Tíminn - 16.10.1935, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.10.1935, Blaðsíða 2
174 TÍMINN Þingsæti Magnúsar Torfasonar Ræða Bergs Jónesonar alþm at háltu meirahluta kjörbrétanetndar Eins og kunnugt er hefir Alþingi borizt kæra frá mið- stjórn Bændaflokksins, þar sem þess er krafizt, að hv. 2. landsk. þm. verði sviptur þingmennsku- umboði sínu, en Stefán Stef- ánsson, sem er 1. varauppbót- arþingmaður flokksins, hljóti þingsætið. Kjörbréfanefnd tók málið til athugunar í fyrradag, en varð ekki öll á eitt sátt um það. Meirihl., n., hv. 6. landsk., hv. 2. þm. Eyf. og ég, við teljum að ekki sé hægt að finna neinn lagalegan grundvöll undir þess- ari kröfu, sem í kærunni felst, og leggjum við því til, að hún verði ekki tekin til greina. Hinsvegar býst ég við, að minnihluti nefndarinnar vilji taka kröfuna til greina: að einhverju leyti eða öllu. Mál þetta virðist, mér liggja mjög ijóst fyrir. Samkvæmt 45. gr. stjórnar- skrárinnar er því aðeins hægt að svipta þingmann þeim rétt- indum, sem þingkosningin hef- ii veitt honum, að hann hafi misst eitthvað af kjörgengis- skilyrðum. í 28. gr. stjómar- skrárinnar eru talin upp öll þau skilyrði, sem menn verði að fullnægja til þess að hafa kosningarrétt, og samkvæmt 29. gr. stjórnarskr. er hver sá ríkisborgari kjörgengur, sem kosningarrétt á. Þessi upptaln- ing í 28. gr. stjórnarskr. á kosningarréttarskilyrðum og skilyrðum fyrir kjörgengi, er áieiðanlega algerlega tæmandi. Og þessi álcvæði hljóta að gilda jafnt fyrir alla þingmenn, eins um landskjörna sem kjördæma- kjörna. Væri ekki svo, heldur að einn flokkur þingmanna væri háður öðrum reglum en annar í þessu efni, þá hlyti það að vera tekið sérstaklega fram í stjórnarskránni. Nú er ekki í kærunni bent á, að hv. 2. landsk. þm. hafi misst neitt af þeim kjörgengisskil- yrðum, sem í 28. gr. stjómar- skr. getur, og þar sem hv. 2. landsk. þm. hefir ekkert af þeim misst, er ekki hægt að svipta hann umboði sínu, sam- kværnt 45. gr. stjórnarskr. Þess vegna berum við í meirihl. kjörbréfanefndar fram svo- fellda rökstudda dagskrá: „Með því að stjórnarskrá- in heimilar eigi Alþingi að taka umboð af þingmanni, sem sitt kjörbréf hefir feng- ið, nema hann hafi glatað kjörgengi sínu og þar sem fram komin kæra Bænda- flokksins út af kjörgengi 2. landskjörins þingm. snertir á engan hátt kjörgengis- skilyrði stjórnarskrárinnar, sem að fullu eru greind í 28. gr. hennar, ályktar Samein- að Alþingi, að taka kæruna eigi til greina og tekur fyrir næsta mál á dagskrá. Alþingi, 12. okt. 1935. Bergur Jónsson. Einar Árnason. Jónas Guðmundsson". Vil ég leyfa mér að afhenda hæstv. forseta þessa rökstuddu dagskrá. Þetta er aðalatriði málsins, að það er alls ekki hægt, hvorki á stjórnskipulegan né lagalegan hátt, að svipta þenn- an hv. þm. nauðugan þeim réttindum, sem þingkosningin hefir veitt honum, úr því að hann hefir ekki misst nein kjörgengisskilyrði samkvæmt 28. gr. stjórnarskr. I kæru miðstjórnar Bænda- ílokksins er rætt um nýtt kjör- gengisskilyrði, sem - 28. gr. stjórnarskrárinnar getur ekki um. Þetta skilyrði skilst mér vera það, að frambjóðandi eða þingmaður þurfi að vera viður- kenndur flokksmaður einhvers stjórnmálaflokks. Og það sem einkennilegast er við þetta er það, að eftir kæru Bændafl. á þetta skilyrði aðeins að gilda fyrir landskjörna þingmenn. Eftir því ætti að skipta þing- mönnum í tvo flokka eða hópa, mismunandi réttháa og vera mismunandi auðvelt