Tíminn - 24.04.1935, Blaðsíða 2
66
TÍMINN
Skipulagning atvinnubótanna
„Atvinnan er m]ög misjöfn eftir landshlutum og hlýtur
ávalt aö vera það — — —. Eins og sakir standa, er
haldið uppi skipulagslausum atvlnnubótum
hingað og þangað um landið, samræmislanst moð
tilliti til hinna elnstöku landshluta, og að því er virðist
alveg án tillits til þess, hvort slíkar atvinnubætur auka
að nokkru aíkomuskilyrði í landinu. — — — Það
verður að ílytja íólkið til i landinu. Með
hagfræðilegu skipulagi atvinnubóta og oplnberra fram-
kvæmda mætti hafa mikil áhrif í þessa átt“. (Úr áliti
milliþinganefndar í atvinnumálum, bi. 57).
Líftrygging'ardeild
Það er aðeins eitt ís*
lenzkt líjtryggivgarfélag
og það býður betri kjör
en nokkurt annað líf-
tryggingafélag starfandi
hér á landx■
Liftryggíngardeild
»
Reykjavík. — Sími 1249.
Niðursuðuverksmiðja
Reykhús
r
Símnefni Sláturfélag.
Bjúgnagerð
Frystihús
Framleiöir og selur í heildsölu og smásölu: NiðursoölB
kjöt- og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og allsk. áskurö
á brauð, mest og bezt úrval á landinu.
Hangikjöt, -ávalt nýreykt, viðurkennt fyrir gæði.
Frosið kjöt allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi eftir
fyllstu nútíma kröfum.
Ostar og smjör frá Mjólkurbúi Flóamanna.
Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um
allt land
Alþingi 1933 samþykkti að
skipa þriggja manna milli-
þinganefnd til að „rannsaka og
safna skýrslum um fjárhags-
ástæður, afkomuhorfur og at-
vinnu sjómanna, verkamanna
og iðnaðarmanna í kaupstöðum
og kauptúnum landsins“ og
leggja fram tillogur, í því sam-
bandi. I nefnd þessa voru skip-
aðir formaður Sjómannafélags
Reykjavíkur, skólastjóri Iðn-
skólans í Reykjavík og uingur
lögfræðingur til aðstoðar. Álit
þessarar nefndar er nú fram
komið. Hefir nefndin safnað
skýrslum um afkomu ca. 6500
manna, sem lífsviðurværi hafa
af erfiðisvinnu í kaupstöðum og
kauptúnum landsins.
í blöðum! hefir áður ver-
ið gerð grein fyrir ýmsum
helztu töluniðuirstöðum nefnd-
arálitsins og skal ekki frekar
út í þær farið nú. En að þessu
sinni skal alveg sérstaklega
vakin athygli á þeim ummæl-
um nefndarinnar, sem prentuð
eru í upphafi þessarar greinar.
Sú hugsun sem í ummælunum
felst er að vísu ekki með öllu
ný. En það er þó í mesta máta
athyglisvert, að fram skuli vera
komin einróma frá milliþinga-
nefnd, slík yfirlýsing sem þessi.
Hvað segir milliþinganefnd-
in? Hún segir, að hér sé haldið
uppi „skipulagslausum atvinnu-
bótum“ og að til þeirra sé lagt
fé frá hinu opinbera „án tillits
til þess, hvort slíkar atvinnu-
bætur auka að nokkru afkomu-
skilyrði í landinu“. Þetta má
ekki lengur svo til ganga segir
nefndin, það verður að dreifa
vinnukraftinum eftir „hag-
fræðilegu skipuiagi“. 0 g sú
raunverulega niðurstaða, sem
nefndin fær út úr hugleiðingum
sínum er þessi: „Það verður að
flytja fólkið til í landinu*. Það
er ekki „hagfræðilega“ rétt að
ætla sér að láta alla menn í
landinu hafa verkefni, þar sem
þeir eiga heima. Þannig farast
nefndinni orð, þegar hún lítur
yfir árangurinn af rannsókn
sinni. Þessi er skoðun for-
mannsins í öðru stærsta verka-
mannafélagi landsins.
