Tíminn - 27.11.1935, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.11.1935, Blaðsíða 2
198 TlMINN Sigurgeir á Hóli Sigurgeir Isaksson bóndi á Hóli í Kelduhverfi í Norður- Þingeyjarsýslu á 75 ára afmæli í dag. Sigurgeir er ekki lands- kunnur maður. Ég efast um að hann langi til að vera það, því að hann hefir í miklu yfirlæt- isleysi háð sína löngu og eft- irtektarverðu lífsbaráttu. Og þó á æfisaga þessa manns fylli- lega skilið að heita hetjusaga. Sigurgeir er fæddur á Auð- bjargarstöðum í Kelduhverfi 23. nóv. 1860, sonur hjónanna Isaks Sigurðssonar og Þuríðar Hallgrímsdóttur, er þar bjuggu. En árið 1895, eða þeg- ar hann var á 35. ári, gerðust atburðir þeir, er nú skal greina. Sigurgeir átti þá heima á Undirvegg í Kelduhverfi. Á fimmtudag fyrir hvítasunnu fór hann ásamt bróður sínum, Hallgrími, gangandi í * fjárléit i Ásheiði. En þar og víða um Kelduhverfi hagar svo til, að þar eru gjár djúpar, og lendir fé eigi ósjaldan í gjár þessar, og getur eigi bjargazt þaðan af eigin ramleik. Kom nú Sig- urgeir þar að, er svo var á- statt, að lamb hafði fallið í slíka gjá. Fór hann þegar að reyna að bjarga lambinu, en til þess þurfti hann að hreyfa grjót, er byrgði að nokkru op það, er lambið hafði fallið niður um. Ofan við þenn- an stað var klettaveggur með lausu grjóti. Og þaðan fékk hann áfall það hið mikla, er hann ber menjar eftir síðan. Sjálfur vissi Sigurgeir aldrei til fulls, hversu þetta vildi til. Hann raknaði við úr yfirliði og var þá hægri handleggur hans fastur milli tveggja stórra steina, og höfðu þeir molað upphandlegginn frá öxl niður að olnboga, en blóð flaut um hann allan. Var handlegg- urinn svo rígskorðaður, að Sig- urgeir mátti sig hvergi hræra, enda hamlaði honum bæði van- máttur og sársauki. Varð hon- um það þá fyrir að kalla á bjálp, ef vera mætti, að Hall- grímur heyrði köllin. Vildi það til happs, að Hallgrímur var eigi fjarri, heyrði hróp bróður síns, og kom honum til hjálpar. Tók hann þegar að fást við bjargið, er lá ofan á handlegg Sigurgeirs, og tókst að lyfta því svo, að handlegg- urinn losnaði. Síðar reyndi Hallgrímur að hreyfa þetta sama bjarg, en tókst eigi, þótt hætta sú, er bróðir hans var í, yki honum svo afl í þetta sinn. Það sást þegar, að Sigur- geir var hroðalega útleikinn. Var handleggurinn laskaður svo mjög, að beinbrotin stóðu út úr fötunum. Batt Hallgrím- ur um handlegginn eftir því sem hann hafði tök á. Skildi hann Sigurgeir þvínæst eftir og hljóp sem mest hann mátti, nál. 10 km. leið til næsta bæj- ar. Brugðu menn skjótt við til hjálpar. En er þeir. höfðu skammt farið, mættu þeir Sig- urgeiri. Hafði hann lagt af stað gangandi og einn síns liðs, þrátt fyrir kvalir og blóðmissi og var nú kominn mikinn hluta leiðar. Mundu það sjálf- sagt fáir eftir leika, enda telur hann sjálfur, að naumast myndi hann hafa komizt alla leið til bæjar. En sennilega hefir þessi karlmennska hans bjargað lífi hans, því að ekki hefði hann lengi þolað blóðrás þá, er mæddi hann. Þegar til bæjar kom, var um handlegginn bundið af ólærð- um mönnum, og þá loks stöðv- aðist blóðrásin. Var þvínæst sóttur læknir til Húsavíkur og er það ca. 50 km. vegur, hvora leið. Bjó læknir um brot- ið sem bezt hann gat, og varð eigi frekar að gert þar á staðn- um. Liðu nú þrír dagar. En á annan