Tíminn - 12.08.1936, Blaðsíða 4
130
TÍMINN
Sigríður Áséeírsdóttir
húsfreyja í Hjarðarholti
Frú Sigríður lézt þann 27.
júlí sl. á heimili Áslaugar dótt-
ur sinnar í ReykjaVík. Hafði
hún átt við vanheilsu að stríða
mestallan síðastliðinn vetur og
fór til Reykjavíkur með vorinu
að leita sér lækninga. En þeim
varð ekki við komið. Veikindin
ágerðust og urðu banamein
hennar.
Hún varð 72 ára gömul, fædd
31. marz 1864 að Lundum í
Stafholtstungum. Foreldrar
hennar voru Ásgeir Finnboga-
son bóndi þar, fyrrum bóndi á
Lambastöðum á Seltjarnarnesi,
og kona hans Ragnhildur Ólafs-
dóttir frá Langholti í Borgar-
firði. Foreldrar hennar höfðu
bæði áður verið gift og áttu
börn frá fyrra hjónabandi. Átti
því Sigríður heitin mörg hálf-
systkini. Voru þau á föðurhlið-
ina Þorvaldur prestur að Hjalt-
abakka, Arndís gift Þorsteini
Egilsen og síðan Böðvari Þor-
lákssyni og Kristín kona Lár-
usar Blöndals sýslumanns að
Kornsá, en á móðurhliðina Ól-
afur bóndi í Lindarbæ, Ragn-
hildur húsfreyja í Engey og
Guðmundur bóndi að Lundum.
Eru öll hálfsystk. hennar dáin
nema Ólafur í Lindarbæ. Al-
systur átti hún tvær, Guðrúnu
og Oddnýju, báðar giftar í Am-
eríku. Foreldrar Sigríðar voru
hin mestu myndar og merkis-
hjón og hlaut hún þar hið bezta
uppeldi. Faðir hennar drukkn-
aði er hún var 17 ára. En tví-
tug gekk hún að eiga Jón bónda
og síðar hreppstjóra, Tómasson
frá Skarði í Lundareykjadal er
þá hafði nýlega reist bú í
Hjarðarholti. Hafði Jón heitinn
þá fyrir nokkru misst fyrri
konu sína eftir stutta sambúð.
Þau Jón og Sigríður eignuð-
ust 8 börn. Tvær dætur þeirra
dóu ungar og einn sonur,
Kristján, uppkominn. Á lífi eru
Ásgeir bóndi að Haugum giftur
Mörtu Oddsdóttur frá Eski-
holti, Ragnhildur gift Guðm.
Kr. Guðmundssyni skrifstofu-
stjóra í Reykjavík, Þorvaldur
bóndi að Hjarðarholti, Áslaug
gift Ingvari Vilhjálmssyni skip-
stjóra í Reykjavík og Elísabet
ógift.
Mann sinn missti Sigríður
heitin árið 1922 og tók þá Þor-
valdur sonur hennar við búi og
búsforráðum, en hún annaðist
stjórn innanhúss til æfiloka
eða um 52 ár samfleytt. Allan
þann tíma hefir Hjarðarholts-
heimilið verið eitt meðal mestu
athafna og myndarheimila í
Borgarfirði. Jón heitinn í Hjarð
um meiri og hentugri undir-
búning til að standa fyrir vega-
gcrð en nokkur af hinum eldri
verkfræðingum landsins.
Stjórnin fól nú Jóni Gunn-
arss.vni að sannsaka hið nýja
vegarstæði. Hann hefir unnið
að því í vor og á athugunum
hans verður ákvörðunin um
vetrarveginn byggð. — Verkið
er nú þeg'ar byrjað frá báðum
hliðum. Annar vinnuflokkurinn
er í Ölfusinu en hinn er sunnan
við ITafnarfjörð. Verkinu mun
nú verða haldið áfram með
fullri festu. Ihaldið hefir talað
um málið og eytt fénu í óþarf-
ar og árangurslausar rann-
sóknir. Núverandi þingmeiri-
hluti hefir ákveðið að leggja
veginn, að tengja suðurlág-
lendið við Faxaflóa. Og þetta
verk verður framkvæmt.
arholti var allan sinn búskap í
fremstu röð borgfirzkra bænda.
