Tíminn - 08.05.1935, Side 1
Ojaíbbagt
fe 1 o 6 o i n p tt 1. >öt»i
Árgongutmn teatat 7 {<*
^fgteifcsk*
Ofl taaí)clmta á iaugaoeg 10.
6im! 2353 — Póst^ij ðGI
20. blað.
Reykjavík, 8. maí 1935.
XIX. árg.
Viðuvkenning
Fimmtugsafmæli Jónasar
Jónssonar er ný afstaðið.
Þann dag var gjört einskon-
ar bráðabirgðayfirlit yfir braut_
ryðjandastarf þessa þjóðkunna
manns.
Nær fimmtíu menn víðsveg-
ar á landinu nota afmælisdag-
inn til þess að minnast opinber.
lega í riti J. J. eða einstakra
framkvæmda hans.
í Reykjavík var efnt tilfjöl-
mennustu afmælishátíðar, sem
vitað er til að nokkrum ein-
staklingi hafi verið haldin hér
á landi — og hefir þó sízt ver-
ið litið svo á, ag J. J. ætt hlut-
fallslega miklu fylgi að fagna
í sjálfum höfuðstaðnum.
Árnaðaróskir berast hvaðan-
æfa af landinu, bæði frá stofn-
unum og einstaklingum, og
einnig frá mönnum í öðrum
löndum.
Og því fer mjög fjarri, að
öll viðurkenningin komi frá
samflokksmönnum Jónasar
Jónssonar eingöngu.
Þessi afmælisfagnaður hefir
að sjálfsögðu gildi fyrir J. J.
persónulega. En hann hefir
auk þess víðtækara gildi.
Bráðabirgðayfirlit það, sem
nú hefir fengist yfir brautryðj-
andastarfsemi J. J. mun hafa
mikil áhrif á samherja hans,
vegna þess, að umfram það,
sem minningargreinamar sjálf-
ar leiða í ljós, þá rifjast upp
fjölmörg einstök atriði, svo að
kalla í hverju máli, sem hljóta
að hleypa kappi í kinn, og er
þar ekki sízt átt við andstöðu
þá, sem flest þessi umbóta-
störf hafa sætt.
Og það fer heldur ekki hjá
því, að jafnvel þeir, margir
hverjir, sem staðið hafa álengd
ar og látið sig litlu skipta þau
átök, sem óhjákvæmileg voru á
hverjum tíma, til þess að fá til
vegar komið ýmsu því, sem nú
er fram komið, — að einmitt
þeir hrífist með og leggi hönd
á plóginn um mörg þau1 úr-
lausnarefni, sem fyrir liggja,
en þar sem Jónas Jónsson fer
í fararbroddi.
Menn komast ekki hjá því
að viðurkenna það, og einkum
eftir þennan afmælisdag, að J.
J. er þegar á miðjum aldri orð-
inn sá maður með þjóðinni,
sem náð hefir alþjóðar viður-
kenningu fyrir óvenjulegt um-
bótastarf, enda þótt allmikill
hluti þjóðarinnar láti þessa við
urkenningu enn sem komið er
aðeins í té með þögn.
Síðan Jón Sigurðsson leið,
hefir enginn íslenzkur stjórn-
málamaður hlotið svo mikla og
almenna viðurkenningu. Það
er ekki öðrum stjórnmálamönn-
um til lasts. En það er styrkur
í starfi og ánægjuefni þeim
flokki, sem hefir valið sér Jón-
as Jónsson að foringja.
Aðalfundur
miðstjórnar Framsóknar-
flokksins verður haldinn í
Sambandshúsinu í Reykjavík
dagana 7. og 8. júní n. k.
Jónas Jónsson alþingism.
fór utan með Gullfossi í
gærkveldi. Hann mætir sem
fulltrúi Alþingis á mínningar-
hátíð sænska ríkisþingsins.
Kúadauðinn
Ég verð var við það í bréf-
um til mín frá bændum víðs-
vegar að, að það hefir slegið
óhug á þá vegna kúadauðans
sem sagt hefir verið frá í
Eyjafirði, bæði í blöðum og
útvarpi. Menn eru hræddir um
að um eitrun hafi verið að j
ræða frá sddarmjöli, og eru
að spyrja um, hvort óhætt
muni vera að gefa það næsta
vetur.
