Tíminn - 27.11.1935, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.11.1935, Blaðsíða 3
TÍMINN 199 Fræðslumálaskrifstofuna vantar í skýrslusafn sitt prentaðar skýrsl- ur um eftirtalda skóla fyrir þau ár, er hér fara á eftir: Um Eiðaskóla 1893—’94, 1899—1904, 1909—'10, 1916—’19 og 1922—’23. „ Flensborgarskóla : 1884—’98, 1900—'05, 1912—’13 og 1919—’'20. „ Hólaskóli: 1883—1904 og 1923—’28. „ Hvanneyrarskóla : 1897 —1907. „ Kennaraskólann: 1908—’13. „ Kvennaskólann í Reykjavík: 1923—’24. „ Menntaskólinn í Reykjavík: 1840 —’54, og 1875—’76. „ Möðruvallaskóla : 1900—'01. „ Verzlunarskólaíslands: 1913’14 og 1919-’20. Þeir, sem hafa þes3ar skýrslur í fórum~síhum og góðfúslega vilja láta skrifstofunni þær í té, eru beðnir að senda þær við fyrstu hentugleika til fræðslumálaskrifstofunnar í Reykjavík. Auk ofantaldra skýrslna væri vel þegið, að fá aðrar gamlar skýrslur um þá skóla, sem lðngi hafa starfað. Fræðslum álast j órinn. Pólitískt leirskáld í umræðunum á Alþingi nýl., vildi það til, að Sigurður Krist- jánsson vitnaði til Nýja Dag- blaðsins í ræðu sinni og til- færði þaðan setningu, er hon- um þótti vel sögð, viðvíkjandi máli, sem allmikið hefir verið á döfinni her 1 bæjarblöðun- um. Ólafur Thors reis þá upp og veitti Sigurði áminningu fyrir að láta sig henda það að vitna þannig í blað andstæðinga. • Mörgum þótti þetta kátlegt fyrirbrigði. En Ólafi er vorkunn. Því að blöð íhaldsmanna eru þannig á sig komin andlega, og hafa jafnan verið, að engum dettur í hug að tilfæra úr þeim ann- að en vitleysur til spotts og athlægis. Greindari menn í- haldsins segjast verða heimsk- ir af að skrifa í Mbl., hvað þá að lesa það. Jafnvel flokks- mennirnir hafa það sér til dægrastyttingar að tína upp úr því fjólumar, — en aldrei finna þeir þar neitt, sem vert sé þess, að eftir því sé munað. Þess vegna tekur Ólaf það sárt, þegar hann verður þess var, sem ósjaldan er, að um- mæli úr blöðum eða ræðum andstæðinganna lifa á vörum almennings — og þegar flokks- menn hans geta ekki stillt sig um að hafa þau yfir. Árum saman hefir ólafur sjálfur á Alþingi streizt við að deila við formann Framsóknar- fiokksins, Jónas Jónsson. Við- ræður þeiyra fylla sjálfsagt mörg hundruð dálka samtals í þingtíðindunum. En þar hefir verið ójafn leikur. Það mun ekki vera til nokk- ur sá maður innan þings né utan, sem man eina einustu setningu úr öllu því innantóma orðagjálfri, sem Ólafur hefir látið frá sér fara í sennum þessum. En Jónas hefir hvað eftir annað hirt Ólaf svo að landfleygt hefir orðið. Einstök orðatiltæki hans úr þeim við- ræðum eru höfð að orðtaki, elcki aðeins í þingsölunum, heldur út um allt land. Ólafur hefir óljóst hugboð um, að hann sé vesall og ó- merkilegur flokksforingi, „lít- ill karl“, sem aldrei segir neitt, sem hægt er að muna. Honum svíður það. En á þessu verður aldrei bót ráðin. ólafur er eins og leir- skáldin. Einkenni leirskáldanna er það, að enginn getur lært vísur þeirra. Þess vegna er þeim líka