í Hvítasunnu safnaði Indriði bóndi í Keldunesi, bróðir Sigurgeir á Hóli með orfið sitt Við ólarnar, sem spenntar eru um handleggstúfinn og bolinn er kom- ið fyrir útbúnaði, sem efri endi orfsins er festur við, þegar slegið er, og neðri endinn, þcgar brýnt er. Menn veiti því athygli, að Ijár- inn snýr öfugt í orfinu, og varð svo að vera, af því að það er vinstri höndin, sem heldur um neðri hælinn. — Ungfrú Kristjana Ilaraldsdóttir í Austurgörðum tók myndina s. 1. sumar. Sigurgeirs, saman mönnum, og báru þeir hann 7—8 km. leið að Keldunesi. Var þvínæst af- ráðið að flytja hann til Akur- eyrar, og var slík langferð eigi auðveld eins og á stóð með sárþjáðan mann. Var Sigur- geir fyrst — á miðvikudag eftir hvítasunnu — fluttur í pramma út eftir Stórá, einni af kvíslum Jökulsár, til sævar. En Stórá rann þá rétt hjá Keldunesi, og er þetta löng leið. Þar tók við bátur sexró- inn, og var ætlunin, að róa honum alla leið til Akureyrar. Vegna storms varð þó að Ieita skjóls í Breiðuvík á Tjömesi, og loks á föstudag komið til Húsavíkur. Vildi þá svo heppi- lega til, að gufuskipið Thyra var á ferðinni — til allrar hamingju 11 dögum á eftir á- ætlun. Kom hún á sunnudag til Húsavíkur, og var Sigur- geir fluttur með henni til Ak- ureyrar. Þó varð hann enn að bíða á sjúkrahúsi þar, því að beðið var eftir Húsavíkur- | lækni, er framkvæma skyldi aðgerðina með aðstoð Akureyr- arlæknis. Þá loks var handlegg- urinn tekinn — rétt neðan við axlarliðinn. Var þá Sigurgeir búinn að bíða alls 13 daga frá því að slysið vildi til, sæta erfiðum flutningi og alltaf við mikla þjáningu. En eftir mánaðartíma var hann kominn heim aftur. Og þá hóf hann hina merki- legu baráttu fyrír lífi sínu. Hann átti nú vinstri hendina eina og mátti með fullri sann- gimi teljast óvinnufær, og þess óumkominn að sjá fyrir sér sjálfur. En Sigurgeir var á öðru máli. Hann fékk þjóðhagasmiðinn Magnús á Halldórsstöðum í Laxárdal til að smíða handa sér orf og ijá. Þetta orf er hið mesta furðusmíði. En með miklum erfiðismunum vandi Sigurgeir sig við að slá með þessu orfi. Verst átti hann með að brýna lengi vel. En hann sigraði þá raun að fullu. Hann lét einnig gera sér um- búnað um öxlina til að geta haldið á hrífu. Og þá var hann aftur kominn í tölu vinnandi manna og þurfti ekki ásjár að biðja. Hann hóf sjálfur búskap næsta ár. Hann var þá ekki lengur einn síns liðs. Ein hin mannvænlegasta af ungum konum sveitarinnar hafði kosið sér að standa við hlið hans. Þau hjónin*) hafa nú búið í 39 ár, lengst af á Hóli í Keldu- hverfi. Og einhendi bóndinn á Hóli hefir ekki staðið öðram að baki í sinni sveit. Jörð sína hafa þau hjón bætt og hýst og komið upp 6 mannvænleg- um bömum. Allri sveitinni þykir vænt ’) Kona Sigurgcirs er Jakobína Sigurbjömsdóttir frá Keldunesi. um þau. Það felst í þeirri hlýju djúp viðurkenning á lífsbaráttu, sem fáir vildu sjálfir þurfa að heyja eða treystu sér til. Sigurgeir á Hóli er lágur maður vexti og grannur. Hann lítur ekki út fyrir að hafa verið burðamikill. Hann er rnaður hæglátur og fámáll. í útliti og framgöngu minnir hann lítið á þá menn, sem venjulega era taldir líklegir til líkamlegra afreka. Og þó er hann — þessi smá- vaxni og hógláti maður — glæsilegasta táknið, sem ég hefi þekkt eða heyrt getið, um þá þrelimannlegu