Tíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.04.1936, Blaðsíða 4
52 TIMINN varp, sem Ó. Th. o. fl. höfðu flutt á fyrra hluta þingsins, því að þegar frumvarpið kom frá landbúnaðarnefnd hét það: „Frv. um erfðaábúð og óðals- rétt“. En Ó. Th., sem ekki mun liafa meira en svo munað hvað staðið hafði í hans frum- varpi, gætti ekki að því, að nefndin hafði breytt því svo rækilega, að lítið stóð eftir nema nafnið. En að því leyti, sem þessi kafli laganna „um óðalsrétt" kann að koma til framkvæmda, miðar hann að því að skapa umráðarétt í stað eignarréttar á .jörðinni og að fjölga jörðum í eign hins opin- bera. Því að svo er á kveðið, að ef „óðal“ byggist ekki sam- kv. lögunum, verði það eign ríkissjóðs. En ó. Th. þóttist enn granda- lausari vegna þess, að jafnaðar- menn, sem ekki rista sérlega djúpt í landbúnaðarmálum, höfðu lagt hinn mesta fjand- skap á hið meinlitla orð „óðals- réttur“, án þess að gera sér grein fyrir, hvert efni frum- varpsins var orðið. Þeir Jón Pálmason og Guð- brandur Isberg, sem báðir eru gæflyndir menn og frjálslyndir eftir því sem gerist í íhaldinu, munu hinsvegar hafa fullviss- að sig um það við nána athug- un, að stefna Framsóknar- manna væri bændastéttinni heilladrýgri en stefna íhalds- ins. En seint og síðar meir, þegar frv. var orðið að lögum, upp- götvuðu Ó. Th. og hans nán- ustu í.flokknum, að þeir höfðu verið býsna hlálega „meðhöndl- aðir“ í þessu „höfuðstefnu- máli“ Sjálfstæðisflokksins. Reiði þess hluta flokksins, sem Ólafi fylgir, snerist þá gegn fulltrúum flokksins í land- búnaðamefnd, Jóni bónda Pálmasyni og Guðbrandi Is- berg. Og niðurstaðan varð sú, að þeir skyldu eigi sleppa „óstraffaðir“. Svo fór þó á endanum, að Is- berg var krossfestur fyrir báða.' Hann var núna í þing- byrjun látinn fara úr landbún- aðarnefnd, sem hann hefir átt sæti í í tvö ár og settur í fjár- hagsnefnd. Frá þessu var skýrt stutt- lega í þingfréttum hér í blað- inu. Hefir Guðbrandur Isberg í'.okkuð kveinkað sér við þeirri frásögn (sem þó alls ekki var birt til að kasta rýrð á hann, heldur þvert á móti), og skrif- ar því málamyndargreinagerð fyrir þessum atburðum í Mbl. nýlega. En það halda áfram að ger- ast undarlegir hlutir í þessu máli, því að einmitt sama dag- inn sem grein ísbergs birtist í Mbl., var á Alþingi lesin upp til- kynning frá Sjálfstæðisflokkn- um, um að Isberg ætti líka að víkja úr fjárhagsnefnd og Gísli Sveinsson að koma í hans stað! Mönnum verður að spyrja: Er þama verið að krossfesta Isberg í annað sinn, fyrir ,.syndir“ þeirra tvímenning- anna í landbúnaðamefnd á síð- asta þingi? Eða hefir Isberg reiðst sparkinu úr landbúnaðamefnd og þessvegna neitað að starfa fyrir flokkinn í hinni nefnd- inrii? Sú skýring er fullt svo trú- leg. En það er ekki áhættulaust í íhaldsflokknum að meta sann- færingu sína meira en Kveld- úlf. Það getur Isberg sýslumað- ur vottað. Ritetjóri: Gíali Guðmundsson. Prentsm. Acta. Um vmdknúdar raSstöðvar Ég vildi með nokkrum orð- um kynna mönnum vindknúðar rafstöðvar, vegna þess að ég veit, að margir hafa áhuga fyr- ir því, að raflýsa heimili sín, en vatnsafl ekki nærtækt til virkj- unar og mótorvélar mjög dýr- ar í rekstri. Ég hefi nú starfrækt vind- knúða rafstöð í hálft annað ár, og er ég í alla staði mjög á- nægðu)1 með hana. Hún fram- leiðir rafstraum í mjög litlum vindi (við 2—-3 vindstig). Ilún gætjr sín sjálf, þótt mikið hvessi. Það þarf aðeins að gæta þess, að