mörgum hverjum — eins og ólafi — raun að ljóð- um þeirra manna, er vel kveða. Klakstöðvar Við Laxá í Þingeyjarsýslu og Laxá f Kjós Á fyrrihluta þingsins kom fram frv. frá þeim Jónasi Jónssyni og Jóni Baldvinssyni um stofnun klaksjóðs og bygg- ingu klakstöðva. Var frv. fiutt að tilhlutun landbúnaðar- ráðherra, en undirbúið af Skipulagsnefnd. Samkv. frv. skal stofnaður klaksjóður, sem varið skal til að standast rekstur tveggja stórra klakstöðva, sem ríkið lætur reisa. 1 sjóðinn skal rík- issjóður greiða 5000 kr. árlega í næstu 5 ár, og auk þess skal renna í sjóðinn sérstakt klak- sjóðsgjald, er nemi 10 aruum á kg. af seldum laxi. Þá skulu og klakstöðvar ríkisins selja fiskiræktar- og veiðifélögutn laxaseiði fyrir eigi meira verð en 8 kr. þúsundið flutt í á þá, sem seiðin eru ætluð í. Klak- stöðvarnar skulu vera það stórar, að hvor þeirra geti framleitt allt að 2*4 milj. lax- seiða. Landbúnaðarnefnd efri deild- ar hefir haft þetta mál til at- hugunar og hefir nú skilað sér- stöku Hiti. Segir svo í nefndar- álitinu: „Nefndin er sammála um, að nauðsyn beri til þess að reisa klakstöðvar við hentugar veiði- ár og að þær beri að velja einn- ig með tilliti til þess, að sem auðveldast sé að flytja laxa- seiði í sem flestar veiðiár í landínu. Eftir að hafa athugað þetta allítarlega, hefir það orðið of- . an á, að velja til þess Laxá í Kjós fyrir Suðurland og Laxá , úr Mývatni fyrir Norðurland. J tJr Laxá í Kjós er skammt að j flytja seiði í hinar beztu og j líklegustu veiðiár á Suður- landi og t. d. norður í Húna- vatnssýslu, og jafnvel Skaga- fjörð. En úr Laxá úr Mývatni eru eigi allerfiðir flutningar seiða um Austurland og auð- veldir vestur á bóginn“. Samkvæmt þessari niður- stöðu leggur nefndin til að bætt verði inn í frumvarpið eftirfarandi heimild fyrir rík- isstjómina: ,,a) að kaupa eða taka á leigu öll veiðiréttindi í Laxá í Kjósarsýslu, ásamt veiðimanna- húsinu Ámesi við Laxá með tilheyrandi landspildu, og öll veiðiréttindi í Bugðu og Meðal- fellsvatni í sömu sveit. b) að taka á leigu veiðirétt- indi öll í Laxá úr Mývatni. Takist ekki hagkvæmir samn- ingar, að dómi ríkisstjórnarinn- ar, um kaup eða leigu á veiði- réttindum í a- og b-lið, skal ríkisstjóminni heimilt að taka þau eignamámi“. Úrval af allskonar vörum til Tækifærlsgjafa HARALDUR HAGAN Símj 3890. Austurstrseti B. Ferðamenn ættu að skipta við Kaupfélag Reykjavíkur. — Þar hafa þetr tryggingu fyrir góðum og ó- dýrum vðntm. Með þessari ráðstöfun hefir Mjólkursamsalan tryggt mjólk- urneytendum framvegis full- komna gerilsneyðingu á mjólk- inni. Þó segja megi með nokkmm rétti, að það sé Mjólkurstöð Mjólkurfélags Reykjavíkur að kenna, að gerilsneyðingunni skuli hafa verið svo mjög ábótavant og mjólkurbúunum að þau hafa ekki getað fram- leitt gott skyr.og góðan rjóma, þá verður að telja að þetta hvorutveggja sé bein afleiðing skipulagsleysisins og eftirlits- leysisins, sem áður var og þarna hefir komið fram í sinni eorglegu