Tíminn - 16.07.1935, Síða 4

Tíminn - 16.07.1935, Síða 4
120 TÍMINN T» W. Bvch (Iiita.smidia Bnchs) Tietgeaisdage 64. Köbenhavn B. LITIR TIL HEIMALITUNAR: Demantssorti, hrafnsvart, iiastoreorti, Parisaraorii og allir litir, fallegir og sterkir. Mælum með Nuralin-lit, á ull og baðmull og siBd. TIL HEIMANOTKUNAR: Gerduft „Feraienta" og og „Evolin“ eggjaduft, áfaigia- lausir ávaxtadropar, soya, matarlitir, „Sun“-skósvert- an, „ökonom“-skósvertan, sjálfvinnandi þvottaefniö „Persii“, „Henko“-bIæsódixm, „Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blámi, skilvinduolis o. fL Brúnspónn. LITVÖRUR: Anilinlitir, Catechu, bláeteinn, brúnspónaiiiir. GLJÁLAKK: „Unicum“ á gólf og húsgögn. Þornar voi. Ágsat tegund. HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROAT: Bezta tegund, hreint kaffibragð og ilmur. Fæst allstaðar á. Islandi FREYJU kaffibætisduftið — nýtilbúið — inniheldur aðeins ilmaudi kaffibæti, ekkert vatn eða önnur efni til uppfyliingar. Þess vegna er Freyju kaffibætis- duftið drýgst, beilnæinast og bezt. Og þó er það ódýrara en kaffi- bætir í stöngum. iVotið það bezta, sem unnið er í landinu Flytjið ekki á mölina Framh. af 1. síðu. langt heim í gömlu sveitina sína. Og því um verra er fyrir eldrí bændur að flytjast hing- að, ef efnin eru ekki svo mik- il, að hægt sé að setjast í helg- an stein. Svo er mikið fram- boðið af fólki á léttasta skeiði, að þeim mun flestum hafa reynst örðug samkeppnin um atvinnuna. Afkoman við sjávarsíðuna fer að mjög miklu leyti eftir aflabrögðunum. Nú hefir fisk- veiði allsstaðar orðið minni á þessu árí en undanfarið, ef Vestmannaeyjar einar eru und- anskildar. Og alveg sérstaklega hefir fiskafli brugðist fyrir Austur-, Norður- og Vesturlandi. Það væri því hinn mesti ó- vitaháttur fyrir fólk, sem hef- ir nokkurnveginn aðstöðu til þess að hafa í sig og á í sveit- inni, að flytja sig að sjó, nema það eigi þar alveg vísa atvinnu til frambúðar. Er því meiri ástæða til að gera þetta að umtalsefni hér, þar sem eitt aðalmálgagn 1- haldsflokksins hefir nýlega farið svo ógætilega að láta svo um mælt, „að allir vildu vera í Reykjavík og ölluiml liði vei í Reykjavík". Það er engin afsökun þótt höfundurinn væri í varnarað- stöðu út af ádeilum sem gerð- ar höfðu verið á stjórn íhalds- ins á höfuðstaðnum, þegar hann lét þessi fjarstæðu hreystiyrði frá sér fara. Reykjavík. — Sími 1249. Sínmefni Sláturfélag. Niðursuðuverksmiðja Bjúgnagerð Reykhús Frystíhús Fr&mleiðir og telur i heildsölu og smásölu: NlðursoðiB • k]6t- og íiskmeti, tjölbreytt úrval. Bj&gu og allsk. áskurð á braufi, mest og best úrval á landinu. Hanglkjöt, ávalt nýreykt, viöurkennt fyrir gesfii. Frosifi kjöt allskon&r, fryst og geymt í véifrystihúsi eftir fyllstu nútíma kröfum. Ostar og smjör frá MJólkurbúl Flóamanna. Veröskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um allt land. VIRGWIA CIGAHBÍIUR Z'USlk Pcdckínn Koslcir Vinnumiðlunar skrifstofan í Reykjavík Hafnarstræti 5 » Sími 2941 Bændur, vanti yður drengi til snúninga, kaupa menn eða kaupakouur, þá símið eða skrifið Vinnu- miðluuarskrifstofunni og hún mun útvega yður fólk, sem vant er allri sveitavinnu. NB. AUar ráðuingar fara frarn cndurgjaldslaust. Kolaverzlun SI6URÐAR ÓLAFSSONAR Símn.: KOL. Roykjavik. Sími 1933 Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsmiðjan Acía. Það skal vel vanda sem lengi áaðstanda Það er auðveldara að halda við vel gerðri nýrækt, en að bæta nýrækt sem er lólega gerð. Eitt af a ð a 1 a t r i ð u n u m við n ý r æ k t i n a er að sjá íyrir rsægum og góðum áburði Öruggasti og bezti áburðurinn, til viðbótar við búfjár- áburðinn, eða í