Tíminn - 06.11.1935, Síða 3

Tíminn - 06.11.1935, Síða 3
TIMINN 187 Hvaða stjómarhætti fengi þjóðin, ef rógur íhaldsins um þingið bæri árangur? Einræði íhaldsins, þar sem bændur og verkamenn yrðu þrautpíndir til að skapa möguleika til óhófs- lifnaðar fyrir íhaldsfólkið. Fé- lagsfrelsið yrði afnumið, sömu- leiðis prentfrelsið og skoðana- írelsið, blöðin, útvarpið, kvik- myndimar og kirkjan yrðu auglýsingastofnanir fyrir íhald- ið. „Því nái flokkur okkar völd- «m“, segir í Stefni, riti Magn- úsar prestakennara, „þá þarf hann ekki að hugsa sér að halda þeim stundinni lengur, ef hann lætur það með öllu af- skiptalaust, hvaða lífsskoðanir eru fluttar þjóðinni“. Það er draumurinn um slíkt framtíðarveldi íhaldsins, sem er orsök hinna illkynjuðu árása á þingið. En þær verða allar unnar fyrir gíg. Alþýðan, sem þekkir dæmin um ofbeldis- stjóm auðvaldsins, mun ekki láta blekkjast, heldur treysta aðstöðu þeirrar stofnunar, sem tryggir henni frelsi og jafn- ræði og gefur henni möguleika til að bæta kjör sín og draga úr misræmi eignaskiptingarinnar. Gunnleifur. Fréttir Samvlnnan, októberheftið, er komið út. Efnisyfirlit: Ný sam- vinnuverkefni eftir Jónas Jónsson, Samvinnustarfið innanlands, Við ána (saga) eftir Kristmann Guð- mundsson, Landsbankinn fimm- tugur eftir Jónas Jónsson, Sam- hjálp fjölskyldunnar eftir Auði Jónasdóttur, Innan lands og utan og ýmsar smágreinar. Fjöldi góðra mynda prýðir ritið að vanda og frágangurinn er ágætur. Grelnar Jónasar Jónssonar um fisksölu íslendinga hafa vakið mjög mikla athygli, einkum í sjó- þorpunum í kjördæmi Olafs Thors. Fylgjast útvegsmenn þar með þeim af mikilli eftirvæntingu, enda hefir þá löngum þyrst að heyra um hina dularfullu atburði í sögu fisksölunnar, en þingmaður þein-a hefir jafnan gefið spumingum um þá hluti loðin eða engin svör. í greinum Jónasar hafa þeir feng- ið margar upplýsingar, sem þeir vildu vita, og eru þakklátir fyrir. En þakklæti þingmannsins fyrir uppfræðingu kjósendanna hefir gefið að líta í Morgunblaðinu und- anfarna daga. vantar hvorki undanþágur til heimaslátrunar eða fleiri slát- urhús. Þau sem fyrir eru þarf að endurbæta, og helzt að hafa aðeins eitt sláturhús á Isafirði og annað á Arngerðareyri eins og er. En okkur vantar góðan Djúp- bát. Hann hefir okkur vantað í áratug. Djúpbát, sem boðið getur fólki upp á gott farrými, er hæfir siðuðum mönnum. Djúpbát, sem á skömmum tíma getur í slarkveðri skilað fólki, sláturfé og vörum örugglega til Isafjarðar. Þessu máli hreifir Bjami í Vigur ekki, þó er það það sem öllu veldur um greið og hag- kvæm viðskipti Djúpmanna við ísafjörð. Bjarni er þó sýslunefndar maður, hefir nýverið setið í stjórn h.f. Djúpbáturinn, og átti þá með sínum flokks og nefndarmönnum að leysa þetta mál. En það er óleyst enn, og Bjami hlaupinn úr nefndinni. Hinir ráðandi íhaldsmenn hér í Norður-ísafjarðarsýslu hafa löngum sett sig á móti því, að íarkostur Norður-Isfirðinga værí samboðinn hvítum mönn- um. Hvern fomgripinn af öðrum hafa þeir fært okkur til afnota, Samsætí. 