mynd. Raunverulegt eftirlit með framleiðslu og meðferð á mat- vælum almennings í bæjunum hefir ekki verið til. Á þessum hlutum hefir verið hin argasta óreiða og afskiptaleysi, og eft- irlitsleysi; og eftirlitsleysið með mjólkinni er aðeins einn hluti þessa vanrækta starfs, þar til nú að Mjólkursamsölunni er fengið málið í hendur. Forráðamenn Samsölunnar hafa gert sér ljóst, að hlutverk hennar er margþætt og vanda- samt — trúnaðarstarf almenn- ings, starf sem þarf að vinna bæði fyrir neytendur og fram- leiðendur. Hún hefir því látið það vera sitt fyrsta verk að koma á eftirliti og rannsókn á vörugæðunum, mjólkinni, skyr- inu og rjómanum — og gera ráðstafanir til umbóta sem með þarf. — Þetta er einn þátturinn í starfi Mjólkursamsölunnar og ef hún fær að starfa áfram í svipaða átt að hinum marg- þættu umbótastörfum, þá mun hún geta leyst mjólkurmálið úr miklum álögum til ómetanlegs gagns ‘ f yrir neytendur og framleiðendur. Kolaverzlun SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Símn.: KOL. Reykjavík. Síml 1933 bót af annara fé, fyrir sliemmda síld, var félagsskap- ur þeirra Sveins og Jóns bygð- ur á braskkendum vonum Jóns um auknar vegtyllur og hé- góma, en af Sveins hálfu um að geta með því að sundra fulltrúum núverandi stjórnar- flokka, komið ár sinni svo fyrir borð, að verksmiðjureksturinn færi allur í ólestri, eins og 'framkvæmd einkasölunnar gömlu, eftir að íhaldið tók þar völd, og að þessi fyrirtæki kæmust úr eign almennings og í hendur gróðabrallsmanna og fésýslupúka. Þegar Þormóður Eyjólfsson kom heim, voru þeir félagar búnir að makka mikið saman og gera ýmsar heimskulegar ráðstafanir og óframbærilegar, ef ábyrgðin á verksmiðjunum átti að hvíla á fulltrúum stjómarflokkanna. Margt af því var leiðrétt, er formaður kom á fundina. Félagsskapur Jóns og Sveins var enn á byrj- unarstigi, meira vonir um framtíð í huga beggja, heldur en fullskapað bandalag. Eitt af fyrstu og þýðingar- mestu verkum stjómarinnar var að velja framkvæmda- stjóra. Norskur maður hafði stýrt vinnubrögðum þar fram að þessu, en nú fór hann að verksmiðju Alliance á Strönd- um. Sveinn vildi koma að í- haldsmanni frá Siglufirði, en Þormóður Eyjólfsson lagði til að ráðinn yrði Jón Gunnars- son verkfræðingur frá Blöndu- bakka í Húnaþingi. I það sinn fylgdu jafnaðarmenn formann- inum og Jón Gunnarsson var ráðinn til forstöðunnar, og hef- ir í byrjun marzmánaðar ver- ið þar eitt ár. Jón Gunnarsson er einstak- ur dugnaðar- og reglumaður. Hann hefir, með eigin orku, brotizt í gegnum nám í Nor- egi og Bandaríkjunum, þannig, að hann er nú bezt mennti maður á Islandi í sínum grein- um verkfræðinnar. Jón hafði marga höfuðkosti, sem með þarf í þessari stöðu. Hann var mikill áhugamaður, sívinnandi, reglumað,ur mesti, og óeigin- gjam í starfi fyrir almenning. Meðan Jón Gunnarsson stýrði vinnubrögðum verksmiðjunnar gat þjóðin verið örugg um að öll vinnubrögð væru miðuð við heill fyrirtækisins, en ekki við eiginhagsmunabrölt