Tíminn - 08.05.1935, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.05.1935, Blaðsíða 3
TlMlNN 81 Tilkynning Samkvæmt ákvæðum í 3. grein reglugerðar um einkasölu á bifreiðum o, s. frv., frá 27, apríl þ. á., er hérmeð skorað á alla þá, sem hafa fyrirliggjandi vörur þær, sem taldar eru í 1. grein reglugerðarinnar, það er: Bifreiðar, bifreiðavólar, dráttarvagnar og bifhjól, en frá 15. júní n. k. að auki hjólbarða, gúmmíslöngur og bifreiðageyma, að tilkynna Bifreiðaeinkasölu ríkisins birgðir sínar af þeim vörum, eigi síðar en en 14. maí n. k., svo og þeim vörum, er þeir eiga í pöntun, sam- kvæmt innflutnings- og gjaldeyrisleyfum, sem veitt hafa verið fyrir 1. maí. Reykjavík, 1' maí 1935 Bifreiðaeinkasala ríkisins Lækjargötu 10 B Sími 3822 oö við verkaðan fisk. þær voru í Tweir merkismenn látnlr Oddnr Gunnarsson bóndi á Felli á Langanesströnd andaðist að heimili sínu 9. apríl s. 1., 69 ára gamall. — Banameinið var krabbamein. ■Fyrir 45 árum byrjaði Odd- utr búskap á Felli og giftist þá eftirlifandi konu sinni, Gunn- hildi Bjarnadóttur frá Rauf- arhöfn. Þegar Oddur kom að Felli, var jörðin niðurnídd, tún lítið og þýft og hús léleg. Fyrstu búskaparárin var árferði slæmt og búskapurinn var erf- iður eins og gerist og gengur, en bráðlega blómgaðist ’hagur þeirra hjóna og þau bjuggu um langt skeið góðu búi með hinni mestu rausn, en Fell er í þjóðleið og var þar oft gest- kvæmt. Átta börn eignuðust þau hjón og af þeim lifa nú 4 synir. Oddur vann kappsamlega að því að bæta og prýða jörð sína, hann sléttaði túnið og færði það út, svo nú er stórt tún á Felli og rennislétt, og fyrir nokkrum árum byggði hann stórt og vandað íbúðar- hús úr steinsteypu með tveim góðum íbúðum fyrir sig og son sinn, sem þá var byrjaður að búa þar. Hann var og ávalt hinn bezti félagi í kaupfélags- skap bænda hér. Ég kynntist Oddi fyrst fyrir fjörutíu árum, hann var þá gestur á heimili foreldra minna, en síðan hefi ég mjög oft verið gestur hjá honum. Það var alltaf gaman að koma til Odds. Alltaf var hann glaður, vingjarnlegur og bjart- sýnn, á hverju semj valt, og svo einstaklega greiðvikinn, að hann vildi allt fyrir mann gjöra, enda var hann mjög vinsæll rriaður. Hann var og gæfumaður, átti góða konu og gott heimili. Þegar ég nú rifja upp í huga mínum minningamar frá samfundum okkar Odds, get ég engan greinarmun gjört á því að koma til hans í litlu, fátæklegu torfbaðstofuna og aftur að koma til hans í nýja, fallega húsið. Mér þótti það hvorttveggja jafn ánægjulegt. Sýnir það hvað falleg hús og önnur ytri gæði eru lítils virði í samanburði við manngildið sjálft. Ég minnist þín, Oddur, ætíð sem hins allra bezta samferða- manns og félaga. Pétur Metúsalemsson bóndi á Höfnum á Langanesströnd andaðist að heimili sínu 24. marz s. 1., 64 ára gamall. Þegar komið er á austurbrún Brekknalieiðar, blasir við sjónum manns hvítt íbúðarhÚ3 með grænu túni í kring, hand- an við hinn litla fjörð, sem skerst inn með heiðinni að austan. Það er nýbýlið Hafnir. Þar bjó Pétur. Fyrir nokkruml árum keypti hann þar þrjá hektara lands á ófrjóu holti, bygði þar snoturt íbúðarhús lir steinsteypu og síðan hefir hann unnið að því að rækta holt þetta og er það nú nær allt rennislétt, fallegt tún. Hafnir standa talsverðan spöl frá þjóðleið, en þó var það venjan þegar kunningjar Péturs fóru um veginn, þá gjörðu þeir iykkju á leið sína lieim þangað. Þegar heim kom, sá maður lítinn mann