Tíminn - 29.07.1936, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.07.1936, Blaðsíða 3
TÍMINN 121 1 Þorgeir Pálsson I Hofsnesi Hann andaðist á heimili sínu, Hofsnesi í öræfum, 22. maí síðastliðinn, fertugur að aldri. Þorgeir sál. ólst upp í Svína- felli í Öræfum hjá hjónunum Magnúsi Pálssyni og Sigríði Jónsdótur í góðu yfirlæti. Var hann að öllu leyti eins og eitt barn þeirra hjóna. Sumarið 1923 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Guðlaugu Sigurðar- dóttur Hofsnesi, og flutti þang- að alfarinn frá Svínafelli vorið eftir. Bjó hann síðan á Hofs- nesi síðustu 12 árin. Með Þorgeiri sál. er til mold- ar genginn mætur maður, svo að allir, sem þekktu hann, munu harma lát hans. Þor- geir sál. var atgervismaður, lagvirkur mjög og ósérhlífinn rneð afbrigðum. Gekk hann jafnan öruggur fram til staifa, hvort heldur var fyrir sjálfan hann, einstaklinga aðra eða fé- lagsheildina. Hann var einnig ljúfmenni hið mesta, glaðlynd- ur og ræðinn og hafði flestum öðrum fremur lag á því að vekja gleði og ánægju á heim- ili sínu og í hverskonar félags- skap. Söngmaður var hann ágætur. Greiðvikni og hjálpfýsi átti hann til í ríkum mæli og var ávalt reiðubúinn að veita lið- sinni hverjum þeim, er til hans leitaði, enda allt heimilisfólkið jafnan fyrr og síðar samtaka um að greiða götu sérhvers þess, sem að garði ber og veita öllum sem beztan beina. Og þeir voru margir, sem leituðu liðsinnis Þorgeirs sál. á Hofsnesi. Lipurð hans og lag- virkni, einnig glaðlyndi og mannkostir aðrir olli því, að margir kusu hann sér að fé- laga og sóttust eftir að fá hann sér til hjálpar. Öræfin eru ein hin afskekkt- asta sveit á landinu og fremur fámenn En einmitt þar, sem um fámennan hóp er að ræða, ííður mest á hverjum einstakl- ingi. Því færri sem geta mætt erfiðleikunum og borið hina sameiginlegu byrði, sem bera þarf, þeim mun stærri verður að öðru jöfnu hlutur hvers eins; og því færri menn, sem er um að velja, því vandfyllt- ara er sæti þess, sem fellur frá. Allir öræfingar munu líka finna það glöggt, hversu skarðið er stórt, sem eftir er við fráfall Þorgeirs á Hofsnesi. Já, vinir hans og félagar finna glöggt, hvað þeir hafa mikið misst, þegar hann f.r horíinn úr hópnum. En þeir, sem næstir honum stóðu, munu þó að vonum bera sárastan söknuð í brjósti. Er mikill harmur kveðinn að eftirlifandi konu hans og öðrum vanda- mönnum við hið skyndilega frá- fall góðs eiginmanns og heim- ilisföður í blóma lífsins, manns, sem auk alls annars var styrk- asta stað heimilisins. En allir vinir þeirra, munu vona það og biðja þess, að þau eigi nú styrk og hugarró, eins og á hinurn fyrri reynslustundum. Það er og ætíð gott að minnast þess, að „þá er nóg lifað, þegar vel er lifað“. Páll Þorsteinsson. Fólk í tötrum Fjórar bækur, eftir Halldór Kiljan Laxnes. Framhald. Halldór Kiljan Laxness \ar eitt sinn spurður, hversvegna sögu- hetjur hans væru nálega ætíð tötruni búnar. Hann svaraði, að það væru nógu margir aðrir rit- höfundar, sem lýstu fólki í sunnu- dagafötum. En vafalaust er hon- um samt ljóst, að það er ekki með öllu þýðingarlaust fyrir hann sjólfan, ef lians eigin þjóð er stöð- ugt i andófi við hann, og getur rneð réttu deilt á hann fyrir að sýna landa sína á þann