hinn mesti búsýslu- og dugnað-
armaður, og sat þetta forna
höfuðból með prýði. Og ekki
hefir þessu farið aftur í hönd-
um Þorvaldar sonar hans, er í
sínni búskapartíð hefir gert
stórumbætur í jarðrækt og hús-
abótum, svo að Iljarðarholt er
nú eitt hinna fegurstu og beztu
býla hins fagra og blómlega
Borgarfjarðarhéraðs. En þó að
ytra borð heimilisins væri
glæsilegt, var þáttur hinnar
látnu húsmóður ekki síður að-
dáunarverður. Sigríður heitin
var húsmóðir í orðsins fyllstu
merkingu. Heimili sínu vann
hún allt er hún vann. Hún var
ekki einungis umhyggjusöm
móðir barna sinna, heldur og
sýndi hún móðurumhyggju
sína hinum mörgu hjúum, sem
öll elskuðu hana og virtu, og
málleysingjum heimilisins eftir
því sem hún náði til þeirra.
Ekkert af því sem lifði og
hrærðist umhverfis hána var ó-
viðkomandi þessari sívakandi,
starfsömu og fyrirhyggjusömu
húsmóður. Og öll störf hennar
í stóru og smáu voru með þeim
snilldarbrag að fátítt er. Á
heimili hennar var gott að
koma og ánægjulegt að dvelja.
Það var samræmi í öllum vexti
þess og viðgangi eins og heil-
brigðri jurt. Á sama hátt og
umbæturnar jukust út á við í
höndum bændanna efldist heim-
ilið og greri innávið fyrir hina
þögulu, sístarfandi ■umhyggju
húsmóðurinnar, — eins og
stofn sem lyftir blöðum sínum
hærra með hverju ári, en skýt-
ur jafnframt rótum sínum
dýpra og dýpra í hina mjúku,
frjóu mold.
Sigríður heitin var gædd
miklum hæfileikum og góðum
gáfum. Hún var vel á sig kom-
in og mesta fríðleikskona. —
Ileldur þótti hún fáskiptin út
á við og við ókunnuga og sótt-
ist ekki eftir kunningskap
annara. En vinátta hennar var
þeim mun traustari þar sem
hún tókst, og tryggð hennar
föst gagnvart þeim er hún
vingaðist við. Vinir hennar
munu ætíð minnast hennar
með aðdáun og allir er til henn-
ar þekktu, með virðingu.
Hún var jarðsungin í Hjarð-
arholti laugardaginn 8. þ. m.
að viðstöddu miklu fjölmenni.
Staðurinn sem nú í meira en
hálfa öld hefir notið umhyggju
í hennar húsmóðurfaðmi, hefir
nú tekið hana í faðm sér til
hinstu hvíldar.
Bjarni Ásgeirsson
Leiðrétting.
I grein mína í síðasta tölubl.
Tímans um gullbrúðhjónin á
Grímsstöðum, höfðu slæðst
nokkrar villur sem ég vildi biðja
Tímann að leiðrétta.
1. Ragnheiður Einarsdóttir
frá Svefneyjum er talin kona
Iíelga í Vogi en átti að vera sr.
Vernharðar Þorkelssonar.
2. Niðurlag þriðja, |kafla í
fyrsta dálki á að orðast svo:
annirnar .... halda bændum og
þó einkum húsfreyjum þeirra
bundnum við heimilið þeim
böndum sem enginn skilur
nema dauðinn.
3. I síðustu setningu annars
dálks átti að standa gáfufólk í
stað gæfufólk (sem raskar mein
ingunni, þó að einnig sé það
rétt).
Sigurbjövn
Bergþórsson
bóndi og söðlasmiður
frá Svarfhóli í Dölum átti átt-
ræðisafmæli 17. júlí sl., fæddur
17. júl, 1856 að Hömrum í Dala
sýslu.
