Tíminn - 04.09.1935, Blaðsíða 2
150
TlMINN
Málverkasýtting Kjarvals
Málverkasýning Kjarvals var
opnuð á sunnudaginn var.
Er sýningin í Menntaskóla-
húsinu og hafði verið komið
upp tignarlegri fánaröð fram-
an, við. húsið og setti hún við-
hafnarblæ á staðinn.
Kl. IV2 e. hád. skipaði Lúðra-
sveit Reykjavíkur sér framan
við skólann og lék nokkur lög.
En kl. 2 var hátíðasalur skól-
ans orðinn troðfullur. Gekk þá
Iíermann Jónasson forsætisráð-
herra í ræðustól og flutti ræðu
þá, er hér birtist á eftir. Þá
flutti ræðu dr. Guðmundur
Finnbogason, landsbókavörður,
Þorsteinn Gíslason flutti kvæði
Karlakór Reykjavíkur söng
undir stjórn Sigurðar Þórðar-
sonar, þrjú íslenzk lög og var
síðastur þjóðsöngurinn.
Svo gekk hetjan í æfintýrinu,
sem Reykvíkingar eiga kost á
að lesa á veggjum menntaskól-
ans þessa dagana, Jóhannes
Sveinsson Kjarval, í ræðustól-
inn. Hann þagði örfá augna-
blik, og renndi augunum yfir
salinn, meðan stálfingur hans
greyptu stólbrúnirnar; á þessu
augnabliki einvaldur í ríki
listar sinnar og meitlaður af
henni sjálfur: mikilúðugur og
hrærður, tiltakanlega fallegur;
— tignarmaður, frá hvirfli til
ilja. Svo mælti hann með
stilltri, sterkri röddu: ,,Lg
þakka — þakka ykkur öllum —
öilum! — Lófaklapp kvað nú
við og önnur alúðarmerki,
en þá liðu ýmis geðhrif yfir
andlit listamánnsins eins og
skýjafar yfir skyggðan flöt. —
'öll var athöfnin hin virðu-
legasta og var henni allri út-
varpað.
Um 700 manns sóttu sýning-
una á sunnudaginn, og margir
hafa þar verið síðan.
Málverkin, sem sýnd eru, eru
umj 500 að tölu, og ber það
vott um, hversu mikilvirkur
Kjarval hefir -verið.
Af hinum nýjustu málverk-
um Kjarvals, er voru fengin
frá vinnustofu hans, hafa þeg-
ar nokkur selzt.
RÆÐA FOR-
SÆTISRÁÐHERRA:
Jóhannes Kjarval listmálari
verður fimmtugur á þessu
hausti.
Þess vegna hafa vínir Iians
tekið sér fyrir hendur að koma
þessari sýningu á fót.
Tilgangur hennar er að veita
nokkurt yfirlit yfir verk lista-
mannsins.
Get ég þess til, að þegar
menn nú ganga um þessa sali,
og virða fyrir sér myndir Kjar-
vals, þá undrist menn afköst
hans.
En þó er þetta ekki r.ema
hluti, nokkur hluti, af öllu því,
sem! eftir hann liggur.
Ástæðan er sú, að myndir
Kjarvals eru dreifðar víðsveg-
ar um land 0g einnig um önnur
lönd, en skortur sala-kynna er
líka ein ástæðan — með góðu
móti hefði ekki verið korrn'ð
hér fyrir öllu fleiri myndum,
— en hér í bænum er vitað um
mjög mikinn fjölda af Kjar-
valsmyndum í eign einstakra
manna, auk þeirra semj hér eru
saman komnar. En þótt þessu
sé svona farið, þá mun hitt
víst, að fjölbreyttni þeirra
mynda, sem hér eru sýndar,
sé svo mikil, að telja megi að
sýningin gefi harla fullkomið
yfirlit yfir fjölhæfni og mynd-
auðgi þessa listamanns.
Og er þá takmarkinu náð.
En allt fram að þessari sýn-
ingu hefir slíkt yfirlit eltki
verið til.
Nánustu vinir Kjarvals og
aðdáendur munu ekki hafa..
haft vitneskju um, að slík væru
verk hans, hvorki að fyrirferð
né íjölbreytni. Hvað þá við
hin, eða þjóðin í heild sinni.
En því er nú svo farið, að
maðurinn lifir ekki á einu sam-
an br&uði.
