Tíminn - 28.08.1935, Blaðsíða 1
©jaíbbagt
b i a 6 jj i r, p et I. Jéoi
I&Eaattautfun foatac 7 {*•
^fereifrsfc*
®8 lnníjclmta á iaagaoeg 10.
€iml 2353 - Póot&iii 6&*
XIX, árg.
Reykjavík, 28. ágúst 1935.
36. blað
Hin nýja fiskíramleiðsla (hraðfrysting), sem Fiskimála-
nefndin er að gera tilraunir með, til söiu erlendis. Myndin
sýnir umbúðir og innihald úr '/> kg. pakka af hraðfrystum
fiski. Sbr. grein á öðrum stað í blaðinu.
Afbrot og
álmenningsálit
Tveir lyfsalar, annar sunn-
an~, hinn norðanlands, eru
kærðir fyrir það, að hafa
smyglað inn vínanda undir
fölsku nafni.
Þetta vekur þó enga sérlega
undrun manna, á meðal. Á al
mannafæri kveður við „að
þetta hafi svo sem verið auð-
vitað“, eða eitthvað á þá leið.
Og aðeins örfáir menn virðast
gera sér það ljóst, að hér sé
annað en næstum því mein-
laust spaug' á ferðum.
Miklu betur myndi það svala
nýungagirni manna, ef inn-
brotsþjófur hefði brotið stóra
spegilglerrúðu í einhverri
verzlun og stungið upp ramm-
læstan peningaskáp, þótt hann
iiefði lítið fé borið úr býtum.
En næðist innbrotspjófurinn
og það kæmi í ljós, að hann
væri sæmilega vel metinn borg-
ari, þá væri honum fyrirlitning
og fordæming vís, fyrir að
hafa getað lagt sig niður við
atvinnu af þessu tagi í hjá-
verkum sínum. Og væri mað-
urinn það sem kallað er
„menntaður maður“, þá þætti
fyrst kasta tólíunum. Þá gætu
allir góðir borgarar tekið undir
með sálmaskáldinu:
„Ég sló þá á mitt lær
er ég sá þetta.“
Hér virðast brasköldur ófrið-
aráranna hafa borið þá skoðun
á land, og hún náð sér of al-
mennt niðri, að sum brot gegn
hegningarlögunum séu ekki
sérlega glæpsamleg, heldur eig-
inlega „fínt sport“, sem sé
fjárvænlegt og því býsna aðdá-
unarvert, meðan það heppnast,
en hættan ekki stórkostleg,
þótt upp komizt, samanborin
við hagnaðinn.
Slíkur hugsunarháttur er
allt of almennur í sambandi
við allskonar „spekulationir“,
gerðar í því skyni, að auðgast
skjótlega; allskonar fjárpretti,
fjártöku úr eigin hendi,
smygl, víxilriddaramennsku o.
s. frv.
Ein mesta lífsnauðsyn ís-
lenzku þjóðarinnar er sú, að
þessi hugsunarháttur breytist.
Og hér þarf annaðhvort eða
hvorttveggja, að breyta hegn-
ingarlöggjöfinni til íþyngingar
við gróðabrallsmenn, eða má-
ske breytingu á úreltum hugs-
unarhætti aldraðra, dómára,
sem álíta t. d. sauðaþjófnað
frá einstaklingi hættulegri, eða
óvirðulegra, athæfi, en gróða-
brallsafbrot, er veltur e. t. v.
á tugum þúsunda og snertir
bókstaflega allþ, þjóðfélagið,
veldur því oft stórtapi beinlín-
is og enn meiru óbeinlínis, með
skaðvænu fordæmi, sem stein-
steypir tilfinningar yngri og
eldri fyrir þeim mun sem er á
réttu og röngUj sé einhver
hagnaður í aðra hönd.
Hestamarkað-
ur i Danmörku
Með Gullfossi kom hingaö
til Reykjavíkur hr Chr. Hei-
den, fulltrúi D. A. K. (Danske
A ndelssvineslagteriers Ködop-
skæringsfabrikker), sem1 er
langstærsta samband sinnar
tegundar í Danmörku. Eru í
]'ví 13 svínasláturfélög. Meðal
annarrar framleiðslu þessa
risiafyrirtækis, eru allskonar
bjúgu. En félagið er svo
voldugt, að það seilist ekki ein-
ungis til Norðurálfuianda með
þessa og aðra framleiðslu sína,
heldur keppir í Bandaríkjun-
um við tröllið Swift & Armour.
Tíminn hefir nýlega haft tal
af hr. Heiden.
— Er það satt, sem við höf-
um heyrt, hr. Heiden, að þér
séuð hér komnir til þess að
líta á hesta?
— Já, ég líitti Jón Árnason
fi'amkvæmdastjóra í vetur og
hann bar upp þá hugmynd, að
selja íslenzka hesta til sam-
vinnufélaganna í Danmörku.