að svipta þingmenn kjörgengi. Allir hljóta að sjá, hvílíka firru hér er um að ræða. Ef slíkt er ekki tekið fram í stjórnarskr. — sem vissulega er heldur ekki gert — þá er ómögulegt að mis- mismuna svo þingmönnum um réttindi þeirra. í 43. gr. stjórnarskrárinnar er tekið fram, að þingmenn séu einungis bundnir við sannfær- ingu sína. Ef taka ætti afleið- ingum af þeirri kenningu, sem í kærunni felst, þá þyrftum við að breyta þessari gr. stjórnar- skr., þannig að hún yrði eitt- hvað á þá leið, að kjördæma- kjörnir þingmenn séu ein- göngu bundnir við sannfær- ingu sína, en landskjömir við flokkssannfæringju. Hér yrði þá að búa til nýja stjórnar- skrárgrein um það, að lands- kjörnir þingemnn skuli bundn- ir flokksböndum við þingstörf sín, en að við, kjördæmakjömu þingmennirnir, megum dansa eftir okkar eigin sannfæringu, og fara flokk úr flokki eftir vild. Þetta yrði rökrétt afleið- ing af kenningu miðstjórnar Bændaflokksins og þeirra, er halda hinu sama fram. Að mínu áliti er sú ein ástæða fyrir því hugsanleg, að svipta þm. umboði sínu, fyrir að hafa breytt um flokksaf- stöðu, að það orsaki röskun á réttum hlutföllum á milli kjós- endafjölda og þingmannatölu flokka, eða svo að ég hafi orða- lag stjórnarskr., að hver þing- ílokkur hafi ekki þingsæti í eins fullu „samræmi við atkvæða- tölu sína við almennar kosning- ar“ eins og hefði verið án áð- urnefndrar breytingar á flokksafstöðu þingm. En til þess að hægt væri að svipta þm. kjörgengi vegna þessarar nefndu ástæðu yrði ákvæði að vera til um það í stjórnarskr., sem þá auðvitað gilti jafnt um alla þingmenn. Ég ætla að benda á örfá dæmi af mörgum, sem hægt væri að nefna um afleiðingar, sem gætu komið fram af þeim kenningum, sem komið hafa fram í kæru þessari frá mið- stjórn Bændaflokksins og frá þeim mönnum, sem haldið hafa fram því sama. Hér á Alþingi eru tveir þm., hv. 1. þm. Skagf. og hv. 7. landsk., sem báðir buðu sig fram við alþingiskosningar 1934 í Skagafjarðarsýslu. Báðir gáfu þeir upþlýsingar um það, að þeir byðu sig fram fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Sennilega hafa þeir haft sömu meðmælendur, og að sjálfsögðu að mestu leyti sömu kjósendur á bak við sig. Annar hlýtur kosningu sem kjördæmakjörinn þm., en hinn fellur sem slíkur, en verður svo 7. landskjörinn þm. Hinn síðar- nefndi er því ekki skoðaður sem þm. Skagfirðinga. Eftir kenningum kærunnar ætti af- staða þessarra tveggja hv. þm. að vera gagnólík. Ef hv. 7. landsk. þm. gengi í annan flokk en þann, sem hann bauð sig fram fyrir, mætti eftir þessari kenningu svipta hann þing- mennskuumboði. Hins vegar, eftir þessari sömu kenningu, mætti hv. 1. þm. Skagf. láta eins og hann vildi í þessu sam- bandi að ósekju. Hann mætti fara svo á milli flokka, sem hann vildi, án þess að það hagg- aði þingmennskuumboði hans. Allir sjá, hvílík firra það væri, að mismuna þm. svo um rétt- indi. Eða svo við tökum annað dæmi og gerum ráð fyrir að emhver þingflokkur t. d. Sjálf- stæðisflokkurinn klofni í tvennt, og báðir flokkshlutar teldu sig hafa hina réttu flokksstefnu. Þá ætti Alþingi að geta rekið þá þm. úr minni hlutanum, sem eru landskjömir, en ekki hina. Það mætti telja ótal dæmi þessu lík, sem öll sýna það og sanna, að það er hvorki lög- fræðilegt vit, skynsemi eða réttlæti í þeirri kenningu, að Alþingi gtei rekið landskjörinn þm. af þeirri ástæðu einni, að hann breytti um flokksafstöðu á kjörtímabilinu. Ur ræðu Mag’iúsar Tnrfa«n»?r