Tíminn - 06.11.1935, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.11.1935, Blaðsíða 2
186 TlMlNN Glæfraspil Kveldúlfs með Siállstæðisflokkinn Síðustu tíðindi af fram- komu Ólafs Thors, í opinber- um málum, hafa komið mörg- um flokksmönnum hans, sem utan við þingið standa, nokkuð hastarlega á óvart. Þessi tíð- indi ásamt nokkrum öðrum, sem orðið hafa upp á síðkastið, eru nú að opna augu þessara manna fyrir því, hverskonar glæfraspil það er, sem nú er verið að leika með Sjálfstæðis- flokkinn og kjósendur hans. Síðan Jón heitinn Þorláks- son, út af því sem hann sjálf- ur nefndi „þingsvik“ flokks- manna sinna í kjördæmamál- inu, lét af fórmennsku flokks- ins, hafa Kveldúlfsbræður hrifsað öll völd og yfirráð í flokknum í sínar hendur. Um- boð þein*a 22 þúsund kjósenda, sem um síðustu kosningar greiddu Sjálfstæðisflokknum atkvæði, er nú algerlega á valdi þessara manna. Og í krafti þessa valds hafa þeir upphafið hina og aðra pólitíska æfintýra- og vandræðamenn, sem eru þeim þægir þjónar, en ; áður hafði verið haldið niðri [ af hinum gætnari mönnum í flokknum. Og í samræmi við það er nú Sjálfstæðisflokkur- inn að breyta stórlega um svip og vinnuaðferð frá því, sem áður var — og það mjög til hins verra. Þetta eru alvarleg tíðindi, og þá fyrst og fremst fyrir stuðn- . ingsmenn og kjósendur flokks- • ins, sem meira og minna óaf- vitandi hafa léð lið sitt til þess sem orðið er. I flokknum er nú aðeins eilt ríkjandi sjónarmið, sjónarmið Kveldúlfs og hinna skuldugu eigenda hans. Lands- málaflokkur, sem byggður er á fylgi 22 þúsund manna, er nú notaður sem verkfæri í þjónustu þessa vafasama fyrir- tækis. Það er gott fyrir Kveld- úlfsbræður, en því fylgir gífur- leg ábyrgð fyrir stuðnings- menn og kjósendur flokksins, ábyrgð, sem þeir áreiðanlega ekki óska eftir að bera til lengdar. Því að það verður ekki vé- fengt, að innan Sjálfstæðis- flokksins er fjöldi manna, sem ekki eru glæframenn á neinn hátt, og ekki kæra sig um að reka þá æfintýra- og ábyrgð- arleysispólitík, sem ólafur Thors og bræður hans fyrir- skipa flokknum. Slíkum mönn- um hlýtur að þykja það nokk- uð ótrygg undirstaða að láta fyrirtæki, sem hefir það höfuð- áhugamál að fleyta miljóna- skuldum sínum yfir boða gjald- þrotsins, með einum eða öðrum ráðum, vera allsráðandi um stefnu flokksins. Þeim getur ekki fundizt slíkt ástand æski- legt innan þess flokks, sem allt fram á síðustu ár hefir skreytt sig með því fyrst og fremst, að þykjast vera kjölfestan í fjármálastjóm. þjóðarinnar. Þeim getur ekki verið það neitt sérstakt áhugamál, að láta Kveldúlfsbræður nota flokkinn, sem „privat“ eign, til þess að halda uppi þeirra forsjárlausa eyðslulífi, án tillits til annara áhugamála og sjónarmiða, sem vera kunna i flokknum. Svo langt hefir hún nú geng- ið, hin ósvifna einkanotkun Kveldúlfs á Sjálfstæðisflokkn- um, að Ólafur Thors hefir kúgað þingmennina til þess að neita að taka þátt í meðferð utanríkismálanna með öðrum flokkum — m. a. til þess að hefna(!) fyrir „móðgun“, sem hann telur, að einn af bræðr- um sínum — maður sem ekki er einu sinni fulltrúi flokksins — hafi orðið fyrir í blaða- grein! Er það í raun og veru vilji hinna gætnari Sjálfstæðis- manna, að flokkur þeirra á þingi neiti því samstarfi, sem honum ber skylda til að taka þátt í, um þá tegund mála, sem nú er allra alvarlegust með þjóð vorri, sjálf utanríkismál- in? Eru þeir við því