Tíminn - 02.09.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.09.1936, Blaðsíða 1
og tnntjeimta ,§>afitatoU. 16 <3imt 2353 -- Pó»tí>óíf ðöl ©jaíbbao,! biaBeln* cr I Iðoí Áeoa«3Uritsn fostat 7 ft. t'y, ¦»"—1j»~ XX. ár. Kjöiverðið Framhaldsskýrsla kjötverð- lagsnefndar liggur nú fyrir, og þar með ákvörðun um úthlutun verðjöfnunargjalds og upplýs- ingar um það verð, sem bænd- ur fá endanlega fyrir einstakar tegundir af kjöti frá haustinu 1935. Þetta verð er að vísu eitthvað mismunandi, eftir til- kostnaði seljendanna o. fl. Það má þó slá því föstu, að verðið fyrir útflutta kjötið hjá Sam- bandsfélögunum verði sem næst 85 aurar fyrir kg. af freð- kjöti og 79 aurar fyrir kg, af saltkjöti. Hefir þá freðkjötið hækkað um 4 aura og saltkjöt- ið um 11 aura frá því árið áð- ur. Af freðkjötsverðinu hafa 3 aurar fengizt úr verðjöfnunar- sjóði og af saltkjötsverðinu IIV2 eyrir Ihaldsblöðin, ísafold og „Framsókn",, hafa verið með lítilsháttar tilraunir til úlfúðar út af skýrslu kjötverðlags- nefndar, og vita þó sýnilega ekki vel, hvað þau eigi að finna sér til í þetta sinn. Blað Jóns í Dal er eitthvað að tæpa á því, að „seljendur á innanlands- markaði" eigi að „gera þá kröfu, að þeim verði endur- greitt verðjöfnunargjaldið". Þetta yrði þá að gera á þann hátt að heimta til baka af bændum, sem út hafa flutt, 3 aura af freðkjötsverðinu og IIV2 eyri af saltkjötsverðinu. Munu fyrverandi kjósendur Þorsteins Briem, Hannesar á Hvammstanga, Jóns í Dal og Halldórs Stefánssonar, væntan- lega verða þeim þakklátir fyrir þessa hugulsömu athugasemd í blaði þeirra. Isafold er líka eitthvað að þvæla um það, að verðið fyrir það kjöt, sem selt var á innan- landsmarkaðinum, muni vera lægra en verðið fyrir útflutta kjötið, og þessvegna hafi ekki mátt greiða þessa uppbót á út- flutta kjötið. Og blaðið virðist halda fast í þá skoðun, að verð- ið á útflutu kjöti verði að vera mun lægra en á kjöti, sem selt er innanlands. Nú er það svo, að í kjötverð- lagsnefnd greiddu, eins og skýrslan ber með sér, allir nefndarmenn, atkvæði með því, að verðuppbót yrði úthlutað á þann hátt, sem hér að framan getur. En hinsvegar hefir Tím- inn heyrt, að komið hafi fram krafa um það frá minnahluta nefndarinnar, að uppbótin á út- flutta kjötið yrði hærri, og til þess varið nokkurri upphæð, sem eftir sé í sjóðnum, yfir- færð til næsta árs. Fulltrúi Sláturfélags Suður- lands og Kaupfélags Borgfirð- inga, sem seldu 80—90% af kjöti sínu innanlands, hefir þannig greitt atkvæði með þeirri verðuppbót, sem ákveðin var á útflutta kjötið. Og vitan- lega hefði hann ekki gert það, ef honum hefði fundist það ranglátt gagnvart sínum um- bjóðendum. Enda er ekki svo. Eins og áður er sagt verður saltkjötsverðið sem næst 79 aur ar pr. kg. Verðið á freðkjöti til utflutn- ings verður sem næst 85 aur- Reykjavík 2. sept. 1936 Ofbeldis* flokkur 1 Mbl. síðastliðinn laugardag (29. ágúst) birtist löng grein, sem blaðið segir að sé eftir „ungan stjórnmálamann" í i- haldsflokknum. Hún byrjar á þeim nokkuð alræmdu