Tíminn - 22.04.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.04.1936, Blaðsíða 1
©jaíbbagí Maísin? c t t. }ðni ÁtðanaurfnD foatat 7 ft. J5£fetei5sía •9 tnn&clmta a Cangaoeg 10. eiml 2353 - PóotfeóU Ö6I XX. árg. Reykjavík, 22. apríl 1936. 16. blað. Þrjáv nýungar í einu héraði Þegar menn úr fjarlægum héruðum hittast ber margt á góma um ágæti hinna einstöku byggða. Úr einu héraði hafa komið miklir læknar. Úr öðru miklir málarar og myndhöggv- arar. Einn bærinn hefir alið marga hrausta skipstjóra og útgerðarmenn. Ef spurt væri 'um hvað Suður-Þingeyjarsýsla hafi lagt sérstaklega fram til gagns fyrir þjóðarheildina, þá mætti telja þrjár nýjungar, sem þar hafa byrjað, með Kaupfélagi Þingeyinga, Lauga- skóla og Samvinnubyggðunum. Allar þessar nýjuhgar eru skyldar, og sprotnar af sömu orsök: Hæfileikar til að vinna saman og búa saman á félags- legan hátt. Kaupfélag Þingey- mga var stofnað 1881—82, Laugaskóli var byggður 1924, og samvinnubyggðir hafa raun- verulega dafnað í Þingeyjar- sýslu' síðan fyrir aldamót, eink- um í Mývatnssveit. Þar sem stundum eru 5—6 fjölskyldur á sömu jörðinni, þar sem húsa- kostur er aukinn og ræktun færð út, eftir því sem f jölskyld- an stækkar. Löggjöfin frá Al» þingi í vetur um samvinnu- byggðir og nýbýli er lítið ann- að en að koma á, með stuðn- ingi löggjafarvaldsins um allt land, því sem lærisveinar hins elzta samvinnufélags eru búnir að gera án stuðnings annara í meir en mannsaldur. 1 þessu blaði Tímans á að minnast 10 ára starfs hins fyrsta héraðsskóla á íslandi, Laugaskóla. Fordæmi hans var fylgt af öðrum héruðum með miklum árangri og enn eru sýnilega að vaxa upp ný höfuð- ból í byggðum landsins, sem taka að sér að hlúa að hinni upprennandi æsku sveitanna með meiri alúð, meiri hlýju og meiri þrótti, heldur en unt var að gera áður. Á tíu árum hefir Laugaskóli dafnað, og orðið höfuðból þeirrar sýslu, er reisti hann. En stofnun hans, á þann hátt, sem hún var framkvæmd, myndi hafa verið með öllu óhugsandi, nema í skjóli við Kaupfélag Þingeyinga, sem þá hafði verið skóli og varnarvirki sýslubúa í 40 ár. Samvinnu- byggðir Þingeyinga eru líka sprottnar upp af þróun kaup- Þættir úr sögu Laugaskóla á 10 ára afmæli hans „Heim að Laugum". Ég kom nýlega snemma vors, þegar nótt var orðin hálfbjört, þjóðveginn frá Mývatnssveit niður í Reykjadal. Snjór var báðum megin við veginn, en brautin auð og bílfær. Þegar kom á heiðarbrúnina blasti við óvenjuleg sjón. I hinu litla dal- verpi framan við hinn breiða Reykjadal, voru þrjár stór- byggingar á hæð við Reykja- dalsá, og tjörn fyrir framan. Rafljós voru víða logandi í hin- um stóru húsakynnum. Þetta var héraðsskólinn á Laugum, íþróttahús hans og húsmæðra- skólinn. Nemendur voru ný- farnir heim að loknu vetrar- námi. Hinar miklu byggingar voru að mestu auðar. Ég hafði undirbúið þar gistingu. Skóla- húsið var opið. Ég gekk inn og naut þess að finna hlýju og birtu eftir kuldann á heiðinni. Ég gekk stofu úr stofu, í sund- félagsins, en munu síðar fá, og eru nú þegar farnar að fá, stórlega aukinn stuðning af þeirri andlegu vakningu, sem leitt hefir af starfi Laugaskóla. í öðrum greinum hér í blaðinu verður gefið yfirlit um stofnun hins fyrsta héraðsskóla og þró- un hans í 10 ár. J. J. iaugina, sem var barmafull af tæru, grænleitu vatni, hrein eins og nýfallin mjöll. Ég lét berast um kennslustofurnar, og hinn fagra fyrirlestrasal, um borðstofuna og eldhúsið. Þar stóðu rafmagnspottar fullir af sjóðandi vatni á rafsuðuvélun- um. Gluggar stóðu opnir á hverju herbergi, en frost vor- næturinnar náði ekki nema að húsveggjunum. Hiti jarðarinn- ar og máttur strengjanna í ánni ofan við skólann gerðu húsið á þessu augnabliki að töfrahöll, sem reist hafði verið fyrir áhuga og fórnir þúsunda af efnalitlum mönnum í þeirri von að þessi stofnun yrði gróð- urstöð