Tíminn - 29.01.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.01.1936, Blaðsíða 2
14 TIMINN Þjóðarhagurinn árið 1935 Framh. af 1. síðu. stað til þess að opna möguleika fyrir aukinni sölu á fram- leiðslu okkar í þessum löndum. Hinsvegar hafa innkaup okkar minnkað á árinu frá nálega öll- um öðrum löndum en þeim, sem áðan voru talin. Mest hef- ir þó lækkunin orðið í Dan- mörku, Bretlandi og Noregi, eins og eðlilegt er, þar sem við undanfarið höfum keypt mjög miklu meira frá þessum lönd- um en þau af okkur. Þrátt fyrir þessa lækkun inn- flutningsins frá þeim löndum, er ég nefndi áðan, fer því mjög fjarri, að sá mismunur sé jafn- aður, þótt þessi breyting hafi á orðið. Verður ekki hjá því komizt að minnka nú enn inn- kaupin frá þessum löndum ef vörusala okkar til þeirra ekki eykst mjög frá því, sem nú er. Því ber ekki að leyna, að þessi auknu innkaup frá nokkr- um af þeim löndum, er ég hefi nefnt, hafa torveldað fram- kvæmd innflutningshaftanna, eumpart vegna þess, að kaupa hefir þurft vörur frá Suður- löndum, vegna saltfisksmark- aðsins, sem Islendingar í sjálfu sér hefðu getað komizt af án á þeim vandræðatímum, sem nú standa yfir, og sumpart vegna þess, að verð í Suður- löndum og Þýzkalandi hefir stundum reynzt óhagstæðara, en hægt hefði verið að kaupa' fyrir annarstaðar, ef hömlu- lausri verzlun hefði orðið við komið. En viðskiptunum hefir þ'rátt fyrir þetta orðið að halda til þessara landa vegna sölu- möguleika íslenzkra afurða þar. Fieira kemur og til greina, sem veldur því, að meir hefir þurft að beita innflutningshöftunum á árinu 1935 en í fljótu bragði kann að virðast til þess að ná þeirri lækkun heildarinnflutn- ings, sem áður var frá skýrt. Má þar til nefna, til viðbótar við innkaupin frá Suðurlönd- um, verðhækkun á erlendri vöru, sem orðið hefir síðari hluta árs, og óvenju mikla eft- irspurn hér eftir allskonar vél- um og byggingarvörum til und- irbúnings nýs iðnaðar í land- inu. Verður nánar vikið að því atriði síðar. Eins og áður er getið hefir útflutningurinn á árinu 1935 verið 1 millj. kr. minni en 1934, en rúmum 3 milj. kr. minni en árið 1933. Til þess að gefa í stórum dráttum yfirlit yfir það, hvernig á þessari lækkun stend- ur, vil ég skipta útflutningnum í 3 flokka. Hefi ég þá í 1. flokki fisk, annan en síld, í 2. flokki aðrar sjávarafurðir, þar með talda síld, og í 3. flokki landbúnaðarafurðir. Árið 1933 nam verð útflutts fiskjar kr. 31 millj. 400 þús. kr., 1934 kr. 28 millj. 460 þús. kr. Hefir því útflutningsverð- mæti fiskjarins lækkað um 3 milj. kr. á árinu 1934. En á síðastliðnu ári hefir fiskur ver- ið fluttur út fyrir aðeins 24 millj. og 220 þús. króna. Hefir því verðmæti útflutts fiskjar enn lækkað um 4 millj. kr. á árinu 1935. Er því lækkun á út- flutningsverðmæti fiskjarins á tveimur síðastliðnum árum um kr. 7 millj. og 200 þús. kr. Af öðrum sjávarafurðum hefir ver- ið útflutt fyrir 11 milj. 770 þús. kr. árið 1933, en fyrir 12 millj. 189 þús. kr. 1934. Hefir því út- flutningsverðmæti þeirra hælck að um 400 þús. kr. á því ári. Á síðasta ári hefir útflutnings- verðmæti þessara afurða hins- vegar orðið 13 millj. 