einkunn- arorðum, sem Kristján Albert- son fann upp fyrir íhaldsflokk- inn 1927: „Með lygum skal land vinna"! En tilgangur greinarinn ar er að færa fram rök fyrir því að „Sjálfstæðiflokkurinn" sé ekki „ofbeldisflokkur". Af því að höfundurinn er „ungur stjórnmálamaður" hefir hann sjálfsagt ekki veitt því eftirtekt, að grein hans, þótt samin sé eftir beztu getu, muni geta haft öfug áhrif við til- ganginn. Því „ungi stjórnmála- maðurinn" hefir víst ekki hugs- að út í það, að þjóðinni kunni að þykja það meira en lítið undarlegt, þegar blað eins af þingflokkunum allt í einu f er að berja sér á brjóst og sver og sárt við leggur, að hann se ekki ofbeldisflokkur! En hinn „ungi stjórnmála- maður" gefur skýringuna. Hann segir að við síðustu kosningar, 1934, hafi verið mikið um það talað í landinu, að „Sjálfstæðis- flokkurinn" væri „ofbeldisflokk- ur„. — „Og nær helmingur þjóðarinnar trúði þessu" segir hinn „ungi stjórnmálamaður" Morgunblaðsins! í þessari játningu felst mik- il hreinskilni, meiri hreinskilni en venjuleg er hjá hinum eldri forráðamönnum íhaldsins. Því að nú stendur það svart á hvítu viðurkennt í Mbl., að árið 1934 hafi nærri helmingur þjóðarinnar trúað því, að íhalds flokkurinn væri ofbeldisflokkur. En hversu mikið myndi þeim hafa f jölgað' síðan, sem þessu trúa og þykjast hafa til þess gildar ástæður? Sumarið 1934 byggðu menn skoðun sína um ofbeldisinnræti íhaldsins meðal annars á því, að íhaldið hafði veturinn áður gert kosningabandalag við naz- ista við bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík, og að Knútur Arn- grímsson hafði í tímariti íhalds- flokksins, Stefni, birt eins kon- ar kosningaávarp, þar sem tal- Framh. á 4. síðu. —r l- ¦¦............¦¦l.l-l-llllu.MI.I Jl« III I II ll-l ailM- II......I II — ar pr. kg. En fyrir það sem selt var á innlenda markaðinum, hefir eft- ir því, sem nefndarmennirnir allir í Kjötverðlagsnefnd stað- festa, nú þegar verið greitt 80 —95 aurar pr. kg., og sumstað- ar von á uppbótum. Er nefndin einnig sammála um, að þetta muni þýða sem næst „90 aura verð pr. kg., þegar miðað er við meðal sölukostnað" — eða um 5 aurum hærra en á útflutta freðkjötinu. Þetta segir Helgi Bergs fram- kvæmdastjóri Sláturfélags Suð- urlands. Og auðvitað er hann þessu máli miklu kunnugri en ritstjórar Mbl. eða hjálparkokk- ar þeirra við blað Jóns í Dal, sem hafa það eitt áhugamál í þessum efnum að koma illu af stað og eyðileggja kjötlögin. A víðavangi Síld og karfi fyrir 14 miljónir. Á höfuðdag var bræðslusíld in, samtals orðin 704,670 mál. Andvirði þessarar síldar, sem gengið hefir til veiðiskipanna ' nemur 3 mil. 734 þús. krónum. Er þetta að kalla helmingi nieiri bræðslusíldarveiði en á fyrra ári, og andvirðið sem þá var greitt veiðiskipunum nam tæplega 1 milj. og 500 þús. krónum. Á höfuðdagskvöld var búið að salta samtals 191.378 tunnur á móti 71.859 tunnum á sama tíma í fyrra. Fer ekki hjá því, að andvirð- ið, sem gengið hefir til veiði- skipa fyrir söltunarsíld sé orð- ið þrefalt við það, sem var í fyrra. Veiðin er ekki