Tíminn - 13.05.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.05.1936, Blaðsíða 1
•ð tan&elntta á Zaxtaa»*a *P« Giaa 2353 - PootDtít&SS fiíafteinss ti 1. $ftai SktaangutktB footat 7 (x* XX. árg. Reykjavík, 13. maí 1936. 20. blað. Fjólur upp úr snjónum Niðurl. Varaliðsmaðurinn er mjög trúaður á blessun þess, að jarðir í sveit hækki í verði. Þetta vilja allir spekúlantar og það vilja allir, sem ætla að flýja af jörðum sínum og nota peningana annarsstaðar. Og svo mikill ákafi er í höf. áður- nefndrar greinar í þessu efni, að nærri liggur að ætla að hann sé að hugsa um burtflutn- ing og sölu. Ég vil gefa honum og hans félögum „dæmi úr lífinu" til að glíma við í þessu efni. Sr. Jónas Jónasson á Hrafnagili bjó lengi á þeirri litlu en góðu jörð og farnaðist vel. Honum hefir sennilega verið metin jörðin upp í tekjur, sem svarar 3000 kr. höfuðstól. Síðan verð- ur Þ. Br. prestur þar, og fær jörðina keypta fyrir 4000 kr. Fáum árum síðar selur hann jörðina ríkasta manni Eyja- fjarðar fyrir ca. 45 þús. kr. Sá maður fær hana í hendur tengdasyni sínum, sem nú hef- ír gert umbætur á jörðinni, byggingar og ræktun fyrir enn aðrar 40 þús. kr. Jörðin mun nú standa í um 80 þús. kr. Segj- um að eitt af börnum núver- andi bónda taki við jörðinni, leysi út arfahlut hinna erfingj- anna með lánum, og verði að meta sér jörðina með húsum án bústofns þannig, að það svari 5% vöxtum af höfuð- stólnum. Bóndinn á Hrafnagili þarf þá að borga 4000 kr. í leigu af jörðinni árlega með tekjUm af bústofni sínum. eða nákvæmlega sömu upphæð og skriftafaðir varaliðsmanna borgaði ríkissjóði fyrir alla jörðina með húsum. Nú ætlar höf. áðurnefndrar greinar að hækka svo verðið á landbúnað- arafurðum, að það standi und- ir þessari verðhækkun og öðr- um þörf um bændanna líka. Hve margir trúa á að þetta sé hægt? Og hve margir myndu ekki hallast að hinu, að núver- andi bóndi gefi ætt sinni jörð- ina, með þeim skilmálum, að eftirkomendur hans þurfi ekki að greiða í afgjald nema svo sem 5—600 kr. árlega. En ef varaliðsmaðurinn getur sýnt fram á leiðir til að renta 80 þús. kr. í Hrafnagili, og öðr- um jörðum að sama skapi, þá er 'sjálfsagt að gleðjast yfir svo miklum hagnýtum vísdómi, þjóðinni til handa. Varaliðsmaðurinn segir, að það hafi verið ólán, að Kveld- úlfur vann ekki kosningarnar 1934, af því að blæja blindn- innar hafi verið dregin yfir höfuð almennings, sem kaus stuðningsmenn núverandi stjórnar. Allt á þetta að vera af því að Jensenssynir myndi rétta við fjárhaginn. En því rétta þeir ekki við sinn hag? Hversvegna skulda þeir meira en önnur fyrirtæki? Hvers- vegna eyða þeir bræður 30 þúsi kr. hver árlega af eigin fyrirtæki, sem stórtapar og lif- ir á sparifé landsmanna í þjóð- bankanum? Eiga þeir að bjarga öðrum, sem ekki bjarga sér betur en þetta og hafa þó allan hug á því? Skyldi vara- hðsmaðurinn hafa athugað það, að ef krónan félli nú um helming, þá yrði að taka lið- lega 3 miljónir kr. af „villulán- um" Jón Þorl. frá 1925—26, og láta skapþunga skilamenn í landinu borga þetta auk alls annars í auknum sköttum? Hefir hann og hans lið reiknað