Tíminn - 13.11.1934, Page 3

Tíminn - 13.11.1934, Page 3
T í M I N N 197 i Husqvarna- prjúk.avélar eru viðurkenndar fyrir gœði Þó er verðið ótrúlega lágt Samband ísl. samvinnufélaga Fréttir FárviSriS um síðustu mánaðamót heíir valdið feikna tjóni á Norður- landi á eignum, auk þeirra hörm- legu mannskaða, sem urðu af völdum þess. Mest er tjónið á Siglufirði. pá hefir orðið stórtjón á Húsavík, Langanesi og á ýmsum stöðum við Eyjafjörð og talsvert á Kópaskeri. Bryggjur hafa eyðilagst vélbátar slitnað upp og; brotnað sjór gengið í hús og eyðilagt vör- ur og jafnvel brotið upp vegi og girðingar. Tjón einstakra manna er á flestum þessum stöðum mik- ið og tilfinnanlegt. Hefir að tilhlut- un ríkisstjórnarinnar verið unnið að því, að rannsaka tjónið og virða það. Dvöl, hið vinsæla fylgirit Nýja dagblaðsins, er byrjað að koma út á ný. Hrútasýning var haldin hér í bænum á sunnudaginn. Fjórir hrútar af fimmtán, sem komu á sýningarstaðinn, fengu 1. verð- iaun. Voru þeir frá 91—96 kg. á þyngd. Samúel Ólafsson fyrv. fátækra- fulltrúi andaðist sl. sunnudag eft- ir langa vanheilsu. Dætur Reykjavíkur II. heitir ný bók eftir þórunni Magnúsdóttur. Saini höfundur gaf út fyrir tæpu ári síðan smásögur undir þessu nafni og fengu þær góða dóma. Skemmdimar á Langanesi. - Skemmdirnar á þórshöfn og norð- anverðu Langanesi af völdurn brimsins mikla á dögunum hafa verið metnar á 23 þús. kr. Símakappskák fór fram aðfara- nótt sl. sunnudags milli Taflfé- lags Hafnfirðinga og Taflfélags Akureyrar. Teflt var á 10 borðum. Úrslit urðu þau, að Hafnfirðing- ar unnu 6, gerðu 3 jafnteíli og unnu þannig með 7% gegn 1%- Einu tafli var ekki lokið og geng- ur dómur um það. Taflið stóð yf- ir frá kl. 21 að kvöldi til kl. 9 að morgni. ÚtllutninBurinn, Um seinustu mánaðamót nam útflutningurinn 37.2 milj. kr. og er það tveim milj. kr. minna en á sama tíma í fyrra. Innflutningurinn. Um seinustu mánaðamöt nam innflutningur- inn það sem af er þessu ári 40.1 milj. kr. og ei’ það 2.3 milj. kr. meira en á sama tíma í fyrra. þá var útflutningur 0.4 milj. kr. hærri en innflutningurinn, en nú er innflutningurinn 2.9 milj. kr. meiri. í Tidens Tegn segir nýlega, að meðal bólca, sem Nationalforlaget í Oslo gefur út í haust, verði skáldsaga eftir Snorra Hjartarson (Snorrasonar alþm.), sem hann nefnir: Höit flýver ravnen. Mynd af Snorra fylgir þessari frásögn blaðsins. KappllugiS frá Englandi til Ástr- alíu er nýafstaðið. Ensku flugmenn irnir Scott og Black unnu og voru ekki nema 71 klukkustund frá London til Melboume í Ástralíu. Næsta met áðúr var um 7 sólar- hringa og er því hér um undur- samlegt afrek að ræða. Milli Eng- lands og Astralíu var flogið í fyrsta sinn árið 1919 og tók það flug rúmlega einn mánuð. Slátrunin í haust. Samkv. upp- lýsingum frá kjötverðlagsnefnd hefir verið slátrað til sölu um 372 þús. fjár alls á landinu. þar af eru um 4/5 í höndum samvinnu féiaga bænda. Á Norður- og Aust- urlandi hefir verið mikil slátrun og fé fremur rýrt. En á Suður- og Vesturlandi er slátrun með minna móti og fé fremur vænt Kosningar fóru fram i Bandaríkj unum 7. þ. m. og var kosið um stefnu Rooseveíts forseta og