ofhlaða ekki rafgeym- inn, því að það veldur skemmd- um í honum. Vél þessi hefir 250 watta orku, og er það fylli- lega nóg til ljósa fyrir meðal- heimili. Mín reynsla er sú, að raf- magn hefir venjulega verið af- lögu. En vegna hinna óvenju- legu hægviðra í vetur, kom það þó fyrir, að rafmagn vantaði. Þetta sýnir, að nota þyrfti stærri rafgeymi. Auk þess sem vélar þessar eru notaðar til ljósa, ern þær mjög hentugar til hleðslu út- '•arpsrafgeyma. Rafgeymar þeirra hafa 24 volta spennu, og má því hlaða 4 fjögra volta geyma í einu. Með vélunum fæst nauðsyn- legur útbúnaður til hleðslu. Firmað Bræðurnir Onrisson (E. Ormsson) í Reykjavík smíðar þessai' vélar. Hefir það i undirbúningi að smíða einnig \ élar 500—700 watta, og nægja þæi' til ljósa fyrir stór heim- ili eða 2—3 samliggjandi hús. Ég geri ráð fyrir, að vélar þessar eigi mikla framtíð þar, sem ekki er um vatnsafl að ræða til virkjunar, en vind- skilyrði eru góð. Vélarnar eru mjög sterkbyggðar og vandað- ar að öllum frágangi. Viðhalds- lrostnaður verður mjög lítill á vélunum. Verður helzt kostn- aðui' við rafgeyminn. En það er ekki nema þegar þarf að skifta um geymi. Getá þeir enzt lengi, séu þeir upphaflega \ aldir nógu stórir og vandaðir. Kolviðarhóli í marz 1936. Júlíus Magnússon. Kjósendiir Jótts Auðuns. fordæma íhaldsmálsfadinn Þing- og héraðsmálafundur Norður-lsfirðinga var haldinn um miðjan febrúarmánuð i Iínífsdal. Ihaldsmenn voru í meirahluta, sem þó var minni en venjulega, og ýmsar tillögur, sem fundurinn samþykkti, eru tæpast að skapi íhaldsforkólf- anna í Reykjavík. Hér fara á eftir ályktanir fundarins í landhelgismálunum: fundur N.-lsafjarðarsýslu að- „Níundi þing- og héraðsmála- hyllist þá stefnu, að landhelgis- og björgunarstarfsemin verði sameinuð á þann hátt, að auk eins fullkomins gæzluskips — Ægis eða Óðins — verði einn stór, vel útbúinn og vopnaður vélbátur hafður til þessarar sameinuðu starfsemi í hverjum fjórðungi." „Jafnframt því að fordæma hið svívirðilega athæfi þeirra manna, er á einn eða annan hátt hafa léð sig til liðs við veiðiþjófa í landhelgi, lýsir fundurinn ánægju sinni yfir hve röggsamlega ríkisstjórain hefir hafizt handa um rann- sókn á njósnarstarfsemi þeirri, sem nú er uppvís orðin. Treyst- ir fundurinn því, að réttlátur Reykjavík Sími 1249. Símnefni Sláturfélag. Niðursuðuverksmiðja. Bjúgnagerð. Reykhús. Frystiliiis. . Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niður- soðið kjöt og fiskmeti fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonár áskurð á brauð mest og best. úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkent fyrir gæði. Fros- íð kjötið allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fylstu nútímakröfum. Ostar og smjör frá Mjólkrubúi Flóamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir. afgreiddar um alt land. Líftryggingardeiid jÞað er aóeins eiit ís* lenzki liliryegingarfélag og það býður beiri kjör en nokkurt annað líf- tryggingafélag starfandi hér á landi■ Líftryggíngardeild Eimskip II hæð, herbergi nr. 21 Sími 1700 • 3. hefti Dvalar, 4. árg. er nýkom- ié út. Efni þess er: Dyraskjöldur- inn, saga eftir Vilhelm Moberg. '\ ínnuskóli fyrir atvinnulausa pilta, eftir Lúðvig Guðmundsson skólastjóra. Ilúsið, sem aldrci var reist, kvæði, eftir Ragnar Jóhann- esson námsmann í norrænu við háskólann. Porðasaga frá Sviss, eftir Sigurð Jónasson. Furðuverk nútímans II. löschberg-jarðgöngin, eítir Sigurð