út, hve mikil sú skattabyrði er, sem á þann hátt legst á al- menning við gengishrun, þar sem ríkið er í ábyrgð fyrir ná- lega öllum lánum bankanna, veðdeildinni, síldarbræðslunum, skipum, bátum o. s. frv. Vel má vera að krónan falli innan tiðar, og að þing og stjórn taki þá ákvörðun. En slík ákvörðun verður aldrei gerð, svo vel fari nema þar gæti meiri þekkingar og víðsýni heldur en kemur fram í þekk- ingarlausu fleipri manna eins og þeirra, sem standa að glamri varaliðsins. Ein harmastuna höf. er út af því að varaliðið skyldi ekki geta leikið sér meira en raun var á með landsfund bænda í fyrra. Fundurinn var fjölsótt- ur. Framsóknarmenn voru þar í meirihluta, en stilltu í hóf að nota vald sitt meira en tíðkast um varaliðsfólkið. Þeir gerðu sig ánægða með minnahluta í stjórn Landssambandsins. Og þeir sýndu í meðferð valds síns á þessum fundi, að þeir vildu, að íhaldsbændur hefðu þar fullkomið jafnrétti, ef þeir vildu vinna að málum bænda. Hitt er annað mál, að Jóni Jónssyni var þetta ekki nóg, heldur tók hann treyju sína í þriðja sinn og lagði á flótta frá málefninu er hann þóttist unna, af því að hann var þar skoðaður umbúðalaust það sem hann er. Varaliðsmaðurinn heldur að opinber vinna hafi minnkað síðan núverandi stjórn tók við. Áður en hann leggur næst út í skrif um þetta. efni ætti hann að athuga fjárlög og lands- reikninga og sjá hvar hann stendur. Ennfremur ætti hann að athuga það, að fyrra árið sem skriftafaðir hans var við stjórn vegamála, dró hann sumstaðar undan helminginn af vegafénu og lét alls ekki nota það! Ein skemmtilegasta fjólan er um að við Framsóknarmenn viljum eyða dreifbýlinu. Lítt bítur sú ásökun á þá, sem stóðu að Byggingar- og land- námssjóði móti íhaldinu, sem ekki unni sveitunum fjárins, því að sá sjóður hefir líka eflt heiðarkotin. Gremja höf. snýst mjög á móti þeim tveim leiðtogum í Fram- sóknarflokknum, sr. Sveinbirni og Steingrími búnaðarmála- stjóra, sem báru fram hug- myndina um samvinnubyggðir mitt í niðurlægingu Ásgeirs- stjórnarinnar. Heldur vai'aliðs- maðurinn, að samvinnubyggðir geti verið í algerðu dreifbýli? Ileldur hann að óræktaða land- ið í dölum landsins sé of heil- agt til að vera ræktað og bera Framh. á 4. síöu. A víðavangi Alþingi var slitið síðastl. laugardag 9. þ. m. Hafði það þá verið 85 daga að stösfum. Meðalþing- tími síðustu 12 ára er rétt um 100 dagar, og hefir því þing- tíminn að þessu sinni verðið 15 dögum neðan við meðallag. Á þessum tíma hefir aðeins eitt þing verið styttra en nú, en það er þingið 1934, sem var 83 daga að störfum. Eiga nýju þingsköpin vafalaust góðan þátt í því, hversu stutt þingið varð nú, því að þau voru strax að fengnu samþykki, símuð konungi til staðfestingar og komu til framkvæmda síðustu yikur þingsins. Enda voru nú óvenju litlar máltafir í þinglok. Þingið hefir alls afgreitt 55 lög og 10 þingsályktanir, þar á meðal ýms mjög merk mál. Af landbúnaðarmálum má þar nefna jarðræktarlögin nýju, lög um jarðakaup ríkisins, lög um garðyrkjuskóla og lög um fóðurtryggingar í sveitum. — Meðal annara merkra mála skulu nefnd t. d. breytingar á