flokks hans í viðreisnarmálunum. Hefir forsetinn unnið stórkostlegan sig- ur í þessum ltosningum og hefir flokkur hans fengið 3/4 sætanna í fulltrúadeild þingsins. Kjörsókn- in var geisimikil. Stjómarskipti hafa orðið í Frakk- landi. Doumergue hefir sagt af sér, en Flandin myndað nýja stjóm. Nýtt fjársvikamál virðist hafa orðið stjórninni að’ falli, en ekki mun vera um verulega stefnu- breytingu að ræða og er þetta tal- in afturhaldssöm stjórn eins og sú er frá fór. Sú villa hefir slæðst inn á 1. ^íðu í hluta af upplagi þessa blaðs, að búið sé að samþykkja kjötlögin á Alþingi. Frv. er búið að vera til umræðu í báðum deildum, en hef- ir verið vísað til einnar umr. í efri deild, vegna breytinga. Mjólkurlögin eru enn í efri deild til 2. umr. i dag. í september síðastl. var úrkoma 97% umfram meðallag á öllu landinu eða helmingi meiri en venjulega. Á fjórum stöðum suð- vestanlands (Vík, Eyrarbakka, Vestmannaeyjum og Hvanneyri) var hún þó minni en venjulega. — (Veðráttan). í Reykjavík var sólskin í sl. septembermánuði 105.3 kl.st. Er það 27% af þvi, sem getur verið. Meðaltal 11 undanfarinna ára var 125 kl.st. Homaf j arðarbíll kom nýlega, til Reykjavíkur. Bíllinn lagði á stað úr Hornafirði á laugardag- inn og hefir því ferðin geng<ð nokkuð seint. Stafar það mest af því, að billinn bilaði í Öræfum og tafðist þar í tvo daga, meðan verið var að sækja varahluti til Hornafjarðar. Yfirleitt gekk ferðin vel. Vatnsföllin reyndust ekki neinn verulegur farartálmi. Var Skeiðará með minna móti, en öll vötnin á Breiðamerkursandi voru farin á ís, nema Jökulsá. Vegirnir voru sæmilegir, eftir því sem ger- ist, á þessum tíma árs. „pófaramir“ (sbr. blaðið í dag): Efst Sigurður Kristjánsson, sá sem skrifaði „mosagreinina", Ó. Th., Garðar, Jakob Möller, og Magnús „dósent“. Einn af kaupendum Nýja dagbl. hefir heitið 25 kr. verðlaunum fyrir beztu vísurnar um „þófarana", en greinin ásamt myndunum hefir birzt í því blaði áður. Sverrir porbjömsson hagfræð- ingur er nýkominn heim að af- loknu námi við háskólann í Kiel. MUEADEE Distemper þvottegta vatnsmálning Falleg, hentug og ódýr innanhúsmálning. Fæst í um 80 smekklegum litum. Biðjið um litaspjald. Sendum gegn póstkröfu út um land. ' . Einkasalar hér á landi HÁLiBINN REYKJAVÍK Anægðastir lifa þeir er gera skyldur sinar Ein af mörgum er sú, að vera líftryggður hjá VátryggingaféisgiRu Kye Danske af 1864 Aðalumboð fyrir ísland Vátryggingaskrifstofa SIGFUSAR SIGHVATSSONAR Lækjargata 2 — Sími 3171 w Odýr dverglampi OSRAM u er ekki sá, sem fæst fyrir mirmst verð, heldur sá, sem er ódýrastur í notkun, en það er: ber mesta birtu með minnstri straumnotkun og þolir mestan hristing. SRAM ítenar standa öllum iömpum íramar Hann lauk þar prófi með mjög hárri einkunn, og mun hann hafa tekið hærra próf en nokkur ís- lendingur hefir áður tckið í þeim fræðum. Kirkjudeilan i þýzkalandi hefir farið harðnandi. Óánægjan gegn kúgun og yfirgangi hinnar nazist- isku yfirstjórnar kirkjunnar fær- ist stöðugt í aukana bæði meðal lútherskra og katólskra manna. Skulu hér nefnd nokkur dæmi, sem sýna hversu slæmt ástandið er: Buder, prestur i Stuttgart, var nýlega