Tíminn - 04.09.1935, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.09.1935, Blaðsíða 1
©Íaíbbagf í> í a í> i n í< et J. Jðai Átsa«suiínu footat 7 (x. 2tygteifesla ®9 *Ou|)eltnta d tLangaoeg IO. 6iaU 2553 — Póst^dii 901 XIX. árg. Reykjavík, 4. sept. 1935. 37. blað. Uívarpið tíl Amevíku Á sunnudagskvöldið var gerð tilraun héðan í fyrsta sinn rneð útvarp til Ameríku. Útvarpið hófst með svo- hljóðandi ávarpi Hermanns Jónassonar foitsætisráðherra: Ég leyfi mér fyrir hönd Jjjóðar minnar að ávarpa yður, vírðulegu útvarpsnotendur í Vesturheimi. Á milli mín og yðar liggur hálf kringla heims; — en snilli mannsandans hefir brúað þessar óraleiðir og gert mér mögulegt að bera hinni ungu voldugu þjóð hins nýja tímá, vinarkveðju aldinnar móður sögu og sagna. yzt í Atlantshafi. Fyrir þúsund árum litu sam- landar mínir fyrstir hvítra manna, hinar fögru strendur lands yðar. Þá hljómaði í fyrsta 'sinn í hinni nýju álfu hin norræna tunga, sem enn er töluð nærri óbreytt hér í föður- landi hinna ótrauðu sæfarenda. — Nú gnæfir hér í höfuðborg lands vors, skammt þaðan er ég tala, tignarleg og fögur standmynd hins frækna for- ingja hins litla hóps, er vestur fór, Leifs Eiríkssonar, er land- ar hans nefndu hinn heppna. Mynd þessa færði Banda- ríkjaþjóðin Islendingum árið 1930 í minningu þess, að þá varð löggjafarsamkoma vor, Alþingi, þúsund ára gamalt. íslendingum hinum fornu auðnaðist ekki að verða land- námsmenn í hinni nýju heims- álfu. Fyrst hundruðum ára síðar, í lok nítjándu og í byrj- un tuttugustu aldar, fóru ís- lendingar og þá í þúsundatali, aftur vestur um haf. Þá auðn- aðist þeim, að festa þar rætur og nema ný lönd. — Er oss, sem heima sitjum, það mikið gleðiefni, að vita að þessir bræður vorir og systur hafa reýnzt verðugir afkomendur forfeðranna og að þeir hafa, með því að reynast nýtir og góðir borgarar, launað fóstru sinni ,þau glæsilegu skilyrði til vaxtar og frama, sem hún hef- ir börnum sínum að bjóða. Er það ósk vor og von að stöðugt vaxandi bönd viðskipta, vin- áttu og ménningar megi órúf- anlega tengja oss hinni vold- ugu öndvegisþjóð Vesturheims. Til þeirra landa minna, sem í Vesturheimi búa vil ég mæla þessum orðum á þeirra gamla, móðurmáli: Vestur-íslendingar: Ég- flyt yður hjartanlegar kveðjur lands og þjóðar. Vér heima-Islendingar ósk- um' einskis frekar en aukinna kynna við yður og þá þjóð, sem yður fóstrar. Engir gestir eru hér velkomnari en þeir, sem að vestan koma til að njóta hér „nóttlausrar vorald- ar veraldar þar sem víðsýnið skín“ eins og skáldið yðar góða kemst svo snilldarlega að orði. — Verið þess vissir, að athygli vor og samhygð fylgir yður, og minnumst þess, að hver sigur sem vinnst, hvort held- ur er vestan hafs eða austan, er vorum sameiginlega stofni til aukins frama. Ný fáiækvalög Eitt af þeim höfuðmálum, sem lögð verða fyrir þingið í liaust, er frumvarp til nýrra framfærslulaga. Voni núgild- a ndi framfærslulög rækilega endurskoðuð og hið nýja frum- varp samið