Tíminn - 24.06.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 24.06.1936, Blaðsíða 2
100 TÍMINN Þorbjörg Daníelsdóttír húsireyja á Eiði á Langanesi Hún var fædd að Eiði 28. á- gúst 1879, dóttir hjónanna Þorbjargar Einarsdótur frá Fagranesi á Langanesi og Daníels Jónssonar bónda á Eiði. Barnung missti hún móð- ur sína og dvaldi þá um hríð hjá afa sínum og ömmu á Fagranesi. Þau fluttust síðar til Vesturheims og hvarf hún þá aftur heim að Eiði til föður síns og átti þar síðan heima alla æfi. Fræðslu naut hún nokkurrar í æsku lijá dætrum síra Arnljóts Ólafsonar Sauðanesi, en ekki fór hún lengra til mennta. Árið 1900 giftist hún Gunnlaugi Jónas- syni, og reistu þau bú á þriðj- ungi jarðarinnar Eiðis. Þeim varð 10 barna auðið, og lifa 9 þeirra, Jóhann bóndi á Eiði, kvæntur Berglaugu Sigurðar- dóttur frá Heiðarhöfn, Þor- l:jörg húsfreyja á Grund, gift Sigvalda Sigurðssyni bónda þar, Helga húsfreyja á Syðri- Brekkum, gift Halldóri Þor- steinssyni bónda þar, Rósa hús- freyja á Hrollaugsstöðum, gift Jóni Ólasyni bónda þar, Daníel, .lónas, Sigurður, Björg og Arn- þrúður, sem öll dvelja á Eiði. Auk þess ólust upp hjá þeim fósturböm á síðustu árum. — Iiún andaðist af slagi aðfara- nótt 19. apríl sl., 55 ára að aldri. Þetta er í styztu máli saga Þorbjargar á Eiði. En það myndi mörgum þykja, sem hana þekkti og heimili hennar, að sú kona ætti vegleg eftir- mæli. Og það hygg ég eigi of- mælt, að eftir hana sé nú sökn- uður á bæ hverjum þar í sveit, og enginn myndi þar annar, livorki karl né kona, meir harmdauði orðið hafa. Bærinn Eiði stendur undir sólarhlíð milli bi'attra fjalla við sjó fram. Stöðuvatn mikið verður þar milli bæjar og sæv- arins, og er þessi staður fagur á margan hátt og einkenni- legur. En hverjum þeim, er heim kemur að Eiði, verður það fljótt fyrir augum, að þar Bændur úr þremur hreppum Eyjafjarðar stofnuðu Kaupfé- lag Eyfirðinga 19. júní 1886. Fyrstu 20 árin starfaði fé- lagið eingöngu sem pöntunarfé- lag. Fyrstu 12 árin átti félagið ekki hús. Vörumar, sem félagið út- vegaði samkvæmt pöntunum félagsmanna voru 20—80% undir kaupmannaverði í hérað- inu, en sjálft var félagið sár- fátækt. Nokkur áhrif mun fé- lagið hafa haft á þessum ár- um á hið almenna verðlag kaupmanna í Eyjafirði. Árið 1906 var félaginu gjör- breytt. Frá þeim tíma hefir fé- lagið starfað sem sölufélag. Verðlagið hefir verið sem næst dagsverði kaupmanna, en arði úthlutað eftir á og á- kvæði sett um sjóðasöfnun innan félagsins. Undir þessu nýja skipulagi fór iélagið vaxandi ár frá ári, og hefir um langt skeið verið stærsta og öflugasta kaupfé- lagið í landinu. Á síðustu áramótum Voru fé- lagsdeildir K. E. A. 23 að tölu, en tala félagsmanna alls 2407. hafi mikilvirkar og góðvirkar hendur að verki verið síðustu áratugina. Tún er þar hið mesta í sveitinni, allt slétt, og mest unnið úr óræktarlandi. Upphlaðin braut er þar heim í hlað nokkurra kílómetra leið norðan frá sjó, sem bænd- urnir á Eiði byggðu að miklu leyti með vetrarvinnu, þegar ekki voru arðgæf störf fyrir hendi. Rafstöð, sú eina í sveitinni, hitar og lýsir býlin bæði. Og þeim, sem hefir tóm samgöngulítilli sveit, og á hvern hátt þeim hefir verið í framkvæmd hrundið, mun fljótlega verða ljóst, að