porsteinsson. Föður- ídeði, saga, eftir Kielland. List- fræðsla, eftir Árna Ólafsson, I. Myndlistin.. Hlaupaæðið, saga eftir Stefaii Zweig. Auk þessa cru í heft- imi kýmnisögur og ýmsar smá- greinar m. a. frAsagnir um snjó- imi í pingeyjarsýslu o. s. frv. — Hefti þetta er 40 bls. í stóru broti og kostar aðoins 65 aura og virð- usi það vera óvanalega góð bóka- kaup. Jörðin Jórvík, Sandvíkurhr. til sölu. Upplýsingar í Búnaðar- bankanum. Ferðamenn ættu að gkipta við Kaupfélag Reykjavíkur. — Þar hafa þetr tryggingu fyrir góðum c® 6- dýrum vöram. Kolaverziun SI6URÐAR ÓLAFSSONAR Sfmn.: KOL. Reykjavflt, Simi 1833 dómur verði látinn ganga yfir hina seku, og að staðið verði vandlega á verði gegn því, að slík njósnarstarfsemi þrífist framvegis.“ Tillögur þessar eru í fullu ósamræmi við skrif íhaldsblað- anna um þetta mál og sýna hvernig á það er litið af ó- breyttum íhaldsmönnum. 146 erlendir ríkisfeerg-arar dvelja nú í Reykjavík Samkvæmt beiðni ríkis- stjórnarinnar hefir lögreglu- stjórinn í Reykjavík látið safna skýrslum um erlenda rík- isborgara, sem dveljast þar í bæ. Er skýrslusöfnun þessari nú lokið og sendi lögreglustjóri þær til atvinnumálaráðuneytis-' ins í vikunni sem leið. Skýrslusöfnunin var fram- kvæmd á þann hátt, að hlutað- eigandi mönnum var, samkv. síðasta manntali, sent skýrslu- eyðublað til útfyllingar, og gerðu allflestir á þann hátt grein fyrir veru sinni hér. Samkvæmt skýrslum þessum dvel ja nú hér í bæ alls 146 er- lendir ríkisborgarar, að frátöld- um Dönum. Af skýrslugjöfum eru 54 gift- ) ir og- eiga 34 íslenzkar konur. Böra þeirra, er eigi hafa náð ; 16 ára aldri og hér dvelja, eru alls 66. Eftir sörnu heimildum hafa 38 þessara manna flutzt hing- að til lands fyrir 1. okt. 1927, en 107 síðan, en um 1 er ekki tilgreint. Bendir þetta til þess, að komur útlendinga til dvalar hér fari hraðvaxandi. Alls starfa 99 erlendir ríkis- borgarar í annara þjónustu, en 20 stunda sjálfstæðan atvinnu- i'ekstur. Ákæru eða refsingu hafa 11 þessara manna sætt. Atvinnu og dvalarleyfi hafa aðeins 19 þeirra 146 manna, er gáfu skýrslu. Skýrslugjafar skiptast þann- ig eftir þjóðerni: Norskir 72,yþýzkir 38, sænsk- ir 9, brezkir 7, austurrískir 7, hollenzkir 2, finnskir 2, Memel 1, ótilgreint 8. Hermann Jónasson forsætis- ráðherra hefir nú beitt sér fyr- ir því að samþykkt hafa veriö á Alþingi lög um eftirlit með útlendingum. Voru þau af- greidd frá þinginu fyrir nokkr- um dögum. Með öðrum þjóðum er slíkt eftirlit rnjög strangt, og erf- ið leikar á að fá dvalarleyfi og þó sérstaklega atvinnuleyfi. OSRAM Dekalumen (DLm.) ljóskúlur eru 2O°/0 Ijóssterhari en eldri gerðír. Á háls hverrar ljóshúlu er letrað Ijós- magiiíð (DLm.) og raistraums- noikttnín (Watt). BE7KID J. GRUNO’S ágæta hoLenzka reyktóbak VEBÐ: AROMATISCHER SHAG kostar kr. 1,05 Vzo kg. FEINRIECHENDER SHAG — — 1,15---- Fæst í ölhuu verzlunum Timburverzlun Síiun.: Granfuru. Stöi'nað 1824 Carl Lundsgade. — Köbenhavn Afgr. frá Kauþmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og skipsfarma frá Svíþjóð. Sís og umboðssalar annastpantanir Eik og efní í þilfar til skípa H EM0LLEN OUPMANNAH0FN mœlir með *ínu alviðurkennda RÚGMJÖLI OG H VEITI Meírí vörugæðí ófáanleg S.Í.S. skíptir eingöngu víð okkur. Munntóbakið er frá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖFN Biðjíð kaupmann yðar um B. B. mimntóbakið Faest allsstaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.