Tíminn - 13.11.1934, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.11.1934, Blaðsíða 1
©jaíbbagi 6 laftsioa at I. )éni. Árgangurtmi to»tax IO tu J2^f<greibsía oj inutjchuta d íaugaoeg 10. Giml 2353 - Pdatíjólf 961 blað. xvm. árg. Andstaðan gegn skipulaginu Verksvið og starfshættlr skipulagsnefndar hafa orðið Magnúsi Jónssyni og fleiri „þófurum“ íhaldsins tilefni til umræðu. Ihaldsmenn segjast óttast vald nefndarinnar, eins og .stjómarfrumv. gerir ráð fyrir þyí. Þeir nefndu það „ægilegt". Þeim virðist afarilla við að gefa þessari nefnd réttar upp- lýsingar um stjómarhætti sinna fyrirtækja. Þeir segja, að nefndin muni nota þá vitneskju íhaldsmönn- um til ófrægingar. Þessir menn gá sennilega ekki að því, að með þvílíkum aðdróttunum, eru þeir að gefa lesendum blað^ sinna og áheyr- endiun fullkomið tilefni til þess að ganga með þann gmn, að eitthvað meir en lítið sé við atjóm þeirra að athuga og sem maklega geti orðið þeim til ófrægingar, ef það yrði lýðum ljóst. íhaldsmenn mega vara sig á þessari framkomu sinni. Hún gefur gi’einilega átyllu: til þess að halda, að í raun og veru sé hér um einhver háskaleg leynd- armál að ræða, sem hlutaðeig- endum standi af bráður voði, ef um vitnast. Fleipur Magnúsar Jónssonar um það, að Framsóknarflokk- urinn ætli sér að vinna að þjóðnýtingu framleiðslunnar í landinu er ekkert annað en sama tuggan, sem hann og samherjar hans eru búnir að jórtra milli sín í 12—15 ár. Framsóknarmenn og samvinnu. menn landsins vilja þoka þess- um málum inn á grundvöll sam_ vinnunnar, af því að óviturleg samkeppni hefir teflt öllu í rústir. Það er samvinnuskipulagið, þar sem hver ber úr býtum eftir hæfileikum og dugnaði, sehi M. J. og íhaldsmenn ótt- ast meir en alla þjóðnýtingu. Þeir vita að þjóðnýtingarskraf- íð í sambandi við atvinnuvegi Islendinga verður ekki úrlausn- arefni næstu framtíðar. En þeir reyna að hræða með því. Ef Alþbl. lætur orð falla um gamalt stefnumál síns flokks, sem meir er á orði en á borði, finnst íhaldsmönnum, sem hér sé um eitthvert goðasvar að ræða, og þykjast fyllast skelf- ingu. Það eru mest látalæti. Þeir óttast annað meir. Það er skipulag og starfshættir samvinnunnar, sem útilokar braskið og stórgróða á hendur þeim, sem hafa minnst til hans uxmið, en leitast við að veita öllum sannvirði fyrir sitt starf. Þetta hrærir hjarta M. J. til hryllings. Þetta má ekki takast. Þá yrði m. a. minni hluturinn hinna fimm forstjóra í einu útgerðar- félagi. Og M. J. veit sitt þjónustu- hlutverk. En það veit hvert mannsbam á landinu, að atvinnuháttum okk- j ar er í ýmsu stórum ábóta- vant. Þetta viðurkennir raunar j hver heilvita maður, Mbl. ját- ar og, að ekki muni örðugt að finha „veilur“ á þeim sviðum. j En því þá ekki að reyna að j laga þær veilur, eyða þeim? Svo að segja um gervallan j heim, hefir orðið að gera marg- víslegar ráðstafanir af hálfu ríkisstjómanna, atvinnumálum , þjóðanna til viðréttingar. At- j huganir hafa farið fram á ým- | iskonar iðjurekstri og starfs- j formum, þar sem meiri eða ; minni mistök hafa komið í ljós en þar sem fjöldi