Tíminn - 13.11.1934, Page 2
196
T ! M 1 N »
síðar með bréfi 9. nóv. 1933 ákveðið mán-
aöarlaun hvers þeirra fyrir sig 600 kr. á
mánuði. Nefndin er sammála um það, að
það sé með öllu óeðlilegt, að aðalbanka-
stjóri Búnaðarbanka Islands hafi, auk launa
sinna hjá bankanum, sem eru nú 19200 kr.
á ári, sérstök laun fyrir þetta náskylda
starf, og þar sem mestum hluta starfsins
verði lokið um áramótin næstu, sé einnig
sjálfsagt að lækka árslaun annara stjórn-
enda sjóðsins, enda sé landbúnaðarráðherra
heimilt að ákveða breytingu á þessu frá
naðstu áramótum“.
Menntamálanefnd neðri deildar flytur frv.
til nýrrar löggjafar um barnafræðslu. Er
það flutt að tilmælum kennslumálaráð-
iierra, en samið af stj ómskipaðri kennara-
.nefnd. Er þar um mörg og stór nýmæli að
ræða, og hefir áður verið skýrt frá þeim
hér í blaðinu. Er þar m. a. um að ræða, að
lengja árlegan starfstíma barnakennara,
samhliða því, að þeim verði fækkað, lengja
skólaskyldualdurinn og breyta skipun fræðslu
héraða, þannig, að hreppum verði kleift að
sameinast um stofnim og starfrækslu
heimavistaskóla, sem einstökum hreppum
víðast er ókleift.
Bergur Jónsson, Bjarni Ásgeirsson og
Gísli Guðmundsson flytja frv. um útgerðar-
samvinnufélög og í sambandi við það frv.
um endurbætur á Fiskiveiðasjóði. Er hér
um það að ræða, að finna leið til þess, að
sjómönnum verði kleift, að fá lán til báta-
kaupa, enda tryggi samvinnuskipulagið, að
þeir beri sannvirði vinnu sinnar úr býtum.
Félagar útgerðarsamvinnufélags geta, sam-
icvæmt þessu frv., þeir einir orðið, sem eru
fastir starfsmenn félagsins á skipum þess
eða á landi, og þarf fimm menn til að
stofna slíkt íélag. Forstjórar félaganna séu
samþykktir af ríkisstjórninni, en Skipaút-
gerð ríkisins hafi eftirlit með kaupum báta
og véla. Félagsmenn bera takmarkaða á-
byrgð á skuldbindingum félagsins. Ákvæði
eru um stofnsjóð og varasjóð, og leggi við-
komandi bæjar- eða hreppsfélag nokkra
upphæð í stofnsjóð. Er ætlazt til að Fiski-
veiðasjóður láni 4/5 til skipakaupa slíkra
samvinnufélaga, enda sé þá bundinn endi á
ríkisáby^gðir fyrir slík félög, en ábyrgðir
af hálfu ríkisins verða bæði í þeim tilfell-
um o. fl. að álítast næsta varhugaverðar.
Bergur Jónsson og Gísli Guðmundsson
flytja tili. til þingsályktunar um strand-
ferðir, svohljóðandi:
„Alþingi skorar á ríkisstjórnina að fá
felld niður þau ákvæði úr milliríkjasamn-
ingum milli íslands og annara ríkja, sem
kunna að vera því til fyrirstöðu, að Islend-
ingar geti tekið strandferðir við Island að
t'ullu í sínar hendur“.
1 greinargerð segir svo: „Flm. framan-
ritaðrar tillögu hafa borið fram í hv. Nd.
frv. til laga um strandferðir, í þeim höfuð-
tilgangi, að Islendingar taki að fullu í sínar
hendur strandferðir við landið. Við umræð-
urnar var því hreyft og borið fram sem á-
stæða til andstöðu við frv., að ákvæði þess
kæmu í bága við miliríkjasamninga. Frv.
var vísað til samgmn. Nd., og hafa nú ver-
ið athuguð þau ákvæði milliríkjasamninga,
sem hér geta komið til greina. Á því getur
leikið nokkur vafi, hvort samningsákvæði
þessi brjóti í bága við ákvæði frv., og með
því að hætt er við, að sumir líti svo á, að
frv. geti eigi samrýmzt samningsákvæðun-
um og vilji því eigi ljá málinu fylgi, virðist
öruggara, til þess að ná þeim aðaltilgangi,
serh fyrr greinir, að reyna til að fá ákvæði
milliríkjasamninganna felld niður, svo að
landsmenn verði frjálsir að því að haga
máli þessu að vild sinni“.