22. f. m. var þeim hjón- um, Guðmundi Gunnarssyni og Kristínu Gísladóttur frá Hóli á Langanesi haldið kveðjusamsæti i pórshöfn. Samsætið sátu tœplega 100 manns. — þau hjón hafa búið á Hóli í siðastliðin 33 ár, en flytja nú alfarin til Reykjavíkur til son- ar síns, Gísla Guðmundssonar, al- þingismanns. Ný dráttarbraut hefir verið gerð i sumar í Innri-Njarðvík. Er hún 200 m. löng og- nær fram á 3 m. dýpi um smástraumsfjöru. Er nú hægt að taka upp 50 smál. skip, en innan skamms verður gerð sú endurbót, að hægt verður að draga upp 150 smál. skip. — Alls er nú liægt að draga á land 15 skip, en síðar verður bætt við uppsátri fyrir jafnmörg skip. Jafnframt er i ráði, að koma á fót trésmiða- verkstæði og vélaverkstæði til þess að annast bátaviðgerð. Eigandi þessara mannvirkja er Eggert Jónsson frá Nautabúi. Sænskur íþróttakennarl kemur til íslands. pað er í ráði, að fá hingað tilReykjavíkur í næsta mánuði sænskan íþróttakennara, Evert Nilsson, sem þjálfara í- þróttamanna hér í útiiþróttum. Eru það. í. S. f., Olympiunefndin o. fl., sem fyrir þessu gangast Evert Nilsson dvaldi hér nokkum tíma fyrir Alþingishátiðina og leiðbeindi þá íþróttamönnum hér. Hann er maður víðfrægur fyrir í- þróttatilsögn sína. Samsæti. 24. f. m. áttu gullbrúð- kaup Ingibjörg Guðmundsdóttir og þorsteinn Jóngeirsson f Halls- koti í Fljótshlíð. Var þeim haldið samsæti í tilefni af því þennan dag og sátu það um 50 manns. þai- fluttu ræður sr. Sveinbjöm Högnason, Guðm. hreppstjóri Er- lendsson, Guðmundur Vigfússon trésmiður og Erlendur Erlends- son, bóndi, Teigi. Samsætið fór injög ve! fram. Ingibjörg er orðin 82 ára gömul og hefir alltaf átt heima í Hallskoti. Útigangskindur. Síðastl. nýárs- dag töpuðust þrjár ær frá Eiði í Eyrarsveit (á Snæfellsnesi). Var þcirra víða leitað en árangurs- laust. 8. apríl komu tvær þeirra í heimaféð, var önnur í góðum holdum, en hin allmögur. Hresst- ist hún þó fljótt. Leið svo fram i júní, en þá fannst hin þriðja og var hún orðin feit og falleg. Um sama leyti fannst ær með lambi sínu frá Kolgröfum i sömu sveit, en hún tapaðist ásamt því, um haustið. Litu þær mæðgur vel út Að líkindum hafa kindumar ver- ið lengst af í svokölluðu Gunn- ólfsfelli og nágrenni þess hátt uppi. Er það einsdæmi að fó hafi og má þar benda á Arthur og Fanney, og nú síðast m.b. Hekla sem er 60—70 ára gamall kútter, dæmd ósjófær fyrir nokkrum árum síðan. Er svo fengin undanþága, svo hún megi flytja Djúpkarla!! Ragnar Ásgeirsson lýsti Heklunni s. 1. vetur, er hann íerðaðist með henni og læt ég þá lýsing nægja, hún er rétt og sönn. Nú býðst okkur Norður-ls- firðingum tækifæri til að eign- ast nýjan og góðan Djúpbát, sem í alla staði virðist hæfa okkur vel. Þetta skip er Fag- ranesið. Við hér vestra, sem trúum á framtíð Djúpsins, lífsmöguleika þá, sem það hef- ir að bjóða, til lands og sjávar, heitum nú á Alþingi og ríkis- stjórn, að styðja okkur til þess- ara framkvæmda. Það er þjóð- arskylda, að gjöra hinn vota veg er við búum við, tryggan. Með engu öðru en góðum far- kosti er það öruggt. Bjami í Vigur finnur ekki til þessa, hann notar lítið Djúp- bátinn, hefir sjálfur skipakost, og situr við grannagarðinn ísa- fjörð. Bjama finnst Páll Zophóní- asson ráðunautur lélegur vinnu- maður. Mér fixmst nú sem Páll sé þó gengið úti allan veturinn á þess- um slóðum. Veðráttan var mjög illviðrasöm og snjór mikill. porsteiun þorsteinsson, þingm. Dalamanna flytur frv. um eyð- ingu svartbaks. Fylgir frv. sú greinargerð, að svartbaki (veiði- bjöllu) hafi fjölgað mjög á síðari árum, og gert hinn