Tíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 1
iloíslní c t 1. }fi S i íktaangutfmi Coatax 7 tu og tBtttjctmta á £ansaotg 10. Giutl 2353 - Piot^y ©61 XX. árg. Reykjavík, 1. aprfl 1936. 13. blað. ))vS37ári leiðin« Eins og kunnugt er hafa þeir Jónas Jónsson og Jón Baldvins- son flutt á Alþingi frumvarp um breytingar á vegalogunum. Stærstá breytingin, sem þetta í'rv. gerir ráð fyrir, er sú að taka í þjóðvegatölu leiðina milli Hafnarfjarðar- og Ölfuss um Krísuvík og Selvog. Með þessu móti er gert ráð fyrir tvöfaldri Suðurlandsbraut, annari um Hellisheiði og hinni sunnan við í'jallgarðinn með sjó fram. Með þessu frumvarpi, þó að lögum verði, er því að vísu ekki slegið föstu, að vegur verði lagður syðri leiðina. Til þess að hægt sé að ákveða það endanlega, þarf að gera nokkru nánari rannsókn á vegarstæð- inu nú í vor. Má þá ekki standa á því að heimild vanti í lögum til að leggja veginn þessa leið. Og þeim mönnum fer nú mjög fjölgandi, sem líta svo á, að syðri leiðin sé einmitt hin rétta lausn á þessu mikla samgöngu- máli Suðurlands. Bn svo hlálega bregður við, að höfuðmálgagn íhaldsflokks- ins, Morgunblaðið, hefir nú þegar risið algerlega öndvert gegn þessu máli. Sl. sunnudag ræðst það á flutningsmenn frumvarpsins með skömmum. og kveður upp úr með það, sem sína skoðun (og þá vafalaust ráðamanna íhaldsflokksins) að syðri leiðin sé algerlega for- dæmanleg. Ekki er gott um það að segja að svo stöddu, hvort meiningin nmni vera að kúga alla þing- menn íhaldsflokksins til þess að greiða atkvæði með Morg- unblaðinu í þessu máli. Hingað til hafa sumir þeirra ekkert farið dult með það, að þeir væru syðri leiðinni hlynntir, hvað sem nú verður. Mttl. gerir mikið veður út af því, að syðri leiðin sé miklu lengri. En það er ekki vega- lengdin, sem hér skiptir mestu máli. Það sem mestu máii skiptir, auk kostnaðarins við lagningu vegarins (og hann þarf engan veginn að fara al- veg eftir vegarlengd), er það að hve miklu leyti vegurinn komi að gagni sem vetrarveg- ur. 60—70 km. leið getur, ef snjór er þar til hindrunar, tímunum saman verið mun seinfarnari en 100 km. snjólaus leið. Ef vegur verður lagður syðri leiðina, myndi veginum yfir Hellisheiðina einnig verða hald- ið við. Á sumrin yrði hann þá farinn af þeim, sem aðeins hugsa um sem hraðasta ferð milli Reykjavíkur og hérað- anna austanfjalls. En á vet- urna, þegar snjór væri til hindrunar á f jallinu, myndu all- ir fara hina lengri leið með sjónum. En sú leið myndi raun- ar verða mikið farin einnig á sumrin. Og. fyrir Selvog, Hafn- arfjörð og stóran hluta af Reykjanesi myndi þessi vegur valda tímamótum. Það er vafa- samt, að kjósendur Ólafs Thors í Gullbringtisýslu kunnihonum miklar þakkir fyrir þá fjand- samlegu aðstöðu, sem hann héfir látið blað sitt taka gegn syðri leiSúmi. Bankaráðs* hneykslið Sú óskammfeilni íhaldsfull- trúanna í Landsbankanefnd,'að kjósa Ólaf Thors í bankaráðið, hefir vakið hina mestu undrun og gremju meðal almennings, og eru menn þó orðnir ýmsu vanir ur