önnum kafinn við jarðabætur eða önn- ur störf og þegar kastað var á hann kveðju, varð andlitið allt að einu brosi og hann bað mann koma blessaðan og sæl- an og velkominn. Þetta var Pétur bóndi. Pétur kastaði rekunni og fylgdi gesti til stofu, en þegar þangað kom, settist Pétur við orgelið og fór að spila og syngja — en hann spilaði manna bezt á hljóðfæri — og gesturinn söng líka. Þetta gekk þannig, þar til húsfreyja kom með kaffið, það var drukkið og aftur fór Pétur að spila og aftur var sungið. Gesturinn gleymdi því að hann ætlaði að halda lengra, þar til komið var að kvöldi, þá var loks haldið af stað eða sezt að til gistingar, sem varð eins oft niðurstaðan. En hvort sem heldur var af stað haldið að kvöldi eða morgni, fóru all- ir glaðir frá Pétri. Pétur var orðinn roskinn maður þegar hann giftist ung-ri . stúlku frá Vestmanna- eyjum, Sigríði Friðriksdóttur, en hann var heppinn í vali sínu, því hún reyndist honum góð kona og hinn mesti kven- skörungur og gjörði heimili þeirra hið ánægjulegasta. Þau hjón eignuðulst 7 börn og lifa 6 þeirra. Aldrei var Pétur efnamaður, en sá þó ávalt vel fyrir heimili sínu. Og nú ertu Pétur horfinn í hið hinzta hvílurúm, þar sem við allir lendum að lokum, en \ið vinir þínir munumj og þökkum allar mörgu ánægju- stundirnar, sem við nutum •heima hjá þér, og minnisvarð- inn er traustur og prýðilegur, sem þú hefir reist þér, snotra íbúðarhúsið og fallega græna túnið á ófrjóu holtinu. Guðm. Vilhjálmsson. Fréttir Aðallundur Búnaðarsambands þíngeyinga var haldinn í sl. mán- uði. þar þar kosinn fulltrúi á Húnaðarþing, Sigurður Jónsson bóndi á A marvatni í stað Jóns þorbergssonar á Laxamýri, sem áður var fulltrúi. Stuttu síðar var haldinn aðalfundur Búnaðarsam- bandsdeildai' Norður-þingeyinga, og var Guðni Ingimundarson bóndi á Snartastöðum kosinn tormaður sambandsdeildarinnar i stað Jóns Sigfússonar á Ærlæk. Barði Guðmundsson hefir verið settur þjóðskjalavörður. Væntan- lega verður embættið auglýst til umsóknar innan skamms. Sýslufundur Strandasýslu er ný- lega afstaðinn. Gjöld sýslunnar urðu á síðasta ári 12.200 kr. Búnaðarfélag Leirár- og Mela- brepps hefir ákveðið að stofna sjóð til minningar um Bjarna heit. Eiríksson, en heinn var 58 ár vinnumaður í Höfn i Melasveit og lengst af þann tíma fjármaður þar. Sjóðnum á að verja í þágu sauðfjárræktar í Leirár- og Mela- sveitar. Samkvæmj t skattskr á Slgln- fjarðar voru skattskyldar tekjur þar sl. ár 857 þús. kr. og skuld- laus eign 2,8 milj. kr. Skattgreið- endur voru alls 676, en 248 fram- teljendur náðu ekki skatti. Mest frost í febrúarmánuöi síð- astliðnum hér á landi var á Grímsstöðum á Fjöllum, 24.1 stig. það var að morgni 27. febr. í Eíðaskóla gengu 18 nemendur undir burtfararpróf. Nemendur höfðu mötuneyti og kostaði fæði fyrir pilta kr. 1,45 og fyrir stúlk- ur kr. 1,25 á dag. Aldur norsku stjómarlnnar. Eins og kunnugt er, mynduðu jafnað- armenn fyrir skömmu stjóm í Noregi. Segja norsk blöð frá þvl, að til jafnaðar séu nýju ráðherr- arnir 50 ára gamlir. Elztur þeirra er Halvdan Koht utanríkisráð- lierra, 62 ára, en yngstur er l’ryggve Lie dómsmálaráðherra, S9 ára. — Koht er prófessor í sagn fræði og þekktur fyrir afrek sín á því sviði. Hann er einnig mikill málamaður; talar ágætlega ensku, þýzku og frönsku og hefir haldið fyrirlestra bæði á ítölsku og lat- ínu. Húsmæðraskólanum á Hall- ormsstað er nýlokið. — Átta nemendur luku fullnaðarprófi