Tíminn - 12.08.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.08.1936, Blaðsíða 2
128 TÍMINN Ihaldið og Danir íhaldsflokkurinn íslenzki er á ýmsan hátt mjög' spaugileg- ur félagsskapur. I honum eru allskonar andstæður. Þar eru nálega allir Danir, sem búsett- ir eru hér á landi og allir „dansk-fæddir“ menn eins og dönsk blöð nefna syni Thor Jensen. Efnaðir menn af dönsku þjóðerni, eins og t. d. eigandi annars kvikmynda- hússins og annars gistihússins í bænum, styðja íhaldsflokk- inn með ríflegum fjárframlög- um við kosningar. Um eitt skeið áttu danskir menn meg- inið af hlutafé Mbl. og Jón Kjartansson mun hafa verið ráðinn að blaðinu af dönskum mönnum og úti í Kaupmanna- höfn. Flokkur íhaldsmanna gengur enn í sömu velvildarátt við hin dönsku áhrif, er hann hefir að- alátrúnað á algerlega dönskum manni og velur fyrir formann flokks síns mann, sem er hálf- danskur að ætt og uppeldi. Þar að auki hafa flestir helztu áhrifamenn íhaldsins stundað nám í Danmörku eða dvalið þar langdvölum. Dönsk tunga er það tungumál, sem þeim er tamast, að fráskildu móður- máli sínu. Ef þeir lesa útlend blöð, þá eru það aðallega dönsk blöð, og þá einkum það af blöðum Dana, sem jafnan sýn- ir íslendingum lítilsvirðinga meðan þeir lifa og óvirðir þá dána. Þegar íhaldsmenn vitna til útlendra dæma, þá eru þau langoftast frá Danmörku eða úr dönsku þjóðlífi. í raun og veru er Danmörk í augum flestra þessara manna sama og alheimurinn, að fráteknu Is- landi og himnaríki. Einn íhalds- maður hefir játað opinberlega þessa heimsskoðun fyrir sitt heimafólk. Mér dettur alls ekki í hug að áfellast Dani á íslandi fyrir að vera í íhaldsflokknum eða leiðtoga íhaldsins fyrir að vera mótaða innst og yzt af dönsku þjóðlífi, máli og menningu. Ef litið er á allar ástæður, má segja að þetta sé eðlilegt. Danir, búsettir á íslandi, eru ílestir riðnir við kaupmennsku og sú stétt fylgir enn sem kom- ið er Mbl. mjög að málum. Og á hinn bóginn leiðir það af hinni löngu pólitísku sambúð íslands og Danmerkur, að mik- ill hluti af leiðtogum íhaldsins hefir mótazt í höndum Dana. En nú kemur að hinni hlið- inni. Þar eru málpípur íhalds- ins allt af að niðra Dön- um, væna þá um ágengni og lævísi gagnvart Islandi og íslendingum. önnur hlið íhalds- ins íslenzka er aldönsk. Hin hliðin er íslenzk með þeim hætti að liún er full af hatri og rangsleitni gagnvart Dönum og dönsku þjóðinni. Ég vil nefna nokkur dæmi þessu til stuðnings. Dr. Knud Berlin var harðasti og þrótt- mesti andstæðingur Islendinga í landsréttindabaráttunni á 20. öldinni, og átti í löngum og hörðum rökræðum við íslend- inga um sjálfstæðismálið. En hann tapaði í leiknum af því að þrír af fjórum þingflokkum Dana, allir nema danska íhald- ið, vildu semja við íslendinga um viðurkenningu á ríkisrétt- indum okkar 1918. Fáum árum síðar kemur dr. Knud Berlin til Reykjavíkur sem ferðamaður. Hann hefir lagt frá sér vopnin, eftir að hafa barizt hart, en með full- um sóma. Hann vill kynnast þeirri þjóð, sem hann hefir átt kappleik við. Þá gerast þau undur, að hið ómerkilega blað, „Vísir“, ræðst á hinn útlenda gest með hörku ádeilu — fyrir það eitt að koma