Tíminn - 08.05.1935, Síða 2

Tíminn - 08.05.1935, Síða 2
80 TÍMINN Fimmtugsafmæli Jónasar Jónssonar 1. maí s. 1. Kosningin í útvarpsráð Ihaldíð »lá« eins og vant er Landsmálafundir Framsóknarflokksins Framsóknarflokkurinn boðar til almennra landsmálafunda nú i vor, sem hér segir: Fimmtugsafmæli Jónasar i Jónssonar leiddi í ljós hversu j mikil og djúptæk ítök hann á með þjóðinni. Á afmælisdeginum var Tím- inn gefinn út þrefaldur. Þann dag rituðu í blaðið 48 menn, ýmist um Jónas Jónsson sjálf- an eða einstök verk, sem hann hefir átt upptök að og komið | í framkvæmd, eða veitt mikils- ; verðan stuðning. Er þetta af- mælisblað einstakt í sinni röð, og mun verða mjög eftirsótt, j vegna þess, að það veitir nokk- urt yfirlit yfir störf hins mik- il v irkasta st j órnmálamanns samtíðarinnar og manninn sjálfan. Þegar kom fram yfir hádegi heimsóktu Jónas Jónsson margir vinir hans og sam- starfsmenn, í tilefni af afmæl- inu. Þá bárust honum ýmsar gjafir frá einstaklingum1 2 3 og stofnunum, og blómskrúð heimilisins vottaði einnig um afmælisdaginn. Um kvöldið sat Jónas Jóns- son og fjölskylda hans hina fjölmennustu afmælisveizlu að Hótel Borg, sem nokkrum ein- stakling hefir verið haldin hér á landi. Það voru ekki Reyk- víkingar einir, sem sátu veizíu þessa heldur höfðu allmargir menn komið til bæjarins úr Árnes- og Rangárvallasýslu, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, eingöngu til þess að sitja hóf þetta og einnig úr nágrenni Reykjavíkur. Hermann Jónasson forsætis- ráðherra stýrði samkvæminu og flutti aðalræðu fyrir minni heiðursgestsins. Prófessor Sig- urður Nordal mælti fyrir minni frú Guðrúnar Stefáns- dóttur, en Guðbrandur Magn- ússon forstjóri mælti fyrir minni dætranna, Auðar og Gerðar. Þá bar Hermann Jónasson fram þau tilmæli í umboði þeirra vina og samstarfs- manna heiðursgestsins, sem beizt höfðu fyrir fagnaði þess- um, að Jónas Jónsson heimil- aði, að gjört yrði brjóstlíkan af honum, sem síðan yrði steypt í málm, og eftir hans dag yrði eign Alþingis. En þeir og fjöldamargir aðrir samherjar hefðu þegar lagt fram fé sem nægði í þessu skyni. Þegar hér var komið flutti Jónas Jónsson ræðu og þakk- aði vinsemd þá, sem honum og fjölskyldu hans hefði verið veitt. — Þá rakti hann í ræðu sinni hver væru meginrök þess, að frjálslyndir menn færu með völd í landinu og hver væru höfuðskilyrði þess, að svo yrði í framtíð. Stóð ræða hans yfir í rúma klukku- stund. Indriði Þorkelsson skáld á Fjalli flutti kvæði, er hann hafði ork’t til J. J. Síðan fluttu ýmsir ræður og hnti eigi fyr en borð voru tek- in upp að liðnu miðnætti, en úr því var stiginn danz til kl. fjögur. Heillaskeyti höfðu Jónasi Jónssyni borist svo mörg, að eijgin tiltök voru að lesa þau upp í samkvæminu. Þar á með- al voru skeyti frá félögum Framsóknarmanna víðsvegar á landinu, Sambandi ísl. sam- vinnufélaga og fjölmörgum einstökum samvinnufélögum, U. M. F. I. og einstökum ung- mennafélögum, stjórnum bún- aðarsambanda, Iþróttasam- bandi íslands, Bandalagi ísl. listamanna, skipshöfnum, sjúklingum á hælum, ýmsum hópum manna, t. d. bréfber- unum í Reykjavík, hreppsbú- um í Ljósavatnshreppi, full- ti-úum erlendra þjóða, ýmsum starfsmönnum ríkisins erlend- is, svo sem sendiherra íslands í Khöfn, fulltrúa íslands í ísl.