Atvinnuleysismálið er að
verða eitt af mestu vandamál-
um þessa lands. Fyrir fáum* 1 ár-
um mátti þetta heita óþekkt
viðfangsefni. En nú er svo
komið, að þetta mál snertir
beint eða óbeint allar byggðir
landsins í sveit og við sjó. Og
það er að verða ískyggilegur
liður í fjármálum ríkis og bæj-
arfélaga. Á árinu, sem er að
líða, er gert ráð fyrir, að ríkið
og bæjarfélögin leggi fram
samtals nokkuð á aðra miljón
króna til atvinnubóta.
Þetta eru vitanlega þung út-
gjöld. En við því væri þó ekki
:nikið að segja, ef trygging
væri fyrir því, að þessi fjár-
framlög næðu tilgangi sínum
og að, þau héldu ekki áfram að
vaxa um ófyrirsjáanlegan tímá.
En fyrir hvorugu þessu hefir
rein trygging verið hingað til.
Og það er í rauninni heldur
ekkert óeðlilegt, þó að nokkurt
fálm hafi, verið í hinum fyrstu
tilraunum meðan verið var að
þreiía á þessu nýja vandamáli.
Ýmsar erlendar þjóðir hafa þar
svipaða sögu að segja.
Menn verða að gera sér það
alveg ljóst, að atvinnuleysis-
málið verður aldrei leyst með
fjárframlögum einum. Það þarf ;
skipulag til að útrýmá atvinnur
leysinu. Það er verkefni um- j
bótaflokkanna í landinu að
koma þessu skipulagi á.
Aðstreymið til kaupstaðanna
og þá sérstaklega til Reykja-
víkur hefir vaxið gífurlega hin
síðustu ár. En framleiðslu-
möguleikarnir hafa ekki vaxið
að sama skapi. Útgerðin í
Reykjavík hefir meira að segja
farið minnkandi. Hlutfallið
milli þeirra, sem vinna að arð-
bærri framleiðslu og íbúatölu
bæjarins í heild er að verða
óeðlilegra með ári hverju. Fólk-
ið, sem afgreiðir búðarvarning
er orðið íleira en mennirnir,
sem draga fiskinn úr sjónum.
Vaxtarmöguleikar útgerðarinn-
ar eru takmarkaðir, ekki sízt
í eins dýrum bæ og Reykjavík.
Og tala þeirra landverkamanna,
sem vinna að "því að auka verð-
mæti aflans takmarkast að
sama skapi. Verkefni Reykja-
víkur og annara kaupstaða við
það að annast verzlun fyrir
sveitirnar, fara fremur minnk-
andi en vaxandi, er fólki fækk-
ar í sveitunum. Og sama er að
segja um þau störf, sem ménn
búsettir í Reykjavík inna af
liendi fyrir ríkið. Skerfur sveit-
anna, þeim mönnum til lífs-
viðurhalds, minnkar með fólks-
fækkuninni.
Nú undanfarin ár heíu verið
að því unnið, að s-capa ný verk-
handa hinum atvinnulausu
nrrnum. Og það er auðvitaí’
íengi hægt að fá manni verk í
hendur. Það eru alltaf nóg
tækifæri til að „vinna“ í rýmra
skilningi þ. e. a. s. beita kröft-
um sínum. En hitt er annað
að „vinna fyrir sér“. Og
Reykjavík vinnur ekki fyrir sér
með því að grafa holræsi fyrir
lramtíðina, leggja nýjar götur
eða byggja upp heimili yfir að-
flutt fólk, sem heldur hefir
ekki möguleika til að vinna
fyrir sér. Þessi vinna lilýtur að
verða byrði til viðbótar á hina
1000 sjómenn og aðra þá, sem
starfa að hinni verðmætu fram-
’eiðslu.
En þá er komið að kjama
málsins, því merkilega atriði,
sem vakað hefir fyrir milli-
þinganefndinni í atvinnumál-
um, þegar hún gaf út álit sitt,
og vitanlega hefir verið ofar-
lega í huga margra manna ann-
ara: Er- nokkurt vit í því, að
hug&a sér, að allir þeir atvinnu-
leysingjar, sem eiga heima í
Reykjavík eða hafa flutzt
þangað í árangurslausri at-
vinnuleit, geti fengið verkefni
þar? Er nokkurt skynsamlegt
vit í því, yfirleitt, að stað-
binda atvinnubótavinnu hvers
einstaks manns við þann blett
á landinu, þar sem hann af til-
viljun kann að eiga heima,
þegar hann verður atvinnunn-
ar þurfi?
