Tíminn - 29.01.1936, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.01.1936, Blaðsíða 3
TIMINN 15 Kveinstafir íhaldsins íbæjarstjórn Reykjavikur Blöð íhaldsins hafa talið það sitt fyrsta og æðsta hlutverk, að skamma og níða Framsókn- arflokkinn fyrir fjármálastjórn ríkisins. Allur almenningur kannast við það orðbragð og röksemdafærslu (!), sem not- að er í skrifum þessum. Það eru aðallega þrjú slagorð, sem þar eru látin klingja dag eftir dag, viku eftir viku og mánuð eftir mánuð: Að núverandi ríkisstjórn leggi „drápsklyfjar‘f á lands- fólkið til að afla tekna í ríkis- sjóðinn. Að hún haldi uppi botnlausri og sívaxandi eyðslu á opinberu fé og þá aðallega til bitlinga handa „fégráðugum floklcs- mönnum“! Að hún sé að sökkva þjóðinni „dýpra og dýpra í skuldafen- ið“. öll þessi þrjú atriði eru ó- sönn. I tíð núverandi stjómar hafa „drápsklyfjamar“, þ. e. tekjur samanlagðar, sem inn- heimtar eru í ríkissjóðinn, sízt meiri en þær voru áður en þessi stjóm tók við. Stjómin hefir gert tilfærslu á sköttun- um, en ekki hækkað heildar- heildarupphæð þeirra. „Eyðsla" ríkissjóðsins er líka minni • en hún áður var, enda greiðslu- hallinn til muna lækkaður. Og skuldir ríkisins hafa ekki vax- ið á þessum tíma. En í umræðum um þetta mál hefir hvað eftir annað komið fyrir mjög eftirtektarvert at- riði. Iháldsflokknum hefir verið þrásinnis boðið upp á það, að gera reikningslegan samanburð á fjármálastjóm ríkisins og fjármálastjóm íhaldsflokksins sjálfs í bæjarstjóm Reykja- víkurbæjar. Ihaldsmönnum hefir verið bent á talandi tölur viðvíkjandi þeirra eigin fjármálastjórn í Reykjavík. Meðal annars þessar: 1. Síðan árið 1929 hafa út- svörin. í Reykjavík, „dráps- klyfjamar", sem íhaldið leggur á bæjarbúa, verið hækkuð um 120%. Þar á ofan hefir bæj- arstjómin tekið í bæjarsjóð síðustu árin álagningu á gas og rafmagni, þ. e. lagt nýjar „drápsklyfjar“ á notendur þess- ara lífsnauðsynja. 2. Síðan 1929 hafa skuldir bæjarsjóðs hækkað um 77%. 3. „Eyðsla“ Reykjavíkurbæj- ar hefir farið stöðugt vaxandi. Og bærinn greiðir embættis- mönnum mun hærri laun en ríkið og stofnanir þess fyrir sambærileg störf. Bæði formað- ur Vai'ðarfélagsins og formað- ur félags ungra íhaldsmanna hafa fengið ný launuð embætti hjá bænum! 4. Ef skattamir í ríkissjóð hefðu hækkað hlutfallslega jafnmikið og skattarnir til bæjarsjóðs Reykjavíkur síðan 1929, þá ætti gjaldaupphæð fjárlaganna að vera yfir 30 milljónir í stað 15(4 millj., sem nú er. Eru þetta rangar tölur? Þeirri spumingu hefir verið þrásinnis beint til íhaldsmanna á. þingi og blaða þeirra. Og enn á ný skal henni beint til ísafoldar. En viðhorf íhaldsm. hefir á- valt verið hið sama, þegar þess- ar tölur hafa verið nefndar. Þeir hafa ekki getað hrakið staðreyndimar með einu orði. Þeir hafa hrokkið í kút eins og komið væri við auman blett. Og þeir hafa lostið upp sárri emjan um það, að með því að nefna þessar tölur, væri verið að ofsækja Reykjavík og Reyk- víkinga! Hvað finnst háttvirtum kjós- endum bæjarstjómarmeirahlut- ans um þessa viðkvæmni full- trúa sinna fyrir saklausum tölustöfunum, sem teknir eru út úr þeirra eigin bæjarreikn- ingum? Finnst þeim ósanngjamt, að fjármálastjórn ríkisins sé met- in með hliðsjón af því, hvem- ig andstæðingar ríkisstjómar- innar stjóma, þar sem þeir hafa völdin? Finnst þeim það ofsókn