Tíminn - 24.07.1935, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.07.1935, Blaðsíða 3
T!MI»N 128 Frá keimaraþinginu Íþróttaskólínn að Laugarvatni tekur til náms stúlkur og pilta, og býr þau undir iþrútta.- kennslu. NániiS er bæði bóklegt og verklegt. Skólinn starfar frá 1. okt. til júníloka. Umsækjendur snúi sér til undirritaðs, að Narfaatöðum í Þingeyjarsýslu, sem gefur nánari upplýsingar, eða Bjarna Bjarnasonar, skólstjóra á Laugarvatni. — Umsóknir þurfa að vem komnar til þeirra, fyrir ntiðjan aept. í síðasta lagi. BJÖRN JAKOBSSON. Frá Framh. II. Frumvarp til nýrra fræðslulaga. í fyrra skipaði kennslumála- ráðherra að tilhlutun skóla- ráðsins nefnd úr hópi barna- kennara til þess að semja frumvarp til nýrra fræðslulaga. Frumvarp þetta var lagt fyrir síðasta Alþingi, en var eigi af- greitt þar. Helztu nýmæli þess eru: 1. Skólaskyldualdur færist alstaðar á landinu niður í 7 ár, undanþágu getur þó fræðslu- málastjóri veitt til 8 ára aldurs, ef heil skólahverfi óska þess. 2. Farskólar leggist niður, en heimavistarskólar komi í stað- inn í sveitunum, og verði bygg- ingu þeirra lokið fyrir árslok 1945. I sambandi við byggingu heimavistarskóla verður bfeyt- ing á skólahéruðum, þannig, að sumstaðar sameinast tveir eða fleiri hreppar um einn skóla. 3. Lenging skólatímans Skólaárið verði frá 1. septesm- ber til 30. júní, og verði 7—9 ára börum einkum kennt haust og vor. 4. Kennslueftirlitið. Landinu sé skipt í 6 eftirlitssvæði og annist einn maður námsstjóm og leiðbeiningar á sínu svæði og hafi ekkert annað starf á hendi. Frumvarp þetta var ítarlega rætt í þinginu, en áður höfðu umsagnir borizt til fræðslu- málaskrifstofunnar víðsvegar að af landinu, bæði frá kennur- um og skólanefndum, og voru þær nær allar eindregið fylgj- andi frumvarpinu í aðalatrið- um. Eftirfarandi tillaga var samþykkt: „Til leiðbeiningar fræðslu- laganefndar lætur þingið þess getið, að það getur ekki mælt með undanþágu lengur, en í mesta lagi til 9 ára aldurs, og aðeins þar, sem ekki eru heimangönguskólar“. Ennfremúr voru svohljóð- andi till. samþykktar: a. „Fulltrúaþing S. 1. B. þakkar milliþinganefnd þeirri, er samdi hið nýja fruimvarp til fræðslulaga, fyrir m'erkilegt og mikilsvert starf í þágu fræðslu. málanna í landinu". b. „Fulltrúaþing S. 1. B. 1935 lýsir eindregnu fylgi sínu mennirnir, en það er ástæða, sem stundum hefir verið nefnd til að bera í bætifláka fyrir íslenzkum! knattspymumönnum á ferðalagi. I fjórða lagi er það öldungis víst, að Þjóðverjarnir hafa ekki að óþörfu ætlað sér það, að sýna strax í fyrsta leiknum hvað þeir ættu til. Þeir hafa ó- efað ætlað sér að hafa „stíg- anda í kvæðinu“! Og þykir ekki ótrúlegt að jafnvel K. R. eigi eftir að sannfærast um, að eitthvað kunni að vera hæft í öllum þessum atriðum, sem nefnd hafa verið, þegar það nú send- ir sína eigin úrvalsmenn ásamt úrvalinu úr úrvalsmönnunum sem „lærðu“ mest í nýlokinni utanför, þegar til loka-leiksins kemur annaðkvöld. Og- svo er ætlunin að fara að senda menn suður til Þýzka- lands, til þess að auglýsa þar líka, hverjir eftirbátar við er- um á þessu sviði. Maður skilur vel að unga nienn Langi til Þýzkalands. En langar ykkur eins og nú er komið ? Hafið þið ekki veitt því at- hygli hvernig menningarþjóð- við öll meginatriði fræðslulaga.