og nítján vorprófi. Fæðiskostnaður \arð kr. 1.25 á dag. Maður drukknar. það slys vildi til nýlega á vélbátnum „Auði“ lrá Flateyri, að maður féll fyrir borð og drukknaði. Var það for- maðurinn á bátnum, Haraldur Guðmundsson. Hann var ungur rnaður og ókvæntur. Hann var okki syndur og veður gott, þegar f.lysið bar að höndum. Er ekki ó- líklegt, að hann hefði bjargast, cf liann liefði verið syndur. Eiríkur Sigurbergsson hefir ver- ið ráðinn af Fiskimálanefnd til þess að fara í umboði hennar til Hollands, Belgiu og Frakklands og leita eftir möguleikum fyrir sölu á frystum og ísuðum fiski 1 þessum löndum. Hann er ungur ínaður og hefir lokið prófi á \ erzlunarskóla í París. Sigfús Sigurhjartarson kennari Iiefir verið skipaður formaður út- vai’psráðs. Fiskaflinn á öllu landinu var orðinn 1. þ. m. 33.565 tonn, miðað við verkaðan fisk. Á sama tíma í fyrra var fiskaflinn orðinn 43.441 tonn og árið 1933 var hann 41.870 tonn. Hjónaband. 1. maí voru gefin saman í hjónaband af fulltrúa lög- manns í Reykjavík Jóna B. Jóns- dóttir frá Auðkúlu í Amarfirði og Valdimar Össurarson frá Kolls- vík skólastjóri í Sandgerði. Sigurður Briem lætur af starfi póstmálastjóra 1. júní n. k. Verð- ur þá sameinað embætti land- íimastjóra og póstmálastjóra sam- kvæmt lögum frá seinasta Al- þingi. Jón í Dal skrifar grein um út- varpsráðskosninguna í blaðsnepil sinn nýlega og eignar „Bænda- flokknum" lista Pálma Hannes- sonar. Ríka löngun hlýtur Jón í Dal að hafa til að sýna Pálma Hannessyni lítilsvirðingu. Merktur þorskur. Nýlega veiddi m.b. Valbjörn frá ísafirði merktan þoi-sk undir Jökli. Hefir Fiskifé- lag íslands nú upplýst, að hann hafi verið merktur við Vestur- Grænland árið 1932. Fiskbirgðimar. 1. þ. m. voru fisk bh’gðii’nar taldar 33.066 smál. mið- fyrra á sama tíma 40.945 smál. og árið 1933 voru þær 37.976 smál. Næsta Stórstúkuþing verður haldið á Akureyi’i og hefst 27. júní n k. — Iðnþing og iðnsýning verð- ur iialdin þar um líkt leyti. Saurblaðið Vísir hefir vei’ið að reyna að fá Matthías Einarsson lækni til að segja eitthvað illt um mjólkurlögin og samsöluna. Matt- hías hefir ekki viljað gera þetta. Enda er það mikil móðgun við hann að ætla honum að fara að lýsa yfir þvi nú, að læknar bæjar- ins hafi horft á það aðgerðalausir i 31£ mánuð, að „hættuleg" mjólk væri gefin sjúku fólki og ung- bömum. Útbreiðsla Nýja dagblaðsins. Mbl. skýrir frá því nýlega, að fundur í „húsmæðrafélaginu" haii samþykkt einum rómi ákveðið álit á gi’einum frú Guði’únar Björns- dóttur frá Kornsá. Allar þær kon- ur, sem þetta samþykktu, hljóta að hafa lesið Nýja dagblaðið — og rnunu þó undantekningalaust vera pólitískir andstæðingar þess. Gefur þetta góða hugmynd um hve út- breitt og eftirsótt blaðið er orðið hér í bænum. Héraðsskólinn á Laugum var sem næst fullskipaður í vetur cða um 70 nemendur. — Auk þess dvöldu þar allmai’gir við sundnám lengri eða skemmri tima. Hinn 30. mai’z hélt Samband þing- eyskx-a ungmennafélaga almenna skemmtisamkomu í skólanum, í sambandi við hina árlegu glímu- keppni ungmennafélaganna. Auk glímunnar var til skemmtunar íæða, flutt af sr. Friði’ik Friðriks- syni á Húsavik, leikfimissýning og söngur skólafólks og dans. Skóla- síjóri á Laugum er dr. Leifur Ás- geirsson frá Reykjum í Lunda- reykjadal. Héraðsskólanum i Reykholti var slitið 17. f. m. í sambandi við skólaslitin fóru fram ræður, íþrótt- ir og dans. Meðal ræðumanna var Hákon Bjarnason