730 þús. kr., eða um 1 millj. og 600 þús. kr. hærra en 1934. Síðustu tvö órin hefir því útflutningsverð- mæti annarra sjávarafurða en fiskjarins hækkað um 2 millj. króna. Liggur þessi hækkun að- allega í verðhækkun á lýsi og síld. Ef allar sjávarafurðir eru teknar saman, þá kemur í ljós, að verðmæti útflutnings þeirra hefir lækkað um rúmar 5 millj. kr. á síðustu 2 árum, eða um rúmlega 12% miðað við 1933. títflutningsverðmæti land- búnaðarafurða árið 1933 nam kr. 3 millj. 660 þús. Árið 1934 kr. 3 millj. 857 þús., og hafði þá hækkað um 200 þús. kr. frá því árið áður. En á síðasta ári nemur útflutningsverðmæti landbúnaðarafurða kr. 5 millj. og 700 þús. kr. Hefir því hækk- un á þeim síðan 1934 oi’ðið um ] millj. 850 þús. kr., en síðan 1933 hefir útflutningsverðmæti landbúnaðarafurða hækkað um 2 millj. króna, og valdið því, að heildarútflutningsverðmæti landsmanna hefir á þessu tíma- bili þó ekki lækkað nema um 3 millj. króna, þrátt fyrir hina gífurlegu lækkun á útflutningi sjávarafurðanna, eins og áður er frá skýrt. Þó ber þess hér að gæta, að nokkur hluti þessarar hækkun- unar á útflutningi landbúnað- arafurða 1935 stafar af því, að á því ári var útflutt töluvert meira en vanalega af fram- leiðslu ársins á undan. Um útflutningshorfur og sölu- möguleika á nýbyrjaða árinu er yfirleitt ekki unnt að segja með neinum verulegum líkum. Verður þó ekki annað sagt, en að menn verði enn að búast við nokkurri lækkun útflutnings- ins í heild, þótt horfur á sölu nokkurs hluta. framleiðslunnar og verðlag á honum séu allgóð- ar. Eru það hinar slæmu horf- ur á sölu fiskjarins enn sem fyrr, er valda því, að gera verð- ur ráð fyrir heildarlækkun út- flutningsins. Af því, sem áður hefir verið sagt um út- og innflutninginn og verzlunarjöfnuð á árinu, sem leið, má það vera ljóst, að enn verður að gera áframhald- andi ráðstafanir til þess að araga úr innflutningi erlends varnings til landsins. Á því eru þó e. t. v. meiri örðugleikar eins og nú er háttað viðskipta- kröfum þeirra þjóða, er við skiptum við, en ýmsir munu ætla. Ég get ekki stillt mig um að gera tilraun til þess að gefa mönnum nokkra hugmynd um það viðfangsefni, sem fyrir liggur, ef útflutningsverðmæti þjóðarinnar lækkar nokkuð verulega frá því sem var á síð- astliðnu ári, og innflutningur- inn ætti að færast niður í 40 millj. kr. eða niður fyrir 40 milljónir króna. Því miður eru ekki til ennþá svo sundurlið- aðar tölur um innflutning árs- ins 1935, eftir vöruflokkum, að ég geti notað þær í þessu sam- bandi, enda sjálfsagt að nota tölur frá einhverju því ári, þeg- ar innflutningur hefir verið nær því að fullnægja þörfum landsmanna, en hann var á síð- asta ári. Mun ég því nota tölur frá árinu 1933. — Heildarinn- flutningur til landsins nam þá 48 millj. og 373 þús. kr. Ég hefi athugað nokkuð hverju innflutningurinn nam á því ári af vörum notuðum til fram- loiðslu og iðnaðar, og ennfrem- ur nokkrum öðrum vörutegund- um, sem nær óhugsandi virð- ist, að noklcuð verulega