viðleitni til sjálfsbjargar, sem búið hefir með íslenzkri bændastétt. Ég hefi séð Sigurgeir á IIóli nokkrum sinnum. En í sumar, sem leið, kom ég í fyrsta sinn á heimili hans, á- samt kunningja mínum og ná- granna hans, Áma bónda á Meiðavöllum. Þá heyrði ég af hans eigin munni, nokkuð af sögunni um þann hluta æfi hans, sem hér er gerður að umtalsefni. Sigurgeir kann vel frá að segja og skilmerkilega, og með prýði ber hann aldur sinn, enda gengur hann enn til vinnu úti við með sonum sín- um. Sagan, sem ég heyrði af vörum hans, var frásögn manns, sem sjálfur telur sig ekki hafa frá miklu að segja. En rómur • gamla mannsins leynir því þó ekki með öllu, er á frásögnina líður, að eitt- hvað hefir honum nærri geng- ið*). I dag er Sigurgeir hálf átt- ræður. Eftir öllu að dæma end- *) Frásögn mína um slysið og íerðina til Akurcyrar licfi óg sumpart eftir Sigurgciri sjnlfum, cn heíi þó stuðst mjög við hand- rit frá gáfu- og fræðimanninum Birni hreppstjóra Guðmundssyni i Lóni, sem var einn þcirra, er fluttu Sigurgeir til Húsavíkur. Er handrit Bjöms mun fyllra, og ger frá sagt ýmsu um viðburð þennan. ist honum heilsa í mörg ár enn. Margir eiga eflaust eftir enn að koma heim að Hóli til að skoða einkennilega orfið hans og horfa á hann slá með því. 1 mínum augum er þetta litla áhald, sem notað hefir verið í hetjulegri bar- áttu friðsams manns fyrir líf- inu, sízt ómerkara en atgeir Gunnars á Hlíðarenda eða öxi Skarphéðins voru á sínum tíma. Og víst ætti það skilið að geymast óbomum kynslóðum til sýnis, til minningar um þá tegund manndóms, sem öllum má til fyrirmyndar vera — til minningar um óþekktan bónda- mann, sem enga hefir frægð- ina hlotið, en hefir — ef svo mætti að orði komast — sigr- að örlög sín og gert meira en skyldu sína. Rvík 23. nóv. 1935. Gísli Guðmundsson. Mjólkurstöðin í ReykjaYík Seinni hluta þessa yfirstand- andi árs lét Mjólkursölunefnd hefja lcerfisbundið starf til vöndunar á þeirri mjólk og mjólkurvörum, sem hún hefði til sölumeðferðar. Þetta gilti bæði mjólkina sjálfa og mjólk- urvöruframleiðsluna, svo sem skyr- og rjómaframleiðslu bú- anna á verðjöfnunarsvæðinu, sem ekki hafði reynzt nægilega vel. Við þessar rannsóknir hefir f<að lcomið í ljós, að önnur ger- ilsneyðingarvélin, sem notuð var í mjólkurvinnsluslöðinni hefir reynzt ónothæf til geril- sneyðingar á mjclk. — Þegar fullnaðarsönnun var fengið fyrir þessu, var þetta ónothæfa áhald tekið úr notk- un, og er öll mjólkin nú geril- sneydd í því áhaldinu, sem l eynzt hefir gott. Þetta verður gert framvegis, þar til nýtt og gott áhald fæst frá útlöndum. »Hvort man nú enginn Snorra Sturluson ?« IV. Sveinn Benediktsson hafði frá byrjun komið fram eins og höfuðóvinur verkamannaflokks- ins. Hann hafði misnotað að- stöðu sína hjá atvinnumála- ráðherra veturinn 1931 til að fá sfldareinkasöluna drepna. Hann hafði fylgt eftir laginu, þegar Bjöm Líndal og Ásgeir Pétursson voru búnir að lokka Steinþór Guðmundsson niður til sín, og hjálpað íhaldsstefn- unni eins og frekast var unnt. Hann hafði vegið að Guð- mundi Skarphéðinssyni sem verkamannaleiðtoga. Fyrir hans aðgerðir féll Guðmundur í val- inn. Vegna Sveins var heimili hans lagt í rústir. Vegna Sveins urðu böm hans foreldralaus. Verkamenn höfðu sýnt Sveini fyrirlitningu sína og andúð. Jón Baldvinsson formaður verka- mannaflokksins hafði lýst yfir opinberlega, að Sveinn væri fjandmaður verkamanna og óhæfur til að koma fram í trúnaðarstarfi fyrir þá. Aðstaða Sveins Benediktsson- ar til verkamanna og sjómanna var þannig alveg sérstaklega glögg. Hann var auðvirðileg- asti og drengskaparlausasti óvinur jafnaðarmannaflokksins. 