sl. vetur. Hefir Páll Herniannsson alþm. aðai- lega unnið að þessum undir- búningi fyrir hönd Framsókn- arflokksins, Breyting á núgildandi frain- færslulöggjöf er mjög aðkall- andi, sérstaklega fyrir sveit- irnar. I fjölda mörgum hrepp- um er fátækraframfærið nú orðið alveg óþolandi byrði. Og ástæðan er víðasthvar þessi: Fólk hefir flutt úr sveitum til kaupstaða, orðið þar fyrir van- heilsu eða ekki getað séð fyrir sér af öðrum ástæðum og þurft að leita fátækrahjálpar áður en núgildandi sveitfestis- tími var liðinn. Það hefir þó verið búið að dvelja þar það lengi og búið að binda sig það föstum böndum, að það hefir ekki viljað eða getað flutt heim aftur í hrepp sinn til að njóta framfærslunnar þar. Útkoman verður þá sú, að hrepparnir þurfa að sjá fyrir fólkinu á stöðum, þar sem miklu dýrara er að lifa, en heima fyrir í hreppnum og verður þá framfærslukostnað- urinn í ósamræmi við tekjur þær, sem gjaldendur hreppsins liafa og þar með greiðslugetu hans alveg ofboðið. Enda munu þess dæmi um suma hreppa, að m'eginhluti útsvaranna og jafnvel meira til, hefir farið í það að sjá fyrir, þó elcki væri nema ein þurfandi fjölskylda, eða. jafnvel einn einasti mað- ur, í hinni miklu ,dýrtíð kaup- staðanna. Á þessu var nokkur bót ráð- in með breytingu, sem gerð var á framfærslulögunum fyr- ii' fáum árum, þar sem sveit- festistíminn var styttur, og á- kveðið nokkurt tillag úr ríkis- sjóði til þeirra hreppa, sem tilfinnánlegust fátækraútgjöld höfðu. En sú breyting var þó hvergi nærri fullnægjandi. Stungið hefir vei*ið upp á því að gera landið allt að einu framfærsluhéraði og leysa málið á þann hátt. Á þá lausn getur Framsóknarflokkurinn með engu móti fallizt. Hún myndi áreiðanlega verða til þess, að auka stórum fátækra- útgjöldin í heild. Enda er í hinu nýja frumvarpi ekki lagt til, að sú leið verði farin. Höfuðatriði frumvaipsins eru tvö: Annarsvegar afnám „sveitfestistímans". Dvalar- sveit á að vera framfærslu- sveit. Hinsvegar er styrkur til þeirra sveitarfélaga, sem harð- ast veyða úti. Áherzla. verður lögð á að afgreiða þetta frumvarp á þinginu. Því að skuldir ýmsra hreppa við kaupstaðina vegna, framfærslu, eru þegar orðnar óbærilegar, og kaupstöðunum' hinsvegar lítill fengur í að eignast á pappírnum skuldir, sem ranglátlega eru tilkomnar og ekki er hægt að greiða. A víðavangi Síldveiðin og atvinnuleysið. Það er nú sýnt, að síldveiðin ætlar að bregðast mjög á þessu surnrú Alls er búið að salta á landinu rúml. 70 þús. tunnur, en í fyrra voru saltað- ar rúml. 187 þús. tunnur. | Bræðslusíldin í sumar er ekki orðin nema. 545 þús. mál, en varð í fyrra 675 þús. mál. Þó er þess að gæta, að verð á síldarafurðum mun verða tals- vert hærra. en í fyrra. En vinnutap þeirra, sem byggt hafa á atvinnu við síldarverk- un í sumar, er mjög tilfinnan- legt og margt fólk nauðulega statt nú undir veturinn. Ætti riú enginn að setja sig úr færi, sem þess á kost, að komast í vist í sveit í vetur og tryggja sér þannig fæði