Út af þessum bréfum vil ég
skrifa nokkur orð um málið
frá mínu sjónarmiði, en ann-
ars er undir rannsókn hver or-
sökin hafi verið og verður
niðurstaða hennar vafalaust
birt þegar hún er fengin.
Ég vil þá fyrst upplýsa það
að það hefir víða á landinu,
þar sem hröktu heyin frá í
sumar hafa verið gefin, borið
með mesta móti á doða. Hvor-
ugt þetta kom mér á óvart. í
því fyrsta útvarpserindi sem
ég flutti á síðastliðnum vetri,
að tilhlutun útvarpsfræðslu-
nefndar Búnaðarfélags Islands
benti ég á þetta, og réð mönn-
um til að fá sér doðaáhöld og
til að gefa fóðursalt, sem nú
væri alveg sérstök þörf á.
Doðinn, sem oftast kemur
um burðinn, orsakast, að því
er bezt er vitað nú, af kalk-
skorti. Sé kalk- eða steinefna-
skorturinn ekki mjög mlkill,
þá batnar hann af dælingu, en
sé hann á mjög háu stigi,
batnar hann bara í bráðina, en
svo leggst kýrin aftur með
krampa og drepst mjög fljótt.
Mér þótti líklegt, að steinefn-
in hefðu tapast það mikig úr
hröktu heyjunum, að hætta
yrði á þessu, og því sagði ég
það sem ég sagði í erindi
mínu í vetur.
Og ég hygg, að nú sé það
komið á daginn, að ég hafi
getið rétt til. Og því aðeins
er það komið á daginn, að
menn hafa ekki gætt þess að
fara að mínum ráðum í haust
og gefa fóðursaltið.
Ég er sannfærður um, að
orsökin til hins tíða doða og
mikla kúadauða, er engin önn-
ur en vöntun steinefna í fóðr-
ið.
Bændur þurfa því alveg á-
reiðanlega ekki að vera hrædd-
ir um neina eitrun eða annað
frá fóðurbætinum, sem sé or-
sök til þessa. Hann hefir, þar
— eða sumar tegundir hans,
eins og t. d. síldarmjölið —
dregið úr því að fram kæmu
og til skaða leiddi, kalkskort-
urinn í heyinu, og því átt sinn
þátt í því að ekki hafa enn
fieiri kýr drepist, en raun hef-
ir orðig á.
Og óhræddir skulu þeir
kaupa fóðurbæti, sjái þeir sér
hag í því eftirleiðis.
Annars er þess að vænta,
að prófessor Dungal takist að
sanna hver sé hin raunveru-
lega orsök kúadauðans í Eyja-
firði, enda þó hann hér suður
í Reykjavík hafi slæma að-
stöðu til þess, þar sem hann
ekki getur séð hina sjúku eða
dauðul gripi, og ekki fram-
kvæmt ýmsar þær athuganir,
sem hann annars ætti kost á,
ef hann væri á staðnum. P. Z.
A víðavangi
Hverjir borga hærri skatt?
Mbl. og fjánnálaglópar þess
hafa hvað eftir annað leyft sér
að bera fram þaú ósannindi,
að breytingin á tekjuskattslög-
unum, sem gerð var á síðasta
Alþingi, hafi í för með sér til-
finnanlega skattahækkun á
bændum og öðrum smáfram-
leiðendum úti um byggðir
landsins. Á þessu byggja svo
íhaldsblöðin þá fölsku staðhæf-
mgu, að breytingin muni hafa
áhrif í þá átt að draga úr
tekjustofnum sveitafélaganna.
Til þess enn einu sinni að
hrekja þessar ósvífnisfullu
blekkingar, skal hér birt eftir-
farandi yfirlit um skatt nú og
fyr af 3000—14000 kr. hrein-
um árstekjum, miðað við hjón
með þrjú börn — til heimilis
utan Reykjavíkur:
cð
'S *j?
Jr 0)
Kr.
3000
3500
4000
4500
5000
6000
7000
8000
10000
12000
14000
s- tí s ■£
c3 3
CO -cð :o oá
—1 >
Kr.
