Tíminn - 24.06.1936, Blaðsíða 3
TlMINN
101
i'arin 10 ár. 0g þ<5 hefir saga
flokksins þessi 10 ár verið
stöðug hrakfarasaga. Rétt á
undan þessum „landsfundi“ er
flokksstjórnin búin að bíða
hinn smánarlegasta ósigur í
síldarverkfalli sínu. En það er
ekki, að því að spyrja hjá
þessum mönnum, að „sigur-
vissan“ eykst við hverja hrak-
för! Almenningur hendir að
þessu góðlátlegt gaman eins og
skrafi Ólafs Thors um „ráð-
kænskuna“ og „máttarstólp-
ana“.
„Geysimikill slyrkur“ að
vera 44 ára!
Annars skín það út úr hverri
línu í þessum Mbl.-leiðara, að
„landsfundurinn“ hafi verið
haldinn til þess fyrst og
fremst að reyna að draga úr
álitsleysi formannsins innan
flokksins og minnka sundrung-
ina meðal flokksmanna. Hefir
þessa sjálfsagt ekki verið van-
þörf nú. öll greinin gengur út
á það, að ólafur og „ættmenn“
hans hafi nú þrátt fyrir allt
„traust flokksmanna sinna“ —
hann hafi meira að segja
„unnið*) vináttu þeirra".
En þegar „moðhausamir“
fara að gera sér nánari grein
fyrir kostum ólafs sem flokks-
foringja, þá verður þeim það
eitt fyrir hendi, að hann sé
nú 44 ára! 44 ár eru mjög
heppilegur aldur fyrir flokks-
foringja, segja þeir Jón og
Valtýr, því að 44 ára menn
„sldlja hugsunarhátt og við-
horf hinnar eldri kynslóðar“
og líka „kröfur hins nýja
tima“! Miklu verra að vera t.
d. 51 árs eins og formaður
Framsóknarflokksins!
Einmitt í þessu, að vera 44
ára „er geysmikiU styrkur“
segir Mbl. með hinum mesta
alvörusvip.
Og þessi nýstárlega hug-
mynd hinna pólitísku Bakka-
bræðra við Mbl., er hið eina
sýnilega tákn þess, að íhaldið
hafi auðgað anda sinn við
dvölina á Þingvöllum.
*) Auðkannt hér.
1 Þeir sem vilja
LFvOA eignast góðaog
ódýra bók, gerast áskrif-
endur að Dvöl. Utanáskrift:
Dvöl, Reykjavík,
Skattar á Islandí
og i oðrum londum
Mbl. birti 14. þ. m. viðtal við
Thor Thors, sem þá var ný-
kominn af norræna þingmanna-
fundinum; Segist Thor þar á
fundinum hafa talað um skatta-
mál fyrir hönd Islands. Um
þetta segir blaðið:
„Það kom greinilega fram
við þessar umræður, að skatta-
álögur eru hvergi á Norður-
löndum nálægt því eins háar
og hér á landi, og vakti það al-
menna undrun fundarmanna,
hversu langt hér er gengið í
skattaálögum“.
Sé þetta rétt eftir haft í
| Mbl. virðist framsaga Thor
i Thors „fyrir ísland“ í þessu
i máli hafa verið eitthvað ein-
: kennileg.
i Svo vel vill til að Tím-
anum hefir alveg nýskeð bor-
ist í hendur yfirlit um ríkis-
tekjur allra helztu ríkja víðs-
vegar um heim, og er yfirlit
þetta gefið út af Skattrann-
sóknarstofnun (The Tax Re-
sereh Foundation) í Banda-
ríkjunum. En yfirlit þetta er
gert af Paul Studenski, pró-
fessor í hagfræði við Verzlun-
arskóla New York borgar,
samkvæmt heimildum úr við-
komandi löndum. Yfirlit þetta
er birt í 6. útgáfu af Tax Sy-
stems of The World, en svo
nefnist rit það, er hin ame-
ríska skattrannsóknarstofnun
gefur út og áður er nefnt.