- danska utanríkisráðuneytinu, konungsritara, verzlunarer- indrekanum í Suðurlöndum og ýmsum mönnum erlendum, þ. á m. dönsku fulltrúunum í lög- jafnaðarnefndinni. Alls voru heillaóskaskeytin um 300 að tölu. Talning atkvæða við kosn- ingu í útvarpsráð fór fram 2. þ. m. Alls kusu um 7000 út- varpsnotendur eða tæp 70% útvarpsnotenda í landinu. Nokkrir seðlar voru ógildir. Úrslitin urðu þessi: A-listi hlaut 1.902 atkv. B-listi hlaut 3.276 atkv. C-hsti hlaut 1.783 atkv. Samkvæmt þessu hafa hlot- ið kosningu: Af A-lista Pálmi Hannesson rektor og til vara Freysteinn Gunnarsson skólastjóri. Af B-lista Árni Friðriksson fiskifræðingur og til vara Guðni Jónsson magister. Af C-lista Jón Eyþórsson veðurfræðingur og til vara Ragnar E. Kvaran. Frjálslyndir menn munu una vel þeim úrslitinn, sem orðið hafa. íhaldsmenn lögðu hið mésta kapp á að listi þeirra kæmi að tveim mönnum og var að vísú nokkur hætta á, að það myndi takast, þar sem frjáls- lyndir menn studdu tvo lista. Svo mikið var þetta kapp i- haldsmanna, að það fékk Árna Friðriksson fiskifræðing til að vera efstan á sínum lista, því í sínum hóp átti það engan mann jafn vinsælan. En Árni er maður vel gefinn og hefir ekki verið talinn neinn íhalds- maður. Um þá Jón Eyþórsson og Pálma Hjannesson er alkunn- ugt, að þeir eru ákveðnir í- haldsandstæðingar og annar þeirra mjög eindreginn Fram- sóknarmaður. Listi Jóns Eyþórssonar var í tuddur af útvarpsnotendafé- lagi Reykjavíkur, en A-listinn hafði engan sérstakan félags- skap bak við sig. B-listinn var borinn fram af gamla útvarps- notendafélaginu, sem er póli- tískt félag íhaldsmánna og notuðu þeir hér í bænum sömu kosningasmala og þeir era vanir að nota í Alþingis- og bæj arstj órnarkosningum. Ólafur Thors skrifaði bréf um kosninguna til trúnaðar- manna Sjálfstæðisflokksins úti um land, og hét á þá B-list- anum til stuðnings. Var það eftirtektarvert, að í bréfinu var ekki minnst á efsta mánn iistans, Áma Friðriksson, en mörgum fögrum orðum farið um Magnús „dósent“. En vin- sældir Árna áttu hinsveggr að hjálpa Magnúsi til að fá at- kvæði útvarpsnotenda, sem ekki vildu kjósa pólitískt. Það hefir ekki tekizt eins og til var stofnað. I hinu nýja . útvarpsráði verða auk þeirra þriggja, sem útvarpsnotendur hafa kosið, þrír menn kosnir af Alþingi þeir Sigurður Baldvinsson póstmeistari, Pétur G. Guð- mundsson fjölritari og Valtýr Stefánsson ritstjóri. Kennslu- málaráðherra hefir þegar skipað formann. Eins og sjá má, verða frjálslyndir menn f yfirgnæfandi meirahluta í út- varpsráðinu. Eftirlit sparisjóðs Með lögum frá seinasta AI- þingi var samþykkt að leggja niður embætti eftirlitsmanns- ins með bönkum og sparisjóð- um, en fjármálaráðuneytinu hinsvegar falið eftirlitið með sparisjóðunum. Eins og gefur að skilja verður þetta fyrst í stað mjög mikið og vandasamt starf, því eftirlitið var algerlega van- rækt meðan Jakob Möller átti að hafa það með höndum. Var ráðuneytinu því ofvaxið að bæta þessu starfi við sig eins og sakir standa. Hefir fjármálaráðuneytið því falið Jörundi Brynjólfs- syni alþm. að framkvæma þetta eftirlit. Er hér ekki um fast starf að ræða, heldur hlið- stætt því, þegar mönnum utan íjármálaráðuneytisins er falin endurskoðun hjá sýslumönnum og bæjarfógetum. Jörundur Brynjólfsson hefir áður verið yfirskoðunarmaður landsreikninga og endurskoð- andi Landsbankans. Ferðamenn ættu að skipta við Kaupfélag Reykjavíkur. — Þar hafa þeir tryggingu fyrir góðum og ó- dýrum vörum. Mánudaginn 10. júní: Miðvikudaginn 12. júní: Föstudaginn 14. júní: Sunnudaginn 16. júní: Þriðjudaginn 18. júní: Fimmtudaginn 20. júní: Laugardaginn 22. júní: Mánudaginn 24. júní: I Borgarfjarðar. og Mýrasýshr Að Ferstiklu á Hvalfjarðarströnd, Akranesi, Reykholti og Borgar- nesi.