Tíminn - 18.03.1936, Blaðsíða 1
©jaíbbagi
6laftsin? ct 1. tiai
ötíöanöuiínii toatax 7 tt»
S^fgteifcsla
°9 tanfjelmta <i Cangaocg 10.
Gintf 2353 — Póot^óij ðOI
XX. firg.
Reykjavík, 18. marz 1936.
11. blað.
Harðindin
Vegna hinna óvenjulegu harð-
ihda, sem nú eru á Norður-
og Austurlandi, sneri Tíminn
sér til Páls Zophóníassonar og
bað hann að skýra frá hvað
gert hefði verið til að reyna að
tryggja bændum nægilegt fóð-
ur fyrir skepnur sínar, og
hvernig ástandið að öðru leyti
væri á harðindasvæðinu. Páll
hefir sent blaðinu eftirfarandi
greinargerð:
Ég vil fyrst benda á það að
á Alþingi 1934 var forðagæzlu-
lögunum breytt. Þá var meðal
annars sett í lögin ákvæði um
það að senda skyldi Búnaðar-
félagi Islands skýrslu um 'á-
setninginn í hverjum hreppi,
strax að aflokinni haustskoðun,
en hún á sem kunnugt er, að
fara svo snemma fram, að slát-
urtíð sé ekki lokið áður en
skoðuninni er lokið, og er það
gert svo hreppsnefndir hafi
rýmri hendur, til ráðstafana,
sem gera þarf til fóðurtrygg-
inga.
Á sama þingi var bannað að
flytja síldarmjöl úr landi nema
með leyfi ráðherra. Meiningin
fyrir þeim mönnum sem að
þessu Stóðu var sú að fá
strax að haustinu yfirlit yfir
hvernig ásetningur væri um
land allt, svo Búnaðarfél. Is-
lands gæti þá, ef ástæða væri
til, hlutast til um að ekki væri
leyft að selja allt síldarmjöl úr
landi, heldur halda eftir því
sem ætla mætti að þyrfti til
þess að ásetningur væri sæmi-
lega tryggur.
Búnaðarfélag Islands skrif-
aði svo eftir minni tillögu öll-
um fórðagæzlumönnum og
fcrýndi fyrir þeim að láta skoð-
un fara snemma fram, og
senda skýrslur um ásetninginn
strax að skoðun aflokinni. Jafn-
framt var þeim bent á, að síld-
armjöl væri nóg til í landinu,
en útflutningur á því mundi
verða leyfður úr því kæmi
fram í október. Stjómarráðið
lét svo gegnum útvarpið til-
kynna hvenær útflutningur á
síldarmjöli úr landi yrði leyfð-
ur, og brýndi þá fyrir mönnum
að panta síldarmjöl í tíma.
Enginn vafi er á því að þetta
varð til þess að bæði einstakl-
ingar og hreppsfélög fengu
sér fóðurbæti, og er mér það
vel kunnugt, því ekki fáir
snéru sér til mín, og útvegaði
ég þeim hann. Sumir á harð-
indasvæðinu töldu þörf fyrir
meiri fóðurbæti en menn þá
gátu greitt, og báðu mig að
reyna að hlutast til um að þeir
gætu fengið fóðurbæti á næstu
höfn, og tekið hann og greitt
smámsaman eftir því sem þeir
þyrftu á honum að halda. Um
þetta átti ég tal við ráðherr-
ana, og varð það að samkomu-
lagi að alstaðar þar sem menn
óskuðu eftir þessu, var sendur
til þeirra sá fóðurbætir, sem
þeir báðu um, og átti hann að
borgast smámsaman eftir því
sem hann væri tekinn. Á þenn-
an hátt voru t. d. 200 sekkir af
síldarmjöli settir á Unaós,
handa Hjaltastaðahreppi, en
þapgað hefir nú verið illmögu-
legt að koma fóðurbæti, og hef-
Frb. fi 3. siöu.
Láníaka
Skulda*
skilasjóðs
jVIbl. er nýskeð að reyna að
klóra í bakkann fyrir Ólaf
Thors í sambandi við frum-
hlaup hans á Alþingi út af lán-
töku Skuldaskilasjóðs vélbáta-
eigenda. Var þó flokksmaður
Ó. Th. (Jón ólafsson) búinn að
reka svo rækilega ofan í hann
vitleysuna, að sæmst hefði
verið fyrir Mbl. að þegja um
málið.