hótt, sem vel er fallið til að halda við göml- um hleypidómum um líf þeirra og menningu. það eru vafalaust margar ástæður til þess, að H. K. L. sýnir skemmtilegar sálir í óskemmtileg- um umbúðum. í fyrsta lagi er lúærinn á list samtíðarinnar hrjúf- ur og úfinn á yfirborði. pað eru ekld nema fá ár síðan norskur málari gerði andlitsmynd af mesta þjóðskörungi lands síns á þann hátt, að nef, vangar, enni, haka, varir og augu var samsett af ten- ingslaga blettum, grænum, rauð- um, bláum, gulum, svörtum o. s. frv. Til er mynd eftir alfrægasta málara Norðmanna, Munch, þar sem sýndur er hópur verkamanna, en þeir eru allir bláar, formlausar lclessur. Samskonar áhrifa gætir í bókmenntunum, og þá ekki sízt Happadrætfi Háskóla Islands Endurnýjun til 6. flokks er hafin 350 vinningar — samtals 71600 krónur. Hæsti vinningur 15000 krónur, Nálega 800 pús. krónur eru eStir í vinningum á pessu ári. Til kaupenda Timans Munið að borga blaðið. Gjalddagi Tímans var 1. júní. Tírninn kostar aðeins kr. 7. árg. Tíminn er útbreiddasta blað landsins, án hans getið þér ekki verið, — en þá verðið þór að borga áskriftargjald yðar á róttum tíma. Borgið blaðið strax. Afgpeiðsla Tímans Hgfnarsfrazti 16 Reykjavík Sími 2323 Pósthóif 961. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar hlíðip og skinn, sem falla til á heimilum þeirra ættu þeir að biðja kaupféiag sitt að koma þessum vörum í verð. — Samband ísl. samvinnufélaga seldi nautgpipahúðip, hposshúðír, kálfskinn, lambskinn og selskinn síðast- liðið ár til útlanda fyrir fullar 100 þús. krónur. Nauf- gripahúðip, hposshúðip og kálfskinn er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo ohreinindi og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörutia sem öðrum, borgar sig. hjá Rússum. Samtíðarlistin stefnir þessvegna í þá átt, að leggja á- herzlu á hinar myrku og i’udda- legu lxliðar í mannlífinu. Auk þess mun skáldið hafa sterka samúðar- tilfinningu fyrir þeim, sem eru olnbogaböm mannfélagsins. Möi-gum lesendum finnst hann vei’a kaldur og tilfinningalaus við söguhetjur sínar, en það hygg ég að ekki verði í’ökstutt. pvert á móti munu hinar ömurlegu lýs- ingar hans á allsleysi útskúfaðra fátæklinga vera sprottnar af því, að skáldið vildi að mannlegar vei’ur eigi við minni þjáning að húa. það er ekki toi’skilið, að ungt, fi’jálslynt skáld, sem vaknar til stai’fs undir áhrifum hinnar harð- hentu nútímalistar, og bætir svo við námsferð til Rússlands, muni hneigjast. að formi, sem ekki tek- ur mildum höndum á ríkjandi þjóðlífsháttum. Áhrifanna frá Rússlaixdsför II. K. L. gætir mjög mikið í „Sjálf- stætt fólk“. í frásögninni um Sölku Völku ber skáldskapui’inn allt annað ofui’liði. Bókin er böl- sýn lýsing á mannlífinu, en hún gerir öllum jafnt undir höfði. En i síðai’a bindi af „Sjálfstætt fólk“ koma fram miklir smíðagallar a skáldskap liöf. Innan um gullfagi’a kafla af hrífandi skáldskap, koma a.lmennar yfii’litsgreinar, með kommúnistagagnrýni, sem vel gætu vei’ið eftir óskáldhæfa, en greinda kommúnista, eins og Kristinn Andi'ésson eða Einar 01- geii-sson. þar koma hinar venju- legu yfii’lýsingar byltingai’manna um að kaupfélögin steypi sak- lausu fólki í botnlausar skuldir til að geta sogið út úr þeim