alveg þre- föld miðað við fyrra ár, en verðlagið, sem fyrir síldina er greitt til söltunar er hærra en á fyrra ári. „Faxasíldin" var á höfuðdags- kvöld orðin 2996 tn. „Faxasíld" er nafnið á salt- dldinni úr Faxaflóa. Með at- beina síídarútvegsnefndar hefir nú tekist að selja til Rússlands fyrirfram 19 þús. tunnur af þessari sfld fyrir 22 kr. tunn- una. „Faxasíldin" er lakari en Norðurlandssíldin. Útflutningsverðmæti síldar og síldaraf urða mun ur því sem komið er ekki verða undir 13 miljónum króna. 1 fyrra var útflutningsverðmæti síldaraf- urða samtals 8,5 miljónir. Þrátt fjTÍr þessa miklu hækkun á verðmæti síldarafurðanna er vafasamt að heildar útflutning- ur ársins verði hærri en í fyrra sakir eríiðleikanna, sem eru á saltfisksölunni. Karfaveiðin öll á árinu er 18.889 smál. Fyrir þennan karfa hefir veiðiskipum verið greitt ca. 560 þús. kr., en útflutningsverð- mæti hans mun nema um 1*4 milj. kr. Varaliðið „slær af"! 1 blaðtetri Jóns í Dal standa 29. ágúst þau eftirtektarverðu crð, að „Bændaflokksmenn" „haldi því fram, að kjötverð inn anlands skuli ákveðið það hátt, að bændum væri tryggt a. m. k. eins hátt verð og þeim, sem út flytja*), og helzt fullt fram- leiðsluverð". Þetta er þá orðið úr kröfum liðhlaupanna fyrir hönd bænda- stéttarinnar. En ekki þurftu þeir að gerast flokkssvikai'ar, og ganga í band- alag við íhaldið vegna þess, að Framsóknarflokkurinn væri ófá- anlegur til að taka undir þessa kröfu. Það hefir sýnt sig, að síðan núverandi stjórn kom til valda, hafa þeir, sem selja kjöt á innlendum markaði, fengið hærra verð en unnt var að greiða fyrir útflutt kjöt á sama tíma. Og þó hefir útflutta kjöt- ið verið bætt upp með verðjöfn unargjaldi. En á meðan Þorst. Briem var ráðherra, gerðust einmitt þau ósköp, að þeir sem seldu á innlendum markaði fengu lægra verð, en aðrir fengu fyrir freðkjöt, sem í'lutt hafði verið til útlanda. -— Lið- hlaupamir þurftu heldur ekki að svíkja flokk sinn til að sýna að þeir vildu „helzt" að bænd- ur, sem selja innanlands, fengju „fullt framleiðsluverð". Það vildi Framsóknarflokkurinn líka „helzt". Og Framsóknar- flokkurinn vill meira að segja „helzt" að allir bændur, hvort sem þeir selja innanlands eða utan, geti fengið „fullt fram- leiðsluverð" — ef þess væri kostur og ef þáð lægi fyrir, hvað þetta „framleiðsluverð" raunverulega er. Bændum myndi jafnvel ekki veita af því að fá meira en framleiðsluverð í nokkur ár, ef þar væru ein- hver tök á. En það er sitt hvað, hvað menn vilja „helzt" og hinsvegar, hvað hægt er að framkvæma. En þetta greinarkorn er sennilega bending um það (og þó líklega ósjálfráð!), hvernig „varaliðið" myndi skýra kröfu sína um „framleiðsluverð", ef því tækist það, sem ekki verð- ur — að koma íhaldinu til valda í landinu! 