Þessum spurningum. verður
að svara neitandi. Það má við-
urkenna það, að sérhver maður
cigi nokkurn rétt á því, að séð
sé um, að hann fái að vinna
fyrir sér. En enginn maður
getur átt kröfu á því að fá að
vinna á þeim stað, sem honum
sjálfum sýnist, ef það fer í
bága við hagsmuni þjóðfélags-
ins.
íslenzk sjómannastétt hefir
sjálf fundið nauðsynina' á því
að skipuleggja atvinnu sína eft-
ir staðháttum. Hún hefir skilið
það, að ekkert þýðir að róa í
„dauðan sjó“. Og hún hefir
hagað sér eftir því. Fiskimenn-
irnir flytja sig á milli ver-
stöðva og landshluta eftir fisld-
göngunni, og eru mánuðum
saman í burtu frá heimilum
sínum. Þetta er nauðsynlegt
skipulag. Það er erfitt, miklu
erfiðara en t. d. fyrir verka-
menn úr Reykjavík að vinna í
Hellisheiðarveginum eða við
nýbýli austur í ölfusi. En allir
vita' að það er óhjákvæmilegt.
Á síðustu árum hefir oft ver-
ið talað um það, að nauðsyn
bæri til að leggja niður meira
eða minna af sveitabýlúm
landsins og flytja fólkið saman
í þær sveitir, sem beztar eru
og byggilegastar. Þessi hug-
mynd hefir nokkuð til síns
máls. En á henni er þó sá galli,
að ef lögð eru niður býli, fara
forgörðum mikil verðmæti í
byggingum, ræktun og öðrum
mannvirkjum. En grundvallar-
hugsunin er sú sama og
fram kemur í áliti milliþinga-
nefndarinnar í atvinnumálum:
Það verður að flytja fólkið til,
ef skilyrðin til að skapa arð-
bæra atvinnu, heimta að svo
sé gert.
Það er bezt fyrir alla að
gera sér grein fyrir staðreynd-
unum eins og þær eru. Það er
ekki hægt til frambúðar að sjá
fyrir atvinnubótum, svo að
„skynsamlegt vit“ sé í, nema
því aðeins þeir, sem atvinnuna
eiga að fá, séu reiðubúnir til að
„flytja sig til“ um lengri eða
skemmri tíma og sinna þeim
verkefnum, sem þjóðarheild-
inni er mest þörf á og geta
orðið undirstaða að nýjum at-
vinnumöguleikum. Og fyrir þá,
sem verkin eiga að vinna, er
það líka ólíkt ánægjulegra, að
beita kröftum sínum að slíkum
\ iðfangsefnum, heldur en sumu
því, sem atvinnuleysingjunum
nú er ætlað að fást við, út úr
vandræðum, en öllum til leið-
inda.
í núgildandi fjárlögum er svo
ákveðið af Alþingi, að 100 þús.
kr. af því fé, sem á þessu ári
er veitt til atvinnubóta í kaup-
stöðum og kauptúnum, skuli
varið til að vinna að undir-
búningi nýbýla. Þetta er spor í
rétta átt. Það þýðir, að nokkur
liópur atvinnulausra manna
myndi vera tíma úr árinu öðru
liverju burtu frá heimili sínu,
svipað eins og fólkið, sem! fer
,,í síldina“, þó sennilega með
möguleikum til að fara heim
til sín um helgar. Sumir þeirra
j myndu ef til vill við þetta fá
I löngun til að „flytja sig“ alveg
; búferlum og njóta sjálfirverka
sinna. Og þetta starf geta þeir
a. m. k. unnið í meðvitund um
það, að vera hluttakendur í því
að byggja upp framtíð lands-
ins og skapa aukna lífsmögu-
leika fyrir vinnandi fólk.
