíkri skipulagningu verður fyrir komið, og er mikils vert að hæf- ir menn séu valdir til þess starfs. í þeim löndum! þar sem stór land- svæði hafa verið tekin til notk- unar og sambýla, eins og í Italíu og í Ástralíu, hefir sérstakri nefnd eða nefndum verið falið að leysa þessi störf af höndum. Slík nefnd hefir ákveðið hvar leggja skuli akvegi og síma og hvar skuli reisa þorp, og hefir allt fyrirkomu- lag þeirra verið ákveðið fyrir- fram, ekki aðeins götur og sam- eiginlegar byggingar, heldur einn- ig íyrirkomulag þeirra. Ég tel þetta eitthvert stórvægilegasta atiiói í sambýiamáli íslands, að skipuleggja allt landið með þetta fyrir augum, hvar sé hentugast að velja landsvæði til nýbýla. Við stöndum svo vel að vígi um þessi mál, Íslendingar, að landið er enu að mikiu leyti ónumið og að nægi- i-'-gt landrýini er enn til sambýla, og á því að vera unnt að þraut- hugsa fyrirfram, hvemig slikum sambyggðmn í sveit skuli fyrir komið. Lögin um skipulag bæja á íslandi hafa þegar gert mikið gagn og eiga eftir að gera í fram- tíðinni, og er enginn vafi á því, aö sá hagnaður er landsmönnum hlotnast af þessum lögum verður ekki tölum talinn. Vér sjáum nú, að vér hefðum staðið betur að vígi um margt í þessum efnurn, ef slík lög hefðu verið til áður en kaupstaðir landsins fóru að stækka, og þeir hefðu verið byggðir samkvæmt fyrirfram gerðu skipulagi. Þetta mun nú oilum vera ljóst. En nákvæmiega * sama gagn, og engu minna þó, verður að lögum um sambýh í sveit, er tímar líða. Vér stöndum nú vafalaust á tímamótum í öll- um sveitabúskap, Islendingar. í náinni framtíð munu rísa sveita- þorp eða sambýli í sveit á íslandi, og er því nauðsynlegt nú að gera sömu kröfur um skipulagningu kaupstaða. Með lögum skal land byggja, á einnig við um skipu- lagning sambýla. Þegar farið verður að reisa sambýli í sveit verður að athuga vandlega: 1) Sambýli eða hverfi (safn sambýla) verður að reisa þar sem þau ná auðveldu sambandi við þjóðvegakerfi landsins og símar keifi. Einkum verður að gæta þess, að vegalengdir milli hinna einstöku sambýla eða hverfa séu sem styztar og vegasamband við þjóðveg sömuleiðis. 2) Sambýli skal sett þar, sem auðvelt er að ná sambandi við stórar rafvirkjanir, eins og t. d. Sogsvirkjunina, eða þar sem auð- velt er að ná rafmagni, er nægi ekki aðeins fyrir sambýli, eins og það er skipulagt í bæj um, heldur sjái einnig fyrir vaxandi þörfuin slíks sambýlis, þar sem stækkun þess er möguleg. En það er mjög mikilsvert atriði, að býlin séu svo þétt eða nálægt raforkustöð, sem unnt er, til þess að þau geti bor- ið þann kostnað sem leiðir af leiðslukerfinu, og hefir rafmagns- stjóri Steingr. Jónsson tjáð mér, að ekki mætti vera færri menn en 30—35 á hvem kílómetra í leiðslu, er liggur frá skiptistöð, svo borgi sig að nota rafmagn. Sést þetta allgreinilega á upp- drætti með nokkrum sambýlum á, er ég hefi gert af nokkrum hluta ölfuss og Flóa, er liggur að Sel- fossi. (Sjá forsíðu blaðsins). En einnig ber vitanlega að hafa hliðsjón af jarðhita, þar sem því verður við komið, og má segja, að þau sambýli séu verulega vel sett, er hafi bæði notkun jarð- hita og rafmagns. 3) Þar sem sambýli eða bverfi verða reist er nauðsynlegt að fram fari áður nákvæm vísinda- leg rannsókn á gróðurmagni moldar og vaxtarskilyrðum. Jarð- rækt á að vera hin haldgóða und- irstaða búskaparins. Er því afar nauðsynlegt, að menn þekki til hlítar þá mold, er þeir yrkja og eiga alla sína afkomu undir. En það er vitanlegt, að jarðvegurinn er afar misjafn að gæðum, ein jarðarspilda er sæmilega rík af næringarefnum, en önnur nærri snauð af einu eða jafnvel fleir- um næringarefnum, er plöntunum eru lífsnauðsynleg. Náttúrlegir landkostir verða því að ráða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.