Sambandið íslenzka og sam-
vinnufélögin dönsku önnuðust
verzlunina, svo að hestarnir
færu beint frá íslenzkum selj-
anda til dansks bónda, án „að-
stoðar" hinna venjulegu milli-
liða. Ættu þá báðir að komast
að betrj kaupum en áður, ís-
lenzki og danski bóndinn. Auð-
vitað mun verða leitazt við að
velja úr hestum til þessara við-
skipta. Myndi það þá herða á
íslenzkum bændum að leggja
rækt við góða kynstofna, svo
að kaupandi gæti sem fljótast
farið að reiða sig á, að ís-
lenzkir hestar væru góðir
vinnuhestar. En í byrjun verða,
sjálfsagt nokkrir örðugleikar á
þessu, því að danskir hesta-
kaupmenn bjóða nú íslenzka
hesta til sölu í Danmörku við
mjög lágu verði.
— Hafa ekki danskir smá-
býlabændur keypt töluvert af
íslenzkum hestum?
— Fyrr á árum. En fyrir
það tók mjög, er hestar frá
Póllandi og Lithaugalandi fóru
að flytjast til Danmerkur. Þeir
eru miklu stærri — (6IV2—66
þml.) — og þrekmeiri en ís-
lenzkir hestar, og aðeins um 50
kr. dýrari.
— Eru þá íslenzkir hestar
samkeppnisfærari nú ?
— Já, m. a. af því, að inn-
flutningur hesta er nú mjög
takmarkaður frá Póllandi og
Lithaugalandi. Og í rauninnf
hæfa íslenzku hestarnir ágæt-
lega smábýlisbóndanum
danska Ilann fer líka skyn-
samlegar með þá en nokkrir
aðrir rnenn í Norðurálfu, það
er mér óhætt að fullyrða. Hann
gefur þeim nægan tíma til
]>ess a.ð venjast loftslags- og
fóðurbreytingum, en slíkt er
afar mikilvægt. Og haust-
keyptur hestur er vart þekkj-
anlegur að sumri, enda er það
ótrúlegt, sem íslenzki hestur-
inn afkastar í höndunum á
dönskum bónda.
— Kaupið þér nú í umboði
Framh. á 4. »íðu.
A víðavangi
Leiðrétting.
1 grein Páls Zophóníassonar:
„Kjötsalan“, í nýútkomnu
blaði af Tímanum, hafa fallið
niður nokkur orð í 1. d. 4. síðu,
og getur það valdið misskiln-
ingi. í greininni átti að standa:
,,— — kaupmennirnir slátr-
uðu margir hverjir ekki nema
liluta af því, sem þeim var
leyft, eða eins miklu og þeim
var leyft að selja á innlenda
markaðinum. Af þessu leiddi,
að þeir áttu ekki nema 9,4% ]
af (öllu útflutta kjötinu, en ca.
20% af) öllu sláturfénu. —
Ilverjum manni má því vera
ljóst, að í þetta sinn seldu þeir
hlutfallslega meira á innlend-
um markaði en félögin og
hefðu því átt að geta gefið
hærra verð“.
Orðin, sem niður féllu, eru
hér prentuð innan sviga.
Andradeilan leyst.
Samkomulag náðist í Andra-
deilunni í gær.
Lagði sáttasemjarj ríkisins
tillögur sínar fyrir fulltrúa
beggja aðilja í gær. Voru þær
samþykktar af báðum, þó með
þeim fyrirvara af fulltrúum
Félags járniðnaðarmanna, að
tillögurnar yrðu samþykktar
af félagsfundi.
Var haldinn fundur í Félagi
iárniðnaðarmanna í gærkveldi
og samþykkti hann tillögurnar.
Aðalatriði samkomulagsins,
sem náðst hefir með tillögum
sáttasemjara, eru þessi:
Verksviftingu og verkfalli
verður aflétt.
Félag járniðnaðannanna lofi
því, að gera ekki eftirleiðis
verkfall til að hafa áhrif á,
livar viðgerðir skipa verða
íramkvæmdar, þar til Alþingi
setur lög, sem lúta, að viðgerð-
um skipa.
Báðir aðiljar lofa að beitast
fyrir því, að viðgerðir skipa
verði framkvæmdar í landinu.
Allir nemendur, sem voru í
vinnu, þegar verkfallið hófst,
verða teknir í vinnuna aftur.
Þar sem samkomulag er
íengið, hefst vinna í dag í
verksmiðjunum og Slippnum!.
Karfaveiði.
Ríkisverksmiðjurnar hafa
boðið Fiskimálanefndinni að
kaupa karfa af tveim togurumi
fram til 15. sept. fyrir kr. 4,00
málið.