Yfirlitið sýnir heildarupphæð
tolla og skatta hjá hverju ríki,
í mynt viðkomandi lands, á-
samt fólksfjölda og meðaltali
skatta og tolla á mann í land-
inu. Til þess að fá samanburð
milli einstakra ríkja, er meðal-
talsupphæðinni á mann því-
næst breytt í ameríska mynt
dollara, miðað við meðalkaup-
hallargengi í New York árið
1984, en frá því ári eru flestar
heimildir hinna einstöku landa.
Aðalniðurstaða skýrslunnar er
sú, að meðaltalsupphæð tolla
og skatta á mann sé:
í Norðurálfunni 26,98 dollarar
í öllum heiminum 23,79 —
Þess skal getið að Sovétrík-
in eru hér ekki meðtalin og er
það vegna þess, að rúblan
verður eki miðuð við neitt á-
áveðið gengi. Stóra-Bretland
er heldur ekki tekið með 1 með-
altalinu fyrir Norðurálfuna,
þar eð sérstakt yfii’lit er yfir
allt brezka heimsveldið. Lækk-
ai þetta meðaltalið fyrir Norð-
urálfuna að verulegu leyti, því
að í Stóra Bretlandi eru skatt-
ar og tollar hærri á mann að
meðaltali en í nokkru öðru
landi.
Fyrir Norðurlönd lítur yfir-
litið um skatta og tolla þann-
ig út:
Ár Fólksfjöldi Skattarog Meöalt. Meðalt.
og tollar á ibúa & ibúa
allsiþús.kr. 1 kr. idoll.(*
ísland Vr81/is '31 109,000 10,955 100,50 22,63 doll.
Danmörk «/* '33 3I/3 '34 3,551,000 458,925 129,23 29,06 —
Noregur »/» ’32-3®/6 ’33 2,814,000 287,096 102,02 25,82 —
Svíþjóð */7 ’33-s0/6 '34 6,142,000 630,697 102,68 26,67 —
*) UmreiknaÖ í dollara, miðað við meöalgengi ársins 1934.
Eins og taflan ber með sér
eru tölumar fyrir ísland frá
árinu 1931. En árin 1934—37
eru tölurnar þaimig, samkv.
Ár Fólksfjöldi
1934 114,743 Landsreikn.
1935 116,000(* Fjárlög
1936 117,500(* —
1937 119,000(* —
Landsreikningum, fjárlögum,
hagtíðindum og upplýsingum
frá Hagstofunni:
Skattar og Meöaltal á Meöaltal á
tollar samtals áibúaikr. áibúai
doll. (*•
11,843,947,41 103,22 23,25 doll.
11,275,000,00 97,20 21,89 —
12,065,000,00 102,68 23,12 —
12,605,000,00 105,92 23,85 —
) Áætlað af hagstofu.
* Umreiknað í dollara, með sama gengi og í efri skýrslunni.
Happdrætti
Háskóla fslands
Endurnýjun ftíl 5. Sl. hefisft í dag.
300 vinningar — 63400 krónur.
Sftærsfti vinningur 15000 krónur.
í 5.—10. fil. eru 4000 vinningar.
samftals 861 púsund krónur.
Vinningar eru greiddir í skrifstofu Bappdrættisins í
Vonai-stræti 4 kl. 2 — 3 alta daga nema iaugard. Vinnings-
miðar séu áritaðir af umboðsmönnum.
Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar hlíðÍP og
skinn, sem falla til á heirailum þeirra ættu þeir að
biðja kaupféiag sitt að koma þessum vörum í verð. —
Samband ís!. samvinnuféiaga seldi naufgpipahúðip,
hrosshúðír, kálfskinn, lambskinn og seiskinn síðast-
liðið ár til útlanda fyrir fullar 100 þús. krónur. NauÞ
gpipahúðip, hrosshúðip og káifskinn er bezt að salta,
eu gera verður það strax að lokinni slátrun. Fiáningu
verður að vanda sem bezt og þvo ohreinindi og blóð af
skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður en saltað er.
Góð og hreinleg meðfcrð, á þessum vörum sem öðrum,
borgar sig.