til landsins. Svo lítill var drengskapur, mannslund og mannasiðir þeirra íhaldsmanna, sem áttu Vísi. Þegar danskur vísindamaður, dr. Koch, kemur hér til lands og vill leggja fram fé og orku til náttúrufræðarannsókna hér á landi, þá rísa Vísir og Mbl. með fáryrðum gegn þessum manni. Nú vill svo til, að ísland er í jarðfræðilegum efnum eitt af þeim löndum í álfunni, sem vísindin hafa mest gagn af að rannsaka. Hingað hafa komið vísindamenn á undangengnum áratugum frá öllum helztu menningarlöndum heimsins, og svo mun jafnan verða í fram- tíðinni. Á að loka landinu fyrir vísindamönnum ? Eða vill sá eini flokkur á Islandi, sem er sérstaklega gegnsýrður af dönskum innflutningi og dönsk- um hugsunarhætti, virkilega halda því fram, að hin öldnu fjöll íslands muni fara úr skorðum, þó að einn danskur náttúrufræðingur styðji hér um stutta stund að rannsókn- um á eðli landsins? Fyrir ári síðan er einn af þingmönnum íhaldsmanna staddur á nemendamóti í Dan- mörku. IJann er þar gestur Dana. Samkoman var alþjóðleg og fyrsta boðorð allra var að stunda hlutleysi og góða sam- búð. En íhaldsþingmaðurinn var ekki á því. Hann byrjar að gefa yfirlýsingar fyrir Is- lands hönd um viðhorf Islend- inga til dönsku þjóðarinnar á ókomnum árum. Hann gerir þessar yfirlýsingar um efni, sem var algerlega óviðkomandi fundinum, og sem hlaut að vekja óánægju hjá meirahluta fundarmanna, af því að það var óviðeigandi. Félagar þessa snáða gerðu allt sem þeir gátu til að fá piltimi til að byrja ekki á yfirlýsingum og spá- dómum um væntanlegar deilur á ókomnum árum. Og reyndur og gætinn íslendingur, sem vel þekkir til í Danmörku og hafði áður fyrr verið voldugur liðsmaður í flokki Mbl., gerði sitt til að fá íhaldsþingmann- inn til að láta vera að hefja deilukenndar umræður í hlut- lausu heimboði. En allt kom fyrir ekki. Ihaldsþingmaðurinn vildi fá að gera sér og sínum flokki til minnkunar og gerði það. Væntanlega lærir þessi ná- ungi einhverntíma síðar, að heimboð eru ekki vígvellir. I vor kemur einn af þing- mönnum íhaldsins, Thor Thors til Danmerkur og eftir blaða- frásögnum talar hann þar tveim tungum eins og íhaldið. I einni skálaræðu, þar sem hann er með nokkrum þing'- mönnum Dana, hælir hann með- ferð þeirra á utanríkismál- um íslendinga og hefir um þau vinnubrögð sterk hrósyrði. Á öðrum stað kvartar hann um, að gengið sé á rétt íslenzkra stúdenta í Danmörku. Þessi að- dróttun var fullkomlega í anda Vísis og Mbl., enda var henni mótmælt af stúdentum sjálfum sem algerlega tilhæfulausri. — En litlu minni gifta fylgir hrósi Thors um meðferð utan- ríkismálanna, því að síðan hann kom heim hafa verið þrot- lausar árásir á dönsk stjómar- völd í blöðum þess flokks, sem þessi maður tilheyrir og þar kveðið freklega að orði um ónytjungsskap Dana við að vinna að íslenzkum málum. Einn spaugilegasti þáttur í sókn hinna „danskfæddu" Is- lendinga á hendur Dönum er á- róður út af landhelgisgæzlunni. Hefir lítilfjörlegur dálkafyllir frá tíð Sig. Eggerz verið mjög margorður og illorður um vinnubrögð yfirmanna á dönsku varðskipunum hér við land. Nú vill svo til, að hér í bænum er búsettur íyrverandi danskur