þéssari átt. v En einhverntíma myndi það hafa þótt grimmileg hrakspá um íslenzkt f jármálasiðferðL ef það hefði verið sagt fyrir, að stór stjórnmálaflokkur gæti orðið svo gjörsneyddur á- byrgðartilfinningu að kjósa stórskuldugasta mann landsins í bankaráð þjóðbankans. Því hefir verið haldið fram ómótmælt, að ' hlutafélagið Kveldúlfur, sem Ólafur Thors og bræður hans fjórir „eiga" og bera ábyrgð á, skuldi bönk- um landsins nál. fimm miljónir króna, auk þess sem það kann að skulda annarsstaðar. Og af þessari miljónaskuld Ólafs og bræðra hans, er meirihlutinn í Landsbankanum. Það hefir líka yerið borið fram opinberlega og beinlínis játað af nánustu aðstandendum Kveldúlfs að 400 þús. kr. af þessu stóra láni hafi verið tek- ið út úr rekstri fyrirtækisins og lánað Ólafi og bræðrum bans til persónulegrar einka- notkunar. Hefir Ólafur sjálfur játað að hafa tekið slíkt lán af veltufé fyrirtækisins til að greiða ábyrgðir, sem á hann hefðu fallið persónulega, og hann þá virðist ekki hafa getað greitt að öðrum kosti. Kosning Ólafs Thors í banka- ráðið 'ber sorglegt vitni um hinn aumkunarverða undir- lægjuhátt, sem undanfarið hef- ir verið ríkjandi hjá þingmönn- um Sjálfstæðisflokksins, og hversu „litlir karlar" þeir reyn- ast í því að hamla upp ;á móti írekju Kveldúlfsklíkunnar, Ef Ölafur sjálfur ætti ein- hvern snefil af sómatilfinn- ingu, hefði hann vitanlega alls ekki farið fram á það við flokksmenn sína, að fremja at- hæfi, sem svo mjög hlýtur að verða, bæði honum sjálfum og flokknum til ámælis. Og brýn má vera þörf Kveldúlfs til áhrifa á stjórn bankans, ef það borgar sig fýrir hann í raun og veru, að teyma sína auðsveipu þjóna út í annað eins glapræði. Það þarf sennilega engum getum að því að leiða, hversu þeim íhaldsþingmönnum muni vera innanbrjósts, sem heima í héröðumþykjast vera postul- ar sparnaðar og gætni í fjár- málum, en nú hafa lagt lið sitt til að auka öryggi þjóðbankans á þennan hátt. En þetta er aðeins eitt dæm- ið enn því til sönnunar, að f jár- málaskrafi íhaldsmanna má aldrei treysta. Því að þeir fáu íhaldsþingmenn, sem góðan vilja kunna að hafa í þessum málum, hafa f yrir löngu glat- að öllum sínum manndómi í sambúðinni við Kveldúlfsklík- una. A víðavangi Vilhjálmur Þár fer til Ameríku. Vilhjálmur Þór kaupfélags- stjóri á Akureyri er væntan- ltígur til Reykjavíkur næstu daga og leggur þaðan af stað innan skamms vestur um haf til Ameríku. Hefir Síldarútvegsnefnd snú- ið sér til Vilhjálms og fengið hann til að -takast á hendur þessa ferð til Vesturheims til að rannsaka möguleika fyrir síldarsölu þangað. Má óhætt fullyrða, að ekki hefði verið unnt að fá annan mann, er betur myndi treyst verða til þessa vandasama og þýðingarmikla erindis. Játning Ólafs Thors sú, er hann gerði í ræðu á Alþingi 24. þ. m. um kosning- una í Vestur-Húnavatnssýslu, hljóðaði í aðalatriðum á þessa leið: Fyrir síðustu kosningar var ég því mjög hlynntur og vann að því, að Hannes Jónsson yrði kosinn á þing í Vestur-Húna- vatnssýslu. Ég sagði frambjóð- anda