- frumvarps þess, er nú liggur fyrir Alþingi. Skorar fulltrúa- þingið á ríkisstjórnina að veita málinu fylgi og treystir því, að Alþingi samþykki frumvarpið hið allra bráðasta“. III. Menntun kennara. Eitt allra merkasta málið, sem fulltrúaþingið hafði til meðferðar, voru tillögur til endurbóta á ménntunarskilyrð- um kennara og kennaraefna. Á kennaraþinginu í fyrra var kosin nefnd til að gera til- lögur um húsnæði fyrir kennslu í uppeldisvísindum1 í væntanlegri háskólabyggingu. Merkustu atriði úr áliti nefnd- arinnar eru þessi: a) Að nú þegar beri að hefja undirbúning undir stofnun há- skóladeildar í uppeldisfræðum, sérstaklega að vinna að því, að völ verði á hæfum mönnum til að kenna uppeldisfræði við há- skólann, svo að fullnægt verði alþjóðlegum kröfum vorra tíma um menntun kennara, með hliðsjón af þjóðlífi okkar og þjóðarkröfum. b) Að húsnæði það, sem upp. eldismáladeild er ætlað í bráða- birgðauppdrætti háskólans. megi ekki skerða, og að kenn- arastéttinni beri að halda vak- andi hugmyndinni um sérstakt hús handa uppeldismáladeild, er byggt verði á háskólalóðinni fyrir happdrættisfé, eftir að sjálfri háskólabyggingunni er lokið. c) Að stefna beri að því sem framtíðarmarki, að allir kenn- arar hafi háskólamenntun. Fulltrúaþingið samþykkti eftirfarandi tillögur í málinu: 1. Sett verði á stofn deild í uppeldisvísindum við Háskóla íslands, svo sem gert er ráð fyrir í lögum um byggingu há- skóla 1933. Allir kennarar við barnaskóla, hénaðsskóla og gagnfræðaskóla skulu stunda nám við deild þessa í minnst 2 ár og sé próf þaðan skilyrði fyrir kennararéttindum. 2. í stað Kennaraskóla Is- lands komi 3ja ára mennta- skóli, er búi kennaraefni undir nám við Uppeldisfræðideild Há- skólans og veitir burtfararpróf þaðan aðgang að Uppeldisfræði- deild Háskólans og er skilyrði irnar nota einmitt slíka kapp- leika sem einskonar mælikvarða á atgerfi hver annarar, og hver metnaður þeim er í því hversu til tekst. Þið þurfið að taka betur á til þess að vera sanngjöm hlut- fallsm'ynd af því sem íslenzkt atgervi getur áorkað og þarf að geta áorkað, áður en farið er að senda sem „fylgiskjal" í önnur lönd um að hér búi kná- ir menn og vösk þjóð. Knattspyrna er þjálfun. Hún gengur ekki í arf. Bændumir íslenzku hafa staðið sig betur undir kring- umstæðunum1. Úrvalslið þeirra mundi mælast hlutfallslega betur en þið. Eða hvað haldið þið um sjó- mennina okkar? K;nnske er vert að skjóta því hér inn í þessa grein, að nokkur vafi kann að vera á því, að nógsamlega sé brýnt fyrir æskumönnum hér á landi, hver er megintilgangur íþrótt- anna. En það er uppeldið. Ungir menn eiga ekki að leggja stund á íþróttir íþrótt- anna vegna, heldur vegna sín sjálfra. þess, að nemandinn geti öðlazt kennararéttindi með prófi frá henni. 3. Heimavistir skulu vera bæði við menntaskóla kennara og Uppeldisfræðideild Háskól- ans. 4. öllum þeim kennurum, sem starfandi eru þegar Upp- eldisfræðideild Háskólans tek- ur til starfa, skal gert kleift næstu ár eftir að stunda nám við Uppeldisfræðideild Háskól- ans a,. m. k. eitt ár, og hafa þeir rétt til að ljúka þaðan prófi. Tillögum þessum fylgdi ítar- leg' greinargerð. Segir þar m. annars: „Kennarastéttinni er tví- mælalaust ljósara en öllum öðr. um, nauðsynin á stórlega. end- u rbættum menntunarskilyrðum kennara. Kennarastéttin veit og' skilur, að starf hennar er eitt hið allra vandasamasta við- fangsefni í þj óðfélaginu, og að