og húsnæði, þó ekki væri meira. Er rétt að minna á það í því sambandi, að ríkisstjórnin hefir á sl. vori látið safna all ítarlegum skýrslum í öllum' hreppum um möguleika bænda til að taka fólk í vinnu og með hvaða kjör- um. En allar leiðbeiningar og aðstoð viðvíkjandi slíkum vist- ráðningum, geta nrenn fengið hjá Vinnumiðlunarskrifstofu ríkisins í Mj ólkurfélagshúsinu í Reykja,vík. Helmingur af blaði „einkafyrirtækisins" kom út núna um helgina. Mun aðallega vera sent út til að rukka inn skuldir, því að fáir eða engir hafa borgað blaðið, enda sent óumbeðið og víðast í fullri óþökk. Aðalgreinin er um „krossfestingu“ Svafars í Sambandinu, og hvernig hann varð uppnuminn, af eig- in ramleik, sem bankastjóri norður á Akureyri. En hætt er við, að erfitt verði fyrir prest- ling þann, er blaðinu stjórnar, að fá menn til að kenna í brjósti um Svafar. Eina vonin, ef bæjarfógetinn á Akureyri fengi einhverja samúð með þessum nýja þegni, svo sem til minningar um hliðstæðar ráðstafanir tii persónulegra atvinnubóta. — Annars skal það fram tekið í þessu sam- bandi, að Framsóknarflokkur- inn á engan fulltrúa í banka- ráði Útvegsbankans, sem á- kvað að gera Svafar að banka- stjóra, en Svafar var þar sjálfur formaður eins og kunnugt er. Búnaðarbankastjórinn. Nýr aðalbankastjóri hefir nú verið skipaður í Búnaðar- bankann. Er það Hilmar Stef- ánsson útbússtjóri Landsbank- ans á Selfossi. Mun hann taka við bankastjórninni um miðjan mánuðinn og verður þá jafn- framt f ormaður stj órnar Kreppulánasjóðs, samkv. gild- andi lögum um þau efni. Hilm- ar Stefánsson bankastjóri er maður á bezta skeiði, fæddur 10. maí 1891 á Auðkúlu í Húnavatnssýslu, sonur sr. Stef- áns prests á sama stað. Lauk hann gagnfræðaprófi á Akur- eyri 1911 og var síðar einn vetur í lærdómsdeild mennta- skólans í Rvík. Árið 1917 gerð- ist hann starfsipaður Laffidj’s- bankans og hefir verið það stöðugt þangað til nú. Fyrra- hluta árs 1930 veitti hann um hríð forstöðu umboðslánaskrif- stofu þeirri, er Landsbankinn setti á stofn í Vestmannaeyj- um, er íslandsbanki hrundi. — í júlí sama ár var honum fal- in stjórn útibúsins á Selfossi, og hefir verið útbússtjóri þar síðan. Þó var hann um hríð settur aðalgjaldkeri Lands- bankans í fyrra, en hvarf aft- ur að útbúinu á Selfossi, eftir eigin ósk og áskorunum fjölda bænda úr Árnes- og Rangár- vallasýslum. — Sýnir það vin- sældir hans meðal sunnlenzkra bænda, og má óhætt gera ráð fyrir, að þekking hans, reynsla og aðrir góðir kostir muni ekki síður koma að haldi nú við að- allánsstofnun bændastéttarinn- ar. Þess skal getið, að landbún- aðarráðherra, sem veitir þetta starf, hefir ákveðið, að launin skuli lækka um rúman þriðj- ung, eða, niður í 12 þús. kr. Er það í samræmi við þá •stefnu stjórnarinnar, að lækka hin hæstu laun, þar sem því verður við komið. Komuppskeran í Reykholti. Eins og áður hefir verið get- ið um hér í blaðinu, var sáð komi í Reykholti í ca. 28 dag- sláttur s. 1. vor. Er nú byrjað að slá