okkar það beinlínis, að flokkurinn hefði ekki gert það, sem í hans valdi stóð, til að undirbúa kosningu hans. En fyrverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, Jón Þorláks- son, skrifaði bréf norður í Húnavatnssýslu, til að mæla með okkar manni. Ég vildi þá ckki ganga á móti honum. En ég tel, að kosning Hannesar hafi verið afleiðing af áður- nefndri aðstöðu minni og nokk- urra annara flokksmanna. Ég játa, að ég'er „ekki laus við" siðferðilega ábyrgð á kosningu Hannesar Jónssonar. Og hingað til hefi ég ekki séð eftir því, því að ég hefi haft miklar mæt- ur á Hannesi. Tilefni þessarar yfirlýsingar var, eins og áður er sagt það, að Hannes hafði í styttingi hreytt ónotum í Thor Thors. Gat Ólafur þess í ræðulokin, að Hannes myndi vafalaust fá áminningu í „Bændaflokknum" fyrir þessa vöntun á húsbónda- hollustu. Síðan hafa Mbl. og Vísir reynt að þagga þessa fjöl- skyldumissklíð niður á ýmsan hátt og blað Jóns í Dal & Co. hefir ekki minnst á hana einu orði. Má það eftir atvikum teljast full greinileg áminning til Hannesar, og sýnir þá jafn- ffamt, hve báðir aðilar hafa tekið sér nærri það, sem fram fór! 9 „Það, sem helzt hann varast vann, varð þó að koina yfir hann"-. Aldrei hafa þessar kunnu ljóðlínur betur sannast en nú á hinum vesala „flokki" Jóns í Dal. „Flokkur" þessi taldi það í upphafi sitt fyrsta og einasta boðorð, að láta þingmenn sína hafa fullt „sannfæringarfrelsi" og að binda þá aldrei við flokksviljann. En ekki var lið- ið nema rúmt ár, þegar „,mið- stjóm" flokksins kom á hnján- um til Framsóknarmanna á AI- þingi til að biðja þá að hjálpá sér til að reka Magnús Torfa- son af þinginu, af því að hani> hafði ætlazt til að þetta boðorð yrði haldið! — Og ekki var lít- ill gorgeirinn yfir því hjá þessu fólki, hversu sjálfstæður og ó- háður „flokkurinn" væri í bar- áttunni. Þegar blöð Framsókn- armanna skýrðu frá því að gjafaatkvæði frá Ólafi Thors hefðu bjargað „flokknum" inn í þingið, sóru þeir Jón í Dal & Co. og sárt við lögðu, að slíkt væri hin óskammfeilnasta lygi og fullkomlega staðlaus. • Nú liggur fyrir skjalfest játning frá sjálfum gjafaranum. Og hinir bakbognu aftaníhnýting- ar eru orðnir að þjóðarathlægi í annað sinn. Heyr á endemi! ólafur Thors lét ekki á sér standá að „þakka" þing- mannaliði íhaldsins fyrir sig, eða þeim hluta þess, sem var svo „smekklegur" að kjósa hann í bankaráð Landsbank- ans. En „þakklætið" birtist í aðalmálgagni íhaldsflokksins í s. 1. viku að vísu í óundirskrif- aðri grein. Þar leyfir þessi of- látungur sér að halda því fram, að, hann hafi verið valinn til þessa trúnaðarstarfs sakir þess að hann hafi meira vit á at- vinnulífi landsmanna en Jó- hannes Jóhannesson. Að vísu mun þekking Jóhannesar æði takmörkuð á þessu sviði. En hitt veit almenningur, að Ólaf- ur Thors hefir aldrei unnið ær- legt handtak, hvorki til sjós né lands. Við nám var hann aumasti aukvisi, sem svindl- aði sig í gegnum próf með yfirlæti og hundavaðshætti, eftir því sem skólabróðir hans, Vilmundur