íhaldið hefir, bæði í fyrra og nú, sýnt
þessu máli hina mestu óvild og ekkert vilj-
að fyrir það gera. 1 fyrra var t. d. strand-
íerðafrv. þeirra Bergs og Eysteins Jóns-
sonar fellt frá 2. umræðu og nefnd, og er
slíkt fátítt. Er hér þó um eitt hið mesta
„sjálfstæðismál“ þjóðarinnar að ræða.
Páll Zophóníasson flytur frv. um innláns-
vexti og vaxtaskatt, í því skyni að lækka
innláns- og útlánsvexti í landinu.
Páll Zophoníasson og Bjarni Ásgeirsson
flytja.frv. um bygging og ábúð á jöfðum,
sem. eru almenningseign. Er í frv. gert ráð
fyrir erfðafestuleigu á þessum jörðum, og
n:á afgjald jarðar ekki hækka meðan sama
ætt hefir þar ábúð, enda þótt hún hafi
bætt jörðina. Sé leigan 3% af landverði og
2%' af húsaverði. Afgjaldi, sem ríkið fær af
jörðum þessum, skal verja til að kaupa
jarðir, sem ríkinu bjóðast, þó eigi hærra en
fasteignamatsverði. — Samkv. greinargerð
frv., voru árið 1930 alls í landinu 3218
sjálfseignarbændur, en 2970 leiguliðar. Af
leigujörðunum voru það ár 754 eign ríkis
Framji. á 3. síðu.
Sextugsafmæli
Framh. af 1. síðu.
mörg önnur vandamál leyst.
Eftir að Ingólfur hafði vet-
urinn 1922 fyrir þrábeiðni vina
sinna, boðið sig fram til þing-
mennsku, var hann jafnan kos-
in þingmaður héraðsins, svo
að segja gagnsóknarlaust, þar
til vorið 1933, að hann ákvað
að hætt þingstörfum, þegar
flokki þeim, sem hann hafði svo
lengi unnið fyrir, varð ekki
lengur haldið saman með fullu
samkomulagi.
Þegar Framsóknarflokkurinn
var að koma skipulagi á banka-
mál landsins, bauðst Ingólfi
Bjarnarsyni ein af mest eftir-
sóttu bankastjórastöðum lands-
ins, en hann hafnaði því boði.
Hann undi betur á hinu fagra
óðali sínu í Fnjóskadal.
Þannig hefir öll hans fram1-
koma verið, heima fyrir, í héraði
og í störfum samvinnumanna
á Alþingi. Ingólfur Bjarnarson
gerir það, sem hann álítur rétt
og drengilegt, án tillits til
augnablikshagsmuna eða um-
byggju um lof eða last.
Á þessu merkilega afmæli
hans, mun hann fá hugheilar
hamingjuóskir flestra þeirra
manna, sem hann hefir starfað
með innan héraðs og utan.
Munu flestir óska þess, að hin
íslenzka bændastétt eignist í
framtíðinni sem allra flesta
menn honum líka um allt at-
gerfi og giftu í starfi.
6. nóvember 1934.
J. J.
Landhelgisgæzlan
og Einar M. Einarsson
Eitt af fyrstu verkum í-
haldsins, þegar það fékk dóms-
málastjórn landsins í sínar
hendur, var að svifta Einar M.
