Tíminn - 11.12.1935, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.12.1935, Blaðsíða 1
©faíbbagí 6 í a B o i n f cc 1. )öni Ássattsusínn footaj 7 tl< Í&fetei&sía °ð (nngelmta <i Sangaoeg iO. ©önl 2353 - Póot^tj «31 XIX. firg. Reykjavík, 11. desember 1935. Æska og ofbeldi í gærkveldi var almennur fundur æskumanna haldinn í Reykjavík. Þar töluðu fulltrú- ar fyiir þá þrjá stjórnmála- flokka, sem til eru í landinu, og auk þess málsvarar ofbeld- ismanna, rússnesku og þýzku stefnunnar. . Fulltrúar þýzku stefnunnar réðust aðallega á samvinnu- menn landsins og á tvö stærstu f yrirtæki þeirra: Sambandið og Kaupfélag Eyfirðinga. Vita- skuld höfðu þessir ómenntuðu og óþroskuðu piltar engin rök íram að bera. Árásir þeirra voru bergmál af hatri óhepp- inna gróðabrallsmanna, sem ekki geta féflett fólk í sveitum og bæjum landsins að vild, af því að samvinnufélögin vemda ahnenning fyrir sókn þeirra. Þetta er ekki nýlunda. í Þýzka- landi réðust nazistar einna fyrst á kaupfélögin, drápu og misþyrmdu starfsfólkinu, köst- uðu eign sinni á búðir þeirra og vöruhús, og afhentu eignir þeirra í hendur keppinautanna. 1 blaði, sem þessir piltar gefa út, er æskan hvött til ofbeldis- verka og glæpa, til að virða lög og rétt að vettugi, til að hrifsa með ofbeldisverkum þau sigur- laun, sem þessir gálausu æsku- menn vita, að þeir geta ekki i’engið á friðsamlegan hátt. Mikið af ungu fólki í Reykja- vík hallast að þessari stefnu, sem opinberlega hyllir siðleysi og glæpaverk. Það er talið að i fjórum skólum í höfuðstaðnum, sem fá mikinn hluta af nem- endum sínum frá efna- og eyðsluheimilum í bænum, sé töluvert af nemendum haldið af þessari undarlegu siðleysis- sýki. Þetta andlega ástand er í kaupmannaskólanum, undirbún- ingsskóla þeim fyrir embættis- mennsku, sem Ágúst Bjarna- son veitir forstöðu, í Mennta- skólanum og Háskólanum. I tveim hinum síðarnefndu stofn- unum virðast allmargir nem- endur auk þess vera kommún- istar, svo sem einskonar mót- vægi gegn svarta ofbeldinu. Það má fullyrða, að við enga af þessum fjórum mennta- stofnunum er hægt að saka forstöðumenn eða kennara um þessa sýki æskunnar. Að því er kennarana snertir, má þó nefna eitt dæmi, sem lítur ó- skemmtilega út. í háskólanum er gefið út blaðkríli af hin- um ofbeldissinnuðu nemendum, sem heitir Mjölnir, og í það blað hefir Ólafur Lárusson pró- fessor ritað grein, sem síðar hefir verið endurprentuð að nokkuð miklu leyti í landsblaði nazistanna, við hliðina á grein- um eftir opinbera flokksmenn, sem mæla með glæpaverkum. Þessa atviks er getið hér til þess að ofannefndum lagakenn- ara gefist kostur á að útskýra, ef hann hefir skrifað í Mjölni í einhverskonar ógáti, að hann hafi ekki ætlað sér að leggja ofbeldisstefnunni neitt lið í þessu efni. J. J. Bainandi við* skipíajöfnuðuv I eldhúsumræðunum réðst Ólafur Thors með fáryrðum á Eystein Jónsson fjármálaráð- herra út af innflutningshöft- unum og viðskiptajöfnuðinum við útlönd. Þóttist hann vilja sanna það með upplestri úr íjárlagaræðu sl. vetur, að ráð- herrann hefði þá gefið ákveðin loforð um að færa