þeir einir, sem hafa mikla æf- ingu, tækni og þekkingu, geta leyst það vel af hendi. Islenzku kennararnir hafa margoft látið þennan skilning í ljós á þing- um sínum og annarsstaðar í ræðu og riti, og þeir hafa um- fram allt sýnt hann í verki, bæði með því að leggja á sig erfiðar námsferðir til annara landa, oft með ærnum kostn- aði, og með því að fjölmenna hvað eftir annað á námskeið hér heirna1. Um 2. grein segir m. a.: „Við inntökupróf í Mennta- skóla kennara, sem þekkingar- lega yrði gagnfræðapróf, ætti að leggja aðaláherzlu á að bægja burtu hæfileikasnauðu fólki“. IV. Sambandið milli barnaskóla og framhaldsskóla. I þessu máli var svohljóð- andi tillaga samþykkt: „Fulltrúaþingið samþykkir að kjósa 5 manna milliþinga- nefnd, er vinni að auknu sam- starfi milli barnaskólanna og framhaldsskólanna, sérstaklega mennta. og gagnfræðaskóla. Skal nefndin sérstaklega vinna að því, að inntökupróf í fram- haldsskólana breytist til sam- ræmis við fullnaðarpyóf barna, og hæfileikar barna verði reyndir nýjum aðferðum, t. d. vitsmunaprófi. Ennfremur skal nefndin leggja áherzlu á það í starfi Þeim á að skiljast það, að í- þróttimar eru einskonar skóli, sem miða á að því að gera þá hvern um sig að nýtari manni: hraustari, sterkari, skjótari í hugsun og ályktun, áræðnari og djarfari, og hópíþróttum auk þess ætlað að gera menn fullkomnari til félagslegra á- táka. Og yfir öllu þessu svífur svo krafan sem mest ríður á um: krafan um fagran leik. Sambúðin milli íþróttafélag- anna hér í Reykjavík kynni að benda til, að þessi sjónarmið sé ekki nógu mikils ráðandi. Og þá jafnframt hitt, hvað skammt hefir verið komizt og hve lítil gróandin virðist vera í íþróttaafrekum um mörg ár, þrátt fyrir batnandi skilyrði um ýmsa aðstöðu frá því sem áður var. Annars ætti yfirstjórn í- þróttamálanna að vera svo sterk fyrir milligöngu íþrótta- sambands íslands, að það segði til um hverjir væru hæfir til að verða sendir í önnur lönd, sem einskonar fulltrúar hreysti og manndóms æskulýðsins á Islandi á hverjum tíma, avo einstakir æfintýramenn þyrftu sínu, að á skólakerfi landsins verði samþykkt þær umbætur, sem veiti öllum gáfuðustu börnum þjóðarinnar, sem! jafn- asta aðstöðu til framhalds- nánis, hvar sem börnin eru á landinu, og hvernig sem efna- hag þeirra er háttað“. V. Ríkisútbáfa skólabóka. Fulltrúaþingið lýsti einróma fylgi sínu við ríkisútgáfu skóla. bóka, en jafn eindregin mót- mæli komu fram gegn því, að sú útgáfa lenti í höndum st j órnmálaf lokkanna. Svohljóðandi tillaga var sam- þykkt: „Ef lög um ríkisútgáfu skóla- bóka ná ekki franf að ganga, felur fulltrúaþingið stjóm S. I. B. að rannsaka möguleika fyr- ir því, að kennarasambandið taki útgáfu skólabóka í sínar hendur, með einkaleyfi til út- gáfunnar eða án þess“. Fulltrúaþinginu var slitið með samsæti í hátíðasal Stúd- entagarðsins laugardagskvöldið 22. júní. 1 samsætinu barst fulltrúun- um boð frá forsætisráöherran- um og komu fulltrúar síðast saman í boði hans á sunnudag- inn kl. 4. Áður, eða fimmtud. 