Tíminn - 18.03.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.03.1936, Blaðsíða 2
42 TlMINN Á rekafjörum íhaldsíns IX. Æfintýrið í hinni íslenzku Klondyke. Tvær staðreyndir vekja sér- staka athygli, þegar litið er yf- ir athafnasögu íhaldsins í land- inu síðustu áratugina. — Eng- um flokki hefir gefizt slíkt færi á, að láta til sín taka um almennar menningarframfarir og enginn flokkur hefir verið jafn tómlátur um almenn kjör og hatramlega mótfallinn hverju því máli, sem hefir mið- að tií þess, að aúka hagsæld og þroska alþýðu manna á Is- landi. Þegar þjóðin skiptist í nýja flokka um og eftir aldamótin, ganga að vísu margir dugandi menn í hina breiðu fylkingu í- haldsins í landinu. En lunderni flokksmannanna og háttsemi í atvinnumálum og dagfari mót- a«t af lífsstefnu einstaklings- hyggjunnar, sem heldur því fram, að þá sé bezt fyrir séð raálum þjóðanna, er fáir, sterk- ir einstaklingar gerast forsjá- endur fólksins um atvinnu- brögð þess, lífskjör og tíman- legt ráð. Þegar miðað er við íslenzkar ástæður, verða það óhemjulega miklir fjármunir, sem settir eru í veltu atvinnubyltingar- innar við sjóinn á fyrstu tveim áratugum aldarinnar. Á þessu tímabili berast og á land stór- kostleg auðæfi úr djúpi hafs- ins, sem er varið til mikilla en mjög einhliða þjóðframkvæmda á ströndum landsins. Peninga- búðimar eru opnaðar upp á gátt, þegar stórútgerðarmenn og stórkaupmenn drepa þar á dyr. Svo blind og ofsafengin verður trúin á gróðabrallið, að stórskuldir útgerðarmanna og vonimar í tilstofnun nýrra kaupsýslubi'agða verða væn- legri trygging til lántöku held- ur.en jarðir í sveit. Tugir þús- unda, hundruð þúsunda, millj- ónir eru. láhaðar út á hreysti- yrði og gróðafas hinna nýríku manna, án þess krafizt sé frek- ari tryggingar. öfgar styrjald- argróðans blása byr í seglin, unz . mælir fjárbrallssyndanna er fullur og Islandsbanki siglir i sti’and árið 1921. Nú segja íhaldsmenn og að vísu með réttu: Lítið yfir það, sem gerzt hefir á þessum ár- um! Hefir ekki mikill hluti þjóðarinnar reist sér nýja byggð við sjóinn, Reykjavík vaxið úr smáþorpi í stórborg, miðað við fólkstölu í landinu og þjóðin byggt upp nýjar at- vinnugreinir. Allt er þetta rétt. En íhaldsmönnum sézt yfir vei’uleg ati’iði í þessu örlaga- ríka æfintýri þjóðai’innar. Þeim sézt yfir það, að á þessum ár- um lánaði þjóðin framtíðinni 30—40 milljónir króna, sem bankarnir hafa orðið að gefa eftir og tapað hreinlega af stórathafnaskuldum gróða- brallsáranna, og sem næstu kynslóðir verða að endurgreiða í okurvöxtum og þungbærum ríkisskuldum. Þeiní sézt yfir það, að meðan fjárbrallsmenn- ina svimaði í gullæði upp- gangsáranna, mátti telja, að stofnað væri til fullra fjörráða við sveitir landsins, svo að nærri lét, að þeim blæddi til ó- lífis. Þeim sézt yfir það, að eftir allan fjárausturinn, yfir- lætið og gróðabröltið, stóð ný- byggðin við sjóinn á samskon- ar og engu tryggari grunni, en veiðivonir og markaðsgengi stórútgerðarinnai’, en hvort- tveggja hefir reynzt