hégóm- legra „atkvæðamanna". Sveinn undi illa við sinn hlut. Ilann sá kominn að verksmiðj- unni vel færan og duglegan mann, einbeittan og reglusam- an, sem ekki fór í manngrein- arálit, heldur einbeitti kröftum sínum að því að láta rekstur- inn bera sig. Festa og reglu- semi kom allsstaðar fram í starfinu. Eitthvað af óreglu- sömum mönnum kunnu þessu aðhaldi illa, en dugnaðarfólk verksmiðjunnar skildi að ör- yggi fyrirtækisins lá í reglu og stjómsemi framkvæmda- stjórans. Sást það bezt er á reyndi. Sveini Benediktssyni var nú ljóst, að hann hafði til lítils orðið þess valdandi, að heim- ili og ætt Guðmundar Skarp- héðinssonar fór í rústir. Hann var í minnahluta í stjórninni. Formaðurinn var framsýnn og laginn og framkvæmdastjórinn einbeittur og eljusamur. — í fljótu bragði virtist spil Sveins vonláust. En alveg eins og það verður að telja sigur fyrir Björn Lín- dal og Ásgeir Pétursson að hafa lokkað Steinþór Guðm. yf- ir til sín og framkvæmt með hans hjálp stefnumál sitt, að leggja einkasöluna í rústir, þannig verður að teljast, að Sveinn hafi fengið allmikla uppreisn hinna fyrri hrakfara og svívirðinga, er hann hafði orðið fyrir af hálfu verka- manna á Siglufirði, er hann náði valdi yfir hinum svokall- aða leiðtoga þeirra. VIII. Þóknun þeirra Sveins og Jóns Sigurðssonar fyrir að vera í stjórn verksmiðjanna, er 4000 kr. á mann, og ferða- peningar er þeir fara eitthvað í embættismálum. Sveini þótti þetta þó ekki nóg fyrir sig og erfingja Guðm. Skarphéðins- sonar. Hann bjó til einskonar hreiður fyrir sig og þá. Sveinn og socialistamir Jón og Páll, bjuggu um sig í einu verk- smiðjuhúsinu, viðuðu að sér húsgögnum á kostnað verk- smiðjunnar og lifðu nánu fé- lagslífi saman, þegar þeir voru á Siglufirði. Byrjaði nú strax iullkomið leynimakk milli þess- ara þremenninga. Þeir gerðu á laun margháttaðar ákvarðanir og leyndu þeim fyrfr formanni og framkvæmdastjóra. Allt ráðabrugg þeirra var utan funda, og hefir smátt og smátt verið að koma í Ijós. Sveinn fékk Jón til að gera leynisamn- ing við norskan spekulant, sem kom til Siglufjarðar, um að hann skyldi vera umboðsmaður framvegis, en sagt upp stóru og tryggu firma, sem verk- smiðjan hafði skipt við frá upphafi. En aðalbaráttan var þó um að koma Jóni Gunnars- syni úr stöðunni, til þess að geta leikið með verksmiðjuna að eigin vild. Verkamönnum á Siglufirði, sem þekkt höfðu framkomu Sveins þar í bænum og átt þátt í að banna honum þar búsetu, var hin mesta sltapraun að framkomu Jóns, og flatsæng- ur sambýli hans við höfuð- fjanda þeirra. Verkamennirnir höfðu sýnt Sveini, að þeir vissu hver hann var. Jón Bald- vinsson hafði sýnt, að hann skildi að Sveinn var óhæfur til að koma nærri verksmiðj- unum. En Jón Sigurðsson „er- indreki“ sá sinn kost vænstan að búa með Sveini og vera viljalaust verkfæri í höndum hans. Síldveiðin hætti snemma í sumar sem leið, og þegar sumri tók að halla, flutti Sveinn suður og hafði Jón með sér. Sendu þeir þá nokkru síðar orð Þormóði Eyjólfssyni að koma til Reykjavíkur og halda með þeim fund, til að geta rekið Jón Gunnarsson frá verk- smiðjunni. Þegar á fundinn kom, var „allt í lag'i" hjá þeim vinunum. Sveinn skipaði fyrir, en Jón hlýddi. Á sama fundinum var J. G. sagt upp frá byrjun marzmánaðar n. k., en ungur og alls óreyndur mað- ur, skólabróðir Sveins Bene- diktssonar, ráðinn frá 1. janú- ar 1936, með 1000 kr. launum á mánuði. 