En hér koma auðvitað fleiri
verkefni til greina. Þetta land
á mikil verðmæti og mikla
möguleika. En það vantar enn-
þá hjá mörgum skilning á gildi
skipulagningarinnar og vilja til
að framkvæma hana. í því efni
gætum við íslendingar ýmis-
legt lært af þeim þjóðum, sem
tekið hafa upp nýja siði í at-
vinnuháttum, þótt stjórnarfar
þeirra sé ekki að öðru leyti til
eftirbreytni.
Va n h 01d i n
Eftir Pál Zóphónia880u
Ég hefi oft látið vanhöldin
á sauðfénu berast á góma þeg-
ar ég hefi talað við bændur.
Síðast gerði ég þetta í útvarps.
erindi í vetur. Ög enn ætla ég
að minnast á vanhöldin.
Ég tel það eitt af því þýð-
ingarmesta fyrir bændastétt
landsins, að hægt sé að gera
búskapinn arðvissann, en til
þess verður að vera hægt að
minnka vanhöldin eða láta þau
hverfa með öllu.
Síðustu árin hefir fénu fjölg-
að og tala þess komist yfir sjö
hundruð þúsund. Þó hefir dilk-
unum, sem slátrað er á haustin
ekki fjölgað svo, að teljandi sé.
Það er engu líkara, en að van-
höldin hafi tekið til sín arðinn
af viðbótinni.
Mörgu er kennt um, þegar
rætt er um vanhöldin. Ég hefi
margoft bent á það, að fóðrunin
og hirðingin á sinn þátt í því,
hver vanhöldin verði, en um það
er réttara að ræða að haustinu
en vorinu.
Veikindum í fénu er kennt
um og oft með réttu. Ormamir
eru þar efstir á blaði. Nú hefir
prófessor Dungal rannsakað þá
nokkuð. Þeirri rannsókn er
hvergi nærri lokið, en þó eru
þegar komnar vissar niðurstöð-
ur, sem bændur þurfa að
þekkja og nota sér. Hann hefir
fundið, að nauðsynlegt er að
hreinsa ormana úr fénu að
haustinu eða fyrrí hluta vetrar.
Til þessa hefir nú í tvö ár verið
r.otað tétraklórið — kolaefni.
Eftir því sem ég bezt veit, hef-
ir það reynst vel. En það er
nauðsynlegt að bændur skýri
Dungal eða mér nánar frá
reynslunni. Vildi ég mælast til
þess að þeir gerðu það. Sér-
staklega eru í því sambandi tvö
atriði, sem bændur þurfa að
láta vita um. Fyrst það, hvort
fénu hafi orðið nokkuð um inn.
gjöfina og þá sérstaklega síðari
inngjöfina, hafi því verið gefið
inn tvisvar, hvort féð hafi ver-
ið svelt áður eða eftir og hve
lengi. Hitt er það, hvort borið
hefir á veikinni aftur í fénu síð_
,ar á vetrinum og þá helzt
kvernig húsum og hirðingu
hafi verið hagað frá því að
gefið var inn og þar til féð
sýkist af ormum. Vil ég alvar-
lega skora á bændur að verða
við þessum tilmælum mínum og
skrifa öðrum hvorum okkar í
vor, þegar séð er hvernig féð
gengur undan.
Þá hefir Dungal og fundið,
að ormamir ganga niður af
fénu. Sumir þeirra verða að
lifa sem hamskiptingar í ein-
hverjum milliverti og smita
ekki kindina fyrri en því lífi er
lokið. Aðrír aftur á móti geta
strax borizt í kindina aftur og
sýkt hana. Það er því augljóst,
að af taðinu úr sýktum kindum
stafar mikil smitunarhætta.
Þessa þurfa menn vel að
gseta. Húsin verða að vera þur,
því þá er minni hætta á að
yrmlingarnir berist ó fótum
manna í heyið. Jata verður að
vera svo há, að féð teðji ekki
upp í hana. Sama gildir um
vatnsból inni í húsum. Þegar
tað hækkar, verður að stinga
út, svo að ekki verði hætta á
þessu. Vatnsból má líka hækka
og jötur má hafa færanlegar.