Einarsson skipstjórn á varð-
skipinu Ægi og meina honum
að starfa í þjónustu strand-
varnanna. Þessi alkunna og
illræmda stjórnarráðstöfun var
gerð af Magnúsi Guðmunds-
syni haustið 1932 og eru nán-
ari atvik þess gerræðis almenn.
ingi í fersku minni. Til þess
að réttlæta þessa framkomu,
var til málamynda fyrirskipuð
réttarrannsókn gegn skipstjór-
anum. Þegar hinir reglulegu
undirréttardómarar fengust
ekki til að sakfella Einar, var
einum af harðvítugustu íhalds-
mönnum í lögfræðingastétt,
Garðari Þorsteinssyni, falin
rannsókn og dómsuppkvaðning
í málinu. En þrátt fyrir hin
stóru gífuryrði, sem íhalds-
menn og þar á meðal rann-
sóknardómarinn sjálfur (á
fundum í Eyjafirði) voru bún-
ir að láta falla um sekt Ein-
ars, treystist íhaldsdómarinn
þó ekki til að ákveða aðra
„refsingu" en lítilfjörlega sekt.
En svo gerðust þau tíðindi síð-
astliðið vor, að hæstiréttur ó-
nýtti dóm Garðars. Síðan hefir
jafnvel flokksmönnum íhalds-
ins verið það vel ljóst, að um
tyllisakir einar var að ræða.
En þó að svona væri komið
hélt M. G. skipstjóranum enn
í landi, raunar á fullum laun-
um frá ríkinu, því að annað
var ekki hægt, þar sem engin
sök hafði fundizt. Sýnir það m.
a. sparnaðarandann, sem ríkt
hefir hjá íhaldinu í þessu
máli.
Nú hefir hin nýja ríkisstjóm
gert enda á þessum hneykslan-
lega skrípaleik. Hún hefir svo
sem sjálfsagt var, falið Einari
M. Einarssyni aftur sitt fyrra
starf. Og það hefir líka skyndi-
lega við brugðið um landhelg-
isgæzluna.
Ekki hafði Einar Einarsson
verið nema örfáa daga á sjón-
um, þegar frétt kom um! það,
Þófararnir
á Alþingi
Fyrmeir, meðan tó og vefn-
aðariðnaður var allmikill í
sveitum, voru vissir menn, sem
gengu um og þæfðu, fyrir
heimilin. Oftast var það vaðmál.
jiíijf 10. . jfftf JpAf i'jf jffi Þessir menn
•f r jimiOÍf’^ H vpru_ æfinlega
S kenndir við
4’! jf starf sitt og
f kallaðir þófar
ar. Og aðferðin,
sem þeir notuðu j. var með ýmsum m hætti. Þeir
r ■( ' Ws þæfðu í botn-
W lausri tunnu,
f tveir og tveir,
’ undir fótum1 sér
á gólfi, á fjöl
og milli hand-
, anna.
Enda þótt
* Í þetta starf væri
p nauðsynlegt og
: fullkomlega
heiðvirt, þótti
jafnan broslegt að sjá þessa ||g ménn sperrast
mmr. • W við þófið.
jF Nú er þófiðj-
1 an að lifca við
aftur. Þófarar
spretta upp eins
og gorkúlur á
i haug. — Þeir
[ vinna raUnar
EMr j f ekkert nýtilegt
starf eins og
gert varígamla daga.
Þófið fer fram á Alþingi.
N y t j amál atvinnuveganna
og almennings eru þæfð —
ekki til halds og trausts, held-
ur til tjóns og skammar.
Og þófaramir sjást á méð-
fylgjandi mynd.
Þeir hafa sperrt sig og spyrnt
gegn umbótamálum stjómar-
flokkanna.
Ríkissjóður borgar þófið. Al-
menningar horfir á iðju þóf-
aranna með skopkenndu glotti
— og íhaldsflokkurinn nýtur
launanna — við næstu kosn-
ingar.
að hann hefði tekið enskan
togara við landhelgisbrot á
Húnaflóa. Hafði hann þar haft
hendur í hári alþekkts land-
helgisbrjóts, sem vitað er, að
hvað eftir annað muni hafa
brotið lög án þess, að tekizt
hafi að láta hann sæta ábyrgð.
Fáum dögum síðar tekur svo
Einar annan togara að land-
helgisveiðum á Þistilfirði. Og
rétt á eftir kemur frétt um, að
hann hafi tekið togara við
Dyrhólaey og farið með hann
til Vestmannaeyja.