- A Snæfellsnesi: Að Fáskrúðar- bakka, Búðum, Sandi, Grund í Eyrarsveit og Stykkishólmi. í Dalasýslu: Að Nesodda, Laug- um og Stórholti. I Strandasýslu: Á Hólmavík, og I Barðastrandar- sýslu ag Króksfjarðai-nesi. í Húnavatnssýslum: Að Reykja- skóla, Hvammstanga, SveinsstÖð- um, Auðkúlu, Skagaströnd og Bólstaðarhlíð. í Skagafirði: Að Skefilsstöðum, Sauðárkróki, Sveinsstaðalaug St.- Ökrum, Hofsós og Haganesvík. í Eyjafirði: Að Dalvík, Árskógs- sandi, Reistará, Glæsibæ, Akur- eyri, Hrafnagili og Saurbæ. , í Þingeyjarsýslum: Að Laugum og Skinnastað. A Fljótsdalshéraði: Að Fossvöll- um, Eiðum og Hallormsstað. Fundirnir hefjast kl. 2 e. h. virka daga og kl. 3 e. h. helga d. Síðustu daga júnímánaðar mun Miðstjómin boða fundi á Austfjörðum og verðúr nánar auglýst um þá síðar. Andstöðuflokkar Iríkisstj ó rnarinnar fá á hverjum fundi samanlagt jafn langan ræðutíma og stj ómarflokkamir. F. h. Miðstjórnar Fr amsóknarflokksins Jónas Jónsson Eysteinn Jónsson formaður. ritari. AÐALFUNDUR Iþróttasambands Islands verður haldinn 27. og 28. júní n. k. í Reykja- vík, Eimskipafélagshúsinu (Knupþingssalnum). Dagskrá samkvæmt 6. og 7. grein laga í. S. í. Sambandsstjórnin. Barnafræöslan Eftir Jörund Brynjólfs- son alþm., formann launamálanefndar. Um allmörg undanfarin ár hefir nokkuð verið um það tal- að, að þörf væri á setning nýrra launalaga. Fyrst og fremst til þess að samræma iaunagreiðslur ríkissjóðs og hjá stofnunum þess opinbera, og einnig til þess, eftir því sem gjörlegt þætti, að fækka starfs- mönnum ríkissjóðs og hjá stofnunum þess. Viðfangsefni launamálanefnd- ar var að kynna sér málið, eft- ir því sem hún frekast hafði tök til. Henni var að því loknu ætlað, að gjöra tillögur m. a. um: 1. Hvernig draga megi úr útgjöld- um til embættis- og starfs- manna ríkis og ríkisstofnana, með hliðsjón af fjárhagsgetu almennings í landinu. Sérstak- lega skal nefndin taka til at- hugunar fækkun starfsmanna ríkis og ríkisstofnana, samræm- ing á launum þeirra, og að sú venja sé afnumin, að embættis- og starfsmenn þessir fái auka- borgun umfram föst laun fyrír vinnu, sem ætti að vera þáttur í embættis- og sýslunarstarfi þeirra. 2. Hvort og hvei’su draga megi að öðru leyti úr beinum útgjöld- um ríkissjóðs og rekstrarkostn- aði ríkisstofnana. 3. Hvernig fyrir skuli koma lög- gjöf um launagreiðslur banka og þeirra stofnana, sem ríkið styrkir með fjárframlögum, enda verði launagreiðslur þess- ara stofnana með löggjöfinni samræmdar launagreiðslum ríkisins Tillögur nefndarinnar hafa nú birzt. Það er ekki tiltöku- mál, þó að menn kunni að greina á um þær leiðir, er upp- ástungur hafa komið fram um að farnar verði í þessu máli. En i-okkur skylda virðist mér hvíli á þeim mönnum, er ófærar telja þær tillögur, er stungið er upp á, að gjöra meira heldur en að rífa niður. Séu þeir sam- mála um það, að óviðunandi sé það ástand, sem nú ríkir, er þeim skylt að benda á þær leiðir, er þeir telja æskilegar, eða æskilegri. Launagreiðslur ríkisins og hjá stofnunum þess eru tölu- vert á 7. milj. kr. á ári. GreiðsL ur vaxta og afborgana af skuldum ríkissjóðs nema á ári hátt á 3. milj. kr. Samtals eru þetta, eins og nú er ástatt, ár- legar greiðslur á 10. milj. kr. Engin leið er að fullyrða neitt um það, hvernig tekj ur ríkis- sjóðsins reynast. En mörgum mun finnast, að ekki sé það ófyrirsynju, þótt reynt sé að draga eitthvað úr starfsmanna- haldi þess opinbera. Með því móti einu er unnt að bæta laun og minnka gjöld þessi, að veru- legum mun. Tillögur nefndar- innar yfirleitt ætla ég ekki að