skógræktarráðu- nautur, sem flutti erindi um skóg- rækt. — Fæðiskostaaður nemenda varð 1,24 kr. fyrir pilta á dag og 1,04 kr. fyrir stúlkur. — í vor verða þar sundnámsskeið fyrir börn af Ala’anesi og Sandi. Rafmagnsstraumur drepur kýr. Nótt eina i vikunni sem leið vaknaði fólk í Mýrarhúsum á Sel- tjamarnesi við mikinn gauragang í fjósinu. þegar komið var í fjósið voru þrjár kýmar fárveikar og drápust. tvær næstum strax. Orsök siyssins er talin sú, að vatn hafi komizt að í’afmagnsleiðslunni í fjósinu og rafmagnið síðan leiðst i járnplötur og þaðan i vatasleiðsl- ur fjóssins, en þær liggja eftir básunum. unnt er og nauðsyn heimt- ar. Þessvegna er það, að meiri- hluti launamálanefndar leggur það til, að ríkið greiði til kennslu barna á hinum almenna skólaskyldualdri (10—14 ára), en ekki hinna, nema ef almenna skólaskyldan er lækkuð, þá greiði ríkið hlutfallslega meira, eftir því, sem bamatalan eykst við lenging skólaskyldunnar. Að þessu er greinilega vikið í nefndaráliti launamálanefndar og vísa ég til þess. Af tillögum okkar verður það alls ekki ráðið, að við sé- um á móti lenging skólaskyld- unnar. Og tilhæfulaust er það með öllu, að við röskuml ákvæði fræðslulaganna, um heimild bæjar- og sveitafélaga til þess að lengja skólaskyldu hjá sér. Misjöfn greiðsla úr ríkis- sjóði á hvert barn sem lögboðið er að kennslu njóti (almenn skólaskylda) er því aðeins rétt- lætanleg, að það fræðslufyrir- komulag, er ríkið skyrkir meira en annað, sé betra, og þá að- eins um stundarstakir, á meðan verið er að koma sltólafyrir- komulaginu í betra horf. Með öðru móti réttlætist tæpast slík misskifting kennslufjárins, nemá ef fátækt skólahéraðs gerði slíkt nauðsynlegt. Það mun almennt talið, að börn njóti betri fræðslu í föstuml skólum en farskólum. Þar er námstíminn lengri og hægara um allan aðbúnað við kennsl- una. En fyrst nú svo er, er sjálfsagt, að ríkið hjálp.i til að koma upp skólunum, eftir því, sem það mögulega getur. Á þessum ástæðum meðal annars byggjast tillögur meirihluta launamálanefndar. Við leggjum til, að ríkið greiði 70 kr. með hverju skóla- skyldu barni (10—14 ára), sem er í föstum skóla, en 45 kr. með hverju skólaskyldu bami í farskóla (var 1933 kr. 23,40 kr.). Ef ríkissjóður hefði greitt 70 kr. með farskólabörn- unum hefði tillagið hækkað strax um nær 90 þús. kr. á ári. (Sjá álit 1. n.). Mundi su hækkun hafa verið samþykkt í þinginu, þó fram liefði verið borin? Nokkuð af því fé, er ríkis- sjóður greiðir, samkvæmt till- meirihl., til farkennslunnar, ]\arf ekki til að launa kennar- ana. Við ætlumst til, að því verði varið til þess að flýta fyrír að koma upp skóla- húsulm. Þegar þau eruj komin cg bömin fara að njóta kennslu í þeim, þá greiðir ríkið 70 kr. með hverju bami og kennar- inn nýtur sömu launa og kenn- arar við sambærilega skóla. Að till. meirihl. er ekki ríf- legri farkennurunum til handa, stafar af því, að við vildum ekki, að það gæti orðið til þess, að haldáí við því skólafyrir- komulagi, sem þarf vegna bam- anna að breytast. Frumvarp það, er nefndin samdi um stækkun skólahéraða og sameining, er í því skyni gjört, að ekki verði byggðir dýrir smáskólar um allar jarð- ir, er síðar gætu svo orðið því til hindrunar að góð skipun skólamálanna gæti komizt á. Hver kennari verður að hafa fullt verkefni. Hann verður að kenna eins mörgum börnum og fært er með góðu móti (við leggjum til 40, meirihl.). Þetta er leiðin til