O g þótt við eigum bók-
menntaarf frá forfeðrunum —
arf, sem ekki verður metinn
til fjár — og þótt við þann
arf bætist smátt og smátt, þá
mundi slíkt ekki nægja til þess
að við, sem nú lifum á íslandi,
yrðum taldir til ménningar-
þjóða, ef ekki biytist hinn á-
skapaði arfur þjóðstofnsins
fram í fleiri greinum frum-
legra gáfna og menningar-
starfs.
Þegar Kjarval var ungur
maður og sýndi í fyrsta skipti
myndir eftir sig, þá kom það
fram í blaðagrein, að méð
þessari myndasýningu væri
fram komin enn ein sönnun
fyrir því, að íslenzka þjóðin
ætti skilið stjórnarfarslegt
frelsi, og mundi verða þess
megnug að taka á móti því.
Hugsunin var sú, að svo mikils
væri um vert, þegar listrænir
hæfileikar ryddu sér braut við
þá aðstöðu og þau æfikjör,
sem þama var raun á.
Ég lít svo á, að þetta hafi
verið rétt ályktað.
Frumleiki fagurra lista er
sérhverri þ j óð mikilsverð
nauðsyn — ég vil segja lífs-
nauðsyn. * 1
Án frumlegra lista yrði líf
einstáklinga og þjóða litlaus ó
skapnaður.
Það er ekki mitt að kveða
hér upp dóm yfir verkum
Kjarvals. En ég held að sá
maður sé áreiðanlega eitthvað
einkennilega gerður, sem geng-
ur um þessa sali og skoðar
þessi verk og ekki finnur til
djúpra og sterkra áhrifa, og á
hitt vil ég benda, að það hefir
hent, allt of oft, að dómurinn,
hinn rétti skilningur, hefir
ekki orðið uppkveðinn í tæka
tíð, yfir mörgu snillingsefninu,
sem' fæðst hefir með þjóðinni.
Og þess vegna hefir faríð
þannig fyrir mörgum lista-
manninum, að „heimurinn varð
hjáleigan, en höfuðbólið
draumsins ríki“.
Til þess kunna að hafa legið
afsakanir, sem hér er ekki tóm
til að rekja.
Og þess vegna er mér ljúft
að opna þessa sýningu, að ég
trúi því að almenningur.fái nú
aðstöðu til þess að kveða upp
dóminn yfir Kjarval.
En listdómum fullnægir al-
menningsálitið sjálft — og ber
að fullnægja.
Að svo mæltu lýsi ég því yf-
ir, að sýningin er opnuð fyrir
almenning.
59
Svarta stjórnin“ í Rvík
Fyrir mörgum árum, um það
leyti, sem1 íhaldið var að reyna
að gleypa herleifar Sigurðar
Eggerz — og tókst það — var
haldinn hér í Reykjavík sam-
eiginlegur fundur íhaldsmanna
og gamalla „Sjálfstæðis-
manna“. Á þessum fundi voru
íhaldsmenn sætmæltir og fag-
urmæltir og kváðust vilja
rétta hinum litla Sjálfstæðis-
flokki „bróðurhönd" til sam-
vinnu. Þá kallaði ungur Sjálf-
stæðismaður fram í fyrir í-
haldinu á þessa leið: „Ég sé
enga „bróðurhönd". Hér er
bara „svarta liöndin“. — En
„svai'ta höndin“ sigraði. Hún
lagði sinn kalda lófa fyrir
heiðríkjugluggann á pólitísk-
um himni Sigurðar Eggerz. Og
nú er hún að „kasta rekunum"
á Jakob Möller.
í þjóðmálunum hefir þó
hinn knýtti hnefi „svörtu
handarinnar" orðið að lúta í
lægra haldi. En í málefnum
Reykjavíkurbæjar er hann enn
hið æðsfa vald. Reykjavík
hefir svarta stjórn.
Heildsalarnir, Kveldúlfur og
Morgunblaðið eru „máttar-
stólpar" hinnar „svörtu
stjórnar“ í Reykjavík. Og
Vísir dansar með — vesaling-
urinn — á pólitískum1 moldum
foringja síns.
í flokki hinnar „svörtu
stjómar" í Reykjavík hafa
„undirróðursmenn" og róg-
berar mest áhrifin, að því er
skjallega var vottað af for-
manni flokksins í hirðisbréf-
inu góða. Borgarstjórakosning
arnar fara þannig fram, að Ja-
kob Möller er felldur frá þeim
af „undirróðursmönnum“.
Og hvernig er svo að vera
þegn hinnar „svörtu stjórnar"
í Reykjavík.
í ríki hinnar „svörtu stjóm-
ar“ hafa, skattar verið meira
en tvöfaldaðir á síðustu fimm
árum.