byrjaður að undirbúa nokkur böm undir fermingu, eftir ósk foreldranna. Einn dag komu nokkrir nazistar þangað inn, sem hann var að kenna börnunum og skipuðu honum að hætta. þegar • hann gegndi því, rifu þeir af honum bókina og einn drenginn börðu þeir með jámstöng í höf- uðið svo hann stórmeiddist. Annar prestur í Stuttgart, Gerlack, var handtekinn fyrir altarinu, þegar hann var að gefa saman hjón. Iðu- lega hefir það komið fyrir, að prestar liafi verið hnepptir í varð- hald eða haldnir fangar heima hjá sér, þegar þær ætluðu að halda guðsþjónustu. Oft hefir kirkjunum verið lokað rétt fyrir messugerð og kristilegum samkomum hleypt upp af nazistum. En nú hefir. Hjtler orðið að láta undan síga i þessu máli. Skógræktarfélag íslands. Eftir aðalfund félagsins, sem var hald- inn sl. föstudag, skipa þessir menn stjórnina: Einar Ámason alþm., H. J. Hólmjám framkv.- I stjóri, Maggi Magnúss læknir, Árni Friðriksson náttúrufræðingur og Jón Ólafsson. — Félagsmenn eru nú um 400. Myndarleg gjöf. 1. þ. m. átti frú Guðrún Bjömsdóttir frá Komsá 25 ára starfsafmæli við bamaskólann á Siglufirði. í til- efni af því afhenti hún skólanum að gjöf 6000 fcrm. landspildu, sem hún hafði á erfðafestu. Er tilætl- un hennar, að þama verði komið upp skólagarði, þar sem börnin ejálí annizt um ræktun á bló.m- urn og trjám. Tjónið, sem varð af völdum of- veðursins á dögunum, á Húsavík, er metið 93 þús kr. Morð I réttarsalnnm, það bar uýlega við í borginni Sind i Ind- landi, að verið var að yfirheyra Hindúa, sem var ákærður fyrir það að hafa gefið út níðrit um Muhameð. Auk áheyrenda voru þar staddir margir lögregluþjónar. En áður en þeir fengu áttað sig til fulls hafði hinn ákærði verið um- .. kringdur af þrem mönnum, tveir • þeirra tóku hann og héldu honum, en hinn þriðji veitti honum mörg, banvæn sár með laghníf. Síðan reyndu þeir að komast undan, en tókst það ekki. Vom þetta Mu- hameðstrúarmenn og sögðust þeir hafa framið verkið eftir visbend- ingu frá Guði. — Atburður þessi vakti svo mikla gremju hjá Hind- úum, að til upphlaups horfði um tíma. Flugslysið á Ermarsundi. 1. okt. vildi til hræðilegt flugslys á Erm- arsundi og var nokkuð sagt frá því í útvarpsskeytum. Öll áhöfn ílugvélarinnar, sjö menn, fórst. Skipstjóri, er var sjónarvottur að slysinu, lýsir því þannig: það hef- ' ir ekki tekið lengri tima en sex sek. Við sáum flugvélina koma fram úr skýjunum. Hún flaug lægra en farþegaflugvélar venju- lega. Annars virtist allt vera í lagi. Allt i einu heyrðum við óg- urlegan hvell, flugvélin sprakk í mola og brakinu rigndi yfir okkur. Ég sendi strax neyðar- merki og komu mörg skip á vett- vang. Tókst okkur að finna fimm lík. — Flugmaðurinn hafði tekið þátt i flughernaði í heimsstyrjöld- inni og flogið alls i 3500 kl.st. þótti hann góður flugmaður. Fé- lagið, sem átti flugvélina, hafði haldið uppi farþegaflutningi yfir Ermarsund í tvö ár og flutt 10 þús. manns yfir sundið á þeim tíma og er þetta fyrsta slysið, sem hefir hent það á þessari leið. Merkiskona látin Hinn 9. þ. m. andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri frú Björg Björnsdóttir. Hún var fædd 14. júlí 1862 að