Allir eru togararnir dæmdir
í mjög háar sektir til landhelg-
issjóðs, eða alls sem nemur
um 70 þús. kr.
Um þessar staðreyndir þarf
ekki* að hafa mörg orð. En
mörgum mun verða það í-
hugunarefni nú , hvert tjón
landhelgisgæzlan kunni að hafa
beðið á tveim síðustu árum af
ráðsménnsku íhaldsins í land-
helgismálunum.
SAGAN af Samsoni fagra og
Kvintalín kvennaþjóf óskast til
kaups. Eiríkur Benedikz, Póst-
hólf 16, Reykjavík.
Jörö
í Borgarfirði, sem er ekki stór,
en þægileg og vel uppbyggð,
fæst til kaups og ábúðar næsta
vor. Verðið lágt og borgunar-
skilmálar góðir.
Uppl. á afgr. blaðsins.
Fjárlöáín 1935
Fjárveitinganefnd hefir nú
starfað síðan í þingbyrjun og
mun innan skamms leggja álit
sitt fyrir þingið. Aðstaðan með
fjárlögin verður í þetta sinn
með nokkurri nýbreytni. Má
þar fyrst til telja að ríkis-
stjórnin hefir við undirbúning
málsins kappkostað að taka allt
með inn í fjárlög, sem eldri
reynsla sýndi að óhjákvæmi-
lega þarf að greiða. Með þessu
móti má komast hjá þeim
tekjuhalla, sem stundum hefir
komið fram reikningslega af
því, að lögboðin útgjöld hafa
ekki nærri öll verið sett á fjár-
lagafrumvarpið. Af þessum á-
stæðum virðist útgjaldaáætlun
stjórnarinnar tiltölulega hærri
nú en áður, en er ekki raun-
verulega hærri. Hér er aðeins
stefnt að því að fjárlögin gefi
sem sannasta hugmynd um hin
óhjákvæmilegu útgjöld ríkis-
sjóðs.
Aðstaða fjárveitinganefndar
er alveg sérstaklega erfið, af
því að hin föstu lögboðnu út-
gjöld gleypa mestallar tekjum-
ar, ekki sízt í erfiðu árferði.
Samt koma til fjárveitinga-
nefndar mikill fjöldi umsókna
um fjárframlög, bæði til verk-
legra framfara, andlegra mála
og einstakra manna. Mjög
margt af þessum kröfum væri
æskilegt að geta uppfyllt, en
auðvitað er hitt líka mikið,
sem ekki á neinn tilverurétt.
En fjárveitinganefnd og Al-
þingi mega ekki sinna nema
litlu af þéssum béiðnum, nema
með tilfærslu, þannig, að
getá sparað einhver útgjöld á
öðrum liðum. Og það er ekki
sérléga auðvelt heldur. Fjár-
lögin mega því síður hækka,
þar sem ýms tekjuaukafrum-
vörp eru enn fyrir þinginu, frv.
sem fjárlögin gera ráð fyrir að
rái fram að ganga og veiti
ríkissjóði nauðsynlegar tekjur.
Hin síðustU ár eftir að fjár-
kreppan byrjaði, hefir þing og
stjórn tekið allmildð af stutt-
um lánum, bæði utan lands og
innan, sumpart í almenua
eyðslu, í vega- og brúagerðir.
]>essar lausaskuldir hvfla nú
með miklum þunga á rfldssjóði,
og mun ekki fýsilegt að halda
lengra áfram á þeirri leið.
Eysteinn Jónsson fjármálar
ráðherra hefir skýrt og ótví-
rætt tekið það fram, að ekki
sé unnt að halda áfram á leið
hinna lausu skulda. Fjárlögin
verði að vera sönn mynd, ekki
aðeins af óskum þjóðarinnar,
heldur miklu fremur af getu
ríkissjóðs tií að standast út-
gjöldin.
Enn sem komið er virðist
þingið í heild sinni taka var-
lega á málunum og skilja það,
að stefna Eysteins Jónssonar
verður að sigra. En það þýðir
aftur á móti, að Alþingi verður
að neita mörg hundruð af>
beiðnum, sem því hafa borizt.