yrði heftur innflutningur á. Vörur þær, sem ég hefi tekið í þenn- an flokk, eru vörur til útgerð- arinnar, landbúnaðarins, hrá- efni til iðnaðar, nauðsynlegar rafmagnsvörur, pappírsvörur, lyfjavörur og varahlutir til allskonar véla. Samtals nemur innflutningur þessara vara á árinu 1933 18 millj. og 100 þús. króna. Ég hefi áætlað þörfina á innflutningi slíks varnings í ár kr. 18 millj. og 800 þús. kr., miðað við reynzlu undanfar- inna ára. Er það nokkru meira en 1933. Veldur því aðallega aukinn iðnaður í landinu og aukin notkun rafmagns. Sam- kvæmt þessu hefir innflutning- ur þeirra allra annara vara, þ. e. a. s. þeirra sem takmarkanir vírðast hugsanlegar á í ýtr- ustu nauðsyn, numið kr. rúm- lega 31 millj. árið 1933. Ef inn- flutningurinn væri færður nið- ur í 40 millj. króna árið 1936, mætti sennilega ekki flytja inn af þessum vörum fyrir meira en um 21 millj. kr. M. ö. o. rneðalniðurfærsla á notkun þessara vara yrði að vera um 331/3%, miðað við árið 1933. Ef innflutningurinn 1936 ætti hinsvegar að verða 38 millj., t. d„ mætti ekki flytja inn áf þessum vörum fyrir hærri upp- hæð en kr. 18 millj. og 500 þús., og yrði þá meðallækkun miðað við 1933, um 40%. Þeg- ar þess er gætt, að hér er aðal- lega um að ræða vefnaðarvöru, skófatnað, nýlenduvörur, korn- vöru, byggingarefni, allskonar áhöld 0. fl., þá munu menn renna grun í hve gífurlegt á- tak þarf til þess að komast hjá skuldasöfnun við önnur lönd, ef útflutningsverðmætið heldur áfram að minnka frá því sem nú er. Hlýtur öllum að skiljast, að slíkt er óhugsandi með öðru móti en því, að neyzla lang- flestra þeirra vara, er frá út- löndum eru keyptar, fari stór- minnkandi. Og ef ekki opnast áður en langt um líður nýjar leiðir til þes*s a. m. k. að stöðva útflutningslækkunina, er ó- hugsandi annað en að lifnaðar- hættir þjóðarinnar verði að gjörbreytast frá því sem nú er. Því að þótt eitthvað kunni að mega lækka innflutninginn á eðlilegan hátt, með því að auka iðnaðinn í landinu, þá mun það eitt út af fyrir sig aldrei koma í veg fyrir nauð- synina á slíkri gjörbreytingu, ef útflutningurinn lækkar enn. Það sem mestu máli skiptir og er grundvallaratriði þess, að ís- lendingar geti framvegis leyft sér notkun ýmis þess erlends varnings, sem nú er almennur og talinn nauðsynlegur, er aukning útflutningsverðmætis landsmanna eftir nýjum leiðum, sem vegið gæti upp á móti þeirri lækkun, sem fyrirsjáan- leg virðist vera framundan á sölu aðalframleiðsluvöru okkar: Saltfiskinum. Hafa þegar verið gerðar ráðstafanir í þá átt að opna nýjar leiðir í þessu skyni. Mun ég þó ekki fará út í það. Atvinnumálaráðherrann mun skýra frá því hér í útvarpinu innan skamms. Það er hinsveg- ar sameiginlegt með öllum þeim framkvæmdum, er hafa í för með sér síðar aukinn út~ fiutning vara eða verulegan sparnað á innflutningi, að þeim fylgir aukinn innflutningur á vélum og tækjum, og verða þessar nýju framlcvæmdir því oft síður en svo í byrjuninni til að létta undir með gjald- eyrisverzluninni, nema langur gjaldfrestur fáist á andvirði hins erlenda efnis, er til