Magnús Torfason gerði í um- ræðunum á Alþingi all ítarlega grein fyrir viðskiptum sínum við „einkafyrirtækið". Hann sagðist vilja leið- rétta þann misskilning, að hann hefði sagt sig úr Bænda- flokknum. Hann hefði aðeins, vegna framkomu flokksmanna við sig, sagt slitið samvinnu við miðstjórn Bændaflokksins. Það væri rangt að hann hefði sagt sig úr flokknum, hann \ æri enn sami Bændaflokks- maðurinn og áður. Hann sagði, að hér hefði rnargt verið lesið upp úr kosn- ingalögum og stjórnarskrá. En öll þau ákvæði, sem hefðu ver- ið lesin upp miðuðu við það, hvernig menn gætu orðið þing- menn, en ekki hvernig þeir misstu þingmennsku. Þessi ákvæði væru gefin til leiðbein- ingar fyrir landskjörsstjórn- ina. Það er endileysa, að halda, að þessi ákvæði, eigi við það, hvernig menn missa þingrétt- indi. Kosningalögin og stjórnar- skráin mæla aðeins fyrir um það, hvernig þingið skuli' skip- að eftir kosningaúrslitin, en gefa engin fyrirmæli um það, áð breytt aístaða þingmanna eða kjósenda á kjörtímabilinu, breytti neinu um þingskipun- ina. Enda væri það ógerningur Þá vék hann að viðskiptum sínum við Bændaflokkinn. Hann sagði að seint á þingi í fyrra hefði sér verið skýrt frá því, að Bændaflokkurinn ætlaði að vera á móti stjórninni. Þetta fór algerlega í bága við yfir- lýsingar flokksins í Árnessýslu fyrir kosningarnar og breytti því aðstöðu hans til flokksiris. Ég hugsáði þá mitt ráð, sagði Magnús og ákvað að hafa við hann sem minnst samneyti. Þegar afráðið var, hélt hann ál’ram, að ég yrði ekki fram- bj óðandi Framsóknarflokksins, fór Bændaflokkurinn að bera víurnar í mig og forráðamenn hans sóttust eftir að tala við mig, þegar ég kom í bæinn. Flokkurinn var nefnilega tals- vert íhaldssamur og það var ekki álitið sigurvænlegt, því að hugsunin var tæplega sú, að draga fyrst og fremst atkvæði frá íhaldsflokknum, heldur Framsóknarflokknum. Það þótti líklegt, að ég myndi draga tals- vert frá Framsóknarflokknum í Árnessýslu, og jafnvel víðar, og því var leitað eftir, að ég yrði í kjöri fyrir Bændaflokk- inn. Þeir urðu að ganga eftir mér á biðilsbuxunum, ekki í hálfan mánuð, ekki í þrjár vikur, ekki í fjórar vikur, heldur í sex vikur. En áður setti ég skilyrði. Ég sagði formanni flokksins, að ég stæði í sömu sporum og á þingi 1933 og vildi að fyrst og fremst yrði leitað samvinnu við Framsóknarflokkinn, er á þing kæmi. Mér þótti bezt að fá þetta staðfest í mínu kjör- dæmi. Formaður flokksins lýsti þessu líka yfir á fundum í sýslunni. Á 13 framboðsfund- um í sýslunni lýsti ég sömu stefnu. Ég sagði áðan, að ég væri eini Bændaflokksmaðurinn. Á- stæðan fyrir því er sú, að hin- ir þingmenn flokksins hafa gengið íhaldinu á vald. Þeir hafa hætt að koma fram sem sjálfstæður flokkur. Ég vil vinna fyrir bændur, en það verður ekki gert með því, að vera í fullum fjandskap við þá, sem með völdin fara. Ég hefi ætlað mér að láta illindi flokkanna sem afskipta- minnst á seinasta kjörtímabili mínu, en vinna aðeins fyrir málin. Þau vinnubrögð hefi ég líka álitið að ættu að vera þungamiðjan í stefnu Bænda- flokksins, sagði M. T. Jón á Reynistað er orðinn að almennu viðundri fyrir út- íeikninga sína á því, hvaða verð bændur þurfi að fá fyrir kindakjöt. Árið 1933 reilcnaði hann út, og bað Mbl. fyrir þann útreikning, að bændur þyrftu ekki nema 40 aura fyrir kg. af kjöti og 40 aura fyrir kg. af gærum, til að geta greitt allar brýnustu heimilis- þarfir og vexti eða jarðarleigu