Ekki á að gefa fé töðu af túni,
sem sauðatað er borið á. þá
töðu á að gefa kúnum, en fénu
hina, sem sprottin er af túni,
sem kúamykja eða tilbúinn á-
burður er borinn á. Með þessu
má nokkuð fyrirbyggja smitun
og þetta vil ég biðja bændur að
hafa hugfast í vor og sumar.
Varast ætti að fé hópaðist
saman við girðingar, t. d. af-
réttargirðingar, því smithætta
á slíkum stöðum getur orðið
mikil. Þyrfti nauðsynlega að
reka-frá slíkum girðingum eft-
ir því sem hægt væri.
Litlar hagagirðingar, sem fé
hggur við, t. d. þegar líður á
vor og það vill fara að leita til
fjalla, geta á sama hátt orðið
hættúlegar til að útbreiða orm-
ana og skyldu menn eftir því
sem mögulegt er reyna að forð-
ast þær.
Oft er vanmetaskepnum hald_
ið eftir innan túngirðingar þeg-
ar byrjar að gróa og hinu fénu
er sleppt. Hjá þessu er ekki
gott að komast, enda oft eina
ráðið til að láta skepnuna lifa.
En þá ætti að reyna að halda
henni eða þeim á takmörkuðum
hluta túnsins og gefa kúm töð-
una af því, en ekki láta hana
ganga um þann hluta túnsins,
sem gefa á fé töðuna af.
Ég bendi á öll þessi atriði
til athugunar fyrir þá, sem
vilja reyna að fá fé sitt laust
við orma næsta haust. En fyrst
ég tók mér penna í 'hönd, vil
ég ekki láta hjá líða að benda
á annað atriði, sem oft veldur
vanhöldum, en það er bráðafár.
ið. Vanhöldin af völdum þess
eru á haustin. Og stundum
byrjar það að drepa áður en
bóndinn nær í fé sitt til að
bólusetja það. Þess vegna vil ég
ráða bændum til að bólusetja
unglömbin í vor áður en þau
I eru rekn á f jall. Með því er ör-
! uggt að þau drepast ekki úr
bráðafári fyrir réttir. Sérstak-
lega ættu menn ekki að van-
| rækja þetta þar, sem margföld
reynsla er fyrir því að fé fer
j að drepast úr pest snemma að
haustinu, eins og t. d. í fram-
Eyjafirði, Blönduhlíð, Vestur-
Skaftafellssýslu, hluta úr Rang
árvallasýslu og víðar. Annars-
1 staðar, þar sem varla drepst
kind úr bráðafári, og aldrei
1 íyr en seint að haustinu eða að
j vetrinum, gerist þessa vitan-
j lega ekki þörf.
Þó veturinn sé að kveðja, þá
er náttúran ekki enn farin að
búast sumarskrúðinu. Það getur
því farið svo, að enn sé eftir
að hýsa féð all lengi og undir
öllum kringumstæðum er vor-
hirðingin enn eftir. Þá er oft
hvað mest hætta á vanhöldum.
Þá er viðkvæmni fjárins, og
sérstaklega lambfullu ánna,
langmest. Því veltur það
oft mikið á vorinu, hvernig
skepnuhöldin verða. Við menn-
irnir erum ekki enn, þrátt fyrir
margra alda reynslu, búnir að
læra að líkja það eftir náttúr-
unni, að við getum fóðrað og
hirt féð eins vel og það hirðir
sig sjálft, þegar náttúran elur
önn fyrir því úti í gróandanum.
En hér veldur samt miklu hver
á heldur.
Bændur góðir! Hafið það
hugfast, að það er mikið komið
undir hirðingu ykkar á fénu í
vor, hvort þið fáið arð af því
eða ekki, og að skepnumar eru
iifandi verur, sem þið berið á-
byrgð á, og ykkur ber skylda
til að -láta líða eins vel og þið
getið. Ef þetta hvarflar aldrei
úr huga ykkar, þá munuð þið
finna ráð til að gæta ánna svo,
að vanhöldin í vor verði lítil og
þá munuð þið líka sjá árangur
verka ykkar að hausti, og raun
ar fyr. P. Z.
Ritstjóri:
tíísli Guðmundsson.
Prentsmiðjan Acta.