1 tvo mánuði áttu að vera tveir framkvæmda- -stjórar, nýi maðurinn átti að læra af þeim sem rekinn var. Því miður mun námstíminn verða of stuttur. Aðrar ákvarðanir þremenn- inganna á þessum fundum voru sambærilegar við byrjunina. Þeir voru þyrstir í að eyða peningum. Þeir ákváðu að borga allmörgum verkstjórum kaup fyrir rnargar vikur, sem ekki var unnið, af því að síldin var þrotin. Þeir ákváðu að borga nokkrum verkamönnum 500 kr. fyrir nokkra klukkutíma, þegar þeir gátu ekki unnið fyrir óveðri. Þannig voru allar ráðagerðir þessara manna, al- veg ótvíræð sönnun þess, að verksmiðjurnar undir stjóm þeirra er voði eins og hárbeitt- ur rakhnífur í höndum ómálga bams. Sannarlega var þó ekki á- stæða til fyrir þá félaga að kasta burtu fé verksmiðjunn- ar. Þeir höfðu gegn mótstöðu Þormóðs Eyjólfssonar brotið stofnlög verksmiðjunnar. í stað þess að taka við sfld af út- |^Ie^^iímT,,,^ömíu^^dður!" kenndu og ágætu gæðavöru, Herkúles þakpappa sem framleidd er á verk- smiðju vorri „Dorthets- minde“ frá því 1846 — þ. e. rúm 80 ár — hafa nú verið þaktar í Danmörku og Is- landi margar miljónir fer- metra þaka. Fæst alstaðar á Islandi. Hlutafélagið ]ens NIék íÉiUir Kalvebodsbrygge 2. Köbenhavn V. vegsmönnum og sjómönnum, og greiða út á hana 70% af áætl- uðu sannvirði hennar, þá hafði Sveinn með ráðnum hug beitt sér fyrir stórfelldri hækkun á síldarverðinu í vor sem leið, og keypt síldina í stað þess að taka hana í umboði framleiðenda. Nú komu syndagjöldin um leið og þremenningamar komu til að relca burtu framkvæmdarstjóra sinn af því að hann var reglu- samur, alvarlegur, einbeittur og gersamlega óháður, þá urðu þeir að játa, að töp þeirra á rekstrinum er mikil fjárhæð. — Hitt var verra, að þetta tap var að mestu sjálf- skaparvíti og beinlínis af því, að stofnlög fyrirtækisins höfðu verið brotin. Nú var það hlut- skipti þeirra félaga, samhliða og þeir eyddu fé á fávíslegan hátt, að ganga bónleiðir milli búða, er þeir leita að fjár- magni í stað þess, sem var runnið út í sandinn. Skólabróðir Sveins, sem ráð- inn er framkvæmdarstjóri verksmiðjanna og þarf að fá 2000 krónur í kaup í janúar og febrúar meðan hann er að bíða eftir starfi sínu, heitir Gísli Halldórsson, Hann er ekki með öllu ókunnugur verksmiðjunni á Siglufirði, og er sú kynning þess eðlis, að hún gefur góðar vonir um framtíð verksmiðj- anna, ef svo er haldið fram stefnunni. Annar af vinum og stall- bræðram Sveins heitir Guð- mundur Jónsson og kallar hann sig vélfróðan mann. Guðmund-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.