fólks átti undir afkomu sína, að vel væri rekin og með hagsýn heildar- innar fyrir augum. Nægir hér m. a. benda á við- reisnarstarf Bandaríkjastjóra. ar. En þar í landi hefir nú Roosevelt forseti fyrir nokkr- um dögum unnið stórkostlegan kosningasigur í annað sinn. Geysisterk öfl lögðust þar á móti. — Stóratvinnurekendur kærðu sig síður en svo um at- hugun hins opinbera á atvinnu- rekstri þeirra. En stjórain skeytti því engu. Hún varð að meta meir að bæta úr böli atvinnuleysisins og örbirgðarinnar en hitt, að lofa atvinnurekendum að vera sjálfráða um' það, hvort miljón eftir miljón ætti að bætast við hinn atvinnulausa múg. Landbúnaðurinn var að falla í rústir og mestallur iðjurekst- ur rekinn með hagsmuni eig- endanna einna fyrir augum. Hver sæmileg ríkisstjóm getur áreiðanlega tekið sér í munn einkunnarorð for- setans, að enginn einstakling- ur þjóðfélagsins megi deyja úr örbirgð. Það er skiljanlegt og mann- legt, að atvinnurekendur miði iðjurekstur sinn fyrst og fremst við eigin hagnaðar- vonir. Ei hitt er og jafnskiljanlegt að ríkisstjóra, sem er í and- stöðu við lífsskoðun íhalds- manna, telji það beina skyldu sína að miða störf sín, fram- kvæmdir og fyrirætlanir við hag almennings, sem falið hef- ir þeirn forystu í viðreisnarmál- um þjóðarinnar. Ihaldsflokkurinn hefir rennt miljón eftir miljón af fé þjóð- arinnar um greipar sér og út í sand eyðslunnar. Þessum miljónatugum hefir oft verið eytt afar óskynsam- lega. Þjóðin krefst þess nú, að við slíku séui reistar skorður. Fátækt hennar þolir ekki slíka misnotkun á eigin fé. Manndómur hennar og rétt- lætistilfinning rís gegn þvílíku framferði og farsæld hennar og framtíðarvonir eru undir því komnar, að forystumeim henn- ar hviki ekki frá því marki — þó íhaldsleiðtogarnir þybb- ist á móti. Formaður Sambands íslenzkra samvinnufél., Ingólfur Bjamar- son í Fjósatungu, verður 60 ára í dag. Þess mun verða minnst af vinum hans víða um land.. Ingólfur Bjarnarson hefir að baki langan og þýðingarmikinn starfstíma. Hann gekk ungux í Möðruvallaskóla og útskrifaðist þaðan með hárri einkunn. Litlu síðar varð hann skrifari hjá sýslumanninum á Akureyri, og gegndi þá stundum embættinu á eigin ábyrgð. En hann vildi vera bóndi og byrjaði að búa á einni beztu jörð í Fnjóska- dal, Fjósatungu, vorið 1905. Um sama leyti varð hann for- stöðumaður fyrir pöntunarfé- laginu á Svalbarðseyri og hefir gegnt því starfi síðan. Hann var kosinn í stjórn Sambands- ins 1917, alþingismaður fyrir Suður-Þingeyjarsýslu 1922 og formaður Sambandsins síðán 1925. Ingólfur Bjarnarson er með hæstu mönnum, glæsilegur í vexti, yfirbragði og framkomu. En að sama skapi er hami Ingólfur Bjarnarson. yfirlætislaus, og mildur og góð- gjarn um annara manna hagi. Á þingi var hann fámáll, en áhrifamikill. Ber Suður-Þing- eyjarsýsla lengi menjar þess tíma, er hann var fulltrúi henn- ar á Alþingi. Kom á þeim ár- um vegakerfi um nálega alla sýsluna, byrjun hafin að hafn- argerð á Húsavík, reistir tveir merkilegir skólar á Laugum og Framh. á 2. siðu. Skattalagafrumvarpið og útsvörin Eins og