I ríki hinnar „svörtu stjóm-
ar“ okrar hin „svarta stjóm“
sjálf á brýnustu lífsnauðsynj
um almennings. Þar er gas,
vatn og rafmagn selt með 60
—100% álagningu á kostnað-
arverð.
I ríki hinnar „svörtu stjórn-
ar“ er dýrasta húsaleiga á
landinu.
1 ríki hinnar „svörtu stjórn-
ar“ er mesta atvinnuleysi á
landinu. Meginhlutanum af því
fé, sem ríkið leggur fram til
atvinnubóta, verður að eyða í
ríki hinnar „svörtu stjórnar“.
I ríki hinnar „svörtu stjóm-
ar“ fer framleiðslutækjum
fækkandi ár frá ári, jafnframt,
sem fólkinu fjölgar.
„Svarta stjórnin" í Reykja-
vík skuldar 14,7 miljónir króna
eða 445 kr. til jafnaðar á hvern
þegn í ríki sínu.
Og samhliða lætur „svarta
stjórnin“ auglýsa fyrir lands-
fólkinu í öllum sínum blöðum,
hve fjárhagur hennar sé prýði-
legur og hvílíkur gæfuvegur
það sé, að flytjast inn fyrir
landamæri hinnar „svörtu
stjórnar".
ísland á aðra ofurlitla
„svarta stjórn“. Hún er í
Vestmannaeyjum. Þessi litla
svarta stjórn í Vestmannaeyj-
um komst í greiðsluþrot í vor
og opinberar eignir í hennar
vörzlu voru auglýst ar til upp-
boðs.
Þannig er það í Reykjavlk,
0g þannig er það í Vestmanna-
eyjum. Svona er gott að hafa
„svarta stjóm“!
Reykvíkingui'.
öarðyrk j usýningin
í tilefni af 50 ára afmæli
hins íslenzka garðyrkjufélags
hefir verið efnt til garðyrkju-
sýningar og er hún haldin í
miðbæjarbarnaskólanum og
tekur yfir 5 kennslustofur. Þar
er nú blómlegt um' að litast og
margt að sjá, sem augað gleð-
ur, því hlvað er fegurra en
gróður jarðar seint á sumti
áður en haustfrostin setja á
hann sinn svip.
Maður hlýtur að undrast yf-
ir því sem þama er sýnt, af
blómum og matjurtum af
ýmsum tegundum', sem ná hér
jafn miklum þroska eins og í
suðlægari löndum, og það,
þrátt fyrir óhagstæða veðráttu
sumarsins. — vætu og sólar-
Ieysi. En þessum árangri má
ná í íslenzkri mold, þegar alúð
er lögð við starfið og kunnátta
er fyrir hendi.
Mér verður fyrst að nefna
þær jurtimar, sem til nytsemd-
ar teljast, því þær varðar okk-
ur mest um, íslendinga, og eru
nauðsynlegar ef við eigum að
halda lífi og heilsu, eins og
læknavísindi nútímans hafa
bezt sýnt fram á. Þarna er heill
hraukur af Hvítkáli frá Boe-
skov garðyrkjumanni (Blóm-
vangi), eins stórt og maður á
því að venjast frá útlöndum.
Afbrigðið heitir Amager, lág-
vaxið, og fræinu var sáð fyrst
í marz. Og þama eru blóm-
kálshöfuð frá Elliheimilinu,
svo falleg að garðyrkjumaður-
inn, sem þau hefir ræktað,
myndi fá verðlaún fyrir þau,
hvar sem væri í veröldinni.
Loftslag Suðurlands virðist
eiga svo prýðilega við þessa
káltegund, að óvíða mun sjást
fallegra og betur þroskað
blómfræ en einmitt hér. Þess-
ari sýningu á blómkáli og
grænkáli frá Elliheimilinu er
vel og smekklega fyrir komið.
Þama eru líka sýndar af-
urðir garðyrkjustöðvanna í öl-
fusi, Reykjabúinu og Fagra-
hvammi. Gríðarstórar gúrkur
frá Guðjóni á Reykjum og það
sem enn meiri undrun vekur,
þroskaðar víndrúfur, bláar og
fagrar, því það er margt sem!
hægt er að framleiða af
gróðri, þar sem jarðhitinn er,
og glerhúsin eru byggð yfir.