innflutning- inn niður í tiltekna upphæð þegar á þessu ári og koma á fullum greiðsiujöfnuði. Hins- vegar vildi hann halda því fram, að árangurinn af inn- fiutningshöftunum hefði eng- inn orðið. Vitanlega voru fullyrðingar Ólafs, um loforð um tiltekna niðurfærslu og fullan greiðslu- jöfnuð þegar á þessu ári, upp- spuni einn og vísvitandi rang- færsla. Ráðherrann gat auðvit- að hvorki lofað slíku né kom til hugar að gera það. Það sem hann lofaði var, að stefnt skyldi að því á árinu að greiðslujöfnuður gæti komizt á sem fyrst, enda var það hið eina sem hægt var að lofa, eins og öll utanríkisviðskipti eru óviss um þessar mundir. Það, sem Ó. Th. las upp úr fjárlagaræðunni var aðeins ein- faldur útreikningur, sem ráð- herrann vakti athygli á, um það, hvað innflutningurinn mætti vera — til þess að ná fullum greiðslujöfnuði — ef út- flutningurinn yrði svo og svo. En gífuryrðum ólafs um að ekkert hafi orðið úr innflutn- ingshöftunum, og að fjármála- ráðherra hafi ekki staðið við stefnu sína, hefir nú eftir mánaðamótin verið svarað á þann greinilegasta hátt, sem unnt er. Staðreyndirnar hafa talað. Nú liggja fyrir skýrslur gjaldeyrisnefndar um innflutn- ing og útflutning í nóvember- mánuði. I þessum síðasta mánuði hef- ir innflutningurinn orðið um 1 millj. og 200 þús. kr. minni en í sama mánuði í fyrra. Innflutningur' 11 fyrstu mán- uði þ. á. nam alls 39 millj. 559 þús. kr., en-þar frá dregst innflutningur til virkjunar Sogsins, 686 þús. kr., og var því innflutningur raunverulega 38 millj. 873 þús. kr., en var á sama tíma í fyrra 44 millj. 691 þús. kr. Er því innflutningur 5 millj. 818 þús. kr. lægri á fyrstu 11 mánuðum þ. á. en var á sama tímabili árið 1934. Útflutningur íslenzkra afurða í nóvember nam 4 millj. 561 þús. kr., en alls frá 1. jan. til 30. nóv. þ. á. 40 millj. 35 þús. kr., sem er 1 millj. 216 þús. kr. lægra en árið 1934. Viðskiptajöfnuður í nóvem- berlok þ. á. er þá, þrátt fyrir þenna minnkandi útflutning, hagstæður um 1 millj. 162 þús. kr., en var óhagstæður um 3 millj. 440 þús. kr. í lok nóv- embermánaðar 1934. Þannig eru staðreyndirnar um árangurinn af stefnu fjár- málaráðherra. Og ólafur fær að kyngja köpuryrðum sínum með jólamatnum. A viðavangi 2. umræðu fjárlaga lauk á Alþingi í gærkvöldi, en atkvæðagreiðsla um breyt- ingatillögur f j árveitinganef nd- ar og einstakra þingmanna fer fram í dag. Enn sem komið er hafa íhaldsmenn gætt meira hófs en í fyrra um að bera fram tillögur um hækkun út- gjalda, og lítur út fyrir, að þeir hafi látið sér eitthvað segjast við ámæli það, er þingmenn flokksins hlutu þá fyrir gálaus- lega framkomu í þessu efni. — Framsögumenn fjárveiting- arnefndar eru Bjarni Bjarna- son, Jónas Guðmundsson og Þorbergur Þorleifsson. Gerir nefndin margar og ítarlegar sparnaðartillögur, og nefndar- álitinu fylgir skrá um kaup- greiðslur allra opinberra starfs- manna í embættum eða ríkis- stofnunum eins og nefndin ætlast til að þær verði á næsta ári. Hljóð úr horni! En sparnaðartillögur fjár- veitinganefndar eiga svo sem ekki einróma fylgi á Alþingi, þegar á herðir. Þegar fór að líða