búnir að taka afleiðingunum af þvílíkri ósvinnu, sem Kveldúlfur þröng- var þingmönnunum . til að fremja? Ætla þeir að láta hinn of- stopafulla og óvitra foringja, skuldakónginn ólaf Thors, halda áfram að hætta æru og framtíð flokksins við hið græna borð? Stjórnarflokkarnir afnema fiskskattinn Kveldúlfur svarar með því að banna þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins að mæta í utanrikismálanefnd og á lokuðum fundi Alþingis um utanríkismálin. Á fundi í neðri deild Al- þingis 1. nóv. lýsti ríkisstjómin yfir því: Að Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hefðu ákveð- ið að leggja fram á Alþingi næstu daga frumvarp þess efn- is að nema úr gildi lögin um skatt þann á útfluttum salt- fiski, sem runnið hefir í „markaðs- og verðjöfnunar- sjóð“, og fella skatt þennan niður að mestu eða öllu leyti, en leggja fyrir sjóðstjórnina að endurgreiða úr sjóðnum það fé, sem í honum kann að verða, þegar lokið er þeim skuldbind- ingum, sem á honum hvíla. Þeir ólafur Thors og Sig- urður Kristjánsson flýttu sér að lýsa yfir því, að þeir myndu styðja þetta áform stjómar- flokkanna, enda vita þeir, að gjald þetta hefir verið næsta óvinsælt, sem von er, meðal flestra útgerðarmanna. Gjald það á útfluttan salt- íisk, sem hér er um að ræða, var ákveðið í tíð fyrverandi stjórnar vorið 1934. Var það fyrst 5 kr. á skippund. Var það þá lagt á fiskinn um leið og útflutningsleyfin voru veitt, og var ætlunin sú, að Fisksölu- sambandið innheimti það og ráðstafaði án þess að lagasetn- ing kæmi til. Þetta reyndist þó ógerlegt og var þá leitað til núverandi ríkisstjómar um að tryggja innheimtu gjaldsins með lögum. Voru fyrst gefin út bráðabirgðalög, en á haust- þinginu 1934 voru lögin um „markaðs- og verðjöfnunar- sjóð“ samþykkt með atkvæð- um allra flokka. Voru kosnir í stjórn sjóðsins tveir menn úr hverjum þingflokki, og skyldi hún hafa sjóðinn undir höndum og ráðstafa honum í samræmi við tilgang hans. Var gjaldið þá ákveðið 6% af verði fiskjarins, sem kom rétt- látlegar niður. Sjóður þessi hefir þannig Skammirnar um Alþíngi verið ríkissjóðnum og ríkis- stjóminni algerlega óviðkom- andi, enda þótt sumir and- stæðingar stjómarinnar hafi látið sér sæma að gefa í skyn að hér væri um skatt til rík- isins að ræða. Stjómarflokkarnir hafa frá upphafi verið ákveðnir í því að hlutast til um, að þetta óvin- sæla gjald á fiskinum yrði af- numið undir eins og tækifæri gæfist. Og nú verður það gert. Sigurður Kristjánsson hefir fyrir nokkrum dögum í sjávar- útvegsnefnd neðri deildar lagt fram fmmvarp um afnám verðjöfnunargjaldsins. Tilgang- i urinn með þessu frv. var sá, j að láta stjómarflokkana fella : það, og reyna að láta þá þar ■ með baka sér óvinsældir hjá fiskframleiðendum. Þessi til- gangur er auðsær á því, hvem- ig frumvarpið er úr garði gert. Því að í frv. var gert ráð fyrir, að lagt yrði fram af ríkinu, á- líka mikið fé í sjóðinn og í hann rennur nú, en hinsvegar ekkert á það bent, hvemig ætti að afla ríkinu þessara tekna. Hitt mun Kveldúlf þá ekki hafa gmnað, að stjómarflokk- arnir ætluðu sér að afnema gjaldið. En ráðstöfunum stjómar- flokkanna í þessu máli hefir Kveldúlfur, eins og kunnugt er, raunverulega svarað með því að banna þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins að taka þátt í störfum utanríkismálanefndar og lokuðum fundi Alþingis um utanríkismálin. Urkoma í ágústmánuði, segir V