sjóliðsforingi, hr. Broberg. Hann kunni ekki við að sitja þegjandi undir hinni ómaklegu árás og birti úr dagbókum sín- um skrá yfir skipatökur sínar, þann stutta tíma, sem hann annaðist gæzluna. Hafði danska varðskipið þá tekið lögbrjóta í tugatali, og sektir þær, sem runnu í ríkissjóð álíka mikið fé eins og öll fjölskylda Jen- sens dregur út úr atvinnulífinu árlega til sameiginlegra þarfa. Þessi hirting dugði í bráðina, því að síðan þessi grein kom hafa íhaldsblöðin ekki treyst sér til að halda því fram, að vinna dönsku varðskipanna væri alltaf og æfinlega tóm aktaskrift. Stuttu síðar kom flugvélin inn í spilið. Danir áttu að vera byrjaðir að brjóta niður ís- lenzka landhelgisgæzlu í því skyni að hremma land og þjóð í áþján. Nú átti flugvél að koma með danska varðskipinu og með komu hennar töldu íhaldsblöðin að frelsi og heið- ur Islendinga væri glatað. öðrum mönnum var óskiljan- legt hve mikil aukin hætta var að því að danska varð- skipið, sem starfar hér meiri- hluta árs hafi með sér flugvél, sem „tæki“ við gæzluna. Varð- skipið er hér samkvæmt samn- ingi sem íhaldið sjálft hefir gert. Það má hafa fallbyssur og hverskonar grimmileg vígtæki, en bara ekki flugvél! Þegar málið var athugað bet- ur hafði þetta voðamál komið upp í sambandslaganefndinni. Danir höfðu alls ekki beðið um þann heiður að mega senda þessa hættulegu flugvél hingað til lands. Við Magnús Guð- mundsson, Magnús Jónsson og Jón Baldvinsson höfðum verið sammála um að álíta þetta eðli- lega og hættulausa fram- kvæmd. Enginn okkar lagði sérstaka áherzlu á þessa til- raun, en engum okkar datt í hug að til væri svo heimskir menn á íslandi að þeir byrjuðu að bera Dönum brigsl og hrekk- Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andláft og jarðarför Frú Sígríðar Ás- geírsdóttur, Hjarðarholti í Borgarfirði. Vandamenn. vísi á brýni fyrir það, að full- trúar allra íslenzku flokkanna vildu gjaman að prófað væri að hafa flugvél við gæzluna. I marga daga var flugvélar- málið höfuðárásarefni íhalds- blaðanna á dönsku þjóðina. En þegar það kom í ljós, að tveir af leiðtogum íhaldsins voru riðnir við málið, þá varð sókn- in að engu. Allir geta samt séð, að ef frelsi landsins var í hættu af völdum flugvélarinnar, þá var sú hætta jafn yfirvofandi og geigvænleg þó að tveir af þingmönnum íhaldsins væru samþykkir öðrum mönnum í þessu efni. Árás íhaldsblaðanna á dönsku þjóðina út af ferð konungs hér á landi og heimsókn Staunings var skýrð hér í blaðinu í gær. I þeim árásum hefir hin sjúka árásarhneigð hinna „dansk- fæddu“ náð hámarki sínu. Ég mun í grein hér í blað- inu innan skams skýra þessa dularfullu gátu hversvegtia hinir „danskfæddu“ .Islending- ar eru fullir af ósanngimi og ókurteisi í garð þeirrar þjóðar, sem þeir hafa þegið frá sinn litla andlega lífsmátt. Jafn- framt því mun ég leiða rök að því að sú aðferð íhaldsblaðanna að ráðast á aðra þjóð í veikri von um að afla sér flokksfylgis er óþekkt í mennt- uðum löndum, nema í blöðum, sem eru miðuð við lægstu verur mannfélagsins. J. J. Heiðafélagið danska Heiðafélagið er ein virðuleg- | asta stofnun dönsku þjóðarinn- ar. Á 11. öld var