Tíminn - 16.04.1935, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.04.1935, Blaðsíða 4
62 TÍMINN Jðrðin Borgir í Þistilfirði er til sölu. Allar upplýsing-ar gefur undirritaður. Benjamín Sigvaldason, Baldursgötu 16. TRÚLOFUN ARHRIN G AR ávalt fyrirliggjandi. HARALDUR HAGAN, Aulsturstr. 8. Sími 8890 „Sannleikurinn* á Vöglum. Framh. af 1. síðu. vera oflof um okkur, að við séum þeim mun meiri fram- faramenn heldur en íhaldsmenn og taglhnýtingar þeirra, að við einir höfum viðtæki allra Skag- firðinga? — Ég veit jafnvel ekki betur en að á heimili greinarhöf. sjálfs sé viðtæki — og forði þó hamingjan okkur frá því, að fá það heimili aftur í Framsóknarflokkinn. 2. Allir, sem til þekkja í Skagafirði, vita, að Helluland liggur í miðju héraði. Engan stað er auðveldara að sækja hvaðanæva úr héraðinu. Þang- að er nokkumveginn jafnlangt úr afdölum og útsveitum. Þangað má beita bifreiðum úr öllum áttum. Enginn staður getur frekar heitið á „almanna færi“ fyrir heila sýslu. Nafni minn hefir skrökvað þarna býsna bamalega. Það hlýtur að vera mikil freisting fyrir þá menn að segja ósatt, er ferst það svona klaufalega — en standast samt sem1 áður ekki freistinguna. Eða myndi heimskuleg illkvitnni frekar valda? Að öðru leyti hirði ég ekki að rekja þessa ritsmíð. Hún er of auðvidrðileg til þess. Dæmi: Höf. reynir, í brjóstumkennan- lega sjáifbyrgingslegum vesal- dómi sínum, að tala með fyrir- iitningu um stéttarbræður sína, er landsfundinn sátu. Skyldú þeir kikna mikið í knjáliðum vegna þess? Eyhildarholti, 22. marz 1935. Gísli Magnússon. um verðþörf þess, þá hefðu fá- einir mánuðir verið nægilegir til að sýna fólkinu á dýru löndunum, hvers virði búskap- ur þess er, ef samkeppni er háð við ódýrari löndin. Ef Framsóknarflokkurinn hefði ekki tekið að sér að leysa mjólkurmálið með landsskipu- lagi og gert það á svo fram- sýnan og myndarlegan hátt, sem raun ber vitni um, þá myndi nú vera hér mjólkur- styrjöld, mjólkin hríðfallin, framleiðslan í Rvík og nær- sveitum í rústum, og bændur í fjarsveitum lamaðir, en þó með markaðinn í höndum sér. Núverandi stjóm hefir bjarg- að Rvík og nágrenninu frá þessum ófamaði méð mjólkur- lögunum. Þau hafa vemdað alla bændastéttina á landinu suðvestanverðu frá eyðileggj. andi stríði. I stað þess 'hafa mjólkurlögin hækkað mjólk í verði fyrir alla framleiðendur sunnan- og vestanlands, en um leið bætt vörúna fyrir neytend- ur og lækkað hana þeim til handa þó að ekki sé mikið. En mjög ættu þeir menn í Rvík og nágrenni, sem goldið hafa stjóminni vanþökk fyrir að skera þá niður úr henging- arólinni, að vantreysta fram- vegis sínum litlu vitsmunum. Það sýnist ekki vera til mikils að treysta á þann andlega mátt, sem er svo lítils megn- ugur. J. Baðsápa Handsápa Sólsápa Stangasápa Krystalsápa Gólfáburður Skóáburður Tannkrem Næturkrem Dagkrem o. fl. Sjafnarvörnr eru langódýrustu hreinlætisvörurnar miðad við gæði. Búnar til úr beztu íáanlegu hráefnum, með fullkomnustu nýtísku-vélum Spyrjið kaupmann yðar ávalt ftyrst um SJAFNAR - V0RUR Bezta Munntóbakið er frá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖFN Bíðjið kaupmann yðar um unntóbak Fæst allsstaðar. Bðkunardropar A. Y. R. eru búnir til úr réttum efnum Atvinnuofsóknir Árie 1904 nr 1 fynta alnn þiUi|t 1 Dan- mflrkn Sr ICOPAL Bezta og ódýrasta efni í þök. Tíu ára ábyrgð A þökunum. Þurfa ekkert viðhald þa&n tima. Létt. ------- Þétt. ------- Hlýtt. Betra en bárujám og málmar. Endist eins vel og tkifuþðk. Fsnt alataðar á Islandi. jens Villadsens Fabriker Kahrebodbrygge 2. Köbenhavn V. Biðjið um verðskrá vora og sýnishom. Það er uppi mikill orðrómur um það, að útgerðarmenn leggi nú stund á pólitískar ofsóknir í atvinnumálum með þeim hætti, að vísa af skipum sín- um og úr annari vinnu mlönn- um þeim, sem þeir þykjast vita, að fylgi Framsóknar- flokknum að málúm. Hatur íhaldsmanna og hinna þröngsýnustu útgerðarmánna til Framsóknarflokksins er miklu meira en svo, að unnt sé að gera sér grein fyrir því, með venjulegum aðferðum mánnlegrar hugsunar. Verka- mennirnir, sem fylgja Alþýðu- flokknum að málum, eru að vísu í augum þeirra sérstök tegund af plágu. En samvinnu- mennirnir í landinu og forvíg- ismenn þeirra eru í augum' þessara manna ægilegir fénd- ur, sem stefna