Tíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 3
TIMINN 61 hirðanna borizt upp í heyið, og svo með því í kindina. Vegna þessa eiga húsin að vera vel þur — þó ekki mikið mylsnuð — og þannig um geng- in, að sem allra minnstar líkur séu til þess að óhreinindi ber- ist í jötuna. Vatnsbólin eru oft tilvalinn staður fyrir ormana að ná þeim þroska utan kindarinnar, er þeir þurfa til að verða færir um að smita féð aftur eða hefja hringrás sína á ný. Ihnibrynn- ingar eru afleitar og ættu að hverfa með öllu úr fjárhúsun- um. Að vísu mun mega hirða vatnsílátin svo að ekki komi að sök, en til þess þarf meiri hirðu og hreinlæti en almennt er. Þar sem vatn er borið í laus vatnsílát, þá á vatn ekki að standa í þeim nema meðan féð étur og milli gjafa. Þar á eftir á að tæma ílátin, hvolfa þeim út svo þau viðrist og þorni, og setja þau ekki aftur inn fyr en næsta dag. Með þessari hirð- ingu, og svo kalka þau t. d. einu sinni i viku, þá má 'fyrir- byggja að sýking stafi frá þeim. Þar sem ílátin eru föst, stevptir stokkar eða ker, brunnstokkar ofan á millispil- um eða fyrir garðahöfðum o. s. frv., þar er mikið verra að koma hreinsuninni við og inni- brynningin varhugaverðari. Sumstaðar má koma við þeirri breytingu að leggja leiðslur frá vatnsbólinu, og þar sem það er hægt, þá má koma því svo fyrir, að kindin inni hafi rennandi vatn tíma úr deginum. Séu ílát- in svo köjkuð annað slagið, þá npá 'vera að það sé hægt að fyr- irbyggja að þau verði ynging- arstaður fyrir ormana og smit- unarstía fyrir féð, en varlega skyldu menn treysta því, og heldur brynna fénu úti í renn- andi læk eða lind. Sumstaðar er vatnsbólið brunnur eða vatnspollur, sem ausið er upp úr fyrir féð í brunnstokka sem það drekkur úr. Við slík vatnsból þarf þess vel að gæta, að yfirborðsvatn renni ekki í vatnsbólið. Þessa er ekki gætt sem skildi, en hver getur skilið, að með vatni, sem rennur í vatnsbólið og ber með sér lambaspörð og saur, berst eða geta borizt ógrynni af lirfum, sem svo með drykkj- arvatninu fær beinan og greið- an farveg í kindina. Líkur tel ég til þess, að vatnsbólið sé oft aðalfarvegur- inn sem smitunin fer eftir inni i liúsunum, og þeim þurfi því að gefa sérstakt auga og veita sérstaka aðgæzlu. I þessu sambandi er vert að benda á það, að sauðkindinni er ekki eins mikil vatnsþörf og t. d. kúnni, og hún getur mjög lengi komizt af með t. d. snjó í stað vatns. Og þess eru dæmi, að fé hefir bara verið vatnað annan hvern dag og það þrifizt ágætlega. Þetta er ekki sagt til þess að menn fari að vatns- svelta féð, en til að benda á það, að margir munu gera óþarflega mikið úr vatnsþörf- inni. Gætið vel að smitunarfar- vegunum í húsunum, nemið þá burt. Hafið húsin þur og vatns- bólin góð ef í húsúm eru, en helzt úti í rennandi læk eða lind. Meðan sauðataðinu var brennt, var öllum lirfunum, sem frá fénu gengu að vetrinum, styttur aldur undir pottinum, og þá varð sýkingarhættan minni. Nú er taðið notað til á- burðar, og lirfunum því dreift um túnin. Vegna þessa á helzt ekki að gefa fé töðu af túni, sem sauðatað hefir verið borið á. Þessu er erfitt að koma við sumsjtaðar, þar sem t. d. eru beitarhús með túni í kring, og verður þá að reyna að gera lirfurnar í heyinu óskaðlegar. Nokkru getur bóndinn ráðið um það, hvar féð gengur og hvar það því sýkir frá sér hag- ana. Helzt ætti ekki að láta fé ganga á túnum eða engjum, þar sem hægt er að koma því við. Og aldrei ætti að láta van- metaormakindur vera á túnun- um að vorinu, eins og þó er gert allt of víða. Bezt væri ef landrými er nægilegt að hafa féð til skiptis í landinu, þannig