gegn nokkru eða nokkrum, að birta reikningslegar niðurstöðutölur, sem ekki er hægt að mótmæla? íhaldið í bæjarstjóminni hæl- ir sér af því, að Reykjavíkur- bær eigi léttara með að inna greiðslur af hendi en ýms önn- ur bæjar- og sveitafélög lands- ins. En hvaða bæjar- eða sveitar- stjóm hefir sambærilega inöguleika við bæjarstjórn Reykjavíkur til þess að afla fjár til útgjalda sinna? Árið 1933 voru skattskyldar árstekjur í Reykjavík 785 kr. til jafnaðar á hvern íbúa og skuldlausar eignir 1915 kr. til jafnaðar á livem íbúa. En í öðrum kaupstöðum og kauptúnum, sem höfðu yfir 500 íbúa, voru skattskyldar tekjur aðeins 293 kr. á hvern íbúa og skattskyldar eignir aðeins 910 kr. á hvem íbúa. Og í sveitum og smákaup- túnum voru skattskyldar tekj- ur ekki nema 90 kr. á hvern í- búa og skattskyldar eignir búa til úr henni smjör og osta til útflutnings. Þau tvö ár, sem safnað hefir verið nákvæmum skýrslum um það kjöt, sem bændur framleiða til sölu, kem- ur það í ljós, að þessi kjöt- framleiðsla muni vera um 5000 tonn á ári. Eru þó þessi tvö ár líklega neðan við meðallag undanfarinna ára að því er snertir vænleika sláturfjár og skepnuhöld almennt á landinu. Svo sem kunnugt er, höfum við ekki leyfi til að selja nema 1100 tonn til Englands sem stendur, um 800 tonn í Noregi, og telja má möguleika til sölu á um 500—600 tonnum í Dan- mörku og Svíþjóð, eða alls möguleika til útflutnings á um það bil helmingi af því kjöti, sem framleitt er í landinu til sölu. Á meðan ekki tekst að afla rýmri markaða, verður þess vegna að selja um 2500 tonn í landinu. Fram hjá þess- ari staðreynd er ekki hægt að ganga fyrir þá, sem einhverja ábyrgðartilfinningu hafa, og þess vegna eru því takmörk sett, hve hátt verð er hægt að setja á kjötið á innlendum markaði, til þess að allt seljist ekki nema 580 kr. á hvern. Ætli bæjarstjórnarmeirihlut- inn í Reykjavík þurfi að vera ákaflega hreykinn í samanburð- inum við aðrar bæja og sveita- stjórnir, þegar þessi gífurlegi aðstöðumunur er athugaður? En staðreyndirnar tala. Menn, sem eru frakkir til á- rása á fjárstjórn ríkisins, geta sjálfir verið mestu glópar í fjármálum. Og bæjarfélagi, sem gott er að stjórna, getur eigi að síður verið illa stjómað. Þetta hvorttveggja hefir íhalds- flokkurinn sannað. innflutningur álíka mikill og í fyrra á sama tíma, er stafaði af því að þá voru þau leyfi, sem veitt höfðu verið á árinu 1934 látin gilda, og voru þau þvi notuð f.vrri hluta ársins. Nú er þetta afnumið. öll innflutn- ingsleyfi, sem veitt hafa verið á árinu 1935, féllu úr gildi við áramót, hafi þau ekki verið notuð. Þetta er sjálfsagður hlutur til þess að geta betur haft yfirlit yfir innflutnings- magn hvers árs. Frá og með j únímánuði hefir innflutning- ur stöðugt farið minnkandi, miðað við næsta ár á undan. Ýmsir örðugleikar eru þó á að takmarka vöruinnflutninginn, sérstaklega frá Spáni og Ítalíu. Sökum viðskipta vorra og samninga er ekki hægt að tak- marka innflutning frá þessum löndum, þar eð þau gera kröf- ur um, að við kaupum helzt jafnmikið af þeim og við selj- um þangað. Þá hefir verið mik- ill innflutningur á allskonar vélurn til iðnaðar, er erfitt hef- ir þótt að hindra á innflutning, þar eð gera verður ráð fyrir, að sá iðnaður, sem vélar þess- ar eru notaðar til, spari erlend- an gjaldeyri. Loks var óvenju- mikill