okur- vexti fyrir bankaauðvaldið og inn- lenda og útlenda kúgai’a. Eftir þeirn kafla er jafnhati’amlegt af mannfélaginu að hafa landnemann í torfhreysi sínu og að byggja yfir hann í sól og ljósi. Loks lendir H. K. L. í svo mikl- urn vandræðum með bændahóp þann, sem aðstoðar Bjart í mann- félagsbai’áttunni, að hann verður <að gefa frá eigin bi’jósti almenna lýsingu á fjái’hag og ástæðum þeirra, sem er líkust því, að Pét- ur Magnússon væi’i að gera fyrir ki-eppusjóð upptalningu á eignum Framsóknai’bænda í Rangárþingi. H. K. L. er í nákvæmlega sömu hættu af kommúnismanum eins og Einar Ivvaran var af sálarrann- sókhum sínum. Skáldskapui’inn vai’ð að lúta i lægi’a haldi fyrir ái’óði’i annarlegi’ar og' óviðkom- andi lífsstefnu. — Sem betur fer er Laxness aldrei lengi á þessum villigötum. Skáldgáfa lxans lokar hin í’ússnesku plön úti, og urn leið er hann búinn að finna sjálfan sig, hættur að vera hversdagsleg- ur áróðx’armaður og orðinn skáld að nýju. VII. Erlend menntakona sagði í vor unx Laxness: „Mér þykir gaman aö því að lesa ýmsar bækur, sem ég gleymi undir eins. En það er áreynsla að lesa Laxness, en það er ekki hægt að gleyma því, sem liann skrifai’“. þetta er skýi’ingin á gengi hans. Menn lesa ekki sér til ánægju fjai’stæður lians, lxvoi’ki um hinar niðurbrotnu mannverur né fráleita útúi-dúx’a, eins og um hreindýrið, sem bar Bjart yfir Jökulsá, og allra sízt hinar hagfræðilegu nýj- ungar, um að bændur eigi ekki að horga voxti at fjármagni sínu. Hitt er annað mál, að þeir rnörgu yngi-i ritliöfundar, sem stæla Lax- ness, ná engu nema því, sem af- laga fer hjá honum. Svo fór Ein- ari Benediktssyni á blómaárum Ixans. þá orti Jón Björnsson við Mhl. kvæði sem voi’u ágæt skop- stæling af göllum E. B., sem ljóðskálds. þetta eru hin sorglegu íorlög viðvaninganna, sem taka snjalla rithöfunda sér til fyrir- myndai’. Og því einkennilegi’i og séi’merkilegri, sem einhver rit- snillingur er, því hlægilegi’i verða þeir, sem stæla lrnnn, því að þeir ná engu nema bergmáli af ágöll- unum. Laxness er fyrir margra hluta sakir dærndur til að verða að þola það, að í fótspor hans feti heill skax’i viðvaninga, sem honum mun verða liæfileg x-aun að vita af, að telja megi á hans fram- íæri. Gengi H. K. L. byggist á hinum skapandi krafti hans, mikilli mannþekkingu og óvenjulegi’i mælsku og valdi yfir íslenzku rnáli. Hann á létt með að skapa pei’sónur, og að láta atburðina lýsa sálarlífi þeirra. í þessu er fólginn möguleiki hans til að verða mikið skáld og víða lesinn, l>ess vegna finnst mér við eiga að segja um persónur hans, að þar sétt skemmtilegar mannssálir í óskemmtilegum umbúðum. Tökurn nokkrar konur í bókum hans og þá fyi’st Sigurlinu í Mararbúð. Allt líf hennar sést eins og land, sem horft er yfir af háu fjalli. Einstæðingsleg æskan, vonlaus hai’átta, illa tarninn hús- bóndi, Inusaleiksbarn. Burtrekst- ur af heimilinu, févana ferð með strandfei’ðaskipi, hin ömurlega að- koma í þorpið, hinar köldu við- tökur hjá pi'esti og levíta, og' loks hinn mildi di’engskapur gömlu, íátæku hjónanna i Mararbúð. þar bætast tvær pei’sónur í leik- inn, tarndar af mótlæti og soi’g, einkennilegar í sínum yfirlætis- lausa manndómi. þar kemur Steinþór inn á leiksviðið, karlmað- ur