byggig og verða hafr- arnir einnig slegnir bi’áðlega. Kornvöxturinn er ágætur, svo fást munu 200—250 tunnur byggs og hafra af þessari ný- rækt. Kartöflur voru settar niður í 3000 fermetra og lítur þar einnig út fyrir góða upp- skeru. Þá hefir verið sáð í til- raunareiti grænum og gulurh baunum. Hafa þær líka þrosk- ast vel. Guðrún í Ási og Mjólkur- samsalan. Frú Guðrúnu í Ási hefir þótt við eiga að nota þá fáu sólskinsdaga, sem náttúran hefir gefið Reykvíkingum, til að hefja nýtt framhald á myrkra- verkum sínum í mjólkurmál- inu. Ekki er að sjá á þessu, að blessuð sólin hafi bætandi áhrif á hina trúuðu. Eða kennske hin sé orsökin, að réttarfríið er nú að renna út, og að frúin góða í Ási hefir lent í því óhappi að eiga dá- lítið vantalað við dómstólana, ]>egar þessu réttarfríi lýkur. Þó verður að viðurkenna það, að allar eru athugasemd- ir frúarinnar við starfsemi samsölunnar af minna forsi og ósanngirni fram settar nú en þær voru á sl. vetri. Og sum- part stafa þær vafalaust af því, að sú góða kona skilur ekki til hlítar það mál, sem hún er að tala um, og verður henni ekki reiknað pað til syndar. Sízt vill Tíminn verða til þess, að standa gegn því, að tillit sé tekið til leiðbemínga eða athugasemda við rekstur Samsölunnar, ef til bóta má verða, hvaðan, sem þær koma. Ilinsvegar er óþarfi, að líða fólki, sem ábyrgðar hefir að gæta, að hafa í frammi ómót- mælt, markleysuhjal og fleipur í þessum efnum, sem við lítið eða ekkert hefir að styðjast. Hiimar Stefáusson, hinn nýi aftalhankastjóri Búnaðar- hankans og stjórnarformaður Krcppulánasjóðs. En í Nýja dagblaðinu hefir þegar verið sýnt fram á, að fengnum upplýsingum, að að- finnslur frúarinnar í Ási í téðri Mbl.-grein eru yfirleitt á eng- um rökum byggðar. Og að endingu: Það er engan veginn kristilegur hugsunar- háttur hjá frú G. L. að ímynda sér, að þeim mönnum, sem lagt hafa á sig mikla fyrirhöfn, og setið undir sífelidum skömmum og' brigslyrðum, fyrir að reyna að koma aðalframleiðsluvöru sunnlenzkra bænda í viðunandi verð og tryggja hollustuhætti í bænum, gangi til þess fúl- mennska og’ illt eitt. Frúin ætti að gæta sín betur efttrleiðis, að láta ekki sambúðina við Mbl. hafa óholl áhrif á sinn innra ^rnann. Geysir endurheimtur. Hinn 20. ág. s. 1. barst Her manni Jónassyni, forsætisráð- herra, svohljóðandi gjafabréf: „Reykjavík, 30. ágúst 1935. Herra forsætisráðherra Hermann Jónasson, Reykjavík. Hérmeð tilkynni ég yður herra forsætisráðherra, að ég geí' íslenzka ríkinu kr. 8000,00 — átta þúsund krónur — til greiðslu á kaupverði hveranna Geysis, Strokks, Blesa og Litla- Geysis í Haukadal og landspildu mnhverfis þá, samkvæmt af- sali til Ríkisstjórnar Islands undirrituðu af mér f. h. eig- anda í dag. Þessu til staðfestu er undir- ritað nafn mitt í viðurvist tveggja tilkvaddra vitundar- votta. Sigurður Jónasson“. Gjafabréfinu fylgdi svohljóð- andi afsal: „Ég, Sigurður Jónasson fram- kvæmdarstjóri, Reykjavík, geri kunnugt að ég fyrir hönd