Tíminn - 24.04.1935, Blaðsíða 3
TlMINN
67
Frá aðalfundi Kaupfélags Eyflrðinga
Félagsmenn 2300. — Vorusalan á sl. ári: 3 millj. og 700
þús. — SameignarsJóSir: 1 millj. og 66 þús. — Stofnsjóð-
ur iélagsmanna: 1 millj. og 57 þús. — Félagið heiir
keypt 1000 smálesta vöruflutningaskip og er að byggja
nýtt stórhýsi fyrir iðnað og vcrzlun. — 10% arður.
Stærsta samvinnufélagið í
landinu, Kaupfélag Eyfirðinga,
hefir nú alveg nýskeð haldið |
aðalfund sinn á Akureyri.
Á fundinum hafa verið mætt- i
ir 109 fulltrúar ásamt stjórn
og framkvæmdastjóra félags- !
ins, Auk venjulegra fundar-
starfa hafa verið haldnir fyrir-
lestrar og samkomur, þar sem
allir samvinnumenn hafa verið
velkomnir.
Framkvæmdir félagsins á ár-
inu hafa verið þessar helztar:
Keypt frystihús og settar
upp frystivélar og opnuð sölu-
búð á Dalvík, sett upp verzlun-
arútibú í Hrísey og hafin bygg-
ing á stóru brauðgerðar. og
verzlunarhúsi við Hafnarstræti
87 og 89 á Akureyri. Verður á
neðstu hæð hússins kjötbúð,
pylsugerð og skrifstofupláss,
en á annari hæð veitingasaiir,
brauðgerð og lyfjabúð. Þá
keypti félagið flutningaskip,
1000 smálesta stórt, og hefir
jmð hlotið nafnið Snæfell. Enn-
fremur hefir félagið á síðastl.
ári sett á stofn pylsugerð og
fengið sér áhöld til fóðurblönd-
unar.
Félagsmenn voru| um áramót
tæplega 2300. Höfðu bæzt við á
árinu 145 nýir félagsmenn.
Vörusala félagsins á árinu
nam 3.700.000 kr. og hafði
aukizt um tæplega 600 þús. kr.
Voru starfræktar 17 búðir og
utsölustaðir.
Útistandandi skuldir við-
skiptamanna höfðu aukizt um
13 þús. kr. og stafar það aðal-
lega af aflabresti.
Ágóði af rekstrinum varð
182 þús. kr. og skiptist hann
þannig: 134 þús. kr. af vöru-
sölu og 48 þús. kr. af skipa-
leigu og iðnrekstri.
Hjá félaginu var slátrað um
33 þús. fjár. Af því voru 27000
skrokkar frystir, 2600 skrokk-
ar saltaðir og 3100 skrokkar
seldir nýir.
Félagið tók á móti 27 þús.
kg. af ull á árinu og 1.190
þús. kg. af fiski.
Félagið hélt áfram að veita
sérstakan styrk til ýmsra land-
búnaðarframkvæmda og voru
veitt 18 ný ræktunarlán á ár-
inu og auk þess lán til kaupa
á 120 heyvinnuvélum.
Sameignarsjóðir félagsins
uxu á árinu um 177 þús. kr. og
námu alls í árslok 1 milj. 066
þús. kr. Innistæða félagsmanna
í stofnsjóði var 1 milj. 057
]>ús. kr.
Samþykkt var að úthluta
10% arði.
Útvarpsnotendum heíir, síðan Útvarps-
stöð íslands tók til starfa, fjölgað mun
örar hér á landi, en I nokkru öðru
landi álfunnar. Einkum hefir fjölgunin
verið ör nú að undanförnu. ísland
hefir nú þegar náð mjög hárri hlut-
fallstölu útvarpsnotenda og mun eftir
því sem nú horfir, bráðlega ná hæstu
tölu útvarpsnotenda, miðað við fólks-
fjölda.