mesta usla á æðarvarpi í Breiðafjarðareyjum. Hafi hann verið svo aðgangsharð- ur síðastl. vor, að ekki hafi sézt æðarungi í t. d. Hrappsey og Arn- ev. Gert er ráð fyrir í frv., að svartbaki verði útrýmt., bæði með skotum og eitrun. Kristmann Gnðmundsson rithöí- undur hefir sótt til Alþingis um 4000 kr. styrk til ritstarfa. Hefi ég > hyggj u, segir hann, að „setjast aftur að á ættjörð minni, ekki sízt með það fyrir augum, að geta eftir- leiðis ritað verk mín einnig á ís- lenzku. En þó bækur mínar séu þýddar á allmargar tungur, þá gefur það mjög lítið af sér, og verður því aðstaðan sú, að mér er ókleift að setjast hér að og lifa á ritstörfum mínum, án þess að njóta opinbers styrks“. Búnaðarritið, 49. árg. er kominn út. Flytur það skýrslu um störf Búnaðarfélagsins árin 1933 og 1934 eftir Metúsalem Stefánsson, skýrslur starfsmanna félagsins fyrir sama tíma og margt fleira. Samningar hafa tekizt milli Tónlistarskólans og Útvarpsins, um tónleika i vetur. Verður út- varpshljómsveitin sameinuð nokkr- um nemendum skólans við þessa tónleika. Gert er ráð fyrir, að þessi hljómsveit flytji 25 hljóm- leika undir stjórn dr. Franz Mixa Sjómannafélag Reykjavíknr átti 20 ára afmæli nýl. Félagið var stofnað af 104 sjómönnum t". okt. 1915 og skipuðu ívrstu stjórnina: Jón Bach form., Jósep Húnfjörð, Ólafur Friðriksson, Guðmundur . ICristjánsson, Bjöm Bl. Jónsson og Jón Einarsson. Nú eru i félaginu 1090 félagsmenn. Hvalabátarnir frá Tálknafirðl eru báðir hættir veiðum og farnir til Noregs. Annar veiddi 17 hvali eftir þriggja mánaða veiðitíma og hinn 11 hvali eftir tveggja mán- aða tíma. — Úr þessum afla hafa fengizt um 700 föt lýsis og auk þess hefir allt rengið verið selt og nokkuð af kjöti selt til Noregs til refafóðurs. Ríkisstjórnin og bæjarráðið hafa samþykkt að styrkja nokkra at- vinnulausa pilta til náms í Bænda- skólanum á Hólum. Fara héðan úr bænum fimm piltar og njóta íjórir af þeim styrks. Fara þeir norður næstu daga. alltaf að láta í askinn hans Bjarna, og allra bænda. Páll sendir bændunum á öllum tím- um ársins búvísindi, ráð og bendingar um hvað eina, er lýtur að sauðfjár- naut- griparækt, hirðing og fóðr- un á hverjum tíma. Þessi skrif Páls eru þannig fram- sett, að þau hljóta að vekja hvern bónda til umhugsunar. Ef við bændur virkilega til- einkum okkur það, sem Páll framsetur í skrifum sínum, er eitt víst, að minni yrðu van- höldin, betri arður búpenings- ins og tekjur bóndans drýgri. Það er sorglegt til þess að vita, ef Bjami í Vigur les hvorki Frey eða Tímann. I þessi blöð ritar Páll sínar bún- aðarhugvekjur til bændanna, þær hafa sínar verkanir. Það er engin aktaskrift á þessu hjá Páli. Páll er hinn árvakri leiðtogi bændanna. Og ekki mun Bjama auðnast að reka hann úr vistinni. Bjami mundi verða þar undir. Páll tilheyrir nýja tímanum. Fyrir hans á- hrif og annara ágætra leiðtoga eru íslenzku bændumir að verða nútímabændur. Vigur mundi einnig taka því vel, að vera setinn að nútímahætti. Jón FjalldaL Jón Uagnússon; Flúdir Kvæði — Beykjavik 1935 Vestur-lslendinga 1930, „Tak sæng þína og gakk“. I því kvæði er þetta spaklega erindi: Jón Magnússon hefir áður gefið út tvær ljóðabækur, Blá- skóga 1925 og Hjarðir 1929 og hlaut hann góðan orðstír af hinni síðamefndu bók, enda var þar margt ort með ágætum. Nú