20. júní, hafði bæjarstjórn Reykjavíkur boðig fulltrúunum austur að Sogi. Skoðuðu þeir þar vatns- virkjunarsvæðið og sátu veizlu í Þrastarlundi. EinfiSld hrarivél í tilefni af smági’ein, „Ein- föld hrærivél“, í 26. tbl. Tím- ans, 25. júní sl., tel ég rétt að biðja Tímann fyrir eftirfarandi upplýsingar: Hrærivél af líkri gerð hefir verið notuð hér í Eyjafirði síð- astliðin 4—5 ár og er nú orðið víða notuð. Fyrstur manna í Eyjafirði gerði Stefán Jónsson bóndi á Munkaþverá sér slíka hrærivél, en hann sá fyrirmynd á tveim bæjum norður í Bárð- ardal, Mýri og Hvarfi, og hafði laginn maður þar í dalnum út- búið þær tunnur, en hvort hann hefir fundið þetta upp eða fengið hugmýndina að, er mér ókunnugt. Tunnur þær, er mest hafa verið notaðar, eru venjuleg steinolíuföt og trégrind smíðuð utan um þær, til að taka í þegar snúið er með höndum af ekki að standa í þessum vanda og þá oft til lítillar sæmdar. Eftir að þessi grein var skrif. uð, hefir farið fram kappleikur með úrvalsliði úr félögum hér í Reykjavík og þýzka kappliðinu. Verður að telja að úrslit hans hafi orðið vonum betri. Nú höfðu augu landans opn- ast fyrir því, að hraðinn væri atriði, sem taka þyrfti tillit til. Úrslitin urðu 2 : 1 og þykir það vonum minni ósigur. Hinu er ekki að leyna, að ís- lendingarnir fengu sitt eina mark úr vítaspyrnu. Án þessar. ar tilviljunar hefðu þeir vísast ekkert mark skorað. Ei vörnin var nú sterkari en áður og markvörðurinn stóð sig nú eins vel og hann hafði staðið sig lin- lega í næsta leik á undan. Er talið að hann hafi 49 sinnum haft hendur á knettinum til varnar þetta kvöld. Sýnir það glöggt hve sóknin var mikil af hálfu Þjóðverja. Sú ályktun, sem gjörð verð- ur eftir þessa fjóra kappleiki við Þjóðverjana, sem hér hafa farið fram, er þessi: Einstök félög á ekki að senda í önnur lönd. Okkur veitir ekki af að tjalda því skársta, sem! til er. Og er þó alveg á tak- mörkum að fært sé, eins og sakir standa. G. M. tveim mönnum. Er það að vísu fremur erfitt verk, en þó létt- ara en að hræra á palli og til muna fljótlegra.. Gegnum tunn- una gengur ás, sem hún snýst á og við hann fest mótstaða til að brjóta hræruna. Fyrir rúmu ári síðan lét svo Valdimar Antonsson bóndi að Stóra-Hálsi smíða sér hrærivél með mjög bættum útbúnaði og skal þeirri hrærivél lýst að nokkru. Tunnan er úr stáli og tekur ca. 400 lítra. Opið á tunnunni er um 1 al. á lengd og 12 þuml. á breidd og lokið fest með snerli þegar hrært er. Mót- staða er fest við ásinn líkt og á trétunnunni; sveif er á ás- endanum’ öðru megin og er hún notuð til að vinda. langan kað- al upp á tunnuna öðru mégin við gatið sem hræruefnið er látið inn um og hræran út. Kaðallinn þarf ekki að vera gildari en venjulegur reipakað- all. Undir tunnunni er pallur og borð á röð negld í kring á þrjá vegu, svo hræran fari ekki út af pallinum. í þessari tunnu má hræra í einu 16—20 fötur af möl, auk sements og vatns og er allt efn- ið sett í tunnuna í einu. Bezt mun að setja vatnið fyrst en sementið nálægt því þegar hálfnað er að láta mölina í. Að draga kaðalinn og þá um leið að snúa tunnunni, ersæmi- legur dráttur fyrir 1 hest, sé ekki upp í móti að fara. Stáltunnan hefir tvo aðal- kosti umfram trétunnu: hún er stærri og því afkastameiri og og sé steypan ekki höfð mjög þurr, tollir aldrei innan í henni eins og mjög vill verða í tré- tunnum. Nú í vor hafa svo fleiri kom- ið sér upp jámtunnu-hrærivél- um og er ein a. m. k. frá- brugðin að því leyti, að ásinn er ekki heill gegnum tunnuna, en í þess stað festir ásstúfar utan á tunnubotnana og mót- staðan er grindur sem! festar eru innan í tunnubotninn. Er óhætt að fullyrða, að þessar hrærivélar eins og þær eru beztar, spara margra manna vinnu og mikið erfiði, enda eru þær á góðri leið, hér í sveit, með að útrýma skóflu- hræru á pöllum. Væri gaman að vita hver hefði fyrstur gert slíka hræri- vél og eru línur þessar skrif- aðar að nokkru í því skyni, að varpa Ijósi yfir þroskaferil þessa nytsama áhalds. 