Venð viðfækja ep lægra hép á landi
en í öðpum löndum
Takmarkið ep: Viðfæki
inn á hvepf heimili
Viðtækjaverzlunin veitir kaupendum
viðtækja meiri tryggingu um hagkvæm
viðskipti en nokkur önnur verzlun
mundi gera, þegar bilanir koma fram
i tækjum eða óhöpp ber að hönduni.
Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar er lög-
um samkvæmt eingöngu varið til rekst-
urs útvarpsins, almennrar útbreíðslu
þess og til hagsbóta útvarpsnotendum.
Viðiækjaverzlun píkisins
Lækjargöfu 10 B
Munií> að biðja um
egar þðr kaiipið kaffibæti
Framleitt úr beztu hráefnum með fullkomnustu nýtlsku áhöldum.
D R J U G U R. -------- 60ÐUR. ----------------- • O D Y R.
HákarlaveiSar. Vélskipið Sjö-
stjarnan á Akureyri er nýlega
komið af hákarlaveiðum. Alls
veiddust 25 hákarlar, er gerðu 5
föt lýsis. þykir það minni veiði en
svo að borgi sig að halda áfram.
Sauðfjárkviliar hafa gert allmik-
ið vart við sig í Skagafirði í vet-
ur. Nýlega voru t. d. d 4 bæjum
100 kindur veikar á hverjum bæ.
Fiskur hefir gengið inn á Skaga-
fjörð í vetur og hefir aflazt ágæt-
lega á Hofsós. Bátar þaðan stund-
nm tvíhlaðið á dag. Ágætur afli
liefir verið innarlega á Eyjafirði
og jafnvel inn á Polli undanfarna
daga.
HeimilisiðniaðariéL Norðurlands
hefir haldið þrjú handavinnunám-
skeið á Akureyri í vetur. Hafði
það nýlega sýningu á ýmsum
munum af námskeiðinu, og var
hún vel sótt.
Tegundir bifreiða. Af fólksbif-
í’eiðum hér á landi er Chevrolet
fjölmennust 108, Buick 81, Ford 60,
Studebaker 64, Essex 60, Pontiac
40, Nash 36, Chrysler 31, Eskine
30, Fiat 21, Austin 20, Plymouth
17, Dodge Brothers 15 og Citroen
14. Aulc þess eru hér til 33 aðrar
fólksbifrciðategundir. Af vörubif-
reiðum eru flestar Ford 399, Chev-
rolet 392, GMC 41, Studebaker 34,
Rugby 17 og Willys 12. Alls eru til
hér á landi 47 fólksbifreiðategund-
ir og 27 vörubifreiðategundir.
Um 700 krónur hafa þegar safn-
ast til varðveizlu Bæjarstaðaskógi.
Safnist annað eins eða rúmlega
það, er búizt við að það nægi til
allra nauðsynlegustu varna gegn
því að þessi fagri blettur blási upp
og eyðileggist. — þeir, sem er annt
um fegurstu blettina á landinu,
ættu nú að bregðast vel við og
Jörðin Þjórsártún
við Þjórsárbrú, alkunnur greiða-
sölu- og verzlunarstaður er til
sölu. Þar er nálægt 400 hesta
tún, véltækt, matjurtagarðar,
fallegur blómagarður og ágæt
beit fyrir kindur og nautgripi.
Þarna er ágætt tækifæri fyrir
dugleg hjón, sem jafnframt bú-
skapnum vildu stunda verzlun
og greiðasölu. Skifti á góðu húsi
í Reykjavík gætu komið til mála
Nánari upplýsingar gefur JÓN
MAGNÚSSON, Njálsgötu 13 B,
Reykjavík. Sími 2252.
^mmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmrn
Jörðín
Lambastaðir
í Mýrasýslu fæst til ábúðar,
eða kaups og ábúðar, í
næstu fardögum,
Lambastöðum, 7. 4, 1935
Kristin Þórðardóttir.
fórna nokkrum krónum, svo að
fljótlega náist saman það sem á
vantar. — Samskotum er veitt við-
taka á afgr. blaðsins.