Hefir náðst samkomulag um
það, að togararnir Snorri goði
og Gulltoppur taki að sér að
stunda veiðarnar. — Munu
ríkisverksmiðjurnar greiða kr.
4,00 fyrir málið af karfanum,
en verði halii á rekstrinum,
hefir Fiskimálanefndin ákveðið
að standa. straum af honum, þó
ekki meiru en sem svarar kr.
0,50 á mál. Verður það greitt
af ]>ví, sem hún hefir undir
liöndum og verja skal til mark-
aðsleita og nýrra verkunarað-
ferða. Áðurnefndir tveir togar-
ar munu, ásamt togaranum
Sindra, sem búinn er að stunda
þessa veiði í nokkurn tíma með
ágætum árangri, leggja karf-
ann upp á Sólbakka. — Hefir
Sólbaklc a verksmiðj an alveg
nýlega fengið ný tæki til þess-
arar framleiðslu og getur því
afkastað mun meiru en áður.
Ferðalög til útlanda.
Vísir hefir nú nýlega gert
að umtalsefni ferðir núverandi
ráðherra til útlanda. Telur blað-
snepill þessi óþarft að láta ráð-
herrana hafa erlendan gjald-
eyri til slíkra ferðalaga og hef-
ir um það mikið orðagjálfur.
Það liggur nú raunar í augum
uppi, að ef nokkrir menn hafa
á annað borð erindi til annara
landa, þá eru það fyrst og
fremst þeir, sem eiga að hafa
á hendi æðstu stjóm á málefn-
um þjóðarinnar. Hitt væri
sönnu nær að finna að því, eins
og utanríkismálin nú eru orðin
nmfangsmikil, að ráðherramir
verðu of litlum tíma til utan-
ferða, því að eins og nú standa
sakir, ríður áreiðanlega ekki
minna á því, að ríkisstjómin
fylgist með úrlausnarefnum er-
lendis en landsmálunum hér
heima fyrir.
En úr því að tilefni gefst úr
þessari átt, er ekki úr vegi að
fara nokrum orðum um þá
gjaldeyrisnotkun til utanferða,
sem nú á sér stað, því að þar
er áreiðanlega um að ræða
talsvert af ferðalögum, sem
þjóðin hefir næsta lítið gagn
af. Það er t. d. mjög vafasamt
gagn eða sómi að því fyrir
þjóðina að verja erlendum
gjaldeyri til að senda utan
fjölmenna knattspyrnuflokka
til þess að keppa við erlenda
knattspyrnumenn, án þess að
hafa nokkur skilyrði til þess að
geta haldið hlut sínum og frem.
ur hljóta að rýra en auka það
álit, sem útlendingar hafa haft
á manndómi og atgerfi íslend-
inga. Þá er hitt í mesta máta ó-
viðkunnanlegt, enda þar ekld
lítið í lagt, að senda utan
marga tugi af kaupsýslumönn-
um! til þess að útvega ný verzl-
unarsambönd í miður nauðsyn-
legum vörum, sem bezt væri
fyrir þjóðina að vera alveg laus
við á þessum vandræðatímum.
En slíkir legátar hafa nú í vor
og sumar verið á flökti suður
um alla álfu og eytt stórfé
Mættu gjarnan vera meiri
hömlur á ferðum þeirra.
Þegar hann „gat ekki
orða bundizt“.
Það er býsna afkáralegt að
heyra, hvernig niðursetningur
Kveldúlfs (höf. mosagreinar-
innar) hrín í Mbl. í vikunni
sem leið, út af greininni „Þeir
munu ógildir falla“, í síðasta,
blaði Tímans.
Og nærri mun nú láta, að
„öll Reykjavík hlæit;, þegar
]>essi kámugasti sorpritari í-
haldsins, að Magnúsi í Storm-
inúm ekki undanteknum, lætur
letra stórum stöfum yfir
marga Morgunblaðsdálka: „Ég
get ekki orða bundizt“!!
Því hver er sá, sem frá fcann
að segja, að téður sorpritari
hafi nokkurntíma getað orða
bundizt? Hefir hann ekki á Al-
þingi vaðið elginn um hin ó-
skyldustu mál, án þess að sjá-
anlegt væri að hann hefði þar
nokkurn skapaðan hlut til
brunns, að bera, nema fram-
hleypnina eina og sjúklega
löngun til að sparka úr ldauf í
menn og málefni? Hefir hann
ekki sjálfur, vegna æstra
skapsnfuna (að því er hann
sjálfur segir) gert sig sekan í
svo fáránlegum munnsöfnuði
um þá stétt, sem hann á líf
sitt að launa, að ekki hefir
annað tjáð en að biðja fyrir-
gefningar á fjölmennum mann-
fundi? Var hann ekki sendur
burt úr bænum í fyrTavor af
sínum eigin flokksmönnum, til
þess að koma í veg fyrir, að
hann spillti fyrir sjálfum sér
í kosningunum, með því að
minna á þá seinheppilegustu
liðsemd, sem Morgunblaðinu
hefir verið veitt?