að hálft landið hvíldist fyrir fjárbeit annað árið. Með því mundi sýkingarhættan af land- inu hverfa að mjög miklu leyti. Forðast á að láta fé hnapp- ast á litla bletti, t. d. við girð- ingar, þegar líður á vorið. Þarf þá að reka frá þeim, eða hleypa fénu úr þeim. Sömuleiðis skyldu menn varast að brenna smá bletti í landinu. Að vísu mun mega sótthreinsa landið með því að brenna það vel, en séu blett- irnir litlir, lenda þeir í örtröð að vorinu og smitást þá mjög aftur, og geta því orðið til þess sérstaklega að orsaka að fé smitist. Sé að hinu leytinu hægt að brenna stór svæði, og brenna þau svo vel, að jörðin brenni niður í mosann, þá er það lík- legt að með því megi sótt- hreinsa hagann, og sé ekki ástæða til þess að ætla, að féð vegna brunans verði miklu þéttara í honum að vorinu en ella, þá er rétt að ráða mönn- um til þess. Bæði Dungal og Ásgeir Ein- arsson hafa rannsakað hey og fundið í því lirfur. Þó hefir Ás- geir ekki fundið það í háarheyi og ekki í votheyi, né heyi, sem var ornað. Þessar rannsóknir erú þó ekki það margar, að draga megi af þeim fullnaðar- ályktanir, en líkur benda til að ormamir drepist, ef hitinn í heyinu fer upp í 50 til 55 gr. C. Þessar líkur styrkjast líka við þá reynslu manna að betra sé að fóðra fé af ornuðu heyi en grænu, þá sé því minna skitu- hætt og þá sé það hraustara. Því er það ráð fyrir þá, sem þurfa að gefa fé hey, >sem þeir hafa grun um að sé smitað, að láta hitna í þvl svo það bregði Sit eða verka það sem vothey. Þetta atriði ættu bændur vel að athuga. Vitanlega missir heyið nokkuð kraft við það, að í því hitni, en það getur samt borgað sig, ef fóðrunin fyrir það tekst betur. Þá er eftir að nefna það, sem mestu máli skiptir viðvíkjandi ormaveikinni, en það er mót- staða fjárins. Hún er ákaflegn misjöfn, og kemur það sumpart af meðferðinni og sumpart eft- ir eðli fjárins. Mörg dæmi sanna það víðs- vegar um landið, að misjöfn meðferð hefir orðið til þess, að að ormaveikin kom fram og gerði skaða. Vitanlega eru orm- arnir þá í fénu eins og falinn eldur, en gjósa upp þegar féð fær á sig misfellur í hirðing- unni. Þannig eru dæmi til þess að það, að fé lá úti í hríðar- veðri, varð orsök til þess að það fór að bera á lungnaormum, sem svo nokkuð af því drapst úr. Eins er dæmi um að hraður rekstur orsakaði það, að orma fór að verða vart í fénu. Sömu- leiðis að fé. sem varð kalt við böðun, fór að vanþrífast á eft- ir vegna orma, sem áður hafði ekki orðið vart við í því. Þann- ig er það oft að smá misfellur í meðferðinni verða frumorsök þess að ormarnir koma fram. Mótstaða fjárins hefir þá minnkað í bili og þeir náð yfir- höndinni. Þessa skyldu memi vel gæta. En svo er féð líka í eðli sínu mis móttækilegt fyrir orma, og til þess þarf að taka tillit við val liff járins. Sumar ær, og fé út af þeim er alltaf með skitu eða hlessing, þó aðrar fái hann aldrei. Þessu þarf bónd- inn að gefa gaum, og talca tillit til þess við val liflamba. En því er ver að það gera ekki allir. Þeir eru enn til og það ekki fáir, sem setja á að haustinu þau lömbin, sem þeim lízt bezt á, án þess að vita nokkuð undan hvaða ám og hrútum þau eru. Þetta má eng- inn gera. Með því er oft sett á undan vanmeta ánum. Þeim er mismunað að vetrinum, þær eiga stundum vegna þessa vænni lömb en hinar og s.vo eru þau valin til lífsins að haust- inu. Með þessu á bóndinn nokk- urnveginn víst að fá vanmeta- ær að glíma við þegar þessi líimb koma upp. Veljið því lif- lömbin eftii' ætterninu sam- hliða útlitinu. Sumum finnst kannske að það sem hér sé sagt, hafi ekki mikið að segja. En gæta skildu þeir