hefir lítt heyrzt frá honum um hríð, enda hefir hann ráðist í all umfangsmikið iðnaðar- og kaupsýslufyrirtæki. Er hann iðjumaður mikill eins og Skalla grímur, vinnur myrkra á milli og sleppur sjaldan verk úr hendi. Uggðu það vinir hans, að hinar miklu annir mundu of- bjóða sálarþreki hans og hafa svæfandi áhrif á skáldagáfuna. Við kaupsýsluna mundi sál hans morna og þorna og lík- lega aldrei koma þolanlega rím- uð hending frá hans munni framar. Alla þessa spádóma hefir Jón Magnússon skemmti- lega ósannað með útgáfu þess- arar síðustu bókar. Á kvæðun- um er enginn syfjubragur. Og auðséð er að gáfnafar höfund- arins er með þeim hætti að and inn lætur hann aldrei í friði til langframa. Hann er einn af þeim fáu, sem nauðugur vilj- ugur verður að yrkja. Og ef dagurinn reynist honum of stuttur til annarar iðju, vakn- ar hann til þess á nóttunni. Það er að jafnaði þess virði, að taka eftir því, sem slíkir henn hafa að segja. Enginn skyldi ætla, að hér sé að ræða um venjulegan, inni- haldslausan tunglskinskveðskap. Jón getur að vísu verið fallega ljóðrænn, þegar því er að skifta. En það er annað og meira en tunglskinið, sem að þessu sinni heldur fyrir honum vöku. Það er áhyggjan út af velferð og heill vorrar siðmenningar. I Flúðum er fyrst og fremst horfst óþyrmilega í augu við nakinn veruleikann og það er gert með þeirri raunsæi og djúpu alvöru, sem einkennir hugsanalíf höfundarins. Þó get- ur hann brugðið fyrir sig log- andi háði og nöprum ádeilum eða fegursta æfintýrastíl. Allt- málfar hans er kjarnauðugt og spaklegt. I þessari bók eru tveir, lang- ir ljóðaflokkar. „Vígvellir“ og „Úr æfisögu Björns sýslu- mannsw. Bókin hefst með fyrr nefnda ljóðaflokknum og tekur liann yfir 36 blaðsíður. Það er merkilegt kvæði, þrungið af mannviti og djúpri hugsun, eins konar Völuspá um örlög og af- drif vorrar herfilegu hemaðar menningar. Fyrsta kvæðið, Tor- tíming, hefst á rústum hrun- irtnar heimsborgar: Moldin þyrsta bergir lifsins bikar. Blærinn strýkur mjúkt um gömlu sárin. Fræin, sem í faðmi hennar lifa. fylkja sér á móti dauðans valdi. ])að er eins og duftið dragi anda, dreymin augu stari um víða geima. Gneistar lifsins hrökkva um stein og stofna. Stolta jörð, vér fögnum þínum sigri. En skuggar liðins tíma grúfa ennþá yfir hugum og heimi: Ennþá hvila lík og lík á stanglt likt og maðkar undir hrundum veggjum Vér íundum Örlaga ofurþungann, sem engan frið eða miskunn gaf. Vort líf er fis í þeim flugastraumi, sem flæðir stanslaust í dauðans haf Kvæði eins og „Gömlu hjónin í kotinu“ og „Vala“ eru hvort um sig afbragðs kvæði, er sýna ríka samúð höfundarins með lítilmögnum. Vala er í andar- slitrunum, uppgjafa þvottakona á Elliheimilinu. Æfiferillinn rennur í gegn um hug hennar í slitróttum hendingum, áður en vitundin slokknar. Myndin af hvarflandi hugrenningum og fjörbrotum þessa örþrota og lítilsiglda einstæðings er snilld- arvel dregin. Þá hefst kvæðið um Messías: Erum vér þá öllum heillum horfin? Hljóma ei lengur guðspjöll snilliitganna? Bregður ekki birtu sinni lengur Betlehem á myrka heimsins skóga? En það væri of langt mál að rekja allt efni kvæðisins á þenn- an hátt.