cðráttan,. var 76% umfram með- allag eða l2/3 sinnum meðalúr- koma á öllu landinu. Tiltölulega most var hún vestanlands, þre- íöld á Suðureyri. Á Norður- og Suðvesturlandi var úrkoma allt að helmingi meiri en venjulega. Suðaustanlands var úrlcoman minnst að tiltölu, á Fagurhóls- mýri aðeins í tæpu meðallagi. I hvert sinn, sem Alþingi sit- ur að störfum, gera blöð íhalds- manna sér fátt málkærara en störf Alþingis. Einn daginn fyllast blöðin vandlætingu yfir því, hvað þingfundir hafi verið stuttir. Þingfundir stóðu í fimm mín- útur, segir Morgunblaðið, þing- ið tekur býsna langan tíma með slíku áframhaldi og kemur víst til með að kosta sæmilegan skilding. Næsta dag flytja blöðin heift- úðugar árásir á málæðið á Al- þingi. Þingmenn gera bókstaf- lega ekkert, nema að tala. Þeir eru síkjaftandi um allt annað en málefnið liðlangan daginn og auðvitað dragast þingstörf- in von úr viti með þvílíkum vinnubrögðum. Alþingiskostn- aðurinn verður ekkert smáræði, nú frekar en fyrri daginn, seg- ir að lokum. Þriðja daginn kemur löng skammarolla um aðgerðaleysi þingsins. Það lætur allt af- skiptalaust, gerir ekki nokkum skapaðan hlut. Stærstu málin, sem það hefir til meðferðar, eru gelding húsdýra, sauðfjár- baðanir, og fleira þessu líkt smúdútl, sem snertir „karlana“ í sveitunum. Fjórða daginn kemur grein undir margdálkaðri og stór- letraðri fyrirsögn um afskipta- semi þingsins. Það er með nefn- ið niðri í öllum sköpuðum hlut- um og alltaf til óþurftar. Það heftir allt einstaklingsfrelsi í fjötra, skattpínir mennina, sem með súrum sveita strítast við að bjarga föðurlandinu, einok- ar verzlunina, semur útgjalda- hæstu fjárlög, eykur atvinnu- leysið og örðugleika viðslcipt- anna. Það drepur alla umbóta- viðleitni, hvort heldur, sem hún nefnist fiskiráð, spamaðar- nefnd, eða niðurskurður verk- legra framkvæmda. öll störf Alþingis virðast unnin í þeim tilgangi að gera þjóðinni bölv- un og skapa óáran og siðleysi i landinu. Fimmta daginn eru þing- mennimir teknir til bæna. Meirihluta þeirra er lýst eins og verstu glæframönnum. „Stjórnarflokkarnir hafa gert Alþingi að ofbeldisstofnun og friðreit fyrir úrþvættí og sið- leysingja*, var vitnisburður Morgunblaðsins um þá fyrir ör- slcömmu síðan. Þannig heldur hinum mót- sagnakenndu skrifum íhalds- blaðanna þrotlaust áfram. Rægjandi og tortryggjandi, ósannsögul og illgjörn, þar sem öllu er snúið öfugt, allt flutt til verri vegar, þar sem andi fjandskapar og lítilsigld sál hefir auðsjáanlega stýrt hverri hreyfingu pennans. Hversvegna halda íhaldsblöð- in uppi slíkum róghemaði gegn Alþingi ? Hvers vegna reyna þau að gera öll verk þess tor- tryggileg? Hvers vegna nota þau öll hugsanleg tækifæri, meira og minna röng og ástæðulaus, til þess að skapa gegn því andúð og fyrirlitn- ingu? Hvers vegna leggja rit- peð íhaldsins daglega sína litlu heila í bleyti til þess að finna upp nýjar svívirðingar um þingið ? Hversvegna er svona mikilli vinnu, fyrirhöfn og fjár- munum varið í þessa starf- semi? Svarið er einfalt. Forráða- menn íhaldsins vilja þingið feigt. Takist að gera lýðræðið smáð og fyrirlitið, hefir íhald- ið möguleika til að vinna þann „fullnaðarsigur", að geta „tek- ið sér til fyrirmyndar þjóðim- ar, sem rekið hafa rauðu hætt- una af höndum sér“. Kosninga- rétturinn útilokar þann mögu- leika með öllu. Valdavonir íhaldsins byggjast á því, að hægt verði að rífa þessa