þar muni um langan tíma ein- hverjir hafa þreyttir til hvíld- ar gengið. Öldungsins Daníels á Eiði, föður Þorbjargar, sem fallinn er frá fyrir nokkrum árum, mun á sínum tíma minnst verða á þann hátt, sem við hæfi er slíkra manna. En hann tel ég, þegar saman er tekið skapfesta, g'áfur og atorka, einn allra merkastan mann þeirra, er ég' hefi haft kynni af. Svo mikla ást lagði Daníel við jörð sína, að engu mátti hallmæla í hans eyru, því er jörðinni var tengt, jafnvel ekki þokunni, sem þar er æði tíð og oft veitti honum þungar búsyfjar á sumrum. Og um Gunnlaug bónda á Eiði er það ekkert ágreiningsmál, að hann hafi manna vaskastur verið tii hverskonar framtaks þar um slóðir og dugnaðarmaður slík- ur, að langt ber af því, sem venjulegt er. Hefir hann verið um framkvæmdahug og at- orku, að mörgu líkur tengda- föður sínum, en þó að vonum meir í átt hins nýja tíma um sumt. Hitt mun þó mörgum verða enn minnisstæðara, hversu heimili þeirra Þorbjargar og Gunnlaugs, bar af því, sem Iíafði félögum fjölgað um 147 á síðasta ári. Fyrstu 20 árin var K. E. A. pöntunarfélag, var þá veik- burða og tók iitlum þroska. Öll vörusala félagsins í út- lendum og innlendum vörum nam samtals á þessum 20 ár- um 671 þús. krónum, eða kr. 33.500,00 að meðaltali á ári. Öll vörusala félagsins frá 1906 til 1935 eða þau 30 ár, sem félagið hefir starfað sem sölufélag, hefir samtals num- ið 69 miljónum króna, eða 2,3 milj. kr. að meðaltali á ári. Frá 1906 til ársloka 1935 hefir úthlutaður arður af sölu erlendra vara til félagsmanna numið kr. 1 milj. 462 þús. og auk þess stofnsjóðstillög, sem eru séreign félagsmanna sam- tals 843 þús. kr. Uppbætur á innlendar vörur á þessu sama tímabili numið 570 þús. kr. Þrátt fyrir aflaleysi síðustu ára, örðug’ heyskaparár og áföll, sem byggðarlagið hefir orðið fyrir, námu skuldir viðskiptarnanna í árslok 1935 aðeins kr. 382.743,00. Af þessu eru ótryggðar skuldir 112 þús. krónur, en sérstakur sjóður, venjulegt er, og það ekki um eitt heldur margt. Og á þessu heimili var unn- inn einn af glæsilegustu sigr- um göfugrar sálar. Því að litla móðurlausa stúlkan á Eiði hafði vaxið upp til þess að verða einhve.r sú bezta og ást- rikasta móðir, sem hugsast getur. Þá guðs gjöf, sem frá henni sjálfri hafði verið tekin í bernsku, veitti hún sínum eigin börnum í því ríkara mæli. Og manni sínum var hún þó' jafnframt traustur förunautur í sérhverju því, er að höndum bar. •Frá móður sinni hafði hún tekið að erfðum yfirbragð sitt og viðkvæma lund, frá föður sínum kjark og þrek og hina ytri ró, æðrulaust viðhorf við erfiðleikum og harmi. í fari hennar voru þessir eiginleikar samstilltir í fágætan persónu- leika. Þeir komu fram í stjórn- semi hennar, árvekni og þrot- lausu starfi á hinu stóra og framkvæmdasama heimili, í að- búðinni að eiginmanni, börnum og öllum þeim, er umönnunar þurftu, í léttri glaðværð við annir dagsins og' í einlægu og fölskvalausu viðmóti, hver sem í hlut átti. Og á eftirminnileg- astan hátt komu þeir fram é þyngstu stundum lífsins. Þá varð manni það ljóst, að hún hafði með návist sinni — þessi hógláta, blíðlynda kona — skapað eitt af þeim fáu góðu heimilum, sem eru nógu traust til að þola allt — heimilum, sem ekki er hægt að brjóta