innflutningur vegna mik- illar síldai'útgerðar. En þegar þau leyfi voru veitt, var búizt við mikilli sölu á síld, sem vit- anlega hefði orðið, ef veiðin hefði ekki brugðizt svo sem raun varð á. Þrátt fyrir þessa örðugleika, sem verið hafa á því að minnka innflutninginn og koma betra lagi á greiðslujöfnuð landsins, hefir innflutningurinn allt árið, samkvæmt skýrslu Hagstof- unnar, þó ekki orðið meiri en kr. 42.600.000, en allt árið í fyrra kr. 48.480.400, eða kr. 5.880.400 minna ep á fyrra ári. Ef dregin eru frá verðmæti þeirra vara, sem fluttar hafa verið inn vegna Sogsvirkj- unarinnar, sem rétt er ef sanngjarnan samanburð á að gera, þar sem þar er um óvenjulegan innflutning að i'æða og útlent lán tekið til þess, verður munurinn um 6.583.400 eða rúml. 61/2 millj. kr. lækkun á innflutningnum frá árinu áður. Þegar auk þessa er tekið tillit til, að vöru- verð hefir heldur hækkað á ár- inu, er minnkun innflutnings- ins meiri að magni til, en töl- urnar benda til. Þá má benda á, að hér er miðað við bráðabirgðatölur, bæði árin, en við endanlegt upp- gjör kemur fram, að bæði inn- og • útflutningur er meiri en bráðabyrgðaskýrslumar sýna. Má því gera ráð fyrir, að inn- flutningur sl. árs verði um 7 millj. kr. lægri en árið 1934. Samkvæmt skýrslu Hagstof- unnar hefir útflutningur allt árið numið kr. 48 millj. 881 þús., en árið 1934 44 millj. 761 þús. kr., eða 880 þús. kr. minni en árið 1934. En verzlunarjöfn- uður er þó hagstæður 1 ár, sem nemur kr. 1 millj. 984 þús., sé innflutningurinn til Sogsins dreginn frá, en hann var ó- hagstæður í fyrra, er nam *kr. 3 millj. 721 þús. Verzlunar- jöfnuðurinn er því samkv. bráðabirgðarskýrslunum, fimm millj. sjö liundruð og fimm þúsund krónum hagstæðari á síðastliðnu ári en árið 1934. Hvað er svo um greiðslujöfn- uðinn á þessu ári? íslenzka rík- ið, einstök félög og einstakling- ar hafa allmiklar skuldir í út- löndum og af skuldum þessum þarf árlega að greiða mikla vexti og afborganir, auk þess þarf að greiða fargjöld, trygg- ingar, umboðslaun o. m. fl. Þessi útgjöld, sem nefnast hin ósýnilegu útgjöld eru töluvert mikil. Samkv. þeim athugun- um, sem sænski hagfræðingur- inn dr. Lundberg gerði hér á þessu munu ósýnilegu greiðsl- urnar nema um 6—6V4 milj. kr. á ári. Reynsla undanfarinna ára hefir sýnt, að verð útfluttu varanna reynist við endanlegt uppgjör vera töluvert meira en þessar bráðabirgðaskýrslur sýna, bæði sökum þess, að lægra verð en það raunveru- mennsku og drengskap heldur en að hlýta forystu þeirra manna, sem ekkert sjá nema eymd og volæði framundan og virðast með ráðnum huga gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að draga kjarlc úr þjóð- inni með barlómi sínum og víli. Sem betur fer held ég, að bændastéttin sé yfirleitt ekki Jiað illa á vegi stödd í fjárhags- legum efnum, að ástæða sé að örvænta um afkomumöguleika hennar. Miðað við verzlunará- stand landbúnaðarins, það sem af er þessari öld, held ég, að það verði ekki hrakið, að þrjú síðastliðin ár hafi verið nálægt því að vera meðallagsár, hvað verzlunina snertir. Og engum vafa er það bundið, að kreppu- lijálpin hefir létt af mörgum bóndanum töluverðu fargi, þótt framkvæmd þeirra ráðstafana hafi raunar tekizt lakar en skyldi. Og þá er rétt að geta þess í þessu sambandi, að af rúmurn 7000 bændum, sem alls eru