Tíminn - 22.04.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.04.1936, Blaðsíða 2
62 TIMINN Arnór Sigurjónsson. þann frumlega hátt, að vera um lengri eða skemmri tíma fastur heimilismaður á sér- stökum myndarheimilum í fjarskyldum héruðum, til þess að þekkja sem bezt heimilis- menninguna í landinu, í öllum landshlutum. Staðarvalið. Nú var komið að vandasamri hlið á málinu, sem í mörgum héruðum hefir orðið að hættu- legu atriði. í sumum héruðum hafa deilur um stað fyrir ung- mennaskóla tafið fyrir fram- gangi málsins í aldarfjórðung. Svo fór ekki í Þingeyjarsýslu. Réði óvænt gifta þar hinum heppilegustu úrslitum. Sá skólastaður, sem margir af helztu formælendum málsins höfðu helzt augastað á, var prestssetrið Grenjaðarstaður. Þar er náttúrufegurð mikil, við Laxá, mitt í frjósömu hér- aði. Stutt frá prestssetrinu eru fossar í Laxá og hin bezta aðstaða til virkjunar og raf- magnsframleiðslu. Þóttu þetta allt góðir kostir. Auk þess vildu sumir forgöngumenn skólamáls- ins gjarnan hafá nána sam- vinnu milli kirkju og skóla. Þá var prestur á • Grenjaðarstað Helgi P. Hjálmarsson. Hann var ekki hlyntur skólamálinu, en á hinn bóginn vildi hann gjarnan, ef skólinn kæmist á, að hann yrði í allnánum tengsl- um við kirkjuna. Lét hann til- le.iðast að leyfa, að byggt yrði á Grenjaðarstað, með því skil- yrði, að prestur staðarins ætti jafnan sæti í skólanefnd. For- göngumenn skólamálsins ætl- uðu að ganga að þessu fyrir sitt leyti. En þá kom óvænt hindrun. Prestur varð að fá leyfi kirkjumálastjórnarinnar til að mega gera samning við byggingarnefnd skólans. Stjórn- arráðið vildi fallast á sam- komulagið, nema það að prest- ar, sem yrðu á eftir sr. Helga, væru skyldir til að vera í skóla- nefndinni. Sr. Helgi gæti bund- ið sjálfan sig slíku skilyrði, en eftirkomendur hans væri ekki bægt að binda til að taka á sig slíka kvöð, nema með lögum. Er enginn vafi á, að stjórnar- ráðið hafði hér lög að mæla. En úr því ekki var hægt til frambúðar að tryggja Grenj- aðarstaðapresti yfirráðarétt í stjórn skólans, vildi prestur ekki sinna málinu og neitaði um stað í landi prestsetursins. Komið hafði til orða að b.vggja skólann í landi Lauga í Reykjadal og hita húsið með hveravatni; en áhugamenn heima í sýslunni litu fremur á hið forna nafn Grenjaðarstað- ar, og fegurð og kosti jarðar- innar. Tveir Framsóknarmenn úr Þingeyjarsýslu höfðu í Degi cg Tímanum hreyft því að betra væri að vera við hvera- hitann á Laugum, en fegurðina á Grenjaðarstað. En þeir höfðu cnga aðstöðu til að hafa áhrif á málið, fyr en stjóxnarráðið skaut brandi fyrir dyr á Grenj- aðarstað. Þá var horfið að Laugum, sem skólastað, vegna Kristján Sigurðsson. jarðhitans, og þess hve vel sá staður lá við öllum samgöng- um í héraðinu. Sigurjón Frið- jónsson skáld bjó þá á Laug- um, og tók málaleitun bygg- ingarnefndar hið bezta, bæði vegna nauðsynjar málsins og þess, að Arnór sonur hans var einn af brautryðjendum skólans. Seldi hann skólanum hveraorku frá lind uppi í fjalls- hlíðinni og nokkurt land niður undir Reykjadalsá, hóflegu verði. Afráðið var að byggja húsið á háum melhól niður við ána. Frá hólnum gengu tvær melálmur í suðurátt og lægð á milli. Hafði áður verið gerður torfgarður milli þessara mela og heitu vatni hleypt í lægð- ina. Hafði