vega- og brúalögum, lög um ríkisframfærslu sjúkra manna og örkumla, fræðslulögin nýju, lög um atvinnu við siglingar og kennslu í sjómannafræðum, lög um sveitarstjórnakosning- ar, lög um varnir gegn því að skipum sé leiðbeint við ólög- legar fiskveiðar, lög um með- ferð einkamála í héraði (und- irbúin af lögfræðinganefnd- inni), lög um eftirlit með út- lendingum o. s. frv. Fjárlög voru afgreidd í svipuðu kerfi og síðast, og f ramlög þó heldur aukin til verklegra fram- kvæmda. Merkasta landbúnaðarmálið sem afgrett var á þessu þingi, eru óefað jarðræktar- lögin nýju. Hefir áður verið skýrt frá efni þeirra hér í blaðinu, og mun verða rætt nánar síðar. Hin nýja löggjöf miðar að því,að gera ræktunina sem allra almennasta á öllum byggilegum býlum landsins. Á styrk til einstakra fram- kvæmda eru gerðar breytingar eftir því sem 12 ára reynsla bendir til að heppilegast sé. Takmarkið er, að styrkja sem flesta til að geta rekið mynd- arlegt bjargálnabú á ræktuðu landi, en ekki til að koma upp stórrekstri eins og t. d. á Korp- úlfsstöðum. Þá- eru gerðar ráð- stafanir til þess að menn geti ekki selt jarðræktarstyrkinn og flutt framlög hins opinbera aftur burt úr sveitinni. Og loks eru ákvæði, sem eiga að tryggja betra og áhrifameira samstarf bænda í búnaðarfé- lagsskapnum en verið hefir. Andstæðingar ríkisstjórnarinn- ar hafa reynt að þyrla upp talsverðum blekkingum um þeta mál, en geta þó ekki ann- að en viðurkennt í öðru orðinu, að í lögunum séu miklar breytingar til bóta. Og yfir- leitt verður því eigi. í móti mælt, að tilgangur jarðrækt- arlaganna er nú stórum betur tryggður en áður var. Skiptir það ekki máli í því sambandi, þó að menn eins og Pálmi Ein- arsson láti hafa sig til að reikna út algerlega einhliða og villandi dæmi um áhrif lag- anna. Enda mun það sannast, að jarðræktarstyrkurinn í heild mun aukast en ekki minnka eftir hinum nýju lög- | um, þótt einstaka stórbú verði í þar af nokkru að sjá til hinna, j sem áður hafa lítils notið. Verzlunarjöfnuðurfnn. I apríl mánuði síðastl. nam útflutningurinn 2.270.300 kr., en innflutningurinn 4.129.750 kr. Fyrstu fjóra mánuði ársins hefir innflutningurinn því numið 11.542.800 kr., en út- flutningurinn 10.993.900 kr. Á sama tíma í fyrra nam innflutningurinn 13.193.450 kr. og útflutningurinn 11.524.360 kr. Þó útflutningurinn væri þá hálfri miljón króna meiri en nú var hallinn þá orðinn 1,7 milj. kr., en er nú ekki nema 0,5 milj. kr. Fiskbirgðirnar voru í lok aprílmán. síðast. 19.619 þur tonn, en voru á sama tíma í fyrra 33.066 tonn og mun meiri árin 1934 og 1933. Kosningar í þinglok. Yfirskoðunarmenn lands- reikninganna voru kosnir Hannes Jónsson dýralæknir, Páll Þorbjörnsson alþm. og Magnús Jónsson alþm. Endurskoðendur síldarverk- smiðjanna voru kosnir Einar Árnason alþm. og Hannes Jóns- son alþingismaður. — Mun þá rnega ganga út frá því að Ilannes hafi fengið „áminning- una" í „Bændaflokknum" og Kveldúlfur tekið hann í sátt á ný, úr því að íhaldið gerir hann enn að endurskoðanda fyrir sína hönd. Varamenn í utanríkismála- nefnd voru kosnir: Gísli Guð- mundsson, Páll