fram- kvæmdanna þarf. Mega menn því ekki búast við skjótum létti af þessháttar ráðstöfun- um sumum hverjum, jafnvel þótt takist að auka útflutning- inn eftir nýjum leiðum. Virð- ast því allar horfur á miklum innflutningserfiðleikum, á með- an á þeirri breytingu stendur, sem til þess þarf ætíð í fram- leiðsluháttum og meðferð af- urðanna. Slíkar breytingar út af fyrir sig eru kostnaðarsam- ar og meginhlutinn af gjald- eyrisspamaðinum eða gjaldeyr- isaukningunni fer ef til vill til greiðslu á hinum nýju vélum eða tækjum. I þessu sambandi er því rétt að taka fram, að það er nauðsynlegt, að allir, sem beita sér fyrir nýjungum á sviði iðnaðar eða framleiðslu, reyni að fá eins langan gjald- frest og unnt er á þeim vélum eða tækjum, sem þeir þurfa að kaupa til þess að koma nýjung- unum af stað. Slíkir gjaldfrest- ir geta oft bókstaflega verið grundvallarskilyrði þess að hægt sé að leggja út á nýjar brautir. Á það vitanlega rót sína að rekja til þess hve út- flutningsverðmæti landsins er orðið lítið í samanburði við raunverulega vöruþörf lands- manna, að lítt breyttum lifn- aðarháttum. Eftir að ég hefi nú gefið þetta yfirlit um inn- og útflutn- inginn, vil ég minnast á gjald- eyrisverzlunina sjálfa. Lang- stærsti liðurinn í gjaldeyris- reikningi þjóðarinnar er and- virði útflutts vamings annars- vegar og innfluttrar vöru hins- vegar. Þó kemur þar floira til greina, svo sem vextir og af- borganir af erlendum skuldum, ferðakostnaður Islendinga. er- lendis og erlendra manna hér á landi 0. fl. Það mun láta nærri, eftir þeim rannsóknum, sem fram hafa farið, að aðrir liðir gjaldeyrisreikningsins en vörukaup og vörusala, séu ó- hagstæðir Jslendingum um ná- lega 6 millj. króna á ári, eða m. ö. 0., að til þess að fullur jöfn- uður sé að viðskiptum okkar við önnur lönd, þarf verzlunar- jöfnuðurinn að vera hagstæður um nálega 6 millj. króna. Eins og áður er fram tekið, mun \ erzlunarjöfnuðurinn vera hag- stæður um 2 millj. króna á ár- inu 1935. Mun elcki fara fjarri því, að 4 millj. króna vanti þá til þess að gjaldeyristekjur þjóðarinnar hafi á því ári hrokkið fyrir útgjöldunum. Nú mun láta nærri, að innflutning- ur erlends lánsfjár á árinu hafi vegið upp þennan mismun, og munar þá mest um þá upp- hæð, 3 millj. og 300 þús. kr., sem inn var flutt af ríkisláni því, er tekið var á árinu. Ef viðskiptin hefðu gengið með eðlilegum hætti, hefði því átt að vera hægt að fullnægja kröfunum um erlendan gjald- eyri, sem stöfuðu af viðskiptum ársins. En því miður hefir ekki verið því að heilsa. Stafar það einkum af því, að greiðslur fyrir útflutningsvörur okkar bafa dregizt mjög í sumum löndum vegna gjaldeyrisvand- ræða. Hefir því verið mjög erí- itt um yfirfærslur á erlendum gjaldeyri héðan síðari hluta ársins, sem leið,- og gjaldeyris- verzlunin óhagstæðari en ráða mætti af inn- og útflutnings- skýrslunum einum saman. Þá mun ég ekki hafa yfirlit þetta um afkomuna á árinu 1935, lengra. Ekki verður ann- að sagt en lítil ástæða sé til sérstakrar bjartsýni um við- skipti ársins, sem er að byrja. Aðalerfiðleikar