Jótland talið skógivaxið, að því er forn heirn ildarrit telja. En þar fór eins og hér, að skógurinn eyddist bæði af völdum náttúrunnar og mannanna. Meira en annan C. E. Flensborg fl'amkvæmdastjóri Heiðafélags- ins danska. Hann hefir verið á ferð hér á landi í sumar og skýrt Tímanum frá starfsemi Heiðafélagsins. | hvern dag að meðaltali bar vestanáttin með sér sand, sera mæddi á öllum gróðri, og um 1850 hefir danska þjóðin tap- að fjórða hlutanum af Jót- landsskaganum, en það sam- svarar sjötta hlutanum af állri Danmörku, undir sand, þar sem ekki þreifst akuryi-kja lengur heldur aðeins fátæklegur lyng- gi-óður, sem lítt megnaði að framfleyta búfénaði bændanna sem ekki höfðu þegar flúið hina hörðu lífsbaráttu. Stjórnarvöldunum var ljós hættan sem yfir vofði. Árið 1723 eru þeir menn leystir und- an herskyldu, sem setjast vilja að á józku heiðunum og þeim jafnframt heitið öðrum fríðind- um. En allir kusu fremur her- skylduna. Á árunurn 1758—60 eru þús- und Þjóðverjar sóttir suður í Rínarlönd til þess að nema land á Jótlandsheiðum. Þeim var sérstaklega treyst til þess að kenna þjóðinni hvemig fara ætti að því að rækta heiðalöndin. En allur sá mikli tilkostnaður endaði með skelf- ingu. Skýrsla Kjötverðlagsnefndar Um miðjan ágúst síðastlið- inn var endurskipað í kjötverð- lagsnefnd til eins árs. Þá varö ekki önnur breyting ánefndinni en að Jón kaupfélagsstjóri 1- varsson lét af formannsstarfi, eftir eigin ósk, en í stað hans var Páll ráðunautur Zóphónías- son skipaður formaður, en hann hafði verið varaformaður nefndarinnar frá byrjun og gegnt formannsstörfum í fjar- veru Jóns. Eins og skýrsla nefndarinnar frá 7. ágúst 1935 ber með sér, var 1. ág. 1935 talið óselt af kjöti í landinu 122 smálestir af freðkjöti og 175 tn. af spað- höggnu saltkjöti. Við þetta hefði þó verið rétt að bæta 25 smálestum af freðkjöti af rosknu fé sem Sláturfélag Suð- urlands átti en ætlaði til vinslu og því ekki talið í birgðum þess til nefndarinnar. Raunverulega voru því freðkjötsbirgðimar 1. ág. 1935, 147 smál. Leyft var að byrja slátrun í Reykjavík 12. ágúst (þann dag eru sláturleyfin afgreidd) en út um land var leyft að byrja nokkru fyr, þar sem um kjöt- sölu var að ræða og þar sem ekki var hægt að koma við að selja freðkjöt. Við veitingu sláturleyfa var þeirri reglu fylgt, að veita þeim slátrunarleyfi, sem áður höfðu haft slátrun, og hafa leyfin það rúm, að þeir sem þau fengu, gætu slátrað svipaðri fjártölu og þeir voru vanir. — Margir höfðu sótt um leyfi til að slátra miklu fleira fé, en nokkrar líkur voru til að þeir hefðu þörf fyrir og miklu meira en þeir höfðu slátrað 1933 og 1934, og var þeim vitanlega ekki veitt það. — Hinsvegar var þeim mönnum, sem fengu fleira sláturfé, en leyfi þeirra hljóðuðu upp á, veitt viðbóta- slátrunarleyfi, en langflestir slátruðu hvergi nærri þeirri sláturfjártölu er þeim var leyft í fyrstu. Samvinnufélögin sóttu flest um slá-trunarleyfi fyrir svipaða fjártölu og þau slátr- uðu. Nefndin vill vekja athygli manna á því, að það er mikils virði að fá strax þegar sótt er um slátrunarleyfi sem gleggst- ar upplýsingar um hve mörgu verði slátrað, því þá er