Tíminn - 06.11.1935, Síða 1
<S>jaíbbagi
fclatsinp ci 1. >4ni
Átgan^uiíun foatat 7 fl*
2^fgtei&ðla
•4 tnnfteltnta á £angao«a JO.
6iml 2353 - Póotbilj 061
XIX. árg.
Reykjavík, 6. nóvember 1935.
46. blað.
Hið nýja
landnám
Eitt af mestu stórmálum
samtíðarinnar er heimilismynd-
unin. íslendingum fjölgar um
tæp 1500 árlega. Útflutningur
til annarra landa er bæði ó-
framkvæmanlegur og óæskileg-
ur. öll nálæg lönd mega heita
lokuð fyrir útflutningi og auk
þess er Island bæði nógu stórt
ög nógu ríkt að náttúrugæð-
um til að bjóða lífsskilyrði öll-
um sem vaxa upp í landinu.
En á síðustu árum hefir dýr-
tíðin valdið því, að heimilis-
myndun hefir orðið mjög dýr
hér á landi. Kaupstaðarhús og
sveitabæir hafa orðið dýrari í
nýbyggingu lieldur en þjóðin
getur risið undir. Ódýrustu,
góðu íbúðirnar, sem verka-
ménn kaupstaðanna hafa feng-
ið, eru verkamannabústaðim-
ir, og þar kostar hver íbúð 10
—11 þús. kr. Nýir sveitabæir
kosta stundum minna, en oft
meira. Mörg af hinum nýju
býlum eru svo dýr fyrir þá
sem í þeim búa, að þeir geta
ekki risið undir.
Vandamálið mikla er þess
vegna þetta: Hvemig er hægt
að byggja ný heimili svo að
þau séu í einu góð og ódýr.
Ég hefi í sumar séð eitt
slíkt býli, norður í Stafni í
Reykjadal í Suður-Þingeyj-
arsýslu. Þar höfðu ung hjón
skapað sér gott og myndarlegt
nýtt heimili með eigin atorku
og skulduðu ekki nema um
3000 kr.
I Stafni býr aldraður bóndi;
ég hygg að hann hafi átt sjö
sonu, og að tveir séu komnir
burtu, en 5 eru enn heima.
Jörðin liggur þar sem mætist
Reykjadalur og Mývatnsheiði.
Dalurinn er þéttbyggður, en
heiðin strjál að býlum en auð-
ug að landkostum. Vegna þess
að samtíðin þráir þéttbýli,
fækkar býlunum á heiðinni.
Sum eru lögst í eyði, og fleiri
munu á eftir fara.
Feðgamir í Stafni sáu að
um tvennt var fyrir þá að gera,
að yfirgefa jörðina og flytja
allir í þéttbýli, eða að vera
kyrrir og breyta henni í þétt-
býli.
Þeir tóku síðari kostinn, og
nú eru þeir að gera í Stafni,
þar sem mætist dalurinn og
heiðin, eina hina merkilegustu
tilraun með landnám og sam-
vinnubyggð, sem gerð hefir
verið hér á landi.
Túnið í Stafni liggur nokkuð
hátt, en moldin er djúp og
frjó. Einn af eldri bræðrunum
reið á vaðið og reisti nýbýli í
túnfætinum, og hefir sléttað
nýtt tún þar hjá, sem er 5—6
dagsláttur á stærð. Ungi bónd-
inn er nemandi úr héraðsskól-
anum á Laugum, og þar hefir
hann meðal annars numið tré-
smíði. Kona hans hefir líka
verið í húsmæðradeildinni á
Laugum. Á heimili þeirra hefir
skólavistin sýnilega gert land-
nemum mikið gagn.
Á nýbýlinu í Stafni er bað-
stofa með aðalhlið móti suðri,
þrjú góð herbergi. Eldhús er
Fmmk á A. >UhL
Karíöflu*
vækíin
í gær var lagt fram frum-
varp í efri deild um verzlun
með kartöflur og aðra garð-
ávexti. Flutningsmaður var
Bernharð Stefánsson.