Harastöðum á Skaga- strönd. Foreldrar hennar voru Björn bóndi Jóhannesson og kona hans Sigurlaug Jóns- dóttir, eitt hinna mörgu og merku systkina frá Háagerði. Björn var dugnaðar. og gleði- í.iaður og sótti sjóinn ótrauður, þó erfitt væri aðstöðu. Var hann formaður á skipi sínu, en druknaði í mannskaðaveðri haustið 1879. Eftir að Björg missti föður sinn, sem hún rnini mjög, varð hún að vinna fyrir sér hjá vandalausum. Þá voru ekki önnur úrræði fyrir unglinga, sem litlu höfðu úr að spila. Brátt kom i ljós, að sæti heimar var vel skipað fyrir dugnað hennar og atorku. Hún giftist 19. maí 1896 Jónasi gagn- íræðingi Sveinssyni, Kristjánssonar frá Stóradal. Ilafa þau hjón með hagsýni og heimflisrækni fleytt sér yfir marga örðug- leika til góðrar afkomu. Einkabarn þeirra er frú Sigurlaug, kona Jónasar Þorbergs- sonar útvarpsstjóra. Tvö fósturböm ólu þau hjónin upp frá barnsaldri, Ingibjörgu Árna- dóttur, er giftist Davíð Jóhannessyni, sím- stjóra á Eskifirði, en lézt á bezta aldri fyrir nokkrum árum, og Sveinbjöm Lárusson bíl- stjóra á Akureyri. Létu þau ekkert á skorta að koma þessum fóstui’börnum sínum: til menningar. Björg var jafnan talin fyrirmyndarhús- móðir sakir einstaks þrifnaðar, reglusemi og híbýlaprýði. Hún gleymdi ekki skyldum sínum í neinni grein og fórnaði heimili sínu öllum kröftum seint og snemma. Hún var góð eiginkona, ágæt móðir og í einu orði trygglynd kona og hispurslaus. Við fyrstu kynningu var Björg sáluga fremur fálát, en þeir, sem náðu vináttu hennar þurftu ekki að óttast að hún hyrfi í skyndi sem dögg fyrir sólu. Og mörgum liðsinnti hún og gladdi í kyrþey og óskaði ekki að slíkt væri í hámælum haft. Um mörg ár reyndi hún mikinn heilsubrest, en lét það ekki á sig' fá, en vann sem hetja til hinnstu stundar og lagði ekki árar í bát fyr en ekkert var und- anfæri. Minning hennar geymist í hlýjum huga þeirra, sem þekktu hana bezt. 11. nóv. 1934. S. K. Nokkur þíngmál Framh. af 2. síðu. og kirkju og um 200 í annari opinberri eign. Sjávarútvegsnefnd neðri deildar flytur frv. um vátryggingar opinna vélbáta (trillubáta). Ingvar Pálmason og Gísli Guð- mundsson hafa áður flutt þingsályktunar- tillögu um undirbúning laga um almennar vátryggingar fyrir vélbáta. En áðumefnt frv. um opnu vélbátana er komið frá milli- þinganefridinni í sjávarútvegsmálum. Tveir Framsóknarmenn og tveir Alþýðu- ftokksmenn í neðri deild flytja frv. um að afnema lögin um sölu þjóðjarða og kirkju- jarða. Ýmsar þingsályktunartillögur eru fram komnar viðvíkjandi landhelgisgæzlu og björgunarstarfsemi við strendur landsins, svo og eftirliti með veiðarfærum sjómanna, sem sumstaðar eiga í vök að verjast fyrir ágangi togara, sem slíta og skemma veiðar- færi þeirra. Hvarvetna að koma kvartanir um hve gæzlan hafi verið léleg tvö undan- farin ár. Hefir ríkisstjómin nú til athug- nnar í samráði við Skipaútgerð ríkisins r.ýtt skipulag á þessum málum, sem geti komið að betra haldi og orðið ríkinu ódýr- ara en nú er. Jónas Guðmundsson, Jón Sigurðsson og Bjarni Bjarnason flytja frv. um að afnema Prestlaunasjóð og feLa sýslumönnum og

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.