3,00
7,00
20,30
30.80
44.80
79.80
128,80
191.80
359.80
583.80
863.80
5-SS--
■ cr.
cí C Æ —
á-sl"53
Kr."
3,00
8,00
16,00
28,60
46,20
100,10
183,70
289,30
548,90
852,50
1196,80
Þetta yfirlit sýnir glöggt,
að skatturinn hækkar ekki frá
því seiri| áður var fyr en komið
er upp í 5000 kr. hreinar
tekjur (þ. e. þegar búið er að
draga frá vinnulaun og önnur
rekstursútgjöld) á ári. En
spekingarnir við Mbl. halda
víst, að bændur almennt hafi
m'eira en 5000 kr. hreinar árs-
tekjur! Eitt dæmið enn urn
þekkingu þeirra á kjörum
sveitafólksins eða vilja til að
segja satt.
Hvernig stjórnar
íhaldið í Reykjavík?
Nýja dagblaðið hefir undan-
farna daga birt ýmsar eftir-
tektarverðar niðurstöður við-
víkjandi fjármálastjóminni
hér í Reykjavíkurbæ. Þessar
niðurstöður eru allar byggðar
á fjárhagsáætlun yfirstand-
anda árs (sem samþykkt hefir
verið af íhaldsmeirahlutanum)
og bæjarreikningum sex síð-
ustu ára. Þessar niðurstöður
sýna það, að bæjarstjórnin er
á þessu ári að hækka útsvör
og neyzluskatta á Reykvíking-
um um 688 þús. kr. frá því
sem var í fyrra. Sú hækkun
nemur um 30%. Þær sýna, að
útgjöldin fara hraðhækkandi
ár frá ári. Þær sýna, að raf-
magnið er selt bæjarbúum
með 80% álagningu og að arð-
urinn af bæjarfyrirtækjum er
að verulegu leyti tekinn til að
borga dagleg útgjöld bæjar-
sjóðs í stað þess að lækka
verðið á gasi, vatni og raf-
magni. Þær sýna ennfrem'ur,
að síðan 1929 er íhaldið búið
að hækka skattana á bæjarbú-
um um hvorki meira né minna
en 113% eða meira en helm-
ing. Þær sýna, að engin
tilraun hefir verið gerð til
sparnaðar. Þær sýna, að bær- :
inn heldur við dýrtíðaruppbót
og hálaunum og stofnar hvern
bitlinginn á fætur öðrum
handa gæðingum meirahluta-
ans. Þær sýna að íhaldið í
bænum stendur í vegi fyrir því
að ríkið geti fært niður hálaun. !
|
Reykjavíkurbær skuldar
14,7 milj. kr.
Og hvernig er svo efnahag-
ur bæjarins. Samkvæmt síð- ’
asta efnahagsreikningi eru J
skuldir bæjarsjóðs, rafmagns- j
veitu, gasstöðvar, vatnsveitu
og hitaveitu taldar ca. 6 milj.
240 þús. kr., skuldir hafnar-
sjóðs ca. 2 milj. kr., og þar við
bætist svo Sogslánið. sem er
um 6Vá milj. kr. að upphæð.
Samkvæmt þessu eru þá
skuldir Reykjavíkurbæjar alls
meira en 14,7 miljónir króna.
Það eru yfir 445 krónur á
hvert mannsbarn í bænum.
Þannig er fjármálastjóm
þeirra manna, sem nú þykjast
þess umkomnir að tala digur-
barkalega um skuldir ríkisins,
og ráðleggja öðrum að fara
gætilega í lántökum:
Hækkun skatta um 113% á
sex árum!
445 króna bæjarskuld á
hvert mannsbarn í Reykjavík.
Svona er stjórnað, þar sem
íhaldsmenn ráða einir.
Það er ekki að furða, þó að
slíkir menn gorti af gætni
sinni í fjármálum!
„VaraJiðið“ grípur til
„hand járnanna"1!
Fyrir nokkrum dögum boð-
aði varalið íhaldsins til „flokks-
fundar“ austur í Árnessýslu.