I æsku nam hann söðlasmíði,
en hafði það þó aðeins í hjá-
verkum með búskapnum, því
ungur reisti hann bú með konu
sinni, Guðbjörgu Guðbrands-
dóttur, mestu ágætiskonu og
bjó hann allan sinn búskap, eða
í 40 ár, á Svarfhóli í Dala-
sýslu. Fluttist hann þangað
leiguliði með 1 kú, 1 hest og
4 kindur. Mundu það þykja
lítil efni til að byrja með bú-
skap nú á dögum. Eftir fá ár
réðist Sigurbjöm í að kaupa
jörðina og gerði hann á henni
umbætur í stórum stíl, jók
túnið og ræktaði, byggði upp
öll hús sem voru komin að falli,
er hann tók við jörðinni, og ár-
ið 1911 byggði hann íbúðarhús
úr steinsteypu, en það var
fyrsta steinhúsið sem bygt var
í þeirri sveit; var Sigurbjöm í
því sem mörgu öðru á undan
sinni samtíð. Sigurbjörn var
höfðingi heim að sækja og því
gestagangur mikill, munu fáir,
er leið áttu um Laxárdal í bú-
skapartíð Sigurbjörns, hafa far-
ið svo um að koma ekki við á
Svarfhóli, enda áttu þar allir
góðu að mæta.
Þeim hjónum varð 6 barna
auðið, og ólu þau öll sjálf upp,
og mönnuðu vel, einnig hafði
Sigui'björn jafnan eitthvað af
gamalmennum á heimili sínu,
og oft tók hann til sín fólk, sem
aðrir sóttust ekki eftir. Það var
alltaf rúm fyrir alla á Svarf-
hóli.
Má af framanrituðu sjá hver
atorku- og ráðdeildarmaður
Sigurbjöm er.
Árið 1922 missti Sigurbjörn
konu sína og brá hann þá búi
og fluttist hingað til Rvíkur
og er nú til heimilis hjá böm-
um sínum, Margréti og G ísía
söðlasmið á Laugaveg 77 B, og
kappkosta þau, ásamt systkin-
um sínum, að gera honum ell-
ina ánægjulega, enda er Sigur-
björn altaf jafn glaður og sí-
ungur í anda, og sannast á
honum hið fornkveðna: „Fögur
sál er ávalt ung, undir silfur-
hærum“.
Sigurbjörn er vel gefinn mað-
ur og gjörhugull á ýmsum svið-
um, hann hefir ávalt viljað
ganga sína eigin götu, án þess
að láta aðra troða hana íyrir
sig. Hann hélt jafnan á sínum á-
hugamálum með festu og var
lítið um að láta aðra hafa meiri
áhrif á sig en góðu hófi gegndi.
Það mætti segja margt fleira
um Sigurbjörn, og á 80 ára af-
mæli þessa mæta manns á ég
mér ekki betri ósk en þá, að ís-
lenzk bændastétt mætti eign-
azt sem flesta hans líka.
Kunnugur.
Fáein orð um Eyfólf
Framh. af 1. síðu.
ar að hækka síðar, þegar þeir
höfðu ráð Samsölunnar í hendi
sér með yfirráðum yfir búð-
unum.
Eyjólfur heldur víst að al-
menningur sé búinn að gleyma
því, að þessi fullyrðing um 150
þús. kr. gróða fyrir Samsöluna
reyndist algerlega fölsuð.
Seint í vetur sem leið var
sýnt fram á það með skjalfest-
um tölum, að Samsalan myndi
hafa tapað a. m. k. 18 þús. kr.
á ári á því að taka bakaratil-
boðinu, enda þótt gengið sé út
frá að við það hefði verið stað-
ið til frambúðar.
Sannanirnar fyrir þessu er m.
a. að finna í Tímanum í apríl
síðastliðnum.
Það er því síður en svo heppi-
legt fyrir fjandmenn mjólkur-
laganna að vera að rifja upp
falsrök sín í sambandi við bak-
aratilboðið. Og að endingu:
Eyjólfi er nú meira en „mál að
hætta“ afskiftum af mjólkur-
málinu. Hann mun varla verða
oft virtur svars héðan af.
Dæmi,
sem sýnir af hverjuísLþjódinerSátæk
1918—32 var flutt inn þvottaduft og sápur fyrir krón-
ur 5.812.000,00, Hráefni til að framleiða vörur þessar
myndu kosta nálægt helming, eða kr. 2.906.000.00. —
Því hreint tap á þjóðarauðnum nálægt
þrem mOlfónum króna
Fyrir þessa upphæð sem nú er töpuð þjóðinni hefði
mátt kaupa t. d. 5 fyrsta fl. togara með öllum full-
komnasta útbúnaði eða byggja vönduð hús á 250 jörð-
um í sveit.