þess að vanhöldin í fénu eru mikil. Á bændanámskeiði, sem nýlega var haldið á Blöndu- ós, komst Runólfur á Kornsá að þeirri niðurstöðu, að bænd- ur í Austur-Húnavatnssýslu hefðu orðið fyrir 135 þús. kr. skaða vegna vanhalda í fénu 1935. Það er allhá upphæð, eða hærri en öll útsvör í sýslunni, og allur fasteignaskattur. Þó taldi Runólfur ekki fóður skepnanna, sem drápust, og ekki aukafóður í það, sem þurfti að mismuna. Upphæðin gat því verið hærri. Það er því ekki ófyrirsynju að reynt sé að draga úr skaðanum, sem van- höldin gera, og drýgstan þátt- inn í vanhöldunum eiga orm- amir. Ég hygg því, að það sé nokk- uð leggjandi. á sig til að reyna að útrýma ormunum. Með orma- lyfi því sem kennt er manna á millum við Dungal má hreinsa iðraormana úr fénu. Það eiga allir að gera. Og þeir eiga þá að muna að svelta féð fyrir inngjöfina og þó alveg sérstalt- lega eftir hana. Við lungnaorm- unum er enn lítið hægt að gera arinað en að reyna að verja féð smiti, og fara þannig með það, að það hafi sem mestan við- námsþrótt móti veikinni. Á leið- ir þessar hefi ég reynt að benda, og vænti ég þess, að einhverjir af lesendum Tím- ans hugleiði nú efnið, og að- Axavsköft Ólafs Thovs Formaður íhaldsflokksins hefir haft sig lítið í frammi í umræðum á þessu þingi. Ef til vill er hann búinn að gera sér það Ijóst, að sá marklausi.stór- yrðavaðall, sem hann lét frá sér i’ara á síðasta eldhúsdegi og í engu atriði hefir staðizt, muni ekki hafa orðið til að auka virðingu hans í þinginu. Og hafi hann sjálfur ekki sé það, þá eru hinir gætnari flokks- menn hans að minnsta kosti áreiðanlega búnir að sjá það og hafa beitt áhrifum sínum til þess að lægja rostann í þess- um hvatvísa ,,foringja“. En þó að það hafi tekizt að i okkru leyti fyrir flokksmönn- unum, það sem af er þessu þingi,. að halda formanninum frá því að taka þátt í umræð- um, fer því samt fjarri, að þeim Irafi alstaðar lánast að bera vit fyrir honum. Þeir lifa í daglegri angist út af því, að hann muni þá og þegar gera eitthvert axarskaptið, sem ílokkurinn bíði hneisu og tjón af. Og á tiltölulega stuttum tíma hefir Ólafur gert þrjú slík axarsköpt, sem flokkurinn hefir hina mestu raun af. Fyrsta axarskaptið var það, þegar hann rauk upp á ríkis- r.tjórnina með skömmum fyrir það, að stjórn Skuldaskilasjóðs vélbátaeigenda hafði tekizt að haga lántöku sinni fyrir sjóð- inn á þann hátt, að bönkunum og útgerðinni varð hagur að í gjaldeyrismálum. Ólafur hafði ekkert hirt um að kvnna sér málið, og flokksmaður hans, Jón Ólafsson, varð að setja op- inberlega ofan í við hann og leiðrétta hjá honum vitleysuna. Annað glapræðið framdi hann með því að bera fram til- lögu til þingsályktunar, sem talið er, að myndi, ef samþykkt yrði, \-cra stórskaðleg fyrir ís- lenzkan síldarmarkað. Ut af þessu eru jafnvel nánustu f.vlg- ismenn hans innan flokksins í standandi vandræðum. En til- lagan er sýnilega borin fram í gæti hvort þeir geti nokkuð gei-t til þess að verja fé sýk- ingu, og halda því hraustu. Páll Zophoníasson. fijótræði og af furðulegri van- þekkingu á síldarsölunni. Þriðja skyssan og sú, sem ýmsum íhaldsmönnum þyki? sárust, er játning sú, sem hann gaf á Alþingi nú í vikunni, um stuðning sinn við Hannes Jóns- son í kosningunum í Vestur- Húnavatnssýslu. Jón í Dal og menn hans hafa alltaf þrætt harðlega fyrir það, að þessi stuðningur hafi átt sér stað. Og íhaldsmenn hafa forðast að viðurkenna það, enda hlaut slík viðurkenning af þeirra hálfu ;ið vera bein játning þess, að Jón í Dal & Co. hefðu verið út- sendarar íhaldsins og ekkert annað. En geri bændur sér þetta nægilega