Dr. Rögnvaldur .Pétursson og
Skúli Johnson prófessor hafa ný-
lega flutt fyrirlestra við háskól-
f.nn í Manitoba. Rögnvaldur tal-
aði um nútímabókmenntir íslend-
:nga, en Skúli um fornbókmennt-
irnar.
Brellur auðkýíinganna. Lægst
útsvör í Noregi eru í smábæjunum
Hölen og Scon við Oslofjörðinn.
Samkvæmt norskum lögum, greið-
ir skattþegn þar útsvar, sem hann
dvaldi á nýjársnóttina. Hefir „Op-
land Arbejderblad" nýlega upplýst,
að fjölmargt ríkra manna hafi
þann sið, að fara til þessara smá-
hæja og dvelja þar á nýársnótt-
ina. Eru þess dæmi, segir blaðið,
að ein fjölskylda hafi hýst 30slíka
gesti.
Svo léleg þótti ræða Sigurðar
Ivristjánssonar í umræðunum 'um
vantrauststillögu íhaldsmanna út
íif raftækjaeinkasölunni, að hún
fékk ekki inni í Morgunblaðinu,
en Sigurði tókst þó, eiftir að hafa
gengið á milli íhaldsblaðanna, að
fá hana birta í Stormi.
Vísir reynir nýlega að halda því
fram, að „rauðu flokkamir" hafi
hækkað skatta á útgerðinni. Mun
flestum finnast Páll vera æði
heimskur, að þora að minnast
einu orði á þau mál. Veit Páll
ekki hverjir standa að stórfelld-
ustu skattahækkuninni, sem orðið
hefir hér á seinni árum, útsvars-
aukningunni i Reykjavík, sem
kemur fyrst og fremst niður á út-
gerðinni, sem aðalatvinnugrein
bæjarins? Hvað heldur Páll að
befði þurft að hækka skatta ríkis-
fjóðs mikið, til þess að það sam-
svaraði hækkun útsvaranna? —
Er skorað á Pál að svara þeirri
spurningu, svo framarlega sem
hann treystir sér til að minnast á
þetta mál aftur.
Kristján Bergsson, forseti Fiski-
félagsins, hefir ákveðið að gefa
Núpsskóla 1000 kr. gjöf og skal
nota féð til að stofna sjóð, sem
beri nafn föður hans, er átti
heima lengstum þar vestra og bjó
um tíma á Núpi. Stofnfé sjóðsins
má ekki skerða og 1/5. vaxtanna
leggst árlega við höfuðstólinn, en
4/5. þeirra skal veita þeim nem-
anda skólans, sem gerir bezta rit-
gerð um atvinnulíf íslendinga.
Sýslufnndi Suður-pingeyinga er
nýlokið. M. a. var samþ. að veita
SOO kr. til móttöku Jakobínu John-
son skáldkonu og var þeim Huldu
skáldkonu og sr. Friðrik Friðriks-
syni presti á Húsavík falið að
sýna henni fegurstu staði héraðs-
ins.
Nýlátnir eru Magnús Gilsson
hóndi í Laxholti í Borgarhreppi
og Pétur Runólfsson bóndi að Mel
i Hraunhreppi.
Önfirðingar hafa nýlega stofnað
fiskiræktarfélag, sem fyrst um
sinn mun aðallega beita sér fyrir
iaxarækt. Um 20 jarðir standa að
félagsskapnum.
Rausnarleg gjöl. Ásgeir Sigurðs-
son konsúll hefir nýlega afhent
Menntaskólanum á Akureyri 50
bækur að gjöf. Áður hefir hann
gefið skólanum mikið af bókum.
Steinbitsveiði er nú nokkur á
Kolaverzlun
SIOURBAR ÓLAP8SONAR
Slmn.: KQL. Reykjavfk. Simi 1933
Úrval af allskonar vörum til
Tækifærisgjafa
HARALDUR HAGAN
Sími 3890. Austurstræti 3.
Perðamenn
ættu að skipta við Kaupfélag-
Reykjavíkur. — Þar hafa þeir
tryggingu fyrir góðum og ó-
dýrum vörum.