niður. Ég, sem þessar línur rita, átti því láni að fagna að dvelja um skeið á heimili þeirra lijóna, vera þar. nokkuð tíður gestur fyr og síðar og njóta þar mikillar og einlægrar vin- áttu. Og mér finnst, að í sveit- inni minni hafi skyndilega „sól brugðið sumri“ og að naprari muni nú útnesþokan en áður, þegar Þorbjörg er alfarin frá Eiði. Margt er mér minnisstætt um þessa konu, því að enga hefi ég þekkt henni líka. En þegar ég horfi á eftir henni „yfir landamærin“ finnst mér mest til um það, hve skap hennar var hlýtt alla æfi. Það þarf sterka lund til þess að sem lagður hefir verið til hlið- ar til að mæta hugsanlegu tapi, sem verða kynni á skuldunum, nemur 138 þús. krónum. Sjóðeignir Kaupfélags Ey- firðinga í síðustu árslok námu samtals 2 milj. 322 þús. krón- um. Séreignarsjóðirnir, sem eru borgaðir félagsmönnum eftir settum reglum í sam- þykktum, námu 1 milj. 165 þús. krónum og sameignarsjóðirnir, varasj óðir, skuldatryggingar- sjóður o. fl. 1 milj. 157 þús. krónum. Á Dalvík hefir K. E. A. úti- bú, sláturhús, íshús og rafstöð, sem selur orku til nágranna- húsa. Á Ólafsfirði er útibú og starfrækir það sláturhús. í Hrísey er útibú, hefir það þar reist rafstöð og frystihús. Þá hefir félagið látið reisa fisktökuhús auk þeirra, sem til- heyra útibúunum á Litlu-Ár- skógströnd og Grenivík. Félagið hefir rekið verzlun með allar algengar verzlunar- vörur, og annast sölu á land- búnaðarafurðum síðan 1906. Árið 1907 reisti félagið slát- urhús, en það varð of lítið Jiegar til lengdar lét og byggði félagið pýtt sláturhús niður á Oddeyrartanga árið 1928 með áföstu frystihúsi. Árið 1910 keypti félagið heyja lífsbaráttu útnesjakon- unnar án þess að beizkja skyld- unnar móti í neinu svip hins innra manns. Því að venjulega breytir ' áhyggjan barnslund- inni um leið og erfiðið skapar hinar hrjúfu vinnuhendur. En aldrei minnist ég þess, að ég heyrði Þorbjörgu á Eiði mæla styggðaryrði til nokkurs manns, er hún átti orðastað við eða láta sér þau orð um munn fara um fjarstaddan mann, sem honum mætti til hnjóðs vera eða gera mál hans verra en efni stóðu til. Hafði hún þó sakir gáfna sinna, glögg skil á því, sem miður fór eða broslegt var í fari manna. En liitt lét hún sjaldan níður falla að taka svari þeirra, er hún heyrði ámælt, og fundvís var hún öðrum fremur á góðan tilgang fyi’ir athöfnum manna. Eins og skýrt var frá hér í blaðinu boðuðu íhaldsmenn til ,,landsfundar“ nokkru eftir nýár í vetur. En undirtektir um fundarsókn voru svo dauf- ar, að flokksstjómin neyddist til að aflýsa fundinum. Var þá fundið upp á því snjallræði að flytja fulltrúana af verzlunarþinginu, sem hald- ið var hér í bænum austur á Þingvöll, bæta við nokkrum mönnum öðrum utan af landi og kalla síðan samkomuna „landsfund Sjálfstæðismanna". Segir Mbl., að á fundinum hafi verið um 300 manns, en á mynd, sem það birtir af fund- inum, sjást raunar eki nema um 180, og eru þar í fremstu röð Jón Normann og Carl Tul- inius. Mbl. hefir undanfarna daga flutt ýmsar fregnir af sam- komu þessari, og skulu þær raktar hér í stuttu máli. Fyrsta daginn (17. júní) var fundurinn í Reykjavík, og hófst kl. 5 síðdegis. Þá fluttu þeir ræður Ólafur Thors, Magnús Guðmundsson og Gísli Sveins- son. Kosið