fylktu liði til árása á herbúðir hinnar þröngu og óþjóðhollu eiginhagsmuna- hyggju. ■CTrslitum og framkvæmd þjóðmálanna í landinu fylgja opin hjaðningavíg ogferstríðs- lukkan þar að vonum eftir mönnum og málefnum. Aftur á m'óti eru atvinnuofsóknir slík. ar, sem að framan getur, ekki einungis fullkomið siðleysi í frjálsu þjóðfélagi og níðings- verk gegn þeim, sem fyrir verða, heldur eru þær glæp- samlegar gagnvart þjóðarheild- inni, sem ber ábyrgð á starfs- fé útgerðarinnar um leið og hún ber ábyrgð á bönkum landsins og lánsfé þeirra. Þjóðinni er það að vísu ekki enn úr minni liðið, að bankar landsins urðu að gefast upp við að innkalla milli 30 og 40 millj- ónir, af starfsfé flialdsmanna. Þeir óðu hindrunarlítið í fé bankanna, sérstaklega Islands- banka, tóku lán á lán ofan, lítt eða ekki tryggð, byggðú sér skrauthýsi, gáfu út Morg- unblaðið og fleiri blöð, sem urðu bráðdauð, þegar fjáraust- urinn tók undan, sóuðu fé heima og erlendis með meiri fádæmum, en þekkjast mun meðal siðaðra manna á Norð- urlöndum. — Þjóðin er ekki líkleg til að gleyma slíkum söguköflum meðan hún er minnt á þá með nýjum hermdarverkum og ó- svífni þessara manna. Það ar fullkomin ástæða til þess fyr- ir Framsóknarmenn, að hafa gát á þeim piltum í liði íhalds- ms, sem dragast með trygg- ingarlítil stórlán úr bönkum, njóta ábyrgðar ríkisvaldsins og allrar þjóðarinnar á starfsfé sínu, en neyta jafnframt að- stöðu sinnar, til þess að of- sækja með atvinnuáníðslú þann flokk, sem leggur nú fram drýgstan skerf áhrifamála á þingi, til þess að draga þá úr því kafi, sem óhóf þeirra og óframsýni hefir steypt þeim í. S. KJarkur rógberanna brestur Um mörg undanfarin ár hafa íhaldsblöðin veitt taumlausum svívirðingum yfir marga helztu andstæðinga sína. Mbl. og Vísir hafa bundið flestar lægstu hugsanir vangefinna manna í öll þau Ijótustu, dónalegustú og heimskulegustu orð, sem að vísu alltakmörkuð þekking á þeirra eigin máli, lagði þeim til. Venjulegast hefir þessú aldrei verið gegnt neinu. Fá- virt íhald hefir eins og haft einkaleyfi fyrir þessari iðjú. Og í trausti þess að engum þætti taka því að láta íhalds- liðið bera ábyrgð orða sinna, hefir þessi „höfuðatvinnuveg- ur“ íhaldsins orðið að þessu íyrir litlum fjárhagslegum' óhöppum, vegna sektardóma. Árið 1933 samþykkti Alþingi lög um varnir gegn óréttmæt- um verzlunarháttum. Það var Verzlunarráðið, sem fyrir því stóð fyrst og fremst, að slíkt frumvarp var samið og lagt fyrir þingið. Lögin áttú að vera í þágú verzlunarstéttar- innar. Nú hefir níð og rógburðúr Mbl. gengið óvenjú langt gegn Sigurði Jónassyni og verzlunar- fyrirtæki hans. Og bæði S. J. sjálfur og stjórn Raftækjaverzlunarinnar hafa kært Mbl. og útgáfustj órn þess fyrir atvinnuróg, og kraf- izt skaðabóta m. a. Og Mbl. emjar undan. Það bjóst ekki við að óhróð- ur þess og svívirðingar yrði verðlagður né að neinu virtur. En nú vill svo til, að kærend- ur á hendur Mbl. reisa kröfur sínar á lögunum frá 1933, þeim, er Verslunarráðið undir- bjó og fyrst og fremst skyldi verka í þágu kaupmannastétt- arinnar. Með þessari málshöfðun á Mbl., og íhaldsmenn, er verið að prófa gagnsemi þessarar löggjafar. Verði Mbl. sýknað í málinu, er því slegið föstu, að þessi ný- lega löggjöf sé gagnslaus fyrir kaúpmenn. Fyrirtæki þeirra vrði þá að þola álíka ósvífnar árásir og S. J. og Raftækjar verzlun Islands hefir sætt frá Mbl. hálfu, ef einhverjvun litist að taka sér Mbl. til fyrirmynd- ar. Verði Mbl. dæmt, ná lögin, sem Garðar Gíslason og Verzl- unarráðið imdirbjó, tilgangi eínuxn. og með réttum hætti. Þeir eru því hvorttveggja drýg’stir og beztir Afengisverzlun ríkisins John Inglis $ Co. L^ Millers, Leith Edinburgh 6. Vörur vorar eru alþektar á íslandi FYRIR GÆÐI: INGLIS — blandað hænsnafóður. INGLIS — alifuglafóður. INGLIS — maísmjöl. INGLIS — maís kurlaður og fleiri fóðurvörur. Alt í „Blue Star“-sekkjum. Pantanir annast. Samband ísl. samvinnufélaga. FREYJU kaffibætisduftið — nýtilbúið — inniheldur aðeins ilmandi kaffibæti, ekkert vatn eða önnur efni til uppfyllingar. Þess vegna er Freyju kaffibætÍB- duftið drýgst, heilnæmast og bezt. Og þó er það ódýrara en kaffi- bæti í stöngum. Notið það bezta, sem annið er 1 landinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.