almennt Ijóst, er „varaliðið“ íhaldinu ekki lengur til neinna nytja og eng- inn fæst þá til að líta við þvi. — Frá þessu sagði Ólafur í augnabliks vanstillingu, af þvi að honum fannst Hannes sem snöggvast hafa gleymt „respekt- inni“ fyrir húsbændum sínum. Getur þó varla dyggara hjú en Hannes hefir verið hjá Kveld- úlfi. Heyrzt hefir, að innan íhalds- flokksins sé einhver hreyfing Jyrir því, að losna við Ólaf úr formannssætinu, en að breyt- ingin standi á því helzt, að þingmenn flokksins séu ýmist affarafé eða taldir ófærir tii mannaforráða. Kvossfesting Isbevgs Eitt af merkustu viðburðum síðasta þings var það,. þegar íhaldsmenn, allt í einu gengu inn á stefnu Framsóknarflokks- ins í jarðamálinu og greiddu atkvæði með lögunum um erfðafestuábúð og að banna sölu á opinberum jörðum. Það voru fulltrúar íhaldsins í landbúnaðarnefnd neðri deild- ar, þeir Jón Pálmason bóndi á A_kri og Guðbrandur Isberg sýslumaður í Húnavatnssýslu, kem gengu til samstarfs við meðnefndarmenn sína úr Frana- sóknarflokknum og leidd’i sið- an flokksmenn sína í neðri deild inn á þessa braut. En sannleikurinn var sá, að íhaldsiriennimir, aðrir en e. t. v. J. P. og G. í., tóku þessa af- stöðu að nokkru leyti óvart. Þeir héldu sem sé, að hér væn aðallega verið að samþykkja svokallað „óðalsréttar" frum- og uppskerumagn frá 1880— 1930. Ennfremur skýrslur milli- þinganefndar í launamálum, sem gefa upplýsingar um tekj- ur þeirra, sem að landbúnaði vinna, og kaupgjald í sveitum, samanborið við Norðurlönd á sama tíma. Um kaupgjald í sveitum er oflítið um ábyggi- iegar upplýsingar — bæði fym og síðar. Það er svo ætlun mín eftir þennan inngang, að rekja bún- aðarsögu vora, í aðaldráttum síðustu 50 árin, en því miður verður þetta yfirlit stutt. Ég mun þá sérstaklega dvelja við 2 síðustu áratugina fyrir alda- mót, sem ég man vel, en mun að sjálfsögðu styðjast við skrif- legar heimildir aðallega, og sér- staklega þær, sem nefndar eru hér að framan. Áratugurinn frá 1880—1890, er talinn sá harðasti af liðinni öld, að veðuráttu; frostavetur- inn 1880—1881, er alveg sér- stæður að frostgrimmd og hríðum; en árið 1882 var bó enn verra, því sumarið — misl- ingasumarið — var líkara vetri. Og það ár smíðaði sér- staklega að sveitamönnum. Tek ég hér upp nokkrar sagnir um þessi ár; aðallega eftir Þ. Th. Hinn fyrrnefndi vetur byrjaði með hörkum og hríðum á jóla- föstu. Snemma í janúar voru nokkra daga stórhríðar með grimmdarfrost um allt Norð- urland og Vestfirði. Og ekki varð langt hlé þar til aftur byrjaði á því sama; og gekk svo allan veturinn fram í apríl, og frostin jukust einlægt. Vora lengst af 24—30 gr. á Rem. á Norðurlandi, en 12 til 18 syðra. „Hafþök af ís rak inn fyrir allt Norðurland og Vestfirði, og Austfirði suður að Berufirði". ,.Um miðjan janúar var Faxa- fjörður lagður langt út fyrir Eyjar og var gengið beina leið af Akranesi til Reykjavíkur. — Þá var líka gengið yfir Ilvammsfjörð í Stykkishólm, og í land úr Flatey á Breiða- í'irði. Fyrir öllu Norðurlandi fraus sarnan hafís og lagís, og varð víða farið á þeim ís langt til hafs og milli hafna. En frostin voru það, sem allt ætl- aði að drepa eins í húsum inni. Talið að þau kæmust hæst í febrúar, 36 gr. á R. En batinn kom snemma í apríl og góður. En ís fór allur frá í maí. En milda vorkulda gerði, oglamba- dauði varð stórkostlegur; en ekki annar fellir er orð var haft á. Veturinn 1881—82 var ekki ems harður, en 'ekki góður. „En á annan í páskum, 10. apríl, tók að spillast fyrir alvöru, og allt til 15. júní var samfelldur ill- viðrabálkur, nema fáa daga í maí. 24. maí var