Zópóníasson, Emil Jónsson, Ásgeir Ásgeirs- son, Garðar Þorsteinsson, Ja- kob Möller og Magnús Jóns- son. 1 rekstrarráð ríkisverzlan- anna var tilnefndur af Sjálf- stæðisflokknum Jóhann Ólaf3- son stórkaupmaður í stað Ja- kobs Möller, sem hafði afsalað sér því starfi. Hefir íhaldið hér komizt að sömu niðurstöðu og ríkisstjórnin, að Jakob sé óhæfur til eftirlits! Ný sfldarverksmiðjustjórn. Páll Þorbjarnarson og Jón Sigurðsson hafa sagt af sér störfum í stjórn sfldarverk- smiðja ríkisins. Þar sem stjórnarnefndar- mennirnir eru kosnir af Al- þingi, sem nú er slitið, og hafa enga varamenn, hefir atvinnu- málaráðherra gefið út bráða- birgðalög um það, hversu stjórn verksmiðjanna skuli skipuð. Samkvæmt hinum nýju lög- um verða í verksmiðjustjórn- inni þrír menn skipaðir af at- vinnumálaráðherra. 1 hinanýju verksmiðjustjórn hafa verið skipaðir Finnur Jónsson alþm. (formaður), Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri á Akureyri og Sigurður Kristjánsson út- gerðarmaður á Siglufirði, en varamenn þeirra Óskar Jóns- son í Hafnarfirði, Hannes Jónasson kaupmaður á Siglu- firði og Hafsteinn Bergþórsson skipstjóri, Reykjavík. Harðindatillaga „Bændaflokksins". Þorsteinn Briem og Hannes Jónsson báru fram í sambandi við fjárlögin tillögu um að heimila ríkisstjóminni að verja a árinu 1937 100 þús. kr. í hjálp til bænda á harðinda- svæðinu. Tillaga þessi var felld. I umræðunum gerði Ey- steinn Jónsson fjármálaráð- herra eftirfarandi grein fyrir afstöðu Framsóknarflokksins: „Það hefir komið fram í um- ræðum á Alþingi, að ríkis- stjórnin hefir hlaupið undir bagga um útvegun fóðurbætis handa þeim, sem hefir skort hann, en ekki getað aflað hans af eigin rammleik, og þar sem síjórnin á sinum tíma leitar að sjálfsögðu aukafjárveiting- ar fyrir því tapi, sem leiða kann af þessum óumflýjanlegu ráðstöfunum á árinu 1936, tel- ur Framsóknarflokkurinn á- stæðulaust að veita sérstaka heimild til slíkra útgjalda á árinu 1937". Þ. Br. viðurkenndi í umræð- unum, að hann væri mjög ánægður með aðgerðir ríkis- stjórnarinnar til að koma í veg fyrir fóðurþrot hjá bændum í vetur. En vitanlega gátu þeir félagar ekki stillt sig um að þjóna lund sinni og reyna að hafa einhvem pólitískan hagn- að af harðindunum! Fiskimálanefndin. í þingbyrjun lögðu tveir íhaldsmenn fram frv. þess efn- is að leggja Fiskimálanefndina niður, en fela S. I. F. störf hennar. Þessir íhaldsmenn voru Ólafur Thors og Jakob Möller. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Fiskimálanefnd hefir haft forgöngu um flest þau nýmæli á sviði sjávarút- vegsins, hvað snertir leitun markaða og nýjar verkunarað- ferðir, er hér hafa verið reynd. Má þar nefna frystun fiskjai'- ins, harðfiskinn, ufsaherzluna, karfaveiðarnar, rækjuveiðarn- ar, hákarlaveiðarnar og leitun markaða fyrir þessar vörur bæði í Evrópu og Norður-Am- eríku. Að sumum þessara ný- mæla hafa að vísu einstakir menn átt upptök, en án Fiski- málanefndar og tilstyrks henn- ar hefðu þeim verið ókleift að koma þeim til framkvæmda. Neðri deild afgreiddi því mál þeirra tvímenninganna með eftirfarandi rökstuddri dagskrá