hverfult og viðsjárvert. Þeim sézt yfir orsakir þess, að útgerðarflot- inn hefir smámsaman breytzt í „ryðkláfa“ og „fúaduggur“ samkvæmt umsögn helztamáls- svara stórútgerðarmanna, af því að sukk og áhætta var meira metin en tryggingar og endurnýjun veiðiflotans. Og þeir loka augunum gagnvart þeii'ri staði’eynd, að á meðan gróðaæðið og fjársukkið í hinni nýríku Klondyke íslenzkrar stórútgerðar yfirsteig getspeki óbrjálaðrar ímyndunar, lágu vanhirt og svívirt öll þau mál- efni þjóðarinnar, sem miða til raunverulegrar og varanlegrar farsældar hennar og almenn- ingsþroska. Ég skal nú leyfa mér að ganga nokkru nær inn á þær furðulegu spurningar, sem rísa upp, þegar litið er yfir umráða- sögu íhaldsins í atvinnumálum og þjóðmálum yfirleitt. Hvem- ig var fé því, sem þessir menn fengu á milli handa, varið í raun og veru ? Öskaböm banka- vinsældanna notuðu verulegan hluta þess fjár, sem átti að verja til atvinnurekstrar, til þess að byggja fyrir það íbúð- ai*-skrauthýsi, gefa út blöð, lifa í hinu fáránlegasta eyðslu- sukki utanlands og innan. Þeim mönnum, sem síðar rannsaka sögu landsins, mun verða starsýnt á blaðakost í- haldsins á þessu tímabili. Það verður ljóst, að hann er eins- konar órækt tákn þeirrar veikl- unar, sem leynist undir yfir- borði mikillætisins í fari þess- ara ára. Aldrei hafa verið gef- in út þvílík kynstur af prent- uðu máli til jafnlítilla nytja og gersneytt raunverulegu inni- haldi. Aldi-ei hefir viðgengist á íslandi jafn nauðsynjalaus og grátbrosleg húsdýraþrælkun, eins og erfiðismunir hinna hug- kvæmdasnauðu og lítt gáfuðu íhaldsritstjóra annarsvegar og póstflutningur drápsklyfja af ónýtum pappí r yfir fimindi landsins hinsvegar. X. I Gósenlandi einstaklings- hyggjunnar. Lítum þessu næst á Reykja- vík. Hun er í senn vottur glæsilegrar auðsóknar á djúp- miðin, einkahyggju og yfirlætis þeii’ra manna, sem þar hafa verið að verki, tómlætis þeirra um almenna hagsæld og menn- ingu, óframsýni þeirra um skipulag borgarinnar, prýði hennar og sjálfstæði. Reykja- vík er stærsta átak nýbyggð- ai’innar við sjóinn. Hún er jafn-. framt höfuðvígi íhaldsins í landinu. Vaxtartími borgarinn- ar voru veltiár í atvinnulífinu við sjóinn. Gafst því ríkulegt tækifæri til þess að greypa í svip borgarinnar þakldæti og ræktarsemi þeirrar kynslóð- ar, sem bjó við örlæti náttúru- gæðanna og ótakmarkaðan stuðning fésýsluvaldsins í land- inu. En hvað skeður? Allur svipur borgarirínar og ástæður hennar eru órækasti vottur um hugarfar, sjónamxið og lífs- stefnu auðhyggjumannanna. Borgin er yfirbyggð af húsum, meira og minna vönduðum hús- um einstakra manna. Forráða- menn hennar hafa selt nálega allar lóðir hennar og lendur. Hún á ekkert ráðhús, engan æskulýðsskóla, ekkert leikhús eða samkomuhús, ekkert sjúki’ahús, ófullriægjándi vatns- -veitu, ófullnægjandi rafveitu, enga leikvelli handa börnum, enga íþróttaskála, lélegan í- þróttavöll, engar skíðabrautir, engan baðstað við sjóinn, sund- laug, byggða fyrir tugum ára síðan, langt frá