Samkvæmt þeim upplýsing-
um, sem gefnar hafa verið á
Alþingi, áttu olíufélögin inni-
standandi í bönkunum hér hátt
á fjórðu milljón króna, sem
ekki hafði verið yfirfært sök-
um skorts á erlendum gjald-
eyri. En gjaldeyrisskortur
bankanna stafar m. a. af því,
að Spánverjar og Italir hafa
ekki getað yfirfært hingað
jafnóðum andvirði þess fiskj-
ar, er þangað hefir verið seld-
ur.
Svo framarlega sem olíuinn-
flutningur til landsins átti að
geta haldið áfram, var óhjá-
kvæmilegt að yfirfæra ein-
livem verulegan hluta af þess-
ari stóru innstæðu. Stjóm
Skuldaskilasjððs hefir nú með
því að taka lánið á þennan hátt
gert sama og að yfirfæra V/2
millj. kr. af innstæðunni.
Skuldaskilasjóður þurfti að
taka lánið hvort eð var. Og
fyrir hann var nákvæmlega
sama hvort hann tók lánið er-
lendis í enskum pundum, sem
svo var breytt í krónur hér,
eða tók lánið 1 ísl. krónum, og
lofaði ag greiða það í pundum.
Erlendu lánin eru jafnan tekin
og greidd í mynt þess lands,
sem lánið veitir. 1 báðum tilfell-
unum varð Skuldaskilasjóður
endanlega að greiða lánið í
pundum.
Ef sjóðurinn hefði tekið þessa
IV2 millj. kr. að láni í Eng-
landi, má segja að bankamir
hefðu með þeirri lántöku feng-
ið sem því svaraði af erlendum
gjaldeyri inn í landið. En það
hefði komið nákvæmlega í
sama stað niður, vegna þess, að
chjákvæmilegt hefði verið að
verja einmitt þeim erlenda
gjaldeyri til þess að yfirfæra
þá sömu 11/2 millj. kr. inni-
stæðu olíufélaganna, sem sjóð-
urinn hefir tekið að láni. Því
að af öllum innflytjendurp áttu
olíufélögin langsamlega mest
óyfirfært og því fyrstu kröfu
til yfirfærslu.
Það er vitanlega hin mesta
firra, að þetta lán hafi verið
tekið fyrir olíufélögin. Það er
tekið vegna þess að Skulda-
skilasjóð vantaði féð og varð
að fá það einhversstaðar. Og
það var auðvitað mjög vel ráð-
ið, að leysa um leið þessi yfir-
færsluvandræði fyrir bankana,
úr því að það var hægt með
því að framkvæma lántökuna
á þennan hátt.
Þess skal getið, að lánið er
tekið til 15 ára. Félögin hafa
þannig bundið þessa upphæð til
langs tíma í atvinnurekstri
iandsmanna.
A víðavangi
Afurðasölulögin.
Það hefir verið sannað með
tölum svo að ekki verður með
rökum hrakið, að bændastétt
landsins hafi grætt um 600
þús. kr. á kjötlögunum á fyrsta
ári, þótt ekki sé tekið tillit til
þess verðfalls, sem orðið hefði
á innlenda markaðinum, ef
kjötlögin hefðu ekki komið.
Þetta samsvarar sem næst tíu
dilka viðbótarinnleggi hjá
hverjum bónda á öllu landinu.
Um þetta þegir íhaldið og vara-
lið þess, rétt eins og það skipti
engu máli fyrir bændur! — Nú
er líka að koma í ljós fyrsta
árs árangur af mjóllcurlögun-
um. Á aðalfundi Flóabúsins
sýndi það sig, að Samsalan hef-
ii fært bændum í Árness- og
Rangárvallasýslu nál. 100 kr.
hagnað fyrir hverja meðalkú.