gera að umtalsefni. Aðeins ætla ég hér með nokkrum orðum að drepa á tillögur nefndarinnar um launakjör barnakennara. Hefi ég alveg sérstakt tilefni t.:l þess út af þeirri kveðju, er Hlöðver Sigurðsson kennari á Stokkseyri sendir meirihl. launamálanefndar í Alþýðu- blaðinu 8. f. m. Kennir þar mikils misskilnings, og virðist sem að höf. hafi alls ekki átt- að sig á þeim tillögum, er fram liafa komið um málið. Þetta verður bert, þegar þess er gætt, hverjar tillögur aðrar hafa verið frambornar um rnálið, sem sé till. Gunnar M. Magnúss, (minnihl. l.n.), og frv.1 til fræðslulaga, er undirbúið var á síðastliðnu ári af nokkrum bamakennurum og flutt var á þingi 1934. Þessar tillögur minnist H. S. ekki á einu orði, heldur en þær væru ekki til. Virðist mér þó, sem þar sé af nokkru að taka fyrir hann, ef hann vill ræða um málið, hver seiú í hlut á, eftir því seni efni standa til. Höfundur segir að við þre- menningarnir (við vorum reyndar fjórir) leggjum til meðal annars: „1. AÖ skólaskylda sé aðeins fjögur ár, enda þótt víða sé hún nú sex ár, eða að hrepps- félög kosti eingöngu sjálf kennslu yngri bama. 2. Að ríkið leggi aðeins til 45 kr., miðað við barn víðast hvar í sveitum, en 70 kr. í kaupstöð- um. 3. Að laun kennara miðist við það, hvað mörgum börnum þeir kenna, og skuli hver kennari hafa 40 börn“. Margt fleira segir höf. svo að sé að athuga við till. meiri- hl. Nefndarmenn voru sammála um það, að bæta þyrfti launa- kjör alls þorra kennarastéttar- innar frá því sem nú er. En nefndinni þótti sýnt, að því að- eins gæti það orðið, að kenn- urum yrði fækJtað að mún frá því, sem þeir eru nú (1933 voru þeir 409). Meirihluti nefndarinnar vildi þær einar tillögur gera, er til verulegrar hagsbótar gætu orðið fyrir stéttina í heild og barnafræðsl- unni í landinu, og sem! að nokk- ur von væri að fram næði að ganga. Með þetta fyrir augum samdi hann tillögur sínar. Árið 1933 var varið samtals á öllu landinu úr ríkissjóði til barnafræðslunnar kr. 478.604. Úr bæjar- og sveitasjóðum samtals kr. 414,014. Þetta er samtals kr. 892.618. Kennslu nutu þ. ár í skólum er ríkið styrkti samt. 11.576 börn. Fræðslulögin heimila bæjar- og sveitafélögum að lækka skólaskyldualdur í allt að 7 ár- um. Sum þeirra hafa gjört það, og sum fært skólaskylduna í 8 ára aldur (Reykjavík). Þetta hleypir barnatölunni fram1. 1933 voru 9400 böm á aldr- inum 10—14 ára, er það 2176 bömum færra en kennslu nutu 1933 í skólum er ríkið styrkti. — Af þessum ástæðum, og vegna þess hve kennarar eru misjafnt launaðir, eftir því, hvar þeir kenna, hefir það leitt, að ríkið hefir greitt mjög mismikið til bamafræðslunnar í hinum ýmsu skólahérúðum. T. d. var 1933 greiðslan úr ríkissjóði á hvert skólaskylt barn (10—14 ára): I -Reykjavík ........ 61 lcr. I kaupstöðúm, öðrum en Reykjavík....... 76 — í föstum skólum utan kaupstaða ......... 67 — Til farskóla ........ 23,40 Af þessu yfirliti er það Ijóst, að hið mesta misrétti hefir ríkt í greiðslum ríkis- sjóðs til menntunar baraa í landinu, . sem stafar að nokkru af því, að í sumum skólahéruðum styrkir ríkið kennslu barna frá 7—14 ára, en í öðrum aðeins 10—14 ára. Sé heimilunum ómáttugt orðið að annast kennslu bama til 10 ára aldurs, svo viðun- andi sé, verður ríkið að koma þeiiú til hjálpar, en þó má það ekki láta sig varða nokkum hluta bama þjóðarinnar, og láta reka á reiðanum, hvernig um hin fer. Slíkt liðsinni verð- ur að falla öllum börnum1 þjóð- arinnar í skau,t, eftir því sem

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.