aðalbænum, ó- þrifalega, minni en nálega all- ar sundlaugar, sem síðan hafa verið byggðar á landinu og mest til minnkunar af öllu, sem bænum er eignað, ófullgerða sundhöll, sem ríkið hefir að mestu troðið upp á bæinn, en sem hann hefir látið standa ó- notaða árum saman og sem strákamir í bænum fundu að stóð þarna til spotts og spés og gerðu að skotmarki sínu í margra ára steinkasti. Af öllu hörmulegu, sem hér hefir verið talið, er þó gatna- skipun og gatnagerð bæjarins hörmulegust. Götumar em þröngar og flestar svo illa gerð- ar, þótt steínlagðar eigi að heita, að þær þarfnast við- gerðar næstum árlega. Bif- reiðatorg eru í raun og vem engin, því síður markaðstorg. Og Austurvöllur er svo inni- klernmdur, að hann getur ekki komið áð liði sem torg, nema veruleg breyting sé gerð á gatnaslcipun í sambandi við hann. Það mun hafa verið snemma á uppvaxtartímabili Reykja- víkur, að tekizt var á um það í bæjarstjóminni hversu breið- ur Skólavörðustígurinn skyldi vera. I bæjarstjórninni áttu þá sæti menn með nægilega víð- sýrii, til þess að sjá, að bærinn mundi halda áfram að vaxa eft- ir þeirra dag. Eftir hörð átök, urðu þær málalylctir, að breikk- unaimennirnir báru sigur úr býtum. Þá varð minnihlutan- um, sem áleit að veröldin myndi stánza, þegar hann hætti að" Vera til, svo mikið um, að hann vildi ekki taka þátt í ver- aldarstjóminni og sagði af sér! Síðan hefir verið gerð aðeins ein gata breiðari en Skóla- vörðustígurinn. Og þegar haft er í huga þetta lofsverða dæmi frá löngu liðnum árum, má það vissulega teljast til hinna lök- ustu æfintýra, að þeir menn, sem réðu málefnum bæjarins á hi'aðstígasta þróunarskeiði hans, skyldu meta meii’a stund- arhagsmuni sjálfra sín en alla fx-amtíð þjóðarinnar og höfuð- borgar hennar. Jafnvel gerðust þau dæmi, að sjálfir oddvitar í- haldsmálstaðarins, sem höfðu átt kost á að sjá erlenda menn- ingarbæi, gerðust ásælnir við vegastæði bæjarins í eigin- hagsmunaskyni. Þannig hefir Reykjavík, höf- uðborg landsins og sem átti að verða prýði þess, hlotið í ytri svip sínum og kjömm, sum auðkenni gullgraftrarbæjanna, sem vaxa of fljótt og eiga sér umhyggju þeirra manna, sem koma aðvífandi, græða fljótt, lifa við ofrausn og em síðan hoi’fnir á bak og burt, þegar framtíðin kemur með spurn- ingar sínar og krefst reiknings- skapar. XI. Litið yfir sviðið. Þegar litið er á vanrækslu í- haldsmanna um allt það, sem hefir varðað gengi Reykjavík- ur, fegurð borgarinnar, uppeldi barna hennar, íþróttir, skóla og allt það, er horfði til almennr- ar menningar, þarf ekki nema litla getspeki, til þess að gera sér í hugarlund viðhorf þeirra til almennra lífskjara þjóðar- innar, menningarmála hennar og allsherjarviðreisnar í land- inu. Helztu forvígismenn í- haldsins í atvinnusókninni við sjóinn og viðskiptakapphlaup- inu einbeittu kröftum sínum og huga til gróðabragðanna og þess munaðarlifnaðar, sem á- valt er samfara mikilli fjár- veltu, örum viðskiptum og at- hafnalífi. Þess vegna er það, að er íhaldsmenn og þjóðin öll vaknar