Tíminn - 28.08.1935, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.08.1935, Blaðsíða 2
146 TlMINN Störf Fiskimálanefndar, markaðnrinn í Suður-Ameríku o. fl. Fráaðgn fulltrúa S.I.8. i nefndlnnl og viðtal við fyrv. sendiherra Islands og Danmerkur I Brasilíu Tíminn heí'ir nýlejja átt tal við Pálma Loftison forstjóra, til að fá fréttir um störf Fiski- rnálanefndar. En Pálmi er í nefndini, sem fulltrúi Sam- bands ísl. samvinnufélaga. — Útlitið er þannig, segir Pálmi, að enginn gengur þess dulinn, að ekki eru glæsilegar liorfur um sölu á fiskfram- ieiðslu okkar. I fyrsta lagi er um að kenna hinni almennu innilokunarstefnu, sem nú geng- ur yfir um allan heim. Einnig veldur það miklu, að þau fáu íönd, sem að undanförnu hafa keypt saltfiskframleiðslu okkar að miklu eða öllu leyti, auka nú stöðugt sína eigin framleiðslu á því sviði með eigin skipum. — En veldur ekki einhæfnin í fiskframleiðslu okkar nokkru um það, hve sölumöguleikarnir eru slæmir? — Jú, og einmitt þetta er Fiskimálanefndinni fullkomlega ljóst. Vinnur hún að þvi eftir inegni, að skapa nýja sölu- möguleika með því að auka fj ölbreytni fiskframleiðslunnar. En sökum þess, að einhæfnin í íiskframleiðslu okkar hefir verið mikil — mestallt salt- fiskur — tekur það langan tíma og mikla fyrirhöfn, að vinna örugga markaði í þeim löndum, sem vilja fá fiskinn óðruvísi meðhöndlaðann. Hefir l’iskimálanefnd hafið starfsemi á þessu sviði og gert tilraunir vm nýjar verkunaraðferðir tii að skapa nýja markaði í þeim löndum, sem ekki hafa keypt fisk af okkúr áður. — Er um margháttaðar til- raunir að ræða og er útlit fyr- ir að þær geti komið sjávar- útveginum að verulegu liði? — Af þeim tilraunum um breyttar verkunaraðferðir, sem nefndin hefir með höndum og almenningi er að einhverju leyti kunnugt um, má fyrst nefna herzlu á fiski. Hefir bæði verið hertur bútungur („rund“- fiskur) og flattur fiskur í húsum og úti. Eru góðar horf- ur um: að þessi tilraun ætti að gefast ágætlega og verðið á hertum fiski verði a. m. k. sambærilegt við söluverð á saltfiski. Annars er þess að vænta, að út komi bráðlega op- inberar skýrslur um þetta at- riði. — Hvernig gengur með hraðfrysta fiskinn? — Nýja dagbl. birti nýlega ýtarlega grein um þetta efni og er litlu þar við að bæta. — Nefndin keypti sl. vetur hrað- frystistöð Ingólfs G. S. Espho- lin í Rvík, og nú eru vonir um samningsbundna sölu á hrað- frystum fiski til annara landa, sérstaklega Englands. Er búið um fiskinri í loftþéttum pökk- um, (V2—6 kg. að þyngd), sem ætlaðir eru til smásölu beint til neytenda. Má geta þess, að horfur eru ágætar unr að þessi framleiðsla ætti að vinna sér erlendan markað. — Hafa ekki verið gerðar neinar tilraunir um niðursuðu á fiski? — Jú, nefndin hefir með höndum. ýmsar athuganir um niðursuðu á fiski; einkum upsa. Eins og kunnugt er, hef- ! ir upsinn verið að heita má : v erðlaus svo að togurum hefir | jafnvel ekki þótt borga sig að í hirða hann. í sumar var gerð I tilraun með að herða upsann og er sýnt, að á þann hátt má fá fyrir iiann góðan og arðbæran markað. — Aðrar þjóðir, eink- um Danir og Þjóðverjai- sjóða niður upsa, sem þeir lita í dós- um (Seelachs). Einnig búa þeir | til úr honum kæfu. Er iðnaður þessi talinn borga sig vel og ætti ekki síður að geta orðið okkur arðbær þar sem við höf- um miklu greiðari aðgang að auðugum upsamiðum. — Hefir nefndin gert til- raunir til að vinna aukinn markað fyrir ísaðan fisk? — Já, nefndin hefir unnið að því og auk þess gert tilraunir um bætta meðferð á ísuðum fiski í kössum, en hvað með- ferð á honum snertir stöndurn við öðrum þjóðum, sérstaklega Dönum og Norðmönnum langt að baki. Fiskur sá, sem þann- ig er fluttur út héðan, er tek- inn úr kössunum erlendis og seldur á opnum markaði eins og hver annar togarafiskur. Aftur á móti ganga Norðmenn og Danir þannig- frá sínum kassaísfiski, bæði hvað snertir flokkun og aðra meðferð, að kassarnir eru ekki tæmdir á (pnum markaði, heldur gengur fiskurinn í óbreyttu ástandi til neytendanna. — I hvaða löndum leitar Fiskimálanefndin aðallega fyr- ir sér um nýja og aukna mark- aði ? — Leitast er fyrir um mark- aði fyrir frystan og nýjan fisk í Belgíu, Hollandi og Frakk- landi; hraðfrystan fisk, aðal- iega í Tjekkoslovakíu, Sviss, Póllandi og Englandi og einnig ei unnið að því að fá markað iyrir saltfisk í Suður-Ameríku. — Hefir nefndin fleiri til- raunir megj höndum. — Já, hún hefir ýmislegt fleira á prjónunum, sem ekki er komið svo langt, að rétt þyki að birta almenningi fyrst umí sinn. Annars hefi ég greint yð- ur frá verkefnum nefndarinn- ar í stórum dráttum og get bætt því við, að góðar horfur eru á um það, að árangur geti af þeim orðið og starf nefndar. innar þannig náð tilgangi sín- um. F. C. B. Boeck, sendiherra íslendinga og Dana á Spáni og Portúgal, dvaldi hér á landi nokkra daga í sumar til þess að kynnast landinu og atvinnulíf- inu hér. Áður hefir hann verið sendihei'ra í Brasilíu í 5 ár. Timinn hitti hann að máli og spurði hann tíðinda. — Mig langaði til þess að kynnast Islandi eitthvað áður en ég færi til Spánar, þar sem Island hefir svo mikil við- skipti þar. Ég hitti Harald Guðmundsson ráðherra í Kaup- mannahöfn og bauð hann mér með sér hingað til Islands og er ég honum sérstaklega þakklát- ur fyrir það. Ég hefi verið hér í viku, skoðað það sem ég hefi getað af landinu, og kynnt mér atvinnulífið, sérstaklega fisk- framleiðsluna, og talað við stærstu fiskútflytjendurna, Fisksölusambandið og ýmsa stærri verzlunarmenn og rætt við þá um útflutninginn til Spánar og verzlunina við Suð- urlönd. — Þér hai'ið verið lengi í Brasilíu. Eru möguleikar fyrir okkur Islendinga að selja nokkrar vörur þangað? — Já, Brasilíubúar kaupa t. d. mikið af saltfiski. Fyrir nokkrum árum keyptu þeir 46 —50 þúsund tonn á ári, en nokkru minna nú, sökum kreppunnar. Um 50% af öllum þeim saltfiski, sem þeir kaupa, er frá Nýfundnalandi, en hitt mest frá Noregi og Skotlandi. Sá fiskur, sem fluttur er inn frá Skotlandi, er mest allt ís- lenzkur fiskur, sem að ein- hverju leyti er verkaður þar, (n síðan fluttur til Brasilíu sem skozkur fiskur. — Fiskur, sem á að seljaast til Brasilíu, verður að vera sérstaklega vel þurrkaður og vel um búinn i kassa. — Er mikið keypL af niður- ■oðnum fisiki í Brasilíu? — Já, töluvert. Alstaðar ber fyrir augun niðursuðuvörur, hvar