Tíminn - 29.01.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.01.1936, Blaðsíða 4
16 TlMINN skilvindurnar eru ætíð þær beztu og sterkustu, gem fáanlegar eru Nýj- asta gerðin er með algerlega sjálfvirkri smurningu, og skálar og skilkarl ár ryðfriu efni. Samband isl. samvinnuiélaga. OSRAM Dekalumen (DLm.) Ijóskúlur eru 20% Ijóssterkari en e!dri gerdir. A háls hverrar ljóskúln er letr&ö i j ó s- marnið (DLm.) og rafstraums- n o t k u u i n (Watt). lega verð, sem fæst fyrir vör- una, hefir verið gefið upp og nokkrar skýrslur ókomnar, þeg- ar bráðabirgðauppgjörið fer fram. Þessi hækkun hefir stundum numið allt að 10%. Næsta ár á undan nam hækkun þessi um 7%. Greiðslujöfnuð- urinn mun því verða nokkru hagkvæmari en hann virðist vera eftir skýrslunum. Ef mað- ur gerir ráð fyrir að hækkunin verði nokkru meiri á útflutn- ingnum en innflutningnum, má alltaf gera ráð fyrir, að verzl- unarjöfnuðurinn i ár verði rúmum 2 millj. kr. hagstæðari og eitthvað komi inn í ósýnileg- um tekjum, farmgjöldum o. fl. Má því ætla, að greiðslujöfnuð- urinn verði ekki óhagstæður, eða rúml. 6 millj. kr. hagstæð- 1 ari en árið áður. Ríkisbúskapurinn. Ekki er hægt með nokkurri vissu að segja ákveðið um rík- isbúskapinn og afkomu ríkis- : sjóðs. Ennþá er allmikið óinn- ■ heimt eins og alltaf um ára- | mót og öll útgjöld ekki komin fram. Tekjur munu þó verða svipaðar og í fyrra, þrátt fyrir ; minnkandi innflutning og þó minni tolltekjur hafi orðið af þeim ástæðum, sökum tekju- j aukalaganna, sem samþykkt i voru á haustþinginu 1934. Út- : gjöld ríkissjóðs hafa hinsvegar orðið minni svo afkoman verð- ' ur nokkru betri en í fyrra. Eins og kemur í ljós af þessu ! yfirliti um viðskiptalíf ársins 1 1935 er afkoman mun betri en næsta ár á undan. Vöruverð hefir farið hækkandi, sérstak- lega á landbúnaðarvörum og miklu meiri gjaldeyrir fengist ! fyrir þær inn í landið en í fyrra. Byrjað hefir verið með nýjar atvinnugreinir og nýjar útflutningsvörur, sem vel hef- ir gengið að selja og nýir mark- aðir hafa unnizt. Væri því af > þeim ástæðum ekki óeðlilegt j að líta björtum augum fram á | komandi ár. En miklir erfið- ! leikar eru þó á viðskiptunum j sérstaklega við Suðurlönd, : þar eð þau gera strangar kröfur til okkar um kaup á vörum, og má jafnvel ætla, að sala til þeirra þverri enn nokkuð. — Engu skal þó hér spáð um afkomu þessa árs, i enda mjög erfitt á slíkum cfriðar- og viðskiptahaftatím- um, sem nú eru. Guðl. Rósinkranz Benedikt á Auðnum níræður Framh. af 1. síðu. ar stundir líða fram, reist brjóstlíkön þeirra Benedikts á Auðnum og Péturs frá Gaut- iöndum. Þessir tveir menn áttu lengst starf og mest i félags- menningu sýslunnar, þar sem j unnið var að því, að bera inn í líf kynslóðanna nokkuð af orku þeirrar heitu vakningar, sem fór eldi um hugi Þingey- inga á síðasta fjórðungi næst- liðinnar aldar og bar með sér kaupfélagshreyfinguna inn í líf þjóðarinnar. Það hefir verið víðsýnt af sjónarhæðum Benedikts á