Þarna eru ennfremur rauðróf-
ur, tómötur og porri, laukteg-
und, sem ef til vill á framtíð
fyrir sér hér á landi í heitri
jörð. Þá eru og matjurtir ýms-
ar frá Ingimar í Fagrahvammi
og í sömu stofunni eru líka um
Mesiinarsjððir]óin Danhaia
Það bar við fyrir nokkrum
árum, að háður var landsfund-
ur íhaldsmanna í Reykjavík.
Ekki voru þar margir nienn úr
sveitum, fremur venju. En um
einn þessara fáu, sem mættir
voru úr bændastétt, er til dá-
lítil saga, sem gerðist á þess-
um fundi. Sá maður var Jón
bóndi í Dunhaga í Eyjafirði.
Jón í Dunhaga er talinn
mætismaður og góður bóndi í
sinni sveit. Hann er líka eins
og flestir Eyfirðingar, félagi í
samvinnufélagi eyfirzkra
bænda. Hann hafði samt ein-
hvemveginn komlzt að þeirrl
niðurstöðu, að honum bæri að
styðja landsmálaflokk þann,
sem alltaf hafði verið á móti
bændafélaginu í Eyjafirði og
m. a. viljað leggja á það sem
allra hæst útsvör. En þetta
var sannfæring Jóns í Dun-
haga, og þess vegna var hann
suður kominn á landsfund í
„Sæluhúsinu". Jón hafði sig
þar lítt frammi um ræðuhöld,
en hlýddi á mál „forráða-
manna“. Margt þótti honum
þar vel mælt og skörulega. M.
a. heyrði hann frá því skýrt,
að risin væri í höfuðstaðnum
æskulýðshreyfing íhaldsmánna.
Þótti Jóni í Dunhaga, sem hér
mundi fagurri hugsjón í fram-
kvæmd hrundið og stórnauð-
synlegri fyrir flokkinn. Og, að
erindi þessu loknu, kvaddi
hann sér hljóðs og lýsti því
yfir, að hann gæfi íhalds-
flokknum 100 krónur, er leggja
bæri í sérstakan sjóð, er
geyma skyldi og verja til
menningar ungum íhaldsmönn-
um og sérstaklega til að ala
upp nýj a ritstjóra handa Morg-
unblaðinu. Sá Jón eigi annað,
en að þessu væri góður rómur
gerðui', og afhenti hann pen-
ingana.
En er að fundarslitum leið,
var það samráð þeirra, er
mannafon-áðin höfðu, að efnt
skyldi til sameiginlegrar kaffi-
drykkju á einu af veitingahús-
umj bæjarins. Var það gert. En
er greiða skyldi þegnar veit-
ingar, var forstöðumönnum
fjár vant. En lyktir urðu þær,
að þeir tóku fé það, er áður
var getið, og ætlað var til
betrunar ungum íhaldsmönn-
um, og luku þannig skuld
fundarins. Og aldrei komu fyr-
irmæli gefandans til fram-
kvæmda. Þannig fór um menn-
ingarsjóð Jóns í Dunhaga.
Sjálfur vissi Jón ekki um
þessa meðferð sjóðsins fyrr en
löngu síðar.
Sagan um menningarsjóð
Jóns í Dunhaga er brosleg
saga. Hún er býsna skopleg
mynd af því, hvað bændur eru
„teknir alvarlega", ef þeir
setjast á bekk með Reykvík-
ingum á „landsfundum" í-
haldsmanna. En hún er líka
merkileg saga — merkileg
vegna þess, að hún bregður
einkennilegri birtu yfir
kjarna Reykjavíkuríhaldsins
annarsvegar og hinsvegar hinn
fjölmenna kjósendahóp þess
víðsvegar um landið.
Hún gefur tilefni til þess,
að velta fyrir sér enn einu
sinni spurningunni: Hverskon-
ar fyrirbrigði er íhaldisflokk-
urinn á Islandi? Og hvað er
það, sem hefir haldið þessum
flokki saman og gert hann
fjölmennan í lándinu?
Venjulegur sagnfræðingur,
sem aðallega hugsar um að
gera grein fyrir ytra borði
viðburðanna, myndi svara fyrri
spumingunni eitthvað á þessa
leið: Ihaldið er flokkur sem1
kom fram í íslenzkri pólitík i
stríðslokin, þegar innanlands-
málin fóru að skipta mönnum í
flokka á Alþingi. Hann varð til
sem einskonar mótvægi gegn
hinum nýju umbótaflokkum
bænda og verkamanna og í and-
stöðu við þá. Árið 1921 hét
hann Spamaðarbandalag, 1923
Borgaraflokkur, 1924 íhalds-
flokkur, 1928 Sjálfstæðisflokk-
ur og 1934 greindist hann í
Sjálfstæðisflokk, Þjóðemissinna
og Bændaflokk. Síðustu kjör-
tímabilin hefir hann við kosn-
ingar fengið 40—50% greiddra
atkvæða í landinu, og haft kjós-
endur úr ýmsum stéttum, þar
á m'eðal marga úr bændastétt,
en sterkast fylgi hefir hann
alltaf haft í kaupstöðunum og
sérstaklega í Reykjavík.