þarna verið sund- laug og sundskóli um alllanga stund. Varla getur betra hús- stæði en þar sem Laugaskóli stendur, á háum ísaldarmel. Sigurgeir Friðriksson. mæla með 35 þús. kr. f járveit- l mgu, ef Ve kæmu á móti frá ] héraðsbúum. Var þessi upp- I hæð síðan samþykkt af þing- ; inu. Þei r Þórólfur Sigurðsson ! og Arnór Sigurjónsson voru I báðir í Reykjavík mikið af þing- tímanum 1923, til að vinna að málinu, og var aðstoð þeirra bæði nauðsynleg og þýðingar- mikil. Jón heitinn Þorláksson var einna tregastur í málinu en stóð vel við ákvörðun þingsins árið eftir, þegar hann varð f jár- málaráðherra. Vorið 1923 var ég staddur á Breiðumýri er Ingólfur Bjarnarson hélt leiðar- þing. Urðu þar talsverðar um- ræður um málið. Þótti hinum ungu og áhugasömu stuðnings- mönnum málsins að þingmaður kjördæmisins og Framsóknar- ílokkurinn hefði haldið vel og giftusamlega á málinu. En frá sumum eldri mönnunum heyrð- Bókaskápur. Reykjadalsá liðast í bugðum vestan við hólinn, og er þaðan örskammt á þjóðveginn tii Mý- vatnssveitar. Framan við skól- ann er hin hlýja tjörn. Að austan er fjallshlíðin allbrött með frjóum jarðvegi og gróin npp á brún. I miðri hlíðinni eru hinar heitu laugar, og má heita að vatnið kólni ekki í hitaveituni niður að skólanum, vegna þess hve fallið er mikið. Stór og góð rafstöð með 50 hestafla orku hefi r nú verið byggð við ána lítið eitt ofar en skólinn. Bygðin er þétt í Reykjadal, og líkur til að hún verði enn þéttari síðar meir í nánd við skólann, þar sem nota niá jarðhitann. Byggingarmálið. Stjórn þingeyska ungmenna- sambandsins hafði sent Alþingi 1919 áskorun um framlag til I skólabyggingar, en því máli var ; ekki sinnt. Leið svo þar til á þingi 1923. Tngólfur Bjarnar- son var þá nýkosinn þingmað- ur, og hafði mikinn hug á að fylgja málinu fram. Stjórn ungmennafélaganna bjó nú málið í hendur hans svo vel sem unnt var og jafnframt var allt gert til að innheimta gjafa- lofprðin, svo að ekki þyrfti að standa á framlaginu heimafyr- ir. Ingólfur átti sæti í fjár- veitingarnefnd, og tókst hon- um, með lægni og löngum á- róðri, að fá nefndina til að ust óánægjuraddir. Þótti þeim tíminn illa valinn til slíkra stór- ræða, þar sem bæði væri kreppa og óhentugt tíðarfar. En mjög voru slíkar raddir í minnahluta, því að meginþorri sýslubúa studdi málið af heilum hug. Var nú ákveðið að byggja skyldi aðalhúsið sumarið 1924. Frú Helga Kristjánsdóttir hafði komið með teikningu frá Eng- landi, sem henni þótti við hæfi sem fyrirmynd. Fengu þau hjón Sveinbirni Jónssyni bygginga- meistara þá teikningu. Hann gerði eftir henni frumdrætti að Laugaskóla. Var sá upp- dráttur fenginn í hendur Jó- hanni Kristjánssyni bygginga- íræðing í Reykjavík. Gerði hann hina, endanlegu teikningu af Laugaskóla eftir hinni fyrri, þannig að jafnan hélst nokk- urt svipmót eftir af hinni ensku hallarteikningu, sem frú Helga Kristjánsdóttir flutti heim með sér frá dvöl sinni í Englandi. Saga fyrsta hússins á Laugum. Ekki blés birlega þegar byrja átti bygginguna á Laugum vor- ið 1924. Tíðin var köld fram eftir öllu vori. En verst af öllu var mænuveikin, sem geisaði um héraðið og lagðist einkum á ungt fólk. Þurfti mikla þraut- seigju til.að geta haldið áfram með slíkt nýmæli, en vinir skól- ans létu engan bilbug