sem komið er á landinu. Fiskur er tæpast borðaður nema annaðhvort saitaður og þurrkaður, eða niðursoðinn. Það ei', sem sagt, mjög mikill markaður fyrir fisk í Brasilíu. — Ilvað getið þér sagt um starfið á Spáni? — Ekkert að svo stöddu. Ekkert annað en að ég verð bú- settui- í Madrid, en er jafn- framt sendiherra í Portúgal og verð því öðru hvoru að vera í Lissabon. — Hvemig lízt yður á Is- land sem ferðamannaland ? — Alveg prýðilega. Island er ákaflega fallegt, litimir eru óviðjafnanlegir, fjöllin tignar- leg og loftið tært. Sólarlagið á Þingvöllum er ógleymanlegt. Svo eru húsakynni hér prýði- leg og maturinn ágætur, svo að fólk, hvaðan sem er úr heim- inum, ætti að geta verið hér ánægt. Ég hefi mætt hér sér- stakri gestrisni og vinsemd; og það er einlæg ósk mín og von, að geta komið hingað aftur áð- ur en langt um líður, með konu mína. Og að síðustu vil ég biðja yður að flytja öllum þeim, er greitt hafa götu mína, alúðar- kveðju og þakklæti, segir sendiherrann. t Sigurður Oddsson á Dagverðareyri Fæddur 7. okt. 1851. lláinn 5. ágúst 1935. Með honum er fallinn í val- inn einn af þeirri kynslóð, sem nú er á förum, þeirri kynslóð, sem háði úrslitabaráttu okkar í sjálfstæðismálinu við Dani og | baráttu fyrir bættri verzlun, með því að brjóta niður vald útlendu selstöðukaupmannanna, og byggja upp samvinnufélags- skapinn. Sigurður var fæddur að Dag- verðareyri við Eyjafjörð. For- eldrar hans voru þau Oddur Jónsson bóndi á Dagverðareyri og Ambjörg Jónsdóttir kona, hans. Kona Sigurðai' var Rannveig Jónsdóttir, sem látin er fyrir nokkrum árum. Bjuggu þau hjónin á Dagverðareyri allan sinn búskap. Þau eignuðust 4 börn, er öll lifa: Kristján, kenn. ai-a og- bónda á Dagverðareyri, Jón, ljósmyndara á Akureyri, Arnbjörgu, heima á Dagverðar- eyri og Maríu, ekkju á Möðru- völlum í Hörg'árdal. Á Dagverðareyri hafa feður Sigurðar búið hver fram af öðrum í marga liðu og hafa allir verið annálaðir dugnaðar- og framfaramenn, hver á sín- um tíma. Sigurður var greindur mað- 1 ur og fróður um margt, kunni j hann frá mörgu að segja, sem1 nú er fyrnt orðið. Fylgdist hann og vel með öllu, sem fram fór á sviði þjóðmálanna og skip Morgunblaðið um Sláturtíðin hér sunnanlands er nú að byrja, og nú er líka á ný hafin hin skipulagsbundna rógsherferð íhaldsblaðanna til að spilla fyrir kjötsölunni eins og í fyrrahaust. Starfsemi þessi byrjar á því, að Sigurður Kristjánsson, höfundur mosa- greinarinnar, sem á Alþingi greiddi atkvæði gegti kjötlög- unum, ber fram ósannar full- yrðingar um það, að bændur hafi ekkert haft upp úr lögun- um og jafnvel fengið lægra verð en áður. Samhliða flytur Eimreiðin nýjar leiðbeiningar um notkun fiskætis. 22. þ. m. birtist svo í Mbl. löng grein með fyrirsögninni: „Kjötsalan og skipulagið. — Geta bændur til lengdar lifað á blekkingum stjórnarblaðanna?