En til þess að svara síðari
spurningunni, er nauðsynlegt að
taka einskonar „röntgen“-mynd
af þessum einkennilega flokki.
Það þarf að gera sér grein fyr-
ir því, hvers vegna flokkurinn
er í upphafi til orðinn, og hvaða
öfl það eru sem hafa gefið hon-
um lífskraftinn.
I öllum löndum er baráttan
milli hinna pólitísku flokka hin
sama í höfuðatriðum. Hún er
baráttan um auðæfi landsins
og baráttan um vinnuafl fólks-
ins, sem í landinu býr. 1 þjóð-
félaginu eru tvö máttarvöld að
verki, ekki óhliðstæð því, sem
gert er ráð fyrir í hinumj helztu
trúarbrögðum. Annarsvegar er
það afl, sem vill draga þau
verðmæti, sem ávinnast fyrir
samstarf hinnar lifandi og'
dauðu náttúru, á fárra manna
hendur, 0g þar með umráðarétt
lífsgæðanna,. Hinsvegar er það
afl, sem vill dreifa verðmætun-
um og skapa öllum sem jöfnust
skilyrði til að fullnægja þrá
sinni til hamingju. Segja má
að vísu að hér séu fleiri öfl að
verki, seml togast á eftir öðrum
línum. Svo er það með tog-
streitu þá, sem stundum á sér
stað milli einstakra landshluta
eða milli sveita og borga um
sameiginleg verðmæti. En þau
eru þó fremur aukaatriði í hinni
miklu þjóðfélagsbaráttu, því
að lokum stendur stríðið milli
hinna stóru máttarvalda í
hverri sveit og hverri borg.
Enginn skyldi vera svo fávís
að ímynda sér, að þjóðfélags
baráttan hér á landi væri ann-
ars eðlis en umhverfis oss úti
í hinum stóra heimi. Hér hefir
að vísu ekki myndast auðmagn
á amerískan mælikvarða. En
baráttan er hin sama, hvort
sem hún er um silfurpening-
ana, sem Egill vildi strá um
Þingvöll á 10. öld eða miljónir
Rockefellers á 20. öld.
Ef litið er yfir hina íslenzku
stjórnmálaflokka síðustu tvo
áratugina, getur enginn verið í
vafa um, hvaða stjómmála-
fiokkur það er, sem' vinnur að
því að safna verðmætunum og
umráðum lífsgæðanna á fáar
hendur. Það er íhaldsflokkur-
inn. Sú staðreynd var á sínum
tíma vel og drengilega viður-
kennd af fyrverandi foringja
flokksins, Jón Þorlákssyni.
Ihaldsflokkurinn berzt fyrir
hagsmunum fárra manna. I því
er ekkert óeðlilegt. Og það er
heldur ekkert óeðlilegt, að
þessir „fáu menn“, sem finna
hjá sér vilja og kraft til þess,
að heyja baráttu gegn almenn-
ingi, geri það, og njóti þeirra
sigra, sem þeir kunna að geta
unnið með sínum eigin dugnaði
eða í hinni ,frjálsu samkeppni“
eins og hún er leyfð innan
þjóðfélagsins. En hitt er óeðli-
legt, að þeir njóti stuðnings
lýðræðisins og hins almenna at-
kvæðisréttar sínu málefni til
framdráttar.
Það vita allir, sem' þessi mál
þekkja og skilja, hvar þeir eru
og hverjir þeir eru, sem völdin
hafa í íhaldsflokknum og skapa
flokksviljann. Þeir menn eiga
svo að segja allir heima á
nokkrum vallardagsláttum i
höíuðstað landsins. Og þessir
menn eru ekki mjargir. En þess-
ir fáu menn ráða yfir tveim
dagblöðum og tíu vikublöðum.
Þeir ráða 22 atkvæðum af 49
á þingi þjóðarinnar, og þeir
hafa haft á að skipa yfir 20
þúsund kjósendum í öllum' hér-
öðum landsins.
Hvað veldur slíkum fimum í
lýðfrjálsu landi? Hvað veldur
því að þúsundir manna, sem í
raun og veru hvorki hafa hags-