hægara að skipta kjötmagninu milli innlenda og erlenda markaðsins og láta skiptinguna verða rétt- láta milli þeirra er slátrunar- leyfin fá. Á innlendum markaði var leyft að selja það kjötmagn, sem talið var líklegt að þar mundi seljast. Söluelyfin voru fyrst og fremst miðuð við það, að markaðurinn á hverjum stað yrði notaður af þeim sem þar slátruðu. Því voru innanlands- söluleyfin misjöfn í slátrunar- stöðunum eða frá 100 til 20% af kjötþunga alls sláturfjárins. Þar sem innanlandssala á slátr- unarstað var lítil eða engin voru innanlandssöluleyfin mið- uð við það tvennt, að nægjan- legt kjöt yrði til sölu í landinu til viðbótar við það, sem slátr- að var á þeim stöðum sem markaður er fyrir meira kjöt en þar er slátrað og að innan- landssalan gengi sem jafnast yf ir. Hinsvegar var ekki tekið neitt fram um það í slátrunar- og söluleyfunum í hvernig verkuðu ástandi menn seldu kjötið sem leyft var að selja innanlands, og máttu leyfishaf- ar því sjálfir ráða því. Þeim sem fengu slátrunar- leyfi má skifta í tvo hópa: 40 samvinnufélög, sem eru í SlS, 9 önnur samvinnufélög og 77 . kaupmenn. Auk þessara slátrun arleyfa fengu ýmsir að láta kunningja sína og venzlamenn fá eina og eina tunnu. Hangi- kjötssala var frjáls manna á milli og verð á því aldrei ákveð- ið af nefndinni. Milli þessara aðila skiptist sláturfé og kjötmagn þannig: Af kjötinu sem selt var inn- anlands seldu sambandsfélögin 36,82%, önnur samvinnufélög 34,74%f kaupmenn 25,92% og einstaklingar 2,45%. Kjöt það, sem út var selt skiptist þannig að sambandsfélögin seldu 82,87 %, önnur samvinnufélög 6,87% og kaupmenn 10,26%. Af útflutningskjöti annara samvinnufélaga hefir SlS flutt út 94,4% og því alls flutt og selt úr landi 89,4% af öllu því kjöti sem selt hefir verið úr landi. Af þessu sést það, að samb.- félögin, sem hafa 60,9% af öllu kjötmagninu, selja ekki nema 28,9% á innlendum markaði, en félögin sem ekki eru í SlS og hafa ekki nema 20,2% af öllu kjötmagninu selja 82,3% af því í landinu. Kaupmenn sem ekki hafa nema 17,7% af öllu kjöt- magninu selja yfir 69% af því innanlands. 1 þessu sambandi er rétt og sjálfsagt að geta þess, að 82 kaupmenn hafa selt meira af kjöti innanlands en þeim var leyft af nefndinni og alls hafa þeir selt yfir 90 smál. meira Sambandsfélögin slátruðu 224782 fjár, 60,8% 3051568 kg. kjöt 60,9% Önnur samv.fél. slátruðu 77056 fjár, 20,9% 1011471,9 kg. kjöt 20,2% Kaupmenn slátruðu 67620 fjár, 18,3% 889355,5 kg. kjöt 17,7% Kjöt milli manna 58523,0 kg. kjöt 1,2% Alls 369458 fjár,100,0% 5010918,4 kg. kjötlOO % Af sláturfénu voru 345164 dilkar með 4463271,6 kg. kjöt 12144 geldfé með 275110,2 kg. kjöt. 12150 milkar ær 214012,7 kg. kjöt. Samtals 369458 4952394,5 kg. kjöt Til enn frekari glöggvunar á því, hverjir seldu kjötið úr landi og hverjir notuðu innanlandsmarkaðinn, skal þetta yfir- lit gefið: Selt innanlands Selt úr landi Kg. % Kg. % Sambandsfélögin 888428,0 28,9 2168189,5 71,1 önnur samv.félög 831771,9 82,3 179700,0 17,7 Kaupmenn Kjöt milli manna 620798,5 58523,0 69,8 100,0 268557,0 30,2 2894521,9 47,8 2616396,5 62,2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.