fyrir margháttaðar menningarbætur í héraðinu. Ég fann glöggt þessa vornótt, þó að þá væri mannfátt á Laug- um, að samt ætti draumur stofnendanna eftir að rætast. Höllin, sem þeir hafa reist, á eftir að standa hlý og björt í margar aldir, og taka á móti þúsundum nemenda og gesta, sem koma úr köldum ferðalög- um, þar sem snjórinn liggur báðum megin við veginn. Frá þeim, sem ruddu veginn. Tveir ungmennaskólar höfðu starfað af og til í Þingeyjar- sýslu, annar á Ljósavatni, en Umhverfi Laugaskóla. hinn á Skútustöðum í Mývatns- sveit. Þeir ruddu á vissan hátt leið fyrir Laugaskóla. Þangað komu oft 20—30 nemendur úr sveitunum í kring og stunduðu nám 1—3 mánuði, eftir efnum og ástæðum. Nemendur og kennarar höfðu samvinnufélag um matreiðslu og hirðingu hússins. Skólahaldið var ódýrt og einfalt. Skólaheimilið var vaxið upp úr sveitaheimilunum eins og þau voru þá. Kennar- arnir voru úr sveitunum, þar sem þeir störfuðu. Sveitin lagði allt til: Nemendur, kennara og húsakost, án þess að biðja um stuðning þings eða stjórnar. Ljósavatn var hinn gamli höf- uðstaður Þíngeyinga frá því á söguöld. Það var falleg jörð, með prýðilegu víðsýni á mót- um þriggja dala. Þar hafði F.jörn Jóhannsson trésmiður og bóndi byggt eitt hið fyrsta timburhús í sveitum þar nyrðra. Síðar hafði Ljósavatns- hreppur keypt hið gamla ung- mennaskólahús, sem Einar í Nesi hafði látið reisa í Hlé- skógum í Höfðahverfi, en ekki var notað nema skamma stund. Ljósvetningar fluttu húsið til sín og endurreistu það áfast við íbúðarhús Björns Jóhanns- sonar. Voru þessi húsakynni alímikil, eftir því sem þá gerð- ist í sveitum í Þingeyjarsýslu, en gisin og köld. Ljósavatns- skólinn byrjaði eftir aldamótin síðustu. Voru þeir helztir stuðningsmenn hans, Sigurður Jónsson í Yztafelli og Halldórs- staðabræður, Sigurður hrepp- stjóri Sigurðsson á Landamóti og Kristján á Halldórsstöðum, sem síðan kemur mikið við þessa sögu. Sr. Sigtryggur Guðlaugsson var þá prestur á Þóroddsstað. — Hann vav fyrstur kennari við Ljósavatns- skólann, samhliða prestsstörf- unum. Það má með réttu telja sr. Sigtrygg fyrsta brautryðj- anda tveggja héraðsskóla, í Þingeyjarsýslu og á Vestfjörð- um. Eftir að sr. Sigtryggur fluttist vestur til Dýrafjarðar kenndi ég á Ljósavatni þrjá mánuði veturinn 1904—5, en var eftir það þrjú ár erlerrdis í því skyni að búa mig undir starf við slíka skóla. Þótti mér starfið skemmtilegt og ánægju- leg sambúð við unglingana, sem í skólann komu. Fékk ég þá trú á slíkum skólaheimil'um, sem ekki hefir breyzt, þótt ár- in liði. Eftir það tók Sigurður Baldvinsson, síðar bóndi á Kornsá, við skólanum og kenndi þar í nokkur ár. Hann var búfræðingur, ættaður og alinn upp í Ljósavatnshreppi, greindur maður og athuguli. Kristján bóndi Sigurðsson á Halldórsstöðum kenndi söng við skólann í mörg ár, með góðum árangri, í hjáverkum með bú- skap sínum. Mývetningar starfræktu ung- lingaskóla í þinghúsi sínu á Skútustöðum á útmánuðum, frá því nokkru eftir aldamót og fram að heimssyrjöld. Við hann kenndu Sigurður Jónsson skáld á Arnarvatni, Sigfús Haíl- grímsson bóndi í Vogum, .Tón Pétursson bóndi á Gautlöndum. Eftir 1920 starfaði skólinn nokkuð og voru þá kennarar: sr. Hermann Hjartarson á Skútustöðum og Þórir Stein- þórsson, nú kennari við Reyk- holtsskóla. Skólinn á Skútu- stöðum var mikið sóttur af Mý- vetningum, og hafði samhliða Ljósavatnsskólanum mikla þýðingu við að undirbúa stofn- un stærri skóla. Reynslan sýndi að unglingar í héraðinu sóttu slíka skóla og að skipulag þess- arar fræðslu átti vel við fólkið í sýslunni og lífsskilyrði þess. Ungmennafélögin og Lauga- skóli. Árið 1912 byrjuðu tveir ung- ir áhugamenn að hreyfa skóla- stofnun í stærri stýl, í ung- mennafélögum í Reykjadal og Mývatnssveit. Það voru þeir Arnór Sigurjónsson og Þórólfur Sigurðsson í