Jafnframt hefir þó framleið-
endum í nærsveitum Reykja-
víkur verið tryggt rúmlega það
tiltölulega háa verð, er þeir áð-
ur fengu og algerlega skilvís og
affallalaus greiðsla tvisvar í
mánuði í staðinn fyrir, að þeir
áttu áður undir högg að sækja
með það, hvemig og hvenær
andvirði mjólkurinnar inn-
heimtist. Skyrgerð búanna hef-
ir verið bætt stórkostlega.
Mjólkurstríðinu, sem var yfir-
vofandi, og hefði getað ger-
eyðilagt afkomu mörg hundruð
heimila, hefir verið afstýrt. En
um þetta þegir íhaldið. Því
finnst það ekki einu sinni
ómaksins vert, að minnast á
mjólkurhækkuriina austanfjalls
í blöðum sínum. Það eitt, sem
miður fer, þykir íhaldinu frá-
sagnarvert.
Fjármálavit Jóns í Dal.
Jón í Dal var formaður í
nefnd, sem hafði með höndum
undirbúning 0g byggingu raf-
veitunnar á Blönduósi. Þessi
rafveita var áætluð 120 þús. kr.
En undir forsjón Jóns í Dal er
hún nú komin nokkuð yfir 200
þús. kr. Af þessari byrði legst
þriðjungur á Blönduóskauptún,
þriðjungur á sýslusjóð og þriðj-
ungur á samvinnufélag bænda
í sýslunni. Framkvæmd þessa
verks er að ýmsu leyti einstök
í sinni röð. En nú er eftir að
sjá, hvernig Jóni tekst að láta
héraðið bera byrðarnar, sem
forsjón hans hefir lagt því á
herðar.
Aðalfundur
Landsbankanefndar,
var settur í Reykjavík 16.
þ. m. Til þessa fundar var boð-
að af Halldóri Stefánssyni, sem
hefir verið forseti nefndarinn-
ar. En Halldór og Jón í Dal og
þrír menn aðrir áttu raunar að
vera gengnir úr nefndinni áður
en þessi fundur væri haldinn,
en menn nýkjörnir af Alþingi
að koma í þeirra stað. Og dag-
inn, sem nefndarfundur skyldi
haldast, kaus Alþingi þessa
menn, en þeir félagar munu
hafa haídið, að þessa yrði ekki
gætt. En. þar með var horfinn
sá meirihluti, sem íhaldið og
varaliðið hafði haft í nefndinni.
Kaus nefndin nú. Ingólf í Fjósa-
tungu fyrir forseta í stað Hall-
dóra. — Þeir Halldór og Jón
mættu á fundinum, auk hinna
löglegu fulltrúa og ætluðu sér
að neyta atkvæðisréttar. Var
þeim skýrt frá því, að umboð
þeirra væri niður fallið, en þeir
trássuðust við og það svo, að
jafnvel Ólafi Thors ofbauð.
Loks tóku Jón og Halldór höf-
uðföt sín og hurfu af fundi og
er þar með að fullu lokið um-
boði því, sem þessir menn höfðu
á sínum tíma hlotið frá Fram-
sóknarflokknum. En þeir menn
sumir, sem þarna virtu fyrir
sér baksvip Jóns í Dal, er hann
varð að hrökklast af fundi
þessum, sáu fyrir sér tvær aðr-
ar slíkar myndir, en það var
þegar Jón gekk í síðasta sinn af
flokksfundi Framsóknai’manna
og einnig þegar hann gekk burt
af Landsfundi bænda, er hann
hafði sjálfur stofnað til, og eft-
ir að hafa orðið að lúta þar í
lægra haldi í öllum atriðum.
Fulltrúaráðsfundur
Landssambands ísl. bænda
hefir staðið yfir hér í bænum
undanfarið og var lokið í fyrra-
kvöld. Þessir stjórnarnefndar-
og fulitrúaráðsmenn voru
mættir; ólafur Bjamason
Brautarholti (formaður), Bjöm
Konráðsson Vífilsstöðum, Haf-
steinn Pétursson Gunnsteins-
stöðum, Jón Hannesson Deild-
artungu, Gestur Andrésson
Hálsi, Guðmundur Jónsson
Hvítárbakka, Pétur Siggeirs-
son Oddsstöðum, Amór Sigur-
jónsson Hjalla, Sigurður Jóns-
son Stafafelli, Guðjón Jónsson
Ási, Gísli Jónsson Stóru-Reykj-
um, Jón Jónsson Hofi, Runólf-
ur Björnsson Komsá og Kol-
beinn Högnason Kollafirði. —
Tók fundurinn til meðferðar
ýms mál, er landssambandið og
bændastéttina varða og verður
nánar skýrt frá þeim síðar.