i fullu gerfi Freuds sálsýkis- fræðings, ótamið, vilt dýr, ástríð- ur í mannsmynd, hinn í’étti mað- ur, eins og Freud hugsar sér þá vera. Jafnvel þó að menn efist um að Steinþór sé hinn sanni maðui’, þá er erfitt að áfella Sig- urlínu fyrir kynningu þeii-ra, eins og högunx hennar cr háttað. Og þrátt fyrir öll svilc og alla þá vansæmd, sem hún hefir af Stein- þóri, þá markar hann svo djúp spor í sál hennar, að hans vegna slítur hún þi’áðinn og kastar sér í sjóinn. Æfintýrið við Kvía- Jukka er óviðkomandi efninu. Sig- ui’líúa er lcona, þó að hún sé í tötrum. Hún getur iiugsað sér að húa með lionum, en sál hennar flytur ekki með inn i dalinn. þessi sál ann Steinþói’i, er af- hrýðisöm hans vegna og deyr hans vegna. þetta er sönn saga og i henni er ekkert- fi’á neinum sál- sýkisfræðingum, heldur allt fi'á mannlífinu og skáldinu. Fi’amlx. J. J. sem keypt er inn í landið. Jú vissulega. Ég hefi þá trú, eins og bún- aðarmálastjóri, að þessi ný- býlalög móti langstærsta spor- ið, sem enn hefir verið stigið til að byggja upp sveitimar aftur. Eiga allir þeir skilið fyllstu þakkir æskumanna sveitanna og allra góðra manna, sem að þeim lögum hafa unnið. Og fyllsta traust verður að bera til þeirra, sem nú eiga að byrja á framkvæmd þeirra laga, til ævarandi blessunar fyrir alla þjóðina, en sérstak- lega fyrir sveitir landsins og æsku þess. Heilir til verka. Böðvar Magnússon. Blóðlaka sveitanna Blóðtaka hinna íslenzku sveita lýsir sér í hinum stöð- uga fólksstraum úr þeim í kaupstaðina. Fyrir síðustu aldamót hófst f<>lksstraumurinn fyrir alvöru úr sveitum þessa lands, en þá fluttist það ekki í kaupstaðina eins og það gerir nú, heldur fór það af landi burt og til Ameríku. Þessi stöðugi og sí- vaxandi fólksstraumur í kaup- staðina, er að verða sveitun- um hættulegur og leita verður einhverra ráða til þess að hindra hann. Árlega sjáum við margar fjölskyldur hætta búskap, ganga frá jörðunum og flytja sig á mölina við sjóinn, og einnig sjáum við mikið af við- komu sveitafólksins, unga fólkið, fylla þennan straum á mölina líka. Þetta er háskalegt öfug- streymi í þjóðlífinu, þegar við athugum það, að hver ungur maður og kona, sem flytur úr sveitinni, er höfuðstóll, sem hún tapar og fær ekkert 1 stað- inn. Það er því ekki nema eðlilegt að við leggjum þessa spurn- ingu fyrir okkur; Hvað er það sem skapar þennan stríða straum? Hvaða öfl eru hér að verki, og' svarið við henni mun því verða þetta: Það eru þrár fólksins eftir auknum lífsþæg- indum og menntun, samfara aukinni menntun nútíðarinn- ar. — Þegar við athugum rás við- burðanna á síðustu árum og þær stefnur, sem þá voru ríkj- andi í hinu íslenzka þjóðlífi, þá er ekki óeðlilegt þó að kaup- staðirnir eða aðalatvinnuvegur þeirra sjávarútvegurinn, standi betur að vígi en landbúnaður- inn, hvað snertir aukna fram- leiðslu og möguleika til hærri lcaupgi’eiðslna. Þar sem fjár- magninu frá hinu opinbera á undanförnum árum hefir að miklu leyti verið beint í þá átt, en landbúnaðurinn aftur setið á hakanum þar til nú hin allra síðustu ár. Það er því með öðru þessi möguleiki kaupstaðanna, sem laðar fólkið til sín. Því það er vitanlega ekki nema eðlilegt, að fóllcið leiti á þá staði þar sem það fær vinnu sína bezt