á umræðurnar í gær heyrð- ist hljóð úr horni. Það var Sigurður mosagreinarhöfundur, sem þá tók til að kveinka sér fyrir hönd launamannanna. Valdi hann fjárveitinganefnd hrakleg orð fyinr „nirfilshátt“, og taldi hana hafa mjög ofgert. Meðal annars réðst hann á nefndina fyrir að vilja ekki greiða opinberum starfsmönn- um á föstum launum, sem vinna eftirvinnu á skrifstofum sínum, nema kr. 1,50 fyrir klukkutímann. Taldi Sigurður að þeir ættu að fá 3 krónur fyrir hvern klukkutíma. — Þess skal getið, að Sigurður þessi er nú framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og það er hann, sem skrifar „trúnaðar- bréfin“, þar sem ríkisstjórnin er rógborin fyrir óþarfa eyðslu. — En nú kemur hið sanna hugarfar flolcksins í ljós í um- mælurn framkvæmdastjórans, á Alþingi. Þorsteinn Briem og 40-aura-Jón. Þorsteinn Briem vildi í eld- húsumræðunum gera kröfu um það til stjórnarinnar, að hún sæi um, að bændur fengju kr. 1,27 fyrir kg. af dilkakjöti og taldi það vera framleiðslu- kostnað. Notaði forsætisráð- herra þetta tækifæri til að bera kröfur, sem Þ. Br. vildi gera nú saman við þær kröfur, sem hann hefði gert til sjálfs sín meðan hann var landbúnaðar- ráðherra. í ráðherratíð sinni lagði Þ. Br. niður verkfæra- kaupasjóðinn, sveikst um að borga út styrk til mjólkurbúa og frystihúsa, greiddi enga kjötuppbót, vanrækti að skipu- leggja kjötsöluna, sem þó var orðið mjög aðkallandi og fram- kvæmdi ekki einu sinni þau ve- sölu mjólkurlög, sem sett voru vorið 1933. Það eina, sem Þ. Br. gerði í afurðasölumálunum var að setja á laggirnar milli- þinganefnd, eftir annara manna tillögum og skipa Hannes á Hvammstanga þar í formanns- sæti og láta hann sofa fram yfir kosningar á frumvörpum þeim til kjöt- og mjólkurlaga, er fulltrúar samvinnufélaganna höfðu undirbúið og samið um veturinn. En aumust varð út- reið Þ. Br., þegar forsætisráð- herra las upp úr þingtíðindun- um 1933 úr ræðu, sem Þ. Br. hafði haldið úr ráðherrastóli, þar sem hann hélt því fram, að ekki kæmi til mála, að greiða uppbót á kjöt, sem seld- ist fyrir 72 aura kg.! Þá taldi Þ. Br. 72 aura nóg verð fyrir kjötið, þó hann heimti kr. 1,27 af núverandi stjórn! Honum fer svipað og Jóni á Reynistað, sem sama ár skrifaði um það í ísa- fold, að 40-aura verð myndi hrökkva bændum að mestu fyr- ir framleiðslukostnaði, þó að gæruverðið væri þá helmingi lægra en nú. En nú, þegar á að fara að heimta af öðrum, reiknar 40-aura-Jón út kr. 1,27 framleiðsluverð. Jakob Möller og- skattamir. Af öllum íhaldsmönnum, sem töluðu á eldhúsdaginn, fékk Jakob Möller þó einna hrakleg- asta útreið. Hafði honum verið falið það sérstaklega að tala um skattahækkanir núverandi stjórnarflolcka. 