Stækkun bæjarlögreglunnar
í Reykjavík.
Hermann Jónasson dóms-
málaráðherra hefir 10. þ. m.
ritað bæjarstjórn Reykjavíkur
bréf, þar sem óskað er eftir
tillögum hennar viðvíkjandi
fjölgun lögregluþjóna í bænum.
En samkvæmt lögunum um lög-
reglumenn, sem Framsóknar-
flokkurinn kom fram á Alþingi
1933, getur dómsmálaráðherra
„að fengnum tillögum bæjar-
stjómar“ fyrirskipað bænum
að fjölga lögregluþjónum upp í
tvo fyrir hverja þúsund íbúa
eða úr rúml. 40, sem nú eru,
upp í 68. Þessi lög hafa ekki
verið framkvæmd, en Magnús
Guðmundsson braut þau með
því að borga bænum framlag
úr ríkissjóði áður en tilskyldu
lágmarki um tölu lögregluþjóna
var fullnægt og ennfremuFmeð
því að stofna til varalögreglu
án þess að auka fyrst fasta-
lögregluna eins og tilskilið er.
Dómsmálaráðherra hefir á sl.
ári látið breyta gömlu húsi,
sem ríkið á, í lögreglustöð, sem
rniðuð er við fjölgun, og er þá
ekkert því til fyrirstöðu að
auka lögregluna svo að viðun-
andi megi heita fyrir öryggi
bæjai’ins, enda veitir ekki af,
þegar óaldarlýður eins og naz-
ist.ar, er farinn að láta dólgs-
lega, svo sern dæxni sýna nú ný-
Séra Stefán Björnsson.
próíastur á Eskifirði átti sex-
tugsafmæli 14. þ. m. Hánn út-
skrifaðist af Prestaskólanum
1903. Árið eftir fór hann til
Vesturheims og gerðist rit-
stjóri „Lögbergs“ og' var það
i 10 ár, eða til ársins 1914, að
hann fluttist heim til íslands.
Skömmu síðar varð hann frí-
kirkjuprestur á Fáskrúðsfirði
cg því næst þjóðkirkjuprestur,
að Hólmum í Reyðarfirði þangað
til árið 1931, að bústaðurinn
var fluttur frá Hólmum til
Eskifjarðar. Sr. Stefán tók við
prófastsstörfum í Suður-Múla-
prófastsdæmi eftir séra Jón
Guðmundsson á Nesi.
Síra Stefán er kvæntur Helgu
Jónsdóttur frá Rauðsey á
Breiðafirði.
Séra Stefán er maður mjög
ritfær og ágætur ræðumaður,.
enda þurfti á hvorutveggju að
halda við störf sín. Frjálslynd-
ur er hann í skoðunum og víð-
sýnn. Munu þeir mörgu, sem
séra Stefán hefir umgengist og
kynnst, hugsa hlýtt til hans á
þessum tímamótum og óska
honum farsældar. E. J.
skeð. En tveir lögreglumenn
fyrir þúsund íbúa er hinn
venjulegi lögreglustyrkur í bæj-
um á Norðurlöndum.
„Refsiaðgerðanefndin“.
Þeir sem lítið þekkja Ólaf
Thors, trúa því tæplega, hvað
cflátungsháttur hans getur á
stundum verið barnalegur. í
eigin ímyndun er hann eitt-
kvað áþekkur Roosevelt Banda-
ríkjaforseta, Hitler, Anthony
Eden, Mussolini og Abessiníu-
keisara. Hann reynir að leika
þessa menn sitt á hvað, eftir
því sem honum finnst við eiga.