Þessar tölur sýna að meðal-
tal skatta og tolla á íbúa hér á
landi er raun lægra en í Dan-
mörku, Noregi og Svíþjóð og
sömuleiðis mun lægra en meðal-
tal Norðurálfunnar eins og það
er sýnt í hinu ameríska yfir-
liti.
Það mun að vísu vera rétt,
að hlutfallið milli beinna og ó-
beinna skatta (skatta og tolla)
sé hér nokkuð annað en víða
annarsstaðar. Beinir skattar
munu hér tiltölulega hærri, en
óbeinir skattar (tollar) aftur á
rnóti lægri. Þetta sýnir aðeins
það, að íslenzka ríkið aflar nú
tekna sinna með meira rétt-
læti en mörg önnur ríki, en
ekki hitt að álögurnar á mann
séu hærri að meðaltali.
Væri viðkunnanlegt, að
menn, sem þykjast til þess
kjörnir að koma fram „fyrir
Island“, gerðu sér þetta ljóst,
og gæfu ekki erlendum þjóð-
um rangar upplýsingar.
Úr bréii um
afurðasölulögin
Miðstj órn Framsóknarflokks-
ins berst nú fjöldi bréfa frá
bændum víðsvegar á landinu,
viðvíkjandi afurðasölulögunum
og árangri þeirra. Fer hér á
eftir kafli
Úr bréfi frá bénda
í Rangárvallasýslu.
„— — Margt mætti segja
um málaflutning stjómarand-
stæðinga, bæði i blöðum þeirra,
og þá ekki síður í eldhúsdags-
umræðum, þar sem þeir ólaf-
ur Thors og Þorsteinn Briem
fullyrða, að ekkert hafi á unn-
izt í kjöt- og mjólkursölumál-
unum, með löggjöfinni um þau.
Að bera slíkt á borð fyrir okk-
ur bændur er mikil ósvífni, þar
sem við höfum í höndum reikn-
inga yfir verð á kjöti og mjólk
bæði fyrir og eftir að lögin
voru gefin út — og sem sýna,
að verð á 1. flokks dilkakjöti
er 0,70 árið 1933, en sami
flokkur er 1,00 árið 1934 —
er þessi hækkun á kjötinu til
orðin beint fyrir aðgjörðir
kjötlaganna. Því ekki hækkar
verðið á erlendum markaði. Þá
gætir ekki síður mismunar í
mjólkurverðinu hjá okkur fyr-
ir áhrif mjólkurlaganna, ég
fékk að meðaltali 12,6 aur. pr.
lítra árið 1934, en 17,5 árið
1935. Þetta verð er að frá-
dregnum flutningskostnaði, og
sjóðstillögum. Ef gengið er út
frá því, að meðalbóndi selji á
ári 8000 lítra af mjólk, sem
mun láta nærri, þá verður
hækkun hjá honum eftir fram-
ansögðum verðmismun kr.
392,00 á ári. Þá er með kjötið.
Meðalbóndi mun láta til slátr-
unar um 40 dilka á ári, en
hækkun á kjöti af meðaldilk
er einnig eftir framansögðu
verði 3,90, sem gjörir samtals
kr. 156,00. Hækkun á kjöti og
mjólk verður þá hjá meðal-
bónda kr. 548,00 á ári. Það er
víst, að frá bændum landsins,
er þessa njóta, munar um
þetta, þó að þeir háu herrar
Ólafur Thors og Þorsteinn
Briem telji það ekki neitt.
Nei, þess væri óskandi að þetta
skipulag um afurðasölu okkar
bænda mætti haldast, og njóta
sín til fulls, því þá er það víst
að við þyrftum ekki að horfa
með eins miklum ótta og kvíða
til framtíðarinnar eins og átti
sér stað meðan ekkert var að
gjört-------“.
Maður á bs
Konan fer sína eigin vegi,
allt aðra en karlmenn. Hún
stígur hærra í fómarvilja og
óeigingirni, og hún kafar
dýpra í eymd mannlífsins en
við karlmennimir. Þar sem
birtu ber á galla og veikleika
konunnar, loka menn augunum.
Þar sem yfirburðir kvenna
skína mest, er aðdáun okkar
takmarkalaus.
Ég sá í vor eina slíka sjón,
þar sem bar mikið á hjálpfýsi
og fórnarvilja konunnar.