dimmviðris- stórhríð á Norðurlandi, svo menn viltust bæja á milli. Allt til höfuðdags látlausir kuldar og úrkoma. Hlýnaði þá eina viku. Fór þá ísinn fyrst frá landinu. En svo kom versta á- felli fyrir göngur. Mönnum taldist svo til, að 10 sinnum hefði alsnjóað í öllum uppsveit- um Norðanlands, frá Jóns- messu til rétta. Fjárskaðar í ofviðrum og fellir var stór- kostlegur þennan vetur og vor. Unglömb týndu tölunni um allt land, og sumstaðar svo, að eng- ar fráfærur urðu, og engar ær í kvíum. Skýrslur um feili eru- ekki til, nema úr nokkrum sýslum.Á svæðinu milli Skarðs- heiðar og Oks að sunnan og Gilsfjarðar, misstu menn 136 nautgripi, 12100 ær, 9700 geld- fjár og 10.000 gemlinga, 16.400 unglömb, 670 hesta og 630 tryppi (Þ. Th.). — Á norður- og austurlandi var fellir ekki, en unglambadauði mikill. Hey- afli þetta óttalega sumar var meira en hálfu minni en í með- allagi. Varð því að slátra af heyjum um haustið. En misl- ingarnir, sem þetta sumar er kennt við, voru þó enn afleið- ingaverri. Læknar töldu, að þeir hefðu deytt 1600 manns, og kostað um 2 millj. króna í vinnutapi, um hásláttinn, allt landið. Árin 1883, 1884 og 1885, voru sæmilé^ ár. — Árið 1S86 var mjög slæmt. Byrjaði með því, að fjárskaðar urðu í Þingeyjarsýslu, 3.—4. janúar og á Austurlandi 7. jan. — allt að 1000. Iléldu áfram hríðar og frost þennan vetur til vors. Hafís landfastur fram í ágúst. — í júní lá enn ís á stöðuvötnum. — 20. maí var lagnaðarís riðinn yfir Hrúta- fjörð, frá Þóroddsstöðum, að Borðeyri. Spretta lítil. Þurk- leysur allan ágúst. Náðist því ekkert hey inn fyr en 4. sept- ember. Skepnuhöld talin sæmi- leg. — Árið 1887. Víðast harður vet- ur frá nýári. Um vorið gerði hið eftirminnilega uppstigning- ardagshret, með fannkomum og miklu frosti, er gerði ógur- legt tjón á skepnum. Hafís rak inn um sumarmál að Norður- og Austurlandi, og var þar á hrakningi allt til höfuðdags. Sauðfjárhöld hin hörmuleg- ustu. í Skagafjarðar- og Húna- vatnssýslum var safnað skýrsl- um um fallinn búpening. Þær sýndu, að þeir hefðu fallið: 20 þús. sauðfjár, 600 hross og 140 nautgripir. Áætlað var, að sam- anlagt hefði fallið annað eins, annarsstaðar á landinu. Sumar- ið ekki í versta lagi, og það sem eftir var ársins. Það sem eftir var nú til alda- móta, var ekki nærri eins hart; þó voru árin 1896—97—98 fremur slæm og allt ísaár. Hin árin sæmileg. Á þessum árum bar mikið á bráðapest, og gerði allmikið tjón. Er talið að í Borgarfjarðar- og Árnessýslum hafi farizt um 10 þús. árið 1898 og töluvert víðsvegar um land. Rétt fyrir aldamótin var farið að stöðva hana með bólusetr.- ingum, og gerði það norskur læknir, Brueland. Gaf það strax nokkurn árangur. Fjárkláði var hér f inmg töluverður þessi ár og gerði talsvért tjón; fékkst einnig '43 hann síðar norskur lækmr, sem kunnugt er, Mikle- stæ 1 Enn er eftir að nefna eitt stórt áfall af náttúrunnar völd- um, er þjóðin leið, áður öldinni lauk; það eru jarðskjálftarnir á Suðurlandi árið 1896. Þeir stórkostlegustu, er sögur fara af hér á landi; og sömuleiðis tjónið af þeim. — Hér skulu aðeins nefndar nokkrar tölur: i Landmannasveit féllu 34 bæ- ir. í Gnúpverjahreppi 20. I öl- fusi 30. Og í Flóa 20. Mikið af þessum bæjum féil til grunna. Jarðir skemmdust mjög af grjóthruni úr fjöllum. Tjónið því nær óbætanlegt. — Enn má nefna þá miklu blóðtöku, er þjóðin varð fyrir á þessum ár- um, þó ekki væri af náttúrunar völdum. Það eru Ameríkuferð- irnar. Þær koma að mestu á þessi ár. Um það manntjón og fjártjón er þjóðin leið þar eru ekki skýrslur. Framhald.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.