Á Brúarlandi var haldinn
fundur um mjólkurmálið. Ólaf-
ur fékk því til vegar komið, að
kosin var 18 manna nefnd til
að gera hvað sem henni sýndist
fyrir mjólkurframleiðendur í
nágrenni Reykjavíkur. En
hversvegna 18? Á fundinum
færði hann engin rök fyrir
þessari tölu nefndarmanna, en
svo sem kunnugt er, þykir
jafnan hentara að tala nefnd-
armanna standi á stöku.
Þessa stundina hefir ólafur
áreiðanlega verið að stæla
Þjóðabandalagið, verið einskon-
ar Anthony Eden, en frumleik-
inn ekki meiri en það, að tala
nefndarmanna varð sú sama og
hjá Þjóðabandalaginu, þegar
það kaus sína refsinefnd.
Nú er eftir að vita hvort
refsinefnd Ólafs verður harð-
Uían úv heimi
Ungur íslendingur, sem
stundar búfræðinám í Dan-
mörku, ritar Tímanum m. a.
um nýbýlamálið danska:
Með lögum 24. marz 1899
byrjaði danska ríkið að styrkja
stofnun smábýla (Husmands-
brug) með fjárframlögum. En
býlin voru þá ákveðin svo smá,
(1—4 ha.) að ábúendurnir gátu
ekki framfleytt fjölskyldu sinni
nema með því að stunda vinnu
hjá stórbændum jafnframt bú-
skapnum. Ríkið veitti allt að
3600 kr. lán til hvers býlis, en
ábúandi (húsmaður) átti að
leggja 400 kr. (1/10) ham á
móti. Árlega mátti verja allt að
2 milj. kr. frá ríkinu í þessu
skyni. Renta og afborgun var
3—4%.
Árið 1919 komst nýr skriður
á nýbýlamálið með nýrri lög-
gjöf. Þá var ákveðið að skipta
opinberum jörðum niður í smá-
býli þar á meðal prestsetrun-
um, jafnóðum og þau losnuðu.
Hvert býli skyldi fá 7 hektara
lands. Ábúendur þurftu ekkert
að leggja til af landverði en áttu
að greiða landleigu 41/2% af
virðingarverði. Ríkið veitti
6000 kr. (seinna 12 þúsund)
lán til bygginga á býli með
41/2% vöxtum og afborgunar-
laust fyrstu þrjú árin. Enn-
fremur var þá ákveðið að veita
viðbótarlán til eldri nýbýla.
Árið 1933 var danska nýbýla-
löggjöfin tekin til nýrrar end-
urskoðunar, þá var m. a. ákveð-
ið, að landbúnaðarráðherra
mætti á árunum 1933—36 verja
allt að 7 milj. kr. til að kaupa
land undir smábýli. Ennfrem-
ur var þá ákveðið, að ábúend-
urnir mættu velja um að greiða
eíns og fyr 41/2% leigu af virð-
ingarverði landsins eða greiða
leiguna eftir gangverði á
smjöri, fleski og byggi. Var þá
leiguupphæðinni breytt í þessar
afurðir, miðað við meðalverð
þeirra á árunum 1926—1930.
Afborganir og vextir bygging-
arlánanna voru þá einnig um-
reiknaðir í afurðir á sama hátt.
En greiðslur þessar í afurðum
áttu síðan að hækka og lækka
í hlutfalli við virðingarverð
jarðanna og vaxtakjör í land-
inu, þó ekki um meira en 50%
frá því, sem var 1933. Hypotek-
banken og Jordfonden greiða
fyrst um sinn þann halla, sem
á þessum breytingum kann að
verða.
Samtals hafa á 34 árum
(1900—1933) verið veitt lán ti\
stofnunar 15553 nýbýla, að
upphæð 141 milj. 172 þús. kr.
Á nál. 11 þús. þessara býla
hafa síðar verið veitt viðbótar-
lán, sem nema nál. 19 milj. kr.
— eða alls um 160 miljónir
króna (um 10 þús. til jafnaðar
á býli).
skeyttari í mjólkinni en Þjóða-
bandalagsnefndin í olíunni.
Líklega skiftir Ólafur um
hlutverk fljótlega og tekur upp
orðfæri og tilburði Hitlers. í
því hlutverki nýtur hann sín
oft miklu skár.
Fundarmaður.