stofn- un, og það stjómarfyrirkomu- lag, sem skapar hana, alger- lega til gmnna. Ofbeldi og ein- ræði em stoðimar, sem valda- möguleikar íhaldsins hvíla á. Árásimar á þingið em því vel skiljanlegar. Þeim er ekki beint gegn mönnunum, sem eiga þar sæti, heldur á stjóm- fyrirkomulagið sjálft. Það er það, sem íhaldið vill eyðileggja. Þessvegna traðkar ólafur Thors þingvenjur og neitar að starfa í þingnefndum. Þess vegna er rógurinn um þingið látinn syngja látlaust í eymm allra þeirra, sem hlusta á íhaldsræðumann eða lesa íhalds blöðin. Vigurbóndinn afltaf að tapa I 38. tbl. ísafoldar þ. á. skrif- ar Bjami bóndi í Vigur grein, er hann nefnir „Kjötlögin og kjötverðlagsnefndin“. Bjami virðist nú skrifa fyrir munn bænda almennt í þessu héraði, Norður-Isafjarðarsýslu. En með því að ég er einn af þeim, sem er ekki samþykkur (og svo mun um fleiri vera) ástæðum þeim, er Bjami bóndi setur fram í áminnstri grein, þá vil ég hreyfa andmælum og færa rök fyrir máli mínu. Isafjörður er aðal slátrunar- staður Norður-ísfirðinga. Þar eru tvö löggilt sláturhús. Hið þriðja er á Arngerðareyri. Á báðum endum héraðsins em því löggilt sláturhús. Fimm vikur sjávar eru milli þessara sláturhúsa. Djúpbátur- inn fer þessa leið á 3—4 tím- um beint, en í áætlunarferðum er hann 6—7 tíma með við- komu á fleiri höfnum. Nauteyrarhreppur rekur sitt sláturfé að mestu leyti að Am- gerðareyri, Reykjarfjarðar- hreppur gjörir slíkt hið sama að nokkru leyti, en flytur einn- ig sláturfé á Isafjörð. En það sem hann slátrar á Amgerðar- eyri, rekur hann kringum Isa- fjörð, sem tekur 5—6 klukku- stundir eða flytur féð frá Svansvík yfir fjörðinn, sem er örskammt. Úthrepparnir, Snæfjalla- og Ögurhreppur, flytja sláturfé sitt ýmist með Djúpbátnum eða leigubátum til Isafjarðar. Vega- lengdin hjá þeim, samanborið við Arngerðareyri er um helm- ingi styttri. Oftast komast bændur að góðum kjörum með flutning fjárins. Og Djúpbáturinn tekur aðeins 50 aura á kind. Venjulegast lánast þessir fjárflutningar vel, og frá öllum hreppum sýslunnar er hægt að koma sláturfénu á sama sólar- hringnum úr heimahópum á sláturstaðinn á ísafirði. Það er því ekki á rökum byggt að sérlegir örðugleikar séu á að koma sláturfé úr hér- aðinu til ísafjarðar. Ég hefi búið við það í 20 ár að reka fé til Amgerðareyrar og einnig senda sláturfé til Isa- fjarðar og get engan mun gjört á því, hvað meðferð fjárins snertir, en fyrirhöfnin talsvert meiri að reka fé til Amgerðar- eyrar enda þótt þangað sé að- eins 18 km. Bátakostur er nú orðinn svo góður, að undanskildum Djúp- bátnum, að hægt er að láta fara vel um féð að öllum jafn- aði. Það er einnar klukkustundar keyrsla frá Vigur til ísafjarðar. Bjarni bóndi getur því hæglega farið með fjárhópinn sinn að morgni og verið komin heim með slátur sitt að kvöldi. Bjarni i sjálfur skip og mótor, getur því farið er veður leyfir og átt þá vissan sláturdag. Við sem fjær búum Vigur, teljum þetta bamaleik. Ég aumkva Bjarna fyrir slíkar æðrur. Ekki sízt þar sem hann er vanur sjómaður og talinn djarfur vel. Þá minnist Bjarni á tjónið og ófrelsið, sem skipulagið baki bændum, og mér skilst tjónið mest innifalið í því, að fá ekki undanþágu til heimaslátrunar, og alltaf áhættu með verkun kjötsins og frágang allan. Þetta er stórt atriði, þar sem strangt mat er nú komið á þessa vöru. Hitt skal ég viðurkenna, að nauðsyn ber til að athugað sé, hvort ekki er hægt