“ Nokkur at riði úr þeirri grein skulu tekin hér til athugunar. Kjötverðið, sem allir „mættu vel við una“. Morgunbl. segir: „Það væri vel farið, ef-- hið nýja skipulag kjötsölunnar hefði fært þeim (þ. •. bændum) 12—25% hærra verð fyrir irbfr sláíurtíðina kjötið en áður, því að þá mættu allir vel við una*)“ . . Þessi yfirlýsing Mbl. er tals- vert fróðleg, því að hún sker úr um það, hvað íhaldinu finnst vera viðunandi kjötverð til bænda. íhaldið lýsir hérmeð yfir því, að það telji að bænd- ur megi „vel við una“, ef þeir fái nú, eftir að kjötlögin komu til framkvæmda, 12-—25% hærra verð en þeir fengu áður en kjötlögin vom sett. Haustið 1933 fengu bændur fyrir kjöt markaðsverð, sem héi' segir: Innanlandskjöt (af Suð- urlandi)............68 aur. Freðkjöt (útflutt) 78 aur. Saltkjöt (útflutt) . . 58 aur. Verðið, sem Mbl. segir að bændur megi vera ánægðir með, er þá þetta (fyrri talan mið- uð við 12% hækkun og síðari talan við 25% hækkun, sem Mbl. virðist telja mjög vel við- viðunandi) : Innanlandskjöt (af Suðurl.) 761/a—** *■ *) Leturbr. 'fímwu. Freðkjöt (útfl.) S73/4—97l/> a. Saltkjöt (útfl.) 651/4—721/2 a. Hið raunverulega verð, sem bændur nú hafa fengið, er 86 aurar fyrir innanlandskjöt (af Suðurlandi), 81 eyri fyrir út- flutt freðkjöt og 681/4 eyrir fyrir útflutt saltkjöt. Eftir áðurnefndri yfirlýsingu Mbl. um hvað sé „vel viðun- andi“ kjötverð, hafa þá sunn- lenzku bændumir í ár fengið meira en þeir þurftu, og sömu- leiðis saltkjötsbændurnir, ef miðað er við 12% hækkun, en á útflutta freðkjötinu virðist Mbl. álíta, að verðið þurfi að hækka enn um a. m. k. 61/4 eyri, sem væntanlega ætti þá að taka af sunnlenzku bændunum. Það er þá líklega þetta, sem Jón í Dal og hans nótar kalla ,,fiamleiðsluverð“ kjötsins! „Sæmileg útkoma skipu- lagsins*. Síðar í greininni stendur: „Segja mætti, að þessi út- koma fyrsta árs skipulagsins væri sæmileg, ef innlendi mark- aðurinn hefði ekki beðið neinn hnekki við verðjöfnunarskatt- inn*). því að þá hefði það unn- *) Leturbreyting Timans. izt, að verðjöfnunarskatturinn, sem tekinn var af innlendu söl- unni, hefði bætt upp verðfall það, sem varð á erlenda mark- aðinum*)“. Hér slær blaðið enn af verð- kröfunum fyrir hönd bænd- anna. Eftir þessu hefðu þeir, sem1 flytja kjöt út, „mátt vel við una“, ef þeir hefðu fengið bætt upp verðfallið, sem! varð á er- lenda markaðinum, þ. e. fengið sama verð og haustið 1933! Og sunnlenzku bændurnir ináttu eftir þessu „vel við una“, „ef innlendi markaðurinn hefði ekki beðið neinn hnekki við verðjöfnunarskattinn". Eftir þessum hugsanagangi Mbl. mega þá allir bændur „vel við una“ og meir en það. Þeir, sem út flytja,hafa fengið meira en sem nam verðfallinu á er- lendum rriarkaði. Sunnl. bænd- ur hafa sinn innlenda markað óskertan, þrátt fyrir „verð- jöfnunarskattinn“**), og hafa *) Lpturbreyting Tímans. **) Við síðustu mánaðamót voru um 2% af kjötframleiðslu síðasta ár» óselt í landinu, meet af full- orðnu fé. Má nú heita selt. auk þess fengið 18 aurum hærra verð en haustið áður. Og samt skammast Mbl. mennirnir út af kjötlögunum og þykjast vera óánægðil- fyrir hönd bænda! Vísvitandi blekkingar Morgunbl. Þá gerir Mbl. sérstaklega að umtalsefni kjötverðið til bænda í Sláturfélagi Suðurlands s.l. haust — og þykist vilja benda á ósamræmi í skýrslu kjötverð- lagsnefndar annarsvegar og grein Páls Zophóníassonar í Tímanum hinsvegar. Um þetta segir blaðið m. a.: „Páll Zophóníasson, núver- andi formaður kjötverðlags nefndar, segir í grein í Tímán- um nýlega, að innlenda verðið til bænda á 1. fl. dilkakjöti hafi sl. haust verið 92 aurar pr. kg. En í skýrslu kjötverðlagsnefnd. ar segir, að verðið til bænda í Sláturfélagi Suðurlands hafi verið 86 aurar pr. kg.