Baldursheimi. Þór- óifur var þá fullvaxinn maður, og hafði nýlokið námi'í skólan- um á Akureyri. Arnór Sigur- jónsson lauk sinni skólagöngu á Akureyri á árunum 1912— 1914. Þeir Arnór og Þórólfur virðast hafa skift með sér verkum, sennilega þó án þess að ráðgast um það. Arnór bjó sig undir að vera kennari við imglingaskóla fyrir héraðið, en Þórólfur beittist fyrir að sam- eina ungmennafélögin í sýsl- unni um það átak að safna fé í skólabyggingu og hrinda mál- inu í framkvæmd. Ungmenna- félög voru áður til í nálega öllum hreppum sýslunnar. En frá 1912—Í915 vann Þórólfur að því að fá félögin til að niynda samband innbyrðis og setja skólamálið efst á stefnu- skrá sína. Þetta tókst. Og um vorið 1915 var afarfjölmenn vorhátíð á Breiðumýri, ein hin fjölmennasta, sem haldin hefir verið þar í sýslu. Það var í einu nokkurskonar stofnfundur ung- mennasambandsins í sýslunni og vakningasamkoma vegna skólamálsins. Sigurður í Yzta- felli, vinur og félagi æskunn- ar, stjórnaði samkomunni.Hann var þá talinn skörulegastur fundarstjóri á öllu landinu. Þórólfur Sigurðsson flutti þar ræðu um nauðsyn skólabygg- ingar í sýslunni og var máli hans vel tekið. Nú skildu leiðir þeirra Þór- ólfs og Arnórs um stund, þó að báðir stefndu að sama loka- takmarki. Þórólfur beitti sér fyrir fjársöfnun um alla sýsl- una til. skólabyggingar. Ung- mennafélag hverrar sveitar gekkst fyrir gjöfum, samskot- um og vinnuloforðum, bæði innan félags og utan. Þótti á- hugamönnum sýslunnar 1000 kr. framlög úr hverjum hreppi vera lágmark þess, sem ætlast mætti til, enda varð sú raunin á, að gjafir og framlög ein- stakra manna og félaga í sýsl- unni urðu milli 20—30 þús. kr. Árið 1919 hafði Þórólfur Sig- urðsson, sem formaður ung- mennasambandsins, lokið við söfnun gjafaloforða, en síðan stóð innheimtan frá 1920 og fram á árið 1925, þegar fyrsta skólabyggingin var fullger. Áttu menn á þessum árum ó- . hægra með fjárgreiðslur held- ur en á veltiárunum frá 1915 —1919. En því meiri er sæmd þeirra, sem lögðu á sig þungar fórnir fyrir hugsjónamál æsk- unnar á hinum erfiðustu tím- um kreppunnar miklu, eftir að heimsstríðinu lauk. Meðan þessu fór fram, studdi Arnór Sigurjónsson, eftir því sem hann náði til bæði ung- mennahreyfinguna í sýslunni og fjársöfnunarstarfið. . En mesta áherslu lagði hann á að túa sig undir að geta verið starfsmaður við hinn væntan- lega skóla. Gerði hann það. á margan hátt á þeim 10 árum, sem liðu frá því að hann tók burtfararpróf frá Akureyri 1914 og þar til skólabyggingm var reist 1924. Þénnan tíma notaði hann vandlega til fram- haldsnáms innanlands og utan, og til að vera vetrarmaður og kaupamaður á sérstökum mynd- i'i-heimilum í ólíkum héruðum, og loks með því að starfrækja ungmennaskóla í fundahúsinu á Breiðumýri. Var sá skóli í einu áf ramhald af skólunum . á lijósavatni og Skútustöðum, og undii'búningur að Laugaskóla. Arnór var tvo vetur fastur lærisyeinn í norrænu hjá Sig- urði Nordal, til að búa sig sem bezt undir móðurmáls- og bpk- menntakennslu. Hann var árin 1920—21 í Svíþjóð, Noregiiog Danmörku. Heimsótti hann í Svíþjóð og Danmörku flestalla hina merkari ungmennaskóla, og var auk þess vetur í Kaup- mannahöfn við að stunda al- menna bókmenntasögu. Arnór giftist vorið 1920. ungri kennslukonu úr Þingeyjar- sýslu, Helgu Kristjánsdóttur. Var hún úti jafnlegi og hann og í sömu erindum og auk þess eitt ár í Englandi, eftir að Arn- ór var kominn heim. Leið nú að þeim tíma, að sjálfsagt var að byrja á byggingarframkyæmd- um. Æskumenn sýslunnar stóðu í fastri fylkingu uni niálið og voru studdir af meginþorra hinna eldri manna, en á hinn bóginn valinn forstöðumaður vaxinn upp, ættaður úr hérað- inu, sem hafði með óvenjulegri f estu og þrautseigju búið . sig undir starfið, meðal annars, á

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.