Hefir hann ekki orðið upp-
vís að því í blaðagreinum nú
nýskeð, að bera fram svo blá-
köld og auðsæ ósannindi um
skjalfestar staðreyndir, að
jafnvel flokksmenn hans rekur
í rogastanz og segja að mað-
urinn hljóti að vera „aum-
ingi“? Það er svo sem engin
furða, þó að þesisi maður „geti
ekki orða bundizt“!
Og það er heldur engin
furða, þó að þeim Kveldúlfs-
mönnum og öðrum Morgun-
blaðsbroddum, sé farið að
verða dálítið órótt út af því,
hvernig stjórnarblöðin hafa
flett ofan af aðbúð þeirra að
hagsmunum Islands og Islend-
inga erlendis.
Sjálfir hafa þeir þar hafið
alvarlegan leik. Og þeir þurfa
ekkert að furða sig á því, þó
að bæði stjórn landsins og all-
ur almenningur hafi meiri gæt-
ur á athæfi þeirra í þessum
efnum hér eftir en hingað til.
Uian úr heimi
L. S. (Landboernes Sammen-
slutning), sem fyrir skömmu
gekkst fyrir kröfugöngu
danskra bænda á fund kon-
ungs, hefir ákveðið að hefja
gjaldeyrisverkfall.
Formaður L. S. félagskapar-
ins heitir Knud Baoh og er
stóreignamaður. En mest hefir
borið á hreyfingunni í Suður-
Jótlandi, og er talið, að það sé
vegna áhrifa frá nazismanum
í Þýzkalandi.
Með þessu einkennilega verk-
falli, er ætlunin að knýja, fram
kröfur L. S., sem m. a. gera
ráð fyrir stórauknum ríkis-
styrk til handa landbúnaðinurn
og ennfremur, að tafarlaust
verði hætt öllum nauðungaupp
boðum í sveitum landsins.
Einnig stefnir L. S. að því, með
þessum aðgerðum, að fá gengi
dönsku krónunnar lækkað.
Fyrirætlanir L. S. eru þess-
ar: í stað þess, að enskir inn-
flytjendur fá nú 10 daga
greiðslufrest fyrir vörur frá
Danmörku, á að framlengja
greiðslufrestinn svo að hann
verði þrír mánuðir. Fyrír þann
tíma ætlar L. S. að neita að
taka á móti greiðslum þaðan,
Þegar þessir þrír mánuðir eru
liðnir, er ætlunin að draga það
eins lengi og mögulegt er,
að skipta ensku myntinni í
danska peninga. Á þennan hátt
á að leggja hömlur á athafna-
líf Dana — hömlur, sem L. S.
álítur að muni leiða til þess, að
þing og ríkisstjórn neyðist til
að sinna kröfum þess, jafn-
framt því, sem krónan falli.
Ennþá er ekki ráðið, hve
mörg af sláturhúsunum og
mjólkurbúunum munu fylgja á-
skorun L. S. um gjaldeyrisverk-
fall. L. S. býst við að öll m|jólk-
urbúin og sláturhúsin muni
taka þátt í verkfallinu. Sé þetta
rétt, sem þó verður að telja
mjög vafasamt, mundi það
ieiða til þess, að á áðumefnd-
um þremur mánuðum myndi
þetta ná út yfir 6,5 milj. ster-
lingspund eða 150 milj. danskra
króna af þeim gjaldeyri, sem
búizt er við að Danir hafi yfir
að ráða.
Það er almenn skoðun, a,ð
ekki sé hægt að framkvæma
gjaldeyrisverkfallið og menn
hafa enn minni trú á því, að
slíkar aðgerðir myndu bera
]iann árangur, sem L. S. ætlar.
Því er haldið fram, að Þjóð-
bankinn hafi yfir svo miklum
gullforða að ráða, að hann geti
auðveldlega. hrundið tilrauninni
til að fella verðgildi krónunnar.
Auk þess ganga flestir þing-
menn gegn fyrirætlunum L. S.
I samtali við „Politiken“ segir
Stauning forsætisráðherra, að
áform L. S. séu sprottin af
gróðabralls- og hefndarhug. Ef
bændur og búalið hafi efni á
því, að láta peninga sína liggja
ónotaða erlendis, sé það gleði-
legur vottur þess, að þeir séu
þegar komnir yfir örðugasta
hjallann.
Þegar kröfur L. S. komu til
umræðu í danska þinginu fyrir
skemmstu, greiddu ekki nema
4 þingmenn (af 150) þeim at-
kvæði, þar af aðeins einn úr
bændaflokknum (vinstri).