okkar íslend- inga stafa af lækkun útflutn- ingsverðmætisins. Það verður mjög erfitt að ná jöfnuði í við- skiptunum við önnur lönd nema þjóðin öll verði samtaka í því að auka neyzlu innlendra vara, og minnka notkun hinna er- lendu. Hver sá, sem að slíku starfar, vinnur að aukinni vel- megun þjóðarinnar, aukinni atvinnu við framleiðslu í land- inu og alveg sérstaklega að bættri afkomu allra þeirra, sem atvinnugreinarnar stunda. Um afurðasöfi Eftir Jón Árnason, Blað svokallaðra „Bænda- flokksmanna“ hefir verið með ýmsar ýfingar við mig síðan í haust. Hefi ég að vísu ekki les- ið nema sumt af því. En ekki alls fyrir löngu rakst ég á grein eftir ritstjórann, Jón Jónsson, sem skrifuð er snemma í nóv- ember og á að vera svar við grein, sem ég skrifaði í Tím- ann í haust. Grein Jóns er í sjálfu sér varla svaraverð, en getur hins- vegar gefið tilefni til nokkurra athugana um málefni bænda- stéttarinnar einkum afurðasöl- una. Jón leggur mér í munn orðin: „Hafðu bóndi minn hægt um þig“ 0. s. frv. án þess að sýna í nokkru fram á, að afstaða mín til bændastéttarinnar gefi tilefni til slíks hugsunarháttar, sem í vísunni felst. Þykir mér sennilegast, að hann sé að rifja upp sínar eigin endur- minningar frá undangengnum árum, á meðan hann enn var í 1 bænda o. fl. framkvæmdastjóra hásætinu og úthlutaði náðar- brauði Kxeppulánasjóðs til að- þrengdra bænda og gat skorið sneiðarnar nokkuð misþykkar eftir því, sem hann mat verð- leika þeirra, sem við tóku. Annars er um þessa ritsmíð alla það sama að segja og ann- an málaflutning Jóns, að hún er gegnsýrð af blekkingum og hálfyrðum. Er auðséð á öllu, að manninum hefir sárnað mjög, að ég tel þá „Bænda- flokksmenn“ úrræðalausa. Harxn reynir raunar ekki að hrekja það, sem ekki er von, því að þeir geta, að ég hygg, ekki bent á neitt, sem þeir hafi átt frumkvæði að landbúnaðinum til framdráttar. Að vísu er hann að telja Hannesi Jónssyni það til gildis, að hann hafi komið upp fyrsta frystihúsinu til kjötfrystingar. Ég skal á engan hátt draga úr áhuga Hanrxesar Jónssonar fyrir því máli. Hann tók eins og því nær allir kaupfélagsmenn landsins vel undir það nýmæli, að breyta til um kjötverzlunina og byrja að frysta kjöt og flytja það út. Hinsvegar átti Hannes vitanlega ekkert frumkvæði að slíku. En úr því að á þetta er minnst, er rétt að geta þess, að ekki var meiri forsjálni með í því verki en svo, að frystihús þetta er lang dýrast af öllum lcjötfrystihúsum landsins, mið- að við stærð. Það er einkenni á þessari grein Jóns, eins og málaflutn- ingi hans yfirleitt, hve mikið far hanrx gerir sér um það, að koma á sundrungu. Hann reyn- ir jafnvel, þó í smáu sé, að bera ófriðarorð á milli okkar Sigurð- ar Kristinssonar. í blaði sínu hefir hann hvað eftir annað reynt að koma á sundrung milli samvinnufélaga landsins og gengið svo langt, að hann hef- ir beinlínis lagst á móti því, að bændur í Húnavatnssýslu, Hrútafirði og Dölum gætu selt lítið eitt af kjöti sínu á Reykja- víkurmarkaðnum. Þessi sundr- ungarhneigð Jóns nefir jafnan orðið honum að fótakefli í