landlæknir lýsti yf- ir, að gefnu tilefni í ræðu á Al- þingi. Framkv.stjóri Kveldúlfs er hann aðeins að nafnbót og að engu hafður í stjórn þessa annars einkennilega rekna firma. Og mega Framsóknar- menn vel við una, að aðaland- stöðuflokkur þeirra skuli hafa xalið slíkan mann í fylkingar- brjóst og mun flokknum farn- ast því ver, þeim mun víðar sem það felur þessum reynslu- lausa og jafnvægislausa manni að fara með umboð sitt. Samvinnuútgerð. Ihaldsmenn og sumir social- istar færa það fram gegn sam- vinnuútgerðarfrumvarpi Fram- sóknarmanna, að útgerðarsam- vinnufélögum ' hafi hingað til farnast illa og að sjómenn séu andvígir hlutaskiptum. Það er rétt, að reynt hefir verið að stofna nokkur útgerð- arsamvinnufélög á síðustu ár- um, og sum þeirra hafi ekki getað látið reksturinn bera sig. En í fyrsta lagi hefir allmikið skort á, að félög þessi væru með samvinnusniði, þrátt fyrir nafnið, enda engin löggjöf til að tryggja það. Og í öðru lagi hafa þau sömu söguna að segja og bóndinn, sem byrjar búskap í grasleysi og fær ísavetur í ofanálag. Þau hafa tekið til starfa á hinum erfiðustu tím- um, þegar einkaframtakið hafði gefizt upp og eingöngu starfað á verkfalls- og krepputíma. Samvinnuútgerð sem framtíð- arúrræði, er því allt annað en þessi bráðabirgðafélagsskapur, sem stofnað hefir verið til án Ingólfur Bjarnarson í Fjósatungu, sem nú nýskeð var kjörinn forseti Lands- bankanefndarinnar. Síðar fór fram í nefndinni kosning tveggja manna í bankaráðið i stað þeirra tveggja, er úr bankaráðinu ganga nú í ár samkv. lögum. Kusu Fram- sóknarmenn Jónas Jónsson, en íiialdsmenn Ólaf Thors. undirbúnings og löggjafar og jafnvel að óvilja sumra þeirra, er hlut áttu að máli. Það mun hinsvegar vera nokkuð til í því, að ýmsum sjó- mönnum í hinum stærri ver- stöðvum sé illa við hlutaskipti, þótt tíðkast hafi þau frá því, er útgerð hófst hér í landi. En þessi andúð sjómanna gegn hlutaskiptum stafar fyrst og fremst af því, að þau hafa stundum verið notuð, sem bráðabirgðaúrræði til að lækka kaup á erfiðum tíma, en gengið út frá, að þau yrðu lögð nið- ur þegar batnaði í ári, og út- gerðin gaf meira en kaupinu svarar. Þess er auðvitað engin von, að sjómenn vilji vinna hjá öðrum upp á hlut á slæm- um árum, en takmarkað kaup í góðum árum. Þeir, sem láta sér nægja hinn smáa hlut ill— æranna, eiga líka að fá hinn stóra hlut góðæranna. Sala Óðins og breyting landhelgisgæzlunnar. Varðskipið Óðinn hefir nú verið selt Svíum fyrir 260 þús. kr. Fyrir andvirðið hyggst núv. ríkisstjórn að fá til gæzlunnar 4—5 vopnaða 60—80 tonna vél- báta. Hefir dómsmálaráðherra nú látið bjóða út uppdrátt að fyrsta varðbátnum. Frá fiski- mönnum og fulltrúum þeirra berast nú hvaðanæfa yfirlýs- ingar um fylgi við þessa stefnu stjórnarinnar í landhelgismál- um. Gott dæmi um það er bréf, sem 19 bátaformenn við ísa- fjarðardjúp hafa skrifað undir. Þar segir svo, m. a.: „Sú stefna núverandi ríkis- stjórnar, að hafa varðskipin smærri og fleiri, teljum við hiklaust rétta". — Og í sömu áttina