af draumi árið 1921 eft- ir martröð styrjaldarö|ganna og lítur yfir sviðið, blasir. við í slóð íhaldsins hin ferlegasta auðn í öllum áttum hinnar al- mennu menningarviðreisnar í landinu. Hin vantryggðu gróða- fyrirtæki við sjóinn taka að hrynja, landbúnaðurinn hefir goldið stórkostlegt afhroð i straumi fólks og fjármuna til sjávar, ekkert verulegt átak hefir verið gert til saipgöngu- bóta síðan Hannes Hafsteln lét byggja símann. Jarðræktin heldur áfram sínuiri gamla seinagangi, alþýðufræðsla er af íhaldinu álitin viðsjárverð fyr- ir almenna rósemi og nægju- semi. I stuttu máli: Landið liggur enn í rústum og þjóðin vanrækt utan við veggi skraut- hýsa hinna fáu atvinnuforkólfa við sjóinn, þar sem ríkuleg húsgögn og viðhafnarbúin veizluborð urðu sumum þeirra endanlegt takmark hinnar tím- anlegu eftirsóknar. Við hrunið 1921 verða straumhvörf í landsmálabar- áttunni. Framsóknai*flokkur- inn er þá tekinn að öðlast all- mikið bolmagn og gefur út á- hrifamestu blöðin í landinu. Verkalýðurinn heldur áfram skipulagsbundirini. vinnu • til sóknar gegn öfgum íhaldsins og kaldrifjuðum yfirráðum þess. um atvirinubrögð og lífs- kjör fólksins við sjóinn. Smám- saman birtir yfir málefnum umbótaflokkanna af skilningi þeirrar nauðsynjar að standa saman um viðreisn alþýðu manna í landinu, allsherjar um- bætur og menningu. Árið 1927 færir Framsóknarflokknum mikinn kosningasigur og um- bótaflokkarnir taka upp eins- konar málefnasamband í þing- inu. Þrátt fyrir djúpsettan á- greining um úrlausnir skipu- lagsmála eiga flokkamir sam- leið af því að þeir eiga sameig- inlegt takmark: — aukna hag- sæld og menningu almennings í landinu. xn. Viðreisnarstarf umbóta- flokkanna. Stjómarfarslegt og menning- arlegt viðreisnarstarf í land- inu síðan 1927 er miklu marg- þættara en svo, að það verði Hvep á nú að t IV.;. Þégar ég ritaði grein mína : nLyntigarður • og barlóms- bnmba“, benti ég á kröfur þær, sem sálufélagar Þ. Briem gera: að 'koma sveitabúskapnum á ríkið, láta aðra borga fastan tekjuhalla af starfsemi allra sveitaheimila á landinu. Ég benti á, að Sveinn á Egilsstöð- um væri einna háværastur og drýldnastur í þessum hóp, að hann hefði nýlega staðið að þessari kröfu á fundi, að hann væri hér í bænum, að blöð í- haldsins stæðu honum opin til að skýra þessa skoðun o. s. frv. Ég benti enúfremur á, að ef .vveinn á Egilsstöðum og nokkr- ir aðrir bændur á beztu jörðum landsins yrðu að gera atvinnu sína að stærsia tekjuhallafyr- irtæki landsins, þá mætti búast við að smábændumir á litlu jöiðunum, með þýfðu túnin, með blautu ongjarnar, og illa hýstu bæina, yrðu að koma með sérstaklega þungar kröfur á ríkissjóðinn. Ég benti á hina ágætu aðstöðu Sveins, hið prýðilega höfuðból Egilsstaði, sem hann tekur við af foreldr- um sínum, hin miklu framlög ríkisins, í umbætur á jörðinni, og loks hefðu vinir hans í kreppusjóði, Jón og Pétur, gef- ið honum í einu yfir 20 þús. kr. )rga fyrir Svein? af annara manna eign. Þessi gjöf er að vísu mikil, þegar litið er á