Auðnum. Enginn alþýðumaður BETEIB J. CBITNO’S ágæta holienzka reyktóbak AROMATISCHER SHAG kostar kr. 1,05 V20 ^g. FEINRIECHENDER SHAG — — 1,15---- fæst í ölium verziunum á Islandi mun vera víðlesnari, fjölfróðan né gagnmenntaðri en hann. Kunningjum hans verða minningasamar dvalirnar á þeim sjónarhæðum. Minningin um þá leið, sem Benedikt hefir þegar gengið og um starf hans vakir í minni vitund eins og fallegt æfintýri, þar sem vonir æskunnar rísa móti hverri nýrri dagrenningu. Engan mann þekki ég bjartsýnni en nann né betur kominn að þeim eplum Iðunnar, sem lífið hefir rétt honum og sem hafa haldið honum svo ungum og varpað svo óvenjulega mikilli birtu yf- ir líf hans, svipmót hans allt, persónu og þjóðnytjastörf. Þeir verða margir, alúðarvin- ir Benedikts og góðkunningj- ar, sem nú senda þessum ní- ræða æskumanní Þingeyingja hlýjar kveðjur og þakklæti. Jónas Þorbergsson. A víðavangi Framh. af 1. síðu. yigurðssonar Goodrich hjólbarða 80X5 á 125,00 kr. pr. stk. Revkjavík, 28/12. 1935. (sign) Friðleifur F. Friðleifsson bifreiðastjóri." II. „Að gefnu tilefni vottu ég undirritaður, sem hefi átt bif- reiðina RE 736 og elcið hefir verið með Pirelli hjólbörðum síðan 18. júli s. 1., að vegalengd 9.273 km., oð hjólbarðarnir virðast alveg ó- siitnir enn sem komið er, og má því vænta mjög góðrar endingar á þeim; jafnframt vil ég taka fram, að bifreiðinni hefir verið ekið mjög mikið í utanbæjar- keyrslu á vondum vegum á þeim tíma, t. d. 5 sinnum austur að Geysi, 'svo og margar ferðir í Ár- 1 ‘s-ýslu og Víðar. Reykjávík, 10. janúar 1936. (sigm) Gunnar Olafsson. " Umsögn þessa vottorðs hefir ennfremur verið staðfest af þekktum gúmmíviðgerðar- manni í Rvík. G. Sv. hélt því fram á Ai- þingi, sennilega að órannsökuðu máli og því alveg út í loftið, að Bifreiðaeinkasala ríkisins seldi vondar og dýrar vörur*). Gætir þetta fljótfæra og grunn- skreiða yfirvald sín væntanlega betur næst, að fara ekki með fieipur eitt og staðlausa stafi, ef íhaldið hættir á að senda hann í útvarpið í annað sinn. thaldsuppeldið í Reykjavík. Fyrir skömmu voru um 50 —60 unglingar úr gagnfræða- sltóla Reykjavíkurbæjar á í- þróttaferð í Skíðaskálanum. Þrír ferðamenn komu þar inn að fá sér hressingu, og var Jónas Jónsson frá Hriflu einn • af þeim. Bólaði þá fljótt á, að | um það bil helmingur ungling- anna komst í geðæsing, og sýndi ýmiskonar merki um vöntun á mannasiðum. Þegar skólastjórinn, próf. Ág. H. Bjarnason vissi þetta, hélt hann stranga áminningarræðu yfir unglingunum og benti þeim á, hvílík hætta vær’ fyrir , þá, ef þeir ekki kynnu að hegða sér eins og sæmilegir | menn. Ráðlagði hann þeim að j biðjast skriflega afsökunar og , gerðu þeir það. En þegav ( skjalið var fullbúið náði Pétur Halldórsson borgarstjóri í það ') Pirclli-hjólbarÖarnir eru frá ítölsku heimsfirma, sem Bifreiða- oínbfluQlDn alrir\+ív« Qinlrnm vift Munntóbakið er frá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖFN Bíðjið kaupmann yðar um unntóbatið Fæst