Sveinn Jónsson bóndi á Egils-
stöðum hafði ráðizt út í glaum
opinberra mála og látið stór og
dólgsleg ásökunarorð falla til
þeirra manna, sem staðið hafa
fyrir bjargráðum í atvinnu-
baráttu þjóðarinnar. Sveinn
reyndi bæði að láta svo virð-
ast, sem hann sækti á þá um
þýðingarmikið málefni, og auk
þess að hann hefði ástæðu til
að deila á manngildi þeirra.
Ég tók þennan mann nokkuð
föstum tökum hér í blaðinu.
Ég sýndi fram á, að hvergi
stóð steinn yfir steini í rit-
verki hans, að allt sem hann
hafði sagt, bæði um málefni
og menn, var vesæll þvætting-
ur hins afar-kappsfulla en
grunnfæra og þekkingarlausa
k við konu
eiginhagsmunamanns.
Maðurinn fann að hann var
læstur í fangaskyrtu og gat
hvergi hreyft sig. Hann var
gersamlega bugaður, gafst upp
og flýði heim úr faðmlögum í-
haldsins í skjól sinna fögru
fjalla. Ámi í Múla og Jón Jóns-
son í „varali8inu“ höfðu í
fyrstu hjálpað honum. Nú
gáfu þeir honum langt nef með
í heimferðina. Svelnn var yfir-
gefinn af dreggjum mannfé-
iagsins í höfuðstaðnum. Aðeins
tveir af lítilfjörlegustu öfund-
ai-mönnum bændastéttarinnar,
Páll Steingrímsson og Páll á
Þverá, mundu nú eftir að
Sveinn Jónsson hafði látið
ginnast frá ætt og stétt og
vinum, inn þangað, sem
drukkið er úr hófsporinu.
Þá er það sem konan kemur
fram bæði í sínum veikleika og
styrk. Þegar Sveinn er orðinn
hjálparvana flóttamaður á
vettvangi opinberra mála,
þegar öll þjóðin hefir séð, að
hann getur ekkert orð borið
fram til varnar sér og málstað
sínum, þegar hinir fölsku vinir
í íhaldinu og ,,varaliðinu“
liöfðu gefið mál hans upp, þá
gengur konan fram fyrir hinn
fallna mann og felur hann bak
við sig. Hún sér ekki að mál
hans er vandamál og óverjandi.
Hún sér eitt, að hann er aum-
ur og á bágt. Beztu kostir
konunnar koma fram í huga
hennar. Hún spyr ekki um
málstað eða sigurvonir frem-
ur en móðirin, sem hjúkrar
vansköpuðu barni sínu.
Það er rétt að við Fanney
Sigríður höfum komið hvort á
annars heimili og munu þau
viðskipti slétt í kreppusjóði
íslenzkrar gestrisni. En það er
rangt að ég hafi hallað á heim-
ili hennar. Ég hefi að réttu
hælt hinum fögru Egilsstöðum,
sem hún fékk að erfðum frá
hinni merku ætt, sem gert
hafði garð þann frægan. Ég
hafði jafnvel látið hrósyrði
falla um lystigarðinn, nema
það hvernig féð var fengið til
að byggja hann. Það myndi
eltki vera prýði á íslenzkum
sveitabæjum, þó að á hverjum
þeirra væri lystigarður,
byggður fyrri lánsfé úr bönk-
um, sem fengið var í sviksam-
legum tilgangi frá lánveit-
endum, sem gerðu ráð fyrir
heiðarlegum viðskiptum.
Vörn Fanneyjar Sigríðar var
að vísu ekki önnur en þessi, og
hún er ekki þung á metunum.
Fegurðin í framkomu hennar
er eingöngu fólgin í því, að
hún viðurkennir eymd og bág-
indi flóttamannsins, að hún
viðurkennir að hann geti ekki
varið sig, að hún sér að hann
er yfirgefinn af þeim, sem
hann hugði sér styrk að hjá
bröskurunum í Rvík, og að hún
ein er eftir til að hjálpa honum
og að hún vill veita þessa
hjálp, reyna að skýla ástandi
hans. Fóm hennar er peningur
ekkjunnar.