Hverjum sönnum íslending ber að nota í»l. vörur.
Þess vegna kaupa allar húsmœður, sem ekki er alveg
sama um afkomu íslenzku þjóðarinnar
góda íslenzka þvoltaduSlið
Á víðavangi
Framh. af 1. síðu.
væri ofborgað með 4 krónum í
fyrra þá mætti nú borga það
með 7 eða jafnvel 8 krónum.
Tilgangur Ólafs var að skapa á
þennan hátt atvinnuleysi, hung-
ur og neyð. Útgerðarmenn í
hans eigin flokki snerust á móti
honum og kom hann engu fram
af bjánaskap sínum. Næst ætl-
aði Mbl. að rifna út af því ef
aanska varðskipið hefði flugvél
hér við land um síldveiðitímann.
En er það vitnaðist að M. G. og
M. J. höfðu verið með þessu
gaf Mbl. öllum upp sakir, sem
stóðu að flugvélinni. Þriðja
sóknin hófst eftir komu kon-
ungs og Staunings. Þóttust í-
Iialdsblöðin viss um að þeir
k.efðu báðir komið til að véla
landið að nýju undir Dani. J. J.
benti þeim á, að ef konungur
og Stauriing hefðu verið hér
eins og Hallvarður gullskór
forðum, þá væri lítill þegnskap-
ur af íhaldsleiðtogunum að
sækjast sem mest eftir að vera
með þeim eins og raun bar
vitni um. Mæltu þeir Thor og
ólafur fyrir minni Staunings
sem hins mætasta manns og að
lokinni veizlu, sem Stauning
hélt, buðu þeir bræður hinum
rauðskeggjaða sosíalista að
skoða hinar fögru „villur“ sín-
ar, um miðja nótt. Kurteisin
var vafasöm, en auðséð hið
auðmjúka hugarfar Thors-
bræðra við hinn danska verka-
mannahöfðingja. Síðan J. J. rit-
aði um þessa hlið málsins hefir
Mbl. gefist upp við að áfella
konung og Stauning fyrir svik-
samlegan tilgang með ferðum
sínum hingað. Hefir Mbl. og
Jensenssynir haft mikla hrakn-
ingu í öllum þessum málum.
B ezta
unntóbakið
er frá
Brödrene Braun
KAUPMANNAHÖFN
Biðjið kaupmann yðar um
B.B. munntóbakið
Fæsi allsstaðar.
RETKIÐ
J. GEUNO’S
ágæta holienzka reyktóbak
TERÐ:
ARO.MATISCHER SHAG koatar kr. 1,05 V« kg.
FEENRIECHENDER SHAG — — 1,15----
Fæst í öllum verzlunum.
Um kjötverðið
Framh. af 1. síðu.
vörutegunda.
Bóndi í sveit við Stykkishólm
fékk 52 aura fyrir kg. af kjöti
fyrra haustið sem Þ. Br. sat í
stjórn. Nú fær hann verð sem
hann hefði þá álitið ómögu-
legt að ná á innlendum mark-
aði. Þessi mikla umbót hefir
verið gerð af núverandi þing-
meirihluta undir forustu sam-
vinnumanna. Þar hefir verið
unnið að með þeim hyggindum
sem'í hag koma.
Ágæt herbergi
til leigu á Hverfisgötu 32
yfir lengri eða skemmri
tíma. — Hentugt fyrir
ferðafólk. — Sími 3454.
Alll með Islenskuin skipum?
Reykjavík Sími 1249. Símnefni Sláturfólag.
Niðupsuðuvepksmiðja. Bjúgnagerð.
Reykhús. Fvystiliús.
Framleiðir og selur í heildsölu og smásöln: Níður-
soðið kjöt og fiskmeti fjölbreytt örval. Bjúgu og allskonar
áskurð á brauð mest og best úrval á landinu.
Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkent fyrir gæði. Fros-
ið kjötið allskonar, fryst og geymt í vólfrystihúsi, eftir
fylstu nútímakröfum.
Ritstjóri: Gísli Guðmundsson.
Ostar og smjör frá Mjólkrubúi Flóamanna. Verðskrár
sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um alt
.1. .T.
B. Ásg.
J. J.
Prentsm. Acta.
land.