getið hefir verið um í greinum hér í blaðinu um tekjuskattsfrumvarp stjómar- innar er skattstigi frumvarps- ins saminn með hliðsjón af þeim útsvarsstigum, sem kunn- ir eru — einkum þó útsvars- stiganum í Reykjavík, — enda er þar mest um tekjur þær, sem skattur hækkar á eftir frumvarpinu. Af þessum or- sökum er hlutfallsleg skatt- hækkun á hátekjum ekki al- staðar sú sama í frumvarpí stjórnarinnar. Hefir út af þessu verið alið á tortryggni manna af andstæðingum henn- ar. Birtist hér nú yfirlit um út- svarsgreiðslur og tekjuskatts- greiðslur samanlagt í Reykja- vík hjá manni rrieð meðalfjöl- skyldu. Samkvæmt þessu yfir- liti getur svo hver og einn gert sér grein fyrir þessu máli. Skattur og útsvar á hjónum með 3 börn í Reykjavík. téji | 2 w w | - Es u 3^ V k*-> > o - * Á: o ® * *** ► — *3 u u m ■•3 > « o “ « Uu s o ~ V *S "T *£■<.• Ze V m 2 »« =- 8 1- U 81 3'-» O lll wc « • w S 1 tn »• « o-» .» £5- i.íS« 5S.® m ©“ u o s m s. s s 2-,oS £2 «*« *s 5 2500 tt „ 3000 »t » ,f 4000 10,00 0,25 25,00 0,63 35,00 0,88 5000 33,00 0,66 65,00 1,3 98,00 2 6000 77,00 1,8 150,00 2,5 227,00 8,3 7000 154,00 2,2 230,00 3,3 884,00 5,5 8000 253,00 8,2 340,00 4,3 693,00 7,4 10000 606,00 5,1 660,00 6,6 1166,00 11,7 12000 803,00 6,7 990,00 8,3 1793,00 15 14000 1144,00 8,2 1320,00 9,4 2464,00 17,6 16000 1529,00 9,6. 1650,00 10,4 3179,00 19,9 18000 1958,00 10,9 2035,00 11,3 3993,00 22,2 20000 2431,00 12,2 2455,00 12,3 4886,00 24,4 25000 3817,00 15,3 4215,00 16,9 8032,00 32,1 30000 5456,00 18,2 6415,00 21,4 11871,00 39,6 35000 7249,00 20,7 8615,00 24,6 15864,00 45,3 40000 9152,00 22,9 10815,00 27 19967,00 49,9 45000 11165,00 24,8 13015,00 29 24180,00 53,7 50000 13249,50 26,5 15215,00 30,4 28464,50 56,9 60000 17600,00 29,3 19615,00 32,7 37215,00 62 80000 26400,00 83 28415,00 35,5 54815,00 68,5 100000 85200,00 35,2 37215,00 37,2 72415,00 72,4 Á því skal vakin athygli, að sem rekinn er af andstæðing- eð „hreinum tekjum* er átt unum um hækkun skatts á lág- við tekjumar eins og þær verða þegar búið er að draga frá þeim útsvar og skatt fyrra árs. Maður 1 Reykjavík, sem hefir 20 þús. kr. „hreinar tekjur" hefir t. d. haft um 25 þús. kr. laun raunverulega. Vegna hins stöðuga rógs, tekjum skal svo enn einu sinni tekið fram að samkv. frum- varpinu lækkar skattur þeirra meðalfjölskyldumanna í sveit, sem hafa undir kr. 5000,00 í hreinar tekjur, og í Reykjavík þeirra, sem hafa kr. 6000,00 í tekjur og þar undir. Nokkur þingmál Kjötlögin hafa enn ekki náð samþykkt á Alþingi. Hafa íhaldsmenn og „Bænda- flökksmenn“ gert margar tilraunir til að koma fram fleygum, sem ýmist myndu hafa dregið úr áhrifum laganna eða vakið ó- þarfa óánægju kjötneytenda. Þannig var af hálfu íhaldsmanna sumra lögð mikil á- herzla á, að leyft yrði að fara með sölu fram hjá samtökum bændanna, og að skap- aður yrði grundvöllui' fyrir sprengifélög, eins og „Verzlunarólagið“ í Skagafirði. Hínsvegar heimtaoi Hannes frá Hvamms- tanga, að fulltrúár neytenda yrðu reknir úr kjötnefndinni, og.má nærri geta, hvað slík láðstöfun myndi þýða. Sýnir þetta ábyrgð- arleysi „einkafyrirtækisins“ og barnalega viðleitni til „yfirboða". Frv. stjórnarinnar um hækkun skatta á hátekjum og stóreignum er komið úr nefnd og gegnum tvær umræður í neðri deild.. Var sr. Sigfus Jónsson framsögumað- ur meirahluta nefndarinnar, og hrakti með tölum og útreikningum ýmsar blekkingar, sem stj órnarandstæðingar hafa haft í frammi út af þessu frv. Síðar urðu nokkr- ar umræður milli fjármálaráðherra og Ól- afs Thors. Vafðist þá Ólafi tunga um tönn, er hann átti að fara að standa við greinar sínar í Mbl. Vakti fjármálaráðherra at- hygli á því, sem dæmi, að eftir frv. ætti maður, sem hefði 25 þús. kr. laun að greiða ca. 5 þús. kr. samtals í skatt og útsvar, og gæti það ekki talazt nein goðgá, þegar miðað væri við ástæður alls almennings á þessum tímum. Skoraði hann á Ólaf að benda á réttlátari tekjustofn fyrir ríkið. Þá tók hann til meðferðar kenningu ólafs í Mbl. um það, að 6000—10000 kr. laun væru „lágar tekjur“, og benti á, hvílík fjarstæða það væri, að halda þvi fram, að frv. færi fram á skatthækkun á lágum tekjum. Sýndi hann fram á, að á bændum, verka- rnönnum og sjómönnum kæmii engin skatt- hækkun samkvæmt frv., heldur þvert á móti nokkur lækkun, og væri umhyggja ól. Th. fyrir þessum mönnum i því sambandi því nokkuð brosleg og ekki laus við tvö- teldni. Var Ól. Th. óvenju hógvær í þessum umræðum, og vakti sú meðferð, er hann fékk, hlátur meðal áheyrenda. Fjármálaráðherra hefir í sambandi við framsögu þessa máls vakið athygli á því, að þörf muni vera á því, að þingið innan stamms taki til athugunar að útvega sveita. og sýslufélögum nýja tekjustofna. I því sambandi nefndi hann það sem hugs- anlegt úrræðij að fasteignaskatturinn yrði aðallega tekjustofn þein-a. Yrði þá vitan- lega að sjá ríkinu fyrir einhverjum tekjum í staðinn. En fjárhagur sveita- og sýslufé- laga margra hverra er nú orðinn svo erf- iður, að þar er þörf nýrra aðgerða. I því sambandi verður og óhjákvæmilegt að koma að einhverju leyti nýrri skipun á fátækra- framfærið, sem nú er að verða mörgum um ínegn, og þá sérstaklega þeim hreppsfélög- um, sem verða að framfæra þurfamenn í hinni tilfinnanlegu dýrtíð bæjanna. Páll Zophoniasson og Héðinn Valdemars- son hafa borið fram frv. um, að leggja Kreppulánasjóð undir Búnaðarbankann frá næstu áramótum og spara þannig laun sjóðstjómarinnar. Um þetta segir svo í á- 'liti landbúnaðarnefndar neðri deildar, sem nýlega er fram komið: „Nefndin hefir fengið þær upplýsingar um starfsemi Kreppulánasjóðs, að sjóð-. stjórninni hafi borizt um 2800 lánbeiðnir, veitt hafi þegar verið um 2000 lán, synjað hafi verið eða líkur til að synjað verði um 800 lán, og þá séu óafgreidd um 500 lán ennþá, sem þó muni að miklum hluta vera hægt að afgreiða fyrir áramót. Að vísu geti enn bæzt við nýjar lánbeiðnir, en þó muni mestur hluti lánveitinganna vera að ljúkast nú í árslok. Það hefir verið upplýst, að fyrv. atvinnu- r. álaráðherra, Þorsteinn Briem, hefir með bréfi 20. júlí 1933 skipað núverandi stjóra- endur Kreppulánasjóðs til ársloka 1985, og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.