að auki. — Jón þótti þá heldur linur í kröfum fyrir bændur, og hefir síðan af mörgum ver- ið kallaður 40 aura-Jón. — En nú fyrir nokkrum vikum hefir hann gert annan útreikning, sem heldur en ekki stingur í stúf við þann fyrra. Jón er þá ekki orðinn neinn 40 aura-Jón lengur, heldur þykir honum nú ekki minna duga en að bændur íái kr. 1,27 fyrir kjötkiló — og þó hefir gæruverðið hækkað um helming, síðan 40 aura- Jón var á ferðinni. Það er svo sem engin furða, þó að ýmsum bændum gremj- ist, að slíkur afglapi skuli vera að trana sér fram, sem þeirra »Hollt es heíma hvat« Ettir Hákon Bjarnason skógræktarstióra Þegar benzinskortur fór að sverfa að þjóðunum í síðustu heimsstyrjöld, fóru menn að í- huga, hvaða aflgjafa væri unnt að nota, í stað benzíns, til þess að knýja áfram bíla og vélar, en afla mætti innanlands. — Árið 1916 byrjuðu tilraunir í þessa áti í Frakklandi, og komust menn fljótt að raun um, að heppilegast myndi að nota gas- tegundir þær, sem koma fram við brennslu viðarkola. Ekki var lokið við að undirskrifa friðarsamningana í Versölum áður en Frakkar höfðu hafið stórfelldar tilraunir til þess að komast fyrir um, á hvem hátt þeir gætu komizt af án benzíns, þegar næstu heimsstyrjöld bæri að dyrum ásamt sam- gönguteppu og benzínskorti. — Þeir sáu fram á, að án benzins eða annars aflgjafa í þess stað, væri til einskis fyrir þá að leggja út í stríð, hversu vel búnir að vopnum, sem þeir væru. Tilraunum þeirra með að nota viðarkol í stað benzins miðaði svo vel, að mai'gar aðr- ar þjóðir voru fljótar til að fara að dæmi þeirra. Nú standa sakir þannig, að flestar Ev- rópuþjóðir, sem ekki eiga olíu- lindir sjálfar, eru sífellt að auka og endurbæta útbúnað þann, sem þarf á bílana til þess að þeir geti gengið fyrir viðar- kolagasi. I skógauðugum lönd- um, eins og Noregi og Svíþjóð, hafa menn tekið þessar tilraun- ir upp sakir þess, hve auðvelt og ódýrt er að framleiða við- arkol úr allskonar afgangi, sem verður við allar sögunarmyllur og úr lakasta viðnum úr skóg- unum, sem áður var lítils eða einskis virði. Ennfremur hefir það aukið áhuga manna á þessum nýý; aflgjafa, að hann hefir reynst margfallt ódýrari heldur en benzin. Á síðustu árum hafa innflutningshöft meðal allra þjóða komið því til leiðar, að hver þjóð reynir að búa sem mest að sínu, en takmarkar innflutning á öllum þeim svið- um, sem unnt er. Við að auka blíaakstur með viðarkolum í stað benzins sparast erlendur gjaldeyrir, en vinnuskilyrði aukast í löndunum. í Noregi eru menn nú styrkt- ir til þess að breyta bílum sín- um þannig, að þeir geti einnig gengið fyrir viðarkolagasi, og ber ríkið helminginn af kostn- aðinum við þessa breytingu. Svíar leggja einnig mikla á- herzlu á að auka viðarkola- akstur, og til gamans má geta þess, að í Ítalíu hefir verið lög- boðið, að frá árslokum 1937 skuli allir bílar þar í landi ganga fyrir viðarkolagasi. Munurinn á því, að reka bíla áfram með viðarkolum í stað i benzins er ekki svo mikill, sem | margur mun hyggja að órann- sökuðu máli. Flestum tegundum ! bifreiða má breyta þannig á einfaldan hátt, að vélin geti jöfnum höndum brennt gasi úr * 1 viðarkolum og úr benzini. Dá- lítinn aukaútbúnað þarf á hvern j bíl til þess að þetta sé kleift. j Er það geymir fyrir kolin, en í honum eru þau brennd og i gasið leitt inn í vélina. Stærð geymanna er ekki mik- j il, og fer hún eftir því, hve ■ aflmiklir bílarnir eru. Bílar, I sem hafa undir 65 hestafla