Tíminn - 16.09.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.09.1936, Blaðsíða 4
150 TÍM4N-N ar flokksklíku, né noti aðstöðu sína við búnaðarblaðið til að tortryggja nýmæli laganna, und ir því yfirskini að um hlut- lausa umsögn sé að ræða. Skoðanir Pálma Einarssonar um að jarðræktarstyrkurinn ætti ekki að verða seldur með jörðunum, eins og hinni marg- umtöluðu 17. gr. er ætlað að koma í veg fyrir, voru svo kunn ar, að hann hefir ekki séð sér fært að ganga frá þeim, þrátt fyrir kapp það sem flokksmenn hans leggja á það að afflytja það mál og rangfæra. Er það til marks um sam- ræmið í aðfinnslum þeirra bændaflokksmanna við lögin, að í sama tölublaði „Framsókn- ar“ er birt þvæluleg árásar- grein út af ákvæðum 17. gr., eftir Met. Stefánsson, þar sem hann byggir allar ályktanir sínar á allt öðrum lögum(!). og leyfir sér jafnvel að nota það orðalag „að jörðin brenni undir fótum þeirra“, er styrks- ins njóta. Og að styrkurinn verði „gleipibein" fyrir býla- eignedur. Er slík ófyrirleitni i aithætti dæmafá þegar um er að ræða viðleytni til að gera .jarðræktarstyrkinn að hjálpar- sjóði fyrir þann sem á jörðinni býr á hverjum tíma. Hljóta það að vera lítil meðmæli með aumingja Pálma í augum þeirra sem M. St. fylgja, að hann . skuli vera því fylgjandi að leggja þessi ósköp á bændur(!!) Annars eru þessi fyrirmæli 17. greinar um jarðræktarstyrk- inn, öruggur prófsteinn á það, hverjir eru í rauninni fram- sýnir og ósérplægnir samhjálp- ar- og samvinnu-menn. Og hverjir leggja höfuð áherzluna á möguleikana fyrir stundar- hagnaði af einstaklingsbraski. Þótt það skapi byrðarauka og böl fyrir seinni tímann. Pálmi heldur því enn fram, að jarðræktarlögin ráðist á frelsi Búnaðarfélags Islands með því að tiltaka að val búnaðarmála- stjóra sé bundið samþykki landbúnaðarráðheri-a. En hann gætir þess ekki að 1. greia gömlu jarðræktarlaganna hefir alltaf ákveðið að ráðherra hefði æðstu stjóm allra búnaðarmála cg þeirri grein heifr enginn tal- að um að breyta, enda hefir Búnaðarfélag Islands aldrei haft rýmri rétt en felst í hinum nýju jarðræktarlögum. Þá segir hann og að ráðherr- ar geti við hver stjórnarskipti heimtað nýjan búnaðarmála- stjóra, en fyrir þessu er ekki nokkur stafur í lögunum. Er furðulegt að slíkt skuli á borð borið fyrir lesendur þegar að- eins er um að ræða samþykktar vald ráðherra þegar ný ráðn- ing fer fram á búnaðarmála- stjóra. Það kemur hálf kátbroslega fyrir sjónir, þegar menn þykj- ast vera að verja frelsi Búnað- arfélags Islands með því að berjast á móti beinum og hlut- bundnum kosningum til Búnað- arþings, og tala í því sambandi um „pólitíska“ sérhagsmuni Framsóknarmanna. Það hlýtur þó öllum að vera ljóst að „póli- tískir“ sérhagsmunir geta helzt þrifizt þar sem ekki er hlut- bundin almenn kosning. Er þetta svo auðskilið mál, að ekki þarf um að ræða. En hinsvegar sýnir þetta ljóslega ótta þess- ara manna við það, að Búnað- arþing sé ekki í samræmi við skoðanir eða vilja bænda, og af þeim ástæðum sé ekki þorandi að ganga til almennra kosninga. Pálmi Einarsson fullyrðir að Sigurður Sigurðsson hafi með tillögu þeirri, er ég vitnaði til í grein minni í sumai', aðeins ver- ið að reyna málamiðlun milli Iíúnaðarfélagsins og ríkisstjóm- arinnar. En þetta er hin mesca rakafölsun. Ég hefi lesið alla j greinargerð Sigurðar og þar er ekkert sem bendir á slíkt, held- j ur ei' hún öll framsett til að j rökstyðja að heppilegast verði I að ríkisstjómin hafi yfirumsjón ■ þeirra framkvæmda erlögmæla sérstaklega fyrir um. Og bend- ir í því sambandi á ýmislegt er miðui' fari í Búnaðarfélaginu, svo sem að starf sumra ráðu- nautanna sé of lítið, þótt aðrir hafi meira en nóg að gera, að valdsvið stjórnar Búnaðarfél. sé óljóst o. s. frv. Ennfremur gerir hann ítar- lega grein fyrir hvernig þessu er hagað í Noregi og Danmörku cg segir síðan: „Ef Búnaðarfé- lag Islands tæki að sér alla stjórn búnaðarmála yrði stai'f- semi þess tvíþætt. Störf fyrir ! ríkisvaldið, og hefði búnaðar- 1 málastjóri með þessi mál að gera undir yfirstjóm atvinnu- málaráðherra. Þetta yrði líkt og nú er með vegamálastjóra, póst- málastjóra og símastjóra.