aðstöðuna, en út af fyrir sig hefði ég ekki séð ástæðu til að gera hana að almennu umræðuefni, ef Sveinn hefði ekki gert framhaldskröfu um ríkissjóðsframfærslu, sem rnyndi eyðileggja þjóðfélagið, ef framkvæmd yrði. Ég bjóst við að Sveinn myndi svara að- almálinu, þeirri kröfu sem set- ur hann á bekk með grunnfær- ustu fáráðlingum kommúnista. En hann reynir ekki að verja kröfu sína um ríkisrekstur með einu orði. Hann gefst upp að svo komnu við hið alvarlega landsmál. I stað þess ræðst hann á mig með samanhrúg- uðum fúkyrðum. I grein hans er efni í að minnsta kosti 50 meiðyrðamál, sem hann væri viss að tapa með stórum f járút- látum. Ég mun þó hlífa honum við því. Mér þætti engin frægð í að láta dæma Svein í fésektir, sem gætu skift þúsundum króna. Ég ætla að nota Svein til annars. Hann á að vera til- raunamanneskja hinnar ný- fæddu barlómsbumbustefnu. I framkominni uppgjöf hans að tala af viti og rökum um eitt hið stærsta þjóðmál, sem hann þykist hafa vit á, er fólgið meira en persónulegur ósigur. Þar er fólgin hin óhjákvæmi- lega hrakför þeirrar stefnu, sem vill gera framleiðslulíf sveitabænda að ölmusufram- færi. Ég hefi nú þegar áunnið nokkuð í fyrstu umferð af því, sem ég vildi. Mbl. og Vísir hafa tekið Svein að sér. Sömu blöðin, sem fyr og síðar gera : allt til að spilla fyrir hinni eðlilegu hækkun á tekjum bænda af kjötskipulagi núver- andi stjórnar, taka Svein eins og sitt eigið bam. Þau vita að hann er nú leiksoppur í hendi í- haldsins eins og hinir æfintýra- mennimir, sem gerst hafa flugumenn með Þ. Br. og Jóni Jónssyni. I öðru lagi hefir Sveinn sýnt að hann trúir ekki á málstað sinn. Hann beitir engum rök- um.Ýmiskonar undarlegir skap- lestir brjótast fram í þess stað. flann er fullur af hatri, afbrýðisemi og niðurbældri vanmáttartilfinningu gagnvart mönnum, sem hann veit að njóta trausts og álits í landinu. í þessu niðurlægingarástandi játar hann á sig sviksamlega framkomu, alveg ótilneyddur, og án þess að honum væri bor- ið slíkt á brýn, en hin innri ólga og stjómleysi á skaps- munum hans veldur þessum ó- farnaði. Lesendur geta gizkað á, hvemig sá málstaður muni vera, þar sem þessi verður málsvömin: Fullkomin rökþrot í fyrsta leik, en í þess stað lagt fram efni í 50 meiðyrðamál og ómerkingardóma. Ýmsum mönnum finnst, að vonum, að lítið gagn muni vera að því að ræða gremju- og af- brýðiorð manns, sem ekki kann að stjóma geði sínu. En jafn- vel af þessu má hafa nokkurt gagn. Sveinn leggur reiðiyrði sín fram, sem gögn í stóru máli. Frá hans sjónarmiði og í orðbragði þeirra, sem standa enn neðar í stiganum en hann, er þessi viðvaningsháttur veru- legt atriði. Þegar stríðsþjóð beitir eiturgasi, verða að koma enn sterkari vamir og sókn á móti. Bardagaaðferð Sveins og þeirra, sem beita honum fyrir sig, hefir auk þess einn kost. Sveinn safnar saman í litlu rúmi meirihlutanum af þeim lygum og haturssögum um Framsóknarflokkinn og ein- staka flokksmenn, sem láglýð- ur spekulantanna dreifir stöð- ugt með munnlegum áróðri út um