Vestfjörðum. Hafa vélbátar á Flat-
tyri aflað 25 þús. steinbíta á
þrem dögum.
Fé og framleiðsla
Eftir Gísla Magnússon, bónda
f Eyhildarholti
Höfuðatvinnuvegir íslenzltr-
ar þjóðar, landbúnaður og sjáv-
arútvegur, hafa að undanfömu
verið reknir með fjárhagslegu
tapi. Afleiðingin sú, að á herð-
ar framleiðendum hafa skulda-
baggar hlaðizt svo þungir, að
hrönnum saman reiðir þá til
falls. Munu framleiðsluskuldir
nema tugum miljóna. — Vafa-
laust er það margt, sem1 veldur
þessum ófamaði atvinnuveg-
anna. Þó hygg ég vlst, að þrjár
séu höfuðorsakir: Verðfall af-
urða, vond lánskjör og hátt
kaupgjald* *).
Framleiðslan er fjöregg
þjóðarinnar — í bókstaflegum
skilningi. Haldi svo fram umi
hríð, að framleiðsla til lands og
sjávar svari ekki kostnaði, er
*) Hér við bætist, m. fl., hvað
sjávarútveginn áhrærir, ýmiskon-
ar óhóf og óstjóm, sem m. a.
lcemur fram í því, að hlutafélögin
jstórútgerð) safna skuldum, cn
eigendur þeirra, hluthafamir,
safna auði. H ö f.
sjálfstæði þjóðarinnar bani bú-
inn. Væntanlega eru allir á
einu máli um þetta. Um hitt
munu og eigi heldur skiptar
fkoðanir — á yfirborðinu — að
skylt sé löggjafanum að leita
iags um að nema burtu þær or-
sakir, er því valda, að alltaf
sígur á ógæfuhlið fyrir fram-
leiðslunni — sé þess annars
nokkur kostur.
Um kaupgjaldið, vinnulaun-
in er það að segja, að þau verða
ekki lækkuð. Fyrst og fremst
mega þau ekki lægri vera fyrir
verkamanninn, ef hann á að
geta framfleytt sér og sínum
með sæmilegu móti. I annan
stað myndi kauplækkun hafa í
för með sér stórum aukin sveit-
arþyngsli — sem! vart er á
bætandi — og því hefna sín á
gjaldendum. Og í þriðja lagi er
lækkun vinnulauna sízt æskileg
frá sjónarmiði bóndans, a. m.
k. Bóndinn verður, nú orðið að
treysta mjög á innlendan mark-
að fyrir afurðir búsins. Það er
verkalýður kauptúna og sjáv-
arþorpa, er skapar þann mark-
að. Því að eins getur sá m'ark-
aður orðið sæmilegur, að verka_
lýðurinn hafi sæmileg laun,
sæmilega kaupgetu. Þetta er
deginum ljósara. Hagulr verka-
mannsins og hagur bóndans
fara saman. Það er undir kaup-
getu almennings komið, hversu
góður eða illur er hinn innlendi
markaður. Fyrir því er það hin
mesta skammsýni, sem því
miður bryddir á hjá sumum
(íháldssinnuðum) bændum, að
fárast yfir hinu „háa“ kaupi
verkamanna. Þeir gæta þess
ckki, að þeir bændur, sem á
annað borð nota aðkeypt vinnu
afl nokkuð að ráði, munu vafa-
laust flestir hafa það stóran
bústofn, að þeir beinlínis græða
á bættu verðlagi afurða meira
en það, sem nemur lítilfjörlegri
kauphækkun (frá því sem var
fyrir 1—2 árum) -— hvað þá
hinir, er lítið sem ekkert nota
aðkeypt vinnuafl. Og þeir eru
margir — og þeim mun fjölg-
andi fara æ því meir, sem rækt-
un eykst og aðstaða batnar til
notkunar hesta og véla.
Verðfallið lenti einkum á
landbúnaðinum. Og það var
ógurlegt reiðarslag. Við erlend-
an markað verður ekki ráðið,
livað verðlag áhrærir. Og hinn
innlendi markaðurinn var engu
betri vegna hringavitleysu hinn
ar skipulagslausu samkeppni.