taldir vera í landinu, hafa ekki nema 2783 fengið kreppu- lán og skuldaeftirgjöf, og af þeim hafa 800 bændur greitt 80%, og þar yfir af skuldum sínum. standa sakir. En ég get vel lát- ið uppi þá skoðun mína nú, að ég tel handahófsbreytingar á gengi peninga yfirleitt var- hugaverðar, vegna truflana þeirra, sem þær valda í at- vinnulífinu. í því sambandi má líka minnast á, að þjóðfélagið hefir einnig nokkrar skyldur gagnvart sparifjáreigendum, sem margir hverjir eru fá- tækir menn, því að spariféð er þó aðalrekstursfé atvinnu- veganna, og bæri heldur að hvetja almenning til sparnaðar og' sparifjársöfnunar, heldur en að hræða menn með sífelldu tali í tíma og ótíma um geng- islækkun, sem beint verður til þess að ýta undir eyðslu og gera menn kærulausa um með- ferð peninganna. Gengislækkun til verðhækk- unar á afurðum er ekki nema augnabliksúrræði, því að vitan- lega dettur engum manni í hug að lækka stöðugt gengið til að ná einhverju settu marlti í verðkröfum, því að slíkum úr- ræðum yrðu í rauninni lítil takmörk sett. Þegar ég í haust skoraði á „Bændaflokksmenn" að benda á úrræði til að hækka kjötverðið upp í það, sem þeir teldu að það þyrfti að vera, þá bentu þeir ekki á neitt nema lækkun krónunnar. Til þess að ná verðinu, sem þeir fara fram á, fyrir kjötið, sem flutt var út frá haustkauptíð 1934 (kr. 1,27 fyrir kg.) hefði þurft að hækka verð á sterl- ingspundi úr kr. 22.15 upp í a. m. k. 39 krónur, því að verð það, sem útlendi freðkjötsmark- aðurinn gaf, voru 72 aurar fyr- ir kg. og enn lægra verð fékkst fyrir saltkjötið. Krónan hefði þá verið felld úr 50 gullaurum niður í 28 gullaura. Eins og ástandið er nú um markaðsmöguleika fyrir kjöt og mjólkurafurðir, held ég, að stórkostlegt gengisfall krón- unnar út af fyrir sig, væri nokkuð tvíeggjað fyrir bænda- stéttina í heild sinni. Öll mjólk- urframleiðsla bænda að lieita má, er seld á innlendum mark- aði og verður að seljast þar, ef viðunandi verð á að fást fyrir hana, því að verð mjólkuraf- urða á heimsmarkaðinum er svo lágt, að ekki er tilhugs- andi að ná því verði, sem menn telja hér viðunandi, með því að AtvinnuYegiF og fjármál 1935 Eftir Guðlaug Eósinkranz, hagíræðlng unnar hækkað frá 48,82 aurum í janúar í 49.10 í des. Bankavextir. Vextir hafa verið þeir sömu og í fyrra. Innlánsvextir beggja bankanna 4%, en útlánsvextir af venjulegum víxlum 6% hjá Landsbankanum, en 7% hjá Útvegsbankánum, af viðskipta- víxlum 51/2% hjá Landsbank- enum en 114% hærri hjá Út- vegsbankanum. Atvinnuleysi. Samkvæmt atvinnuleysis- skýrslunum hefir atvinnuleysi fyrri helming ársins verið tölu- vert meira en í fyrra en nokkru minna síðari hluta þess ársins. (Hér er eingöngu um. Reykja- vík að ræða). Atvinnuleysið hefir þó verið meira heldur en fram kemur á skýrslunum. Sér- staklega á það við um talning- una 1. ágúst. en þá var fjöldi manns á Siglufirði og öðrum síldarstöðvum norðanlands at- vinnulaust. Atvinnuleysi í Reykjavík hefir samkv. skýi'sl- unum 3 undanfarin ár verið sem hér segir; Niðurlag. Iðnaður. Iðnaður fer hér 1 vöxt með hverju ári, og í ár hafa iðn- fyrirtækin yfirleitt aukið fram- leiðslu sína allverulega. Hafa innflutningshöftin vitanlega átt sinn þátt í að efla þennan inn- lenda iðnað, þar eð mjög hefir verið takmarkaður innflutning- ur þeirra vörutegunda, sem liægt er að framleiða