Fara helztu ákvæði frv. hér
á eftir:
Ríkisstjóminni er heimilt að
taka í sínar hendur innflutning
á kartöflum og öðrum garð-
ávöxtum frá 1. maí 1936, og
er þá öllum öðrum óheimilt að
flytja nefndar vörutegundir til
landsins.
Stofnun, sem nefnist Græn-
metisverzlun ríkisins, skal ann-
ast innflutning og verzlun kar-
taflna og annara garðávaxta.
Ríkissjóður leggur fram
nauðsynlegt stofnfé til verzlun-
arinnar, og er ríkisstjóminni
heimilt að taka lán í því skyni.
Gi-ænmetisverzlun ríkisins ei
skylt að kaupa fyrir gildandi
innkaupsverð samkvæmt 10.
gr. allar þær kartöflur, sem
framleiddar em innanlands og
fram eru boðnar á þeim stöð-
um, er hún ákveður, eftir þvi
sem geymslurúm og markaðs-
þörf leyfir. Skal hún haga inn-
kaupum og verzlun sinni þann-
ig, að hver landshluti sé fyrst
látinn fullnægja sinni neyzlu-
þörf, eftir því sem við verður
komið.
Grænmetisverzlun ríkisins skal
láta reisa á hentugum stað í
Reykjavík geymslu- og mark-
aðsskála fyrir kartöflur og aðra
garðávexti, sem framleiddir em
í landinu og ætlaðir eru til sölu
innanlands.
Stærð skálans skal við það
miðuð, að hann rúmi til
geymslu allt að 6000 tn. af
garðávöxtum, en lóð þannig
valin og byggingu þannig hag-
að, að auðvelt sé að stækka
hann, ef þörf krefur.
Heimilt er Grænmetisverzl-
un ríkisins að láta reisa geymsl-
ur fyrir garðávexti á þeim stöð-
um úti um land, þar sem hún
telur brýna þörf fyrir þær.
Innkaupsverð og söluverð
Grænmetisverzlunar ríkisins á
garðávöxtum, svo og hámarks-
verð garðávaxta í smásölu
skal ákveðið af 5 manna verð-
lagsnefnd. Ríkisstjómin skipar
formann nefndarinnar, en Bún-
aðarfélag Islands, S. 1. S.,
Verzlunarráð Islands og Al-
þýðusamband Islands hafa rétt
til að tilnefna hvert sinn mann
í nefndina. Tilnefni einhver að-
ili ekki nefndarmann, skipar
ríkisstjómin mann í hans stað.
Nefndarmenn skulu starfa
kauplaust.
Hagnaði, sem verða kann á
rekstri Grænmetisverzlunar
ríkisins, skal varið til þess að
byggja geymslu- og markaðs-
skála, svo og til að tryggja
framtíð stofnunarinnar, með
því að koma upp nauðsynleg-
um varasjóði.
Ríkisstjómin semur reglu-
gerð fyrir Grænmetisverzlun
ríkisins og skipar forstöðu-
mann hennar og endurskoð-
endur. Heimilt er að fela ein-
hverri ríkisstofnun eða Sam-
Framh. á 4. slOu.
A víðavangi
lhaldsblöðin og Sf. Sl.
Ihaldsblöðin gera það að um-
talsefni nú, að Sláturfélag
Suðurlands greiði bændum 14
aurum lægra verð í haust pr.
kg. af kjöti en það gerði í
fyrrahaust. Út af þessu hefir
Tíminn snúið sér til Helga
Bergs forstjóra og spurt hann
um málið. Svaraði forstjórinn
því, að 4 aurar af þessum mis-
mun samsvöruðu liækkun verð-
jöfnunargjaldsins frá því í
fyrra, en annars hefði félags-
stjómin tekið þessa ákvörðun
um útborgunarverðið. Virðist
félagið þar fara eftir þeirri
reglu, sem almennt er notuð í
samvinnufélögum, sem sé að á-
ætla verð svo lágt, að öruggt
sé að það standist, og greiða
því hærri uppbót eftir á, ef til
kemur. Hins vegar má geta
þess, að Helgi Bergs lýsti yfir
því opinberlega í fyrra, að á-
ætlunai*verð félagsins þá hefði
staðist án þess að grípa hefði
þurft til sjóða félagsins.