- Þetta eru aðeins glefs- ur til að koma mönnum á bragð ið. Af þeim má sjá, að orð- bragðið er óvenjulega saman- rekið. Viðfangsefnið er stór- kostlegt og er hvert kvæðið öðru snjallara: Vopnasmiðjur, Hergagnasafnið, Til tveggja handa, Minnismerki friðarins og Iðja vor. öll eru kvæðin í þessum flokki kyngimögnuð og leiftrandi af ferlegum sýnum. Mannkynið fær ekki létt af sér martröð hemaðarins fyrr en einstaklingamir skilja til hlítar hið grimmúðuga tilgangsleysi og gera verkfall. Kvæðið endar á lögeggjan um að hrista af sér þetta þrældómsok bölvunarinn- ar og leggja niður vopnin. „Úr æfisögu Bjöms sýslu- manns“ eru nokkrar skyndi- mýndir úr lífi íslenzks einyrkja bónda, sem á að etja stórlæti sínu og höfðinglund við fátækt og allsleysi. Persónan er skýrt mótuð. Þegar ekkert er annað fyrir hendi, verður að grípa til hreystiyrðanna og yfirlætisins. En harmui-inn og blygðunin svíður þeim mun sárara undir niðri: Hví beygði ég ekki mitt bak og mitt skap? Hví bar ég ei auðmjúkur hrakföll og tap, og flaut meðal fáráðra og snauðra, i fylkingu lifandi og dauðra? Auk þessara löngu ljóða- flokka eru í bókinni mörg val- in kvæði: Heimþrá, Kveðja til Flestir lirasa uni feigðarstein. Feyskin .eru gömul bein. Nú kemst ég ekki lengra með klútinn minn, kúst og fötu. í heiminum mér ofaukið er. Kraftar þrotnir. Viljans vængir Nótt! Nótt! ||brotnir. Um brjóst mitt liggur stormsins kaldi strengui’. \ Himin þinn, hjartfólgni Drottinn minn opna þú fljótt, íljótt! Nú veld ég ekki lífsins byrði kngur. Dregur á jörð hið dimma húm. Dauðinn bíður við næsta rúm. Vala. Hún opnar augun og hlustar. það gustar. Stormuriniv hamast hásri raust. Hafaldan brotnar upp við naust Haust. Að lokum get ég ekki stillt mig um að minnast á kvæðið um Þorkel í Hraundal, aðeins til að sýna hvemig Jóni lætur ljóðrænan. Ekkert íslenzkt skáld hefir munað eftir Þor- katli í Hraundal og tilfinning- um hans fyrr. Síðasta erindið er á þessa leið: Og sál mín brann í sárum, að sjá þig gráta og líða. Ég veit þær undir allar til æfiloka svíða. Með öðrum helgað hjarta þú hneigst að npnum barmi og gafst mér aðeins óminn af öllum þínum harmi. Hafi Jón heill sent þessa bók frá sér. Það er aldrei of mikið af góðum skáldskap, ríkum af mannviti og göfugum J hugsjónum. Benjamín Kristjánsson. „Örninn heljar hættur er að fljúga. Hljótt er yfir víðum jarðar auðnum. I.úðurinn, sem feigar þjóðir þeyta, þögnin geymir undir hrundum múrum. Loftið er sem létti þrumuveðri. Ljósir flókar sundurgreiddir reilca áttaviltir milli skýjasskaíla. Skin og myrkvar iða um himin- rjáfur". Síðan er lýst skrauti og óhófi höfuðborgarinnar, hernaðaræð- inu og óförunum þangað tU: ■ Strætin liggja eins og gjár og gljúfur gegnum svartar brunahraunsins urðir Svo kemur upprofið: Rennur fram af rökkurbergi skýja röðulfossinn hlýr og geislabreiður o. s. frv. Gróðurmáttur jarðarinnar reynir að bæta fyrir brot mannanna: er viðurkennt^ að fullnægi hinum ströng- ustu kröfum. YOUNG’S baðdnft: Drepur algerlega íúb ' og annan óþrifnað. YOUNG’S »Red Label Paate«-baðlyf*. Auk þess að lækna kláða og drepa öll snýkjudýr, hefir það þann mikla kost, að að útryma algerlega nit (færilúsaeggjum) YOUNG’S „Springbok“-baðlyf: Er fram- úrskarandi gott til aUra venjul. notkunar. Allar nánari upplýsingar gefur Samband ísl. samvínnufélaga Búið til hjá: Robert Young &, Company Limited, Glasgow, Scotland.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.