borgaða. Og á meðan sveitirnar verða ekki þannig. búnar að lífsskilyi’ðum, að þær geti veitt sínum uppvaxandi æsku- lýð heimili, búið þeim þægind- um og með aðstöðu til þess fé- lagslífs, sem nútíðarandinn krefst, þá er ekki góðs að vænta. Það mun vera álit margra og lika allmikið verið ritað um það og rætt, að ráðið til þess að gera sveitimar lífvænlegri og byggilegri, sé stofnun ný- býlahverfa eða samvinnubú- skapar. Hann er nú eitt stærsta nýmæli í íslenzkri land- búnaðarlöggjöf og miðar að því að stöðva þennan háska- lega straum sveitafólksins í kaupstaðina. Með þessari hug- mynd er lagður grundvöllur að því, að æskumönnum sveit- anna sé veittur möguleiki til þess að staðnæmast heima í sveitinni sinni í staðinn fyrir það að fylla strauminn í kaup- staðina og bætast við hóp at- vinnuleysingjanna þar. Gert er ráð fyrir því, að hið opinbera kaupi land, þar sem ræktunarskilyrði eru góð, veiti síðan nokkrum fjöl- skyldum styrk til að brjóta þetta land til ræktunar og byggja þar upp íbúðar og pen- ingshús eftir hóflegum kröfum nútímans. Með þessu fyrirkomulagi myndi allur rekstur verða ó- dýrari, heldur en ef um ein- staklingseign væri að ræða, sérstaklega þar sem um er að ræða ýms hin nýtízku þægindi svo sem síma, útvarp og m. fl. Þá mundi og margar fjöl- skyldur geta notað saman jarð- yrkjuvélar og verkfæri, og sömuleiðis heyvinnuvélar og fleiri tæki, sem að búskap lúta, sem yrðu óhæfilega dýr í ein- staklings eign. Þá mundi og kostnaður til fræðslumála verða stórum minni, þar sem aðstaðan er þannig, að skóla- fólkið er tiltölulega margt á einum stað, og svo mætti lengi telja. Einnig yrði meiri menn- ing og félagslíf fjölbreyttara innan svona sveitahverfis. Það hafa verið nokkuð skift- ar skoðanir manna um það, hvort beri að reka svona sam- vinnubúskap sem hlutafélag. Þannig, að hver fjölskylda eigi uppistöðu í búinu og það sé rekið sem hlutafélag með því að ársarðinum sé hlutfallslega skipt á milli fjölskyldnanna innan samvinnufélagsins. Hin hugmyndin er sú, að bú- ið sé rekið sem félagsbú í helztu atriðum, en þá að hver fjölskylda sé úrskipt með sitt búfé og sína framleiðslu og framleiðsluaðferð. Það hefir mikið að segja, að þessi sam- vinnubú séu sett á stofn þar sem ræktunarskilyrði og fram- leiðslumöguleikar eru beztir fyrir hendi. Skilyrði til búskapar hér á landi eru misjöfn eins og gefur að skilja. í hálendissveitunum eru meiri möguleikar til sauðfjár- ræktar, þar eru landskostir betri en í hinum láglendari sveitum. En í láglendissveitun- um og þá nær sjávarsíðunni, eru oft betri rælctunarskilyrði cg betri möguleikar til naut- gripaframleiðslu — enda nú víðast hvar betri samgöngur og þar fyrir betri aðstaða til þess að koma framleiðslunni — mjólkinni — á markaðinn eða vinnslustaðinn. Aftur getur verið ástæða til þess á sumum stöðum, og þá sérstaklega við sjóinn, að leggja beri höfuðáhei'sluna á svínarækt, hænsnarækt o. fl. Þá getur og komið til mála, að til séu þeir staðir, þar sem aðaláhersluna beri að leggja á garðrækt, t. d. þá í sambandi við einhvern iðnað, og um fleii'i og margbreyttari fram- ieiðslu gæti komið til mála, eftir staðháttum og möguleik- um. Ti’austi Þórðarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.