86. blað *) Leturbr. Tímans. Fundurinn í Varmahlíð. Skagfirðingar héldu fjöl- mennan fund í Varmahlíð í Seyluhreppi sl. sunnudag til þess að ræða um stofnun hér- aðsskóla á jarðhitasvæði ríkis- ins við Reykjarhól í Skagafirði. Fundurinn samþykkti að stofna með Skagfirðingum innan hér- aðs og utan, félag, er taki á leigu Reykjarhólseignina í því skyni að reka þar ýmiskonar starfsemi til menningar og hags bóta fyrir héraðið. Félagar greiði tillög eftir vild. Enginn fari þó nema með eitt atkvæði á fundum. Félagið skal vera í 4 deildum: Ein í Skagafirði, önn- ur á Akureyri, þriðja í Reykja- vík og fjórða í Vesturheimi. Deildirnar kjósa fulltrúaráð, en fulltrúaráðið stjórn búsetta í Skagafirði. — Fimmtíu manns stofnuðu félagið. Takmark fé- lagsins er að stofna héraðsskóla í Varmahlíð er sé jafnframt að- algististaður héraðsins um sum- armánuðina. Ennfremur að koma þar upp íþróttahúsi, sund- laug og gróðrarhúsi. I bráða- birgðastjórn voru kosnir: Árni Hafstað Vík, Jón Jónsson Hofi, síra Helgi Konráðsson Sauðár- króki, frú Ingibjörg Jóhanns- dóttir Varmahlíð, Gísli Magnús- son Eyhildarholti, Magnús Bjarnason Sauðárkróki, ólafur Sigurðsson Hellulandi og til vara Jón Björnsson Sauðár- króki. Hverjir eru hlutdrægir? Mbl. telur núverandi stjórn harðleikna við minnihlutann, og segir íhaldið beitt hörku á Alþingi. Hvar eru sannanirnar? Lítum á fjárlögin, þar sem fjárveitingarnefnd með 4 í- haldsmönnum og 5 stjórnar- sinnum stendur saman um af- greiðsluna, og engin óánægju- rödd kemur fram í þingi um hlutdrægni í fjárveitingum. Kjördæmi með svæsnum í- haldsþingmanni eins og Jóni Auðunn og Jóhanni í Eyjum, Sigurður Ölafsson hreppstjóri á Hellulandi í Skag- afirði átti áttræðisafmæli 10. júní í sumar. Hefir hann dvalið í Reykjavík undanfarnar vikur til lækninga við sjóndepru, en er enn hinn emasti, ræðinn vel cg andlega hress, Sigurður hefir búið lengst af sínum búskap á Hellulandi og hreppstjóri í Ríp- urhreppi hefir hann verið í meir en hálfa öld. Á bams- og ung- lingsaldri hneigðist hann til meiri íhugana um líffræði og eðlisfræði en títt er, gaf sig snemma að smíðum og lækninga tilraunum og las fræðibækur um þau efni. Um tvítugsaldur fór hann utan og dvaldi eitt ár við smíðar á- vélaverkstæði í Kaupmannahöfn. I sveit sinni og víðar varð hann síðan kunn- ur fyrir hinn óvenjulega hag- leik sinn og hugvit, og þá einn- ig fyrir lækningar sínar, sem mörgum manni komu að góðu liði. Af uppgötvunum Sigurðar er þekktust „rakstrarkonan" svonefnda, sem notuð hefir ver- ið víða um land. Þá fann hann upp taðkvörnina, sem almennt var notuð við ávinnslu túna áð- ur en farið var að herfa eins og nú er gert. Áveituvindmyll- an á Hellulandi og fjölda mörg önnur nýbreytni heima fyrir og í nágrenninu hefir um áratugi borið vitni um frjóan hug og haga hönd þessa óvenjulega manns. Og ekki þarf hann að kvarta um dapurlega elli, þessi virðulegi öldungur, því að funi æskunnar og aðdáun barnsár- anna fyrir hinum „stritandi vél- um" nútímans heldur áfram að verma fyrir hann níunda ára- tuginn. hafa fengið hina stórkostleg- ustu hjálp í verklegum fram- kvæmdum fyrir forgöngu og atbeina núverandi þingmeira hluta og ríkisstjórnar. En hlutdrægni íhaldsins er söm við sig. Þannig hefir íhaldið í Skagafirði hindrað að lagað- ur væri vegur eða sími um sveit