á sér finna. Meginhúsið og vestur- Þórhallur Björnsson. álman var byggt um sumarið og lokið við að miklu leyti að innan fyrir áramót, þannig að námsskeið var haft 1 húsinu á útmánuðum 1925, en ekki er talið að skólinn hafi byrjar fyr en haustið 1925. Átti skólinn þannig raunverulega 10 ára af- mæli í byrjun en ekki lok þessa skólaárs. Hitinn gerði undur og kraftaverk. Fylgdu hinum ótak- markaða hitunarmöguleika margir kostir, sem fáa hafði órað fyrir, svo sem það, að nem- endur gátu sofið fyrir opnum gluggum í hinum mestu kuld- um. Heita vatnið úr húsinu rann út í sundþróna fyrir fram- an húsið og notuðu nemendur það óspart og syntu í þrónni, stundum milli jaka. Ekki var kennurum skólans um þá vos- búð og nú var næsta skrefið að byggja sundlaug í kjallara austurálmunnar. Ingólfi Bjarn- Konráð Erlendsson. kaupa þær utan við félags- verzlun sína á Húsavík. En við hlið hinna yngri manna kom eldri kynslóðin til stuðnings í þéttri fylkingu og var Kristján bóndi Sigurðss. á Halldórsstöð- um í Kinn þeirra fulltrúi. Hann var búhöldur hinn bezti, fram- sýnn og ráðagóður, og hafði hvers manns traust bæði um fjármáf og aðra vandasama hluti. Skólinn varð að taka lán til byggingarinnar, því að gjaf- ir og gjafavinna nægði ekki móti hinu óhjákvæmilega fram- lagi ríkissjóðs. Var þá tekið það ráð að mynda félag með 25 gildum bændum í sýslunni og tóku þeir að láni jafnmörg þúsund til skólahússins. Er lán það síðan afborgað með húsa- leigugreiðslu nemenda. Kristján Sigurðsson var kjörinn fulltrúi þessara stuðningsmanna í bygg- ingarnefnd og síðan í skóla- Stólar og borð. arsyni tókst að fá 5000 króna fjárveitingu í þessa laug. Var henni lokið meðan íhaldið fór með völd. Er sundlaugin á Laugum formóðir allra annara yfirbyggðra sundstöðva á land- inu. Næsta happ skólans var það er Framsóknarmenn fengu samþykkt lögin um héraðsskóla é Alþingi 1928. Var þar ákveðið að ríkið skyldi leggja fram helming móti héraðsbúum til slíkra bygginga. Laugaskóli fekk þá endurgreitt það sem héraðið hafði ofborgað í húsið og var austurálma hússins by ggð fyrir þessa fjárhæð sumarið 1928. Stóð meginbygg- ingin þá fullger eins og hún er. Eldri kynslóðin hleypur undir bagga. Hér að framan hefir einkum verið skýrt frá baráttu unga fólksins fyrir skólabygging- unni, og er þar margt verkið vel unnið, þó að eigi verði frá því skýrt í þessu yfirliti. Eitt dæmi um fórnfýsi hinna ungu var framganga Sigurgeirs Frið- rikssonar í Skógarseli, nú bóka- varðar í Reykjavík. Hann gaf skólanum föðurarf sinn, 1000 kr. og mikla vinnu við fjár- söfnun og skipulagningu ung- mennafélaganna. Hafði faðir hans verið hinn prýðilegasti bóndi og svo einlægur samvinn- umaður, að hann lét heldur vanta í bú aitt vörur en að nefnd, og má segja að í mörg ár hafi hitinn og þunginn af cllum byggingaframkvæmdum skólans og fjárráðin hvílt á þessum fjórum mönnum: Arn- cri, Kristjáni, Þórólfi og Jóni Sig. í Yzta-Felli. Hafði hver þeirra sína hlið af starfinu. Á Kristjáni hvíldi vandinn að út- vega lán heima fyrir, um lengri og skemmri tíma. Tókst honum það manna bezt, vegna þess að hann hafði sjálfur allmikil f járráð og þó enn meira traust. Er erfitt að meta til fulls starf ; hans í hinni örðugu fjármála- baráttu skólans frá byrjunar- árunum. Lagði hann þar