1. júlí 1935. Garðaa- Halldórsson, Rifkellsstöðum. Kornræktin í Reykholti. Síðastlið- ið voi’ var hafin kornrækt t Reyk- holti og var þá sáð í ca. 4 ha. land. Heppnaðist sú tilraun allvel. Nú í vor var sáð í ca. 9 ha. land. Er útlit mjög gott um góða upp- skeru í haust. Stúlka dettur i hver. Á sunnu- daginn var vildi það slys til, að stúlka liéðan úr bænum féll í hver hja Grafarbakka í Hrunamanna- hreppi. Var hún í skemmtiferð á- samt, fleira fólki. Náðist hún fljót- lega upp úr hvernum, en hafði þá brennst allmikið. Var símað hing- að eftir iækni og sjúkrabíi, sem flutti stúlkuna suður. Liður henni nú sæmilega. Frá Raufarhöfn. Um helgina voru 14 þús. mál síldar lcomin á land í liaufarhöfn. Verksmiðjan vinnur úr 1000 málum á sólarhring í stað 800 mála, sem áætlað var. Nýlátinn er Tngimundur Sigurðs- son, bóndi að Snartarstöðum við Kópasker. Sanikomulag hefir náðst í vinnu- deilunni á Siglufirði. Hafa báðir aðiljar dregið nokkuð úr krófurn sínum, atvinnurekendur þó meira. í Austur-Skaftafellssýslu heflr dýr bítur gert töluverðan usla i vor. Er það mönnum allmikið áhyggju- efni, því lians hefir ekki orðið vart þar í sýsiu svo lengi, sem menn muna. Úr athugun Veðurstofunnar. Á athugunum, sem Veðurstofan hefir iátið gera víðsvegar á landinu, hyggir hún eftirfarandi niðurstöð- ur: — Vorgróður byrjar frá 5. ap- ríl til 16. maí, að meðaltali þ. 2. maí (30 stöðvar), og er það um hálfum mánuði fyrr en 5 ára með- altal. — Túnávinnsla byrjar frá 1. til 16. maí, að meðaltali 6. maí (17 stöðvar), og er það rúmlega viku síðar en 5 ára meðaltal. — Túna- hreinsun byrjar frá 3. maí til 7. júní, að meðaltali 23. maí (10 stöðvar). — Kartöflur settar niður frá 29. apríl til 30. maí, að meðal- tali 18. maí (20 stöðvar, og er það nálægt maðallagi. — Rófufraai sáð frá 2. maí til 10. júní, aö msðal- tali 20. maí (14 stöðvar). — Kar- töflugras kemur upp fró 15. maí til 11. júní, að meðaltali 31. mai (13 stöðvar). Brúin á Skjállandafljóti. Um helgina kom þrímatrsað vélskip frá útlöndum til Húsavíkur með trjá- við í brúna, sem byggja á yfir Skjálfaridafljót. Skipið var affermt \ið nýju liafnarbryggjuna. Seinasti sýslufundur Eyfirðinga ákvað að leggja fram úr sýslusjóði 5000 kr. til byggingar bókhlöðu á Akureyri til minningar um Matt- hías Jochumsson. Var gert ráð fyr- ir að borga 1000 kr. árlega og fer fyrsta greiðsla fram í ár. Fylgispakur kópur. Teitur Stef- ánsson, trésmiður á Akranesi, bjargaði selkóp 23. mai sl. frá nokkrum drengjum, sem voru að kasta steinum í hann, þar sem hann lá uppi á klettum. Sá Teitur stóran stein lenda í kópnum gekk að og náði dýrinu, bar það heim til sín og nærði á mjólk. Téitur vigtaði kópann og reyndist hann þá 10 kg.; en 24. júní var hann orðinn 13,5 kg. Hann étur nú nýjan fisk, síld o. fl. — Teitur fer öðru hvoru með kópinn í sjó, en hann fæst ekki til að synda nema Teitur vaði og fylgir hann þá fót- um Teits, en fer í land um leið og hann. Virðist hann una hag sínum vel hjá Teiti og þekkja hann greinilega frá öðrum mönnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.