austan Héraðsvatna, þar sem meiri hluti kjósendanna voru Framsóknarmenn. Allir kunnugir vissu að hér var ein- göngu um hefnd að ræða frá íhaldsmönnum fyrir að vera á móti flokki þeirra. Gísli Guðmundsson ritstjóri lagði af stað norður í land í morgun. Ætlar hann að ferðast um kjördæmi sitt og halda þar leiðarþing með kjós- endum. Mun hann verða um þriggja vikna tíma í þessari for, Guðbrandur Magnússon og Hallgrímur Jónasson munu ann- ast ritstjórn blaðsins á meðan. Uian úr heimi örlögin eru hláleg við suma menn. Fyrir ári síðan var Kon- dylis hershöfðingi valdamesti maðurinn í Grikklandi. Hann knýr það fram að konungdæm- ið er endurreist og Georg kon- úhgur kemur heim aftur, eftir meira en 10 ára útlegð. En konungdæmið varð hinum gamla hershöfðingja ekki til á- nægju. Þvert ofan í ráð hans, vill konungurinn koma á Iýð- ræðisstjóm í landinu, stofnar til kosninga og náðar Venizelos og aðra samherja hans, sem voru ýmist í fangelsum eða útlegð. Hinn vonsvikni hers- höfðingi leggur niður völd og deyr nokkru síðan eftir að hafa séð sitt seinasta verk algerlega misheppnazt. En þess er ekki langt að bíða, að konungurinn verður sjálfur fyrir hliðstæðum vonbrigðum. Eftir að hafa setið rúma sjö mánuði við völd verður hann að skrifa undir tilskipun um það, að þingið sé leyst upp um óá- kveðinn tíma og gefa samþykki sitt til þess að forsætisráð- herrann, Metaxas hershöfðingi, taki sér einræðisvald. Orlögin hafa hinsvegar skap- að Metaxas hershöfðingja hin heppilegustu skilyrði. Þingið, sem var kosið síðastl. vetur, reyndist óheppilega skipað. Venezilosistar höfðu 142 þing- menn, andstæðingar þeirra 143 þingmenn, en úrslitaatkvæðin, 15 þingmenn, höfðu kommún- istar, sem auðvitað leituðust eftir að gera allt óstarfhæft. Demerdjis var forsætisráð- ráðherra fyrir og eftir kosning- arnar og það heppnaðist hon- um að fá þingið til að sam- þykkja, að því skyldi frestað, en á meðan hefði stjómin og sérstök þingkosin nefnd nokk- urskonar löggjafarvald. — Skömmu eftir að hafa komið þessu í framkvæmd dó Demer- djis og Metaxas erfði embætti hans og þá aðstöðu, sem þingið hafði veitt honum, en þá að- stöðu myndi það ekki hafa veitt Metaxas. Dauðinn veitti Metaxas meiri hjálp. Höfuðandstæðingarnir og aðalmennimir í grískum stjórnmálum, Kondylis og Venezilos dóu báðir síðastl. vetur. Þeir menn, sem voru líklegastir til að keppa við hann um völdin, voru því báðir fallnir í valinn. Lokahjálpina fékk Metaxas svo frá kommúnistum. Þó þeir væru ekki ýkja margir, létu þeir bera þeim mun meira á sér. Við seinustu kosningar fengu þeir 73 þús. atkv. af 1267 þús. greiddum atkvæðum. Til og frá um landið gengust þeir stöðugt fyrir nýjum og nýjum verkföllum og seinast ógnuðu þeir með allsherjar- verkfalli. Þá fannst Metaxas hinn hentugi tími vera kom- inn. Hann gekk á fund kon- ungsins, sagði að kommúnistar væru að eyðileggja atvinnulíf landsins, innan hersins ræku þeir mikla undirróðursstarf- semi með góðum árangri og Framh. á 4. sfðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.