fram alla krafta sína og hugsaði aldrei um sinn eiginn hag, held- ur setti oft fjárhag sinn í hættu, vegna framkv. skólans. Húsmæðraskólinn á Laugum. Austanvert við tjörnina, sem Laugaskóli stendur við, hefir verið reistur húsmæðraskóli Þingeyinga. Hann er að vísu sjálfstæð stofnun, en starfar þó að allmiklu leyti í náinni sam- vinnu við héraðsskólann. Þing- eyskar konur byggðu þennan hússtjórnarskóla með styrk úr sýslusjóði og frá ríkinu. Frá því um aldamót höfðu kvenfé- lög í Þingeyjarsýslu og Eyja- firði haft áhuga fyrir þessari framkvæmd og fjölmargir fundir haldnir um málið. En allt strandaði á stað fyrir skól- ann. Ihaldakonur á Akureyri Leifur Ásgeirsson. vildu hafa skólann hjá sér og undir sínum verndarvæng, helzt inni í bænum, en annars í Gróðrarstöðinni sunnan við bæ- inn, eða á Kjarna. En sam- vinnukonur bæði úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslu vildu. hafa skólann í sveit. Samkomulag var í rauninni ómögulegt, þyí að bæjakonur og s veitakonur vildu hvorar fyrir sig miða skólann við sín lífskjör. Árið 1917 kom Magnús Kristjánsson fram lögum um húsmæðra- skóla á Norðurlandi. En hann var ekki reistur vegna tog- streitu um staðinn, hvort skól- inn ætti að vera við Akureyri eða upp í sveit. Þingeyskar konur notuðu frestinn og söfn- uðu 4—5 þús. kr. til skóla- stofnunar og lögðu í sjóð, og auk þess talsverðum loforðum um meiri framlög. Nokkru eft- ir stofnun héraðsskólans á Laugum ákváðu þingeyskar konur að reisa þar húsmæðra- skóla fyrir 15 stúlkur. Kvenfé- lögin lögðu fram 15 þús. kr., sýslan og einstakir menn 8000 kr., en ríkið lagði fram helming stofnkostnaðar á móti, en hann var samtals um 50 þús. kr. Var skólahúsið reist 1929. Húsið er fremur lítið, en einkar vel búið að húsgögnum og öllum áhöld- um. Er tæplega nokkur opin- ber bygging á Islandi svo vist- leg innan dyra eins og þessi húsmæðraskóli. Námstíminn er einn vetur. Aðaláherzlan er lögð á hagnýta vinnu, mat- reiðslu, saumaskap, vefnað og línþvott. Bókleg kennsla er nokkur og auk þess leikfimi og sund. Kristjana Pétursdótt- ir frá Gautlöndum hefir verið forstöðukona frá byrj'un, og ráðið mest um hinn prýðilega útbúnað skólans. Aðsókn er meiri að þessari kvennadeild en að nokkrum öðrum skóla á landinu. Umsóknir eru oft um 70, en ekki hægt að taka á móti nema 15. Sýnir þetta, að ekki hef ir verið vanþörf á þess- ari framkvæmd húsmæðranna í Þingeyjarsýslu. Iþróttahúsið og rafstöðin. Sundlögin var mikils virði og hafði mikið aðdráttarafl á unga fólkið. En það vildi líka stunda leikfimi. Og sumarið 1931 réð- ist skólastjóri og byggingar- nefnd í að reisa úr steinsteypu voldugt leikfimishús, sem kost- aði um 40 þús. kr. Stendur það mitt á milli héraðsskólans og húsmæðraskólans, og snýr gafli fram að tjörninni. Er það mest leikfimishús á landinu að frá- töldum íþróttaskóla Jóns Þor- steinssonar. Tveim árum síðar, sumarið 1933, var rafstöðin byggð 1 km. ofan við skólann. Hún framleiðir 50 hestöfl. Raf- orkan er notuð til að lýsa skóla- bygginguna og til suðu, og auk þess til ljósa og suðu á næstu bæjum. Nú var komið ,út í sjálfa kreppuna. Á átta árum höfðu Þingeyingar komið sér upp höfuðsetri upp til dala, þar sem ekki skorti á rausn og myndar-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.