Annars er næsta hvimíeiður
sá áróður íhaldsblaðanna, sem
rekinn hefir verið nú á annað
ár í þeim tilgangi að bera róg
milli Sf. Sl. og annara sam-
vinnufélaga í landinu, og það
þó vitanlegt sé, að Sf. Sl. vann
að því með öðrum samvinnu-
félögum, að undirbúa kjötlögin
og koma þeim fram. Væri
æskilegt að Sláturfélagið af-
þakkaði þessa vafasömu ,hjálp‘
nefndra blaða — opinberlega og
sem fyrst — því að hún getur
engum orðið til framdráttar
nema andstæðingum bænda-
stéttarinnar.
Guðmundur á Stóra-Hofi
er að reyna að verja sam-
keppni sína um fé í haust við
Sláturfélag Suðurlands. En
seint mun honum gapga að
fóðra það, að hann, sem sjálf-
ur situr í stjórn Sláturfélags-
ins, skuli jafnframt vera for-
maður í öðrum félagsskap, sem
vinnur að því, að kaupa fé af
sunnlenzkum bændum handa
kaupmönnum í Reykjavík. Ef
Guðmundur óskar, mun það
vera sannanlegt, að mikill hluti
af þátttakendum í félagsskap
hans hafi áður verið og séu fé-
lagsmenn í Sf. Sl. Athæfið er
því augljóst, þrátt fyrir það,
þó að Guðm. reyni að telja
fólki trú um, að allt það kjöt,
sem hann lætur kaupa, myndi
hafa farið til kaupmanna hvort
eð var.
Sveinn á Egilsstöðum
birtir í fylgiblaði Isafoldar
ærið langt mál, sem hann nefn-
ir „Framleiðslukostnaðarverðið
og hinir trúu þjónar“. Megin-
efni þessa máls eru rætnislegar
árásir á Jón Árnason, Pál Zoph-
oniasson og kjötverðlagsnefnd-
ina. Tvennt í þessari grein er
þess vert, að á það sé minnst.
Sveinn virðist ganga út frá því,
að ákvarðanir kjötverðlags-
nefndar um verð á kjöti, séu
byggðar á framleiðslukostnaði.
Ættu þó flestir að vita, að kjöt-
verðið er miðað við sölumögu-
leika, en ekki framleiðslukostn-
að, og það meðal annars af því,
að um framleiðslukostnaðinn
liggja engar áreiðanlegar heim-
ildir fyrir. — Þá fullyrðir
Sveinn, að kjöt muni seljast
alveg jafnt, hvort sem verðið
á því er hátt eða lágt! Má vel
vera, að svo væri, ef kaupend-
ur kjötsins væru eingöngu rík-
ir menn, sem ekki létu sig
muna um aurana. En æskilegra
hefði verið, að þessi ágæti
„bændavinur“ íhaldsins gæti
látið sér skiljast það, að fjöldi
kjötkaupenda er einmitt fátækt
fólk, sem því miður verður
mjög að horfa í kostnaðinn,
þegar það kaupir lífsnauðsynj-
ar sínar, rétt eins og þekkist
i sveitunum. Og menn, sem ekki
geta sett sig inn 1 svo mikils-
vert atriði, betur en Sveinn á
Egilsstöðum gerir, ættu helzt
ekki að vera að bjóðast til að
vera forystumenn bænda í lífs-
baráttu þeirra.
Fjandskapurinn gegn
bændum utan Suðurlands.
Þeir Jón í Dal, Hannes og
Þorst. Briem halda áfram í
blaði sínu eftirtölum út af því,
að bændur í Dölum, Húnávatns-
sýslu eða annarsstaðar á Norð-
ur-, Austur- og Vesturlandi
skuli fá að flytja nokkra dilka-
skrokka á Reykjavíkurmarkað-
inn. Ennfremur halda þeir
áfram að telja eftir verðjöfn-
unargjaldið, sem gengur til
þess að bæta upp hið verðlága
útflutningskjöt þessara sömu
bænda. I fyrra lét Hannes þó
stundum á sér skilja, að hon-
um þætti verðjöfnunargjaldið
helzt til lágt. En kannske hann
sé nú orðinn vonlaus um, að
íhaldið muni lána honum
áfram atkvæðin úr Víðidal, og
ætli að reyna að hreiðra um
sig annarsstaðar! A. m. k.
mun Húnvetningum þykja
kveðjan köld.