landið, þar sem það hyggur engan til varnar. Það er þess- vegna aukahagnaður við að láta Svein á Egilsstöðum ger- ast verjanda fyrir veiðibrellur spekulantanna, að fyrir hans ógætnisframkomu er hægt að taka á lofti og senda til föður- húsanna vænan hóp af eitur- örvum, sem stefnt er að Fram- sóknarmönnum. En þó að slíkar umræður séu nauðsynlegar, eins og and- stæðingar Framsóknarmanna haga bardagaaðferð sinni, þá má ekki blanda þeim saman við hin alvarlegu rök um annað eins stórmál og það hvort Þor- steini Briem hafi borið að leggja 4 milljónir úr ríkissjóði í lófa bænda haustið 1932, til að jafna þann halla.sem Sveinn og vinir hans telja, að þá hafi verið á búskapnum. Til að gera lesendum ljóst, hvaða hluti af greinum um ríkisrekstur á sveitabúskap, er beinlínis vegna þess efnis, sem Sveinn kallar rök, mun ég, eins og gagnvart kommúnistum, hafa aðra letur- tegund á því, sem snertir hans hugsjónamál. Mun ég taka lið- ina fyrir eins og þeir koma fyrir í grein hans í fylgiblaði Mbl. 1. Ég á að liafa óvirt Egilsstaða- lieimili. En í grein minni er rétti- lega tekið fram fegurð og ágæti jarðarinnar, hversu vel hinir prýði- legu foreldrar Sveins bjuggu i hag- inn og gerðu garðinn frægan. Svo mikil öfugmæli eru þetta, að eng- inn þeirra, sem ritar í blöð á ís- landi hefir svo mjög haldið fram Egilsstöðum og alveg réttilega lirósað foreldrum Sveins og nán- ustu vandamönnum, annar, sem komið hafa við opinber mál.Éghefi jafnvel aukið hróður lystigarðsins, neina það, hversu Sveinn aflaði fjár til hana. En lokasönnuninnJ um þá villu, sem Sveinn veður hér, vil ég, með tilliti til núvgr- andi aðstöðu hans, svara rpeð því að íhaldsmenn sögðu, þegar ég átti þátt i, að Egill bróðir Sveins varð héraðslæknir á Seyðisf., í trássi við læknafélögin, að mér gengi þar til ólióflegt fylgi við Egilsstaðafrænd-- ur. 2. Sveinn segir að ég hafi brugð- ið trygðum við h.ann, meðan hanri var í Framsóknarflokknum, notað til þess slæma menn o. s. frv. En hann færir engin rök fyrir sinu máli, ög tilfærir engin dæmi. Hér fer eins og í hinu fyrra dæmi, að Sveinn sér ekki sök sína. Hann hafði verið kaupfélagsmaður og Framsóknannaður eins og frænd- ur hans flestir. Nú er hann orðinn opinber fjandmaður kaupfélagsins, sem faðir hans stofnaði og bróðir hans stýrir, og þess flokks, sem allir þroskaðir samvinnumenn starfa í. Fyrstu missmiðin á ráði Sveins komu fram i kaupfélag- inu á Reyðarfirði. — Varð hann af þessu óvinsæll og einangraður í félaginu, en var um- borinn lengur en við mátti búast, vegna forfeðra og frænda, sem ver- ið höfðu máttarstóipar í öllu al mennu umbótastarfi á Héraði. Eng- an mann beitti Sveinn meiri rangsleitni á þessum árum, en þann samvinnuforkólf aústanlands, sem jafnan þykir éinna skjótastur óg styrkastur til stuðnings víð málefni; sem mega verða til bjarg- ar almenningi í fjórðungnum. Auk styrjaldar þeirrar er hann vakti í kaupfélaginú,.bjó hanh sig undjr að verða eftirmaður Sveins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.