0g flokkurinn hafði sýnt hon- um með réttu svo mikla fyrir- litningu og verðskuldað van- traust, að hjá öllum sæmileg- um mönnum hefði þar engu orðið breytt. V. j Eftir að Sveinn hafði um eins árs skeið verið útlagi af Siglufirði og ekki þorað að vera fulltrúi íhaldsins norður þar, þótti honum sem nú myndi fennt yfir gröf verkamannafor- ' ingjans og leiðið gleymt. Hann fær því til leiðar komið, að maður sá, er fór í verksmiðju- stjórnina fyrir hann vorið 1932 sagði af sér og var nú talið óhætt að dubba Svein upp að nýju og senda hann norður. Var hann nokkurs ráðandi í stjóm verksmiðjunnar síðara stjórnarár Ásgeirs Ásgeirsson- ar. En eftir kosningamar og stjórnarskiptin vorið og sumar- ið 1934 fór hagur Sveins að verða erfiðari. Hinni nýju stjóm var ljóst, að verksmiðju- stjórnin var mjög ósamþykk innbyrðis. Svéinn lagði nú hat- ur sitt mest ú Þorrmíð Eyjólfs- son, eftir að Guðni. Slcaiphéð- inssyni var rult úr vegi. Á þinginu í fyrrahaust var ■v.ð tilhlutun ríkisstjómarinnar borið fram frv. um nýja skip- an á stjórn verksmiðjanna. Skyldu stjómamefndarmenn vera þrír og allir tilnefndir af ríkisstjórninni, Með því móti var stigið eðlilegt spor. Verk- smiðjureksturinn var tekinn úr höndum manna eins og Sveins Benediktssonar, sem óskuðu að verksmiðjan færi á höfuðið og lenti í höndum spekúlanta og yrði þeirra gróðalind. Ihaldið og varalið þess beitti sér móti þessari breytirigu í neðri deild. Málið gat ekki gengið fram, nema Ásgeir Ásgeirsson væri með stjórninni. En hann snerist með íhaldinu og setti inn fleyg í frumvarpið. ósamstæðir flokkar áttu enn sem fyr að berast á banaspjótum í verk- smiðjustjóminni. Ásgeir hafði bjargað Sveini frá yfirvofandi hættu og íhaldinu með. Hitt mun hann ekki hafa skilið, að hann var að gera tilraun til að eyðileggja stærsta atvinnufyr- irtæki ríkisins. Stjómarkosning fór þannig, að íhaldið kom að tveimur af fimm. Stjómarflokkamir komu að tveimur mönnum sameigin- lega, en stjórnin sjálf tilnefndi formanninn. Jafnaðarmenn völdu í þetta vandasama starf tvo algerlega óþekkta menn, Jón Sigurðsson og Pál Þor- björnsson. Framsóknarmenn völdu þann mann, sem lengst og bezt hafði unnið fyrir verk- smiðjumálið, Þormóð Eyjólfs- son ræðismann. Tillaga Ásgeirs bar þann árangur, að tveir íhalds- rnenn fengu hvor sinn 4000 kr. bita fyrir að vera í stjóminni. En líf verksmiðjunnar valt á því að þeir væru þar í minni- hluta. Ríkisstjómin og þing- flokkar þeir, sem studdu hana, höfðu kosið sameiginlega meiri- hluta stjómarinnar. Á þeim meirihluta valt allt gengi verk- smiðjanna, alveg eins og hin gamla einkasala stóð og féll með því að bæði Erlingur óg Steinþór væru tryggir sam- herjar Böðvars Bjarkan. Þetta samstarf meirihlutans á Siglufirði var alveg óhjá- kvæmileg afleiðing af hinu pólitíska samstarfi ríkisstjórn- arinnar og þingflokka þeirra, sem að henni stóðu. Þannig litu allir núverandi ráðherrar á málið; þegar gengið var frá