fé- lagsmálastarfsemi hans, þótt ég efist ekki um, að hann hafi í raun og veru haft góðan vilja í félagsmálum. Og vegna þessa skapfei’lis er ólíklegt að honum takizt nokkumtíma að leggja nokkuð það til opinberra mála, sem verða má til varanlegs gagns, hvað sem annars má um hæfileika hans segja. Það er ekki ástæða til þess, að fjölyrða mikið um tillögur þær, sem fram hafa komið um að bændum sé séð fyrir fram- leiðsluverði fyrir kjöt. Ég hefi bent á veilurnar í rökum nefnd- arinnar, sem Búnaðarfélagið lét athuga þetta mál, en sé ekki, að ég með því hafi gefið nokk- urt tilefni til aðdróttana um það, að ég vilji ekki unna bænd- um þess, að fá „framleiðslu- verð“ fyrir vörur sínar. En það verður ekki gert með gaspri einu. Og það verður heldur ekki til langframa gert með því. að heimta verðuppbætur úr ríkis- sjóði þangað til því marki er náð, sem hver 0g einn telur við- unanlegt. Ég hefi verið þess mjög hvetjandi, og það áður en þessi nefnd tók til starfa, að slík rannsókn færi fram, en það eitt út af fyrir sig, hvað talið er að bændur þurfi að fá fyrir vörur sínar til þess að greidd- ur verði framleiðslukostnaður, er ekki einhlýtt, heldur verður og á hitt að líta, hvernig þeir geti fengið það. Og ég hygg að það verði ekki með sanni sagt, að þeir töluvert mörgu menn, sem undanfarin ár hafa unnið að sölu framleiðsluvara fyrir bændur, hafi ekki gert allt, sem í þeirra valdi stóð, til þess að ná sem beztum árangri. Ég hefi áður bent á það, að rannsókn nefndarinnar, sem sló því föstu að kjötverðið til bænda þyrfti að vera kr. 1.27 fyrir kg„ væri flaustursleg og byggð á allt of veikum forsendum, enda viður- kennir nefndin það í áliti sínu. í því sambandi má benda á, að nefndin virðist ekki hafa séð sér fært að taka til hliðsjónar merkilega rannsókn, sem Jón Gauti Pétursson gerði fyrir nokkrum árum um „verzlunar- árferði landbúnaðarins á Islandi um 100 ár“ og birtist í Sam- vinnunni 1930. Að vísu er þar ekki tekið til rannsóknar nema greiðslumáttur sauðfjárafurða gagnvart aðkeyptum vörum, en á sama hátt virðist mega finna greiðslumátt afurðanna gagn- vart öðrum útgjöldum búanna, og er þess að vænta, að höfund- urinn eða einhverjir aðrir, fái aðstöðu til þess að halda þess- um athugunum áfram á víðtæk- ai’a grundvelli. Eina úrræðið, sem „Bænda- flokksmenn" hafa bent á til að hækka verð á afurðum landbúnaðarins, er það að fella ki’ónuna í verði. Þó hefir ekki betur fylgt hugur máli en svo, að fulltrúar þessara manna, í gengisnefnd*), Landsbanka Is- lands og Útvegsbanka Islands (en þessar stofnanir hafa haft mest um ákvörðun gengisins að segja) hafa aldrei borið fram tillögu um verðlækkun krón- unnar. Nú skal engu um það spáð, hvort íslerxzka krónan heldur verðgildi sínu gagnvart gulli um lengri eða skemmri tíma. Þá atburði getur að höndum borið, sem gera geng- islækkun krónunnar óhjá- kvæmilega. Ég hefi aldrei lát- ið neitt uppi um vilja eða ó- vilja gagnvart hækkun eða lækkun krónunnar, eins og nú ’) Gengisnefnd er nú lögð niðui'.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.