frá meirihluta sjávar- útvegsnefndar: „Þar eð ekkert það hefir komið fram í fiskimálunum, er bendir til þess, að eðlilegt sé eða hagkvæmt að leggja störf Fiskimálanefndar undir stjórn Sölusambands íslenzkra fisk- framleiðenda, og nýafstaðið Fiskiþing hefir fellt tillögu um slíka sameiningu, telur deildin samþykkt þessa frv. þýðingar- lausa og jafnvel skaðlega fyrir framkyæmd fiskimálanna og tekur fyrir næsta mál á dag- skrá". Uian úr heimi Fyrir nokkru urðu þau tíð- indi á þingi Spánverja, að Al- cala Zamora, sem hefir verið forseti lýðveldisins síðan það var stofnað, var vikið úr em- bætti. Gerðist þetta á nætur- fundi, er forsetinn var í svefni á heimili sínu. Zamora var einn af foringjum þeirra, er stóðu fyrir því á sínum tíma að steypa konungsvaldinu af stóli, en nú var honum gefið það að sök, að hafa rofið þing á ólög- legan hátt. Hefir það þingrof að vísu orðið til þess að skapa þann þingmeirihluta, sem nú hefir svift hann forsetatign- inni. — Manuel Azana forsæt- isráðherra vinstri flokkanna hefir nú verið kjörinn forseti Spánar, og er nú verið að mynda nýtt ráðuneyti. Virðast áhrif hinna róttækari vinstri- flokka nú fara vaxandi með degi hverjum. Mussolini hefir lýst yfir því, að Abessiníustyrjöldin sé á enda og Abessinía sé nú ekki lengur sjálfstætt ríki heldur hluti af hinu ítalska ríki. Vic- tor Emanuel ítalíukonungi hef- ir verið gefið tignarheitið Abessiníukeisari og ítalski yf~ ii'hershöfðinginn Badoglio hef- ir verið skipaður undirkonung- ur í Abessiníu. Er hér líkt eft- ir því stjórnarformi, sem Bret- ar hafa í Indlandi. Abessiníu- keisari dvelur nú í Jerúsalem. Hefir hann þar í fórum sínum mikil auðæfi í gulli og silfri, svo að talið er að nema muni alls um níu smálestum! Hann segist sjálfur hafa orðið fyrir eiturgasi á vígstöðvunum, og hafi það lamað heilsu sína í bili. Yfirleitt telur hann, að eiturgasnotkun Itala hafi vald- ið úrslitum í hinum síðustu bardögum. Hinsvegar heldur hann því fram, að Abessinía sé enn sjálfstætt ríki, innlend stjórn sé þar starfandi og að ítalir hafi aðeins hluta af landinu á valdi sínu. Á fundi Þjóðabandalagsins, sem nú stendur yfir í Genf, mótmæltu fulltrúar ítala því, að viðurkenndur yrði sérstak- ur fulltrúi fyrir Abessiníu. Þegar þau mótmæli voru að engu höfð, gengu ítölsku full- trúarnir af fundi og eru nú horfnir heim aftur til Róma- borgnar. Gert er ráð fyrir, að refsiaðgerðum verði haldið áfram fyrst um sinn. Og talið er, að Frökkum og Bretum lít- ist ekki á blikuna, ef Italir ætla að hertaka Abessiníu án alls tillits til Þjóðabandalags- ins, og slá á hana eign sinni án þess að aðrir njóti þar góðs af. Og það þykjast menn sjá, að vanmáttur Þjóðabandalags- ins í Abessiníumálinu og for- dæmi ítala nú muni víða geta haft óheillavænleg áhrif á gildi samninga milli þjóðanna. I nefndarálitinu voru enn- fremur færð þau rök fyrir þessari tillögu, að starf S, í. F. væri að ýmsu leyti fjar- skylt störfum Fiskimálanefnd- ai', og myndi framkvæmda- stjórar þess hafa ærinn starfa við saltfisksöluna. Framh. á 4. síðu,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.