allsstaðar. Kvennaskólinn í Reykjavík Eins og áður er auglýst, hefst næsta nám- skeið í húsmæðradeild skdlans þ. 4. epríl, stendur til 1. júní n. k. — Skrifleg umsókn sendist sem fyrst. Fo-rstöðukonan og stakk því undir stól. Byrjaði Mbl. síðan deilur um málið, og æsti böm íhaldsheimilanna upp til að vilja ekki læra manna- siði. Komst upp að Árni frá Múla stóð fyrir þessu uppeldi í siðleysi og þótti ekki illa til valinn forustusauðurinn. En rétt er að segja það til hróss meginþorra af fylgjendum Mbl., að þeir litu eins á málið og Ágúst H. Bjarnason og óska einkis fremur en að börn þeirra fari aðra og betri götu en hinn auðnulausi sonur Jóns í Múla. Nokkur orð um kreppuláuín Það er öllum vitanlegt, að veitt hafa verið lán úr kreppu- lánasjóði, bæði með veði í fast- eignum og lausafé. Sagnir ganga um það, að misjafnt hafi verið lánað út á eignirnar, og víst er um það, að meðan sumar jarðir voru hækkaðar um meir en helming frá fasteignamati, svo að hægt væri að lána nægilega mikið út á þær, þá voru aðrar lækkaðar, svo hægt væri að lána nógu lítið út á þær, og í báðum til- fellum Hefir geðþótti stjórnar sjóðsins ráðið hvað gert var. Vafalaust er eftir að ræða um þessi mál í blöðum lands- ins, og því skulu þau ekki rædd hér frekar í þetta sinn. En ég vildi benda á annað, cg það er hvernig sjóðurinn leyfir mönnum að verzla með lausaféð, sem sjóðnum er veð- sett 0 g yfirfæra lánin frá manni til manns. Á þessu hefir mjög borið hér í sýslu. Lausafé, sem er veðsett sjóðnum, hefir gengið kaupum og sölum milli manna, i og stjórn kreppulánasjóðs hefir leyft Pétri og Páli að kaupa hinar veðsettu skepnur og taka að sér hluta af kreppuláninu, sem æmar, kýrnar eða hrossin stóðu að veði fyrir, og það al- veg eins þó kaupandinn hafi verið einhleypur umrenningur, 1 og hafi strax að haustinu farg- að ánum í kaupstað, og eigi engar til að setja að veði þegar veturnæturnar koma. En þetta hefir orðið til þess að ærnar I hafa gengið kaupum og sölum I töluvert hærra, en ef átt hefði ! að borga þær strax. 1 Það er nefnilega töluvert ; annað að kaupa ær og mega ! borga þær á 40 árum eða að ! eiga að borga þær strax eða að haustinu. Með þessu hefir í vor verið skapað of hátt verð á ám í sýslunni, eða falsverð, ! og það hefir aftur gert mikinn skaða á margan hátt. í annari sýslu á landinu hefi ég frétt að þetta hafi líka átt sér stað, en í minna mæli en í Húnavatnssýslu. I Þetta er óhæfa, sem verður að stöðva. Það mun yfirleitt. hafa verið Jón Jónsson, sem hefir leyft þetta, enda munu allir þeir, sem fengið hafa þessi leyfi, telja sig flokks- menn hans. Væntanlega stöðvast þetta þá líka, þegar Jón Jónsson hættir að leggja sínar óhappahendur 1 að stjómarstörfunum, en því er bent á þetta nú, að dæmin, eins og þau, sem áttu sér stað hér í sýslu í vor, mega og eiga ekki að endurtaka sig, og um það þarf stjórn kreppulána- sjóðs og landsstjórn að sjá. Húnvetningur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.