lir. Hugh Charles Innes Rogers í Beechcroft, Nitton, Bristol, samkvæmt umboði dagsettu 15. ágúst þ. á., sel og afsala Ríkisstjórn tslands til fullrar eignar, hverina Geysi, Strokk, Blesa og- Litla-Geysi, sem öðru nafni nefnist Óþerrishola, allir liggjandi í Biskupstungna- hreppi í Árnessýslu, ásamt landspildu þeirri, sem takmark- ast þannig: að vestan af beinni línu frá Litla-Geysi 50 Frh, á 4. síðu. Uian úv heimi Utan úr löndum berast nú síðustu mánuðina hinar ömur- legustu fregnir um erfiðleika landbúnaðarins og vaxandi fjár hagsvandræði bænda.. Gleggsta vitni þess, hvernig ástandið er, eru þær óvenjulegu óyndis- ráðstafanir, sem bændur ýmsra landa hafa gripið til í því skyni að reyna að sigrast á örðugleikunum. En ýms þessi tiltæki brjóta jafnvel í bág við lög og rétt þjóðfélag- anna, og má þá nærri geta, að rnjög er að sorfið högum manna, því að í flestum lönd- um er þó bændastéttin eins og hér á landi, allra stétta frið- sömust og seinþreyttust til vandræða. I Danmörku hefir t. d. nú um þessar mundir verið uppi sterk hreyfing meðal bænda, einkum í Suður-Jótlandi, þar sem helzt gætir nazisma, um að neita að afhenda. þann er- lenda gjaldeyri, sem bændur fá fyrir útfluttar afurðir sínar. Ifugsa þeir sér á þennan hátt að gera bankana óstarfhæfa og knýja á þann hátt fram geng- islækkun, hækkun verðs á landbúnaðarafurðum og skulda- greiðslufrest. — Frá þessum viðburðum, svo og kröfugöngu bænda á konungsfund, var nokkuð skýrt í síðasta blaði Tímans. I Bandaríkjum Norður-Ame- ríku gerast þó enn alvarlegri viðburðir í þessum efnum. Þar hafa bændur sumstaðar bein- línis stöðvað með valdi flutn- ing á landbúnaðarvörum til borganna í því skyni að knýja fram verðhækkun. Varðmenn bændanna hafa þar staðið vopnaðir á þjóðvegunum til að stöðva hvern þann samstund- is, sem dirfist að brjóta gegn banninu. Hið gífurlega lága verð á afurðum landbúnaðarins um allan heim hefir leitt eymd og volæði yfir milljónir manna, sem áður bjuggu góðum búum og höfðu ágæta lífsafkomu, meðan viðskiptalífið var heil- brigt. Og ekki þýðir fyrir sveitafólkið að leita til borg- anna, því að þar blasir ekki annað við en atvinnuleysi og takmörkuð opinber hjálp. Og þó myndi verð afurðanna víð- ast hvar vera orðið mun lægra en það þó er, ef því væri ekki haldið uppi með opinberum ráðstöfunum svo sem stórkost- legri lögboðinni framleiðslu- takmörkun og lágmarksverði innanlands. Þrátt fyrir þær ráðstafanir er þó t. d. verð á kjöti og mjólk (til bænda) í flestum löndum stórum lægra en hér á landi. Það er þetta ástand, seni nú ppeglazt í þeim dapurlegu of- beldisráðstöfunum, sem bænda- stéttirnar í hinum ýmsu lönd- um hafa gripið til í neyð sinni. Mest umtalaði viðburður vik- unnar sem leið, er hið óvænta- herbragð Abessiníukeisara, að selja brezk-amerísku auðfélagi námaréttindi í landi sínu, til að tryggja afstöðuna gegn I- tölum’. Vekur þetta mikla æs- ingu Itala gegn Englendingum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.