“ Hin önnur verkefni Búnaðarfélags- ins telur hann sérmál þess. Þetta ætti að nægja til að sanna að Sigurður fylgir þessu cfram sem sinni skoðun á eðli- legu og hentugu fyrirkomulags- atriði, en ekki sem neinni mála- miðlunartilraun. Þá er það meira af vilja en mætti þegar greinarhöfundur fer að reyna að véfengja afrek Framsóknarflokksins í landbún- aðarmálum. Hann gefst alveg upp við að mótmæla því að bændum hafi skapast hagnaður er nam á aðra miljón króna á ári fyrir skiulag á sölu kjöts og mjólkur. En viðurkennir þetta með því, að fara í þess stað að tala um að þetta nægi ekki til þess að búskapurinn beri sig, sem er allt annað mál. Vitanlegt cr, að til þess að fullnægja tekjuþörf bænda þurfa markaðs möguleikar enn mikið að batna. Og að því mun unnið. En hér ræðir aðeins um ráðstöfun, sem valdið hefir stórfelldum umbót- um frá því sem áður var. Aumkvunarlegast er þó þegar Pálmi fer að tala um nýbýla- frumvarp flokks síns haustið 1934. Því þegar litið er á frum- varp það, sem þeir Steingrímur Steinþórsson og Sveinbjöm íiögnason fluttu á Alþingi 1931 og með tilliti til kosningaávarps Framsóknarmanna og málefna- samninga stjórnarflokkanna vorið 1934, þá vei'ður ljóst að þetta frumvarp sem Hannes Jónsson var látinn flytja á haustþinginu 1934 er lítilmót- legt málefnahnupl frá Fram- sóknarmönnum, sem almennt er litið á með lítilsvirðingu. Pálmi tekur samanburð á því að frestað var samþykkt á vinnulöggjöf og telur það hafa verið gert einungis vegna Al- þýðusambandsins, en þess ber að gæta að hér var um algert nýmæli að ræða, sem hafði al- veg ófullnægjandi undirbúning. En um jarðræktarlögin var í að- alatriðum fengin margra ára reynzla. Ráðunauturinn gerir mikið úr því að lögin takmarka fé- lagsréttindi manna við umráð yfir sérstöku landi. En þetta er •emgöngu gert til að tryggja að Búnaðarfélagið verði ávallt hreinn stéttar félagsskapur bænda. Má af þessu atriði sjá, að allt tal þeirra Bændaflokksmanna um hve lítið tillit sé tekið til stéttaraðstöðu bænda, er aðeins yfrvarp, þar sem þeir ekki vilja setja neinar hömlur fyrir því að kaupstaðabúar geti yfirtekið þennan einkafélagsskap stétt- arinnar. Greinarhöfundui^ er enn með það að hámarkið, 5000 krónur, sé of lágt. En um þetta þarf varla að deila. Reynzlan er ó- lýgnust. Ég vil biðja menn að athuga skýrslu þá sem gefin var út með jarðræktarlögunum nýju, og athuga þær jarðir sem notið hafa allt að 5000 króna styrks nú þegar. Munu þeir þá sannfærast um, að þær eru all- ar búnar að fá svo stórfelldar umbætur að engin von er að jarðir almennt komist til jafns við það í sjáanlegri framtíð. Ráðunauturinn birtir útreikn ing um hvað hækkanir á jarða- bótastyrk nemi miklu, miðað við dagsverk, frá því sem áður var. Þetta vii’ðist þýðingai'lítið, þár sem styrkb'reytingarnar voru allar tilgreindar þegar í áliti undirbúningsnefndar. En liitt er nýtt, og má hver trúa sem vill, að yfirboðsfrumvarp það, sem Þorsteinn Briem hefir verið að læðast með á undan- förnum þingum, hafi verið helzti leiðarvísir þeirra sem lögin sömdu. Það mun nú þegar draga til úrslita um hvernig Búnaðar- þing' tekur þessu máli. En aug- ljóst er, að hafni Búnaðarþings fulltrúar þeii’ri aðstöðu sem Búnaðarfélagi íslands er tryggð með lögunum, þá koma þeir í veg fyrir að bændur eignist sterka og áhrifaríka stéttar- samkomu í réttu hlutfalli við ríkjandi skoðanir á hverjum tíma, sem mundi verða bændurn mikilsverð í lífsbar- áttu þeirra. Verður að vænta þess, að fulltrúunum sé ljós sú mikla á- byrgð sem hvílir á þeim í þessum efnum. Gunnar Þórðarson. Tilkyimixig'. trá tlaffmálaráðnnant