var í „skipulags- nefnd“, og er það eina nefndin, sem getið er um, að starfað kjötbúð og hefir starfrækt hana síðan. Árið 1919 var reist stórt vörugeymsluhús fyrir bygging- arvörur. Sama ár var hafin sala á fiski til útlanda og nú hefir verið stofnað Fisksölusamlag innan félagsins svo sjávar- bændur geti komið sem beztri skipun á þau mál, er þá varða sérstaklega. Kolaverzlun hóf félagið 1923. Það ár voru kaupin aðeins 100 smál., en s. 1. ár kolasalan 8700 smál. Kaupfélag Eyfirðinga stofn- aði Mjólkursamlag árið 1927. Var það fyrsta mjólkursamlag- ið, sem stofnað hefir verið hér á landi. Á síðasta ári opnaði samlagið eigin útsölu á mjólk og mjólkurafurðum á Siglu- firði. Árið 1929 hóf félagið verzl- un með miðstöðvartæki og annast hitalagnir í hús víðs- vegar um land. Smjörlíkisgerð var sett á fót í ársbyrjun 1930. Brauðgerð hefir félagið starf- rælct síðan 1930, fyrst í leigu- húsi. En í byrjun fyrra árs var hafin brauðgerð sem komið er fyrir í stórhýsi, sem félagið er að reisa. Er brauðgerð þessi um allan útbúnað hin langfull- komnasta, sem til er á landinu. Sumstaðar í kristinni kirkju er það aldaforn trú, að fagrar og mildar konur taki við bæn- um umkomulausra jarðarbarna og beri þær fram fyrir föður mannkynsins uppi við hástól himnanna. Ég get skilið þann ! hugsunarhátt eftir að hafa ■ þekkt Þorbjörgu á Eiði. ' | Saga þeirra, sem á útnesjum búa og heyja lífsbaráttu sína þar í fásinninu, hverfur að jafnaði undir yfirborð hins hversdagslega eins og moldin á leiðum þeirra. En ég trúi því, að einhversstaðar „við tímans sjá“ muni um alla eilífð sjást spor þeirra kvenna og manna, sem verið hafa fyrir heimili sitt og átthaga það, sem Þor- björg á Eiði var. Blessuð sé minning hennar. G. G. hafi á fundinum. Er þá nú svo komið, að „skipulagningin“ er metin mest í íhaldsflokknum! Eftir hádegi 18. júní var far- ið austur á Þingvöll í bílum frá Steindórí. Þegar austur kom hafði verið strengdur yfir Al- mannagjá, breiður borði með áletruninni: „Landsfundur Sjálfstæðismanna“. Ekki er kunnugt, að íhaldsmenn hafi haft neitt leyfi hjá Þingvalla- nefnd til að helga sér staðinn á þennan óviðkunnanlega hátt eða yfirleitt neitt leyfi til að hafa fund sinn þar nema að því leyti, sem hann var í húsum inni. En ekki hófst fundurinn fyr en „kl. langt gengin fjög- ur“. Þá fluttu ræður ólafur Thors, Pétur Magnússon, Thor Thors, Bjarni Benediktsson, Jón Pálmason og Jóhann Jós- efsson og voru þeir að þessum fyrirlestrahöldum til kl. 7i/2- Var þá „etinn kvöldverður“, segir Mbl. En ekki er þess get- ið, hvort nokkuð hafi venð eftir af „menningarsjóði" Jóns í Dunhaga til að greiða kostn- aðinn. Eftir mat voru „umræð- ur“, en ekki er þess getið, um hvað þær umræður hafi verið, hverjir hafi tekið til máls eða, Lyfjabúð setti félagið á fót í byrjun þessa árs, búna hin- um fullkomnustu tækjum. Pylsugerð og niðursuða smá- síldar og annara matvæla er starfrækt í sambandi við kjöt- búð félagsins, sem nú hefir emnig fengið hin fullkomn- ustu húsakynni. Sápuverksmiðjuna „Sjöfn“ og kaffibætisverksmiðjuna „Freyju“ eiga Samband ísl. samvinnufélaga og Kaupfélag Eyfirðinga í félagi. Snæfell heitir gufuskip, sem félagið hefir nú í förum og á að kalla að öllu leyti þótt út sé