þess að fækka kennurum, og á þann hátt er hægt að bæta kjör þeirra, svo viðunandi megi telja. Annars tel ég hæpið, að bót verði ráðin á launum þeirra. H. S. telur, að ef að ríkið greiðir aðeins kennslugjald með börnum 10—14 ára, þá geti svo farið, að þau skólahéruð, er nú hafa komið á hjá sér lengri skólaskyldu, kippi að sér hendinni með það og láti sér uægja kennslu barna frá 10— 14 ára. Hann segir enn fremur að yfirleitt þurfi vegna lestrar- kennslu bama, að taka þau í skóla innan við 10 ára aldur, annars læri þau ekki að lesa. Þetta telur hann, að ekki sé síður í sveitum. Þetta þýðir það, að ef hin almenna skóla- skylda verður ekki lækkuð að mun, frá því sem nú er, þá verður margt barna víðsvegar um land, sem aldrei lærir að lesa. Er þá ekki nær, að snúa sér að því, að lögbjóða skóla- skyldu barna t. d. frá 8 ára aldri (eða jafnvel 7), heldur en að hamast út af því, að nokk- ur böm innan við 10 ára aldur fái ekki styrk úr rfkissjóði til náms, þegar mikill hluti barna þjóðarinnar á þeim aldri, sem alveg eins þarf þess með og af sumum ástæðum jafnvel frem- ur, fer algjörlega á mis við slíkt liðsinni? Ég held að þáð væri langtum mannslegra að beita sér fyrir þeim umbótum, heldur en belgja sig upp út af þessu atriði. En annars má geta þess, að samkv. till. mjeiri- hlutans hafa bæjar. og sveita- félög um 100 þús. kr. af fram- lagi sínu, ef miðað er við að það verði sama og ’33, afgangs, því er þau þurfa að leggja til kennslu barna á aldrinum 10—14 ára, semi þau geta varið til smábarnakennslunnar. — I frv. því til breytinga á fræðslu- lögunum, er lagt var fyrir þingið í haust, var skólaskyld- an færð niður í 7 ára aldur. Hitt er svo tilhæfulaust hjá H. S., sem hann gefur í skyn, að við lögbjóðum 4 ára skóla- skyldu.Við sem sé hreyfum alls ekki við þessu ákvæði fræðslu- laganna. En við flytjum enga tillögu um að lengja skólaskyld. una. Það er heldur ekki nauð- synlegt vegna ákvæða launa- frumv. En það á að vera hverjum manni ljóst, sem til þekkir, að ef óhjákvæmilegt er að taka börnin í skóla til lestrarnáms, jafnt í sveit sem annarsstaðar, þá hæfir ekki annað en að lengja skólaskylduna og að rík- ið styrki kennslu barna til sveita ekki síður en við sjóinn. Sízt er fólkið í sveitunum bet- ur efnum búið og dýrari verð- ur þar skólavist bamanna. H. S. gjörir aðeins tillögur meirihl. nefnefndarinnar að um talsefni. Hinsvegar minnist liann ekki með einu einasta orði á till. Gunnars M. Magn- úss. Má því ætla að honum líki þær vel. H. S. deilir á meirihl. út af skólaskyldunni. Enga til- lögu gerir G. M. M. um að breyta henni. Hitt skal viður- kennt, að G. M. M. gjörir ráð fyrir að ríkið styrki kennslu barna inan 10 ára aldurs, eins og nú hefir verið um skeið, hjá þeim bæj ar_ og sveitafélögum, ei kunna að vilja notfæra sér það. En óhæfilegt misrétti skapar það, þar til skólaskyld- an er sú sama um land allt. Það var leiðinlegt að H. S. benti ekki á, að þetta þyrfti að lagfæra í tillögum minnihl. (G. M. M.), þó að hann að öllu öðru leyti væri ánægður með þær. En ég ætla nú að fara um þær nokkrum fleiri orðum. II. S. á þá kannske hægara með að átta sig á því, hvort þær eru hagkvæmari fræðslu bam- anna í sveitunum, en till. méira hlutans. Eins og áður er sagt, leggj- um við til, að ríkið greiði 70 kr. með hverju bami (10—14 ára), sem| er í föstum skóla, en 45 kr. með bömum í far-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.