ríkisins. Bændur og yfirleitt allir sem hafa áhuga fyrir að flug komist aftur á hór á landi, eru hér með vinsamlega beðnir að tilkynna um svæði þau er þeir telja heppileg fyrir lendingu flugvéla, hvort heldur er á þeirra eigin landi eða annar- staðar. Svæðin þurfa að vera minst 600 x 600 metra stór, og annaðhvort renni- slétt eða mjög auðsléttuð. Bændur hafið hugfast hve raikið gagn flugvélar geta gert ykkur, hefjist handa áður en snjór fellur og nxælið staði þá er þið teljið heppilega fyrir lendingu flugvéla, og sendið sern nákvæmastar upplýsingar um legu, stærð og ásigkomulag svæðisins til ilug'málaráidxmauts ríkisins Reykiavík Bændaskólinn á Hvanneyri Framh. af 1. síðu. langt við nám hér í Reykjavík. Fór vorið 1933 til Noregs og var um sumarið á tili'aunabúi þar. Um haustið hóf hann nám við búnaðarháskólann í Ási í Noregi og lauk þaðan burtfar- •arþrófi í vor með góði'i I. eink- unn, eftir þi'iggja vetra nám. í fyrrasumar kynnti hann sér landbúnað í Svíþjóð og íxokkuð í Daixmörku. Kolaverzlun UGUBÐAB AbAnSOVAB Síbmli KOU Baykfavfk. 8fmt tU3 Reykjavík Sími 1249. Símnefni Sláturfélag. Niðursuðttverkstniðja. Heykhús. Bjikgnagerd. Frystihús. Framleiðir og selur í heildsölu og smásöln: Níður- soðið kjöt og fiskmeti fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð mest og best úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkent fyrir gæði. Fros- ið kjötlð allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fylstu nútímakröfum. Ostar og smjör frá Mjólkurbúi Flóamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um alt land. Garxiir Kaupurn vel verkaðar kindagarnir hæsta verði. Einnig stórgripagarnir. langa og svínagarnir. Gfarnirnar verða að vera hreinstroknar og vel pækilsaltaðar. Verða þær metnar við möttöku og fer verðið eft- ir gæðum. Allar upplýsingar um verkun garnanna gefur Ari K. Eyjólfsson, verkstjóri. Móttöku annast Garuastöðiu, Rauðarárstíg 17, Reykjavík- — Sími 4241. Samband isl. samvinnufélaga Sími 1080. Sáðskipti. í tilraunastöðinni á Sámstöð- um hefir verið gerð eftirtekt- arverð tilraun. Teknir voru tveir hektarar. Á öðrum þeirra var ræktað gras í fjögur ár. Uppskeran af þessum velli var samtals öll árin sem svaraði 7 þúsund fóðureiningum. Á hin- um hektaranum var ræktað bygg tvö fyrstu árin, kartöflur | þriðja árið, en grasfræí og | höfrum sáð fjórða árið. Af þessum hektara fékkst rúm- ltga helmingi meiri uppskera samtals öll árin eða 15 þús. | fóðui’einingar. Að sjálfsögðu hefir orðið meiri tilkostnaður við sáðskiptin, en Klemenz Kristjánsson telur ótvíi’æðan ! arð að sáðskiptum. EETEIB J. GRUKO’S ágæta hoLenzka reyktóbak ?EBÐ: AROMATISCHER SHAG ko»tar kr. 1,05 V*> kg. FEINRIECHENDER SHAG — — 1,15---- Læst í ölhim verzlunum íftryggingardeild Það er aðeins eiii ís- lenzki lijtryggivgarfélag \ og það býður betri kjör en nokkurt annað líf- ivyggingafélag starfandi hér á landi- Líftryggingardeild Eimakip II hæð, herbergi nr. 21 Sími 1700 1 B e z t a Munnfébakið er frá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖFN Biðjíð kaupmaun yðar um BB, miimitóbakið Fæst allsstaðar. er nú tilbúin til útsendingar út um land. Bókin er 160 bls. í stóru 4 —blaða broti, og innbundin í snot- urt al-shirtingband, Bókhlöðuverð kr. 15.00 og kr. 20.00 (betri pappír). Þeir, sem panta bókina utan af landi.-með því að senda andvirðið í póstávísun, þannig að komið sé til Reykjarvíkur fyrír 15. október, geta fengið bók- ina senda burðargjaldsfrítt fyrir kr. 12.00 og kr. Í6; 00 (betri pappír) í RAUÐKU er samtxn komið fjest af því bezta, sern staðið hefir í fyrstu 10 áröngum SPEGILSINS; myndir, bundið mál og óbundið. Eftir 15 október fæst bókin aðeins með bókhlöðuvei’ði, og kaupandi verður auk þess Bjálfur að gi’eiða burðargjald, ef pantað er í pósti. Aígreíðsla Spegílssns Box 594 — Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.