vél, þurfa ekki nema 2 hektólítra í geymi, og er þá allur útbúnað- | urinn lítið eitt stærri en 200 i lítra brúsi. Sá útbúnaður mun I kosta 1500 krónur með núver- \ andi gengi krónunnar. Geymar þessir eru þó of stór- ir til þess að þeir séu notaðir á venjulegum 5 og 7 manna bif- reiðum, og þess vegna er viðar- kolanotkun enn bundin við flutningabíla og stóra almenn- iiigsvagna. Á vörubílunum er geymunum þannig fyrir komið, að þeir eru settir á brettið við hliðina á húsi bílsins, og taka þeir því ekki neitt af rúmi því, sem ætlað er flutningi. Um leið og ekið er af stað í bílum, sem nú hefir verið lýst, er logandi bréfhnoðra með fín- muldum viðarkolum stungið ofan um lok á geyminum, en fyrsta kílómeterinn er ekið fyrir benzini. Vélin er þá látin soga loft gegn um kolageyminn til þess að í þeim kvikni, en þegar ekið hefir verið um 2 mínútui' má loka fyrir benzín- ið en opna fyrir viðarkolagasinu. Af því, að kolagasið þenst ekki eins mikið út við sprengínguna og benzíngas, rýrnar afl vélarinnar um 15 —20% og fer wýrnunin eftir gæðum kolanna. En af því að vélar flestra bíla eru gerðar fyrir mikinn hraða, verður þessa ekki svo mjög vart nema í bröttum brekkum. Viðarkola- bílar af venjulegri gerð fara með 50 km. hraða á klukkust. á sléttum vegum, en þar sem mishæðótt er, eins og víða í Noregi,, er meðalhraði áætlaður um 35 km. á klukkustund. Þá sjaldan það kemur fyrir, að afl kolagassins þykir ekki nægilegt, má með einu handbragði veita benzini inn í vélina, og fær þá vélin þann kraft, sem kolin geta ekki veitt henni. I kolageyminum hreinsast kolagasið algjörlega, svo að það kemur hreint inn í vélina, og hvorki leggur sót né reyk af geyminum, þótt eldur brenni þar inni. Eklci er heldur neitt óþrifaverk að fylli og tæma geyminn, ef rétt er að farið. Talið er að einn líter af ben- zini samsvari hálfu öðru kg. af viðarkolum hvað afl snertir, eða j ef reiknað er í öðrum hlutföll- um, þá jafngildir 1 hektólítri af viðarkolum 13—15 lítrum af benzíni. (1 því, sem á eftir fer, verður hlutfallið talið 1 hektó- lítri kola á móti 13 lítrum ben- zíns. Á þann hátt verður áætl- unin ekki of há, þegar þessir tveir aflgjafar eru bornir sam- an). I Noregi og Svíþjóð, þar sem viðarkolaakstur er óðum að breiðast út, er talið að sparnað- urinn við að nota kol í stað benzins sé 60—70%, en í þeim lóndum fást kolin fyrir 1,00— 1,50 kr. hektólítrinn. Fyrir nokkrum árum ók viðarkola- bíll frá Stokkhólmi til Oslóar og brenndi hann viðarkolum fyr ir 13,70 kr. á þessari leið, en benzineyðsla á sömu leið hefði numið þrefalt meiru. En hvaða skilyrði væru til þess hér á landi að taka upp bifreiðakstur með viðarkolum, og hver yrði sparnaðurinn við það? Því miður er ekki unnt að gefa fullnægjandi svar við þessari spurningu, enn sem komið er. En þó skal reynt á sem nákvæmastan hátt að leysa úr henni. Á Vöglum í Fnjóskadal var á síðasta sumri komið upp ofni til þess að brenna viðarkol og kvöm til þess að mala þau nið- ur. Ofninn brennir 5 tenings- metra af viði í hvert sinn, og fæst úr þeim liðlega hálft tonn a.f viðarkolum. 1 hverju tonni kola eru upp undir 50 hektó- lítrar, en lágt áætlað fást altaf 40 hektólítrar bílakola úr hverju kolatonni. Úrgangur sá, sem verður við mölun kolanna er mjög hátt áætlaður 10 hektólítrar af hverju tonni. Jafngilda 40 hektólítrar kola því um 520 lítrum af benzini. Verð 520 lítra af benzini er nú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.