Sú neitun verður mörgum við-
kvæm, en þjóðin verður að átta
sig á því, að það er ekki nemá
ein leið opin, og það er að ætla
ekki stjórninni að greiða úr
ríkissjóðnum nema það sem til
er.
Hið almenna ástand í land-
inu er þannig, að allir mega
búast við, að enn um nokkur
ár verði að Vera töluverð kyr-
staða og sparnaður um mörg
útgjöld, jafnvel til nauðsyn-
legra hluta. J. J.
Mannhatursprédíkanír Mbl.
Fyrir skemmstu gátu erlend
stórblöð um þýzka konu, sem
lézt í fangabúðum nazista.
Eiginmaður hennar hafði
verið borgarstjóri í Þýzka-
landi og heitir Worch.
Hann var frjálslyndur um-
bótamaður, „rauður og hættu-
legur“ að áliti Hitlers og Mbl.
Eftir valdatöku Hitlers flúði
Worch úr landi. Kona hans og
dóttir, sem aldrei höfðu gefið
sig að stjórnmálum, voru eftir.
Og hann gerði ekki ráð fyr-
ir svo grimmdarfullu níðings-
eðli andstæðinga sinna, að
hefndunum yrði snúið að konu
lians og dóttur.
En piltum Hitlers virðist
sérstakt ánægjuefni, að mis-
þyrma konum og börnum. —
Mæðgurnar voru teknar og
hnepptar í fangelsi.
Móðirin losnaði þaðan fyrir
skömmu og á þann eina hátt,
sem auðið var, hún lét lífið í
fangelsinu. Dóttir hennar situr
enn í fangaholum varmenn-
anna.
Þetta dæmi er eiít af mörg-
um, sem hafa gerst og eru að
gerast í Þýzkalandi.
Og íslendingar, sem vilja
telja sig drenglynda vitsmuna-
þjóð, verða að þola þá smán,
að blað, sem telur sig málgagn
stærsta stjórnmálaflokksins í
landinu, er að tala undir rós
um það, að þessu lílt framkoma
væri nú eiginlega maklegust
við andstæðingt. .xialdsins á Is-
landi.
Þá andstæðinga nefnir Mbl.
„íslenzku Gyðingana".
Þýzkir Gyðingar hafa verið
ofsóttir og myrtir á hryllileg-
asta hátt. En Mbl. lætur þess
getið, svona til frekari skýr-
inga, að „í því efni skifti það
engu máli, hvort þeir séu ætt-
aðir frá Jerúsalem eða Hriflu**.
Andinn leynir sér ekki.
Og það er auðskilið, hvert er
verið að behda.
Finnst íhaldsmönnumj ekki
dásamlegt að eiga þvílílct mál-
gagn og vera kenndir við það?
Þetta höfuð-„organ“ þeirra
til uppeldisáhrifa og siðgæðis
innan flokksins, er með elju-
sömum tilburðum að veita
glæpsamlegasta soranum úr
spilltra manna hugum inn yfir
sálir lesenda sinna.
Það verkefni virðist hlufc-
verki þess samboðnast.
Það er hart fyrir íhalds-
menn þessa bæjar, að þurfa I
nær hvert sinn og þeim er fært
Mbl. á sængina, að svitna af
blygðún yfir málgagni sínu og
ritstjórunum.
Þá svíður marga undan
heimskunni, niðujrlægingunní
og spillingaráhrifunum, semj
Mbl. veitir daglega inn í heim-
ili þeirra.
En það stoðar lítið.
Morgunbl. virðist dæmt til
þess, að þjóna lökustu hneigð-
um undirmannlegrar ónáttúru.
Kolaverzlun
SIGURÐAR ÓLATSSONAR
Sinin.: KOL. Reykjavík. Siml 1933
TRYGGINGU
hafa menn fyrir að fá góðar
vörur með góðu verði, með því
að verzla við
Kaupfélag Reykjavíkur.
TRÚLOFUN ARHRIN G AR
ávalt fyrirliggjandi.
HARALDUR HAGAN,
Austurstr. 3. Sími 3890