1 svari sínu vakti fjármálaráðherra athygli á því, að Jakob færist manna sizt að tala um skattahækkanir, þar sem hann væri formaður íhaldsflokksins í bæjarstjórn Reykjavíkur. Bar ráðherrann síðan saman útgjöld Reykja- víkur 1929 og nú í ár, og sýndi fram á það með tölum, að ef útgjöld ríkisins ættu að hækka hlutfallslega jafn mikið og út- gjöld Reykjavíkur hafa hækk- að síðan á því ári, þá ættu rík- isútgjöldin að vera orðin 31 miljón króna. En þau eru nú áætluð 15 miljónir í samningi þeim, sem gerður hefir verið milli stjórnarflokkanna. Þannig er farið með hina „þrautpíndu og sliguðu atvinnuvegi", þar sem íhaldið ræður öllu. Og þar á ofan kemur það svo í ljós, að Jakob og lið hans ætlar nú að hækka útsvörin í Reykjavík um 10% á næsta ári. Bitlingar Hannesar. Hannes á Hvammstanga var sá af íhaldsmönnum, sem helzt reyndi að ráðast á stjórnina fyrir að hafa veitt „bitlinga", en svo nefna stjórnarandstæð- ingar það, ef einhverjum er borgað fyrir störf í opinbera þágu. Jón Baldvinsson hélt þá stutta ræðu um afstöðu Hann- esar sjálfs til bitlinga fyr-og nú. Kom þá í ljós, að Hannes hafði haft þrjú launuð störf hjá ríkinu á sama ári, meðan Þorsteinn Briem var við völd, og kvað J. Bald. sér þó eltki grunlaust um, að hann hefði víðar verið á veiðum eftir því- líkum hlunnindum. — Svo brá við, að Hannes minntist ekki á bitlinga eftir þetta! ÞingmaSur víttur! Sl. föstudagskvöld var ný- býlamálið til 2. umræðu í neðri deild. Ilöfðu tveir menn úr landbúnaðarnefnd (Bjarni Ás- geirsson og Jón á Akri) flutt Vevðjöfnunar- gjald af kjöii Vegna blekkinga Mbl. og ísa- foldar og þingmanna Sjálf- stæðisflokksins og „bænda- flokksins“ um það að sunn- lenzkir bændur einir borgi verð- jöfnunargjald af kjöti, skal þetta tekið fram: 1. Allir, sem slátra fé til sölu, borga verðjöfnunargjald af ö 11 u kjötinu strax í kauptíð. 2. Verðjöfnunargjaldið er endurgreitt af því kjöti, sem flutt er til útlanda, en engu öðru. 3. Allir, sem selja kjöt irin- anlands, borga verðjöfnun- argjald, hvort sem kjötið er selt á Austfjörðum, Norðurlandi, Vestfjörðum eða Suðurlandi. 4. Það er því hin versta blekking, þegar f jandntenn kjötlaganna láta líta svo út, sem það séu sunnlenzk- ir bændur einir, sem borga verð jöf nunarg jaldið; það gera allir bændur, hvar sem sem þeir eru á land- inu, ef þeir selja kjöt á innlendum markaði. ítarlegar ræður og ætlaði for- seti að reyna að ljúka umræðu um kvöldið. En Hannes á Hvammstanga kom í veg fyrir þetta áform forseta með fram- ferði, sem vakti hina mestu fúrðu. Kvaddi hann sér hljóðs og heimtaði, að málinu yrði frestað til morguns, en hótaði ella að tala alla nóttina. Tók forseti þetta ekki alvarlega og lét Hannes byrja á ræðu sinni. Tók Hannes þá til að spjalla fram og aftur um hin og önnur aukaatriði málsins og víkja orðum sínum í skætingstón til ýmsra viðstaddra þingmanna nálinu algerlega óviðkomandi. En öðru hverju sneri hann máli sínu til forseta og spurði hvort nú væri ekki nóg komið og hvort ekki væri bezt að slíta fundi. Hættu menn þá að ansa rausi þessu, enda mun flestum hafa blöskrað strákskapur sá, er þarna kom fram, og virðing- arleysi fyrir þinginu. Þegar Hannes þannig hafði þvælt í heila klukkustund, sleit forseti fundi. Næsta dag hélt Hannes áfi’am ræðu sinni og mælti þá aðeins fá orð. Var þá Ijóst, að hann hafði aldrei ætlað að ræða málið, heldur aðeins tefja það. En ekki lét hann sér þó þetta nægja, heldur réðst að forsetá með brigzlyrðum. Reis forseti þá úr sæti og lýsti