Þó hefði stórum verr farið en
fór, ef bændur landsins hefðu
ekki af framsýni og dugnaði
brotið nýjar leiðir um sölu
landbúnaðarafurða, og notið í
þeirri baráttu öruggrar forystu
þeirra manna, er fremstir
standa í brjóstfylkingu sam-
'innufélagsskapar íslenzkra
bænda. — Þama hefðu útgerð-
armenn getað lært af bændum.
það hefir legið í loftinu nokkur
undanfarin ár, að þrengt mundi
verða að saltfiskemarkaði vor-
um í Suðurlöndum. Er og þetta
þegar komið á daginn. Hins
vegar er ekki kunnugt, að þeir,
sem í fylkingarbrjósti standa
titgerðarmánna, hafi, með
nokkrum árangri fyrir alþjóð
raanna, borið gæfu til að opna
nýjar leiðir í stað þeirra, er
voru að lokast. Vitaskuld hefir
þá ekki skort góðan vilja. En
vafalaust hefir þá brostig sam-
takamátt og samvinnuþroska.
Fyrir atbeina umbótaflokk-
anna hefir nú tekizt að skipu-
leggja innanlandssölu helztu
framleiðsluvara landbúnaðarins
með þeim hætti, að verulegs
hagnaðar má áf vænta fyrir
framleiðendur. Þurfa að vísu
margar fleiri ráðstafanir til að
koma, bæði innanlands og utau,
til þess að tryggj a bændum
viðunandi verð innanlands fyrir
allar afurðir. Er og sízt ástæða
til að ætla, að þeir, sem nú
fara með völd í umboði hinna
vinnandi stétta, bænda og
verkamanna, muni staðar nema
á miðri leið. — Með sama hætti
hefir nú þing og stjóm bundið
enda á aðgerðarleysi það, er
virtist ætla að verða útveginum
að fótakefli, og tekig föstum
tökum þau vandræði, er vofðu
yfir.
Allt er þetta gert gegn opin-
berri og leynilegri andspyrnu
þeirra manna, er mestu ráða
i íhaldsflokknum. Mun það á
sannast, að þjóðin geldur þeim,
á sínum tíma, þvílíkar þakkir,
er þeir hafa til unnið.
Lánskjörin, sem1 framleiðend-
ur hafa orðið að sæta, hafa
verið þvílík, að þeir hafa orðið
að greiða 5—7% í vöxtu — og
þaðan af meir. Nú er það víst,
að eins og sakir standa, fær
landbúnaðurinn ekki ávaxtað
þann höfuðstól, er hann hefir
að geyma, með neitt nálægt
því svona háum vöxtum.
Svipað mun því farið um sjáv-
arútveg — eftir því sem ráða
má af skýrslum milliþinga-
nefndar þeirrar, er þau mál
hafði til rannsóknar. Nú vita
það allir, að án fjármagns
verður framleiðsla ekki rekin.
Það fjármagn verða framleið-
endur að fá að láni — bændur
til nokkurra muna og útgerðar-
menn í stórum stíl. Munu
margir tugir miljóna lánsfjár
vera bundnir í búnaði til lands
og sjávar. Af þessu lánsíé
verður framleiðslan að svara 5
—7% í vexti — sú hin sama
framleiðsla, er ávaxtar með
lægri vöxtum það fé, sem í
henni er bundið. En á sama
tíma, er svo er búið að fram-
leiðendum af lánsstofnunum
landsins — á sama tíma eru
peningamönnum greiddir 4—
6% í vexti af innstæðum
þeirra. Með öðrum orðum:
Menn eru hvattir til þess að
hverfa frá framleiðslu,
hvattir til þess að koma
framleiðslutækjum sínum og
öðrum eignum, þeim er þar
að lúta, í peninga — og leggja
þá á vöxtu. Innstæðueigend-
um, sem hafa fjármuni sína
fullkomlega tryggða, er gert
stórum hærra undir höfði held-
ur en framleiðendum, sem