Gremjan
í Sjálfstæðisflokknum.
íhaldsblöðin eiga erfitt með
að verja frumhlaup flokks-
xnanna sinna, sem hlupu brott
úr utanríkismálanefnd og neit-
uðu að mæta á fundi samein-
aðs Alþingis um utanríkismálin.
Hefir þetta tiltæki þeirra vakið
nikla gremju meðal ýmissa
flokksmanna utan þings. Finnst
þeim það, sem von er, bera
vott um furðu mikið ábyrgðar-
leysi og næsta litla fyrirhyggju,
að neita samstarfi um þau mál-
in, sem helzt ættu að vera utan
við flokkadeilumar og jafn-
fram að útiloka Sjálfstæðis-
flokkinn frá þeirri aðstöðu, sem
honum var veitt til að fylgjast
með og láta uppi álit sitt um
meðferð þessara vandasömu
mála. Telja margir með réttu,
að nú geti Sjálfstæðisflokkur-
irm ekkert sagt, þó að stjómar-
flokkamir neiti að taka tillit til
hans í öðrum málum.
Ástæðan, sem íhaldsmenn
færa fram fyrir þessu athæfi
sínu a. m. k. út á við er sú, að
einn Kveldúlfsbræðra, Richard
Thors, hafi verið „móðgaður"
í blaðagrein! I þessari blaða-
grein var það dregið í vafa, að
þessi Kveldúlfsbróðir væri
nægilega vel fallinn til að vera
hæstráðandi í íslenzkri fisk-
verzlun eða taka þátt í milli-
ríkjasamningum. Það mun nú
ílestum finnast, að slíkt sjón-
armið geti fullkomlega átt rétt
Bernharð Stefánsson alþm.,
sem er fulltrúi Framsóknav-
flokksins í landbúnaðamefnd
efri deildar og flytur nú frv.
um eflingu kartöfluræktarinn-
ar.
á sér. En það er rétt eins og
þegar „kóngurinn“ var móðgað-
ur í gamla daga! I augum
þingflokks Sjálfstæðismanna
virðist Kveldúlfsbróðirinn vera
ábyrgðarlaus og friðhelgur.
Misdýrir bræður!
Þegar þessi ósköp ganga á út
af því að óskeikulleiki Richard
Thors hefir verið dreginn í efa,
verður manni að líta um þrjú
ár aftur í tímann. Annar Kveld-
úlfsbróðir, Ólafur Thors, kom
þá heim frá Noregi og hafði
tekið þátt í milliríkjasamning-
um þar fyrir Islands hönd. Þar
var því um utanríkismál að
ræða alveg eins og nú. Og
hvað skeður? Eitt af bæjar-
blöðunum hér rís upp og hellir
sér yfir þennan virðulega Kveld-
úlfsbróður og samningamann
með óbótaskömmum. Svo langt
var þá gengið, að Ólafur var í
þessum greinum beinlínis
nefndur „landráðamaður“. Og
einn af nefndarmönnunum úr
utanríkismálanefnd, Héðinn
Valdimarsson, beitti sér fyrir
árásunum á samningamanninn.
Þá gengu Sjálfstæðismenn
ekki úr utanríkismálanefnd. Þá
neituðu þeir ekki að taka þátt
í fundum Alþingis um utan-
ríkismálin. Þá gerðu þeir yfir-
leitt ekkert annað eða meira en
vant er, þegar deilt er á menn
og málefni af andstæðingunum.
Hvað veldur slíkum umskipt-
um? Hvernig stendur á því, að
Sjálfstæðismenn taka svo gíf-
urlega upp þykkjuna fyrir þann
Kveldúlfsbróðurinn, sem til
Spánar fór, en létu Ólaf liggja
óbættan hjá garði? Gera þeir
Ólaf svo miklu ódýrari en bróð-
ur hans, þrátt fyrir það, þó að
hann væri þingmaður fyrir
flokkinn, en Ríkarður óbreytt-
ur liðsmaður?