stað hans, er Nitrophoska L G. algildi áburðurinn, sem aldrei bregst. — lögur og sápa — ern édýrust og bezt. — Fást í mismun&ndi íiátum. — J Barratt & Co, Líd. Tonge SprÍDg Works, Middle Ton, NB. Manchester Eng-land. Einkaumboð á Islandi hefír: Samband isl. samvinnufélag a, Reykjavík, rnælir m«ð sínu *dviðurkennd» RfTGMJÖLI OG H V E IT I Meiri vörugæði ófáanleg S.I.S. skiyítir eingöngu við okkur. eins og hún hefir gert undan- farin ár. Útflutningur mjólk- urafurða með núverandi verð- lagi á heimsmarkaðnum, er neyðarúrræði. Fyrir meðalfeita osta fást nú um 60 aurar fyr- ir kg og fyrir smjör um kr. 1,50 á erlendum markaði. Þá er kjötneyzlan. Líklega nota flestir bændur það sem þeir geta af saltkjöti, en þeir geta án efa aukið kjötneyzlu til muna, ef þeir geyma frosið kjöt til heimilisþarfa í frysti- húsum, þar sem til þeirra nær. Er engu meiri erfiðleikum bundið að flytja kjöt heim á vetrum, heldur en kornmat og aðrar nauðsynjar. — Þá mundi mörgum bónda verða slátrin notadrýgri, ef þeir geymdu hausa og innýfli í frystihúsurn og flyttu heim til sín eftir þörfum, heldur en að flytja allan vetrarforðann heim á baustin. Ræktun matjurta getur auk- izt víða á landinu. Fyrst og fremst þarf að rækta sem mest til heimilisþarfa. Þau heimili sem hafa nóga mjólk, ; nóg kjöt og nægilegt af kar- töflum ög öðrum matjurtum, sem hægt er að rækta hér, þurfa ekki mikið fé á ári til kaupa á erlendum matvælum. Með aðstoð kaupfélaganna og Sambandsins ættu bændur að geta selt það af kartöflum, sem' þeir nota ekki til heimlilis- þarfa. Bílanotkunin í landinu er orðin ískyggilega mikil. Eftir verzlunarskýrslum 1932 var flutt inn í landið benzín, bíl- hringar og varahlutir fyrir kr. 1.331.400,00. Hér við bætist svo álagning verzlana á þessar vörur, sem að vísu fer ekki beinlínis út úr landinu, en verður þó að greiðast af þeim, sem bílana nota. Hérmeð er þá heldur ekki talinn hinn geysi- mikli viðhaldskostnaður bíl- anna né heldur þeir nýir bílar, sem fluttir eru inn árlega, Sjálfsagt er hægt að spara bílanotkun mjög mikið og nota í þess stað hesta. Þetta má gera, bæði í bæjum og sveitum. En bændurnir verða að ganga á undan öðrum í þessu efni. Það er ákaflega ó- trúlegt, að landbúnaðinum í heild, mundi ekki farnast bet- ur, ef minna væri notað af dráttarvélum við jarðabætur, en hestar notaðir í þeirra stað. Sama máli gegnir um flutn- inga í og úr kaupstað, þar sem vegalengdir eru ekki því meiri, þar ættu hestvagnar að koma í stað bílanna. Þó ég sé ekki mjög kunnug- ur út um sveitir landsins, þá hefi ég bæði séð sjálfur og haft sannar fregnir af, að víða er beinlínis bruðlað með bíla- notkun. Bændur, sem búa í 15 —25 km. fjarlægð frá kaup- stað, flytja því nær allar nauð- synjar sínar með bílum. Sveita- fólk ferðast mikið með bílum, þó skam'mt sé farið, í stað þess j að nota hesta. Út yfir tekur ! þó með bílanotkun í bæjunum. ■ Hér í Reykjavík sézt varla ' hestvagn. Sorphreinsun bæjar- . ins hefir til skamms tíma farið j fram á hestvögnum, en nú er byrjað að nota bíla líka. Maður sér daglega. fjölda flutninga- , bíla á ferð um bæinn með smá- vörusendingar, sem auðveld- lega mætti flytja á hjóli eða handvagni. Fjöldi sölubúða hafa keypt sér smábíla til að flytja vörurnar heim til við- skiptamannanna, í stað sendla, sem áður voru notaðir, og svona mætti lengi telja. Ég- kom til Vestmannaeyja á vertíðinni í vetur. Skilríkur maður sagði mér, að þar væru 50 bílar. Víða sá ég fiski ekið í bíl af bryggju upp í fiskhús- in, sem vóru í fárra faðma fjarlægð. Sýndist mér að þarna hefði víða mátt komast af með handvagna, að ég t ali ! ekki um hestvagna. Ég held að menn