Var fundurinn fámennur, eins
og vænta mátti, en héðan úr
Reykjavík voru þeir mættir m.
a. Jón frá Dal og Svafar Guð-
mundsson. Magnús Torfason
var ekki á fundinum, og er
sagt að hann hafi ekki verið
látinn vita af honum.
Svafar Guðmundsson bar
fram á fundinum tillögu um að
Magnús Torfason yrði rekinn
úr „Bændaflokknum“.
Stóðu þá upp tveir bændur
innan héraðs, tóku upp vörn
fyrir Magnús og kváðu þá
myndu fleiri fara, ef tillaga
Svafars næði samþykki.
Tíminn hefir ennþá ekld
frétt nákvæmlega hvaða afdrif
tillagan fékk. En sýnilega hefir
verið þarna gerð mjög ákveð-
in tilraun til að framkvæma
fyrirskipun Ólafs Thors í „nýj-
é rsboðskapnum".
M. T. segir skilið við
„einkafyrirtækið“.
En nú hefir fundurinn borið
árangur!
1 gær tilkynnir Morgun-
blaðið, að „Bændaflokknum“
hafi í fyrradag borizt bréf frá
Magnúsi Torfasyni, þar sem !
bann tilkynni úrsögn sína úr
flokknum. Virðast forráða-
menn „einkafyrirtækisins"
eftir þessu hafa hraðað sér að
skýra Mbl. frá tíðindunum,
og kemur það engum á óvart.
Með brottför Magnúsar Torfa
sonar má sjálfsagt ganga út
frá því, að dagar „einkafyrir-
tækisins" séu taldir. Hann var
sá af frambjóðendum þess, sem
flest atkvæði fékk í kosningun-
um í vor, og hiklaust má gera
ráð fyrir, að kjósendur hans
fylgi honum að málum fremur
en Svavari Guðmundssyni og
hans nótum.
Mbl. heimtar í gær, að „einka
fyrirtækið" geri kröfu nmj það,
pí Magnús Torfason víki sæti
sem uppbótarþingmaður á Al-
þingi og varamaður tak'. sæti i
hans stað. Slíka kröfu getur
„einkafyrirtækið' auðvitað ekki
gert. Það hefir samþykkt M.
T. sem frambjóðanda sinn og
þegið að launum kjörfylgi hans.
Og þeir Svavar Guðmundsson
og félagar hans gengu til kosn-
inga með þá alveg sérstöku yf-
irlýsingu, að þingménn þeirra
yrðu engum flokksböndum háð-
ir. Enginn af frambjóðendum
þeirra átti að vera bundinn við
neitt nema það, að greiða at-
kvæði eftir „sannfæringu
sinni“. Svo lengi sem Svavar
getur ekki sannað það, að M.
T. hafi greitt atkvæði móti
sannfæringu sinni, getur hann
ekki með neinum rökum hald-
ið því fram, að M. T. hafi brot-
ið neitt það af sér, sem geri
hann óverðugan til að hafa
þann rétt, sem honum var
veittur sem frambjóðanda í
síðustu kosningum.
Hann klappaði.
1 lok hins margumtalaða
Borgamessfundar þ. 13. febr.
sl., bar íhaldið fram vantraust
á Bjarna Ásgeirsson alþm.
Voru þá allmargir horfnir nf
fundi. Svartasta íhaldsklíkan í
Borgarnesi sat þó enn, enda
vissi hún hvers var að bíða.
Þó íhaldið hefði meirahluta á
fundinum, þorði það ekki að
bera tillöguna upp fyrr en
rneginþorri andstæðinganna og
nokkrir hinna gætnari mánna
úr þeirra eigin hópi voru
farnir af fuhdi. Þeir vita, að
Bjami Ásg. er vinsæll með af-
brigðum.
Þegar tillagan var borin
upp, ofbauð þó mörgum >-
haldsmanninum, og einn stóð
upp og fór út og sagði um leið
svo að sá, sem þetta ritar
heyrði glöggt: Með þessu
greiði ég ekki atkvæði. Þessi
maður hefir án efa verið í vafa
um þá stundina, hvort hann
hefði valið sér hið góða hlut-
skiptið, er hann skipaði sér í
flokk með andófsmönnum
framfara og bætts skipulags,
en verndurum alls ósamræmis
og misréttis í þjóðfélaginu.