Ólíklegt verður það að telj-
ast. Myndi hitt ekki vera ástæð-
an, að í hið fyrra sinn var Jón
Þorláksson enn formaður
flokksins, og bar hæfilega lotn-
ingu fyrir yfirlæti Kveldúlfs?
Þá var Kveldúlfur enn ekki
búinn að leiða þingmenn flokks-
ins inn í „þrældómshúsið", og
kúga þá til að óvirða þing-
ræðið að hætti nazista.
Eða er hitt ástæðan, að ráða-
menn íhaldsins hafi einhvem-
veginn verri samvizku í fisk-
málunum, en þeir höfðu út af
norsku samningunum 1932?
Uian úr heimi
Fyrir rúmlega viku síðan
var gerð bylting í Grikklandi.
Yfirmenn hersins brutust þar
til valda og neyddu forsetann
og ríkisstjórnina til að segja
af sér. Lýstu þeir yfir því, að
Georg fyrverandi konungur .
myndi aftur taka við konung-
dómi. Konungurinn, sem und-
anfarið hefir dvalið í Englandi,
neitaði hinsvegar að hverfa
aftur til landsins nema því að-
eins að þjóðin væri látin segja
til um það við atkvæðagreiðslu,
hvort hún vildi endurreisa kon-
ungdæmi í landinu í stað lýð-
veldisins, sem verið hefir. Þjóð-
aratkvæðagreiðsla var því látin
fara fram núna um helgina og
urðu úrslitin þau, að yfirgnæf-
andi meirihluti atkvæða eða
um ll/2 milljón var með endur-
reisn konungsstjórnarinnar, en
aðeins rúmlega 32 þús. á móti.
Spánska stjórnin sagði af
sér í vikunni, sem leið, vegna
hneykslismáls, sem opinbert
varð, og sumir ráðherramir
voru við riðnir. Höfðu þeir
ætlað að leyfa stofnun spila-
vítis og þiggja fé fyrir. For-
sætisráðherranum tókst þó
strax að mynda nýja stjóm,
þar sem þeir ráðherrar, er við
hneykslismálið voru riðnir,
voru útilokaðir.
Stauning hefir nú eftir kosn-
ingarnar í Danmörku gert
nokkurar breytingar á stjórn
sinni. Fimm af ráðherrum
þeim, sem verið hafa, láta af
störfum, en sex nýir koma í
þeirra stað. Kunnastir hinna
fráfarandi ráðherra, eru Borg-
bjerg kennslumálaráðherra,
sem er einn af elztu og þekkt-
ustu leiðtogum jafnaðarmanna-
flokksins — eitt sinn ritstjóri
Social Demokraten — og
Zahle dómsmálaráðherra, úr
radikalaflokknum, sem um
langt skeið var forsætisráð-
herra Dana. Láta þeir báðir af
störfum fyrir aldurs sakir.
Sáttaumleitanir í Abessiníu-
málinu, sem Frakkar hafa
gengizt fyrir, hafa enn engan
árangur borið. Um 50 þjóðir
hafa nú ákveðið að taka þátt
í refsiaðgerðunum gegn ítalíu
og tilkynnt Þjóðabandalaginu
það. Er nú talið mikið undir
því komið, hvaða afstöðu
Bandaríkin taka í því máli og
hvort þau selja ítölum olíu, kol
og járn. En þau standa, eins
og kunnugt er, utan við Þjóða-
bandalagið eins og Þýzkaland
og Japan.
Italir hafa nú hafið mikla
sókn á norðurvígstöðvunum í
Abessiníu, og taka þátt í
henni um 125 þús. hermanna.
Lið innfæddra Afríkumanna
er þar haft í fararbroddi. Einn
af smákonungum Abessiníu,
sem raunar var áður tengda-
sonur sjálfs keisarans, hefir
gengið í lið með Itölum með
lið sitt, og er sagt að hermenn
hans berjist með miklum á-
kafa, því að þeir óttast grimmi-
legar hefndir af hálfu lands-
manna sinna, ef ítölum tekst
ekki að vinna stríðið. Ennþá
hefir her Abessiníumanna lát-
ið undan síga og telur sig ekki
kominn í þá aðstöðu, sem hann
telur æskilegasta, til þess að
taka á móti Itölum.