fer samþykkt Fiski- þingsins, sem nú nýskeð hefir skorað á ríkisstjórn Ög AI- þingi, að koma sem allra fyrst til framkvæmda tillögum stjórnskipaðrar nefndar, á þann hátt, „að 4—5 vel útbúnir vélbátar annist landhelgis- gæzlu og slysavarnir á tiltekn- um svæðum við strendur lands- ins, ásamt einu til tveim stærri varðskipum. Telur Fiski- Uian úr heimi í Þýzkalandi fóru fram kosn- ingar á sunnudaginn var. Var talið, að þær kosningar ættu að skera úr um það, hvort þýzka þjóðin stæði með Hitler í því au rjúfa Locarnosamnihg- inn og senda her inn í Rínar- löndin. Og eftir atkvæðatölun- um að dæma, getur Hitler ver- ið ánægður. 1 þýzka ríkinu eru nú um 46J/2 milj. kjósenda. Af þeim greiddu 45l/2 niilj. manns atkvæði á móti og önnur \fa miljón sat heima. I engu lýð- ræðislandi er svo gífurleg kosn- ingaþátttaka, og sýnir það tit af fyrir sig, hversu mjög menn óttast um sig, ef þeir verði ber- ii að því að hafa ekki tekið vii-kan þátt í því að hylla „for- ingjann". En í Frakklandi er nú um það ritað í blöð, að Hit- ler muni telja sér svo mikinn styrk í úrslitum þessum, að alls hins versta megi af honum vænta. Segja þessi blöð, að, Þjóðverjar muni nú láta verða úr því að gera enda á sjálfstæði Austurríkis og ráðast inn í Lithauen. Her ítala sækir nú stöðugt fram í Abessiníu. Fara hroða- legar sögur af hernaði þeirra, og er. þar ójafn leikur, því að lialir reka nú aðallega hernað sinn úr lofti og dreifa sprengi- kúlum sínum og eldkveikjum yfir borgir og liðsveitir Abess- iníumanna. Þykir það og sann- frétt, að þeir hafi dreift eitur- gasí yfir landið á ýmsum stöð- um. Nú nýskeð gerðu rúmlega 30 ítalskar flugvélar árás á borgina Harrar, sem er önnur stærsta borg landsins, með 40 ^--50 þús. íbúa, og var árásin með þvílíkum firnum, að talið er að mestöll borgin hafi eyðst í eldi og jafnast við jörðu. Til- kynntu ítalir árás þessa með hálfrar stundar fyrirvara, og .flýðu þá íbúarnir til fjalla hver sem bezt mátti. — Tilraunum Þjóðabandalagsins til að koma á friði, virðist ekkert miða áfram, og snýst nú allt um stríðshættuna í sjálfri Norður- álfu. Lítur helzt út fyrir, að Italir eigi að fá að halda áfram óáreittir að „útbreiða menning- una" í Afríku, á þann hátt, sem áðurnefnd tíðindi bera vitni um. Vinnudeilu þeirri hinni miklu, sem staðið hefir yfir í Dan- mörku, er nú lokið á þann veg, að ríkisstjórnin og þingið hafa skorizt í leikinn. Voru miðlun- artillögur sáttasemjara ríkis- ins gerðar að lögum, varð um þetta samkomulag milli stjórn- arflokkanna og stjórnarand- stæðinga í þinginu. Hefir Stauning forsætisráðherra þá enn einu sinni tekizt að sigla milli skers og báru og leiða til lykta á friðsamlegan hátt deilu- mál, sem hefði getað haft al- varlegustu afleiðingar fyrir ör- yggi hinnar dönsku þjóðar. þingið að á þennan hátt aé vel séð fyrir hvorutveggja, án þess að ofbjóða greiðslugetu ríkis- sjóðs." Þannig talar fiskimannastétt- in. v En hræsnar Mbl. brynna músum yfir sölu óðins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.