í land- inu. — Islenzka iðnaðinum, sem yfirleitt er á byrjunar- stigi, hefir þó í mörgu verið mjög ábótavant, bæði vegna þess hve fyrirtækin eru lítil og eins sökum skipulags- og kunn- áttuleysis. Nokxrar umbætur hafa þó á orðið upp á síðkastið. Á síðastl. ári hefir Klæða- verksm. Gefjun á Akureyri verið aukin og bætt og full- komin kambgarnsdúkagerð tek- ið þar til starfa, og getur verk- smiðjan nú unnið úr 700 kg. ullar á dag eða um 210 þús. kg. á ári. Er nú Gefjun lang- stærsta og fullkomnasta ullar- verksmiðja landsins. Þá hefir ný sútunarverlcsmiðja, sem S. I. S. lét reisa á Akureyri, tekið til starfa. Á árinu var byggð ný síldarverksmiðja, sem H.f. Djúpavík lét reisa á Reykjar- firði. Verksmiðjan getur unnið úr 2300 málum síldar á sólar- hring. Tók hún til starfa í júlímánuði. Gengi. Gengi íslenzku krónunnar hefir verið stöðugt allt árið. Gengi sterlingspundsins hefir verið fylgt og skráð í kr. 22.15. Miðað við gullgengi franska frankans hefir gullgildi krón- 1. febr. 1. maí 1. ág. 1. nóv. 623 268 226 569 544 190 390 719 599 432 252 510 U tanríkisverzlunin. Á árinu 1934 var verzlunar- jöfnuðurinn óhagstæður, ernam kr. 3.719.133, samkv. skýrslu Gjaldeyrisnefndar. Það var því ljóst, að nauðsynlegt væri að herða allmiltið á innflutn- ingshöftunum. Framan af því ári, sem nú er að líða, var þó þar, sem selja þarf. Allt öðru máli gegndi, ef hægt væri að flytja meginhluta landbúnaðar- afurðanna á erlendan markað og kæra sig þá ekkert um, hvort hægt yrði að nota þær að nokkru leyti í landinu. Þá gæti gengislækkun krónunnar kom- ið bændum að fullum notum. „Það er enginn búmaður, sem ekki kann að berja sér“, segir gamall málsháttur. Það lítur út fyrir, að „Bændaflokkurinn“ hafi valið sér þetta að einkunn- arorði. En í stað þess að berja sér út af sínu eigin ástandi, hefir hann tekið að sér það hlutverk að vera einskonar barlómsbumba fyrir bændur landsins. „Bændaflokkurinn“ er reyndar ekki einn um þenn- an barlóm. Hann þekkist og í öðrum flokkum. Kommúnistar berja sér fyrir verkamennina og heimta stórhækkað kaup og stóraukin fríðindi þeim til handa. Illa stæðir útgerðar- menn og aðþrengdir kaupmenn segja að allt sé að sökkva í eymd og volæði. Ástand þjóðarinnar í fjár- hagslegum efnum er nú vitan- lega hvergi nærri gott, og margvíslegir erfiðleikar sækja þjóðina heim. En þó verður maður að vona, að erfiðleik- arnir séu ekki meiri en það, að hægt sé að sigrast á þeirn. Og margt bendir á, að það muni takast. Það er bersýnilega tölu- vert mikill vilji hjá ráðandi mönnum í öllum stéttum, að snúa bökum saman og reyna að sigra erfiðleikana. Fiskút- flytjendur og útgerðarmenn yf- irleitt voru til skamms tíma trúaðir á blinda samkeppni og andvígir öllum samtökum. Þeir hafa þó breytt um hátterni og , tekið höndum saman til þess að j reyna að sigrast á örðugleik- 1 um sínum. Kaupmenn hafa til ! skamms tíma haft þá menn í fararbroddi, sem fjandsköpuð- ust á móti öllu aðhaldi um inn’- flutning, jafnt óþarfavarnings sem nauðsynja. Beztu menn í þeirra flokki virðast nú hafa tekið forystuna og hafa vilja til að gera sitt til að sigrast á örðugleikunum, einnig á þessu sviði. Og þetta álít ég vera ljósan vott þess, að þjóðin muni frekar taka það ráð, að berjast við örðugleikana með karl-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.