gert af sérstöku félagi. Bráðabirgðastjóm, sem kos- in var af stofnfundi félagsins, skipuðu þessir menn: Hallgrímur hreppstjóri Hall- grímsson, Rifkelsstöðum Sveinbjörn hreppstjóri Þor- steinsson, Stokkahlöðum og Einar Sigfússon bóndi, Núpa- felli. Á næsta fundi 31. jan. 1887 var kosinn fyrsti framkvæmd- arstjóri félagsins Hallgrímur hreppstjóri Hallgrímsson' á Rifkelsstöðum, en meðstjóm- endur hans Einar Sigfússon bóndi, Núpafelli og Eggert Davíðsson bóndi á Ytri-Tjörn- um. Fyrstu endurskoðendur voru kosnir Davíð Ketilsson á Núpa- að nolckur ályktun hafi verið samþykkt. Þriðja daginn var fundur frá kl. IOI/2 árdegis til kl. 8 síð- degis með „tveggja stunda matarhléi". Fóru 2% tími í að samþykkja „skipulag flokks- ins“. En eftir kl. 3,15 fluttu Ólafur Thors, Hallgrímur Benediktsson og Hólmjám Jós- efsson „erindi“. Þegar þessum erindum var lokið, hófust „frjálsar umræður“, segif Mbl. „Síðan voru bornar fram mai’g- ar ályktanir um stefnumál og starf flokksins. Voru þær allar samþykktar 1 einu hljóði“. Þannig hljóðar frásögn Mbl., og mun ýmsum þykja gaman að sjá þessar „mörgu“ ályktanir, sem „300 menn“ gátu fullrætt og „samþykkt í einu hljóði“ á 4—5 stundum við eina um- ræðu. Þó getur Mbl. þess, að ein af þessum ályktunum hafi verið sú, að óska Thor Jensen „langra lífdaga", og var sú til- laga borin fram af Sólmundi Einarssyni. Að þessu afloknu hélt Ólafur Thors ræðu. En kl. 8 var allt búið og „landsfund- inum“ lokið. Eftir þessum frásögnum Mbl. virðist „landsfundurinn“ hafa haft á sér nokkuð mikinn „námskeiðs“-blæ. Af þeim þrem dagspörtum, sem fundurinn stendur yfir, taka „leiðtogarn- ir“ tíma handa sjálfum sér fyrir 12 „erindi“, og af þeim flytur ólafur Thors þrjú! „Frjálsar umræður“ um mál virðast hafa verið næsta litlar. Fundarstjórarnir sex eru allir, nema einn, úr hópi þingmann- anna, en sá sjötti, Bjarni Ben., sennilega verðlaunaður fyrir frammistöðu sína í sprúttmál- inu. En „háttvirtir kjósendurí' utan af landi, virðast hafa notið heldur lítilla mannvirð- inga, nema þeirra að hlýða á „erindin“ og borða með „for- ingunum“. Sigurvissan. Mbl. flytur nú í vikunni mjög skemmtilegan „leiðara“ um fundinn. Segir blaðið íhalds- flokkinn aldrei hafa verið „sigurvísari en nú“. Þetta hafa íhaldsmenn sagt í hvert sinn, sem þeir hafa komið til fundarhalds undan- felli og Friðbjörn Aðalsteins- son bóksali á Akureyri. Framkvæmdarstjórar Kaup- félags Eyfirðinga hafa verið: Hallgrímur Hallgrímsson 1886—1894. Friðrik Kristjánsson 1894—1897. Davíð Ketilsson 1897—1902. Hallgrímur Kristinsson 1902—1917. Sigurður Krístinsson 1917—1923. Vilhjálmur Þór 1924 til þessa dags. Formenn félagsins hafa verið: Hallgrímur Kristinsson, Ak- ureyri — 1906—1917. Guðmundur Guðmundsson, Þúfnavöllum — 1917—1918. Einar Árnason, Eyrarlandi — 1918 til þessa dags. N úverandi st j órnamef ndar- menn félagsins, auk formanns, eru Bernharð Stefánsson, alþm., Benedikt Guðjónsson bóndi, Moldhaugum, Ingimar Eydal ritstjóri Ak- ureyri, Stefán Jónsson bóndi Munka- þverá. á 1 til að virða fyrir sér þá híuti aðra, er á þessari jörð hafa unnir verið við erfið skilyrði í Kaupfélag Eyfírðínga fímmtíu ára Frá „land$fundi“ íhaidsins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.