Er tillagan var samþykkt,
spratt Guðmundur sýslumaður
úr sæti sínu og klappaði. Eitt
augnablik hefir gamla mann-
inum fundizt sá tími vera
að koma aftur, þegar þeir fóru
með völd, er liðu honum að
taka fé úr ríkissjóði til eigin
nota og vildu kaupa hús hans
fyrir miklu meira en sann-
virði. En þetta var aðeins
draumur, sýslumaður góður.
Sá tími kemur ekki aftur, þó
hann sé klappaður fram.
Fundarmaður.
Athygli skal vakin á aug-
lýsingu Framsóknarflokksins í
blaðinu í dag um landsmála-
fundi í næsta mánuði.
Utan úr heimi
Rússar og Frakkar hafa nú
stofnað til vamarbandalags sín
á milli. Um þetta varnarbanda-
lag hefir verið gerður opinber
og skriflegur samriingur og
undirritaður af fulltrúum
beggja þjóðanna. Er samning-
uririri á þá leið, að hvor þjóðin
skuli veita hinni í ófriði, ef
þj óðabandalagið gefur þann úr-
skurð, að á hana hafi verið ráð
ist að fyrra bragði. Rússar
vildu fella niður fyrirvarann
um úrskurð þjóðabandalagsins,
en að því vildu Frakkar ekki
ganga. Eigi eru Frakkar held-
ur skuldbundnir til að veita
Rússum í stríði, sem þeir lenda
í í Austurálfu, jafnvel þótt þar
kynni að vera um árásarstríð
að ræða á hendur Rússlandi.
1 Þýzkalandi fær þessi samn-
ingur heldur kaldar undirtekt-
ir, eins og við mátti búast, og
einnig í Póllandi.
Þessa dagana er haldið hátíð.
legt í Englandi 25 ára ríkis-
stjórnarafmæli Georgs V. Breta
konungs. Er við þetta tækifæri
saman kominn í London geisi-
legur fjöldi aðkomufólks úr öll-
um löndum Bretaveldis. Svo er
að orði komizt, að aldrei
setjist sól í ríki Bretakonungs,
og er það bókstaflega rétt, því
að Bretaveldi á ítök í öllum
heimsálfum. En um allan hinn
brezka heim hlýddu menn
samtímis á hátíðarútvarpið
frá London sl. mánudag. Er
vakin athygli á því til gamans
í erlendum skeytum, að þá
hafi verið kvöld í brezku ný-
lendunum í Ástralíu og fólk
setið við arinelda sína að lok-
inni vinnu, en í Kanada hafi
þá verið rétt um fótaferða-
tíma og fólk orðið að hraða
sér á kreik til að ná 1 útvarp-
ið. — Bretar eru menn kon-
unghollir og er því hátíð þessi
meira virði í þerra auguiri en
vera myndi í augurri annara
þjóða. En þar við bætist, að
vel þykir við eiga, að auglýsa
seiri mest mátt og dýrð hins
brezka ríkis á þessum viðsjár-
verðu tímum.
Stöðugar viðsjár eru milli
ítala og Abyssiníumanna og
halda Italir áfram að flytja
her suður þangað. Keisarinn í
Abyssiníu býr nú einnig her
sinn eftir beztu föngum, og er
sagt, að hann muni geta haft
nokkrum hundruðum þúsunda
á að skipa, ef til ófriðar kem-
ur. Er her hans stjórnað af
Norðurálfumönnum. Talið er
af sumum, að keisari þessi sé
eigi alllítill fyrir sér, og hefir
hann verið nefndur í gamni
og alvöru „hinn brúni Napole-
on Afríku". En erfitt er að
stjórna Abyssiníumönnum, því
að þeir eru menn deilugjarnir
og sundurlyndir, líkt og Arab-
ar, enda þeim skyldir. Þræla-
hald mikið hefir tíðkast þar í
landi, enda þótt þjóðin teljist
kristin. Hefir keisarinn að vísu
löngu lofað að afnema það, en
átt erfitt með að fá þegna sína
til að sætta sig við þá lífs-
venjubreytingu, sem afnám
þrælahaldsins hefir í för með
sér. /