Mér koma í hug tvö atvik,
sem sýna veikar hliðar kvenna.
Hallormsstaðaskóli er nú eitt
hið glæsilegasta mannvirki á
íslandi, og þangað munu ungar
sækja konur af Austurlandi
þrótt og menningu um ókomn-
ar aldir. Þegar við Sigurður
Jónsson í Yztafelli byrjuðum
að vinna fyrir málinu á Al-
þmgi, var þar ein Mbl.kona.
Hún reis gegn því, fylkir óvin-
um sveitanna gegn því og
eyddi því í það sinn. Hún lét
eigingimi íhaldsins ráða gerð-
um sínum. Þar var hin veika
kona á sýningarpallinum.
Svo liðu nokkur ár. Fram-
sóknarflokkurinn á Alþingi og
umbótafólkið á Austurlandi
var búið að gera Hallormsstað
að hinu glæsilega höfuðbóli
fyrir austfirzkar konur. Ungar
stúlkur voru í tugatali famar
að sækja þangað menntun sína
árlega. Fanney Sigríður að-
stoðar þar lítillega og gerir það
vel. En þá svíkur Sveinn
bóndi hennar flokk sinn og
stétt, og vegur að baki fyrri
samherjum með sprengifram-
boði vorið 1934, en fellur við
mjög lítinn orstír. Þá snýr
Fanney Sigríður baki við Hall-
crmsstað. Það var stofnuninni
skaðlaust. Hún viðurkenndi að
Hallormsstaður hefði aldrei
orðið hið glæsilega ‘ heimili
austfirzkra kvenna nema fyrir
baráttu og starf Framsóknar-
manna. Nú var maður hennar
búinn að gera þessum mönnum
rangt til og fallinn óbættur á
verkum sínum. Þá lcemur fram
veikleiki konunnar. Hún vill,
vegna ósigurs manns síns,
feta í fótspor íhaldslconunnar
í Rvík og ekki víkja góðu að
hinu mikla kvennaheimili Aust-
urlands.
Þannig skiftast á skin og
skúrir í lífi kvenna. Frú
P'anney Sigríður gengur nokk-
ur þrep niður á við í málefn-
um Hallormsstaðar og hún
stígur nokkur skref upp á við,
er hún freistar að fela bág-
staddan mann og yfirgefinn að
baki sér.
Hitt er annað mál hvers virði
fómin er í raun og veru. Ef
frú Fanney Sigríður gæti
metið óhlutdrægt metnað sinn
af sprengiframboði bónda síns,
þá myndi henni sýnast hlutur
sinn lítt eftirsóknarverður.
Metnaður hennar er særður
yfir því að maður hennar fell-
ur við mjög lítinn orðstír. I
stað þess að tengdaforeldrar
hennar á Egilsstöðum höfðu
gert garðinn frægan, og notið
hinnar mestu tiltrúar um allt
Austurland, í stað þess að ná-
lega hvert mannsbarn á Seyð-
isfirði bað um að Egill mágur
hennar yrði þar læknir, í sta8
þess að Þorsteinn mágur henn-
ar hefir í 20 ár verið í farar-
broddi allra umbótamála »am-
vinnumannanna á Austurlandi
og verið tákn ættar sinnar, að
frátöldum eiginmanni frú Sig-
ríðar, þá hefir Sveinn frá því
hann sveik málstað ættar sinn-
ar, stéttar og héraðs, verið
heillum horfinn á hverja lund.
Tiltrú hans sézt á því, að hann
getur ekki fengið lægstu me8-
mælendatölu til þingframboðs
i sínum eigin hreppi.
Athugum að síðustu meta-
skálar metnaðarins fyrir fram-
an frú Fanney Sigríði. Mesti
sigur, sem Sveinn bóndi henn-
ar hefði getað unnið 1934 með
sprengiframboði sínu, var að
draga nógu mikið frá Ingvari
Pálmasjmi og Eysteini Jóna-
syni svo að þeir féllu, en íhalds-
þingmenn kæmu í staðinn.
Sigur frúarinnar hefði verið
Frh. á 4. síðu