að draga úr þeim kostnaði, er kemur utan um slátmnina. Eins og t. d. vigtargjald, kælingu kjötsins og að síðustu þá aðferð sláturhús- anna að taka til sín gamimar, án þess framleiðandinn hafi þar nokkuð af. Ég býst við að þessi atriði séu bændanna að sjá um, að úr verði bætt, en ekki kjötlaganna, eða kjötverð- lagsnefndar. Enda þótt ég efist ekki um, verði leitað ásjár liennar, að hún bæti þar um, hafi hún nokkurt vald til þess. Hitt höfuðatriðið hjá Bjarna er frelsistapið, sem erf- itt er að meta á fjárhagslegan mælikvarða, en hið beina tjón, sem skipulagið veldur, út- færir hann ekki í tölum, enda fer bezt á því. Rök fortíðarinn- ar eru ekki vel fallin til saman- burðar. En ég vil nú gjöra dá- lítinn samanburð, sem verður vart hrakinn. Árið 1931 varð sérstaklega óhagstætt söluár með kjöt hér á Isafirði. Þá lifðu bændur hér við hið frjálsa óskipulag. Kunningjaviðskiptin vel metnu, götu- og pakkhúsa- sölu á Isafirði eins og hún hafði bezt verið um áratugi. Þetta frelsi verzlunarinnar skaðaði Djúpbænduma þá um 23—30 þúsundir það ár. Haustkauptíð byrjar þá með kr. 0,75 pr. kg. kjöts, en áður en hálfnuð er slátrun, er verðið komið ofan í kr. 0,35—0,40 pr. kg. Hver bauð niður fyrir öðrum, og önnur klækjabrögð voru við- höfð. Bjami í Vigur varð var við þetta, og hefir líklega persónu- lega lent með eitthvað í lága verðinu. Veturinn 1932 benti ég á þessi mál, á fundi og vildi að komið væri á frjálsum samtök- um til öryggis fastara verðlagi. Þessu var vel tekið einnig af Bjama. Sama ár fæ ég loforð hjá Búnaðarbanka Islands um rekstrarlán til Sláturfélags Vestfjarða og K. N. A. á Am- gerðareyri, sem svo önnuðust alla kjötsölu hér í Djúpinu. Nefnd manna var kosin til þess í samráði við téð félög, að ákveða verð og flokkun á kjöt- inu og standa fyrir fjárloforð- um og fleira. Nefnd þessari kom saman um, að ekki væri fært að setja útsöluverð hærra en 0,70 pr. kg. af 1. fl. kjöti. Kaupgetu neytenda myndi of- boðið, ef hærra verð yrði setfc á kjötið. En þetta verð hélzt svo kauptíðina út það haust, og þótti það viðburður hér í hér- aði. Þetta dæmi sýnir tvennt. Fyrst að bændur voru orðnir ráðþrota með eðlilegt verð á kjötinu. Slóttugheit og heppni réðu mestu um hver útkoman varð hjá hverjum einstökum bónda. I öðru lagi sýndi þessi litli vísir til samtaka, og skipulags a kjötsölunni að hægt var að stöðva hið hlaupandi verð. En vitanlega var þetta ekki örugg íramtíðarráðstöfun til þess þurfti lög og reglur, sem og komu. Bjami var nauðugur kos- inn í þessa kjötverðlagsnefnd okkar, hann viðurkennir sann- gjarnt verð á kjötinu kr. 0,70 pr. kg. En fær að lokum kr. 0,65—0,68 að mig minnir. En kjötlögin og kjötverðlagsnefnd- in og hið nýja skipulag tryggja honum og bændum yfirleitt 0,78 —0,80 pr. kg. að frádregnum öllum kostnaði. Það kemur því á daginn, að Bjarni græðir 12—15 aura á hverju kjötkílógrammi. Það munar þótt minna sé. Bjami meinar þetta ekki, að hann sé alltaf að tapa. Það em hillingar gamla tímans, sem rugla dómgreind hans. Vill Bjami í Vigur gera sér í hugarlund, hvað hann á þessu hausti mundi hafa fengið fyrir kjötið sitt, ef allt væri frjálst, ef bændumir nú sem í gamla daga ráfuðu um götur ísafj. og byðu kjötkroppana, sinn kroppinn á hvorri öxl, heima- slátraða og vel velkta? Það er bezt að telja engar tölur niður á við. Okkur Norður-Isfirðinga

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.