yfir því, að hann vítti Hannes fyrir óþinglegt framferði. Eru mörg ár liðin síðan þingmaður hefir verið opinberlega víttur, sam- kvæmt þingsköpum, og má segja, að varalið íhaldsins setji nú met í flestu því, er miður má fara í opinberu lífi. Kjötverðið og kjötbirgðirnar. Sumir íhaldsmenn hafa nú í þinginu reynt að gera veður út af því, að kjötverðlagsnefnd hafi siðastliðinn vetur ekki hækkað kjötverðið nægilega frá því sem var í sláturtíð, til þess 51. blað. Uian úv heimi Það sem mest hefir verið umtalað í heiminum i vikunni, sem leið, eru hinar grimmi- legu loftárásir ítala í Abessin- íu og hinsvegar sáttatilboð þau í Abessiníumálinu, sem stjórn- ir Breta og Frakka hafa undir- buið og lagt fyrir Itali og A- bessiníumenn, eftir því sem talið er. ítalir réðust með 20 flug- vélum á borgina Dessié í Abes- siníu, þar sem keisarinn þá var staddur, og munu hafa hugsað sér að ná lífi hans, enda var hann hætt kominn. Létu flugvélarnar rigna niður íkveikjusprengjum sem kveiktu í fjölda húsa, og er talið að margt manna hafi farizt. En mest umtal og gremju hefir það vakið víða um lönd, að sprengjum var varpað niður á amerískt Rauðakross-sjúkra- hús. Hefir Abessiníukeisari sent Þjóðabandalaginu mót- mæli gegn þessari ómannúð- legu hernaðaraðferð, og í sama streng hafa tekið erlendir læknar og blaðamenn í borg- inni. Virðist árás þessi hafa vakið allmikla andúð gegn It- ölum til viðbótar þeii*ri, sem áður var. Því meiri athygli vekur það og jafnvel furðu, er út berast fregnir um það, að stjórnir Breta og Frakka leggi nú á- herzlu á að k'oma á sáttum, sem bersýnilega eru ítölum í vil. Því að svo er ráð fyrir gert í tillögum þessum, eftir því sem hermt er, að Abessinía eigi að láta af hendi mestöll landsvæði þau, er ítalir öafa undir sig hrifsað, og þar með lífsskilyrði fyrir 1% millj. ít- alska innflytjendur, gegn því að ítalir láti Abessiníu fá land- • ræmu til sjávar gegnum ný- lendur sínar og einn hafnarbæ. Óvíst þykir um úrslit samn- inga þessara. Sérstaklega er á- litið, að Abessiníu-keisara sé nauðugt að ganga að þeim — og þyki Þjóðabandalagið bregð- ast sér, ef þessi á að verða endirinn. Hinsvegar er Bretum og Frökkum nauðugur einn kostur, ef ekki takast þessi á- form, að láta olíubannið dynja yfir Italíu nú innan fárra daga, og taka þeim stórtíðind- um, sem þá kann að höndum að bera. að standa straum af frysting- arkostnaðinum hjá Sláturfélagí Suðurlands. Var þó kjötið hækk að fyrst um 7 aura í nóvember og síðar um 8 aura í viðbót í janúar í þessu skyni. Meiri hækkun taldi nefndin ekki ráð- lega, svo framarlega sem birgð- irnar ættu að seljast í sumar, og hægt að veita leyfi til sum- arslátrunar. Er lítið samræmi í orðum þeirra manna, sem ann- arsvegar áfella nefndina fyrir að setja kjötverðið ekki nógu liátt og hinsvegar óskapast yf- ir því, að sumarslátrun hafi ekki verið leyfð nógu snemma. — Nú í haust eru kjötbirgðirn- ar talsvert minni en í fyrra, enda er nefndin nú búin að hækka kjötverðið mun meira en á sama tíma í fyrra. Kemur Framh, ft 4 alBo.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.