athugi ekki , sem skyldi hvílik fásinna það er, að nota hér bíla eins mikið og gert er. Það getur vel verið að sýna megi með tölum, að hestavinna sé eitthvað dýrari en bílavinnan, en þess ber að gæta, að hestavinnan er öll innlend, en bílavinnan aðeins að litlu leyti. Hér er kvartað um atvinnu- leysi. Nú þykir betra að láta menn hafa einhverja vinnu, þó gagnslítil sé, og borga laun fvrir, heldur en borga atvinnu- lausu fólki styrki og ekkert sé unnið. Væri nú ekki athug- andi, hvort ekki mætti veita fleiri mönnum gagnlega at- vinnu en nú er gert, ef dregið væri til muna úr notkun bíla og hestvagnar notaðir í stað- inn? Við vegavinnu ætti aldrei að nota bíla, nema til aðdrátta á efni úr mikilli fjarlægð. — Aukin notkun á hestum dreg- ur úr atvinuleysi í bæjum og er til hjálpar fyrir landbúnað- inn. Um all-lang-t skeið hefir land- búnaður víðast hvar verið rek- inn með það fyrir augum, a,ð framleiða sem mest, — selja sem mest og kaupa sem mest. Danskir bændur seldu alla mjólkina, en keyptu svo aftur smjörlíki til viðbitis í stað smjörs, — svo nefnt sé eitt alkunnugt dæmi. Talið er að um 3A hlutar mannkynsins lifi á landbúnaði. 1 þeim löndum, sem tæknin var komin lengst á veg, var farið að reka land- búnað eins og iðnað. Bændurn- ir framleiddu ekki fyrst og fremst nauðsynjar til eigin þarfa, heldur eingöngu til sölu. Viðskiptatruflanir þær, sem orsökuðu yfirstandandi kreppu, hafa því komið harðast niður á landbúnaði í þeim löndum, sem einkum framleiða vörur til sölu á erlenda markaði. Skoðanir manna um fram- leiðsluhætti landbúnaðarins hafa breytzt mikið síðan krepp- an skall yfir. Þeir sem búa mest að sínu, framleiða fyrst og fremst til eigin þarfa, hafa, lcomizt léttast út úr kreppunni. Og víða eru byrjaðar stór- felldar tilraunir með nýbýlabú- skap, þar sem aðaláherzlan er lögð á að bændur framleiði fyrst og fremst til eigin þarfa. Einhver merkasta tilraunin sem nú er verið að gera í þessa átt, er í Bandaríkjum Norður-Ameríku.Stjóm Banda- ríkjanna hefir keypt stór land- flæmi, sem skipt er niður í smábýli, sem rekin eru eftir þessari reglu. Ég þarf ekki að taka það fram, að ég tel sjálfsagt, að allt sé gert, sem unnt er, til að greiða fyrir sölu landbúnaðar- vara til útlanda og innanlands. En ég tel ekki ótímabært að benda bændum á, að þeir verða einnig að nota sem mest sína eigin framleiðslu, ef landbún- aðurinn á að geta þrifizt. Ég hefi áður vakið athygli á því, að ef ekki rýmist um kjötmarkaðinn erlendis, og á því eru, því miður, litlai' horf- ur, þá verður að komast á meiri verkaskipting en nú á sér stað, milli þeirra, sem land- búnað stunda hér á landi. Þar sem bezt hagar til um fram- leiðslu mjólkur, verður að tak- marka sauðfjáreignina, svo batnað geti hagur þeirra bænda, sem ekkert geta fram- leitt nema sauðfjárafurðir. — Stjórn Sambandsins hefir beint þessu til ríkisstjórnarinnar og hefir landbúnaðarráðherra fal- ið Búnaðarfélagi Islands að at- huga málið. Bæirnir hér á landi geta ekki haldið áfram1 að taka á móti fólki úr sveitunum á sama hátt og átt hefir sér stað um mörg undanfarin ár. I öll- um markaðslöndum okkar þrengir að með sölu á fiski. Én á fiskframleiðslu lifa bæj- arbúar að mestu. Hvernig sem á málið er litið, er það þjóð- inn i fyrir beztu, að fólkinu fjölgi í sveitunum, þéttbýli aukist og teknir verði upp hag- nýtari búskaparhættir. Sam- vinnufélögin geta áreiðanlega orkað miklu til umbóta í fleiru en verzlunarháttum, og vænt- anlega láta þau ekki sitt eftir liggja, að verða að því liði, sem þau mega, til hagsbóta fyrir almenning, hvert í sínu héraði.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.