“. 1 þessu er ekkert ósamræmi. P. Z. tilgreinir verðið á 1. fl. dilkakjöti, þ. e. 12 kg. kropp- um og þyngri. Kjötverðlags- nefndin tilgreinir meðalverð alls kjöts af kroppum yfir 10 kg. Og það ætti Mbl. að vita, að Athugmmd um vegabætur á Héraði Það er sérstaklega vegar- spottinn á milli Egilstaða og Ketilsstaða á Völlum, um 7 km. að lengd, sem við undirritaðir leyfum okkur að gera hér að umtalsefni, þar eð vegarkafli þessi mun vera sérstakur i sinni röð að frágangi, en liggur þó miðleiðis á Héraði og er til- tölulega fjölfarnastui' af veg- um þaU bæði með hesta og bíla. Síðastliðið haust og í sumar hafa verið gerðar þær bætur á vegi þessum sem við vægast sagt teljum mjög vafasamar og gera hefði mátt miklu betur með sama tilkostnaði. Vegabætur þessar hafa ver- ið í því fólgnar, að ofan í veg- inn hefir verið borin svo gróf möl, að ótrúlegt er, að hún skuli hafa verið valin af vön- um verkstjórum, þar sem' nóg er af fínni möl fyrir hendi. Auk þess hefir illa verið jafnað úr hlössum og líkast til alls ekki verið rakað yfir veginn, því að hann líkist mest stórgrýtisurð. Kveður svo rammt að, að bílstjórar kvarta. undan mikl- um hristingi og miklu sdti á bíldekkum á vegi þessum, og þá getur hver hugsandi máður ímyndað sér, hvernig er að fara um veginn á hestum'. Þarna velta hófar hestanna á stærðar hnullungum, sem liggja svo þétt, að hestarnir vita varla, hvar þeir eiga að bera niður fætuma. Hver hestur kveinkar sér á vegi þessum, maður sér blátt áfram blessaðar skepnumar taka út við að fara þennan veg, en fyrir hestaeigendur og dýra- vini er það hreinasta kvöl að sitja á hestum sínum þessa leið, auk þess sem eigi verður farið greitt. Hestar, sem notað- ir eru mikið á svona vegi, verða bæði kargir og fótaveikir, og er þá illa farið, ef „vegabætur" aði sér jafnan í sveit hinna frjálslyndu og framsæknu manna. Við, sem kynntumst Sigurði sál„ munum æfinlega minnast hans með þökk og' virðingu. Jóh. Eiríksson. mikið af kjöti Sf. Sl. kemst ekki í 1. flokk. Enda er blekk- ingin sjálfsagt framsett vísvit- andi. Mbl. heldur því hinsvegar íram gegn betri vituna, að „mismunurinn“ stafi af pví, að of lágt verð hafi verið reiknað fyrir gærur og P. Z. hafi ekki tekið tillit til þess. En það hefir P. Z. einmitt gert. Sf. Sl. reiknaði sem sé 1. fl. kjöt til bænda á 96 aura pr. kg. Þar af voru raunverulega 4 aurar tilfærðir frá gæruverði. Þess vegna var hið raunveru- lega verð fyrir 1. flokk 92 aur- ar eins og P. Z. segir. En meðalverð 1. og 2. flokks var ekki nema 86 aurar, eins og segir í skýrslu kjötverðlags nefndar. Þetta sama meðalverð (1. og 2. fl.) var ekki nerna 68 aurar haústið 1933. Hagn- aður af kjötlögunum þannig 18 aurar pr. Lg. Þetta skilja sjálfsagt allir, jafnvel ritstjórar Morgunblaðs- ins. Ái'ásiriiar á Helga Bergs Þó heldur Mbl. áfram sama söngnum og í fyrra umi það, að bændur á Suðurlandi séu, vegna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.