skipun verksmiðjustjómarinn- ar. Og allra sízt gat nokkrar.i komið til hugar að Sveinn Benediktsson freistaði Alþýðu- fulltrúanna. Til þess var brot hans gagnvart þeim flokki of alvarlegt, og of alþekkt í land- inu. Stjómarflokkunum kom ekki til hugar að nokkurt frá- fall væri hugsanlegt í sam- bandi við Svein Benediktsson, alveg eins og Rómverjar á- kváðu enga hegningu fyrir móðurmorð, af því þeir gerðu ekki ráð fyrír þeirri tegund af glæp. VI. I ungum flokki, sem vaxið hefir upp í minnahluta við miklar kröfur, en litla aðstöðu til veraldlegra aðgerða, safnast að sjálfsögðu talsvert af æfin- týramönnum, að hinni yztu tjaldskör og biður um skjól og brauðmola. Sumir slíkir menn geta verið mannsefni og vaxa upp til manndóms og þroska. Aðrir eru aðeins á snöpum fyrir sjálfa sig. Þeir hanga vió síðustu flutningsvagna flokks- ins reiðubúnir til að - taka pjönkur sínar, ef á móti biæs. Þá er ferðinni heitið yfir að tjaldbúðum óvinanna, því að þar þykir þá vænst til fanga. Þannig menn voru Steinþór Guðmundsson og Einar 01- geirsson í flokki verkamanna 1927—31, og fluttu sig þaðan til kommúnista. Þannig voru Jón Jónsson og Þorsteinn Briem í Framsóknarflokknum og fluttu þaðan til íhaldsins. Þar sem jafnaðarmenn hafa tekið við vandasömum manna- forráðum í bæjarfélögum og í atvinnurekstri, hafa þeir alið sér upp marga ágæta menn: Emil Jónsson í Hafnarfirði, Erlingur Friðjónsson á Akur- eyri, Finnur Jónsson á Isafirði og Jónas Guðmundsson á Norð- firði hafa gengið í gegnum harða eldskírn veruleikabar- áttunnar. Þess vegna hafa þessir menn orðið svo dug- andi leiðsögumenn og öruggir tií átaka í vandasömum félags- málum. Ef einn eða tveir þvílíkir menn hefðu verið valdir í stjóm síldarverksmiðjanna, myndi hagur þeirra nú vera með miklum blóma. En því miður völdust þangað menn úr flokki verlcamanna, sem ekki voru vaxnir starfi sínu, og sá þeirra, sem meira þóttist eiga undir sér, gerðist jafnvel enn augljósari óhappamaður flokki sínum, heldur en Steinþór Guð- mundsson í einkasölunni. Fyrir þessum fulltrúa verkamanna átti það að liggja, að verða al- gert handbendi Sveins Bene- diktssonar og gróðabrallsmann- anna. ’ VII. Þegar Alþingi kaus í síldar- verksmiðjustjómina á útmán- uðum í fyrra, var formaðurinn Þormóður Eyjólfsson utan- lands. Sveinn Benediktsson notaði sér tækifærið og kallaði á sinn fund Jón Sigurðsson, hinn nýkjöma fulltrúa verka-' mannaflokksins. Þó að Sveinn sé hvorki greindur né vel menntur, þá hafði hann þó úr síldarbraski sínu allmikla æf- ingu fram yfir venjulega við- vaninga. Hann athugaði mann- inn, sem átti að vera eftirmað- ur Guðmundar Skarphéðins- sonar. Sveinn fann að þennan mann vantaði gáfur Guðmund- ar, festu hans og gætni. Sveinn leitaði að veilunum í skapgerð Jóns, og fann að viðvaninginn langaði til að hafa bætta að- stöðu og vegtyllu á Siglufirði. Það er talið, að Sveinn hafi bent honum á, að í stóru kjör- dæmi eins og Eyjafirði, gæti Jón, ef heppnin yrði með, fengið fleiri atkvæði sem fall- inn frambjóðandi Alþýðufl. heldur en sumir af núverandi þingmönnum flokksins, og sezt í sæti einhvers þeirra. I stað þess að Björn Líndal hafði unnið Steinþór Guðmundsson yfir á band íhaldsins með fyr- ii'heiti um sameiginlega upp-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.